Bloggfærslur mánaðarins, september 2019

Andstæðingar Boris Johnson innan þingsins virðast hafa lagt í rúst áætlun harða Brexitera að hóta Hard-Brexit í tilraun til að kalla meint bluff ESB í samningum!

Með aðstoð uppreisnar-þingmanna meðal Íhaldsflokksins, hefur myndast nýr þingmeirihluti innan breska þingsins -- að virðist gegn ríkisstjórn Borisar Johnson, á mánudagskvöld hafði sá nýi meirihluti sigur á þeim þingmönnum Íhaldsflokksins sem héldust hollir ríkisstjórninni.

  1. Það sem gerðist er að ríkisstjórnin -- missti stjórn á dagskrá þingsins.
  2. Það þíðir, að þessi nýi meirihluti -- getur neitað ríkisstjórninni, um að taka - Hard-Brexit á dagskrá, þar með að greiða atkvæði um slíka tillögur.

Þar með virðist útspil ríkisstjórnarinnar, að ætla að semja við ESB að nýju.
Með hótun um - Hard-Brexit í bakhöndinni, hrunið.

Conservative rebels defeat Johnson’s Brexit strategy

A total of 21 Tory MPs, led by former chancellor Philip Hammond...backed moves to pass an emergency law to stop a no-deal Brexit"

Þetta er engin smáræðis uppreisn.
Þessir einstaklingar eru væntanlega hataðir meðal Brexit-sinna.

Þó Financial-times meti þá hafa kastað ferlinum frá sér, gæti það verið þeir hafi grætt fylgismenn utan Íhaldsflokksins með sínum atkvæðum.

Hver veit hvað það þíðir - en kannski tekur ferill þeirra aðra stefnu frekar en vera búinn.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort Boris leitat við að knýja fram kosningar.
En um daginn, hótaði hann kosningum -- yrði hann blokkeraður á þinginu.

En það sé ekki hægt að slíta þinginu nema 2/3 þingmanna samþykki.
Þannig að Boris yrði þá að semja um -- kjördag.

Ósennilegt að andstæðingar hans yrðu tilbúnir í annan kjördag en þann sem veitir svigrúm fyrir -- nýtt kjörið þing til að taka afstöðu til Brexit.
--Sem sagt, vel fyrir 31/10 nk.

  • Hætta fyrir Boris að enda -- lame duck.

Kannski vænlegra að veðja á kosningar -- vinna allt eða tapa öllu.

 

Niðurstaða

Atburðir mánudagsins á breska þinginu virðast henda áætlunum Brexit-sinna um Brexit upp í háaloft. Þar sem nýr ríkjandi meirihluti þingsins greinilega hafnar - hörðu-Brexit. Ætlar að hafna því að taka nokkra slíka tillögu til atkvæðagreiðslu.
Virðist nálgun ríkisstjórnar Borisar Johnson hrunin!

Óvíst er hvort meirihluti sé fyrir því að fella ríkisstjórnina með vantrausti.
En kannski er það næsta skref hins nýja þingmeirihluta, ef þeir geta komið sér saman um slíka tillögu. Ef það gerðist gæti verið að Corbyn gerði tilraun til að mynda minnihlutastjórn - kannski er líklegra þingi yrði slitið. Kemur í ljós.

 

Kv.


Boris Johnson hótar kosningum 14/10 nk. Hann stendur frammi fyrir óhlýðni innan Íhaldsflokksins. Hópi þingmanna er plottar gegn honum með engum öðrum en Corbyn

Ég verð að álykta að plottið sem snýst um að -- þingið taki af forsætisráðherra, umráð yfir dagskrá mála á þinginu - sé raunveruleg ógn við stöðu hins nýja forsætisráðherra!
En ef það tekst, að taka umráð yfir dagskrá þingsins af ríkisstjórninni - þá gæti t.d. þingið pent neitað að taka mál á dagskrá sem Boris vill!

Image result for boris johnson pm

  1. Augljósa hótunin væri, að neita að taka á dagskrá -- Hard-Brexit.
    En sú hótun er hvorki meira né minna, kjarni plotts ríkisstjórnarinnar er kemur að hugmynd ríkisstjórnarinnar um það - hvernig á að semja við Brussel.
  2. Ef þetta tekst, væri yfirlýst taktík nýju ríkisstjórnarinnar - hrunin áður en hún kemst til framkvæmda!

Boris Johnson threatens to call October 14 election

Áður hafði Boris hótað að reka þá sem hafa innan flokksins hafið skipulega óhlýðni gegn honum.
En vandinn við það, svo margir eru þeir - að ef Boris ræki þá, mundi ríkisstjórnin snarlega missa meirihluta sinn á þingi.

  • En getur Boris staðið við hótun um - þingslit?

Mér er sagt á vef Financial-times að -- Verkamannaflokkurinn, mundi geta -- blokkerað a.m.k. tímabundið - yfirlýsingu um þingslit.
Vegna þess að slík yfirlýsing þurfi skv. reglum breska þingsins - 2/3 meirihluta.

Boris gæti líklega fengið fram þingslit.
En ekki fyrr en hann hefur samið við Verkamannaflokkinn -- um kosningadag.

Ég geri ráð fyrir að Verkamannaflokkurinn gæti sæst á 14/10 nk. þ.s. Brexit verður ekki fyrr en um mánaðamótin í lok sama mánaðar.
Þannig að tæknilega gæti nýr þingmeirihluti tekið ákvörðun í tæka tíð!

 

 

Niðurstaða

Það er ekki mikið meira um þetta að segja - fylgjast með fréttum. En ef plott andstæðinga Borisar tekst, þá mundi Boris leggja allt undir í kosningabaráttu.
Slík kosning væri um Brexit eða ekki Brexit - de facto önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.
Ég geri þá ráð fyrir að Boris eigi þess engan annan kost en að kosning fari fram -- á 11. stundu fyrir Brexit. Þannig, að kjósendur fái þá lokatækifæri til að ákvarða framtíð Bretlands.

Í mínum augum er kosning hin sanngjarna leið. En alls óvíst er að Brexit njóti stuðnings meirihluta Breta. En svo margt er öðruvísi í dag, en Brexiterar lofuðu er þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram. Í ljósi afstöðu stjórnarinnar - Brexit hvað sem það kostar. Er staðan mjög mikið með öðrum hætti, en Brexiterar lofuðu kjósendum.

Ég get ekki samþykkt -- umboð sé teyjanlegt út í það óendanlega.
Á hinn bóginn, fá kjósendur þá tækifæri til að velja aftur.
Ef Boris hefur betur -- væri umboð hans ótvírætt.

Ekki útiloka fyrifram að kjósendur skipti um skoðun.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband