Bloggfærslur mánaðarins, mars 2017
31.3.2017 | 23:30
Ég hef aldrei almennilega skilið, af hverju svo erfitt er að ná sátt um - gjöld á útvegsfyrirtæki
En mér virðist --> talsmenn þess að hafa þau sem hæst, ekki nálgast málið með skynsömum hætti. Sem hafi gert það - auðvelt, fyrir þá sem vilja hafa þau gjöld sem lægst. Að grafa undan málstað þeirra -- sem telja að útvegurinn eigi að borga sem allra mest!
Það leiði til þess, að þeir sem vilja hafa þau sem lægst -- hafa fram að þessu haft betur í málinu.
- En augljóslega mundi flatt gjald -- koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum.
- Síðan er það augljóslega -- erfiðara fyrir smærri fyrirtæki, sem gjarnan hafa hlutfallslega erfiðari afkomu.
- Það hafi gert það að verkum -- að auðvelt hefur verið fyrir andstæðinga auðlyndagjalda á sjávarútveg --> Að mála gjalda hugmyndir - sem slæma fyrir landsbyggðina, slæma fyrir sjávarbyggðir.
Ég held það sé fremur auðvelt að leysa þetta!
En það væri hægt að skipta fyrirtækjum upp í flokka -- einfaldast að miða út frá, rekstrartekjum.
--Þannig væri mjög einfalt, að mæta þeim ótta - að gjald skaði smærri fyrirtæki, og skaði hugsanlega störf úti á landsbyggð - í sjávarbyggðum.
- Ég er þá að tala um nokkurs konar tekjutengingu gjaldanna!
- En tiltölulega einfalt væri að búa til -- sérstakan flokk, fyrir allra stærstu fyrirtækin.
- Síðan mætti hugsa sér annan -- fyrir meðalstór.
- Og síðan þann þriðja -- fyrir smáa aðila víða um landið.
--Ef menn vilja hlífa smáum fyrirtækjum -- mætti sá flokkur, vera með -núll- gjald.
--Miðlungs fyrirtækin borguðu gjald -- en lægra samt hlutfallslega af rektrartekjum, en stóru fyrirtækin.
--Stóru fyrirtækin, borguðu þá -- fullt gjald.
- Þá er með einföldum hætti -- girt fyrir það, að smá fyrirtæki í litlum byggðum út um landið, lýði fyrir það -- að sett væri auðlyndagjald.
--Það ætti að draga verulega úr andstöðu við gjald-töku, sem gætt hafi í smærri byggðum út til sjávar og sveita.
Eðlilegt sé að -- stærstu fyrirtækin, borgi hlutfallslega mest.
Þ.s. þeirra aðstaða til þess að skila hagnaði -- sé betri en annarra.
- Svo má ekki gleyma því, að með því að sleppa smæstu fyrirtækjunum alfarið við slíka gjaldtöku.
- Væri einnig samtímis stuðlað að fjölgun þeirra.
Gjaldtakan að einhverju leiti minnkar völlinn á þeim allra stærstu.
--Sem ætti að veita smærri fyrirtækjunum, bætta samkeppnisaðstöðu.
Niðurstaða
Við erum með tekjutengingar á margvíslegum gjöldum og bótum í ríkiskerfinu. Þannig að mér finnst það nokkuð merkilegt. Að ég kannast ekki við það að hafa heyrt nokkurn -- tala um skipulagða tekjutengingu auðlyndagjalda á sjávarútveg.
--En vandinn við hátt flatt gjald --> Er einmitt sá að það mundi koma mjög illa niður á smærri fyrirtækjum. Þess vegna hefur andstaða við gjald á slíku formi, verið umtalsverð á landsbyggðinni.
En á sama tíma, er gagnrýninn einna helst á stærstu fyrirtækin - hagnaður þeirra sé það sem flestir stara á! Mér finnst lausnin blasa við - þ.e. að tekjutengja auðlyndagjöldin.
- Þá er einfaldast að miða við -- rekstrartekjur, í stað hagnaðar.
--En þær mæli umfang rekstrar fyrirtækis ágætlega.
Og þú felur þær ekki svo auðveldlega!
Fyrirtækin séu þá flokkuð eftir umfangi rekstrar, og gjöldin miðuð út frá því, að þau allra stærstu borgi meira! Þau smæstu -- kannski ekki neitt í auðlyndagjald.
--Mér virðist að þannig lausn ætti að geta haft mikinn stuðning!
Kv.
31.3.2017 | 00:55
Venezúela búið að taka lokaskrefið til einræðis! Maduro orðinn að klassískum einræðisherra!
Það virðist óhætt að segja valdaflokkurinn í Venezúela, hafi stigið skrefið til fulls -- frá upphaflegum markmiðum byltingar Hugo heitins Chavez.
--En Niculas Maduro virðist nú hafa stigið skrefið til full.
--Sé nú nær enginn munur sjáanlegur lengur á hans stjórn -- og gamaldags einræðisherra af því tagi sem nóg var af í Suður Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, og síðan langt fram eftir Kaldastríðs tímabilinu.
- En þær einræðisstjórnir, snerust alltaf um það -- að maka krókinn.
- Það er, að fámenn klíka við völd - makaði sína eigin króka, og þröngur hópur stuðningsmanna gjarnan gerði það einnig --> Meðan að almenningur lap dauðann úr skel.
- Yfirleitt treystu slíka stjórnir, á herinn til að halda -- skrílnum niðri.
--Nákvæmlega í þetta far, virðist stjórn Maduro kominn! - Þ.e. klassíkst gamaldags ræningjaræði.
--Með herinn í því hlutverki, að halda skrílnum niðri, meðan þeir sem eru við völd -- ræna því sem þeir geta, meðan þeir halda enn völdum!
Einræðisherra Venezúela - Niculas Maduro
Venezuela opposition allege coup as supreme court seizes power
Venezuela Moves a Step Closer to One-Man Rule
Venezuela's Maduro decried as 'dictator' after Congress annulled
Venezuelas top court takes power away from parliament
Þetta virðist orðið að grófasta dæmi um miskunnarlaust ræningjaræði sem ég hef séð í langan tíma!
En með nokkurs konar "judicial coup" þá virðist - þinginu hafa verið vikið algerlega til hliðar.
Og Maduro fengið það vald -- að setja lög með tilskipunum!
--Það þíði að hann hafi sömu völd og einvaldskonungar höfðu í gamla daga!
--Þ.e. að þeirra orð væru = lög!
M.ö.o. að ég fæ ekki betur séð <--> En að Maduro sé orðinn eins og -sólkonungurinn franski- er sagði fyrir nokkrum öldum --> Ríkið, það er ég!
- Sama tíma lepur almenningur dauðann úr skel - í orðins fyllstu merkingu!
- Það er alvarlegt vannæringarástand: Venezuela asks UN for help as medicine shortages grow severe.
"The number of survey respondents who reported eating two or fewer meals per day nearly tripled from the previous year's survey, rising to 32.5% in 2016 from 11.3% in 2015." - Lyf eru nánast ófáanleg innan heilbrigðiskerfisins.
"The country is lacking roughly 80% of the basic medical supplies, according to the Pharmaceutical Federation of Venezuela." - Sjúkdómar þar af leiðandi -- grassera: Hard Times in Venezuela Breed Malaria.
- Og til viðbótar - er gríðarleg glæpa-alda í landinu, með morðtíðni sem líklega sé orðin sú hæsta í S-Ameríku: Venezuela 2016 Crime & Safety Report.
Það sé til staðar alvarleg heilsufars krísa - þ.s. hangi saman vaxandi vannæring og sjúkdómafaraldrar er grassera í vaxandi mæli.
Glæpa-aldan sem virðist einnig vaxa ár frá ári, bendi til vaxandi óreiðu -- og stjórnleysis.
--Það eina sem ég ekki almennilega skil!
Er af hverju engin uppreisn er enn hafin í landinu!
Það sem virðist mega lesa út úr þessu, sé land á barmi -- algers hruns!
Það er, landið geti stefnt í ástand stjórnleysis.
- En í vaxandi mæli virðast stjórnvöld ekki ráða við það hlutverk - að sinna grunn þjónustu.
- Alvarlegt ástand mála innan grunnkerfa -- ásamt hratt vaxandi glæpatíðni.
--Bendi til vaxandi skorts á getu ríkisins til þess að tryggja lágmarks - reglu.
Í því samhengi, hljómi sú ákvörðun að leggja öll völd í landinu í hendur Maduro!
Sem loka örvæntingar "gambítturinn" rétt áður en spilaborgin fellur um koll.
Niðurstaða
Ég sé ekki mikinn tilgang í þessu hjá hyskinu í kringum Maduro að hanga áfram á völdum - nema þann að það hyski og karlinn sjálfur, sé að tryggja að reikningar í öruggu skjóli erlendis -- fitni frekar, og sem lengst!
--En með umsúningi yfir í - einveldi.
Samtímis og vangeta stjórnvalda til að ráða við það að tryggja almenna reglu innan landsins, heldur áfram sýnilega að skerðast. Sem sjáist í vaxandi krísum: Hratt vaxandi glæpaalda ásamt morðtíðni - hratt vaxandi vannæringar ástand - nær algerum skortur á nauðsynlegum lyfjum, sem hafi leitt til hratt vaxandi sjúkdóma faraldra.
--Þegar umsnúningurinn yfir í einveldi gerist í slíku nær algeru tjóns ástandi.
Þá sé erfitt annað en að sjá það sem -- líklegan, örvæntingarfullan loka leik.
Áður en hrunið verður!
- Sem vaxandi líkur virðast á að þíði líklega - fall Venezúela inn í ástand.
- Misheppnaðs ríkis.
Magnaður árangur í landi með -- mestu olíuauðlyndir sem finnast í einu landi.
--Þetta land er nú í miklu verra ástandi, en Afríulandið - Nígería!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt af kosningaloforðum Trumps, var að bjarga kolaiðnaðinum -- sl. þriðjudag undirritaði Trump tilskipun, sem leggur af aðgerðir Obama stjórnarinnar í þá átt -- að draga úr losun CO2.
--Sem m.a. hefði þrengt frekar að kolaiðnaðinum á nk. árum.
Donald Trumps power plan: Why US coal jobs are not coming back
Hinn bóginn síðan 2008 hefur iðnaðurinn verið í hraðri hnignun; ekki vegna þess að Obama setti mengunarskilyrði - heldur vegna upprisu gas og olíuframleiðslu úr leirsteinslögum með svokallaðri "fracking" aðferð!
- Eftir 2008 hefur verðlag á gasi nærri helmingast -- sem hefur gerbreytt samkeppnisstöðu annarra orkuframleiðenda; sérstaklega kolaiðnaðarins.
- "In 2010 the US generated almost half its electricity using coal."
- "Last year, that was down to 30 per cent."
- The US Energy Information Administration calculated in 2015 that the average all-in cost of electricity from a new conventional coal-fired power plant would be $95.10 per megawatt hour, 31 per cent higher than the cost from an advanced combined-cycle gas-fired plant of $72.60 per MWh.
Rökétt þíði þetta að hröð hnignun kolaiðnaðarins heldur áfram, þar sem orkuframleiðendur er brenna kolum -- séu ekki samkeppnisfærir í verðum við framleiðendur er brenna gasi!
--Margar kolastöðvar hafi breytt yfir í gasbrennslu!
- Ólíklegt sé að þetta ástand lagist í bráð, þ.s. búist er við að gas streymi frá "fracking" iðnaðinum -- a.m.k. í nokkra áratugi.
- Síðan jafnhliða séu aðrir orkugjafar í þróun - þ.e. endurnýtanlegir.
--Verð þar hafi verið að falla smám saman.
Það virðist þar með ósennilegt að hnignun kolaiðnaðarins hætti.
Hann sé smám saman sennilega á útleið!
Niðurstaða
Framkoma "fracking" iðnaðarins er að reynast töluverður atburður - en aukning framleiðslu þaðan án vafa stuðlaði að falli heimsolíuverðs 2015. Sem líklega hefur drepið vinnslu á olíu og gasi úr sjó.
En það sé sennilegt að lækkun orkuverða vegna gas- og olíuframleiðslu frá "fracking" sé einnig að stuðla að hraðri hnignun kolavinnslu - og orkuvinnslu með kolum. Nema ef til vill í löndum, þ.s. ekkert annað er að fá í formi orku en kol.
--Það þíði sennilega að aðgerðir Trump ætlað að koma til bjargar kolaiðnaðinum, hafi sennilega lítil sem engin áhrif í þá átt að koma honum til bjargar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2017 | 02:40
Veggurinn hans Trump - gæti mætt hindrun á bandaríska þinginu
Til þess að hefja framkvæmdir við vegginn sem Trump hefur lofað að láta reisa á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna -- hefur Trump óskað eftir 1,5ma.$ fjárveitingu frá þinginu.
--Hinn bóginn telja margir þingmenn kostnað við vegginn verða miklu mun meiri en þetta!
- Það er á þeim áætlaða kostnaði.
- Sem veggurinn getur strandað!
Trump's funding request for U.S. border wall hits snag among some Republicans
Landamæragirðingar sem til staðar eru í dag!
En óvænt bandalag Repúblikana, sem andvígir eru ríkisútgjöldum, Demókrata andvígir veggnum yfirleitt - og þingmanna landamæra fylkja Bandaríkjanna við Mexíkó; kann að rísa!
- "Reuters reported the wall could end up costing as much as $21.6 billion, far more than the $12 billion Trump cited."
- En sennilegt er talið - að kostnaður af skaðabótum og til eigenda jarðnæðis, sem veggurinn mun fara í gegnum; sé vanáætlaður.
"The federal government would have to purchase land in many locations in order to construct the edifice, which could make construction costs soar."
En það má reikna með því að Demókratar greiði atkvæði gegn veggnum.
--Það verður forvitnilegt að sjá --> Hvað svokallaður "Freedom Caucus" meðal Repúblikana - gerir.
En það er hópur frjálshyggjumanna - er vilja skera sem mest niður ríkisútgjöld.
--Þeir séu ekki endilega, harðir gegn innflytjendum með sama hætti og stuðningsmenn Trumps.
Gjarnan standi þeir fyrir hagsmuni fyrirtækja, en þau eru ekki neitt endilega andvíg aðstreymi innflytjenda.
- Ég sé það þar með alveg sem möguleika!
- Að veggurinn hans Trumps -- fái ekki fjármögnun þingsins.
En fyrir utan þessa hópa -- sé einhver fjöldi þingmanna þeirra fylkja sem eru meðfram landamærum Mexíkó -- andvígir veggnum af margvíslegum ástæðum.
--Sumir þeirra Repúblikanar.
Niðurstaða
Það væri óneitanlega kaldhæðni ef veggurinn hans Trumps - dagar uppi á Bandaríkjaþingi. Sl. föstudag, tapaði Trump baráttunni um það að skipta út svokölluðu "Obama-care." Það var hans fyrsti stóri ósigur á Bandaríkjaþingi.
--En sá ósigur virðist einnig sýna, að Trump eigi engan veginn sigurinn vísan - í öðrum málum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2017 | 00:31
Tengdasonur Donald Trump verður yfirheyrður af bandaríska þinginu, vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands
Jared Kushner eiginmaður Invönku, dóttur Trumps -- hefur verið beðinn að svara spurningum fyrir þingnefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur -- eftirlit með njósnamálum á sinni könnu.
--Ástæða sé fundur Kushner á lokamánuðum sl. árs með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak.
Jared og Ivanka!
Greinilega er þingið enn með eigin rannsókn í gangi, á samskiptum samstarfsmanna Trumps við rússneska erindreka!
--Þ.e. reyndar í gangi ný ásökun -- en Kushner kvá hafa hitt annan Rússa, þ.e. bankastjóra Vnesheconombank (VEB).
--En sá banki er undir bann aðgerðum bandarískra stjórnvalda, í tengslum við deilur við Rússa um Krímskaga og A-Úkraínu.
Trump son-in-law met executives of sanctioned Russian bank; will testify
Senate committee to question Jared Kushner on Russia ties
- Það sem mér finnst merkilegast við þetta er eftirfarandi tilvitnun:
"Sergei Gorkov, chairman of Vnesheconombank, was appointed head of VEB in early 2016 by Russian President Vladimir Putin." - "He graduated from the Federal Security Service, or FSB, Russias internal security agency." - "He was awarded the Medal of the Order of Merit for Services to the Fatherland, according to the bank's website." - Áhugaverði þátturinn - sé að bankastjórinn sé fyrrverandi leyniþjónustumaður.
- Þó það sanni ekki nokkurn hlut --> Finnst mér áhugavert, að fyrrum starfsmaður "FSB" sé skipaður af Pútín, bankastjóri "Þróunarbanka Rússlands."
--Það skapi þá hugsanlegu vangaveltu - að "Þróunarbankinn" gegni ásamt bankatengdri starfsemi, hlutverki í - leyniþjónustuheiminum.
--Geti verið í tilvikum, lögleg framhlið fyrir "FSB."
- Því er haldið fram, að Sergei Kislyak -- sé í reynd yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, innan Bandaríkjanna.
- Þá er áhugavert, að Kushner hafi hitt annan -- leyniþjónustumann, þ.e. Sergei Gorkov þó sá eigi að vera hættur --> Grunar mig að enginn raunverulega hætti algerlega í "FSB."
----------------
Jared getur sjálfsagt alltaf varið sig með því, svo fremi sem einhver 3-aðili á ekki eintak af þeirra samskiptum, að ekkert hafi farið fram fyrir utan almennar umræður um samskiptin við Rússland.
Niðurstaða
Eiginlega of stór fullyrðing - að tala um hneyksli. En samt það sé áhugavert að Kushner ræði við 2-Rússa. Sem sterkar líkur séu á að tengist náið starfsemi Rússnesku leyniþjónustunnar. Báðir eru að sjálfsögðu -- starfsmenn rússneskra stjórnvalda.
Sennilega láti Kushner ekki hanka sig á þessum málum. Fyrst að þingmannanefndin er að spyra Kushner um samskipti hans -- þá líklega hafi hún ekki gögn um þau samskipti sem líklega a.m.k. á þessum punkti mundu geta varpað öðru ljósi á þau, en Kushner er líklegur að segja.
Sjálfsagt er ekki ólíklegt að rannsóknir á tengslum samstarfsmanna Trumps, fjari á endanum út -- ef ekki tekst að sanna nokkurt beinlínis sakhæft.
--En sú endanlega niðurstaða að sjálfsögðu liggur ekki enn fyrir. Getur vart talist vís enn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2017 | 03:42
Trump gagnrýndi yfir helgina hægri sinnaða Repúblikana - harkalega, hótaði að vinna að lagabreytingum í framtíðinni með Demókrötum
Greinilegt er að Trump sl. sunnudag, var bálreiður svokölluðum "Freedom Caucus" þ.e. hópi harðlínu hægrimanna meðal þingmanna Repúblikana -- sem neituðu að greiða atkvæði sl. föstudag með frumvarpi Trumps um breytingar á lögum um sjúkratryggingar.
Trump attacks fellow Republicans for wrecking healthcare plans
White House looks past conservatives on tax reform - to Democrats
Trump: Democrats are smiling in D.C. that the Freedom Caucus, with the help of Club For Growth and Heritage, have saved Planned Parenthood & Ocare!,
Priepus: Perhaps its time for us to start talking to some moderate Democrats, - . . . This presidents not a partisan president. - "If we can come up with a bill that accomplishes the goals of the president with Republicans alone, we'll take it and we'll move forward with it,"
Ég velti þó fyrir mér hvaða alvara geti verið að baki þeirri hótun - að stjórn Trumps semji við hluta þingmanna Demókrataflokksins!
Senate minority leader Charles Schumer: Its virtually impossible for us to work with him,
En það virðist töluverð gjá milli afstöðu Demókrata og ríkisstjórnar Trumps - varðandi fyrirhugaðar skattalagabreytingar.
--Sem Demókratar hafa harðlega gagnrýnt - sem gjöf til auðugra.
Demókratar eru fyrir utan það - ósáttir með marga þætti stefnu stjórnar Trumps.
--Ekki síst fyrirhugaðar aðgerðir í þá átt - að snúa við stefnumörkunum ríkisstjórnar Obama, er beinast að því að -- draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
--Trump hefur kallað -Parísarsamkomulagið- slæmt fyrir Bandaríkin, og störf innan Bandaríkjanna.
Fleiri mál má nefna -- sbr. umdeild olíuleiðsla sem til stendur að klára að leggja um landsvæði Indíána -- gegnt harðri andstöðu þeirra, framkvæmdir sem Obama fyrir rest ákvað að stöðva.
--Og ákvarðanir um að veita heimildir til olíuleitar -- á verndarsvæðum í Alaska.
- Þannig að mér virðist Trump milli steins og sleggju.
- Þ.e. hann fylgi stefnu sem sé í svo mörgum atriðum -- þvert á vilja Demókrata.
- Að það virðist -- fremur ósennilegt að hann geti leitað til þingmanna Demókrataflokksins, til að redda í gegn; það sem á eftir að verða -- vægt sagt umdeildar skattalagabreytingar.
--Ef af verða, þ.e. að segja.
- Þannig að þ.e. útlit fyrir, að hann neyðist til að --> Beygja sig fyrir stefnu "Freedom Caucus."
En þeir vilja ganga mun lengra í niðurskurði ríkisútgjalda, en Trump hefur fram að þessu virst tilbúinn til.
Þar sem hugmyndir "Freedom Caucus" fela í sér, mun harkalegri niðurskurð velferðarútgjalda, en Trump hefur fram að þessu - tekið í mál.
En niðurskurður sá sem harðlínu hægrimenn í Repúblikanaflokknum vilja.
--Mundi líklega alls ekki falla í kramið hjá kjósendum Trumps sjálfs.
- En töluvert af hvítum karlmönnum í eldri kanntinum.
- Og hvítum verkamönnum.
- Kusu Trump.
Og á þeim hópum mundu niðurskurðarhugmyndir harðlínu hægri manna meðal Repúblikana -- einkum bitna.
--Samtímis er ósennilegt að "Freedom Caucus" taki í mál, að Trump verji auknum fjármunum til opinberra framkvæmda.
- Þannig að þeir mundu nokkurn veginn fullkomlega -- setja á steikingarpott, mikilvæg kosningaloforð Trumps gagnvart sínum kjósendum.
Ég held að þessi hópur hægri manna <--> Séu ekki vinir Trumps.
Niðurstaða
Trump getur verið lentur í mjög erfiðri stöðu - þ.e. í annan stað hefur hann undanfarið hrint af stað stefnumótandi atriðum sem reita í mörgum atriðum þingmenn Demókrataflokksins til reiði.
Á sama tíma, er að koma í ljós -- að harður kjarni hægri sinnaðra þingmanna meðal Repúblikana flokksins, hafa engan sérstakan áhuga á að fylgja stefnu Trumps. Heldur sinni eigin stefnu.
--Þeim virðist einfaldlega slétt sama, þó að þeirra stefna muni sennilega ganga á svig við nokkur mikilvæg kosningaloforð Trumps gagnvart eigin kjósendum.
--Virðast samt sem áður - ætla að gera tilraun til þess, að þvinga fram sína stefnu.
Þetta var leikur sem þeir endurtekið léku í forsetatíð Obama.
Það sé áhugavert, að þeir virðast ætla að halda því áfram, í tíð Trumps.
--Ef það reynist rétt skilið, að "Freedom Caucus" ætli sér ekki að gefa sitt eftir.
- Þá geti svo farið, að Trump lendi milli 2-ja veggja á þinginu.
- Þ.e. harðlínu þinghóps hægri manna í Repúblikanaflokknum - og Demókrata.
Ef þetta reynist svo vera - þá getur Trump staðið fyrir erfiðum valkostum.
Ef hann ætlar sér að geta komið nokkru fram á Bandaríkjaþingi.
- En vart semja Demókratar heldur við hann.
--Nema Trump gefi eitthvað mikilvægt eftir af sínum stefnumálum.
Trump gæti þá orðið að velja!
--Hvaða kosningaloforð hann svíkur.
En það geti verið að stefni í, að hann hafi einungis val milli þess að hörfa undan Demókrötum - eða harðlínu hægri mönnum innan Repúblikana flokksins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2017 | 02:36
Spurning hvort að Trump ræður við þingið - en Trump hefur nú orðið fyrir sínum fyrsta stóra ósigri
Það áhugaverða gerðist á föstudag - að tilraunir Repúblikanaflokksins og Trumps, að afnema lög sem nefnd hafa verið - Obamacare; mistókust gersamlega!
--Það sem er enn áhugaverðara, er að útlit virðist fyrir - að engar frekari tilraunir í þá átt verði gerðar í löngu bili.
Spurning jafnvel hvort það verði nokkuð af því á kjörtímabilinu!
Trump tastes failure as U.S. House healthcare bill collapses
Trump disappointed House conservatives blocked healthcare bill
Trumps errors sank his healthcare plan
- Þrátt fyrir meirihluta í báðum þingdeildum.
- Tókst hvorki Trump né Paul Ryan - að tryggja meirihluta fyrir nýrri lagasetningu um - heilbrigðistryggingar.
--Þannig að - Obamacare - gildir þá áfram, að því er virðist - um alla fyrirsjáanlega framtíð.
"Neither Trump nor Ryan indicated any plans to try to tackle healthcare legislation again anytime soon. Trump said he would turn his attention to getting "big tax cuts" through Congress, another tricky proposition."
- Fyrst þarf þó að - lyfta svokölluðu skuldaþaki, þ.e. fá í gegnum þingið - nýjar heimildir fyrir ríkið til eigin skuldsetningar.
--Í tíð Obama varð það oft mjög langvinn þræta.
Hægri sinnaðir Repúblikanar, svokallaður "freedom caucus" sem stoppaði lagasetningartilraun Trumps á föstudag -- í tíð Obama seldi sig alltaf dýrt, gegnt því að heimila lyftun skuldaþaksins. - Síðan þarf að koma fjárlögum í gegnum þingið.
--En það gæti einnig reynst vera áhugaverð deila - milli þeirra Repúblikana er vilja ganga lengst í niðurskurði hjá ríkinu - og þeirra sem eru mun nær afstöðu Demókrata um þau mál.
- Þá fyrst kemur að því - að skoða breytingar á skattalögum.
Höfum í huga að eftir tæðt 1 of hálft ár - hefst kosningabarátta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
--Þ.e. frá og með ca. miðju nk. ári --> Sé sennilega lagasetningargluggi Trumps, búinn!
En þá hugsa þingmenn neðri deildar Bandaríkjaþings -- fyrst og fremst um eigin kosningabaráttu.
Og þá vilja þeir alls ekki samþykkja neitt - er gæti orkað tvímælis í augum kjósenda.
- Hafandi þetta í huga!
- Getur það vel verið, að -- Obamacare - hreinlega lyfi af þetta kjörtímabil.
Ef Trump kemur ekki þeim stóru lagabreytingum í skattamálum í gegn - heldur.
Þá -ef það verður niðurstaðan- þarf líklega ekki að óttast að hann nái í gegn um þingið -- umdeildum breytingum á viðskiptasamningum við margvísleg önnur lönd!
--Þá yrði Trump sennilega "lame duck."
Niðurstaða
Trump virðist búinn að eyða upp miklu af sínu pólitíska "capitali" til einskis nú. Það líklega þíði, að möguleikar hans til dramatískra lagabreytinga á öðrum sviðum - hafa minnkað.
--Það sé þó enn of snemmt, að lísa Trump "lame duck."
Þeirri spurningu verði líklega svarað, þegar kemur að næstu stóru sennu á þinginu.
--En það verður líklega -- umræðan um fjárlög og svokallað "skuldaþak."
Þingið reyndist Obama oft ákaflega erfitt þegar þau atriði voru rædd.
A.m.k. í 2-skipti hótaði þingið að gera alríkið tæknilega gjaldþrota.
--Ef harðlínumenn meðal Repúblikana, sem vilja skera bandaríska ríkið niður stórfellt - einnig reynast Trump erfiðir, eins og þeir reyndust vera er - Trump-care - sigldi í strand.
Þá gæti niðurstaðan orðið sú, að Trump -- takist ekki að hagnýta sér það að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum þingdeildum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2017 | 01:25
Trump virðist í vandræðum með tilraun til þess að afnema heilbrigðistryggingalög Obama
Ef marka má fréttir - er klofningur meðal Repúblikana sjálfra í málinu, að þvælast fyrir Trump. En skv. greiningardeild þingsins "Congressional Budget Office" -- þá mundi heilbrigðistryggingafrumvarp Trumps, fækka þeim sem hafa - heilbrigðistryggingar, um 24 milljónir.
- Annar hópurinn meðal Repúblikana sem hikar við að samþykkja lagabreytinguna -- hefur þrýst á um breytingar á frumvarpinu, í þá átt að skerðingar á tryggingum til einstaklinga - nái ekki fram að ganga.
- Meðan annar hópur, svokallaður "freedom caucus" tekur þveröfuga afstöðu - og vill ganga lengra í því að skerða stuðnings til almennra borgara, svo þeir séu líklegri en ella að vera tryggðir.
--M.ö.o. virðist afstaða hvors hópsins -- útiloka hina.
Meðan að Demókratar, hafna alfarið tilraunum til þess að, afnema fyrri lög sem nefnd eru "Obamacare."
- Við bætist til að flækja málið, að almenngingur er á móti skerðingum á stuðningi ríkisins við þá sem eiga erfitt með að hafa efni á heilbrigðistryggingum.
- 56% á andvíg, meðan einungis 17% styðja málið, 26% óákveðnir - 41% Repúblikana styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar.
Republicans delay healthcare vote as rebels defy Trump
Trump demands do-or-die Friday vote on healthcare plan
Þó það sé engan veginn hægt að fullyrða að Trump verði undir í málinu!
Þá orkar það óneitanlega nokkuð tvímælis, að hann sé að skerða réttindi - er mun bitna á mörgum hans kjósenda!
- En skerðingarnar koma harðast niður á -- fátækari hópum, hvort sem það eru fátækir eldri borgarar, eða fátækar verkamannafjölskyldur.
--Margir hvítir eldri borgarar kusu Trump, og töluverður fjöldi einna helst meðal - hvítra verkamanna, sérstaklega karlmanna!
--Margir af báðum hópum mundu lenda illa úti vegna þessarar lagabreytingar.
Lagabreytingin mundi spara fyrirtækjum - sem verða að bjóða tryggingar.
Umtalsvert fé - sérstaklega ef krafa "freedom caucus" um enn frekari skerðingar, yrði ofan á!
- Ef Trump mundi lenda undir, þ.e. frumvarpið dagaði uppi á þinginu án samkomulags.
- Þá mundi það væntanlega ekki auka hróður Trumps heldur.
--Mundu þá varpa fram spurningum - um getu hans til að koma breytingum í gegnum þingið.
Niðurstaða
Það sem virðist klárlega að koma í ljós - að kjör Trumps sé sennilega ekki gott fyrir þá verkamenn er kusu hann, þ.e. þeir hafi kosið gegn sínum eigin hagsmunum. En fyrirhugaðar lagabreytingar virðast að margvíslegu leiti - skerða kjör verkafólks, í stað þess að bæta þau.
--En þó að skattalækkun gagnist þeim eitthvað -- þá sé það yfirgnæfandi líklegt, að aukinn kostnaður við öflun heilbrigðistrygginga - ef lagabreytingin nær fram að ganga; leiði til nettó kjaraskerðingar fyrir það verkafólk er kaus Trump.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kenning Nunes -- svipar til kenningar sem ég hef sjálfur varpað fram sem möguleika!
--En mér hefur virst einn augljós möguleiki til staðar, að ef leynistofnun hefur eftirlit með sendimanni eða sendimönnum erlends ríkis.
--Þá geti það leitt til þess, að ef bandarískur borgari hefur samband við erlendan sendimann undir slíku eftirliti -- þá nái leynistofnunin samtali þeirra aðila!
- Mér virtist t.d. klárt, að Flynn - sem hafði samband við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, að rússneska sendiráðið og líklega því sendiherra Rússlands -- væru líklega undir meira eða minna, stöðugu eftirliti bandarískra leynistofnana!
--Sem líklega skýri það, án þess að Flynn hafi sérstaklega verið hleraður, að símasamskipti hans við sendiherra Rússlands - hafi getað borist til bandarískrar leynistofnunar!
Eins og fram hefur komið í fréttum, staðfesti yfirmaður FBI, að alríkislögreglan væri með rannsókn í gangi á samskiptum samstarfsmanna Trumps við rússneska sendimenn!
Lawmaker suggests U.S. surveillance of foreigners picked up Trump calls
Nunes gefur ekki uppi - eftir hverjum hann hefur þetta.
--Það er því engin leið að fella mat á hans fullyrðingar!
Devin Nunes - "I recently confirmed that on numerous occasions the intelligence community ... collected information about U.S. citizens involved in the Trump transition," - "It's all classified information," - "I want to be clear, none of this surveillance was related to Russia or the investigation of Russian activities or of the Trump team," - "Representative Devin Nunes said the information which he said was obtained from a source he did not identify in any way, was collected legally in November, December and January - from the Nov. 8 election to Trump's Jan. 20 inauguration - but the names of some Trump officials involved had been "unmasked" and the communications widely disseminated within spy agencies."
Það sé þó a.m.k. mun sennilegri kenning, en að "Trump Tower" hafi verið - sérstaklega hleraður, eða símar einstakra samstarfsmanna Trumps.
--Að samskipti samstarfsmanna Trumps hafi getað endað hjá bandarískum leynistofnunum!
Eftir að þeir höfðu bein samskipti við erlenda sendimenn!
Sem voru undir eftirliti bandarískra leynistofnana!
- En ef þú hringir í síma - sem er hleraður.
- Þá nær sá sem hlerar, öllu samtalinu!
--Þá þarf ekki sá sem hringdi í þann síma sem var undir eftirliti - sjálfur hafa sætt sérstöku eftirliti af slíku tagi!
- Þetta sé a.m.k. möguleg skýring þess, hvernig gögn um samskipti samstarfsmanna Trumps - við erlenda sendimenn.
- Gátu hafa borist með löglegum hætti til bandarískra leynistofnana!
M.ö.o. geti þetta hafa gerst algerlega án þess - að samstarfsmenn Trumps sjálfir hafi sætt slíku eftirliti.
--M.ö.o. að ólögleg hlerun á símum samstarfsmanna Trump - sé ólíkleg!
Niðurstaða
Rannsókn bandaríska þingsins á ásökunum Trumps um - meintar hleranir. Hefur ekki sýnt fram á að hleranir hafi verið fyrirskipaðar af ríkisstjórn Obama, eða að samstarfsmenn Trumps hafi sætt hlerunum af hálfu CIA eða FBI.
--Hinn bóginn eins og Devin Nunes bendir á - geta upplýsingar um samskipti samstarfsmanna Trumps samt sem áður hafa borist til bandarískra leynistofnana -ath- með löglegum hætti.
--Ef samstarfsmenn Trumps höfðu samskipti við erlenda aðila, er sjálfir sættu eftirliti bandarískra leynistofnana af slíku tagi.
Eins og ég benti á, ef einstaklingur hringir í síma sem er hleraður -- nær sá sem hlerar þann síma, öllu samtalinu!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.3.2017 | 02:03
Rex Tillerson -- sendir Bandaríkjaþingi formlegt hvatningarbréf, að staðfesta NATO aðild Montenegro!
Mér fannst þetta áhugavert - í ljósi þess, að spurningar hafa verið uppi um það, hvort Trump - styddi NATO áfram. En ekki síður, hvort að Trump - styddi það áfram að fjöldi hernaðarlega veikra landa í A-Evrópu væru varin af NATO, og þeirra varnir hvíldu stórum hluta á bandarískum skattgreiðendum.
Tillerson urges Senate ratification of Montenegro's NATO membership
Skal viðurkenna að ég vissi ekki, að þetta örlitla land væri á leið inni í NATO!
Ég velti fyrir mér -- hvort það er að endurtaka sig, gömul skipting!
Takið eftir - að Krótatía er nú NATO meðlimur, og ESB meðlimur!
Fyrir Fyrri-heimsstyrrjöld, þá tilheyrðu svæðin - Króatía + Bosnía.
--Austurríska-ungverska keisaradæminu.
- Svartfjalla-land sem lengi hafði verið sjálfstætt.
--Eina landið sem aldrei var hluti af Tyrkjaveldi á Balkanskaga.
- Hafði runnið inn í Serbíu, við upphaf 20. aldar.
--Það hafði eiginlega verið, yfirtaka á því litla landi.
Líkleg ástæða hafi verið, að þá hafði Serbía - land að Adríahafi, annars hefði Serbía verið landlukt land.
--Serbía var síðan -- rússneskt bandalagsríki á þeim tíma.
Tillerson - "Montenegro's participation in the May NATO Summit as full member, not as an observer, will send a strong signal of transatlantic unity," - "It is strongly in the interests of the United States that Montenegro's membership in NATO be ratified,"
Þetta hljómar eins og að -- mikilvægt sé talið að tryggja Svartfjallaland, sem hlekk í áhrifasvæði NATO innan Evrópu.
--Serbía án Svartfjallalands - er aftur landlukt land.
--Örugglega veikara fyrir bragðið!
Hinn bóginn, virðast Svartfellingar sjálfir - áhugasamir um þessa breytingu.
- Höfum í huga, að Svartfjallaland - notar evruna.
--Það hafa þeir komist upp með að gera, sem einhliða aðgerð af þeirra hálfu.
Ætli það sýni ekki - hvert draumar Svartfellinga nú liggja!
En NATO aðild hefur áður, virkað sem visst fordyri að ESB aðild!
- Rússland aftur á móti virðist enn - áhrifamikið innan Serbíu.
--En væntanlega með því að tryggja Svartfjallaland innan NATO, sé þá samtímis tryggt að Serbíu sé haldið veikri.
--Þó að Svartfellingar tali sama málið, höfðu þeir það langa sögu eigin sjálfstæðis -- að þ.e. nokkur árhundruð, að líklega samt sem áður hafa þeir sérstaka sjálfstæðisvitund.
M.ö.o. geti aðild Svartfjallalands, snúist um það að -- veikja áhrifastöðu Rússlands á svæðinu.
Niðurstaða
Það verður væntanlega forvitnilegt að fylgjast með því, hvort að ríkisstjórn Trumps -- knýr í gegn aðild Svartfjallalands að NATO. En það væri sérstaklega forvitnilegt, ef sú útkoma verður ofan á. Vegna afstöðu Trumps í kosningabaráttunni!
--En Trump hefur ekki virst mesti stuðningsmaður NATO.
Hann hefur einnig verið að ræða hugmyndir í þá átt, að NATO lönd ættu að greiða meira til NATO.
Jafnvel hugmyndir í þá átt, að NATO lönd er njóta beins stuðnings Bandaríkjanna við þeirra varnir -- ættu að borga fyrir þann greiða.
- En þetta gæti m.a. svarað þeirri spurningu.
- Hver ræður innan ríkisstjórnarinnar.
En með því að þrýsta á um aðild Svartfjallalands.
Virðist Tillerson setja sig upp við hliðina á og McMaster.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar