Bloggfærslur mánaðarins, september 2021
Gleði mín er mikil yfir úrslitunum er ljóst var:
- Ríkisstjórnin sannarlega stóðst enda var þetta sennilega besta ríkisstjórn sem Íslendingar hafa haft í langan tíma.
- Síðan höfnuðu Íslendingar - öfgaflokkunum til beggja handa þ.e. Sósíalistum í annan stað og hins vegar hægri öfgunum sem svokallaður Frjálslyndur Lýðræðisflokkur og Ábyrg Framtíð svokölluð buðu upp á.
Reykjavík Norður skv. Mbl.is.
Reykjavík norður | Atkvæði | % | Kjörd. sæti | Jöfn. sæti | Sæti alls | Þingmenn | ||
D | 7.353 | 20,9 | 2 | 0 | 2 | Kjördæmakjörnir · Guðlaugur Þór Þórðarson (D) · Katrín Jakobsdóttir (V) · Halldóra Mogensen (P) · Helga Vala Helgadóttir (S) · Ásmundur Einar Daðason (B) · Diljá Mist Einarsdóttir (D) · Steinunn Þóra Árnadóttir (V) · Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C) · Tómas A. Tómasson (F) Uppbótar [Meira] · Andrés Ingi Jónsson (P) · Lenya Rún Taha Karim (P) | ||
V | 5.597 | 15,9 | 2 | 0 | 2 | |||
P | 4.508 | 12,8 | 1 | 2 | 3 | |||
S | 4.427 | 12,6 | 1 | 0 | 1 | |||
B | 4.329 | 12,3 | 1 | 0 | 1 | |||
C | 2.706 | 7,7 | 1 | 0 | 1 | |||
F | 2.694 | 7,7 | 1 | 0 | 1 | |||
J | 1.976 | 5,6 | 0 | 0 | 0 | |||
M | 1.234 | 3,5 | 0 | 0 | 0 | |||
O | 150 | 0,4 | 0 | 0 | 0 | |||
Y | 144 | 0,4 | 0 | 0 | 0 |
Reykjavík Norður var eina kjördæmið sem - Y listinn bauð fram í.
En punkturinn er að í því kjördæmi er hann að fá hlutfall innan við hálft prósent.
Eins og O listinn.
--Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að Y listinn hefði fengið hærra fylgis-hlutfall í öðrum kjördæmum, m.ö.o. að líklegast hefði vegferð Ábyrgrar Framtíðar verið svipuð vegferð Frjálslynda Lýðræðisflokksins - ef Ábyrg Framtíð hefði náð að skila gildum listum í öðrum kjördæmum.
- Þarna fóru greinilega.
- Tveir fylgislausir flokkar.
- Þ.s. þetta sýnir, að málstaður fólks gegn aðgerðum stjórnvalda í baráttu við Kófið.
Hefur nánast ekkert fylgi. - Það kemur heim og saman við það, að kóf aðgerðir stjórnvalda hafa -consistent- haft um 90% fylgi meðal þjóðarinnar fram til þessa.
--Þ.e. 90% ef þeir eru spurðir hvort þeir styðja aðgerðirnar sem slíkar.
--Ef þeir voru spurðir hvort þeir töldu ríkisstjórnina hafa staðið sig vel í því, var fylgið milli 60-70%.
--Samtímis, voru landsmenn yfirleitt drjúgt yfir 90% sammála því, að sóttvarnarlæknir hafi staðið sig vel.
Ábyrg Framtíð -- var sem sagt, mótmæla-flokkur afar fámenns minnihluta.
Ég var eiginlega nær alveg viss fyrir kosningar að svo væri.
--Úrslitin sína greinilega að svo er, jafnvel þó framboð hafi einungis verið í einu kjördæmi þá var fylgið þar einungis 0,4% - - ætla að reikna með að fólk andstætt sóttvarnar-aðgerðum hafi kosið hann í því kjördæmi.
--Þar með sé það skírt, að sá hópur sé afar fámennur líklega heilt yfir.
Sem tónar við -consistent- niðurstöður skoðanakannana á Íslandi um 90% fylgi við sóttvarnaraðgerðir.
Heildar kosninganiðurstöður voru þessar skv. MBL.is
Atkvæði | % | Breyt. | Kjörd. sæti | Jöfn. sæti | Sæti alls | Breyt. | Á þingi | |||
D | 48.698 | 24,4% | -0,8% | 16 | 0 | 16 | 0 | Þingflokkur | ||
B | 34.496 | 17,3% | +6,6% | 13 | 0 | 13 | +5 | Þingflokkur | ||
V | 25.115 | 12,6% | -4,3% | 6 | 2 | 8 | -3 | Þingflokkur | ||
S | 19.826 | 9,9% | -2,2% | 5 | 1 | 6 | -1 | Þingflokkur | ||
F | 17.675 | 8,8% | +1,9% | 6 | 0 | 6 | +2 | Þingflokkur | ||
P | 17.234 | 8,6% | -0,6% | 3 | 3 | 6 | 0 | Þingflokkur | ||
C | 16.637 | 8,3% | +1,6% | 3 | 2 | 5 | +1 | Þingflokkur | ||
M | 10.884 | 5,4% | -5,5% | 2 | 1 | 3 | -4 | Þingflokkur | ||
J | 8.174 | 4,1% | +4,1% | 0 | 0 | 0 | 0 | |||
O | 844 | 0,4% | +0,4% | 0 | 0 | 0 | 0 | |||
Y | 144 | 0,1% | +0,1% | 0 | 0 | 0 | 0 |
Varðandi ríkisstjórnina - grunar mig sterklega hún haldi áfram.
Að Sigurður Ingi fái líklega vera forsætisráðherra á nýju kjörtímabili.
Um aðrar hrókeringar á ráðuneytum ætla ég ekki að spá.
Nema því, að með aukið fylgi mun Framsókn líklega vilja - betri ráðuneyti.
--Þau atriði munu flokkarnir auðvitað ræða sín á milli.
- Kannski heldur VG forsætisráðherranum, en lætur eitthvað annað í staðinn.
Þó mér finnist sennilegar að Siggi vilji nú verða forsætisráðherra.
- Ég held það sé rétt, þetta sé fyrsta sinn í lýðveldissögunni.
- Að Framsókn eykur fylgi - í stjórn með Sjálfstæðisflokki.
Eins og allir vita er Flokkur fólksins - hinn sigurvegari kosninganna.
Ásamt Framsóknarflokki.
--Þó tæknilega mögulegt væri að mynda stjórn með honum í VG stað, á ég ekki von á því.
- Set fram þá kenningu, fólk er íhugaði að kjósa Sósíalista, hafi í fjölda tilvika valið Flokk Fólksins í staðinn!
Slík hreyfing í kjörklefanum geti skýrt þá sveiflu gegn könnunum, að Sósíalistar fóru ekki inn - meðan Flokkur Fólksins fékk greinilega fylgis-aukningu.
Niðurstaða
Ég er einkar ánægður með þessar kosningar í ljósi þess, Íslendingar hafna öfgum eina ferðina enn.
Það kemur í ljós, öfgaflokkarnir til hægri - eru fylgislausir.
Fyrir þeim fara greinilega afar litlir óánægju-hópar.
--Vinstri óánægjuhópurinn sem styður Sósíalista er greinilega stærri. En reyndist ekki nægilega stór samt til að ná yfir 5% fylgis-múrinn.
Almennt tek ég kosninga-niðurstöðunum þannig, að flestir Íslendingar séu fremur sáttir.
En þjóð sem hafnar öfgum er líklega fremur sátt við tilveruna.
Þar eð sögulega séð í öðrum löndum, þarf jafnan víðtæka óánægju til að öfgaflokkar nái fylgi.
--Ég á ekki von á að Íslendingar séu öðruvísi en aðrar þjóðir þar um.
Þar með sýni niðurstöðurnar, hve lítið fylgi öfgaflokkar fá, að þjóðin sé almennt sátt.
Ríkisstjórnin fékk, 54,3% hlutfall atkvæða. Ef fylgi stjórnarflokkanna er lagt saman.
Að baki henni standa 108.309 atkvæði, af 203.976 alls greiddum atkvæðum.
Og ríkisstjórnin er með öruggan meirihluta með 37 þingmönnum alls.
Auð atkvæði voru einungis 1,8% og ógild einungis 0,2%.
Þ.e. viðbótar vísbending þess Íslendingar séu sáttir.
En mikill fj. auðra og ógildra mundi benda til almennrar óánægju.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2021 | 22:30
Er hagvaxtarskeiði Kína lokið - er blasir við hrun líklega stærstu húsnæðisbólu allra tíma? Mun Kína lenda í tíndum áratug - eins og Japan milli 1990-2000?
Fréttir hafa borist af stöðu -- Evergrande. Sem er gígantískt verktakafyrirtæki í Kína.
Skv. fréttum er heildarfjöldi starfa í húfi ef Evengrande hrynur -- 3 milljón.
Alvöru gíga-stærðar fyrirtæki.
- Hinn bóginn, er staða -- Evergrande, vísbending þess að Xi Jinping ætli að vinda ofan af því - sem líklega er stærsta húsnæðisbóla heimssögunnar?
- Hversu stór?
Evergrande and the end of Chinas build, build, build model:
There is enough empty property in China to house over 90m people...Chinas vast real estate sector, which contributes 29 per cent of the countrys gross domestic...
- Íbúar Frakklands + Hollands, kæmust fyrir í því húsnæði -- sem stendur óseljanlegt í Kína.
--Þetta er alveg örugglega þar með, stærsta húsnæðisbóla heimssögunnar.
--Og því einnig alveg örugglega sú allra dýrasta að vinda ofan af. - Hús-bygginga-iðnaðurinn, er um 1/3 af kínv. hagkerfinu.
Þannig að ef þarf að vinda stórum hluta ofan af honum.
Er það ekkert smáræðis - högg. - Það tekur ekki tillit til líklegra ofur-skulda.
Sem virðast til staðar í bygginga-bransanum.
Við erum að tala um efnahags-tjón af epískum skala!
Í vestrænu hagkerfi, mundi hrun í bygginga-iðnaði á þeim skala, leiða beint í banka-kerfið, og ógna stöðugleika þess - líklega einhverjir bankar ramba á brún gjaldþrots og örugglega einhverjir þeirra loka á endanum; þar fyrir utan að atvinnu-leysis-bylgja helltist yfir.
Auðvitað landið er fyrir yrði, dytti í klassíska fremur djúpa kreppu.
- En Kína er ekki - opið hagkerfi. Heldur rekur kínv. ríkið allt klabbið - þ.e. allir í reynd skulda valdaflokknum í Kína; m.ö.o. hann á allar skuldir + allar ríkis-eignir.
- Hinn bóginn þíðir það ekki - að húsnæðisbóla af þeim skala, skapi ekkert umtalsvert tjón.
Allar þessar byggingar - sem enginn þarf, verða ekki notaðar, eru samt stórfellt tjón.
Og allar þær skuldir sem þarf að afskrifa, eru samt -- stórt tjón fyrir eignasafn flokksins. - Það að örugglega þarf að rifa seglin stórfellt í 1/3 af hagkerfinu, hefur gríðarleg áhrif.
Þ.e. mikið atvinnu-leysi þá myndast snarlega, gríðarlegt fé lagt til -- er að tapast.
Það sem ég held að gerist - að Xi leitist við að taka kostnaðinn smám saman inn.
M.ö.o. fyrirtækin fái að starfa áfram - en verða minnkuð niður smám saman, dreift yfir tíma.
Samtímis, að eignir og skuldir verða afskrifaðar - einnig dreift yfir tíma.
--Auðvitað þíðir það að þ.s. hefur verið 1/3 af hagkerfinu minnkar stöðugt.
--Og mun ekki í framtíðinni, skila þeim hagvexti til Kína er það áður gerði.
- Það sem ég meina, Kína líklega hefur -- tíndan áratug.
Kína er einnig líklega að rifa seglin hagvaxtarlega til frambúðar!
Ég á við, þetta marki endalok - tímabils hraðs hagvaxtar í Kína.
- Besta líkingin er Japan veturinn 1989, er bólan sprakk þar.
- Þá tók við 10. áratugur 20. aldar, er Japan hafði - 0% hagvöxt heilt yfir þann áratug.
Japan mætti hruninu er var gríðarlegt, með miklu eyðsluprógrammi - m.ö.o. japanska ríkið varði gríðarlegu fé í vegi - járnbrautir og brýr; samtímis safnaði óskaplegum skuldum.
Með þeim hætti, færði japanska ríkið mikið af skuldum einka-geirans líklega yfir á sig.
Og bjargaði án efa, mörgum þeirra er annars hefðu hrunið algerlega.
--Samhliða þessum, var Japan einnig að færast yfir í - fólks-fækkun.
--Sem einnig hefur sjálfstæð áhrif til minnkunar hagvaxtar-getu.
- Í Kína er einnig bóla af gígantískri stærð að springa.
- Það má vera, að Xi Jinping muni einnig - setja aukið fé í samgöngu í tilraun til að vega á móti.
- Bendi á að í Japan, dugði það ekki til -- að viðhalda nettó hagvexti í heilan áratug.
Þó það hindraði - nettó samdrátt hagkerfis Japans þann áratug.
- Eins og kemur fram, þarf Xi - að vinda verulega ofan af því.
Er hefur verið ca. 1/3 af kínv. hagkerfinu.
- Það má ekki gleyma því, að Kína er einnig að fara yfir í fólks-fækkun.
- Er hefur viðbótar hagvaxtar-minnkandi-áhrif, ofan í allt áður greint.
--Því er samanburðurinn við Japan afar góður, fyrir utan að Kína er einræðis-kerfi.
Spurning hvað Xi gerir við allt atvinnuleysið sem hann þarf að glíma við?
- Einfaldast virðist að stækka herinn, færa atvinnuleysið úr byggingargeiranum stórum hluta þangað.
- Kína hefur verið að stækka herinn hratt, mikið framleitt af hertólum - skipum, flugvélum, skriðdrekum - öllu er herir nota hvort sem á láði, legi eða lofti.
- Ég hugsa að Xi - bæti í. Auki her-útgjöld frekar.
- Enda skapi her-framleiðsla einnig störf. E-h af atvinnuleysinu geti einnig leitað þangað.
Xi þarf að leysa það, að almenningur mun líklega upplyfa óánægju, er hagvöxturinn dettur niður í ekki neitt - líklega a.m.k. í áratug, meðan kostnaður af dýrustu húsnæðis-kreppu heimssögunnar er afreiddur af hagkerfinu.
Einfaldasta svarið við því, að efla óvináttu við erlend ríki.
Skapa nýjar deilur, efla deilur.
--Skapa hatursfulla þjóðernis-stemmingu svo reiði þjóðarinnar beinist út á við.
- M.ö.o. óttast ég að Xi leysi reiði-vanda þjóðarinnar.
- Með því að beina þeirri reiði út á við.
Þar með talið, geti runnið upp tímabil -- er Kína gerist afar hættulegt.
--------
Spenna gæti orðið svo mikil, stríð gæti brotist út af minnsta tilefni.
Kína gæti meira að segja, ákveðið að fara beinlínis -- í stríð.
Sú aðlögun sem Kína þarf að fara í - væri erfið fyrir öll lönd!
Almenningur í Kína er vanur því, að allt aukist þar hratt - störf sem lífskjör.
Síðan skellur allt í einu á tímabil, þ.s. atvinna er af skornum skammti.
Og kjör vaxa ekki, eins og fólk er vant.
Í Vestrænum löndum, skylli óánægjan fram í mótmælum á götum úti.
Reiði-bylgjum er mundu líklega valda tíðum ríkisstjórnarskiptum.
- En Í kína, er ekki hægt að bjóða -- reiði almennings slíka svölun, útrás.
- Þess í stað, virðist mér ljóst -- Xi eigi einungis það val.
--Að beina þeirri reiði út á við, að erlendum þjóðum, löndum.
Þess vegna á ég von á því að Kína gerist afar hættulegt nk. 20 ár.
Meðan að þjóðin er að aðlagast þeim nýja veruleika.
Að skeið hraðs hagvaxtar - og því hraðrar kjara-aukningar.
--Er líklega búið og það endanlega
Niðurstaða
Mér virðist það sem sé að gerast - að kínverska ævintýrinu er að ljúka.
Og það með hætti sem slíkum ævintýrum gjarnan lýkur.
Þ.e. með brot-lendingu.
Ég á von á því að við taki - tíndur áratugur.
Að nk. 20 ár verði Kína afar hættulegt - viðskiptis.
Eftir það gæti verið að stjórnendur Kína slaki á.
Eða kannski endar það svo að valda-flokkurinn tapar völdum fyrir rest.
--En þ.e. ekki mín spá endilega.
Það að kínverska ævintýrið brotlendir.
Þíðir auðvitað að sá áhugi sem svokallað kínverska módel hefur skapað.
--Mun að sjálfsögðu dofna.
Með Kína líklega með lakari hagvöxt en Vesturlönd meðan -- Kína er að melta brotlendinguna.
Þá auðvitað mun Vestræna módelið snarlega líta betur út að nýju.
Síðan á ég ekki von á að Kína geti nokkru sinni snúið aftur til hás hagvaxtar.
--Hávaxtaskeiði sé líklega lokið endanlega.
Kína þar með muni aldrei ná algerlega í skottið á Vesturlöndum.
Aldrei drottna yfir plánetunni, eins og sumir hafa spáð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.9.2021 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2021 | 23:12
Deila Frakka - Ástrala - Bandaríkjanna, að þróast í meiriháttar milliríkjadeilu - eftir ákvörðun Ástrala hætta við kaup á kafbátum af Frökkum!
Samkvæmt því sem ríkisstjórn Ástralíu heldur fram, átti ákvörðun Ástrala alls ekki að koma Frökkum á óvart, þeir segja viðbrögð ríkisstjórnar Frakklands -- hátt yfirskot.
- En Frakkar hafa kvatt sendiherra sína heim frá Bandaríkjunum og Ástralíu.
Slíkt er yfirleitt ekki gert, nema í allra verstu deilum. - Þar fyrir utan, hóta Frakkar að -- blokkera viðskipta-samning sem Ástralía er að semja um við Evrópu-sambandið. Frakkar segja, að meint svik Ástrala - þíði þeir eigi ekki skilið þann samning.
- Í dag kom síðan í ljós, að Frakkar eru að gera tilraun til að - blokkera fyrirhugaðan fund sem lengi hefur verið í undirbúningi; milli Evrópusambandsins og ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
Sem á að ræða öll útistandandi deilumál, þar á meðal þau er Donald Trump hóf.
--Frakkar kalla ákvörðun Ástrala, svik milli bandamanna - saka Bandaríkin og Ástala um að vera ekki traust verðug lengur, o.s.frv. - o.s.frv. Gríðarlegt drama m.ö.o.
Astute Class - bresku kjarnorku-kafbátur. Kannski þessi týpa.
Það er ekki enn ákveðið, hvort sú týpa af kafbát sem Ástralir fá.
Verður á grunni - Astute Class - sem er nýjasti breski sambærilegi.
Eða á grunni þeirrar týpu sem er nýjust í bandaríska flotanum.
En stóra málið í -dílnum- er að Ástralir eiga að fá að smíða bátana sjálfir.
Sem er auðvitað meiriháttar mál, því þá standa Ástralir jafnfætis Bretlandi.
--Auðvitað á eftir að taka nokkur ár, að setja upp framleiðslu.
--Hinn bóginn, þá er um að ræða grunn - tækni þegar til.
Þ.e. því engin tæknileg óvissa, þeir kafbátar sem eru grunnur, virka.
Hvort það verður á grunni bresku týpunnar nýjustu eða bandar. nýjustu.
Frakkar ráða enn yfir Nýju Kalidóníu, milli Ástralíu og Nýja Sjálands
Hvað segir ríkisstjórn Ástralíu?
Ég tek enga afstöðu - um, hver hefur rétt fyrirs sér.
Australian documents showed French submarine project was at risk for years
Australia defends scrapping of French submarine deal, Macron and Biden to talk
- Enginn vafi að Bandaríkin skiptu sér af málinu, í sept. 2018 hafði -U.S. Secretary of the Navy Donald Winter- óskað formlega eftir því að Ástralir íhuguðu aðra valkosti.
- Enginn vafi að upphæð sú sem átti að greiða Frökkum hafði hækkað úr 40ma.$ í 60ma.$ áður en smíði fyrsta kafbátsins skv. samningnum við Frakka - var hafin.
- Það atriði hafði fengið gagnrýni á þingi Ástralíu.
Ekki hefur komið fram hver verður kostnaður við 8-kjarnorkukafbáta.
Enginn vafi að þeir verða afskaplega dýrir.
--Tæknilega gátu Frakkar, breytt hönnun sinni í kjarnorkukafbát. En fyrri ríkisstjórn Ástralíu, hafði óskað eftir dísil kafbát - Frakkar notuðu víst hönnun fyrir kjarnorkukafbát sem grunn, en breyttu honum í dísil-bát. Ekkert sem útilokaði að, svissa hönnuninni til baka.
- Saga ríkisstjórnar Ástralíu, er sem sagt - þeir hafi kvartað við Frakka.
- Að ákvörðun þeirra, hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart.
--Eins og engur í deilum, veit maður ekki hver segir satt!
Núverandi ríkisstjórn Ástralíu er ekki sú sama og samdi við Frakka 2019.
--Tæknilega braut ríkisstjórn Ástralíu ekki samninginn.
Þ.s. samningurinn virkaði víst þannig, að í honum voru umsamdir staðir.
Þ.s. segja mátti honum upp alfarið - án þess að borga skaðabætur.
Hérna er skoðun sem er áhugaverð.
Kannski hefur þessi maður rétt fyrir sér hvað réð ákvörðun Ástrala!
Perception that France is too soft on China fed Australia submarine dispute
Frakkar ráða enn yfir hluta Pólinesíu
Persónulega finnst mér viðbrögð Frakka yfirdryfin!
En Frakkar sjálfir virðast í og með - haft í huga. Að efla flota-styrk Ástralíu.
Hugmyndir að - eiga í samskiptum við Ástralíu í Kyrrahafi.
--Enda eiga Frakkar enn - eyjur í Kyrrahafi.
Nýja Kalidónía er sú stærsta - heildar mannfj. 2 milljónir af frönskum borgurum í Kyrrahafi.
- Málið er, það blasir ekki við mér hvernig Frakkar ætla að - verja þessa borgara.
- Ef ekki í bandalagi við Bandaríkin - Ástralíu, o.flr.
En Frakkar eru klárlega - einir sér, langt í frá nægilega öflugt flotaveldi til þess.
Frakkar sjálfir voru búnir að viðurkenna það, með þeirri hugmynd að vilja starfa með Ástralíu.
- En málið er, að Ástralía + Frakkland, eru einnig of veikir.
- Einungis Bandaríkin eru nægilega öflugt, gegn því aflí sem rís í Asíu.
- Kína á í dag, 3 flugmóður-skip, 3 til viðbótar í smíðum.
- Þar fyrir utan, er kínverski flotinn orðinn svipað stór og bandar. flotinn - ef maður telur fjölda skipa. Hinn bóginn eru kínv. skipin meðaltali smærri.
Það getur vel verið, að þessi hraða uppbygging Kína.
Hafi breytt sýn Ástralíu á öryggismál í Kyrrahafi.
--Þeim hafi m.ö.o. orðið ljóst, að samningur við Frakkland - dugaði hvergi.
- Ég veit ekki hvort að Bandaríkin gerðu það að skilyrði að Ástralir keyptu kafbáta í staðinn annaðhvort af þeim sjálfum eða Bretum.
- En það getur vel verið.
- En mig grunar, að ástæða þess að Ástralir taka sína ákvörðun -- sé vaxandi spenna á hafinu.
Það augljósa - að einungis Bandalag við Bandaríkin á nokkra möguleika.
- Málið er, að augljóslega gildir þetta einnig fyrir Frakka, og eyjarnar þeirra í Kyrrahafi.
- Að einungis Bandaríkin, hafi þann styrk er skipti máli.
Þannig að ég skil ekki almennilega viðbrögð Frakka.
Því augljóslega - sé það ekki gegn þeirra hagsmunum, að Ástralía tryggi sitt öryggi betur.
--Því það geti tæpast, komið öryggi þeirra eyja sem Frakkar eiga illa.
- Það þvert á móti eigi líklega við.
Að öruggari og sterkari Ástralía.
Efli einnig öryggi þeirra frönsku eyja.
Ég spyr mig ítrekað, hver er áætlun Frakka - um vernd þeirra?
Þ.s. Frakkar klárlega eru ekki nærri því nægilega sterkir.
--Og ekki var Frakkland + Ástralía það heldur.
- Ég sé ekki að Frakkar hafi í reynd nokkra - áætlun.
Er því ekki almennilega að skilja, viðbrögð Macrons forseta.
Niðurstaða
Gríðarleg dramatík frönsku ríkisstjórnarinnar hefur gert ákvörðun Ástrala og Bandaríkjanna, með Bretland með í för - að stórri millilandadeilu. Sem Frakkar virðast gera sitt besta, til að víkka frekar -- sbr. hótun til Ástrala, að eyðileggja fyrir þeim viðskiptasaming við ESB og hótanir Frakka að gera sitt besta til að hindra að fyrirhugaður fundur milli ríkisstjórnar Bandaríkjanna og toppfólks hjá ESB geti farið fram - þ.s. á að ræða öll útistandandi deilumál.
Ég sé ekki að Frakkar séu að gera eigin hagsmunum nokkurt gagn, með tilraunum til að víkka út málið, refsa Áströlum - refsa Bandaríkjunum.
--Ég hef þá í huga, 2 milljón franskra ríkisborgara er búa á eyjum í Kyrrahafi.
Ég spyr um áætlun Frakka um vernd þeirra, hvað ætla þeir að gera?
En augljóslega eiga Frakkar engan raunhæfan möguleika annan.
--En að semja sjálfir við Bandaríkin.
Þess vegna virðist mér, tilraunir Frakka til að magna út deiluna.
Eiginlega líklegastar til að vera Frökkum sjálfum til tjóns.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2021 | 11:50
Sumt fólk álítur mikilvæg mannréttindi - að smita sem flesta af COVID
Í gær kom fram afar forvitnileg afstaða talsmanns: Ábyrgrar Framtíðar.
- Hann virðist alfarið andvígur sóttvörnum þeim sem beitt voru gegn COVID.
- Samtímis, líta þær alvarlegt mannréttinda-brot, þar eð fólk fékk ekki haga sér eins og því sýndist.
- Ásakaði ríkisstjórn landsins - sóttvarnarlækni -- um einræðistilburði.
Til þess að kasta mati á orð hans, þarf að kynna sér hver stuðningur almennings við sóttvarnir hefur verið vs. andstaða við þær:
Könnun frá Apríl 2021: 80 prósent vilja harðari aðgerðir á landamærunum
- Í könnuninni segjast 64 prósent treysta ríkisstjórninni til að taka ákvarðanir um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.
- Hins vegar segjast 97 prósent treysta sóttvarnalækni til að taka ákvarðanir um viðbrögðin og traustið er sambærilegt til embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
- Alls eru 92 prósent ánægð með aðgerðir almannavarna til að hefta útbreiðslu veirunnar.
--Hvað kannanir á Íslandi sýna, sóttvarnar-aðgerðir hafa notið yfirgnæfandi stuðnings!
--Talsmaður -Ábyrgrar Framtíðar- fer fyrir hóp sem er afar fámennur, andstæðingum sóttvarna!
Meginþorri Íslendinga tekur alls ekki undir þær harkalegu ásakanir gegn sérfræðingum um sóttvanir sem fram komu í orðum -talsmanns Ábyrgrar Framtíðar- en hann ásakaði lækna og sérfræðinga um lygar.
M.ö.o. haldið sé uppi vísvitandi lyga-sögu um virkni sóttvarna, og auðvitað lyfja.
Greinilega eru meginþorri ríkisstjórna heim og sóttvarnar-yfirvöld út um allt, í því samsæri.
Ásakanir um einræði eru pent grátbroslegar!
Ríkisstjórn og sóttvarnarlæknir - gerður Ísland að einræðisríki.
Er sóttvörnum var beitt gegn COVID.
--Takið eftir, 90% þjóðarinnar var/er sammála sóttvörnum.
- Skoðanir mannsins um einræði vs. lýðræði eru forvitnilegar.
- M.ö.o. er stjórnvöld mæta vilja 90% almennings er það einræði.
- Skv. því, væri það lýðræði, að mæta vilja ca. 10% almennings.
Er ekki skv. könnun vill þátttöku í sóttvörnum, eða sóttvarnir yfir höfuð.
Svona málflutningur snýr auðvitað -- lýðræðishugtakinu fullkomlega á haus.
En lýðræði - snýst auðvitað um að mæta, vilja meirihluta fólks.
--Ekki litlum minnihluta fólks, er greinilega fyrirlítur rétt samlanda sinna.
Síðan kvartaði hann yfir því, langtíma-prófanir á bóluefnum fóru ekki fram!
Hann er einn af þeim sem kallar - bólu-efnin óprófuð, og hættuleg.
Er því greinilega andvígur almennri dreifingu þeirra.
- Vandinn er sá, að það er ekki mögulegt að -- langtíma-prófa bóluefni gegn COVID.
- Ástæðan er sú, COVID stökkbreytist svo ört.
Við vitum að það hefur dregið úr virkni bóluefna, síðan þau komu fram.
- COVID hefur stökkbreyst a.m.k. 4-sinnum sl. 1,5 ár.
- Í hvert sinn hefur dregið út virkni bóluefna.
- Ímyndum okkur 4 ára langtíma-prófunarferli.
- Þannig að enn væru engin - bóluefni leyfð gegn COVID því langtíma-prófunum væri ekki lokið.
Augljóslega yrðu bóluefni í langtíma-prófunum, fullkolega ónýt áður en því ferli væri lokið.
M.ö.o. ákvörðun um að halda fast í reglur um 4-stigs prófanir, hefðu þítt.
Engin bóluefni gegn COVID - nokkru sinni!
--M.ö.o. það hefði verið ákvörðunin, að berjast aldrei gegn COVID.
- Vegna þess, COVID stökkbreytist það ört.
- Að engin von sé til þess, að bóluefni hafi nothæfa virkni, er langtímaprófunarferli er lokið.
- Að sjálfsögðu mundi enginn nota bóluefni er væru orðin fullkomlega ónýt.
Þannig að krafan um langtímaprófanir bóluefna í tilviki COVID.
Er í raun andstaða við það að bóluefni gegn COVID séu yfir höfuð búin til.
--Því í reynd sú afstaða, að það eigi aldrei að stunda sjúkdómavarnir gegn COVID.
Áhuga vakti hann talaði aldrei um -long COVID-
Ég er ekki rosalega hissa á því, an fólk andvígt sóttvörnum.
Lætur sem að -Long COVID- sé form af lýgi, eða ekki til, eða að það skipti ekki máli.
Skv. könnun í Bretlandi á þeim sem höfðu fengið COVID.
- Skv. svörum fólks - töldu 970.000 manns sig hafa fengið eftir-áhrif sem vöruðu frá vikum upp í mánuði.
Voru sem sagt, COVID einkenni - þau voru veik áfram, þó þeim batnaði fyrir rest. - 643.000 sögðu að eftir-áhrifin hafi komið í veg fyrir eðlilegt líf.
- 188.000 sögðu að eðlilegt líf hafi verið stórskert.
- 58% þeirra, sögðust hafa glímt við - síþreitu.
- 42% þeirra sögðust hafa verið andstutt.
- 32% þeirra við stöðuga vöðvaverki.
- 31% þeirra sagðist ekki hafa getað einbeitt sér.
Forvitnileg umfjöllun: How Common Is Long Covid? New Studies Suggest More Than Previously Thought
Hérna er rannsókn á - Long COVID: Symptoms and Functional Impairment Assessed 8 Months After Mild COVID-19 Among Health Care Workers.
- Approximately 80% of hospitalized patients with COVID-19 report persistent symptoms several months after infection onset.
--Skv. sænsku rannsókninni, nær alltaf langvarandi eftirköst fyrir þá sem veikjast alvarlega. - Skv. könnun á - heilbrigðis-starfsfólki.
--Í hópnum milli 33-52 ára.
--Ég nota tölurnar yfir þá sem - höfðu ekki verið bólusettir -sero negative.-
--Tölurnar eru mun lægri í hópnum sem er -sero positive- þ.e. bólusettur.
26% af þeim töldu sig hafa fengið a.m.k. 1-langvarandi einkenni a.m.k. 2 mánuði.
15% a.m.k. eitt einkenni er varði a.m.k. 8 mánuði.
--8% töldu að einkennin hafi verulega truflað líf þeirra.
15% töldu að einkennin hefðu truflað þeirra félagslíf.
12% af einkennin hefðu truflað þeirra líf heima fyrir.
Önnur könnun: Studies elucidate poorly understood long COVID
Í þessari umfjöllun er umfjöllun um 3-rannsóknir.
Sú þriðja er forvitnileg, því þar er kannað -Long COVID- í börnum.
Of the 109 children who had coronavirus antibodies but were never hospitalized, 4% experienced one or more symptoms lasting more than 12 weeks, as did 2% of children without antibodies. The most common symptoms lasting beyond 12 weeks in seropositive children were tiredness (3%), concentration problems (2%), and need for more sleep (2%).
Rétt að taka því með fyrirvara - því svo fáir einstaklingar eru í tölunum.
En það a.m.k. sýnir - að börn geta einnig fengið -Long COVID.-
Ein könnun í viðbót, sem er alveg ný: Youre much less likely to get long COVID if youve been vaccinated.
--Sú rannsókn virðist segja, að bóluefni minnki líkur á -Long COVID- mikið.
- Kannanir heilt yfir sýna, Long COVID er nær öruggt ef fólk lendir á spítala.
- Bresk könnun sýndi í heilbrigðu ungu fólki - tíðni Long COVID einungis, 2-3%.
- Sænska könnunin er áhugaverð, en í hópnum 33-52:
-- 1/4 af þeim hóp töldu sig hafa fengið 1 einkenni er varði a.m.k. 2 mánuði.
Ef maður getur notað - sænsku könnunina á heilbrigðis-starfsfólki sem viðmið.
--Þá má reikna með því í óbólusettu fólki fái 26% á aldrinum 33-52 ára, Long COVID a.m.k. 2 mánuði.
- Eins og breska könnunin sýnir -- voru það 1,5% bresku þjóðarinnar heilt yfir.
Er kvartaði undan Long-COVID einkennum. - Einkennin virðast skv. sænsku könnuninni hafa miklu hærri tíðni, í óbólusettum.
- Ástralska rannsóknin segir það sama.
----------------
Þetta að sjálfsögðu skiptir máli er við ræðum - gagnsemi bólusetningar.
Long COVID skv. þessu, hindrar fólk í að - gegna fullum störfum mánuðum saman.
--Þetta þarf einnig að hafa í huga, þegar fólk leggur til að heimila stjórnlausa dreifingu COVID.
Varðandi hættu á alvarlegum aukaverkunum - mikið umrædd!: Bandarísk rannsókn
Þátttakendur í könnun voru 43.448!
- 7 einstaklingar fengu verki í botnlanga.
- 3 fengu hjartavöðvabólgu.
- 3 fengu heilablæðingu.
Aðrar aukaverkanir voru - COVID lík einkenni, eða verkur á stungu-stað.
Skv. því töldust meginþorri aukaverkana - væg.
- Líkurnar á alvarlegustu aukaverkunum eru afar litlar.
En þær eru til staðar.
- Þegar menn meta þetta, þarf einnig að íhuga - Long-COVID.
- En þeir sem fá - Long COVID - þ.e. frá 2 mánuðum yfir í meir en 8 mánuði af einkennum.
--Sá fjöldi er greinilega miklu mun meiri.
En sá hópur er getur fengið alvarlegar aukaverkanir.
Ekki er enn allt vitað sem hægt væri að vita um -- Long COVID.
Varðandi hugmynd að heimila stjórnlausa dreifingu COVID til að skapa ónæmi!
Þrátt fyrir að stökkbreytingar á COVID hafi dregið úr virkni bóluefna.
Held ég að það hafi ekki verið röng ákvörðun - að framkvæma almenna dreifingu bóluefna.
Það er ekkert sérstakt sem bendi til að, náttúrulegt ónæmi.
Endist auglóslega lengur en ónæmi fengið með bóluefnum.
En sumt fólk virðist halda, náttúrulegt ónæmi sé e-h allt annað.
En svo er ekki, bólu-efnin veita þér ónæmi. Þau eru að gera það sama.
- Það sem ég er að segja, að náttúrulegt ónæmi að sjálfsögðu úreltist að sama marki.
- Og það ónæmi sem búið er til með dreifingu bóluefna.
--M.ö.o. þegar COVID sýkilinn stökkbreytist - úreldir hann allt ónæmi, smám saman.
Kvef-veiran virkar einmitt þannig, en kvef er CORONA vírus.
Fólk fær aldrei kvef eitt skipti fyrir öll -- COVID-19 virðist svipað og kvef.
--Nema að miðað við reynslu Bandaríkjanna, er COVID 10-sinnum banvænna en flensa.
- Sú hugmynd sem talsmaður - Ábyrgrar Framtíðar hefur, að láta allt gossa - búa til náttúrulegt ónæmi.
- Mundi einfaldlega ekki virka neitt betur, í því að tryggja langvarandi ónæmi.
Það sama mundi gerast, er veiran stökkbreytist áfram - mundi það fólk aftur geta veikst.
Eins og hefur verið að gerast með fólk er hefur fengið - bólusetningu.
--Hinn bóginn virðist ónæmi í blóðinu a.m.k. hindra alvarlegar sýkingar.
Hann virðist einfaldlega ekki átta sig á því.
Að stökkbreytingar-hraðinn þíðir -- náttúrulegt ónæmi virkar ekkert betur til langtíma.
- Við mundum því ekkert græða á því að láta allt gossa.
- Umfram það að bólusetja alla.
- Þjóðir heims virðast nálgast þann punkt.
- Að dreifa viðbótar bóluefna-sprautum - til að styrkja ónæmið.
Ísrael er þegar að þessu, líkur hratt vaxandi að Bandar. fari að dreifa einnig 3-sprautunni.
Mér virðist margt benda til að, fólk fái 3-sprautuna.
--Þ.s. það hefur í engu minni ónæmis-eflingar-áhrif en að smitast af COVID.
Er 3-sprautan miklu mun áhættu-minni aðgerð, en að láta allt gossa strax.
- Rétt að benda á frá apríl 2020 - apríl 2021, létust 560þ. í Bandar. v. COVID.
- 2020 létust 56-62þ. af flensu er gekk það ár.
- Til samanburðar, létust 30 á Íslandi af COVID yfir sama tímabil.
--En hefðu átt að vera yfir 500.
Miðað við sama dauða-hlutfall og í Bandar.
Sjúkdómsvarnir á Íslandi - björguðu því 500 manns sbr. útkomu Bandar.
Það er algerlega ómögulegt að verja viðkvæma hópa samtímis COVID geisar stjórnlaust!
Vandamálið við þá hugmynd - að dreifa COVID stjórnlaust.
Er að sú hugmynd að verja - viðvkæma hópa samtímis.
--Getur ekki mögulega virkað.
- Aldraðir þurfa á mikilli þjónustu að halda.
- Þeir sem þjónusta aldraða.
--Eiga sína vini.
--Þeir eiga maka.
--Þeir hitta kollega. - Punkturinn er sá.
Ef COVID geisar stjórnlaust.
--Er nær öruggt að viðkvæma fólkið smitast fyrir rest.
Vegna þess, að vikvæma fólkið -- getur ekki verið eitt einhvers staðar í einangrun.
Vegna þess, að viðkvæma fólkið -- þarf stöðugt á margvíslegri þjónustu að halda.
--Sem þíðir, að reglulega þarf það að leita til fólks, sem hefur einnig sitt líf.
- Í stjórnlausu Kófi.
- Sé það afar afar tölfræðilega ólíklegt.
Að það mundi takast að -- verja viðvkæma hópa.
-------------
Þessi hugmynd hefur alltaf verið fullkomlega óraunsæg.
Niðurstaða
Eins og ég benti á, létust 560þ. á einu ári í Bandaríkjunum af kófinu - ca. svipað og hér á Íslandi hefðu látist rýflega 500 manns. Á Íslandi létust aftur á móti 30 yfir sama tímabil.
--Sjúkdómsvarnir björguðu m.ö.o. 500 mannslífum.
- Fólk sem heimtar að - fá að dreifa kófinu án takmarkana.
- Er klárlega ekki með mikla virðingu fyrir - lífi samlanda sinna.
- Þar fyrir utan - virðir það ekki rétt meirihluta fólks, sem vill síður smitast.
Eins og hefur komið í ljós í könnunum á Íslandi - styður ca. 90% Íslendinga sjúkdómsvarnir.
Topp fólkið í heilbrigðist-geiranum fær vel yfir 90% stuðnings-yfirlýsingu skv. könnunum á Íslandi.
--------
Það sem þetta segir manni, er að -- sá hópur sem heimtar að fá óáreittir að smita samlanda sína.
Er fámennur, líklega vel innan við 10% íbúa landsins.
- Þegar það fólk rasar um einræði.
- Er það í reynd að segja, það ætti að ráða.
En ekki megin-þorri landsmanna er vill annað.
--Þessi litli hópur hefur skrítnar hugmyndir um lýðræði.
Ef það heldur að lýðræði snúist um það, að innan við 10% fái að taka ráðin af drjúgum meirihluta.
- Og einnig, ef það heldur það sé einræði -- þegar ríkisstjórn fylgir vilja um 90% almennings.
Sannast sagna á ég ekki von á að þessi flokkur fái mikið fylgi.
Ekki einungis það hve stutt er í kosningar, framboð einungis í einu kjördæmi.
--Heldur það, að hann stendur klárlega fyrir jaðar-skoðun.
Kv.
Ég hef fjallað um þessa atburðarás áður - fyrir 10 árum: 10 ár liðin frá 9/11 atburðinum! Samsæri Bandaríkjanna sjálfra? Stríðin hafa flýtt fyrir hnignun veldis Kana, þ.e. klárt!. Einnig ryfjaði ég málið upp 2018: Gaman að ryfja upp fullyrðingar 9-11 samsærissinna, að engir skýjakljúfar hafi hrunið vegna elds!.
Mynd tekin snemma morguns daginn fræga rétt áður en árásin hefst!
Örugglega með síðustu myndum er teknar voru af turnunum - heilum!
Mjög fallegur morgunn eins og sjá má!
Gríðarlegur vaðall af - heimskulegum samsæriskenningum voru spunnar upp.
Mikið um fullyrðingar út í bláinn!
--Sbr. ranglega oft fullyrt að engar stálbyggingar hafi fallið af völdum eldhafs!
2018 brunnu tvær turnbyggingar - önnur í Sao-Paulo, hin í Teheran!
Þeir brunar vöktu athygli mína, einmitt vegna algengra fullyrðinga.
Að stálgrinda-byggingar gætu hreinlega ekki fallið í bruna.
--Sem var auðvitað kjaftæði, enda mundi ég sjálfur eftir stálgrindabyggingum er höfðu farið illa í eldi meira að segja á Íslandi.
Sao Paulo bruninn
Sao Paulo, bygging hrunin
Teheran fyrr á sama ár 2018
Teheran, bygging hrunin
Þetta eru eða voru mun smærri turnbyggingar en World Trade Center turnarnir, hinn bóginn ætti stærðin "per se" ekki að skipta máli - þegar maður íhugar þá ítrekuðu fullyrðingu sem ég heyrði í fjölda skipta -- að engin turnbygging hafi brunnið og hrunið, nokkru sinni.
- Hinn bóginn, þarf einnig að taka tillit til þess tjóns sem farþega-vélarnar er flugu á turnana 2 orsökuðu.
- En þ.e. mjög auðvelt að sjá, að í báðum tilvikum falla turnarnir -- akkúrat á áreksturs-punkti.
Miklu púðri var einnig varið í af samsæris-sinnum, að gera sem minnst úr árekstrunum.
Láta sem þeir skiptu ekki máli.
Eina myndskeiðið sem til er af árekstrinum á Norður-Turn
Sýni full-lengdar útgáfu.
Enda vídeóið langsamlega trúverðugast á því formi.
Fjöldi myndskeiða er til af árekstri á Suður-Turn, en þetta er gott!
Þetta videó - sýnir mæta vel, hvílíkt bull margar samsæris-kenningarnar eru.
En vídeóið sýnir, hina gríðarlegu sprengingu er verður -- afar afar vel.
Hvernig eldhnötturinn, springur út í gegnum hliðarnar í allar áttir.
--Að horfa á þetta nokkrum sinnum, ætti að lækna alla sanngjarna einstaklinga af öllum efasemdum þess, að þessir árekstrar hafi orsakað óskaplegt tjón á turnunum.
Hrun Norður-Turns:
Það sést afar afar vel - að hrunið hefst akkúrat í sárinu eftir áreksturinn.
Ef menn efast, horfið eins oft á myndskeiðið og þið þurfið.
--Þetta er afar skírt!
Hrun Suður-Turns:
Skondið við þetta myndband, að þeir sem ræða saman í því - eru svo uppteknir af því að ræða saman, að það tekur þá nokkra stund að fatta að Suður-Turn er hruninn!
--Hrunið er ca. við miðbik myndbands.
Það er ágætlega skírt í þessu myndbandi.
Að hruni Suður-Turns, hefst greinilega í sárinu þ.s. flugvélin skall á bygginguna.
--Horfið eins oft og þið þurfið/viljið.
Annað Suður-Turns-hrun myndband: 911 Call in World Trade Center, while tower collapse.
Ath. myndband er afar stuðandi, því um er að ræða símtal - viðtalandi er greinilega í turninum.
Er hann hrynur, æpir hann upp fyrir sig - síðan þögn.
--Hrunið á Suður-Turni er undir lok myndbands!
**Horfið einungis ef þið hafið taugar til þess.
Gjarnan var fullyrt af samsæringa-sinnum að sjáist sannanir um sprengingar í hruninu sjálfu!
Bendi fólki á að hver hæð í turnunum er gríðarlega stór, full af lofti.
Er hver hæð er kramin saman á andartaki, þarf það loft að leita út.
--Þá leitar það að sjálfsögðu út til hliðanna, af óskaplegum krafti.
Í tilvikum virðist það loft leita niður um stiga-ganga er voru opnir.
Og síðan sprengja sig út um glugga, nokkrum hæðum neðar.
Gerðist það ítrekað, hægt að sjá ef menn nenna að horfa í hægmynd.
En þ.e. ekkert undarlegt við þá atburðarás, að loft undir þrýstingi.
Sé á flótta undan hruni byggingarinnar, þannig séð.
Krafturinn af loftinu virðist hafa verið slíkur er það var kramið af þúsundum tonna, í frjálsu falli - að oft þeittist brak kílómetra frá hrun-stað.
--Það einungis sýni fram á þá óskaplegu krafta í gangi, er risa-bygging fellur.
- M.ö.o. nákvæmlega ekki neitt dularfullt við það, mörg dæmi voru um brak langar leiðir frá.
Niðurstaða
Mörgun fannst það furðulegt að turnarnir falla í frjálsu falli. Ég hafna að slíkt hafi verið skrítið.
- Bendi fólki aftur á að horfa á hrun-myndböndin!
- En það sést vel á þeim, að það eru bæði skiptin er turnarnir hrynja -- margar hæðir fyrir ofan hrun-punkt; þ.s. hrun hefst í hvort skipti.
Það sé að sjálfsögðu fargið af hæðunum fyrir ofan hrun-punkt.
Sem orsaki þetta viðstöðulausa hrun!
--Menn þurfa að skilja, við erum að sjá mörg þúsund tonn pompa af stað.
Fall-þunginn er þá -- þau þúsundir tonna sem hæðirnar fyrir ofan vikta.
--Sinnum fallhraðinn!
Það að sjálfsögðu skýri, af hverju að hæðirnar fyrir neðan, gefa sig viðstöðulaust.
Síðan bætist stöðugt meira efni við fall-þungann.
Hrunið eins og sést vel á myndböndunum, óstöðvandi eftir að það hefst.
- Ég efa stórfellt að til sé í heiminum - nokkur bygging.
Er standist fall-þunga upp á mörg þúsund tonn.
Hæðirnar að sjálfsögðu halda vel byggingunni uppi, áður en hún byrjar að falla.
En ég efa að hægt sé að -- gera byggingar svo sterkar.
--Að þær geti - haldið er t.d. 10 eða 20 hæðir fyrir ofan, poppa niður á hæðirnar fyrir neðan.
- Ítreka að fallþunginn -- er sinnum fall-hraði.
Ég verð að vera ósammála sérhverri þeirri athugasemd.
Er finnst það skrítið, að turnarnir hrynji viðstöðu-laust.
--Þeir einfaldlega hafi þá óraunsægjar hugmyndir um þann styrk, sem slíkar byggingar geti haft.
-----------------
Ég ætla ekki að fjalla um stríðin í Afganistan og Írak, fyrir utan að segja:
- Greinilega voru bæði árása-stríð Bush stjórnarinnar mistök.
- Bandar. tókst með leynimakki nokkrum árum síðar, að vega að stofnanda og hæstráðanda al-Qaeda, sem þá reyndist vera í felum í Pakistan.
Mannfall í Írak var ósakplegt, heilt yfir talið.
Hinn bóginn, verður aldrei hægt að ákveða -- hvert svokallað umfram mannfall hugsanlega var.
Enda var stjórn Saddams Hussain, sjálf ógnarstjórn er regluglega drap hauga af fólki.
--Engin leið sé að vita, hver tala þeirra væri er ógnarstjórnin líklega mundi drepa.
--Ef maður ímyndaði sér þá stjórn halda áfram!
Hinn bóginn, var mannfall í Írak, í kjölfar innrásarinnar mjög mikið.
Það braust út eiginlega algert borgarastríð milli íbúa-hópanna.
Samtímis var al-Qaeda á fullu að berjast við Bandar.her.
--Útkoman, allherjar -mayhem.
Eins og allir þekkja, er útkoman af Írak -- Írak færðist á áhrifa-svæði Írans.
--Bandar. m.ö.o. töpuðu.
Afganistan - útkoma aftur, að Bandaríkin tapa.
--Talibanar 20 árum síðar, aftur komnir til valda.
Eins og ekkert hafi breyst.
Nema að yfir 160þ. manns liggja í valnum.
-----------------
Virðist augljóst.
Að Bush stjórnin -- átti að láta vera að ráðast inn í báðum tilvikum.
--Þar fyrir utan að Írak kom hvergi nærri málum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 13.9.2021 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.9.2021 | 23:37
El Salvador tekur augljósa efnahagslega áhættu með lögleiðingu Bit-Coin sem lögeyri!
Örugglega segir einhver ég sé neikvæður gagnvart Bit-Coin.
En málið er að sú áhætta sem stjórnin í El-Salvador tekur.
Væri sú sama og ef einhver annar gjaldmiðill en Bit-Coin væri notaður.
Og notaður með nákvæmlega sama hætti!
Skal nefna annað dæmi:
- Argentína notaði svokallað -Currency Board- á 10. áratugnum.
Það virkar í reynd eins og gull-standard, nema að annað en gull er notað.
Argentína notaði Bandaríkjadollar.
--Það sem gerðist var, dollarinn hækkaði verulega í verði. Af því að Seðlab.Bandar. fór að berjast við verðbólgu á seinni hl. 10 áratugar, hækkaði vexti - dollarinn fór upp.
--Við þetta urðu atvinnuvegir Argentínu ósamkeppnisfærir, m.ö.o. laun voru borguð í gjaldmiðli sem var fast-tengdur við Dollar með kerfi þannig að Argentína þurfti alltaf að eiga nóg af Dollar - svo 100% af útistandandi gjaldmiðli væri hægt að skipta í Dollar. M.ö.o. sama kerfi og Gull-standard nema að Dollar en ekki gull er notað.
--Tæknilega hefði Argentína átt að lækka laun, en verkalýðsfélög stóðu þétt á móti.
Útkoman var, útflutningi hnignaði.
Meðan innflutningur óx.
Það mynaðist viðskipta-halli, en ríkið í Argentínu varð stöðugt að kaupa Dollar.
Ef gull hefði verið notað, hefði verið keypt stöðugt gull.
Loka-niðurstaða varð, ríkisgjaldþrot Argentínu og gjaldþrot flestra atvinnuvega. - Áhætta El-Salvador virðist mér algerlega sambærileg.
--Bit Coin er notaður - ekki gull.
A)Skv. fregnum verður Bit-Coin notaður í landinu.
B)Samtímis eru skuldir landsins í Dollurum US.
C)El-Salvador stjórnar ekki -- gengissveiflum Bit-Coin.
Frekar en Argentína stjórnaði gengissveiflum Dollars.
Hættan sem ég tala um -- er klassískur vandi ríkja sem nota aðra gjaldmiðla.
Þegar þeir taka -- hugsanlega stóra sveiflu.
--Sem gæti verið erfitt fyrir hagkerfið að ráða við!
El Salvadors bitcoin debut stumbles over tech problems
El Salvadors dangerous gamble on bitcoin
Það eru afar mörg söguleg dæmi til, að lönd lendi í vanda er þau nota gjaldmiðil sem þau ráða sjálf ekki yfir -- vandinn er alltaf ef gjaldmiðillinn sem þú ræður ekki yfir tekur stóra sveiflu í átt sem hentar ekki þínu hagkerfi, eða skuldastöðu ríkissjóðs!
- Augljós hætta:
Segjum að Bit-Coin lækkaði verulega í verði. Segjum 30%.
En BC hefur oft tekið stórar sveiflur - þó meðaltal sl. ára sé upp.
Þá hafa stórar sveiflur oft orðið - tugi prósenta til og frá.
------------
Munum að skuldir El-Salvador eru í Dollar US.
Einfaldur prósentu-reikningur segir:
Ef BC lækkaði um 30% -- hækka skuldir miðað við BC um 60%.
Ríkið í El-Salvador, ætlar að láta BC starfa innan landsins.
Skattleggja viðskipti í BC -- hafa skatt-tekjur í BC.
--Þá er þetta einfaldlega klassísk saga.
Einfalt, ef gjaldmiðillinn þú hefur tekjur í - lækkar verulega.
Og þú skuldar í öðrum gjaldmiðli.
--Þá er mikil hætta á alvarlegum skuldavanda.
Endurtek, klassísk áhætta, hefur tæknilega ekki með það að gera að nota BC.
Hinn bóginn, hefur BC haft stórar sveiflur reglulega.
--Það gæti því verið - stærri sveiflu-áhætta. - Hinn augljósi vandinn, ef Bit-Coin heldur áfram að hækka í verði.
--Þá vísa ég beint í vanda Argentínu.
En vandi El-Salvador - ef BC hækkar áfram.
Væri um margt svipaður þeim vanda sem Argentína glímdi við.
Vandinn er sem sagt sá, allur þinn kostnaður hækkar.
El-Salvador alveg örugglega, á viðskipti út á við.
--Þá skiptir kostnaður þjónustu- eða varnings í öðrum gjaldmiðlum en BC máli.
Eins einfalt og ég get sagt það: Ef BC hækkar.
Hækkar allt sem El-Salvador hefur upp á að bjóða í öðrum gjaldmiðlum.
Sem sagt, samkeppnis-hæfni El-Salvador í verðum, hnignar þá.
--Skipti engu, hvort um sé að ræða útflutning á matvælum eða öðru, eða ferðamennsku.
A)Augljósa svarið er að lækka verð í landinu.
B)Þá ertu kominn með verðhjöðnun.
Bendi aftur á Argentínu - þar hnignaði atvinnuvegum, því þeir urðu ósamkeppnisfærir.
Fyrir rest urðu flest þeirra útflutnings-fyrirtæki gjaldþrota.
--Því Dollarinn hækkaði.
--Verkalýðsfélög komust upp með að hafna - launalækkunum.
- Þarna blasir við augljós hætta á -- economic dislocation.
Þetta auðvitað blasir allt fyrirfram við.
- Líkur eru augljóslega sterkar á -- verðhjöðnun!
En landsframleiðsla El-Salvador verður ekki allt í einu 20% raun-verðmætari.
Fyrir það eitt, BC mundi hækka um 20% eða 30% o.s.frv.
--Þannig að hættan væri augljós.
--Að El-Salvador lenti í -- vanda með verð.
M.ö.o. þau þurfa að lækka, líklega reglulega. - Þ.s. ekki er fyrirfram vitað.
Hversu vel El-Salvador mundi ganga.
Að reglulega -- þvinga fram lækkanir launa.
Og auðvitað - almenns verðlags í landinu.
Auðvitað eignum og öllu öðru.
Síðan auðvitað - er það almennt skoðun hagfræðinga.
Verðhjöðnun hafi slæmar efnahagslega afleiðingar.
--En það virðist blasa við, að El-Salvador þurfi að viðhalda slíku ástandi.
Hvað um það, El-Salvador ætlar að gera tilraun -- augljóslega áhættusama.
- El-Salvador mun augljóslega raun-prófa hversu vel hagkerfi gengur að glíma við - líklega nær stöðuga og gjarnan verulega öfluga, verðhjöðnun.
--Þ.s. auðvitað er þá raunprófað, hvort kenningar um neikvæðar afleiðingar verðhjöðnunar eru réttar. - Ekki má gleyma því.
Að ítrekað sennilega -- þvinga fram launa-lækkanir.
Gæti verið - áskorun.
En þ.e. einfaldlega óþekkt.
Hversu vel almenningur í landinu.
--Mundi taka því, að vera ítrekað skipað að - sætta sig við lægri laun.
Bendi á svokallaða Evru-krísu!
En það tók 2 ár að beita t.d. Grikkland það miklum þrýstingi, að laun voru þar lækkuð.
Það tók stjórnvöld Írlands -- rúmt ár að knýja þar fram launalækkanir.
--Ég held að stjórnin í El-Salvador, muni þurfa að vera mun sneggri en þetta.
- Þetta er ekki síst, spurning um viðbrögð almennings.
El-Salvador hefur einræði, en það þarf ekki endilega þíða - stjórnin sé algerlega yfir það hafin að geta lent í - þrýstingi frá almenningi.
Bendi aftur á Argentínu: En það dæmi sýnir, hvað gerist ef aðlögun mistekst.
- Ég sé enga ástæðu, af hverju - augljóslega, ítrekaðar innri aðlaganir El-Salvador, hljóta að heppnast -- alltaf.
- Kannski tekst það -- tvisvar, þrisvar - en það þarf ekki nema mistakast einu sinni.
En þá spírallast vandinn upp hratt, eins og dæmi Argentínu sýndi.
Niðurstaða
Það kemur í ljós hvernig El-Salvador gengur með þetta. En það er hafið yfir allan vafa, að áhættan sem tekin er - efnahagslega séð er stór; og þ.s. verra er - stöðug líklega. En ég sé enga ástæðu af hverju reglulegar stórar sveiflur Bit-Coin ættu að hætta.
--BC sé líklega í eðli sínu óstöðugt, pent vegna þess að BC hafi ekki - verðmæti sem grunn.
- Þ.e. ekki rétt sem BC fanar halda fram - þjóðar-gjaldmiðlar grundvallist ekki á raun-verðmætum.
- Þvert á móti, á það við þá alla, að þeir eru með að baki - raunverðmæti.
Allt hagkerfið með öðrum orðum, sem ríkið getur skattlagt. Ég þekki ekki nokkurt land, er hefur hagkerfi sem er - fullkomlega einskis virði. Ergo, ríkisgjaldmiðlar hafa raunverðmætis-grundvöll, allir með tölu.
-----------
Ég er algerlega viss að vegna ákvörðunar að hafa BC - án nokkurs verðmætis-grunns.
Sé einfaldlega líklega ekki mögulegt fyrir BC að hafa stöðug-leika.
Verðmætið sé þar af leiðandi alltaf afar sveiflugjarnt.
Þær sveiflur hætti sennilega aldrei -- nema BC taki upp raun-vermætis-stuðning.
- Slíkur grunnur getur verið margt, t.d. karfa af málmum til sölu, karfa af matvælum seldum á heims-markaðir grunnur heimsmarkaðsverð þá notaður, eða gjaldmiðils-karfa -- eða nánast hvað sem er annað, þess verðmæti sé selt og keypt á alþjóðamörkuðum.
Ég á von á því, að einka-gjaldmiðlar er hafi stöðugleika verði einhvern-tíma búnir til.
--Augljóslega -- er aðferð BC miklu ódýrari fyrir - start up.
--Sem er líklega hin raunverulega ástæða!
En til að búa til öflugan bakstuðning, þarf afar fjársterka bak-aðila.
Sjálfsagt taka einhver risa-fyrirtæki heims sig saman á einhverjum punkti.
Og búa til alþjóðlegan einkagjaldmiðil. En það hefur ekki enn gerst.
Sem gæti verið eins stöðugur og stórir ríkisgjaldmiðlar.
Og því boðið upp á alla sambærilega þjónustu og ríkisgjaldmiðlar.
--T.d. sé ég ekki hvernig hægt er að veita lán í BC.
Tja íhugum ef lánið er allt í einu 30% verðmætara en áður, og þú hefur laun í öðrum gjaldmiðli, það hefur komið fyrir að BC hafi meir en 2-faldast á einu ári.
Til þess að lánveitingar geti gengið upp, sem er sennilega verðmætasta þjónusta sem veitt er í samhengi gjaldmiðla almennt -- þurfa gengissveiflur að vera miklu mun smærri almennt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2021 | 19:33
Ánægjulegt 4-bylgja COVID er í rénun á Íslandi, skv. The Economist má vera 18 milljón manns hafi látist af COVID heiminn vítt!
Varðandi umræðuna hvort rétt/rangt var af stjórnvöldum Íslands að bregðast við 4-bylgju með aðgerðum. Bylgjan er nú greinilega í rénun: Heilt yfir hefur staðan batnað mjög mikið.
Ég er eiginlega sammála því varúðarsjónarmiði sem var til staðar.
Einfaldlega vissi enginn fyrir algerlega víst -- hversu áreiðanleg bóluefnin væru.
- 4-bylgjuna má því kalla, raun-prófun.
- Sú leiddi í ljós að bóluefnin eru minna gagnleg en vonast var til.
- Þó samt langt í frá gagnslaus.
Hlutfalls dauðsfalla t.d. var minna í Bretlandi en Bandaríkjunum.
Best að taka önnur lönd út en Bandar. og Bretland.
--Þetta var talið vísbending um virkni bólu-efna er Bretl. hafði náð betri dreifingu þeirra.
--Bæði löndin hafa mikla útbreiðslu smita á sama tíma, Bretl. mun skárri dauðatölur.
Innan Bandar. var kófið þegar í rénun víða, en í sókn einna helst þ.s. dreifing bóluefna hafði verið lítil fram að þeim tíma -- síðan hefst ný bylgja nú í haust í Bandar.
- Tölur annars staðar sýna svipaða sögu, að bóluefnin minnka líkur á dauðsföllum.
Það má kalla - lágmarks kröfu.
The Economist: The pandemics true death toll
Þeir birta 3-tölur.
- Lág-áætlun: 9,4m.
- Mið-áætlun: 15,2m.
- Há-áætlun: 18,2m.
Tölur í milljónum.
Rétt að taka fram, skv. indverskri áætlun á dauðsföllum: Um 70% Indverja hafa COVID mótefni -- önnur könnun áætlar allt að 4,9 milljón Indverja geti hafa látist af COVID á einu ári!.
- Indversk rannsókn unnin skv. svipaðri aðferðafræði og blaðamenn The Economist beita.
- Mat dauðsföll á bilinu 3,4-4,9 milljón.
--Indversku vísindamennirnir er unnu þá könnun, mátu það út frá mati á - umfram dauðsföllum.
Tölurnar eru þá háðar því - hve hátt hlutfall viðbótar dauðsfalla séu talin, COVID.
- The Economist eðlilega glýmir við svipaðan vanda.
- Að ekki eru öll - viðbótar dauðsföll vegna COVID beint.
Hinn bóginn, engin ástæða að ætla að -- í hlutfalli umfram-dauðsfalla.
Sé ósennilegt að COVID sé -- a.m.k. ekki minna en helmingur umfram-dauðsfalla.
--Rétt að benda á, að sum önnur dauðsföll - geta verið óbeint af völdum COVID.
Sbr. ef fólk komst ekki í meðferð í tæka tíð, því göngu-deildir sjúkrahúsa voru tepptar.
Þar fyrir utan, gerir starfs-fólk meir af mistökum, er það er -- þreitt og ofhlaðið störfum.
--COVID getur því verið orsök stórum hluta, þó greining sé vegna annars sjúkdóms.
---------------
- Ef maður hefur greiningu inversku vísindamannanna í huga.
- Þá slá tölur The Economist mann, langt í frá sem - ósennilegar.
Ég get mjög vel trúað að hnattræn dauðsföll hafi a.m.k. verið 15 milljón.
--Þannig séð ekki rosalega hátt dánarhlutfall - af yfir 6 milljörðum.
Ég hugsa vísindamenn hafi nú mikið af mælingum á áreiðanleika bóluefnanna!
Mörg Vesturlönd voru búin að dreifa umtalsverðu magni bóluefna.
Þannig gríðarlegt gagnamagn hlýtur nú vera til staðar.
- Áhuga vekur að skv. The Economist - benda tölu-gögn til að, dauðsföll í Skandinavíu almennt, hafi verið -- undir meðaltali áranna á undan.
- Talið að -- aðgerðir hafi líklega fækkað dauðsföllum vegna annarra sjúkdóma, í samhengi Skandi-navíu. T.d. hafi mun færri en vanalega dáið af - flensu.
- Hugsanlega að auki, færri látist í slysum - því fólk hafi verið meira heima en vanalega.
--Þetta eigi ekki við lönd - Sunnan við Skandi-navíu.
Að - dauðsföll séu undir meðaltali áranna á undan, meðan kófið var.
- Ég hugsa að það atriði, sé sönnun þess að öflugt heilbrigðis-kerfi.
- Skili árangri, í takt við þær stuðnings-aðgerðir stjórnvalda er hafi verið til staðar.
- Ég ætla ekki að þora að spá því - hvenær stjórnvöld hætta almennt að beita sér gegn COVID.
- A.m.k. er vitað, að -- lyfja-fyrirtæki vinna að þróun svokallaðra -booster- skammta.
Er mundi vera ætlað, að styrkja - ónæmi gegn COVID frekar.
Það gæti gerst, að dreifing slíkra skammta - mundi fylgja ákvörðun að hætta almennum aðgerðum stjórnvalda.
--Það á auðvitað eftir að koma í ljós.
Niðurstaða
Enginn vafi að mannkyn er orðið þreitt á COVID.
- Skv. COVID.is hafa 33 látist á Íslandi heilt yfir.
- Skv. upplýsingum ég hef, létust 3-þeirra í 4-bylgju.
Þar af 2-erlendir ferðamenn.
Dánarlíkur Íslendinga skv. því eru orðnar afar afar litlar.
Ég geri ráð fyrir því, að einungis 1-Íslendingur virðist látinn af 4-bylgju.
Vs. 30 af bylgjunum þrem á undan, sé sterk vísbending um árangur af - bólusetningu.
----------
Þ.e. því alveg orðið vert að ræða það, hvenær stjórnvöld binda endi á aðgerðir.
Ég er ekki ósammála aðgerðum þeirra sl. sumar, því enn var óvissa um virkni bóluefna.
En nú liggja þær niðurstöður fyrir.
--Nánast það eina sem hugsanlega væru rök fyrir að bíða eftir.
- Væri hugsanleg dreifing á -- búster.
T.d. frá BIONTEC/Phiser - sem veitti aukna vörn gegn nýrri afbrigðum.
--En einhvern tíma þurfum við að hætta, verulega truflandi aðgerðum.
En kannski eigum við að bíða eftir -- booster.
Er mundi þá - uppfæra mótefnis-vaka gagnvart nýrri afbrigðum.
----------
Ég sé ekki ástæðu til að efast, að 15 milljónir eða meir hafi látist heiminn vítt.
Það sé a.m.k. ekki fjarstæðukennt, í ljósi niðurstaðna frá Indlandi skv. svipaðri aðferðafræði.
--Af hverju ætti það yfir höfuð að vera ótrúlegt?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar