Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Harkaleg viðbrögð Trump við neitun alríkisdómstóls á sunnudag, að víkja til hliðar lögbanns úrskurði alríkisdómara frá laugardag - á ferðabanns tilskipunar Trumps; vöktu óskipta athygli!

Eins og ég reikna með að flestir hafi heyrt - þá á laugardag samþykkti alríkisdómari í Seattla að - tímabundið lögbann á framkvæmd tilskipunar Trumps um ferðabann ríkisborgara 7-landa til Bandaríkjanna.
Síðan á Sunnudag, hafnaði alríkisdómstóll á lægra dómstigi kröfu frá ríkisstjórn Trumps, um að - ónýta tafarlaust bann Judge James Robart.
Alríkisdómstóllinn - óskaði eftir frekari gögnum frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, og mun aftur taka fyrir kröfu ríkisstjórnar Trumps - um að ónýta ákvörðun Judge James Robart frá laugardag á mánudag.


--En viðbrögð Trump er hann fékk ekki kröfu sinni um ónýtíngu ákvörðunar Judge James Robart - framgengt án tafar -- voru hreint mögnuð!

 

Það var þá sem Trump greinilega varð brjálaður

  1. “The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!”
    --Þessi ummæli þykja mjög móðgandi gagnvart stétt dómara almennt, og hefur þegar verið víða mótmælt um Bandaríkin - sem persónunýð að Judge James Robart.
  2. “Because the ban was lifted by a judge, many very bad and dangerous people may be pouring into our country. A terrible decision.”
    --Vandinn við þessi ummæli, er að -ferða Visa- frá þessum tilteknu löndum, er langt í frá - sjálfsagður hlutur - þ.e. ólíkt t.d. Íslendingi sem fær ferða Visa nánast sjálfkrafa, þá eru einstaklingar kannaðir áður en þeim er veitt slíkt heimild.
    --Það þíðir, að það tekur margar vikur -skilst mér- yfirleitt að fá ferða -Visa- til Bandaríkjanna, ef þú átt heima í Líbýu eða Sómalíu.
    ----> En reglur voru mjög hertar í kjölfar svokallaðs, 9/11 atburðar.
    **Trump hefur með engum hætti fram til þessa einu sinni gert tilraun til þess að sýna fram á, að það eftirlitskerfi - augljóslega virki ekki.
  3. Interesting that certain Middle-Eastern countries agree with the ban. They know if certain people are allowed in it's death & destruction!”
    --Ég hef ekki frétt af því, að land innan Mið-austurlanda, hafi tekið undir bann tilskipun Trumps -- má vera að stjórnvöld Ísraels hafi það gert, og hugsanlega stjórnvöld Egyptalands. Hugsanlega jafnvel, stjv. í Saudi Arabíu -- enda það land ekki á bannlista Trumps, af ástæðum sem Trump hefur ekki til þessa - nefnt.

Það kemur í ljós - hvernig fer með málið á mánudag!
En þá mun krafa Trumps - aftur vera tekin fyrir.

En varla hafa ummæli Trumps - kætt dómarana við þann 3-ja manna dómstól.
--En ef þeir hafna kröfu Trumps endanlega - getur Trump kært málið áfram, upp á næsta dómstig.

  1. Þeir sem telja sig til þekkja --> Telja ummæli Trumps, setja málið í allt annað samhengi.
  2. Þar sem það nú, að þeirra dómi - snúist um, sjálfstæði dómstóla gagnvart stjórnvöldum.
  • Skv. fréttum, þar sem að ferðabann Trumps - er óvirkt.
  • Þá hafa þessa stundina, borgarar landanna 7-sem eru á bannlista tilskipunar Trumps, nú rétt sinn til að ferðast til Bandaríkjanna - endurreistan þ.e. í því tilviki að viðkomandi hafa gilt ferða-visa.

--Óvíst er þó hvort að nokkur nái að nýta sér glufuna!

 

Niðurstaða

Viðbrögð Trumps eru einfaldlega fullkomlega forkastanleg - en í Bandaríkjunum gildir sú regla sem nefnd er "rule of law" þ.e. að lögin sjálf eru í fyrsta sæti, eða m.ö.o. að aðgerðir stjórnvalda þurfa að falla að lögum og stjórnarskrá, þar með - útgefnar tilskipanir.
Skv. 3-skiptingu þeirri sem stofnendur Bandaríkjanna skrifuðu inn í stjórnarskrá Bandaríkjanna - þá voru lögin vísvitandi gerð rétthærri - framkvæmdavaldinu, sem þíðir að dómarar hafa einmitt þann rétt, að fella úr gildi tilskipanir stjórnvalda, ef þær teljast brot á lögum eða stjórnarskrá Bandaríkjanna.

  1. Þannig séð, er æðsti dómstóll Bandaríkjanna - mikilvægasta stofnun landsins, þar sem sú stofnun -- má slá af lög sem eru stjórnarskrárbrot og er endanlegur úrskurðaraðili þess hvort að ákvörðun stjórnvalda er stjórnarskrárbrot eða ekki.
  2. Síðan kemur þingið, en einungis það hefur rétt til að setja lög - og stjórnvöld eru háð þeirri kvöð að þeirra ákvarðanir og tilskipanir verða að vera í samræmi við þau lög sem eru í gildi.
    --En eins og ég hef bent á, hefur þingið rétt til að setja forseta af - ef sá brýtur vísvitandi lög.
    --Það eitt sýnir fram á, að þingið er valdameira en embætti forseta, ef einhver hefur efasemdir þar um.
  3. Embætti forseta skv. því er í 3-sæti í goggunarröðinni, þ.e. 3-skiptingin skv. fyrirkomulagi stofnenda Bandaríkjanna --> Snýst um að, tékka af framkvæmdavaldið.
    --Þess vegna er þingið haft sjálfstætt frá framkvæmdavaldinu, og með rétt til að setja forsetann af.
    --Og síðan það falið dómstólum, að ákveða hvort stjórnarathafnir eru í samræmi við lög og stjórnarskrá - sem felur í sér rétt til að ógilda stjórnarathafnir sem teljast lögbrot eða stjórnarskrárbrot.

Með þetta í huga, þá er alríkisdómari í fullum rétti að víkja til hliðar - tilskipun Trumps.
Ef sá kemst að þeirri niðurstöðu að líkur séu á að hún sé stjórnarskrárbrot.
Að sama skapi, hafa stjórnvöld rétt til að vísa -- lögbanni til næsta dómstigs, og síðan alla leið upp í æðsta dómstól Bandaríkjanna - sem þá tekur endanlega ákvörðun.

Hið minnsta er málið allt orðið að stórfelldu drama!
Ég efa stórfellt að árásir Trumps á alríkisdómarann sem setti lögbann á tilskipun hans, komi til með að auka álit almennings á Trump.
Heldur sennilega þvert á móti - þ.s. þau ummæli virðast fela í sér skort á virðingu forsetans fyrir rétti dómarastéttar Bandaríkjanna, til þess einmitt - að hlutast til um stjórnarathafnir ef þær athafnir eru kærðar til þeirra!

 

Kv.


Er líklegt að Trump verði sviptur embætti?

Ég benti á þennan möguleika mánuðum fyrir kosningar: bandaríska þingið gæti svipt Trump embætti.
--En það er einmitt vald sem bandaríska þingið ræður yfir, þ.e. svokölluð -Impeachment proceedings.-

Richard Nixon eins og frægt er - fékk á sig réttarhöld bandaríska þingins í kjölfar formlegrar ákæru þess gagnvart honum vegna svokallaðs - Watergate máls, og síðan í kjölfar opinberra réttarhalda sem þingið stóð fyrir, allt í beinni útsendingu; þann 9. ágúst 1974 sagði Nixon sjálfur af sér - frekar en að vera settur af, af þinginu.

Þingið réttaði einnig yfir Bill Clinton - eins og einnig er frægt, vegna svoallaðs - Lewinsky máls. En Clinton stóð það mál af sér!

 

Í áhugaverðri skoðanakönnun, styðja 40% kjósenda ákæru þingsins gagnvart Trump, meðan að 48% kjósenda eru andvígir!

Það er stórmerkilegt, miðað við söguna, hve óvinsæll Trump er - en vanalega eru forsetar miklu mun minna óvinsælir en þetta; svo skömmu eftir embættistöku.

  1. "Overall impressions of Trump remain negative, according to the poll, with 52 percent viewing him unfavorably and 45 percent viewing him favorably."
  2. "PPP polling found that 49 percent of voters disapprove of Trump’s performance since his inauguration on Jan. 20 and 47 percent approve."
  3. "Pollsters also found that a majority of voters, 52 percent, would prefer former President Obama in his old role rather than Trump; 43 percent prefer Trump, and 5 percent are uncertain."

 

Í áhugaverðri frétt, hefur - alríkisdómari - fyrirskipað lögbann er gildir þegar í stað yfir allt landið, gegn umdeildum aðgerðum Trumps þ.s. Trump bannar fólk frá 7 löndum!

Ríkisstjórn Trumps - segist ætla að höfða ryftunarmál, strax.

Seattle judge blocks Trump immigration order

Þarna er greinilega um að ræða - öfluga gagnsókn gegn ákvörðun Trumps!

  1. "The challenge was brought by the state of Washington and later joined by the state of Minnesota."
  2. "The Seattle judge ruled that the states have legal standing to sue, which could help Democratic attorneys general take on Trump in court on issues beyond immigration."

Málareksturinn gegn -- tilskipun Trumps er í þessu tilviki, rekinn af - tveim fylkisstjórnum.

 

Impeachment of Trump - virðist þó ekki yfirgnæfandi líklegt enn!

En barátta er hafin fyrir því á - netinu. Að baki henni virðast standa - áhrifamikil pólitísk öfl innan bandaríska þjóðfélagsins.
--Trump þarf þar af leiðandi að hafa varann á!

  1. En meginskjól Trumps - liggur í þingmeirihluta Repúblikana.
  2. En til þess að -impeachment- geti hafist, þarf að hefja málið af - Fulltrúadeildinni. Þar sem einfaldur meirihluti þingmanna, dugar fyrir samþykkt formlegrar ákæru.
  3. Öldungadeildin síðar, rekur málið sjálft.

--Trump má m.ö.o. ekki missa stuðning Repúblikana á þingi.

  1. Það þíðir einfaldlega, að Trump má ekki - verða of óvinsæll.
  2. Samtímis þarf hann að gæta sín á því, að verða ekki staðinn að - sannanlegum lögbrotum eða jafnvel, stjórnarskrárbrotum.

Það er þess vegna sem málareksturinn, gegn tilskipun Trumps - getur skipt miklu máli fyrir Trump!
Því ef hann tapar því máli fyrir rest, segjum að ef það fer alla leið upp í Hæsta-rétt.

  • Þá gæti þar með verið komin fram - slík sönnun!

 

Eins og ég benti á um daginn, þá geta aðgerðir Trumps - skaðað hagsmuni fjölda þingmanna Repúblikana: Áhugaverð vörn fyrir, fríverslun, sem barst til Trumps frá bandaríska landbúnaðargeiranum -- ætli bandarískir bændur sjái eftir stuðningi við Trump?

En í þeirri grein, benti ég á þá líklegu staðreynd - að aðgerðir Trump geta leitt til mikils skaða fyrir landbúnaðarsvæði Bandaríkjanna!
-Sem hafa lengi stutt Repúblikanaflokkinn!

  1. Ef aðgerðir Trumps skaða þau svæði - eins og sannarlega getur gerst.
  2. Væri afar líklegt, að hagsmunaaðilar í þeim fylkjum, beiti þingmenn Repúblikana frá þeim fylkjum - vaxandi þrýstingi.
  • Ef m.ö.o. Trump missir stuðnings einhvers verulegs hluta þingmanna Repúblikana!
    --Gæti hann komist í raunverulega hættu!

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á í mars á sl. ári - þá getur þingið svipt Trump embætti. M.ö.o. kom þessi ábending mín, mánuðum fyrir kjör Trumps sem forseta - þegar hann hafði ekki enn unnið sigur í prófkjöri Repúblikana.
--Þegar er hafin barátta fyrir -impeachment- gagnvart Trump.
En hvort þeirri baráttu vaxi verulega fiskur um hrygg - muni verða mjög verulega undir Trump sjálfum komið!

  1. En ef aðgerðir Trumps, fara með hætti er yrði almenningi í Bandaríkjunum - sýnilegur.
  2. Að skaða bandaríska hagkerfið, og framboð starfa innan þess.
  3. En það eru miklar líkur á því, að viðskiptastríð þau sem Trump - virðist stefna að; geti einmitt framkallað sýnilegt tjón af slíku tagi.
  4. Þá gæti stuðningur við Trump dalað nægilega mikið, andstaða við hann samtímis eflst -- að meirihluta stuðningur fyrir -impeachment- geti myndast á þingi.

Ef Trump er settur af - tekur varaforsetinn við, þ.e. Pence.
Eins og er Gerald Ford tók við af Nixon.

 

Kv.


Nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Íran - varpa fram nýjum spurningum um stefnu Trumps varðandi málefni Írans

Hin nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna - virðist mjög óvinsamleg Íran, vart síður svo en ríkisstjórn George Bush var fyrir rúmum áratug.
--Núna er aftur hafinn söngurinn, um Íran sem ógn við stöðugleika.
--Og um meintar eða raunverulegar, aðgerðir Írans til að stuðla að slíkum óstöðugleika.

  1. Að Íran var sett á - ferðabannslista Trumps, er óhætt að túlka - sem augljóslega óvinsamleg aðgerð.
  2. Síðan hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna -- formlega líst því yfir, að Íran sé undir sérstakri smásjá, sbr. orð Trumps:
    "As of today, we are officially putting Iran on notice,"
  3. Michaerl Flynn, öryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar - var einnig mjög harðorður.
    “Recent Iranian actions, including a provocative ballistic missile launch and an attack against a Saudi naval vessel conducted by Iran-supported Houthi militants, underscore what should have been clear to the international community all along about Iran’s destabilising behaviour across the Middle East,”
    --Greinilega er ekkert að athuga við stríðsrekstur Saudi Araba í Yemen.
  4. Síðan hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna - kynnt nýjar refsiaðgerðir til sögunnar.
    U.S. to issue new Iran sanctions, leading edge of get-tough strategy.
  • A.m.k. eru ekki enn til staðar - skýrar vísbendingar þess að ríkisstjórn Trumps ætli að segja upp af Bandaríkjanna hálfu -- kjarnorkusamningnum við Íran.
    --En hinar nýju þvinganir, virðast settar þannig upp - að þær brjóti ekki augljóslega ákvæði þess samkomulag.

http://www.irangulistan.com/cartes/iran2.jpg

Eins og ég hef bent áður á - þá grunar mig að bandarískir hægri menn, vanmeti þá valkosti sem Íran standi til boða!

  1. Eins og ég hef áður nefnt, þá virðist mér það geta verið freystandi fyrir Kína, að bjóða Íran upp á -- viðskipti í gegnum gjaldmiðil Kína.
  2. Íran hefur veruleg viðskipti við Kína - þegar. En líkur eru um að Íranar tortryggi Kína, eða a.m.k. dreymi Írana ekki að verða leppríki Kína.
  3. Hinn bóginn - ef Trump skrúfar svo harkalega að Íran, t.d. lokar að stærstum hluta -dollar- hagkerfinu fyrir Íran, beitir sér að auki til þess - að hindra að erlend fyrirtæki versli við Íran, þ.e. geri fyrirtækjum það að velja viðskipti við Bandar. eða Íran.
  4. Þá gæti vel farið svo -- að Íran halli sér að Kína.
  • Ég gæti vel trúað því, að Kína væri tilbúið að selja Íran - nútíma vopn. En vopnabúnaður Írans er almennt kominn til ára sinna.
  • Við skulum ekki algerlega útiloka, möguleikann á kínverskum flotastöðvum. Andspænis bandarískum stöðvum hinum megin við flóann.

Punkturinn er sá - að ekkert af þessu gerist.
Nema að Trump fari með mjög harkalegum hætti.
Að vega að möguleikum Írans til - efnahagsuppbyggingar.

Ef Íran verður - formlegur bandamaður Kína.
--Væri það mjög verulegt - strategískt tap fyrir Bandaríkin.
Mig grunar að núverandi hægri stjórn Bandaríkjanna - geti verið blind á þessi atriði.

  • En ef Trump færi í Kalt-stríð við Kína, og þvingaði Íran til að halla sér að Kína.
  • Gæti Íran mjög vel orðið Bandaríkjunum - töluvert skæður Kaldastríðs óvinur, hafandi í því tilviki - Kína sem bakhjarl.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður rökstutt, er ég þeirrar skoðunar að ef ný hægri stjórn Trump, vegur harkalega að Íran - þá séu líkur á því að það leiði fram, strategískt tap Bandaríkjanna.
Það sé mun vitlegra fyrir Bandaríkin, að hreyfa ekki við Íran!
En þá sé ég engar verulegar líkur á að Íran velji að halla sér að Kína.
Þar sem að ég tel að Íran velji sér -sjálfstæði- ef sá valkostur er fær!

  • En af Bandaríki með harkalegum hætti, sverfa að Íran - væri rökrétt fyrir Íran, að afla sér bakhjarls.

 

Kv.


Hugmyndir um skattabreytingar á Bandaríkjaþingi - gætu hleypt af stað hnattrænu viðskiptastríði

Ég er að vísa til hugmynda Senator Kevin Brady!
Í allra strangasta skilningi er skattahugmynd hans - áhugaverð!

En hann leggur til, að skatta fjármagnsflæði innan fyrirtækja - í stað hagnaðar. Sem auðvitað þíðir, að þá er vonlaust að - fela hagnað frá skatti. Engin ástæða lengur - að kaupa tap til að minnka skatthlutfall, o.s.frv.

  1. Vandinn liggur í útfærslu skattahugmynda Brady!
  2. Að hann vill útfæra þær með þeim hætti - að þær virki sem, tollur á allt innflutt.

U.S. tax plan would break WTO rules, lawyers say

http://thehill.com/sites/default/files/styles/thumb_small_article/public/kevin_brady.jpg?itok=P0OuQScB

Hugmynd Brady um útfærslu, er að fyrirtæki geti - dregið frá kostnað sem fellur til vegna kaupa á aðföngum sem framleidd eru innan Bandaríkjanna; en ekki aðfanga sem framleidd eru utan Bandaríkjanna, m.ö.o. innflutt!

"A 'border adjustment' would be applied whereby companies which import products for resale or use in a manufacturing process would not receive a tax deduction for the cost. Domestic purchases and labor costs could be deducted while U.S. exports would be exempt from the tax."

--Að sjálfsögðu er af og frá að ríki heims mundu láta það óátalið - ef Bandaríkin haga fyrirtækja skattheimtu þannig.
--Að innfluttur varningur sé skattlagður hærra - en varningur framleiddur innan Bandaríkjanna!

En ef annar kostnaðurinn er frádráttarbær - en ekki hinn.
Er nettó útkoman - hærri skattur.

Senator Brady - virðist snúa út úr venjubundnum -- VSK reglum.
En eins og allir þekkja, þá geta menn fengið vaskinn felldan niður eða endurgreiddan, af vöru sem maður kaupir erlendis en - tekur síðan út úr því landi.
Brady heldur því fram að þetta sé -"Export subsidy"- sem sé skv. því heimilt skv. "WTO."

Hann segir að -- að hann miði sitt áætlaða skattalega forskot, við ca. 20% -- sem hann segir vera dæmigerðan -VSK- erlendis.

  1. En punkturinn er sá -- að fá vask endurgreiddan, er ekki "export subsidy." Eins og Brady staðhæfir!
  2. Heldur væri það fullkomlega fáránlegt -- að leggja VSK á varning sem seldur er úr landi --> Sem væri útflutningsskattur. Að sjálfsögðu skattleggur ekkert land, útflutnings með slíkum hætti.
  3. Það er að sjálfsögðu algert kjaftæði - að Bandaríkin veiti innfluttum varningi, í reynd skattalegt forskot - sem sé slæmt fyrir bandarískan iðnað -- með því að taka ekki tillit að hans mati til -- endurgreiðsla VSK sem fyrirtæki fái erlendis á vöru seldri úr landi.
  4. En að sjálfsögðu -- virka reglur fyrir bandarískan útflutning eins og hjá öðrum, þ.e. að Bandaríkin skattleggja ekki sinn útflutning heldur. Ég skil því ekki þetta blaður Brady að Bandaríkin skattleggi ekki það -- sem aðrir gera. Sem rök fyrir skattlagningar hugmynd sinni.
  5. En þ.e. að sjálfsögðu rétt -- að -Vsk- er lagður á allar vörur. Þ.e. innfluttar vörur t.d.
    En þar sem -VSK- er samtímis lagður á vörur sem framleiddar eru innan lands.
    --Þá er ekki byggt inn í -VSK- kerfið -- neitt skattalegt álag á innfluttar vörur umfram það skattalega álag sem lagt er á framleiddar eru innan viðkomandi lands.
    --M.ö.o. sé það kjaftæði - að önnur lönd skattleggi innflutning - með þeim hætti sem Brady talar um.
  6. Sem þíðir að sjálfsögðu einnig - að það sé einnig kaftæði sem Peter Navarro heldur fram, sbr:
    "The unequal treatment of the US income tax system under biased WTO rules is a grossly unfair subsidy to foreigners exporting to the US and a backdoor tariff on American exports to the world that kills American jobs and drives American factories offshore,..."
    Það sé algert kjaftæði - að VSK reglur virki eins og þær virka í öðrum löndum virki sem "export subsidy" í annan stað og að þær á móti virki sem - skattur á innflutning.
    --Ég skil ekki hvernig slíkur rugludallur getur verið Dr. í hagfræði.

----------------------Skv. sérfræðingi í WTO reglum

  1. "The total tax rate on the 100 percent domestically-produced good is going to have a lower effective tax rate than the rate on the import,".
  2. That would breach Article 3 of the General Agreement on Tariffs and Trade, which is policed by the WTO. This allows signatory states to impose permitted tariffs on goods entering their country, but precludes them from treating a domestic item more favorably than an imported one when it comes to internal taxes like sales or income taxes.
  • The WTO Agreement on Subsidies and Countervailing Measures also provides a basis for challenging the U.S. plan, the lawyers said.
  1. While this treaty allows border adjustments, it bars them in relation to direct taxes such as income or profit taxes.
  2. Hence, the plan could be deemed a subsidy on domestic production in the United States and on U.S. exports, Folkert Graafsma, with VVGB Avocats in Brussels said.

---------------------

Ég sé ekki hvernig -ef framkvæmd- slík skattlagning leiðir ekki til, viðskiptastríðs!

En með slíkri breytingu, mundu Bandaríkin -- skattleggja allan innflutning, hærra en varning framleiddur innan landsins.
--Sennilega ca. 20% tollur sem þetta mundi samsvara - á allan innflutning.

Og þ.e. enginn smáræðis tollur!

  1. Við erum þá ekki að tala um viðskiptastríð -- bara við Kína og Mexíkó.
  2. Heldur milli Bandaríkjanna, og allra helstu stærri framleiðsluhagkerfa heimsins.

M.ö.o. hnattrænt viðskiptastríð.

Hverjar yrðu afleiðingar?
Í þessari færslu er vitnað í mat á afleiðingum af viðskiptastríði milli Kína og Mexíkó:
4,8 milljónir starfa mundu tapast ef Trump fer í viðskiptastríð við Kína og Mexíkó.
Afleiðingar gætu orðið -- verri af viðskiptastríði Bandaríkjanna, við öll önnur stærri lönd.

 

Niðurstaða

Ef tillaga Brady nær fram -- þá er ég að tala um atburð af svipaðri stærðargráðu, grunar mig, og er Herbert Hoover forseti Bandaríkjanna 1929-1933, lagði einhliða á verndartolla á allan innflutning til Bandaríkjanna!
--En það þarf að fara alla leið aftur til Hoover forseta.
--Til að finna forseta sambærilegan við Trump, þ.e. forseta sem berst fyrir - verndarstefnu.

Afleiðingar verndarstefnu Hoover urðu skelfilegar.
--Þ.e. önnur ríki svöruðu tollum Bandaríkjanna!

Og heims hagkerfið datt niður í hraðan niðurspíral.
Sem gerði heims kreppuna á 4. áratugnum að því djúpa helvíti er hún varð að.

  •  Smoot–Hawley Tariff:"US imports decreased 66% from $4.4 billion (1929) to $1.5 billion (1933), and exports decreased 61% from $5.4 billion to $2.1 billion. GNP fell from $103.1 billion in 1929 to $75.8 billion in 1931 and bottomed out at $55.6 billion in 1933."

En gagnkvæmir tollar leiða - einmitt fram þessar afleiðingar.
Gríðarleg aukning af atvinnuleysi varð að sjálfsögðu þegar önnur lönd brugðust við með sama hætti.

 

Kv.


Áhugaverð vörn fyrir, fríverslun, sem barst til Trumps frá bandaríska landbúnaðargeiranum -- ætli bandarískir bændur sjái eftir stuðningi við Trump?

Bréf bandarískra landbúnaðarframleiðenda er merkilegt: Dear President Trump.

Það sem er merkilegt við þetta bréf, er að það inniheldur rökstudda vörn fyrir fríverslun. Að auki, þó allt sé kurteislega orðað, hafnar það rökum Trumps eða fullyrðingum - að NAFTA samningurinn hafi verið - slæmur fyrir Bandaríkin. Hvað þá, versti samningur allra tíma, eins og Trump ítrekað hefur sagt.

Það merkilega við málið allt, er að bandaríski landbúnaðurinn er gríðarlega háður alþjóða viðskiptum - því Bandaríkin framleiða miklu mun meir af landbúnaðarvörum en þau sjálf geta ráðið við að torga.

  1. Cirka 1/3 alls útflutnings landbúnaðarvara - fer til Mexíkó.
  2. Og Kína!

Og Trump ætlar bersýnilega í viðskiptastríð við bæði löndin!
Og það blasir því við, augljóslega, að bandaríski landbúnaðurinn verður fyrir mjög miklu tjóni.

Trump puts U.S. food, farm companies on edge over Mexico trade

This Industry Just Found Out What It's Like to Do Business in Trump's America

Trump’s trade agenda is on a collision course with his rural voters’ economic interests

 

Það skrítnasta við allt málið, þó það hafi blasað við hver stefna Trumps væri - fyrir kosningar, þá kusu landbúnaðarhéröðin samt Trump með góðum meirihluta!

En hvergi verður aukning atvinnuleysis meiri innan Bandaríkjanna, ef Trump fer í viðskiptastríð -- þá lendir mikill fjöldi starfa í landbúnaðargeiranum strax í óvissu.

  1. "The United States is the world's largest soybean producer, and our farms export nearly half of what they harvest."
  2. "The biggest recipients are China and Mexico, which together account for nearly 70 percent of US soybean exports, buying a total of about $16.6 billion worth of the product."
  3. "They also make up two of the top three destinations for US pork."

Svo er það TPP-samningurinn, sem Trump sló af á 1-degi er hann tók formlega yfir. Og Trump barðist gegn í gegnum gervalla kosningabaráttuna.
--Hvað sagði landbúnaðargeirinn um þann samning?
--Er þeir fréttu af þeirri ákvörðun Trumpsins?

"The American Farm Bureau Federation...expressed dismay over Trump's rejection of the TPP, mourning it as a "positive agreement that would add $4.4 billion annually to the struggling agriculture economy" and requesting that Trump commit to "ensuring we do not lose the ground gained—whether in the Asia-Pacific, North America, Europe or other parts of the world."

Sennilega er bandaríska - landbúnaðarmafían, einn helsti stuðningsaðili alþjóðaverslunar og viðskipta í Bandaríkjunum.

Þess vegna hljómar það svo öldungis furðulegt - hversu þétt landbúnaðarsvæðin, stóðu að baki framboði Trumps.
--Án þess greinilega að hafa fengið nokkuð frá Trump í staðinn.

Tölum um að vera - sjálfum sér verstir!

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum landbúnaðargeirans við áframhaldi stefnu Trumps - því að sú stefna gengur svo fullkomlega á svig við þeirra mikilvægustu hagsmuni.
--En landbúnaðarsvæðin hafa lengi kosið -- Repúblikanaflokkinn!

En getur það haldist svo áfram, ef stefna Trumps fer að virkilega stórskaða efnahag landbúnaðarframleiðendanna - sem studdu svo dyggilega, eins og venja hefur verið hjá þeim, við kosningabaráttu Repúblikana.

A.m.k. virðist klárt að þeir munu beita þingmenn sína, þ.e. þá Repúblikanaþingmenn er þeir kusu og studdu, þrýstingi.
--Það gæti haft áhrif á það, hversu þægur Repúblikanaflokkurinn verður Trump.

Spurning, ef Trump heldur viðskiptastríðs áformum við Kína og Mexíkó - til streitu.
Hvort að mætt verði til Washington - til að mótmæla?

Það væri áhugavert, ef landbúnaðarsvæðin - er svo lengi hafa kosið Repúblikana, mundu mæta til að mótmæla stefnu forseta - Repúblikana!
--Kannski tækifæri fyrir pólitíska andstæðinga Repúblikanaflokksins, að veiða til sín - miðríkin næst þegar kosið verður, ef Trump leiðir efnahagslegar hörmungar yfir þau fylki.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 847460

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 281
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband