Bloggfærslur mánaðarins, desember 2023

Yfirlit yfir stöðuna í Úkraínu: Stuttu máli sagt, gekk sókn Úkraínuhers árið 2023 ekki upp! Hinn bóginn, er vetrarsókn Rússa þ.s. af er þennan vetur; ekki heldur að ganga upp! Er raunverulegur möguleiki að Bandaríkin og Evrópa, hætti að styðja Úkraínu?

Einfaldast er að sýna stöðuna í Úkraínu - skv. heimildum,Institute For Study of War.
Bendi fólki á að, ISW birtir kortin á grunni - gerfihnatta-mynda.
Í dag eru til ágæt forrit, er hjálpa við að rýna í myndir af slíku tagi.
Í dag eru gerfihnattamyndir það góðar, ekki gleyma því að víglínur eru vel sýnilegar úr mikilli hæð - tól og tæki, frá bifreiðum upp í skriðdreka; eru mjög vel þekkjanleg.
Mér skilst að myndir af slíku tagi séu það góðar - að unnt sé að greina einkennisklæði úr slíkri hæð. Þannig að, mjög vel sé unnt að greina mjög áreiðanlega hvar herirnir eru.

Á gerfihnatta-öld, sé ekki hægt að fela slíkar athafnir frá alsjáandi augum.
Það sé því engin ástæða að ætla að þessar myndir séu ónákvæmar eða rangar.

Kort ISW eru mjög lýsandi: Mjó rauð rönd sýnir hvar Rússar hafa nartað sl. 12 mánuði. Blátt hvar Úkraínuher hefur nartað á móti. Stóra yfirlytskortið sýnir vel hve litlar breytingarnar hafa verið á víglínunni á Lugansk svæðinu -- sl. 12 mánuði.

Hörðustu bardagarnir sl. 6 mánuði hafa verið á Donetsk svæðinu: Aftur sami litakóði.

  1. Ef þið skoðið hvar er rautt vs. hvar er blátt, sjáið þið lesendur eins vel og ég, hve litlar tilfærslur á víglínum raunverulega urðu árið 2023.
  2. Þ.s. einnig vekur athygli, er að - þó Rússar tali mikið um misheppnaða sumar- og haustsókn Úkraínu.
  3. Hefur eins og vel sjá má -- vetrarsókn Rússa, hafin fyrir nokkrum mánuðum, vart skilað fram að þessu umfram takmarkaðan árangur sumars- og haust-sóknar Úkraínu.
  4. Fram til þessa, virðist árangur Rússa fyrst og fremst, markast af -- miklu mannfalli.
    Ég meina, taktík Rússa, er hreinræktuð Fyrri Heimsstyrrjaldar, þ.s. þeir tjalda fram - öldum af hlaupandi mönnun - er hlaupa beint að vélbyssu- og stórskotahríð.
    Auðvitað er mannfall gríðarlegt fyrir Rússa - notandi Fyrri Heimsstyrrjaldar taktík.
    --Tja, eins og mannfall var auðvitað gríðarlegt í Fyrri Styrrjöld, er sömu aðferðir voru notaðar.
  • Athyglisvert að á árinu 2023, hættu Rússar alfarið að birta - eigin mannfallstölur.
  • Vetrarsókn Rússa, þennan vetur, virðist greinilega veikari -- en vetrarsókn þeirra veturinn 2022 - 2023. A.m.k. miðað við hvað hingað til hefur verið sjáanlegt af árangri.

 

Zaporizhzhia hérað var hvar Úkraínuher barðist hvað harðast við að ná í gegn: Megin árangur Úkraínuhers, er þessi - salient - eða deild í varnarlínu Rússa sem sjá má, nýlega hörfuðu Úkraínumenn inni í deildinni nokkra km. að talið er á verjanlegri línu!

 

Stóra málið um stöðuna á Bandaríkjaþingi vs. deilu innan ESB, um fjármögnun til Úkraínu!
Fyrsta lagi séu það algerlega yfirgnæfandi hagsmunir Evrópu að styðja Úkraínu.

  1. Fyrsta stríðsárið, náði flótta-manna-vandi tengdum Úkraínu ótrúlegum hæðum.
    Þ.e. 6 milljónir Úkraínumanna fyrstu 6 mánuði stríðsins, flúðu til Evrópu.
    11 milljónir Úkraínumanna, voru á faraldsfæti innan Úkraínu.
    17 milljónir samanlagt m.ö.o.
    Raunveruleg hætta var á bylgju á stærðinni 15-20 milljón frá landinu.
  2. Þetta ástand fór að lagast, eftir að Rússar hörfuðu frá Kíev svæðinu - og síðan að þeir voru hraktir frá, Kharkiv svæðinu - það batnaði enn frekar, eftir að Rússar hörfuðu frá, Kherson.
    Ég meina, mikið af þeim er voru á faraldsfæti innan Úkraínu, sneru heim til sín.
    Aðrir með aðstoð frá Evrópulöndum, komu sér fyrir innan landsins - utan heimkynna.

Málið er einfalt, að ef Evrópa sneri við baki -- hætti að styðja landið.
Þá, mundu Úkraínumenn aftur fara að óttast Rússa að sama skapi og fyrsta árið.

Að nýju mundi flótti ágerast, því meir sem Rússum gengi betur.
Endanlegar flótta-tölur gætu farið svo hátt sem: 20 milljón.
Ef maður ímyndaði sér allt ganga Rússum í hag, þeir nái landinu eins og þeir stefna að.

  1. Þetta gerir myndina mjög skýra: Að Evrópa hefur engan annan valkost en að senda vopn til Úkraínu.
  2. Því besta leiðin, sé að Úkraínumenn séu í Úkraínu. Til þess að svo sé.
    Þurfi að vopna stöðugt Úkraínu.

Stríðið sé í reynd árást á Evrópu alla: Þannig þurfi að skilja málið.

  • Meloni: forsætis-ráðherra Ítalíu, grunar mig, pent áttaði sig á þessu.
    Að, ef hún vill lágmarka flótta-vanda.
    Þá er einn stór liður að því markmiði vopna Úkraínu.
  • Það sé einfaldlega þess virði, að dæla vopnum og peningum til Úkraínu.
    Frekar en að þurfa að glíma við - allan þann pólitíska vanda er af yrði í Evrópu, ef Evrópa yrði þvinguð af Rússum til að taka allt að: 20 millj. flóttamenn.

Málið er einfalt, að Pútín sjálfur er með einbeittan vilja - til að afnema Úkraínu.

Nýlega áréttu Rússar formlegar kröfur til Úkraínu, um fullkomna uppgjöf.
Að Úkraína, afhendi strax til Rússa - stór svæði sem Úkraínustjórn, stjórnar.
Að Evrópa og Bandaríkin, gefi algerlega upp allt hugsanlegt tilkall til Úkraínu.

Þ.s. skondið er, að flest bendi til að Rússar, ætli að afnema Úkraínu formlega.
Ef þeir næðu landinu, þ.e. landið yrði fellt undir, Belgorod hérað.
Ég er í engum vafa, að Úkraínu tungumálið sjálft, yrði bannað.
Og auðvitað, sérhver sá sem hefur unnið með stjórnvöldum Úkraínu að vörnum landsins, þyrfti ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni -- langvarandi fangabúðavist blasti við.
--Ógnarstjórnin yrði á skala, sem ekki hefur sést síðan Stalíns-tímanum.

Ég er í engum vafa að, ca. hálf Úkraínska þjóðin -- flýr land.
Sem þíddi, að Rússa-væðing landsins gengi enn hraðar fyrir sig.
--Skv. forskrift Stalíns um það, hvernig þjóð er brotin á bak aftur.
Pútín án vafa, mundi stefna að því að - landið gæti aldrei risið á ný.

  1. Úkraína er m.ö.o. ekki bara að berjast fyrir eigin landi og sjálfstæði.
  2. Heldur sjálf þjóðin er byggir landið, fyrir því að vera til.

Rússa-stjórn sé það ofstækis-full í sínum sjónarmiðum, hún afneitar því Úkraínubúar séu sérstæð þjóð - með sérstæða menningu - með sérstæða tungu.
Skv. túlkun Pútíns, á Rússland þetta svæði allt, og Úkraínumenn eru villuráfandi Rússar.
----------------------
Ég er í engum vafa að ráðamenn í aðildarlöndum Evrópu-sambandsins vita allt þetta!

  1. Ég veit að það er í undirbúningi, hvernig neitunarvald Ungverjalands verður brotið á bak aftur: Einfalt raun og veru.
  2. Evrópulöndin skipuleggja stuðning við Úkraínu: Framhjá Ungverjalandi.
  • Fyrra skrefið er, að aðildarlönd - þau er vilja - veita stofnunum ESB; ríkisábyrgð.
    Þetta er búist við að komist til framkvæmda í janúar 2024.
  • Stofnanir ESB nota þá veðin, til að tryggja úkraínska ríkinu fjármögnun.
  1. Flóknari aðferð, einnig í undirbúningi - en kemur til nota síðar.
  2. Er að mynda formleg samtök milli Evrópulanda er vilja styðja Úkraínu, er væru formlega ekki hluti af ESB -- en innihéldu líklega öll ESB lönd, nema Ungverjaland.

Punkturinn er sá, að með því að færa stuðninginn út fyrir formlegan stofnana- og lagagrunn ESB - algerlega núllast út neitunarvald Ungverjalands.

Ég á m.ö.o. ekki von á öðru en því, að útspil forsætisráðherra Ungverjalands.
Leiði til þess fyrst og fremst, að Ungverjaland einangrist innan ESB.
Að, Ungverjaland missi stórum hluta sína getu til að stöðva mál.

  • Svona trix er hægt að beita - aftur og aftur.

Hafið í huga, að vera meðlimur í ESB - takmarkar ekki rétt aðildarríkja.
Til að mynda samtök sín á milli.

Hagsmunirnir fyrir aðildarríkin af stuðningi við Úkraínu eru einnig það gríðarlegir.
----------------------
Ég á von á að þingmenn á Bandaríkjaþingi muni ná samkomulagi í janúar 2024!

  1. Demókratar þurfa einfaldlega að gefa nægilega eftir til þingmanna er vilja -- þrengja mjög mikið rétt flóttamanna við Suðurlandamæri Bandaríkjanna, séu nægilega ánægðir.
  2. Minn skilningur er sá, að þingmenn séu að beita sér fyrir málstað fólks sem er mjög óánægt með stríðan flóttamannastraum yfir Suðurlandamæri Bandaríkjanna.
  3. Þeir séu ekki á móti Úkraínu - held ég - tek þá einfaldlega á orðinu, er þeir segja ekki sætta sig við stuðning við Úkraínu; nema að komið sé á móts við þeirra kröfur.

M.ö.o. skil ég þá þannig, að líklega myndist þingmeirihluti aftur fyrir stuðningi við Úkraínu - þegar samkomulag liggur fyrir, sem lægir háværustu óánægjuraddir.

Hagsmunir Bandaríkjanna af stuðningi við Úkraínu eru einnig gríðarlegir:

  1. Merkilega margir skilja þetta ekki. Málið er að, kerfi Bandaríkjanna -- styður sig ekki einungis við herstyrk, heldur ef eitthvað er - er tiltrú enn mikilvægari.
  2. Mikið af bandalögum Bandaríkjanna - byggja á trausti, samningum - þ.s. að baki er - tiltrú á því að Bandaríkin standi við gefin loforð um aðstoð, ef með þarf.

Málið er, að ef Bandaríkin gæfust upp fyrir Rússum!

  1. Hafið í huga, Bandaríkin hafa engan her í Úkraínu.
  2. Stuðningur við Úkraínu, er einungis örlítið brotabrot af árlegum rekstri herafla Bandaríkjanna.
  3. Vopn sem Bandaríkin senda yfir, eru framleidd í Bandaríkjunum: Sú framleiðsla skapar atvinnu, og tekjur á þeim svæðum þ.s. sú atvinna er.
  4. Bandar. geta endalaust fjármagnað þetta, þ.s. allt er í dollurum.

Allt bandalaga-kerfi Bandaríkjanna gæti einfaldlega ryðað til falls.
Hrun á tiltrú gæti orðið það fullkomin, auðvitað eru bandalagslönd Bandar. að horfa til þessa stríðs - þau meta alltaf stöðugt, áreiðanleika Bandaríkjanna.

Í dag er floti Kína, jafn fjölmennur flota Bandaríkjanna!
Floti Bandar. er líklega sterkari ennþá, en bilið mjókkar hratt.

Fullyrðing:

  1. Ef Bandaríkin gefa upp Úkraínu, sem heimurinn mundi réttu sjá sem uppgjöf.
  2. Gæti gervallt bandalaga-kerfi Bandaríkjanna hrunið fyrir árslok 2024.

Ég held að málið sé þetta stórt fyrir Bandaríkin.
--Því að þjóðirnar sjá, hve litlu Bandar. reynd kosta til.
--Að þarna er ekki bandar. her.
Því mundu þær tapa trúnni á að, Bandar. hafi vilja til að verja þær með eigin hermönnum.

Ég man eftir því þegar Varsjárbandalagið hrundi, 1989-1990!

  1. Það gerðist á nokkrum mánuðum, eftir að kom í ljós að USSR hafði ekki lengur vilja eða getu, til að verja -- ríkisstjórnir í A-Evrópu er studdu USSR falli.
  2. Hrun, bandalaga Bandaríkjanna - gæti gerst eins hratt, þ.e. á 6-8 mánuðum.

Þetta er auðvitað draumur Xi Jingping og Vladimirs Putin.
Málið er, þetta er algerlega raunhæfur möguleiki.
----------------------
Hinn bóginn er á þeirri skoðun:

  1. Meirihluti myndist á Bandaríkjaþingi, til að framhalda tilvist Bandaríkjanna sem heims-stórveldis.
  2. Um leið og, Demókratar og Repúblikanar -- hafa náð samkomulagi.

Ég er á því, einmitt að hvað mikið liggur við.
Setji nægilegan þrýsting á aðila til að ná samkomulagi.

 

Hvaða áhrif mun það hafa á forsetakosningar 2024, þegar samkomulag um -- stóra landamæramálið innan Bandaríkjanna liggur fyrir?

  1. Ég er á því að baki því hvernig Repúblikanar ætla að þvinga Biden forseta til að gefa eftir í landamæramálinu -- liggi það að sá hópur Repúblikana sé að mæta kröfum kjósenda sinna um aðgerðir.
  2. Ég er ekki á því, að þeir séu - sérstaklega í því að gera Trump greiða - tel svo að, hagsmunir Trumps eru augljóslega ekki á þá leið, að landamæramálið leysist fyrir kosningar.
  3. Það mál hefur verið hans helsta atkvæðanáma síðan 2016.
    Ég er alveg viss, að hann vill því frekar - að allt standi í lás fram til kosninga.
    Hinn bóginn, eru þing-Repúblikanarnir greinilega að keyra á málið núna.
  4. Ég tek því þannig, að þeir vinni fyrir óánægða kjósenda-hópa, sem er einmitt þ.s. þingmenn er orði hveðnu eru talsmenn íbúa - eiga að gera.
    Þeir séu sem sagt ekki endilega að gera Trump greiða.
    Þvert á móti held ég það sé klárlega ógreiði fyrir Trump.

Hvað ef stóra landamæramálið er einfaldlega horfið sem deilumál fyrir kosningar?
Þetta er augljóslega ekki orðið enn, ég vísa aftur á yfirgnæfandi mikilvægi þess fyrir Bandaríkin; að a.m.k. ekki að - tapa óbeina stríðinu við Rússa.

Ég er á því, einmitt vegna þess hve óskaplega mikilvægt málið sé.
Nái fylkingarnar - niðurstöðu.
-Það verða aldrei allir ánægðir.
-Stóra málið alltaf í þjóðfélagsdeilum, að ná til stóra ánægjuhópsins.

  • Ég er raunverulega að velta fyrir mér, hvor Biden gæti grætt á niðurstöðunni?

Margir er styðja aðgerðir í landamæramálinu, er verkafólk.
Rökrétt, ætti stefna Demókrata í mörgu að höfða til þeirra.
Þ.s. Demókratar eru líklegri til að styðja við, lægri tekjuhópa með því að leggja fjármagn í félagslegan stuðning.
--Meðan, Repúblikanar ítrekað sjá sparnað þar um.

Ég vil meina, að endalok deilunnar um landamærin.
Gæti opnað fyrir Biden, aðgengi að þeim kjósendahóp - a.m.k. að hluta.
--Á sama tíma, væri ekki lengur eins augljóst fyrir þann hóp að kjósa Trump.

Ég efa að Biden hefði nokkurn áhuga á að opna deilumálið aftur.
M.ö.o. lausnin líklega stæði til frambúðar -- kannski áratugi.

 

Niðurstaða
Úkraínustríðið stendur líklega yfir a.m.k. gervallt nk. ár.
Tafir við afgreiðslu vopnasendinga til Úkraínu, hafa þegar skaðað herstöðu Úkraínu.
Það birtist í því, Úkraína hefur greinilega blásið af vetrarsókn sína.

Það er rökrétt aðgerð, greinilega til að spara skotfæri þar til næst Úkraína fær líklega vopnasendingu -- líklega í febrúar 2024.
Ég ætla að gefa mér að, samkomulag milli Repúblikana og Demókrata sé líklega nægilega langt komið þá.

Samkomulag þarf ekki vera fullu lokið, til þess að meirihluti myndist fyrir vopnasendingu, enda hagsmunir Bandar. gríðarlegir - held nóg sé að, útlínur samkomulags liggi fyrir, þó mánuð í viðbót þurfi til að klára það.

Eftir allt saman, þarf Úkraína alltaf pakka síðar, þ.e. enginn vandi því að - veita slíka eftirgjöf, til að tryggja að Úkraínu sé haldið á floti, meðan samkomulagið er klárað.
Eins og ég segi að ofan, hagsmunirnir séu það gríðarlegir fyrir Bandar. að ég er á því að meirihluti Bandar.þings muni - alls ekki, láta Úkraínu skorta svo skotfæri, að hætta myndist á því að árásir Rússa fái einhvern stórfelldan framgang.

Úkraínumenn hafa góð varnarvígi, til að tryggja stöðuna - þarf skotfæri.
Það er langt í frá verulegur kostnaður fyrir Bandar. - samanborið við áhættuna á móti, hvað risastór álitshnekkir Bandar. gæti kallað fram.
--Ég er nægilega viss að, Bandar.þingmenn hafa ekki allt í einu hætt að vera þjóðernissinnar.

Ég á einnig von á að ESB lönd fynni leiðina til að verja sína hagsmuni.

Ég set það síðan fram sem loka-vangaveltu:
Spurninguna hvort Biden geti hugsanlega óvænt grætt á því.
Þegar Repúblikönum hefur tekist að keyra fram lausn sem þeim líkar nægilega við, um stóra Suður-landamæramálið í Bandaríkjunum.

Mér finnst það koma til greina, að útkoman gæti komið Biden vel í kosningunum.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband