Bloggfærslur mánaðarins, október 2023
Árás Rússa á Avdiivka virðist töluvert stór - mannfall er talið mikið, að flestum talið umtalsvert meira á hlið Rússa; þ.s. Rússa-her ræðst eina ferðina enn, að úkraínsku borgarvirki.
RUSSIAN OFFENSIVE CAMPAIGN ASSESSMENT, OCTOBER 21, 2023
Ef marka má fréttir, gerðu Rússar nýjar árásir um helgina eftir að hafa endurskipulagt lið sitt -- að talið er.
- Meginhreyfingarnar á víglínunni, voru 1-vikuna.
- Síðan þá, hefur víglínan virst nærri alveg föst.
- Rétt að benda á, að Rússar réðust einnig að Aviivka sl. vetur.
Víglína Úkraínu við þá borg - hélt. Öfugt við þ.s. gerðist við Bakhmut.
- Víglína Úkraínu þarna, er a.m.k. að hluta, frá átökum 2014.
- Avdiivka hefur alveg samfell síðan Febr. 2022, verið í víglínu átaka, frá því að ný innrás Rússa hefst Febr. 2022.
Sem þíðir, Úkraína hefur haft langan tíma til að byggja varnarlínur upp.
Advdiivka er því sennilega eins vel varin og nokkur staður í Úkraínu.
Rússar hafa samfellt síðan Febr. 2022, stefnt að töku -- Donbas.
Eins og sést á mynd, ráða Úkraínumenn -- enn hluta af víglínu, frá 2014.
--Sá hluti er einmitt við borgina, Avdiivka.
- Vegna þess þarna hefur verið barist með hléum alveg frá 2014.
Á ég ekki endilega von á rússn. gegnumbroti þarna.
- Ég hallast frekar að því, að Rússar séu að ógna Avdviivka.
- Í von um að, Úkraínumenn -- færi lið þangað.
Þ.e. klassísk taktísk nálgun í stríði.
Myndin sýnir stöðuna ágætlega: Gult hvar Úkraínumenn hafa hörfað blátt þ.s. Úkraínumenn hafa aftur tekið með gagnsókn! Dökkrauða svæðið á myndinni sýnir svæði sem Rússar náðu 2014.
Varðandi mannfall í Úkraínustríði!
Troop Deaths and Injuries in Ukraine War Near 500,000, U.S. Officials Say
Russias military casualties, the officials said, are approaching 300,000.
The number includes as many as 120,000 deaths and 170,000 to 180,000 injured troops.
The Russian numbers dwarf the Ukrainian figures, which the officials put at close to 70,000 killed and 100,000 to 120,000 wounded.
Þetta er mat PENTAGON -- ca. Ágúst 2023.
Mat PENTAGON á styrk herjanna:
Ukraine has around 500,000 troops, including active-duty, reserve and paramilitary troops, according to analysts.
By contrast, Russia has almost triple that number, with 1,330,000 active-duty, reserve and paramilitary troops most of the latter from the Wagner Group.
Aftur matstölur PENTAGON ágúst 2023.
Styrkur Úkraínuher er ca. þ.s. ég hef sjálfur talið her Úkraínu.
Þ.e. ca. 500.000.
Einfaldlega vegna þess að Úkraína hafi ekki næg vopn + flutningagetu fyrir stærri her.
Úkraína hafi samt í - almennu herútboði - þjálfað verulega flr. en 500.000.
Hernum sé einfaldlega haldið við 500.000 -- fólki bætt við eftir þörfum.
- Rétt að nefna, Rússar þurfa að viðhalda setuliði á herteknu landi.
- Úkraína hefur ekki þörf fyrir slíkt þ.s. íbúar almennt standa með ríkisstj. landsins.
Ekki er vitað hve fjölmennt setulið Rússa her.
Meina, sá her sem einfaldlega þarf að vera dreifður um herteknar byggðir.
--Til að tryggja, þau svæði rísi ekki upp gegn Rússum.
M.ö.o. líklega nýtist ekki allur liðsfjöldi Rússa til árása.
- 90 - 95% af her Rússa er talinn vera í Úkraínu.
Flestir er ræða mál Úkraínu, eru sammála því - að nær allur Rússaher sé í landinu.
- Sem skýri t.d. af hverju, Rússar þurftu að sætta sig við það - að Azerbadjan, hertók Nagorno-Karabak nýverið, m.ö.o. vann fullan sigur í átökum við Armeníu.
Azerar einfaldlega notfærðu sér, Rússaher er bundinn í Úkraínu, þannig Rússland gat ekkert gert!
Staðan á Kherson svæðinu Úkraínu
Lítið er vitað um árás Úkraínu yfir Dnieper/Dniepr!
Hersveitir Úkraínu virðast hafa tekið - Krynki, við bakka fljótsins, Rússa-megin.
Bardagar virðast einnig vera í skóglendi rétt handan við, Krynki.
- Bardagar þarna hafa nú staðið liðlega viku - þarna gæti hugsanlega verið veila í víglínu Rússa, þ.s. má vera Rússar hafi ekki reiknað með atlögu.
- Hinn bóginn er liðsstyrkur Úkraínu þarna ekki þekktur - óþekkt því að hvaða marki Úkraínu-her getur gert sér mat úr þessu.
En fyrst að Úkraínumenn hafa verið þarna, lengur en viku - er einhver flutningsgeta.
Ef Úkraína, getur sett upp bráðabirgðabrú yfir fljótið, gæti flutningsgetan vaxið.
Rússar auðvitað geta einnig fært til lið. A.m.k. hafa þeir ekki haft það lið enn þarna, er getur hrint atlögu Úkraínu. En það gæti breyst á nokkrum dögum til viðbótar.
Niðurstaða
Bardagar á Zaporizhia svæðinu hafa ekki hætt - enn er hart barist þar. Sama á við nærri Bakhmut, þ.s. Úkraínumenn halda enn í gangi gagnsókn.
Hinn bóginn, hafa litla hreyfingar verið á þeim víglínum dáldinn tíma.
Þ.s. nýlegt er - árás Rússa að Adiivka borgarvirkinu, árás er virðist töluvert stór.
Hinn bóginn, hefur sú borg verið á víglínu átaka í Úkraínu, samfellt frá 2014.
Rússar hafa ítrekað ráðist að þeirri víglínu við þá borg, frá Febr. 2022.
Síðast á undan, gerðu þeir harða atlögu að víglínum við Avdiivka sl. vetur.
Án þess að komast í gegnum varnirnar við þá borg.
Það blasir a.m.k. ekki neitt augljóslega við, að Rússar komist þarna í gegn, núna.
Mannfall er þó greinilega mikið, en stjórnendur Rússa virðast sætta sig við það.
Flest bendi til að, þeim árásum verði haldið áfram a.m.k. um einhverja hríð.
Ég nefni nýja árás yfir Dniper/Dniepr, vegna þess að þ.e. nýjasta tilraun Úkraínu.
Engin leið er að meta líkur á því að sá vinkill skili árangri.
- Varðandi mannfallstölur - eru þær örugglega a.m.k. ekki of háar.
Bardagar hafa verið ítrekað gríðarlega harðir. - Þ.s. Rússar eru mun oftar síðan Febr. 2022 í árásar-ham.
Er rökrétt að Rússa-her hafi ca. 2-falt mannfall.
Eitt sem mér finnst merkilegt:
Árás Rússa á Adviivka hefst eftir að þeir fá vopnasendingu frá Norður-Kóreu.
Mig grunar það sé ekki tilviljun.
Það bendi til að Rússar hafi haft liðið tilbúið - en skort nægar birgðir til að hefja árás, fram á þann punkt.
Spurning hvort að Rússar eru að spæna þær birgðir upp með hraði?
Þannig - þeir hugsanlega þurfi að enda sóknina, vegna skotfora-skorts.
Ég meina, ef þ.e. ástæðan fyrir tímasetningunni - birgðirnar frá NK.
Kv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2023 | 16:07
Er Ísrael að falla í gildru Hamas Samtakanna? Hamas samtökin hljóta að stefna að einhverskonar sigri - spurningin er þá, hvaða form af sigri?
Kenningin sem ég set fram er sú - Hamas ætlar sér sigur á Ísrael.
Samtímis veit Hamas mæta vel, hernaðarsigur á Ísrael er Hamas um megn.
Spurningin er þá, hvaða form af sigri á Ísrael ætla Hamas samtökin sér?
- Ég legg til, að morðárásin á Ísrael, hafi nákvæmlega þann tilgang.
Að egna Ísrael til að fremja -- stórfelld hryðjuverk á Íbúum Gaza-strandar. - Markmið Hamas með þessu, væri einmitt það -- að græða á þeirri hliðar-atburðarás sem þá gæti farið af stað, á kostnað Ísraels.
- Það er mikilvægt að skilja, Hamas eru afar róttæk samtök, ég tel að í augum samtakanna, séu íbúar einfaldlega -- peð, í markmiði samtakanna, að valda Ísrael tjóni.
- Hvaða tjón væri það þá?
- Ef, Ísrael -- drepur mjög mikinn fjölda Gazabúa, t.d. 100.000 eða flr.
Eða, ef Ísrael, gerir tilraun til -- að þjóðernis-hreinsa, allar 2,3millj. íbúa Gazastrandar til Egyptalands; eða a.m.k. mikinn fjölda Gazabúa.
- Þá getur það hugsast, að Hamas takist -- að ræsa, stríð milli Ísraels og Arabalandanna, en Egyptaland mun t.d. alls ekki sætta sig við það, ef Ísrael leitast við, að senda alla íbúa Gaza-strandar til Egyptalands.
- Eða, til vara, að stórskaða samskipti Ísraels og Arabalandanna til langs tíma - m.ö.o. eyðileggja alla þá vinnu, er hefur farið fram sl. 20-30 ár.
Í því, að bæta samskipti Ísraels og Arabalandanna.
Ísrael hefur gefið íbúum Gaza-borgar skipun um flótta suður!:
UN Calls Israel Armys Evacuation Order In Gaza Impossible.
En ef, Hamas tækist - að egna Ísrael, til slíkra hryðjuverka á íbúum Gaza-strandar.
Annaðhvort með miklum fjölda-drápum, og/eða tilraun til að smala þeim til Egyptalands.
Þá held ég pottþétt, að Hamas mundi líta á þá útkomu - sigur yfir Ísrael!
- Ef marka má nýjustu fregnir, hefur Ísrael gefið rýmingar-skipun til íbúa Gaza-borgar, þeim er skipað að yfirgefa borgina á 24klst.
Yfirlýsing frá stofnunum SÞ - segir þetta ómögulegt, fyrir 1,1mn. - Skv. viðtölum við íbúa á erlendum fréttamiðlum er hræðsla meðal fólksins, að Ísrael ætli að smala -- Gaza-standar-íbúum, Suður til Egyptalands.
Ég stórfellt efa að -- Egyptaland sé til í að, sætta sig við slíkt.
Að sjálfsögðu er ekki vitað, að ríkisstjórn Ísraels ætli að, tæma alla Gaza-strönd.
Hinn bóginn, væri það slíkur atburður, að -- möguleiki á beinu stríði milli Egyptalands og Ísraels, þrátt fyrir - mörg ár af formlegum friði við Ísrael, er ekki hægt að útiloka.
Her Egyptalands, er mjög nærri því að vera jafn vel vopnum búinn og her Ísraels.
Hinn bóginn ræður Ísrael yfir kjarnavopnum, ekki Egyptaland.
- Vandi Ísraels, er náttúrulega sá, að þ.e. ekki hægt að útrýma Hamas -- því að Hamas liðar einfaldlega henda frá sér vopnum sínum, fela sig meðal íbúa.
- Þannig séð, er ekki órökrétt -- að tæma Gaza til Egyptalands.
Ef maður skoðar málið eingöngu út frá því markmiði, að losna við Hamas úr Ísrael.
Hinn bóginn, sé ég ekki hvernig Ísrael getur sloppið við -- alvarlega rymmu við Egyptaland; her Egyptalands virkilega er ekki verr vopnaður en hver annar NATO her.
Bandar. hafa veitt Egyptalandi, eins og Ísrael, yfir milljarð dala í hernaðaraðstoð ár hvert samellt lengur en 30 ár -- Egyptalandi alla tíð síðan, Egyptaland samdi formlegan frið við Ísrael skv. Camp David samkomulagi fyrir löngu síðan!
--Her Egyptalands er því ekki sá her lengur, sem Ísrael vann sigur á 1973.
Niðurstaða
Hvernig gæti Hamas notfært sér - málið, ef við gefum okkur að Ísrael gangi það langt, að það leiði til -- fullra slita í samskiptum við Arabalönd, m.ö.o. öll vinna sl. 30 ára til að sætta Ísrael og Arabalönd, verði unnin fyrir gíg?
- Hamas líklega verður mun hættulegra í kjölfarið fyrir Ísrael.
Því, að ef maður gefur sér -- Hamas tekst að egna Ísrael, til óskaplegra ógnar-aðgerða gegn íbúum Gaza. Það stórum - það sjokkerandi - að öll samskipti Ísraela og Araba, fara 30 ár aftur í tímann -- jafnvel í fullt - regional war. - Þá öðlast Hamas væntanlega þ.s. Hamas hefur ekki haft, þ.e. stuðning ríkisstjórna Arabalandanna, eftir að þau söðla snögglega um -- og snúast gegn Ísrael aftur.
Það sem leiði þá útkomu fram, verði óskapleg reiði-bylgja íbúa þeirra landa.
Er knýi stjórnvöld alla þeirra landa, til að ganga það langt.
Ef Ísrael annað af tvennu, drepur mjög mikinn fj. Gaza-strandar-fólks, eða virkilega leitast við að tæma ströndina til Egyptalands.
Útkoman verði - stórsigur Hamas.
M.ö.o. að Hamas takist að svo egna Ísrael, til blindrar bræði, að Ísrael í þeirri bræði -- færi allt til Hamas á silfur-fati, sem Hamas hefur svo lengi dreimt um.
Ég meina, Hamas hefur verið afar einangrað - eftir Kalda-Stríðinu lauk, hafa Arabalöndin nær öll stigið skref smám saman til samskipta við Vesturlönd, frið við Ísrael - ef ekki endilega fullar sættir. Sem hefur þítt, öll Arabaöndin hafa hundsað Hamas.
--En, ef Arabalöndin og Ísrael verða allt í einu óvinir aftur, þá eru líkur á að Hamas fái allan þann stuðning Hamas hefur svo lengi dreimt um -- þökk þannig séð, Ísrael.
Getur það verið, að Ísrael sé að labba í gildru Hamas?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2023 | 15:28
Árás Hamas samtakanna frá Gaza svæðinu á Ísrael - stærsta blóðtaka Ísraela síðan, 1973
Skv. fjölmiðlum í Ísrael - áætlað mannfall a.m.k. 600. Líklegt að þær tölur hækki frekar.
Her Ísraels segir að, liðsmenn skæruhópa Hamas er ruddust í gegnum girðingar utan um, Gaza svæðið -- hafi verið mörg hundruð. Hamas hóparnir virðast hafa beitt, jarðítum. Síðan þust í gegn á mótorhjólum eða hlaupandi. Meðan, þúsundum einfaldra eldflauga var skotið.
- Þetta er stærsta og blóðugasta árás á Ísrael, síðan Yom Kippur stríði, 1973.
Það ár, réðust herir nokkurra Araba-ríkja á Ísrael. - Að þessu sinni, er árás framkvæmd af - miklu mun verr vopnuðum, skæruhópum.
Líklega er ástæða þess hver margir falla í Ísrael sú.
Hve byggðir Ísraela - land-nema-byggðir svokallaðar - eru nærri Gaza.
M.ö.o. afar stutt fyrir skæruhópa að fara, frá girðingunni um Gaza, að næstu byggð.
Mynd af vef BBC: Opna hlekk á frétt!
Skæruhópum Hamas, m.ö.o. tekst að hertaka - að virðist - alla bæina í grennd.
Þessar að auki, yfirbuguðu að virðist, ísraelska herstöð og 2 varðstöðvar.
Síðan í gær, hefur her Ísraels barist við að yfirbuga þá skæruhópa.
Í dag sunnudag, virðist Ísraelsher ca. búinn að hreinsa þær byggðir.
En í valnum liggja - hundruðir skæruliða, og hugsanlega vel yfir 600 Ísraelar.
Langflestir þeirra virðast, almennir borgarar - skæruhópar á hinn bóginn; hafa tekið óþekktan fjölda í gíslingu!
Hinn bóginn, virðist mikið af fólki hafa verið skotið á færi, fólk á öllum aldri.
Virðist að skæruhópar hafi ráðist á útihátíð, þ.s. mikið af ungu fólki hlustaði á útitónleika.
- Höfum í huga, að ríkisstjórn Ísraels í dag, er sennilega mesta harðlínustjórn nokkru sinni í sögu Ísraels. Árásin er augljóslega afar auðmýjkandi fyrir hana, forstætisráðherrann sem og aðra ráðherra.
- Fyrir bragðið, má einnig reikna með því -- viðbrögð Ísraels-hers og ríkisstjórnar Ísraels, verði sögulega - hvað hörku varðar.
- Við vitum ekki enn, hvað þessi ríkisstjórn mun gera.
Eina vitum við fyrir víst, sú ríkisstjórn mun leitast við að -- rétta sinn orðstýr. - Með því að auðsýna -- gríðarlega hörku.
Ég á því von á að, þegar Ísraelsher hefur fyrir alvöru -- stórfellda innrás á Gazasvæðið, árás er hlýtur að hefjast á nk. dögum af fullum krafti.
Þá, muni Ísraelsher ganga mun lengra í aðgerðum, en nokkru sinni fyrri.
Það þíðir auðvita, gríðarlegt mannfalla Gazabúa er augljóslega yfirvofandi.
Hefnd Ísraels verður a.m.k. 10 - föld, ef ekki 20 - 30 föld.
Rýflega 2mn. búa á Gaza, svæði ca. á stærð við Reykjavík + Kópavog.
M.ö.o. gríðarlegt þéttbýli, meðan aðgerðir Ísraelshers verða án nokkurrar miskunnar.
- 20 - 30þ. Gazaíbúar gætu látið lífið.
Hamas var auðvitað ljóst, að hefnd Ísrale mundi bitna mest á íbúum Gaza.
Við skulum muna það, að Hamas getur ekki annað en hafa verið full-ljóst.
--Að Ísrael mundi láta helvíti rigna yfir íbúa Gaza á móti.
- Hamas valdi samt að beita þeim aðgerðum, Hamas fyrirfram veit hvaða afleiðingar hefur.
Videó veitir ágæta lýsingu á árás Hamas!
Gott og vel, Ísrael hefur ekki verið nærgætið við Gaza!
Gaza er í reynd flóttamannabúðir, íbúum í reynd haldið í sameiginlegri gíslingu: Hamas og Ísraels. Vegna aðgerða Hamas gegnum árin, var svæðið rammlega girt af - mjög nákvæmt eftirlit viðhaft á öllu er fer inn, a.m.k. Ísraels-megin.
--Megin veikleiki eftirlits, virðist alltaf vera -- Egyptalands-megin.
- Bjargir eru af mjög skornum skammti á Gaza sjálfu, íbúar geta e-h fiskað í hafinu, en þar fyrir utan - háðir mat, vatni, og rafmagni frá Ísrael. Nú skorið á allt.
- Vopumn, verður að smyggla með einhverjum hætti -- megin leiðin virðist ætíð, gegnum Egyptaland.
M.ö.o. er árás Hamas, ekki síður - áfellis-dómur á stjórn Syzi hershöfðingja í Egyptalandi, en þar í gegn hafa lang-líklegast vopnin borist til, Hamas.
Ekki vegna þess að stjórn Egyptalands hafi samúð, heldur vegna gríðarlegrar spillingar egypska ríkisins og sennilega einnig í bland við, samúð íbúa í Egyptalandi.
--En smyggl, getur ekki farið fram, án aðstoðar egypskra aðila.
OK, það hefur verið nokkur umræða um hlutverk Írans!
- Íran er eina landið er hefur beinínist lýst yfir stuðningi við aðgerðir Hamas.
- Hinn bóginn, hefur Íran enga þægilega leið -- til að aðstoða Hamas.
Hesbollah, sem hefur seinni ár - beina land-samgöngur við Íran, gegnum Sýrland og Írak.
Þ.s. Sýrland er í dag, leppríki Írans - Írak einnig að mestu leiti.
Hefur enga þægilega aðstöðu til að koma vopnum til, Hamas!
Þess vegna á ég erfitt með að trúa því, að aðgerðum Hamas.
Sé einhvern veginn stjórnað af Íran, búnar til af Íran!
Ekki einungis vegna skorts á þægilegri land-leið, heldur einnig vegna þess.
Íranar eru Shítar - það er Hezbollah einnig.
Meðan, Hamas eru Súnnítar.
Shítar og Súnnítar - eru yfirleitt ekki vinir í Mið-austur-löndum!
Þó það sé ekki algerlega útilokað, að sameiginlegt hatur dugi til að þeir hópast mætist.
- Ekki gleima því, íbúar Sínæ-skaga, Egyptalandsmegin, eru Súnnítar.
Til þess að aðstoða við smyggl, þarf að koma til -- samúð. - Hún er líklega mun auðveldari, milli Súnníta-hópa, en Shíta og Súnníta-hópa.
Þ.e. alveg nóg til af róttækum, Súnníta-hópum.
Er væru alveg til í að, aðstoða Hamas.
--Það hefur verið til staðar, skærustríð á Sínæ, sem ríkisstjórn Egyptalands hefur þurft að glíma við.
Þannig ég held það sé mun sennilegar, róttækir Súnnítar á Sínæ, aðstoði Hamas.
Hinn bóginn, líki ríkisstjórn Írans það líklega vel, ef aðilar halda hana að baki.
Vegna þess það efli orðstír Írans, sem andstæðings Bandar. og Ísraels.
Ég efa samt að Íran standi þarna að baki. Hinn bóginn henti það Íran líklega pólitískt, að lýsa yfir samúð og stuðningi. Og einnig Íran, að hafna ekki aðdráttunum um áhrif.
Niðurstaða
Afleiðingar árásar Hamas liggja ekki enn fyrir nema að hluta. Hinn bóginn held ég að eitt sé algerlega fullvíst. Að þær afleiðingar muni fyrir rest, bitna langsamlega verst á íbúum Gaza. Því fólki, sem Hamas ríkir yfir.
Hamas m.ö.o. gerir þeim íbúum afar slæman bjarnargreiða með sínum aðgerðum.
Grimmd hefndar Ísraela verður án nokkurs vafa gríðarleg.
Kaldhæðnin fyrir Hamas er sú, að eins og alþjóðapólitík hefur þróast.
Verður líklega engin samúðar-bylgja með Palestínumönnum, nema grimmd Ísrale verði rosalega gríðarlega sjokkerandi, er má vel vera að verði fyrir rest.
Hvað sem gerist, verður hefnd Ísrala örugglega ekki minna söguleg.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar