Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022

Ætlar Pútín að ráðast inn í Úkraínu eða ekki? Eftir að viðræður milli Pútíns og NATO fóru út um þúfur. Er spurningunni enn ósvarað!

Við höfum a.m.k. eitt svar - NATO hafnaði öllum kröfum Pútíns.
Sannarlega er það akkúrat svarið við þeirri tilteknu spurningu ég reiknaði með.
Enda virtist mér á tæru að það væri gersamlega ómögulegt fyrir NATO.
Að samþykkja nokkra af hinum framsettu kröfum!

  • Ef maður einungis skoðar hvernig NATO tekur ákvarðanir.
    Þá verða öll ríkin vera sammála!
  • Það þíðir, að til að samþykkja kröfu.
    Þarf að náðst samstaða um slíkt.
  • Ergo - ef engin samstaða næst.
    Þíðir það, engar kröfur nást fram.

Þannig að ég velti fyrir mér hvort það var ekki hreinlega.
Innra samstöðuleysi NATO -- er leiddi þá niðurstöðu fram!
-----------
Það var einmitt kenning sem ég setti fram fyrir fundinn með NATO.
Að það gæti akkúrat verið útkoman.
Að kröfum Pútíns, væri hafnað meira vegna þess, að NATO hefði enga samstöðu.
En þess, að allar NATO þjóðir væru sammála um e-h tiltekið atriði.

 

Áhuga vekur einstök NATO lönd eru hafin að vopna Úkraínu!
Það er einmitt það form stuðnings NATO landa ég fastlega reikna með.
Það er, áhugasöm NATO lönd -- styðji og vopni Úkraínu.
Samtímis og það verða einnig NATO lönd, er skipta sér lítt af málum.

  1. Bretland lýsti því nýlega yfir, að 2.000 skrið-dreka-flaugar hefðu verið sendar til Úkraínu.
  2. Rétt fyrir þessa helgi, tilkynntu nokkrar þjóðir í A-Evrópu, um yfirvofandi vopnasendingar til Úkraínu.
  3. Bandaríkin, hafa tilkynnt að -- 100 tonn af vopnum.
    Verði send til Úkraínu nk. daga.
    Mér skilst að flutningavélar fljúgi nú milli Bandar. og Úkraínu.

Ég taldi algerlega fullvíst að NATO mundi styðja Úkraínu.
Og það virðist vera að staðfestast!

 

Þf ekki endilega fullkomna NATO samstöðu, að slíkur stuðningur skipti máli!
Ég hugsa að það sé alveg nóg - að E-Evrópulönd, Bretland + Bandaríkin, styðji Úkraínu.

  1. Hinn bóginn er hægt að líta á núverandi stöðu.
  2. Sem nokkurs konar form af samninga-viðræðum.
  • Fregnir berast af því, að meira rússneskt herlið streymi að landamærum.
  • Á sama tíma, berast fregnir af - vopnun Úkraínu.

Það má líta þannig á, að - Pútín vs. NATO.
Séu að efla sína samningsstöðu - með sínum hvorum hætti.

Pútín með meira herliði - NATO lönd með því að styrkja Úkraínuher.

Ég ætla ekki að - fullyrða að það sé rétt túlkun.
En þetta er a.m.k. möguleg sýn á núverandi atburðarás.

 

Eins og fyrr, getur Pútín pent verið að undirbúa innrás!
Það passar alveg við mikla liðsflutninga + fjölmenna liðssöfnun.
Og enn liggur svarið ekki fyrir.

  • Og enn er ég ekki einu sinni viss.
    Að Pútín sjálfur hafi tekið ákvörðun.

 

Niðurstaða
Eitt virðist þó nær víst, að ef Pútín hefur stríð.
Fær Úkraína líklega nægilega mikið af vopnum, til að viðhalda mótspyrnu.
Enn er það fullkomlega óvíst hvernig her Úkraínu mundi reiða af.
Sannarlega 2014 kom í ljós að sá her var illa búinn og í hræðilegu ástandi.
Hinn bóginn, hefur Vestræn fjármögnun og Vestræn vopna-aðstoð.
Styrkt her Úkraínu mikið síðan það ár, auk þess að stöðugir bardagar við rússneskar sveitir í A-Úkraínu -- hefur búið til fjölmennan hóp bardagareyndra hermanna.
Þar fyrir utan, hefur Rússland - enga tæknileg yfirburði yfir her Úkraínu.
Hinn bóginn er her Rússlands í heild mikið stærri.
En á móti kemur, að Rússland mundi aldrei senda allt sitt herlið til Úkraínu.
Rússland líklega mundi aldrei tæma Suður-svæðið þ.s. Múslímar eru fjölmennir, út af ótta við hugsanlega nýjar uppreisnir þar - Rússland vill væntanleg auk þessa viðhalda herliði nærri A-Asíu svæðinu til að viðhalda stöðugleika þar, og mundi örugglega aldrei færa allt herlið er stendur gagnvart NATO til Úkraínu.
--Þetta ber að hafa í huga, sem eru rök fyrir því að Úkraína eigi möguleika.

Síðan koma viðbótar sjónarmið, hvort hagkerfi Rússlands ræður við afar kostnaðarsamt stríð - sérstaklega ef NATO löndum með vopnasendingum tekst að viðhalda getu hers Úkraínu til að verjast framrás hugsanlegrar rússneskrar innrásar.
Þá meina ég, ef slíkt stríð dregst á langinn!
Flestir er ræða slíkt, telja Rússland ráða við stutt stríð.
En ekki mörg ár af mjög umfangsmiklum kosntaðarsömum átökum.

  • Síðan er það eitt atriði - ég óttast að hugsanlega sé Pútín að mála sig út í horn. Ég meina, koma sér í þá stöðu, hann geti ekki bakkað frá því að ráðast inn.
  • En ítrekaðar kröfur sem NATO er þegar búið að hafna, áframhaldandi liðsflutningar - og vopnasendingar NATO á sama tíma. Auka stöðugt spennuna.

Ég gæti ímyndað mér, að Pútín gæti komið sér í þá innanlands pólitísku stöðu í Rússlandi, að það að bakka -- væri too big loss of face.

Þannig að hann hæfi nýtt stríð, þrátt fyrir fulla vitneskju að NATO lönd.
Muni tryggja Úkraínu nægar vopnasendingar til að viðhalda getu landsins til að halda stríðinu áfram, þrátt fyrir fjölmenna innrás!
--Það mundi að sjálfsögðu leiða til mjög mikilla blóðsúthellinga á báða bóga.

  • En draumur þeirra NATO landa er styddu Úkraínu.
  • Væri augljóslega, að her Rússlands yrði fyrir slíku tjóni.
  • Að innrásin yrði að - stórtjóni fyrir Pútín.

Það mætti ímynda sér, að ef það blasti við, að Rússland væri eiginlega búið að tapa stríðinu -- gæti það hugsanlega leitt til falls Pútíns.
--Líklegast gæti verið svokölluð palace coup.

 

Kv.


Öflugasta sprengigos á Jörðinni í 100 ár í Tongaeyjaklasanum - gæti sprengingin hafa verið á við þrjár til fjórar Hiroshimasprengjur?

Eldfjallið sem orsakaði sprengi-gosið virðist vera mörgu líkt, Öskju.
Það er, um að ræða eldstöð þ.s. svokölluð askja eða caldera er til staðar.
Askja, Hunga-Tonga-Hunga-Haapai, eldfjallsins er - 6km. víð.

Í sprengingunni, hvarf miðja eyjarinnar sem sést á myndinni.
Einungis urðu eftir endar hennar beggja vegna.

Hunga-Tonga-Hunga-Haapai -- eldfjallið
Botn öskju á 150m. dýpi.

A map of the seafloor shows the volcanic cones and caldera.

Enginn veit nákvæma örsök sprengingarinnar en óskaplega öflug var hún.

Vídeó frá Japönsku veðurstofunni, sýnir umfang sprengi-skýs!

Skv. Jarðfræðingi er rætt var við á vef: The Conversation:
Why the volcanic eruption in Tonga was so violent, and what to expect next

  1. We visited in 2016,... Mapping the sea floor, we discovered a hidden “caldera” 150m below the waves ...
  2. Small eruptions (such as in 2009 and 2014/15) occur mainly at the edge of the caldera, but very big ones come from the caldera itself.
  3. These big eruptions are so large the top of the erupting magma collapses inward, deepening the caldera.
  4. Looking at the chemistry of past eruptions, we now think the small eruptions represent the magma system slowly recharging itself to prepare for a big event.
  5. We found evidence of two huge past eruptions from the Hunga caldera in deposits on the old islands. We matched these chemically to volcanic ash deposits on the largest inhabited island of Tongatapu, 65km away, and then used radiocarbon dates to show that big caldera eruptions occur about ever 1000 years, with the last one at AD1100.
  6. With this knowledge, the eruption on January 15 seems to be right on schedule for a “big one”.
  7. The latest eruption has stepped up the scale in terms of violence. The ash plume is already about 20km high. Most remarkably, it spread out almost concentrically over a distance of about 130km from the volcano, creating a plume with a 260km diameter, before it was distorted by the wind.
  8. This demonstrates a huge explosive power – one that cannot be explained by magma-water interaction alone. It shows instead that large amounts of fresh, gas-charged magma have erupted from the caldera.
  9. The eruption also produced a tsunami throughout Tonga and neighbouring Fiji and Samoa. Shock waves traversed many thousands of kilometres, were seen from space, and recorded in New Zealand some 2000km away.
  10. All these signs suggest the large Hunga caldera has awoken.
  11. A warning...each of the 1000-year major caldera eruption episodes involved many separate explosion events.
  12. Hence we could be in for several weeks or even years of major volcanic unrest from the Hunga-Tonga-Hunga-Haapai volcano. For the sake of the people of Tonga I hope not.
  • Þetta er stórgos af tagi er verður einu sinni per 1000 ár.
  • Stórgosin einkennast af risa-sprengingum, jafnvel nokkrum sprengingum.
  • Litlu gosin sl. áratugi, hafi verið undirbúningur fyrir stórgosið.
  • Sprengi-skýið náði 260km ummáli, áður en form þess fór að aflagast af vindi.

Eins og videóið sýnir -- nær það því ummáli á óskaplegum hraða.
Ógnarstærð þess á nokkrum sekúndum, gæti bent til sprengikrafts á við.
--Nokkrar Hiroshima-sprengjur.

 

Niðurstaða

Risa-sprengi-gos af þessu tagi, eru sem betur fer afar sjaldgæfir atburðir.
Því þau eru óskaplega hættuleg fyrirbæri.
Því skárst að hafa þau sem fjærst byggðum bólum.
--Menn geta reynt að ímynda sér, 130 km vítt sprengi-ský á Íslandi!

  • Stærsta sögulega sprengigos á Íslandi, var Öræfajökull 1364.
    Er eyddi byggð í, Héraði - er eftir gos, nefnist - Öræfi.

Skv. sögulegum heimildum komst enginn af.
Sprengi-gos eru möguleg í hafi undan Íslandi, t.d. undan Reykjanestá.
--En það eru mörg neðansjávar-eldfjöll á Reykjanes-hrygg.

 

Kv.


Spurning hvort krísan í Kasakstan - er ógn við Pútín, eða ekki. Tímasetning vanda á Austur landamærum Rússlands hið minnsta er hentug fyrir NATO, er deilur við Rússland við Vestur landamæri Rússlands!

Það verður ekki fjallað af viti um Mið-Asíu, án þess að nefna - olíu og gas.
Fyrir 2000, þá streymdi nær allt gas og nær öll olía frá svæðinu.
Til Rússlands, og síðan áfram til markaða.
--Þannig gat Rússland, sparað eigin gas- og olíulyndir, samt haft tekjur.

Síðan 2000, hafa umfangsmiklar nýjar leiðslur verið lagðar.
Þær hafa verið reistar af kínversku frumkvæði.
--Í dag, kaupir Kína megin þorra olíu og gass, frá Mið-Asíu.

Sumir vilja tengja vaxandi áhrif í Mið-Asíu af hálfu Kína.
Við núverandi rás atburða.
--M.ö.o. vilja meina, að Rússland sé að toga til baka.

  • Ég einfaldlega nefni þá kenningu, án þess að taka afstöðu.

En mér virðist þær kenningar, get verið - vangaveltur án sannana.

 

Mynd sýnir hvar olíu og gasleiðslur liggja!

Geo-political and macroeconomic Situation - Ramdanisk​

Hérna er góð frétt:
Putin puts out fires across a former Soviet empire clamoring for change.

Mynd sýnir mótmælastöðu í Almaty þann 5.jan sl.

TOPSHOT-KAZAKHSTAN-ENERGY-PROTEST-UNREST

Einfalda módelið, er reiknar ekki með - djúpum samsærum!

Mótmæli spretta fram, vegna þess að ríkisstjórnin hækkaði við sl. áramót -- verðlag verulega til almennings á gasi. M.ö.o. kyndingarkostnaður heimila óx.

Þetta er þ.s. fréttamönnum virðist almennt hafa gerst, og mótmælendur sannarlega voru háværir - síðan blandast alls konar lið inn í mótmælin.
Og þau færast frá beinni kvörtun yfir framferði stjórnvalda.
Yfir í að vera, hörð krafa um afsögn stjórnarinnar.

Stjórnin sagði síðan af sér í sl. viku - á hinn bóginn, hins vegar hefur sá sem fyrri forseti Kasakstan gerði að, starfandi forseta - Kassym-Jomart Tokayev - síðan lýst yfir neyðarástandi.

Eftir ríkisstjórnin sagði af sér, og fyrst hann virtist draga í land - óskaði hann eftir aðstoð - svokallaðs Samveldis Sjálfstæðra Ríkja sem er klúbbur undir stjórn Rússlands, er inniheldur nokkur lönd er eiga landamæri að Rússlandi.

Nokkur fjöldi Rússneskra hermanna - ca. 4þ. eru komnir til landsins.
Skv. yfirlýsingur stjórnarinnar í Rússlandi, er þeim ekki ætlað að kljálst við mótmælendur, einungis verja mikilvægar byggingar.

Hinn bóginn, í ljósi þess hve óljóst umfang mótmæla er.
Og einnig hversu óljóst það er, hversu mikinn stuðning þau hafa.
Er einnig óljóst, hversu stöndugur - nýr forseti landsins er við völd.

Athygli vekur -- handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur fyrrum yfirmanni leyniþjónustu landsins, ákæra - hvorki meira né minna en um meint landráð.
Kazakhstan’s former intelligence chief arrested on suspicion of treason
--Hljómar pínu sem, að nýr forseti eða einræðisherra, sé að leitast við að festa sig í sessi, með klassískum klækjum - sbr. handtaka þá er tengdust fyrri valdstjórn, setja sitt fólk í staðinn.

  1. Meðan er Tokayev með hörð ummæli um það að hart, mjög hart, verði tekið á uppreisninni í landinu -- fyrirmæli um að skotið verði án aðvörunar.
  2. Bendi aftur á, enginn utanaðkomandi veit hver staða Tokayev reynd er.

 

Möguleikar virðast allt á milli þess, Tokayev nái hratt fullum völdum - yfir í að rás atburða sé hugsanlega upphaf borgarastríðs!

Í seinna tilvikinu gæti Rússland lent á milli steins og sleggju.
M.ö.o. ef uppreisnin stendur, stjórnin getur ekki kveðið hana niður.

Þá gæti það verið afar tvíeggjað fyrir Rússland að vera þarna með her.
En við slíkar aðstæður væri erfitt að sjá hvernig rússneskir hermenn gætu komist hjá því að lenda í átökum.

Ef Rússland blandaðist beint í borgara-átök er hugsanlega þróast, gæti það endað sem klassískt kviksyndi.
Fyrir utan, ef Rússland síðan hrökklaðist hugsanlega frá -- væri það væntanlega ósennilegt að ný stjórn yrði vinveitt Rússlandi.

  • Má nefna líkingu við Nigaragua, þar studdu Bandaríkin lengi Anastasio Somosa.
    Fyrir rest varð hann undir er fjölda-uppreisn hafði sigur.
    En þjóðin þakkaði Bandaríkjunum ekki mörg ár af stuðningi við hataðan einræðisherra.

Þessi líking getur allt eins átt við Rússland, ef maður ímyndar sér - að í Kasakstan þróist umfangsmikil átök, og Rússland endi þar í kviksyndi -- síðan hrökklist hugsanlega frá.

  1. Þessa stundina virðast stjórnvöld Rússlands hugsa málið sem tækifæri.
  2. Rússland sýni löndum á svæðinu, að Rússland skipti enn máli.

En ef mál þróast á verri veg -- gæti endastaðan orðið töluvert önnur.
Augljóslega mundi Kína græða á því -- ef mál þróuðust á verri veg fyrir Rússland.
Með því einu að halda sig til hlés!

 

 

Niðurstaða

Fregnir af atburðum í Kasakstan eru einfaldlega of óljósar til þess að unnt sé að slá nokkru föstu. Hinn bóginn, ef mál þróast þar upp í langvarandi átakasögu. Mundi NATO augljóslega græða óbeint á því - því Rússland muni þá síður hafa efni á átökum við NATO.

Hugsanlega setur Kasakstan málið nokkurn þrýsting á Rússland.
Þ.e. geri Rússland hugsanlega þegar síður viljust til að taka stóra áhættu.
Ef svo er, þá getur verið að NATO græði nærri strax á því!

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband