Bloggfærslur mánaðarins, mars 2017

Tveir bandarískir öldungadeildar-þingmenn formlega óska eftir svari frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, hvort að þaðan var óskað eftir heimild til að hlera síma Donalds Trump

Þingmennirnir eru: Lindsey Graham fyrir Repúblikana, og Sheldon Whitehouse fyrir Demókrata.
--Þetta er áhugaverð tilraun af þeirra hálfu, en eins og hér á Íslandi; geta þingmenn formlega óskað eftir svari frá einstökum ráðuneytum - og eins og hér gildir, þarf ráðuneytið að svara fyrirspurninni.

Ef ráðuneytið svarar ekki --> Getur þingið krafist svars.

U.S. senators ask government for evidence Obama wiretapped Trump

  1. "We request that the Department of Justice provide us copies of any warrant applications and court orders...related to wiretaps of President Trump, the Trump campaign, or Trump Tower.”
  2. "We would take any abuse of wiretapping authorities for political purposes very seriously."
  3. "We would be equally alarmed to learn that a court found enough evidence of criminal activity or contact with a foreign power to legally authorize a wiretap of President Trump, the Trump campaign, or Trump Tower.”
  • "On Tuesday, House Intelligence Committee Chairman Devin Nunes told reporters his panel would consider issuing subpoenas if information being sought on Russia's possible role influencing the election was not forthcoming."

 

Eins og þarna kemur fram, óska þeir -- fullrar afhjúpunar af hálfu ráðuneytisins!

  1. Segjum, að svarið sé - já; að ráðuneytið hafi óskað eftir heimildum til að hlera Trump, og eins og til eru fullyrðingar um - fengið þær heimildir fyrir rest, þ.e. í annarri tilraun til að óska eftir þeim.
    --> Þá mundu þeir fara fram á full svör um það, með hvaða rökum!
    Eins og þeir segja, að ef svar ráðuneytisins - sé að ráðuneytið hafi gögn til umráða, um meint "plott" Trumps við Pútín.
    --Að þá væru þeir langt í frá ánægðir með Trump ef slík gögn mundu koma fram í dagsljósið.
  2. Tæknilega væri annar möguleiki sá, að -- eins og andstæðingar Obama fullyrða gjarnan á netinu; að slík beiðni hafi komið fram frá ráðuneytinu.
    --> En verið af pólitískum rótum sprottinn --> Það væri auðvitað, eins og Trump hélt sjálfur fram - sprengiefni á skala Watergate.
    Hinn bóginn, eiga stjórnvöld ekki að geta fengið slíka heimild -- nema með rökstuðningi sem dómari sem fjallar um veitingu slíkrar heimildar -- þurfi að samþykkja og á að gera svo á faglegum grunni.
    --Ef við gerum ráð fyrir að það sé ekki rétt, að bandar. dómarastétt sé meira eða minna full af aðilum er taka pólit. í stað faglegra ákvarðana -- ætti þessi möguleiki ekki að vera raunhæfur, að slík veiting geti hafa verið af pólit. rótum sprottin.
  3. Síðan er það auðvitað -- sem manni virðist sennilegast, að svarið sé -- Nei!
    Að það hafi ekki á sl. ári óskað eftir heimild til að hlera símtöl Donalds Trump.

Svar 3: Mundi auðvitað sýna fram á að Trump hafi verið að bulla!
--Eðlilega mundi það snarlega minnka hans trúverðugleika, sérstaklega sem það væri ekki í fyrsta sinn sem hann hafi bullað.

Svar 1: Væri þó hálfu verra fyrir Trump - þ.e. að ef ráðuneytið á sl. ári hafði rökstudda ástæðu til að óska eftir hlerunarheimild, og dómari hafi veitt slíka heimild - vegna þess að rökstuðningur fyrir þörf hafi verið fullnægjandi - studdur af gögnum sem ráðuneytið geti afhent þingmönnunum tveim!
--Þessi útkoma mundi setja Trump á verulega hálan ís!

  • En plott milli Trumps og Pútíns, ef sýnt væri fram á að það hefði raunverulega verið í gangi - fyrir kosningar; þá væri Trump þar með í mjög alvarlegum málum - gagnvart bandarískum lögum.
    --En ég er að vísa til laga um landráð.

Ég á reyndar ekki von á þeirri útkomu --> Svar 3: sé sennilegast grunar mig!
--Að Trump verði gripinn með allt niður um sig, varðandi að vera staðinn að bulli!

Það mundi auðvitað stórfellt skaða hans trúverðugleika, að ef hann væri staðinn að því að setja svo óskaplega alvarlegar ásakanir fram - sem reyndust staðhæfulausar með öllu!
--En hættan fyrir hann er einfaldlega sú, að margir hætti að taka mark á karlinum.

Það er auðvitað slæmt fyrir forseta, að henda frá sér trúverðugleikanum svo gersamlega nánast strax í upphafi þess.
--Ekki gott veganesti fyrir framhaldið hjá honum!

 

Niðurstaða

Á þessari stundu getum við ekki vitað hver svör Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna verða. En þar sem ráðuneytinu ber að svara -- þá væntanlega kemur það fljótlega í ljós hið sanna í málinu varðandi ásakanir Trumps í þá átt að ráðuneytið á sl. ári hafi óskað eftir hlerunarheimild.

Þ.e. sannarlega möguleiki að Trump hafi gert sjálfum sér, bjarnargreiða - ef ásakanirnar væru sannar þ.e. raunverulega, en í stað þess að um póltískt athæfi hafi verið að ræða; hafi ráðuneytið haft málefnalegar ástæður og gögn þeim til stuðnings - sem hafi verið af hverju ráðuneytið hafi -ef ásakanir væru réttar- fengið þá heimild frá dómara fyrir rest.
--Það væri töluvert kaldhæðin útkoma, því slík útkoma mundi setja Trump í mjög alvarlega stöðu gagnvart bandarískum lögum.

Þá væri sannarlega a.m.k. Watergate skala hneyksli til staðar!
--Eiginlega gott betur en það!

 

Kv.


Mér finnst það ekkert sjokkerandi að CIA ráði yfir hugbúnaði til að hakka sig inn á tölvur og síma með Android og Apple stýrikerfum

Ég held að það liggi í sjálfu hlutverki öryggis stofnana, hafandi í huga gríðarlega útbreiðslu tækja er nota Android eða Apple stýrikerfi -- að þær leitist til við að þróa leiðir til að brjótast inn í tæki með slík stýrikerfi.
--Að sjálfsögðu mótmælir þessu, hver sá sem - er talsmaður ótakmarkaðs einstaklingsfrelsis.

  1. En hryðjuverkamenn og glæpamenn, nota einnig síma og flatskjái.
  2. Ekki bara venjulegt fólk í friðsamlegum og löglegum erindagerðum.

Hafandi í huga að CIA - MI6 - FSB og aðrar sambærilegar stofnanir.
Hafa það hlutverk - að gæta öryggis sinna borgara.

Gagnvart hvort tveggja í senn, aðgerðum utanaðkomandi landa og alþjóðlegra hryðjuverkahópa.
--Þá held ég að það sé fullkomlega rökrétt, að slíkar stofnanir komi sér upp tækjum, til að brjótast inn í Android og Apple tæki.

  • M.ö.o. er ég að segja -- að þetta sé réttlætanlegt!

Það mundi koma mér mjög á óvart, ef FSB eða rússn. leyniþjónustan, hefur ekki komið sér upp sambærilegum hugbúnaði!

WikiLeaks says it has secret CIA hacking tools

WikiLeaks claims to reveal CIA cyber espionage methods

 

Það sem vekur forvitni, er hvernig WikiLeaks komst yfir þetta!

En á sl. ári, lak WikiLeaks gögnum sem virðast hafa komið frá -- rússneskum njósnurum, þ.e. gögnum frá því sem virðist hafa verið rússn. hakkaðgerð á tölvur Demókrataflokksins og tölvu í eigu Hillary Clinton.

Mig grunar sterklega -- að Assange sé svo "anti American" í hugsun, þ.e. líti Bandaríkin höfuðóvin.
--Að hann sé til í að taka á móti gögnum, frá öðrum leynistofnunum.

En slík gagna-afhending, þegar hún á sér stað, er að sjálfsögðu þá gerð til að þjóna markmiðum þess erlenda ríkis er á í hlut.

  1. Möguleikarnir virðast vera -- að starfsmaður CIA hafi vísvitandi lekið.
  2. Eða að erlend njósnastofnun, hafi náð þessum gögnum -- með háþróuðum njósna-aðferðum, til þess að koma CIA í bobba --> Tilgangurinn m.ö.o. að leka afriti af gögnunum.

--En mér virðist það sannarlega geta þjónað markmiðum -- ónefndrar annarrar njósnastofnunar.
Að láta CIA - líta illa út!

  • En takið eftir því, að svona "controversy" á aldrei eftir að rísa í tengslum við FSB-því Rússland er einræðisríki þ.s. fjölmiðlar eru annaðhvort í eigu ríkisins eða einkaaðila sem eru nánir samstarfsaðilar stjórnvalda Rússlands.

Á vesturlöndum er unnt á hinn bóginn -- að leka gögnum í fjölmiðla, í trausti þess að það verði birt.
--Þannig stöku sinnum spila aðilar eins og Rússland, með vestræna fjölmiðla a.m.k. stöku sinnum.
--Tilgangur að sjálfsögðu einnig, að spila með almenningsálir á Vesturlöndum!
--Með því að styrkja eða skapa neikvæðan stimplun á njósnastofnunum þeirra landa!

Mig grunar m.ö.o. að Assange, sé orðinn svo neikvæður út í sitt heimaland, að hann sé farinn að heimila að WikiLeaks sé notað sem tæki -- á vegum njósnastofnunar lands sem er óvinveitt Bandaríkjunum.

 

Niðurstaða

Ég óska eftir því að fólk íhugi það, að ef njósnastofnanir eiga að geta fylgst með athöfnum hryðjuverkamanna t.d. - sem nota nútíma tækni, eins og við öll hin.
Þurfa þær stofnanir að geta brotist inn í þau tæki sem hryðjuverkamenn nota, sem eru að sjálfsögðu sambærileg tæki við þau sem -- venjulegt fólk notar til boðskipta og samskipta sín á milli.

Að sjálfsögðu er unnt að nota sömu tækni til innbrota í tæki í eigu almennra einstaklinga.
En þar um verði ekki - sleppt og haldið.
Það verði alltaf þannig - að ef njósnastofnun getur njósnað um hættulega aðila, þá getur hún einnig njósnað um sérhvern annan - ef því er að skipta.
Þ.e. að sjálfstöðu alltaf ákveðin áhætta að hafa þjálfaða njósnara fyrir þjóðfélög.
En langsamlega flest lönd heims, telja sig þó þurfa á þeim að halda.
Meira að segja Danmörk hefur leyniþjónustu.

 

Kv.


Dauði 6 rússneskra dyplómata í 5-löndum sl. 4 mánuði vekur spurningar

Það er að sjálfsögðu freystandi að sjá í þessu - samsæri! En tímalínan er eftirfarandi, þ.e. þann: 8. nóv. 2016, 19. des 2016, 26. des 2016, 9. janúar 2017, 27. janúar 2017 og 20. febrúar 2017.
--Tveir af þessum mönnum voru skotnir!
--Restin er öll sögð hafa látist af - hjartaslagi!

Unexpected deaths of six Russian diplomats in four months triggers conspiracy theories

The Strange Case Of The Russian Diplomat Who Got His Head Smashed In On Election Day

Russian Diplomats Are Dropping Dead, And Conspiracies Rise In Their Place

v-churkin-getty.jpg

Russian Ambassador to the UN Vitaly Churkin died unexpectedly in New York AFP/Getty Images

 

Spurning hvað er í gangi - ef eitthvað?

  1. Sergei Krivov, 63 ára, rússneskur dyplómat -- fannst látinn að morgni kjördags þann 8. nóv. sl. í bandarísku forsetakosningunum á gólfi rússneska konsúlatsins í NewYork - sagður skv. fréttum hafa haft höfuðmeiðsl, en skv. opinberum skýringum frá Rússlandi - sagður látinn af hjartaáfalli.
  2. Andrei Karlov, 62 ára, sendiherra Tyrklands var myrtur þann 19. des. sl. í skotárás í Tyrklandi.
  3. Oleg Erovinkin, 61 ára, fanns látinn í Lexus bifreið sinni í Moskvu borg þann 26. des. sl. Hann er sagður hafa látist af hjartaslagi -- áður meðlimur KGB, og áður aðstoðarmaður Igor Sechin. Sagður hafa aðstoðað breskan fyrrum njósnara, við söfnun gagna um Donald Trump - sem komu fram í fjölmiðlum á sl. ári.
  4. Rússneski konsúllinn í Aþenu, Andrei Malanin, 55 ára - fannst látinn í íbúð sinni þann 9. jan. sl., dauðinn sagður vegna hjartaslags.
  5. Sendiherra Rússlands í Indlandi, Alexander Kadakin, 67, lést þann 37. jan. eftir skammvinn veikindi.
  6. Vitaly Churkin, sendiherra Rússlands hjá SÞ-lést að sögn af hjartaslagi þann 20. feb. sl.

Ekkert af þessu sannar nokkurn skapaðan hlut.
--Tæknilega getur þetta verið tilviljun - að þetta gerist á þetta tiltölulega skömmum tíma.

4-þessara manna eru sagðir látnir af hjartaslagi, þ.e. 8. nóv. sl., 26. des. sl., 9. jan. sl. og 20. feb. sl.

A.m.k. einhver þeirra dauðdaga virðist - grunsamlegur.

2-þeirra sem sannarlega voru skotnir, létust með vofeiflegum hætti óvéfengjanlega.
--Þeir dauðdagar geta algerlega verið ótengdir hinum dauðdögunum.

Að 4-látist af hjartaslagi á 4-mánuðum a.m.k. er áhugavert!
--En sosum ekkert meir hægt að segja um málið.

 

Niðurstaða

Margvíslegar kenningar ganga um netið, til útskýringar -- einni þeirra um meint bandarískt samsæri, hafna ég strax. En á móti mundi ég varpa upp þeirri spurningu, hvar látnir bandarískir dyplómatar eru? En ég tel það fullvíst, að Pútín hefði hefnt sín -- ef Bandaríkin væru að drepa rússn. erindreka.

Þannig að ef eitthvað dularfullt er í gangi, verði að mínu viti að útskýra það sennilega út frá einhverju rússnesku samhengi.

 

Kv.


Er sennilegt að Obama forseti hafi látið hlera síma Trumps og samstarfsmanna Trumps?

Krafa Trumps um sl. helgi, að ásökun af hans hálfu - sem hann hefur ekki fært neinar sönnur fyrir né rökstutt sérstaklega - að Obama forseti hafi látið hlera persónulegan síma hans - að sú ásökun verði rannsökuð af bandaríska þinginu.
--Samtímis og bandaríska þingið, rannsaki ásakanir á samstarfsmenn Trumps - í tengslum við samskipti þeirra og sendiherra Rússlands.

Hefur sannarlega hreyft við umræðunni innan Bandaríkjanna.
--Eins og vanalega, fer afstaðan fullkomlega eftir pólitískum línum!

  • Sjálfsagt grunar einhverja!
    --Að Trump sé einfaldlega að, gera tilraun til að færa umræðuna, frá umræðu um ásakanir á hans samstarfsmenn!

Trump: “How low has President Obama gone to tapp my phones during the very sacred election process. This is Nixon/Watergate. Bad (or sick) guy!

White House asks Congress to probe if Obama ordered wiretap

Trump wiretap claim shot down by former intelligence chief

File photo: U.S. President Barack Obama (R) greets President-elect Donald Trump at inauguration ceremonies swearing in Trump as president on the West front of the U.S. Capitol in Washington, U.S., January 20, 2017. REUTERS/Carlos Barria

Mér hefur aldrei fundist það grunsamlegt, hið minnsta; að samskipti samstarfsmanna Trumps við Sergey Kislyak sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum - komust í hámæli!

  1. En einhverjum bandarískum hægri mönnum, finnst þetta benda til þess að -- ásakanir sem hafa undanfarið verið háværar á netinu - séu sannar, og Trump grípur nú á lofti --> Að Obama hafi látið hlera síma samstarfsmanna Trumps, jafnvel Trumps sjálfs!
    --Ég hef jafnvel séð ummæli á þann veg --> Að þetta væri hinn eiginlegi skandall, að Obama að þeirra mati eða skoðun - hafi látið hlera þessa síma.
  2. Hinn bóginn - virðist mér þetta augljós misskilningur!
    --En ég bendi á, á móti - að rökrétt sé að ætla, að bandarískar leyniþjónustur.
    --Fylgist náið með samskiptum Sergey Kislyak!
    --Þannig að það hafi sennilega lengi verið standard, að hlera öll samskipti sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og einnig rússneskra starfsmanna þess sendiráðs.
  3. Ég geng að auki svo langt - að benda á, að líklega sé "naive" eða einfeldningslegt, að ætla að símar Sergey Kislyak og annarrs rússn. starfsmanna sendiráðs Rússlands, séu ekki hleraðir.
  • M.ö.o. orðum, þurfi ekkert annað hafa gerst - en það, að þegar samstarfsmenn Trump höfðu símaasamkipti við Sergey Kislyak.
    --Hafi þau samtöl sjálfkrafa verið hleruð, og þar með lent í höndum leynistofnana Bandaríkjanna.
    --Vegna þess, að sennilega samfellt sl. áratugi <--> Hafi öll samskipti rússn. sendiráðsins, og rússn. starfsmanna þess --> Alltaf verið hleraðir.
    --Þ.e. samfellt sennilega í gegnum allt Kalda-stríðið.
    --Og örugglega áfram, eftir að Kalda-stríðinu formlega var lokið.

Því að sjálfsögðu í tíð Obama - sem og í tíð allra forseta Bandaríkjanna, líklega alla tíð til baka til -- Harry Truman, a.m.k. síðan í tíð - Eisenhower, er Kalt-stríð virkilega var komið á flugferð.

M.ö.o. stórfellt efa ég að símar Trumps - eða samstarfsmanna hans, hafi með verið hleraðir sérstaklega.

Þeir hafi einfaldlega lent í því - að þegar þeir hringdu í Sergey Kislyak, þá líklega lentu þau samskipti - á standard hlerunar-aðgerð bandarískra leynistofnana, á sendiherra og sendiráð Rússlands innan Bandaríkjanna!

--M.ö.o. er ég að segja, að það hafi líklega verið -- einstaklega heimskulegt, af Trump og samstarfsmönnum, að eiga samskipti í gegnum síma, við - Sergey Kislyak.
--M.ö.o. að þeir geti sjálfum sé um kennt, að hafa verið svo einfaldir, að hafa ekki áttað sig á því að þegar þeir höfðu símasamskipti við Sergey Kislyak - að þá mundu þau samskipti að sjálfsögðu berast til starfsmanna bandarískra leynistofnana - er væru stöðugt að hlera samskipti rússneska sendiráðsins og sendiherra Rússlands - við 3. aðila.

Þeir séu þar með að súpa biturt seyði af eigin heimsku, eða einfeldni.
--Ég eiginlega botna alls ekki í því, að þeim hafi dottið í hug að hafa bein símasamskipti við, Sergey Kislyak.
--Eiginlega er það sem ég hugsa, hreinlega þetta -- hvílík fífl!

 

Niðurstaða

Mín afstaða er m.ö.o. sú, að það sé engin þörf fyrir þá kenningu - að símar Trumps og samstarfsmanna hans, hafi sennilega verið hleraðir. Það er, ef sú kenning, á að útskýra það - af hverju samskipti samstarfsmanna Trumps við Sergey Kislyak - bárust til bandarískra leynistofnana!
--Þar sem ég tel það yfirgnæfandi sennilegt, að öll fjarskipti og símasamskipti Sendiherra Rússlands og rússn. starfsmanna sendiráðs Rússlands innan Bandaríkjanna.
--Séu einfaldlega - alltaf hleruð!

Þannig hafi það líklega verið, alla tíð a.m.k. frá forsetatíð Eisinhovers og kannski jafnvel frá tíð Harry Trumans -- örugglega hafi slíkar hleranir haldið áfram fram á þennan dag, þó svokölluðu Köldu-stríði hafi formlega lokið 1993.
--Þannig að með því að hafa samskipti í gegnum síma við Sergey Kislyak sendiherra Rússlands innan Bandaríkjanna, þá hafi það verið þar með fullkomlega óhjákvæmileg afleiðing -- að leynistofnanir Bandaríkjanna komust á snoðir um samskipti samstarfsmanna Trumps við Sergey Kislyak.

  • Svarið sé einfalt -- ef þú vilt eiga leynisamskipti við sendiherra Rússlands -- ekki ræða við hann í gegnum síma. Eiginlega, aldrei!

Það þurfi ekki að hlera sérstaklega -- símann sem hringir.
Með því að hlera síma Sergey Kislyak -- nái þeir öllu símtalinu.

  • M.ö.o. sé ég engin sérstök málefnaleg rök fyrir þeirri ásökun, að Obama hafi látið hlera síma samstarfsmanna Trumps, eða jafnvel Trumps sjálfs!

Það liggur þá á Trump sjálfum, að koma fram með gögn slíkum ásökunum til stuðnings.
En, leynistofnanir Bandaríkjanna - hafi að sjálfsögðu þau gögn sem þær stofnanir komust yfir, væntanlega með standard hlerunum á samskiptum Sergey Kislyaks við aðra.

 

Kv.


Ríkisstjórn Trumps - virðist vera að velta fyrir sér því að svipta a.m.k. tímabundið ólöglega innflytjendur börnum sínum!

Hugmyndin virðist þróast út frá - kröfu Trumps, að svokallað "catch and release" hætti þ.e. þegar í hlut eiga fjölskyldur sem eru að smygla sér ólöglega yfir landamærin, í ljósi dómsúrskurðar þess efnis að ekki megi halda börnum í varðhaldi nema í mjög skamman tíma, hafi þróast sú venja -- að sleppa lausum slíkum fjölskyldum eftir að viðkomandi hafa fengið í hendur, dagsetningu hvenær viðkomandi skal mæta fyrir dómi, sem geti verið nokkra hríð inn í framtíð.

  • Þar sem dómsúrskurðurinn, strangt til tekið, banni einungis að halda börnum í varðhaldi - en ekki foreldrum þeirra; hafi sú hugmynd vaknað - að í stað þess að sleppa fjölskyldunni sem heild, verði börnunum komið fyrir í fóstri a.m.k. á meðan!
  • Slík aðferð gæti þó orðið - umdeild!
    En mannréttindalögfræðingar, hafa strax mótmælt hugmyndinni.
    Og aðgerðasinnahópar, sem berjast fyrir málstað ólöglegra innflytjenda eru líklegir til þess, að láta reyna á það fyrir dómi - hvort slík aðferð væri lögleg.

Trump administration considering separating women, children at Mexico border

  1. "About 54,000 children and their guardians were apprehended between Oct. 1, 2016, and Jan. 31, 2017, more than double the number caught over the same time period a year earlier."
  2. "Holding mothers in prolonged detention could also strain government resources, said Randy Capps of the Migration Policy Institute, a Washington-based non-profit." - "“You are talking about a pretty rapid increase in the detention population if you are going to do this," Capps said. "The question is really how much detention can they afford.""

 

Þetta gæti verið góður punktur hjá Randy Capps!

  1. En ef aðgerðasinnar - aðstoða þessar fjölskyldur við málaferli, sem virðist ekki ósennilegt - þá gæti vel verið að málin dragist á langinn, meðan verið er að tæma alla möguleika til að áfrýgja.
    --Sama tíma, væru börnin væntanlega í fóstrinu eða í gæslu yfirvalda.
  2. Ef dæmigert mál tekur meira en ár, af þessa völdum -- gæti þetta orðið töluverður fjöldi sem yfirvöld væru með þessum hætti í varðhaldi, og umtalsverður fjöldi barna undir vernd - yfirvalda.
    --Þetta mundi að sjálfsögðu valda börnunum, angist - að vera tekin frá foreldrum og haldið hjá vandalausum eða jafnvel starfsfólki bandar. ríkisins.

Það virðist ljóst að harka yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur vaxið verulega.
--Þannig út af fyrir sig, er Trump að standa við loforð um aukna hörku.

Það má auk þessa reikna með því, að kjósendur hans mundu ekki verða gríðarlega uppteknir af réttindum þessara barna.
--Frekar fagna því, ef tekið er harkalegar á þessu fólki.

  1. Greinilega verða þarna mjög skörp skil í afstöðu.
  2. Eftir því sem eiga í hlut - þeir sem vilja loka sem mest á þennan ólöglega aðflutning fólks.
  3. Eða þeir, sem líta svo á, að þetta fólk ætti að fá að koma til Bandaríkjanna - höfða til langrar hefðar Bandaríkjanna sem - innflytjendasamfélag.

--Það geta risið hörð málaferli, þ.s. líklega má treysta því að áhugafólk um málefni flóttamanna, kæri aðgerðir stjórnvalda -- í tilraun til þess að fá þeim hnekkt fyrir dómstólum.

Að sjálfsögðu ekki fyrirfram unnt að gefa sér neitt um niðurstöðu dómstóla.
--En væntanlega, yrði leitast við að kæra slíka aðferð - á grundvelli barnaverndarlaga.

 

Niðurstaða

Sú aðferð að svipta a.m.k. ólöglega innflytjendur, tímabundið forræði yfir sínum börnum - væri a.m.k. bersýnilega harkaleg. Ef málin dragast á langinn fyrir dómstólum, vegna áfrýgjana. Þá gætu börnin verið í gæslu yfirvalda eða fósturforelda - um töluverða hríð. Að auki gæti þetta orðið umtalsverður fjöldi barna og fjölskylda.
--Þannig að það má sennilega algerlega treysta því, að dómstólar fái slíka aðgerð til umfjöllunar. Eftir að kærur fara að streyma inn!

Fljótt á litið virðist mér sennilega rétt, að börn sem fyrir slíku verða - verði fyrir tilfinningatjóni þ.e. sálarangist.
Þannig að það gæti reynst áhugavert prófmál, hvort slík aðferð mundi standast reglur laga um vernd barna og réttindi fjölskylda.

 

Kv.


Yfir saksóknari Bandaríkjanna - fær á sig þá gagnrýni að hafa logið til um samskipti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum

Skv. fréttum hefur Jeff Sessions sagt sig frá yfirumsjón með rannsókn á samskiptum samstarfsmanna Trumps forseta - við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum; seint á sl. ári.
En skv. því ámæli sem Jeff Sessions er nú undir, var hann einn þeirra sem viðhafði slík samskipti.
Hafði hann við yfirheyrslur í Öldungadeild Bandaríkjaþings, þó þverneitað að hafa haft slík samskipti.
Leiddi það til þess, að nokkur fjöldi þingmanna Repúblikana -- tók undir þá kröfu, að Jeff Sessions segði sig frá yfirumsjón með rannsókn á samskiptum hinum umræddu við sendiherra Rússlands, af hálfu samstarfsmanna Trumps.

Trump&#39;s attorney general, under fire, removes himself from campaign probes

Jeff Sessions recuses himself from Trump-Russia inquiries

 

Samskipti samstarfsmanna Trumps við - Sergey Kislyak, sæta rannsókn! Eins og áður hefur fram komið!

  1. Ég hef heyrt þá túlkun - að samstarfsmenn Trumps, hafi haft samskipti við fulltrúa fjölda ríkja; og það sé því ekkert við þetta að athuga.
  2. Hinn bóginn -- er það alltof einföld túlkun.
    --Því þ.e. langt í frá túlkað með sama hætti, að hafa samskipti af slíku tagi við sendimenn Rússlands -- eða t.d. sendimenn frá Japan eða S-Kóreu.
  • Punkturinn er sá - að þ.e. sjálfsagt að ræða við fulltrúa bandalagsríkja Bandaríkjanna.
  • En þ.e. ekki sjálfsagt - fyrir kosningar eða fyrir embættistöku kjörins forseta, áður en viðkomandi hefur nokkra formlega stöðu innan bandaríska stjórnkerfisins -- að standa í leynisamskiptum við, sendifulltrúa lands - sem hefur stöðu í Bandaríkjunum --> Andstæðings eða keppinauts.

Hvaða áhættu taka menn, með slíkum leynisamskiptum við Rússland?
Áður en þeir hafa til þess, lögformlegan rétt - sem fulltrúar bandaríkjastjórnar?
--Það flokkast í versta lagi undir viðurlög tengd ákvæðum um landráð!

  • Í Bandaríkunum, er dauðadómur við því sem flokkast undir landráð.

M.ö.o. taka menn óskaplega persónulega áhættu.
Með því að - sem prívat einstaklingar, án þess að hafa til þess nokkurn lögformlegan rétt - að ástunda leynisamskipti við - sendimenn erlends ríkis, sem ekki hefur stöðu bandalagsríkis Bandaríkjanna eða a.m.k. - ríkis sem Bandaríkin skilgreina sem, vinsamlegt.

  1. Þó ég hafi raunverulega ekki trú á - dauðadómi.
  2. Þá þíddi dómsniðurstaða í óhag - líklega fangelsi ævina á enda.

--Það þíðir, að ég álít þessa menn - nett snargeggjaða, að hafa staðið í þessu, fyrir kosningar - gildir eiginlega sama, fyrir embættistöku Trumps!
Nú, þegar þeir hafa lögformlega stöðu, þá er þeim slík samskipti heimil, ef þ.e. ákvörðun forseta!
En raunverulega ekki, er þeir voru einungis, prívat einstaklingar!

  1. Hinn bóginn, hefur aldrei formlega verið lögsótt skv. þeim lögum, sem banna slík samskipti prívat einstaklinga - yfirhöfuð.
  2. Hinn bóginn, ef það væri sýnt fram á, að þeir hafi verið að - að plotta með fulltrúum erlends ríkis, sem Bandaríkin flokka sem andstæðing eða keppinaut um völd og áhrif í heiminum.
    --Þá getur það komið til álita, sem - landráðssök!

Rannsókn FBI - er því virkilegt alvöru mál!

 

Niðurstaða

Það er eiginlega fullkomlega magnað, að slík rannsókn sé í gangi - yfir höfuð. Þá meina ég ekki, að FBI-sé farið út fyrir valdsvið sitt. Heldur að það sé magnað, að það sé tekið alvarlega, að aðilar nátengdir forseta Bandaríkjanna núverandi, og nú í mikilvægum embættum - hafi verið að ástunda fyrir kosningar eða fyrir embættistöku Trumps - ólögleg plott við fulltrúa ríkis -- sem skilgreint er í Bandaríkjunum sem óvinur eða andstæðingur Bandaríkjanna.

Svo alvarleg eru viðurlög við - landráði innan Bandaríkjanna.
Að mín prívat skoðun er, að það hafi verið fullkomlega galið af fylgisveinum Trumps.
Að hafa yfir höfuð haft - leynisamskipti við sendiherra Rússlands.
Er þeir höfðu einungis stöðu almennra borgara!

  • Hvort ákært verður fyrir landráð, fer þá miklu leiti eftir niðurstöðu rannsóknar FBI!
    --Ef einhver samstarfsmanna Trumps fengi á sig slíka formlega ákæru, mundi að sjálfsögðu hitna verulega undir Trump sjálfum!

Nú þegar Sessions, hefur sagt sig frá málinu.
Færi sú spurning fyrir, sérskipaðan - saksóknara! Þ.e. sérstakan saksóknara, skipaðan af þinginu.
--Svo tryggt væri að enginn tengdur Trump í nokkru, tæki afstöðu til slíkrar kæru, eftir að niðurstaða rannsóknar FBI mundi liggja fyrir!

 

Kv.


Vísindamenn sanna tilvist lífs á Jörðinni fyrir allt að 4,3 milljörðum ára - einungis 200 milljón árum eftir myndun Jarðar!

Um er að ræða berg úr bergmyndunum við Hudson-flóa í Kanada, sem er með elsta bergi sem fundist hefur á plánetunni - - en bergmyndarnirnar þarna við Hudson-flóa hafa verið aldursgreindar á aldrinum 3,8-4,3 ma.ára.
--Það þíðir að um er að ræða elstu sannaðar leyfar lífs.
--En fram að þessu, var elsta tilvikið sem telst sannað, úr bergi frá Grænlandi - um 3,7ma. ára.

  • En nú færist þetta aftur til, allt að 4,3ma. ára.

Canadian bacteria-like fossils called oldest evidence of life

Canadian fossils push back date of origins of life

Það sem er merkilegt við þetta: Timeline of the evolutionary history of life
--Er að fjölfrumu dýr birtast ekki fyrr en fyrir milli 800-1000 milljón árum.

  1. Það hefur þá tekið fyrsta lífið a.m.k. 3,3-3,5 milljarð ára, að þróa fyrstu lífverurnar með margar frumur, og vefja-skiptingu - frá einföldustu einfrumu gerlum.
  2. Nútíma maðurinn er kominn fram á sjónarsviðið milli fyrir 180-200þ. árum.

http://prod-upp-image-read.ft.com/2dcb8d3c-fe97-11e6-8d8e-a5e3738f9ae4

"A haematite filament enveloped by a fine irregular layer of nanoscopic haematite from vent deposits in the Nuvvuagittuq Supracrustal Belt in Québec, Canada is pictured in this undated handout photo obtained by Reuters March 1, 2017. Matthew Dodd/University College London/Handout via REUTERS"

Það sem þetta virðist sýna fram á - að lífs kviknar sennilega fremur auðveldlega!

En þróunin frá fyrstu frumstæðustu lífverunum -- tekur síðan ótrúlegan tíma, sbr:  Timeline of the evolutionary history of life.

  1. Í ótrúleg - 3,3 - 3,5 milljarð ára.
  2. Er lífið einungis - á einfrumu stigi.
  • Frumur með kjarna, og frumu-líffærum, koma fram fyrir ca. 1.800-2.000 millj. árum.
    --Sem sagt, tekur 2,4-2,6 milljarða ára fyrir einfaldar frumur án kjarna, að þróast í mun flóknari frumur með kjarna og frumu-líffærum.

Ef út í það er farið - fer þróun lífs á hraðferð frá og með fyrir 600-800 milljón árum.
--Þ.e. miðað við hve afar hæg þróunin virðist hafa verið á undan er lífið var á einfrumunga-stiginu.
Fyrir um 500 milljón árum, eru allar grunn fylkingar dýra fram komnar - þær sem enn eru til.

 

Ef maður hugsar til þess, hvernig lífs er líklega algengast í vetrarbrautinni okkar

  1. Þá sé líf sennilega algengt.
  2. En langsamlega algengast að það sé á - einfrumungs stigi.

--En hin lötur hæga þróun lífs mjög lengi framan af!
--Bendi sennilega til þess, að þau þróunarstig einfrumungs stigsins.
Hafi í reynd verið erfið og þess vegna tímafrek.

Það geti einnig þítt - að þróunin yfir í t.d. flóknar frumur sem virðast nauðsynlegar fyrir myndun flóknari lífs.
--En sú þróun virðist hafa tekið milli 2,4-2,6 milljarða ára.

Að sú þróun sé afar -iffy- þ.e. líf gæti verið fast víða á - gerla stigi.
Þ.e. án þess að flóknar frumur hafi þróast!

En ef sú þróun á sér stað -- gæti næstu stig verið mun greiðari!
--Það gæti verið stóri þröskuldurinn fyrir þróun lífsins í framhaldinu.
--Þ.e. þróunin úr einföldum gerli mestu án frumu-líffæra, og án kjarna.
Yfir í mun flóknari frumu með frumu líffærum af margvíslegu tagi, og kjarna!

  1. Síðan þegar við höfum flókið líf, virðist það þróast greiðlega yfir í dýrategundir.
  2. En hafandi í huga, að vitiborið líf hefur einungis -- einu sinni fram komið.
  • Geti það verið sterk vísbending þess - að sú loka þróun sé afar afar ólíkleg.

En ekkert sérstakt bendi til þess, að þróun dýra, hafi stefnt í átt til - viti borins lífs.
--En gjarnan setjum við sjálf okkur á tindinn.

 

Niðurstaða

Mér finnst þetta merkilegt - að nú nái sönnun tilvist lífs á Jörðinni, fram til allt að fyrir 4,3 milljörðum ára. Eða ca. 200 milljónum ára eftir að Jörðin varð til.
--Þetta virðast hafa verið efnatillífandi gerlar sem lifðu neðansjávar, við svokallaða stróka eða neðansjávar-hveri.
--M.ö.o. að þá er einnig sannað að höf voru á Jörðinni fyrir svo löngu síðan.

 

Kv.


Indland gæti risið sem framtíðarleiðtogi hins frjálsa heims!

Ég fylgist við og við með blogginu hans Martin Wolf: India faces another tryst with destiny.

Sjálfsagt þekkja einhverjir hver er hinn stóri munur á Kína eða Indlandi, annar en landfræðileg staðsetning eða að í löndunum tveim bý mjög mismunandi fólk.
--Auðvitað, að Indland er - lýðræðisríki.

  1. Indland er að sjálfsögðu langsamlega fjölmennasta lýðræðisland heims.
  2. Samtímis eftir nú áratugasögu samfellds lýðræðis - virðist það sannarlega traust í sessi.

--Síðan er það merkilega að gerast, að samtímis því að Bandaríkin undir Trump, eru að alvarlega íhuga að snúa til baka - frá viðskiptastefnu tímabilsins eftir Seinna-stríð, yfir í nýtt verndarstefnutímabil: Sem örugglega leiði til hnignunartímabils, ef af verður.
--Þá er Indland að stefna hraðbyri inn í hratt dýpkandi þátttöku í alþjóðaviðskiptum, fyrir utan að stjórnvöld á Indlandi í dag fylgja stefnu - vaxandi viðskiptafrelsis, fullkomlega þveröfugt við stefnu Trumps.
--Fyrir bragðið, þá kemur mér sá möguleiki til hugar, að Indland -ekki Bandarikin- séu framtíðarleiðtogi hins frjálsa heims!

http://www.mapsofindia.com/images2/india-map.jpg
Martin Wolf tæpir á nokkrum merkilegum staðreyndum um Indland!

  1. Skv. mannfjöldaspá verða Indverjar 1,7 milljarður manna 2050, er Kína verður 1,350 milljarðar að mannfjölda.
    --Árið 1950 voru Indverjar 376 milljónir.
    --En 1,3 milljarðar 2015.
  2. Þrátt fyrir þessa óskaplegu fjölgun, hefur meðal efnahagur hvers Indverja vaxið árlega um 4,5% frá 1947 er Indland fékk sjálfstæði.
    --Meðal Indverjinn í dag hefur 11% af tekjum meðal Bandaríkjamanns.
    --Hafði 5% af meðaltekjum Bandaríkjamanns við sjálfstæði landsins 1947.
  3. Ef Indland nær því að viðhalda til 2050 meðal rauntekju-aukningu meðal Indverjans í 4%.
    --Samtímis og rauntekju-aukning meðal Kínverjans væri 3%.
    --Rauntekju-aukning meðal Bandaríkjamannsins væri 1,5%.
  4. Þá yrðu meðaltekjur meðal Indverjans, 26% af tekjum meðal Bandaríkjamannsins, svipuð og staða meðal Kínverjans er í dag.
    --Tekjur meðal Kínverjans 40% af tekjum meðal Bandaríkjamannsins.
  5. Það þíddi - Kína væri stærsta hagkerfi heims - Indland það annað stærsta - Bandaríkin það þriðja stærsta; árið 2050.

Auðvitað þarf Indland að yfirstíga risavandamál í milli-tíðinni.
Misskipting auðs er gríðarleg, einnig milli svæða.
--Hinn bóginn hefur Kína glímt við sambærileg vandamál.

Síðan er menntun mjög misskipt innan Indlands - atriði sem Indland verður að bæta a.m.k. einhverju leiti úr, ef Indland ætlar í framtíðinni -- að viðhalda þessum dampi.
--Óþarfi að gefa sér að það geti ekki mögulega tekist.

  • Alþjóðleg viðskipti Indlands - séu nú sambærileg að hlutfalli við þjóðarframleiðslu, og alþjóðaviðskipti Kína -- segir Martin Wolf.
    --Sem segir, að indverska hagkerfið, sé orðið - opið.
  • Ríkiskerfið á Indlandi, sé ekki lengur - óeðlilega stórt í hlutfalli við einkahagkerfið.
    --Bersýnilega stórbætt staða við fyrri ár.
  • Umfang eyðslu ríkisins, sé nærri þeim slóðum sem eðlilegt sé talið miðað við lönd á sambærilegum stað í hagþróun.

--Modi, segir Wolf, hafi tekist að einfalda verulega reglukerfið þegar lýtur að því að stunda viðskipti á Indlandi -- m.ö.o. Modi sé að sinna því sem hann var kjörinn til.
--Það sé ekki lengur rétt, að indverska skrifræðið drekki þeim sem vilja stunda viðskipti í skriffinnsku.

  1. Miðað við Kína - hefur Indland mun yngri íbúa að meðaltali.
  2. Mannfjölgun er enn hröð - sem þíðir að Indland skortir ekki vinnandi hendur.
  • Það sé jákvætt fyrir hagvöxt - meðan Indlandi tekst að mynda ný störf.

Á síðastliðnu ári - var fyrsta árið þegar hagvöxtur á Indlandi var meiri en í Kína.
Það ástand gæti einfaldlega - viðhaldist!

Indland er að sjálfsögðu - langt á eftir Kína, í hagþróun.
En gjáin er ekki slík - að það sé algerlega óhugsandi að hún verði brúuð.

  1. Indland yrði þá stærsta hagkerfi heims - sem væri lýðræðisland.
    --Fyrir utan að vera þá - annað stærsta hagkerfi heims.
  2. Indland væri þá - risaveldi.
    --Staðan í heiminum væri þá að það væru 3-risaveldi, ef maður gefur sér að Bandaríkin haldi risaveldis stöðu sinni, sem alls ekki er algerlega víst.

En það er ekki neitt sérstaklega ósennilegt að hagvöxtur Indlands verði meiri en hagvöxtur Kína per ár nk. 10 ár a.m.k., því að Kína er komið að tilteknum bremsum.
--Ekki síst af völdum fólksfjöldaþróunar.

Staða Indlands hvað þá þætti varðar, sé mun hagstæðari.

 

Niðurstaða

Hröð upprisa Kína, hefur að því er virðist, skapað nýjan stuðning við þá hugmynd - að einræði virki. Meðan að þeir sem horfa til Kína, gjarnan hafa haft fremur - neikvæð viðhorf til Indlands.
--Gjarnan til viðbótar einnig til V-Evrópu og Bandaríkjanna jafnvel að auki.
**Hugmynd um meinta hnignun lýðræðislanda virðist hafa skotið einhverjum rótum.

En málið er, að það þarf ekki nema, einn áratug til að breyta þeirri sýn.
En ég man vel eftir tímabilum, þegar eitt virtist fullkomlega öruggt.
Einungis til þess, að allt önnur sýn blasti við - næsta áratug.

En Indland getur mjög líklega staðið fyrir a.m.k. heilum áratug með hraðari vöxt en Kína.
--Að loknum þeim áratug, yrði bilið milli Indlands og Kína - orðið töluvert smærra.

  • M.ö.o. Indland gæti orðið framtíðar leiðtogi lýðræðislanda í heiminum.

Sýn Indlands er náttúrulega nokkur önnur.
Indland ætti t.d. að eiga mjög auðvelt að eiga samskipti við S-Ameríku, eða Afríku.
Þar sem biturð vegna hegðunar Bandaríkjanna - eða Evrópu í fortíðinni, situr enn eftir.

Það þíði ekki, að Bandaríkin eða Evrópa hætti að skipta máli.
Þau verði ef til vill ekki, lengur sú þungamiðja sem þau svæði hafa verið.

--Kína yrði þá langt í frá, einrátt.
--Eins og sumir hafa verið að spá!

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband