Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Matthew Whitaker í hlutverki dómsmálaráðherra Bandaríkjanna - virðist líklegur að setja steina í götu rannsóknar Roberts Mueller

Það liggja eftir Whitaker fræg ummæli höfð eftir honum í viðtali við CNN á sl. ári. En þá sagði hann að unnt væri að draga svo mjög úr fjárveitingum til rannsóknar Muellers - hún mundi lamast.

"So I could see a scenario where Jeff Sessions is replaced . . . and that attorney-general doesn’t fire Bob Mueller but he just reduces his budget to so low that his investigations grinds to almost a halt,..."

Nú þegar Whitaker er "acting" dómsmálaráðherra, gæti hann raunverulega farið að stíga slík skref.
Það er alveg hugsanlegt að Trump ákveði að skipa Whitaker - afar sennilegt ef Trump mundi ákveða slíkt, að stækkaður Repúblikanameirihluti í Öldungadeild, mundi samþykkja þá útnefningu.

Can the new U.S. attorney general shut down the Mueller probe?

Trump loyalist to oversee Mueller’s Russia investigation

Image result for whitaker

En Whitaker getur beitt sér með öðrum hætti!

Whitaker hefur t.d. gagnrýnt umfang rannsóknar Muellers - þó hann líklega geti ekki tekið frá honum gögn sem hann þegar ræður yfir, þarf Mueller að fá heimild Whitaker nú í hvert sinn - sem Mueller óskar gagna úr nýjum áttum - eða vill víkka rannsóknina út frekar með einhverjum hætti.

Sérstaklega gagnrýni Whitaker þegar Mueller fór að rannsaka fjármál fjölskyldu Trumps.
Sem Whitaker sagði stíga yfir -- rauð strik.

Þar er ekki langt síðan hann skrifaði gagnrýna lesendagrein: Mueller's investigation of Trump is going too far.

Greinin er alls ekki harðorðuð -- en hann greinilega telur Mueller hafa leitað nokkur skref út fyrir viðfangsefnið - sem hann segir vera rannsókn á málum tengdum kosningunum 2016.

Þetta er auðvitað skemmtileg umræða -- það má að sjálfsögðu varpa fram til baka, að ef rannsókn leiðir fram hugsanleg eða sennileg glæpsamleg atriði sem tengjast ekki upphaflegum skilgreindum markmiðum rannsóknar -- ber þá ekki rannsakanda sem er opinber rannsakandi þá ekki að rannsaka þann hugsanlega eða líklega glæp?

Að sjálfsögðu getur það verið rétt hjá Whitaker að ef rannsóknin er stöðugt víkkuð út, þá geti hún litið eins og "political fishing expedition" eins og hann orðar það.
Hinn bóginn, getur rannsókn farið í óvæntar áttir - ef kemur í ljós það sem óvænt er.

Rétt að taka fram að eftir Whitaker er einnig haft, hann beri virðingu fyrir Mueller.
Enda var Whitaker um árabil undirmaður Muellers er Mueller var yfirmaður FBI um hríð.

--Það þarf alls ekki vera Whitaker sé pólitískt dýr.
--Væntanlega fær hann nú að sjá þau gögn sem Mueller hefur undir höndum.

Þó Whitaker hafi nefnt það sem möguleika - að nýr dómsmálaráðherra gæti ákveðið að skrúfa fyrir nær allt fjármagn til rannsóknar Muellers.

Skulum við ekki gera því skóna, slíkt sé ætlan Whitakers.
Það má vel vera, að Mueller hafi slík gögn undir höndum.
Að þeir verði félagar - ekki andstæðingar!

 

Niðurstaða

Rétt að ryfja upp að þegar Mueller fékk það fram að leitað var á skrifstofu eins lögfræðinga Trumps, þá tókst honum að sannfæra héraðs saksóknara í svokölluðu Suður-svæði NewYork að taka það að sér að fara sjálfur til dómara - til að óska eftir þeirri leit. Til þess þurfti Mueller að sannfæra héraðs saksóknarann, sem er einn þeirra sem var skipaður af Trump sjálfum - en hann hefði aldrei skipað nokkurn nema þann sem talinn væri traustur Repúblikani, að verulegar líkur væru á að sannanir fyrir saknæmu athæfi væri að finna í þeim gögnum.
--Þetta hefur mér síðan virst ein besta vísbending þess að Mueller raunverulega hafi eitthvað bitastætt í pokahorninu.

Mueller hefur síðan rannsókn hófst gert nokkra "plea bargain" samnninga, þ.s. aðilar nærri Trump hafa lofað fullri samvinnu - gegn vægari refsingu.

Matthew Whitaker fær þá væntanlega að kíkja yfir öxl Mueller á næstunni, það verður þá í því samhengi að vita hvað þar er að finna -- sem hann mund standa frammi fyrir því vali, hvar hans samviska liggur.

Óþarfi að gefa sér að hann mundi velja að gera Mueller lífið leitt.

 

Kv.


Að sjálfsögðu ósigur fyrir Trump að tapa annarri þingdeildinni! Jákvætt líklega getur Trump ekki framhaldið pópúlískri hagsstjórn!

Til að segja það augljósa - munu Demókratar gera Trump ómögulegt að standa við kosningaloforð sem hann kom fram með í kosningabaráttu undanfarinna vikna, þ.e. loforð um 10% lækkun skatta á millitekjufólk.
--Í mínum augum eru það góðar fréttir - því þetta var klárlega fullkomlega innistæðulaust loforð, fullkomlega ábyrgðalaust í ljósi mikils hallarekstrar Trumps á ríkissjóð Bandaríkjanna!

Hinn bóginn hefur Trump verið að stæra sig af sinni hagstjórn.
En hún hefur einfaldlega falist í því - hann hefur aukið skuldir Bandaríkjanna.
--Hann bjó til aukningu hallaresktrar með auknum útgjöldum og lækkun skatta.
--Þær aðgerðir samtímis virkuðu sem "temporary stimulus" þ.e. einungis fyrir þetta ár.

Það blasti því við, að ef hann ætlaði sér að viðhalda 3% hagvexti eða meir, þá þyrfti hann að endurtaka leikinn -- loforð um nýjar skattalækkanir bentu sterklega til einmitt slíks.
--Afleiðingin hefði klárlega orðið, enn meiri hallarekstur -- enn hraðari skulda-aukning.

  • M.ö.o. algerlega tært dæmi um pópúlíska hagstjórn.

Með því að binda endi á þetta, þó Demókratar geri það til að þjóna eigin pólitískum markmiðum -- eigi að síður gera þeir eigin þjóð greiða.
--En sú hagstjórn að vísvitandi safna skuldum í efnahagslegu góðæri.
--Veit ekki á gott síðar meir!
Það sé eins fullkomlega ábyrgðalaust og ábyrgðalaust getur verið!

Trump calls for collaboration with Democrats

Democrats must not overplay their hand

Trump fires Sessions, vows to fight Democrats if they launch probes

 

Eitt mikilvægt atriði sem Demókrata græða - er nú ráða þeir þingnefnd sem hefur vald til þess að krefjast formlega svara af embættismönnum, og meira segja embætti forseta!

Liggur ljóst fyrir að eitt af því fyrsta sem líklega verður krafist - upplýsinga um skattaframtal forseta, sem hann hefur ekki lagt fram - fram til þessa. Þó það sé ekki skilda, virðist að allir forsetar aðrir a.m.k. eftir Seinna-stríð hafi birt sín skattaframtöl!
En það er líklegt að Demókratar muni beita þeirri þingnefnd til að rannsaka margt fleira -- sérstaklega ef brottrekstur Sessions leiðir þess að Trump ákveður að binda endi á rannsókn Muellers.
--Ein tæknilega fær leið, er að skrúfa fyrir fjármagn.

Það er raunverulega óvíst DT geti rekið Mueller - kemur til vegna Hæsta-réttar dóms í tíð Gerald Ford, þ.s. úrskurðað var að sambærilegur brottrekstur Richard Nixons hefði ekki staðist lög, þ.s. Nixon hefði ekki sýnt fram á alvarlega meinbugi á rannsókn.
--Þetta er að sjálfsögðu af hverju DT fékk bandamenn sína innan þingliðs Repúblikana, til að rannsaka rannsókn Muellers - í leit að meinbugum væntanlega svo unnt væri að beita þeim.

Þess vegna auðvitað rak Mueller t.d. nærri strax einstakling eftir að komst upp um e-mail samskipti sem voru gagnrýnin á Trump -- ekki sá eini úr sínu teimi sem Mueller rak.

  • Mig grunar að orð DT að hann geti rekið Mueller en vilji það ekki -- þíði í reynd, ég get ekki rekið Mueller.
    DT - "I could fire everybody right now, but I don’t want to stop it, because politically I don’t like stopping it,"
    Að sjálfsögðu vill hann stoppa rannsóknina.
    Sennilegast að leitin að meinbugum hafi ekki skilað nægum árangri.

Mér virðist samt eitt á tæru - ef menn töldu hafa verið drama.
Þá geti verið að nú fyrst hefjist það fyrir alvöru!

En Demókratar láta örugglega nú rigna inn -- fyrirmælum um svör, sem þeir hafa nú heimild til að krefjast! Stjórnarskrárvarin réttindi sem þingið hefur og má beita!
--Slíku er oft sögulega beitt í pólitík, það hafa Repúblikanar sannarlega sjálfir áður gert!

DT - greinilega veit af hættunni, og kom fram með hótun á móti!

""They can play that game, but we can play it better. Because we have a thing called the United States Senate," the president said about potential investigations from House Democrats."

"If that happens, then we're going to do the same thing and government would come to a halt and we're going to blame them."

Sú hótun er þó greinilega bitlítil - eins og sást á kosningabaráttunni, mun DT hvort sem er skella skuld á Demókrata fyrir nánast allt á milli himins og jarðar. Þannig hótun um að skella skuld á þá, er eins og skvetta vatni á gæs.

Það blasi þó ekki við mér með hvaða hætti DT mundi rannsaka Demókrata með meirihluta í Öldungadeild -- en það sé skv. stjórnarskrá skipt verkefnum milli deilda!

  • Fulltrúadeild má rannsaka, krefjast gagna af stjórnkerfinu. En efri deildin er síðan sú sem dæmir. En þá auðvitað þarf efri deildin að samþykkja að rannsókn Fulltrúadeildar skuli leiða til formlegrar dómsrannsóknar. Getur auðvitað hafnað því.
    --En þ.e. Fulltrúadeildin sem hafi valdið til að hefja rannsóknir á stjórnkerfinu, og aðilum innan þess.
    **Það blasi ekki alveg við mér að DT geti hafið rannsókn á Demókrötum á móti.

Það virðist á tæru að sirkusinn í Washington sé að færast á næsta stig.

 

Niðurstaða

Vegna þess að DT tapar meirihluta í Fulltrúadeild, þá virðist héðan í frá ósennilegt að DT geti frekar beitt fyrir sinn vagn loforðum um lækkun skatta, eða fjárlögum alríkisins til atkvæðakaupa.

Það væntanlega þíði, að hagvöxtur í Bandaríkjunum leitar aftur í fyrra far - þ.e. rúmlega 2%. Þannig að spá US Federal Reserve nýlega um 2,5% vöxt nk. ári geti þar með staðist.
--Trump hafi í reynd ekki gert neitt annað en að framkalla tímabundna hagvaxtaraukningu á þessu ári, með "stimulus" pakka -- en sá hafi kostað í staðinn, 14% aukningu í skuldakostnaði bandaríska alríkisins.
--Þetta sé sérdeilis óskynsöm hagstjórnaraðferð að vísvitandi auka ríkishalla á hagsveiflutoppi.
Það sé því að þjóna hagsmunum landsins að stoppa frekari aðferðafræði af slíku tagi.

DT getur þá ekki lengur gumað af miklum hagvexti.

Samtímis blasir við að Demókratar ætla að beita valdi þingsins sem þeir nú ráða yfir, til að krefjast gagna af miðstjórnarvaldinu - þeir ætla sér alveg örugglega að rannsaka sérhvert það atriði sem þeir munu telja sér pólitískt hagstætt að rannsaka.

Að sjálfsögðu mun DT beita ásökunum um nornaveiðar, eins og hann hefur gert til þessa.
Mér virðist líklegt að sirkusinn í Washington leiti til hærri hæða á nk. ári en umliðnu.
Var þó sirkusinn ærinn á þessu ári sem senn nú tekur endi.

 

Kv.


Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran formlega taka gildi - fyrst 36 ár af refsiaðgerðum virkuðu ekki, hljóta þær að virka núna

Ég hef nokkrum sinnum velt upp þeirri hugmynd, að ríkisstjórn Bandaríkjanna hrekji Íran upp í hendurnar á Kína - en það hefur lengi blasað við mér, Kína geti keypt alla íranska olíu.
--Kína getur boðið skipti-samning, ekki eins og Kína hafi ekki nægan varning í boði.

Samtímis grunar mig að Íran sé í reynd ekki mjög áhugasamt um slíka lendingu, því það þíddi Íran yrði leppríki Kína -- Íranar eru stoltir, hafa auðsjáanlega ætlað sér að vera sjálfstætt "regional power."
--En það getur farið svo, að Bandaríkin tryggilega loki öllum öðrum leiðum, og leiði þar með þá útkomu fram - þó það væri langt í frá óskastaða Írana.

US hits Iran targets with ‘unprecedented’ sanctions

 

Hef sýnt þetta kort nokkrum sinnum - landslagskort!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Flestir ættu vita, refsiaðgerðir stóðu samfellt frá 1979-2015 - síðan hafa nýjar tekið gildi

Við þekkjum hvað 36 löng ár voru í formi hindrunar á Íran - m.ö.o. á því tímabili þróaði Íran eldflaugar er draga til a.m.k. S-Evrópu, og var nærri þeim punkti að smíða fyrstu kjarnorkusprengju, því að öðlast þann möguleika hafa kjarnasprengjur fyrir áðurnefndar eldflaugar.
--Fyrir utan þetta, er ekki hægt að segja annað en að yfir tímabilið hafi Íran styrkt verulega valdastöðu sína í Mið-Austurlöndum -- haft verulega betur í átökum víðsvegar um Mið-Austurlönd við Saudi-Arabíu "in proxy."

  1. Markmið nýrra refsiaðgerða er einmitt það, að knýja Íran til uppgjafar - þær séu það harðar að unnt verði að þvinga Íran til þess að gefa eiginlega allt það sem Íran hefur áunnið sér sl. nær 40 ár.
  2. Það virðist að afstaða Trumps - Pompeo - Bolton, sé það sé augljóslega svo að refsiaðgerðir muni virka -- þrátt fyrir árangur fyrri refsiaðgerða sé ofangreindur.

 

Síðan er eins og Kína sé einfaldlega ekki á radar Trumps - Pompeos - Boltons í Íran málinu!

Það finnst mér sérkennilegt, en þeir ræða málið einungis út frá því það verði að stöðva Íran - knýja til uppgjafar, en hvergi hef ég séð þá nefna hvað hugsanlega Kína gæti gert.

Eins og að fyrir þeim sé Kína í allt annarri möppu - sem heitir að stöðva Kína, eins og þeir haldi að Kína verði einfaldlega passívt í þessu tiltekna máli -- þó er Kína nú að vinna með Evrópu ásamt Rússlandi í því að halda Íran á floti, og það virðist blasa við mér Kína er fært um að gera svo miklu meira.
--Mér finnst sérstakt hvernig DT - Pompeo - Bolton virðast fullkomlega blindhliðaðir.

  1. Klárt í mínum huga, að því harðar sem Bandaríkin ganga fram gegn Íran og Kína, því stærri líkur séu á því að hugsanlega slái Íran og Kína sér saman.
  2. Og þeir Trump - Pompeo - Bolton, segjast hafa soðið saman þann harðasta refsiaðgerða pakka sem nokkru sinni hafi verið beitt gagnvart Íran -- stefnt að því að stöðva hagkerfi Írans alfarið.
    --Auðvitað Trump ætlar sér enn sigur í viðskiptaátökum við Kína, svo þar verða ólar án vafa hertar síðar.

Samt virðist þeim ekki koma til huga sá möguleiki að þeir geti verið að smala Íran yfir í faðm Kína. Að Kína gæti komið til hugar svar með þessum hætti. Mjög sérstakt - mjög sérstakt!

 

Niðurstaða

Eins og komið hefur skýrt fram í fréttum telja Trump - Pompeo - Bolton, að nýjar og harðari refsiaðgerðir gegn Íran muni skila tilætluðum árangri; þrátt fyrir að 36 ár af refsiaðgerðum gagnvart Íran hafi í engu sjáanlega stöðvað eða virst yfir höfuð hindra Íran í því að ná fram sínum markmiðum í samhengi Mið-Austurlanda.

Ég velti fram þeirri spurningu eina ferðina enn, hvort að í framtíðinni geti risið upp bandalag Írans og Kína -- jafnvel Bandaríkin geti staðið frammi fyrir kínverskum her-, flota- og flugherstöðvum í Kína, beint á móti stöðvum Bandaríkjanna við Persaflóa; að bandalag við Íran skili Kína sambærilegum áhrifum í samhengi Mið-Austurlanda og Bandaríkin lengi hafa haft.

Það væri að sjálfsögðu áhugaverður árangur þegar kemur að markmiði DT "to make America great again" m.ö.o. að skila nokkurn veginn fullkomlega öfugum árangri miðað við sett markmið.

 

Kv.


Luigi Di Maio -- segir efnahagsstefna Trumps til fyrirmyndar; leggur til gervöll Evrópa fylgi fordæmi hans, lækki skatta og auki ríkisútgjöld

Eins og allir þekkja eru skuldir Ítalíu milli 130-140% af þjóðarframleiðslu í dag, til samanburðar skuldir bandaríska alríkisins ca. 80% af þjóðarframleiðslu.

Italy spending plans a recipe for all Europe, says Di Maio

Rétt að benda á hvað efnahagsráðuneyti Bandaríkjanna segir:
779 milljarða dollara halli virðist staðfesta fullkomlega óábyrga fjármálastjórn núverandi stjórnvalda í Washington

  1. Ein bandarísk trilljón bættist við skuldir bandaríska alríkisins á þessu ári.
  2. Halli ríkisins óx upp í 3,9% af þjóðarframleiðslu.
    --Þar kom til hressileg skattalækkun í upphafi árs í bland við aukningu útjalda til hermála.
    --Niðurskurður á móti dugði hvergi nærri til.
  3. Vaxtakostnaður bandaríska ríkisins óx: "Interest expense on government debt increased 14 percent or $65 billion due to the higher debt level as well as rising interest rates..."
  • Þetta var það sem eitt til eitt og hálft prósent í viðbótar-hagvexti kostaði.

Mynd sýnir hagvöxt í Bandaríkjunum!

United States GDP Growth Rate

  • Skv. spá seðlabanka-Bandaríkjanna - verður hagvöxtur nk. árs 2,5% og 1,8% 2020.

Þannig að ef DT vill viðhalda hagvexti í 3% eða þar fyrir ofan!
Þarf hann að endurtaka - "economic stimulus - auðvitað í hvert sinn, mundi hallinn á ríkinu vaxa enn meir, og skuldir ríkisins hrannast upp á ennþá meiri hraða!

Luigi Di Maio: "We believe in the fact that we can greatly reduce public debt with an expansive budget. I am convinced that we can change the rules on austerity and investment, and we can strengthen the European Union and the eurozone to do good from the point of view of social rights."

"The US economy is growing at 4 per cent with the expansive policies of Trump, which everyone said were wrong. He is expanding the deficit, lowering taxation and investing in infrastructure.”

"Mr Di Maio, who became leader of the party (Five Stare Movement) just last year and who once worked as a steward at Napoli football club, said his own life experience helped him understand the economic difficulties of the region."

Það sem þessi 32-ja ára maður áttar sig ekki á, er að Trump gerði ekki neitt annað en að minnka tekjur ríkisins --> Samtímis og útgjöld ríkisins í Bandaríkjunum eru aukin.
--Lítið hefur í reynd gerst í framkvæmdum hjá Trump - en útgjöld til hermála hafa skilað sér.

Til þess að halda dampinum áfram uppi -- mundi DT þurfa að endurtaka leikinn!
--Í kosningabaráttunni þessa dagana, er hann að lofa -- nýjum skattalækkunum.

  1. Fyrst var þessi hagstjórn prófuð í tíð Reagans -- viti menn, aukning skulda. Reagan a.m.k. sá af sér -- bjó til nýja skatta í stað þeirra sem hann lækkaði.
  2. Eftir það prófaði Bush sambærilega hagstjórn - að sjálfsögðu skóp það aftur aukningu hallareksturs og aukningu ríkisskulda.
  3. Og í töku þrjú, að prófa skattalækkanir vs. útgjaldahækkanir, að sjálfsögðu gerist það sama í þriðja sinn.
    --Nema að það hljómar sem DT sé fullkomlega sama hve mikið skuldirnar vaxa, ef hann nær að selja einhver atkvæði nú í haust, og sennilega síðan haust 2020.

Bandaríski Seðlabankinn spáir því að skuldir Bandar. án frekari aukningar hallarekstar nái 120% innan nk. 20 ára -- en þá auðvitað var ekki reiknað með líklegum endurtekningum Trumps.
--Þ.e. aftur skattalækkanir nk. ár - frekari aukning eyðslu.
--Og örugglega enn meira af því sama árið eftir.
Þá auðvitað gæti DT slegið öll fyrri met í skulda-aukningu.

  • Með þessu gerist ekkert annað en það -- að reikningurinn er sendur til næstu kynslóðar.
  • En einhver á endanum þarf að taka á sig timburmennina, þegar menn haga sér með þessum hætti.

Annars á ég ekki von á því að ríkisstjórn Ítalíu fái að fylgja þessari stefnu.
Þó Di Maio horfi til næstu kosninga til Evrópuþings - þá eru það ríkisstjórnirnar sem enn skipa í bankaráð Seðlabanka-Evrópu, og síðast er ég gáði -- eiga N-Evrópulönd enn þar meirihluta.
--Það er umráð yfir Seðlabanka-Evrópu sem langsamlega mestu máli skipta.

  • Umráð yfir peningunum m.ö.o.

Ég sé ekki fyrir mér að N-Evrópulönd, muni heimila stjórnun á Evrunni með hætti -- sem óhjákvæmilega með tíð og tíma mundi skila verulegri verðbólgu-aukningu; og auðvitað því að Ítalía mundi stefna hraðbyri í átt til skuldastöðu Japans.
--Það er áhugavert að ríkisstjórn Ítalíu virðist hafa mestu stöðvað efnahagsumbætur er voru í gangi, einn mesti galli Ítalíu er hlutfallsleg óskilvirkni atvinnulífs Ítalíu.
Það er einnig mikið reglufargan, stofnanir afar svifaseinar - mikið svokallað "red tape."

Hugmynd De Maio virðist fyrst og fremst snúast um - aukin útgjöld til vegamála, það virðist megin fjárfestingin sem hann talar um -- hinn bóginn án þess að atvinnulíf verði skilvirkara, gerist líklega það sama og í Bandar. -- að skattalækkanir fara ekki í fjárfestingar, heldur teknar sem auknar arðgreiðslur.

  • Rétt að benda á, að 10 áratugur var áratugur endurtekinna eyðslupakka af ríkissjóð Japans -- hann leiddi sannarlega til góðs vegakerfis; en einnig um 300% ríkisskulda.
    --Hagvöxtur liðlangan áratuginn var ca. heilt yfir jafnt og núll.

Hvað ætlar Ítalía að gera þegar skuldirnar toppa 300% -- og enn er atvinnulíf óskilvirkt?
Ekki það að N-Evrópa muni heimila Ítalíu að keyra Evruna inn í þennan farveg!

 

Niðurstaða

Efnahagslegur pópúlismi sem sagt í boði 5-Stjörnu-hreyfingarinnar. Mig grunar að Di Maio hafi aldrei kynnt sér 10. áratug Japans. 32 ára í dag, hann hefur einungis verið krakki. Ég stórfellt efa að auki, hann hafi kynnt sér hvað raunverulega gerðist í tíð Reagans - m.ö.o. þegar hallinn fór í mikla aukningu og skuldirnar hratt fóru að vaxa; sá Reagan að sér - fór smá saman að hækka skatta, með því að búa til nýja í stað þeirra er hann lækkaði. Eða hvernig eyðslustefna George W. Bush einnig hækkaði skuldir bandaríska ríkisins - en skilaði síðan kreppuhruni fyrir rest. Það er nefnilega einmitt langsamlega líklegasta útkoman, að með því að keyra á "economic stimulus" á "stimulus" ofan, þá hækki verðbólga það mikið í Bandaríkjunum fyrir bragðið, að vextir á enda -- kirkji atvinnulífið, samtímis verðbólga eyðir upp tekju-aukningu almennings; einungis spurning hvoru megin 2020 það fellur.
--Obama lenti í því, að fá kreppu-upphaf rétt er hann var ný orðinn forseti.
--Trump gæti m.ö.o. rétt sloppið fyrir horn - hugsanlega, ef Repúblikanar leyfa honum að sífellt að keyra inn nýja og nýja "stimulus" pakka.
En ef þeir heimiluðu honum það, mundi aukning skulda Bandar. verða rosaleg.
Trump auðvitað í kosningabaráttu 2016 talaði nokkrum sinnum um að endursemja um skuldir Bandaríkjann -- á seinna kjörtímabili, ef það verður, gæti komið að því :) :)

En á endanum mundi slík stefna óhjákvæmilega leiða hagkerfið í kreppu. Og auðvitað þá mundu skuldirnar vaxa ennþá hraðar þegar fjarar undan tekjum ríkisins af veltusköttum.
--Þetta gæti haft áhugaverð áhrif á stöðu dollars í heiminum, þess slags stefna.
--Og ef Trump færi að standa við gamla loforðið um að endursemja um lán, þá mundi hann rústa tiltrú þeirri er hefur alltaf verið á bandarískum ríkisbréfum.
Það gæti auðvitað haft áhugaverð áhrif á framtíðarvilja heimsins að taka við þeim.

  • Ég sé ekki fyrir mér N-Evrópu heimila Ítalíu -- að gera Evruna að, stærri líru.

Ítalía var alltaf "boom/bust" hagkerfi á árum áður.

 

Kv.


Ef Ítalía hrekst úr evrunni - er sennilega hægt að tryggja áframhald evrunnar og fjármálakerfis ESB þrátt fyrir það áfall!

Margir gera ráð fyrir því nokkurn veginn sjálfkrafa að vegna umfangs skulda Ítalíu - gildi það fornkveðna að ef þú skuldar nægilega mikið sé bankinn í vanda, frekar en þú - en kannski er líkingin ekki alfarið rétt.
--Ég hef verið að velta þessu fyrir mér um skeið, er eiginlega farinn að hallast að því, að líklega getur evran og fjármálakerfi ESB tekið þann storm.
Ef þetta er rétt þá gæti Matteo Salvini haft veikari samningsstöðu en hann heldur!

Italy Doubles Down on Threat to Euro Stability

 

Nú skulum við ímynda okkur hvernig leikurinn gæti spilast út frá sjónarhóli ESB!

ESB hefur formlega hafnað fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Ítalíu - en það virðist fyrirfram ljóst, að ríkisstjórn Ítalíu muni hundsa þær gagnaðgerðir sem verður líklega beitt. En Framkvæmdastjórn ESB hefur rétt til að sekta ítalska ríkið, sem aldrei hefur áður gerst.
--Eins og allt innan ESB tekur stjórnkerfið langan tíma að koma sér að verki, slíka ákvörðun yrði að taka á fundum sem ráðherrar úr ríkisstjórn Ítalíu mundu sitja - og líklega getur Ítalía treyst á stuðning ráðherra frá Póllandi og Ungverjalandi.
--Salvini mun sjálfsögðu spila málið sem einhvers konar rangláta árás kerfisins eða kerfiselítunnar á Ítalíu.
Segjum ítalska ríkið greiddi ekki sektina, einfaldlega hundsaði þá aðgerð - gæti Framkvæmdastjórnin kært ítalska ríkið fyrir svokölluðum Evrópudómstól, þar mundi ítalska ríkið án vafa tapa málinu -- en það ferli mundi einnig taka tíma.
Og aftur mundi Salvini örugglega spila málið pólitískt sem enn eina árás svokallaðrar kerfiselítu.

  1. Þetta er á hinn bóginn ekki hvað mestu máli skiptir, heldur hvað gerist á skuldabréfamörkuðum -- m.ö.o. vextir á ríkisbréf Ítalíu.
    --Í dag eru þeir ekkert rosalega háir en hækkandi.
  2. Það sem hægt væri að gera -- til þess að auka verulega mikið þrýstinginn á Ítalíu, væri.
    --Ef fjármálakerfið utan Ítalíu, mundi selja sem mest af sínum ítölsku ríkisbréfum.
  3. Það mundi leiða til þess að vaxtakrafan á ríkisbréf Ítalíu mundi hækka hratt.
  4. Rétt að benda á að Seðlabanki Evrópu - hættir að kaupa ríkisbréf fyrir prentaðar evrur við lok þessa árs.
    --Seðlabanki Evrópu ætlar þó fyrst um sinn, að kaupa ný bréf í stað ríkisbréfa í sinni eigu sem renna út - sem ætti að viðhalda nokkrum stuðningi við aðildarlönd sem glíma við verulegan skuldavanda.
    --Þetta þíði samt, að stuðpúðinn sem hefur verið til staðar, verður minni.
  5. Gefum okkur að ríkisstjórn Ítalíu haldi til streitu stefnu um verulega aukinn ríkishalla - sem þíðir viðbótar skuldasöfnun.
    --Þá mun ítalska ríkið klárlega þurfa að treysta á sölu bréfa á markaði, nú þegar prentunarprógramm "ECB" er að renna út.

Það er þess vegna sem það gæti verið svo öflugt - að hvetja banka til að setja ítölsk bréf á markað. Því við það, mundi kostnaður ítalska ríkisins af hallarekstrinum -- vaxa og það hratt.

Auðvitað þíddi það að spenna um stöðu evrunnar samtímis mundi vaxa á ný.

  • Málið er að "ECB" getur brugðist við með svokölluðu "OMT" sem er prentunar-aðgerð sem Mario Draghi bjó til - sem valkost, þó hún hafi aldrei verið framkvæmd.
  • Punkturinn með "OMT" að einungis ríki sem fylgja reglunum - fá að taka þátt.

--Þá væri Ítalía sjálfkrafa útilokuð, meðan Salvini hundsar vísvitandi reglur ESB.

  1. Með virkjun "OMT" getur seðlabankinn haldið öllum hinum löndunum á floti.
  2. Meðan að bréf Ítalíu hækka - hækka - hækka enn meir.

--Til viðbótar þyrfti "ECB" skv. heimild aðildarríkja, að virkja heimild til stuðnings við bankakerfi ESB, ef á mundi þurfa að halda.

  • Ef það væri gert samtímis, gæti "ECB" tryggt það, að fjármálakerfi ESB fari ekki á hliðina, þó stefndi hratt í ríkisþrot Ítalíu.

 

Þarna er ég að ímynda mér ESB spila "hardball"

Það er alveg unnt að taka skref í viðbót -- en í reynd þyrfti ESB ekki að gera mikið meira en að bíða!

  1. En um leið og bréf ítalska ríkisins eru ekki lengur markaðshæf skv. mati helstu lánshæfisfyrirtækja - þá mundi virkjast regla hjá flestum sjóðum á alþjóðamarkaði er eiga ríkisbréf Ítalíu.
    --Þannig að þá hæfist brunaútsala bréfa Ítalíu - ef þeir aðilar voru ekki áður farnir að selja, meðan að þeir gátu enn fengið ívið meira fyrir þau.
  2. Á sama tíma, má "ECB" lagatæknilega ekki lengur -- þyggja ríkisbréf Ítalíu sem veð.
    --Þetta reyndar hundsaði "ECB" á sínum tíma í tilviki Grikklands - en þó ekki fyrr en samþykki ríkisstjórnar Grikklands lá fyrir að fylgja svokölluðu björgunarprógrammi.
  3. Rétt þó að ryfja upp, að um hríð lokaði "ECB" alfarið á Grikkland.
    --Ef einhver man eftir, þá lenti Grikkland um tíma í því, að allar bankastofnanir voru lokaðar í nokkrar vikur - því þær gátu ekki fengið lausafjárlán frá "ECB."
    --Ef einhver man eftir, skammtaði gríska ríkið fé til almennings -- með þeim hætti að fólk hafði takmarkaða úttektarheimild per dag úr hraðbanka.
    --Það voru þá alltaf mjög langar biðraðir við hraðbanka, og gekk mikið á að tryggja að í þeim væru peningar.
    **Á meðan, voru debit- og kredidkort grikkja - óvirk.
  4. Þetta gæti allt endurtekið sig á Ítalíu.
    --En "ECB" væri ólíklegur til að veita ítölskum bönkum neyðar-lausafjárlán með sambærilegum hætti, gegn ítölskum ríkisbréfum -- svo lengi sem ríkisstjórn Ítalíu leggur ekki niður skott.

Það sem ég er að segja - er að mér virðist þegar Mario Draghi bjó til "OMT" seinni part árs 2012 -- þá hefur "ECB" þar með nægilega öflugt tæki til að halda öðrum ríkjum á floti.

Þá stendur einungis eftir með bankakerfið, en það mundi geta reddast með því, að samþykkt verði að veita stöðug lausafjárlán til banka hinna landanna - gegn ríkisbréfum.

  • Það ætti að duga til þess að hindra að panik ástand víkki út fyrir Ítalíu.

Þegar það væri sæmilega tryggt -- mundi ESB ekki þurfa að gera neitt annað en að, bíða.
Markaðir mundu sjá alfarið um að herða ólarnar statt og stöðugt að Ítalíu.

  1. Það virðist vera að ca. 60% Ítala styðji aðgerðir ríkisstjórnar Ítalíu nú.
  2. En segjum að Ítalir hafi ekki haft aðgengi að sínum bankareikningum í a.m.k. mánuð - kortin þeirra hafi svo lengi verið óvirk, þeir þurfi að standa í löngum biðröðum dag hvern til að fá peninga fyrir lágmarks dagsþörfum.

--Veruleg persónuleg óþægindi af slíku tagi, gætu breytt afstöðu margra.
--Ég er ekki að meina þetta sem sérdeilis ósennilega útkomu.

Við sáum þetta allt gerast í tilviki Grikklands.
Þannig að ég er að tala um -- Grikkland taka 2 ca. bout.

  • Ég er að segja, mig sterklega grunar að ríkisstjórn Ítalíu eigi ekki raunhæfan möguleika á að vinna þennan leik.

 

Ímyndum okkur Ítalíu fara alla leið í formlegt ríkisþrot!

Á þeim punkti væri brunasala bréfa Ítalíu búin að fara fram -- verð bréfa landsins löngu komin djúpt í ruslflokks verð.

Rétt að benda á, ca. helmingur skulda Ítalíu er í eigu innlendra aðila.
--Það eru bankar, en einnig lífeyrissjóðir.
Að ríkisbréf Ítalíu verða einskis virði, væri þar með verulegt högg fyrir eiginfjárstöðu ítalskra banka - sem og verulegt högg fyrir fjölda ítalskra lífeyrissjóða.

Ef landið þá endurreisir líruna - yrði mögulegt að láta bankana starfa innanlands, en sparifé landsmanna yrði afar verðlítið - því yrði án vafa skipt yfir í nýja líru, er mundi falla djúpt.

Kjaraskerðing yrði þá samtímis afar djúp. Ítölsk fyrirtæki gætu ekki fengið fyrirgreiðslu erlendis frá - það væri útilokað. Fyrir utan einhver stór risafyrirtæki er starfa í fjölda landa, svo fremi að a.m.k. helmingur andvirði starfsemi þeirra er utan Ítalíu.

Ég reikna með því að neysla mundi minnka mjög mikið - við það verða umtalsverð atvinnuleysisbylgja.
En á meðan landið væri gjaldþrota, væri nær ómögulegt að fá erlenda fjárfestingu; og í það mikilli óvissu mundi ítölsk fyrirtæki líklega sjálf halda að sér hendi.

Það væri engin sjáanleg snögg lausn þar um!
Þannig að Salvini gæti setið með langt yfir 20% atvinnuleysi kannski 30% + mjög djúpa kjaraskerðingu almennings + eyðingu andvirðis megnis sparifjár landsmanna.

  • Ég efa að Salvini mundi geta spilað slík ragnarrök sér til vinsælda.
  1. M.ö.o. er ég að segja, að það hljóti að vera mjög verulegt "bluff" í hegðan ríkisstjórnar Ítalíu -- mig grunar að hún hafi það mikla fyrirlitningu á þeim sem starfa fyrir ESB, að þeir hugsanlega vanmeti hættuna á að ESB spili málið fram með fyllstu hörku.
  2. Þannig að mér virðist að ESB gæti einfaldlega kallað "bluff" Salvini - með því að mæta hegðan ítalska ríkisins með fyllstu hörku.
    --Spila leikinn þess vegna alla leið í ríkisþrot Ítalíu.
    --Láta það vera Salvini sem bakkar.

Salvini hefur ekki talað um að yfirgefa evruna. Ef maður gefur sér að hann hafi slíkt raunverulega ekki í huga.
--Þá rökrétt bakkar hann eins og Alexis Tsiprast gerði 2012.
--Það var einfaldlega snúið harkalega upp á hendina á honum, mér virðist að ESB geti einfaldlega endurtekið leikinn með svipuðum hætti.

 

Niðurstaða

Ég held að ég sé ekki að tala út í bláinn. Bendi á að ég fylgdist mjög náið með evrukrísunni - menn geta bakkað þessu bloggi til 2012 til að sjá að svo var. Þannig að ég veit hvernig ESB á endanum brást við. Hvaða tæki ESB bjó til sér til varnar. Og hvernig ESB á endanum fór að því að snúa Alexis Tsiprast algerlega niður.

Ég er að segja, að ef ESB notar þau tæki er búin voru til undir lok sumars 2012.
Þá geti ESB varist Ítalíukrísu - síðan endurtekið Grikkland á Ítalíu.
Farið með Matteo Salvini alveg nákvæmlega eins og Alexis Tsipras.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband