Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Hafa einræðisherrar alltaf rétt til að stjórna? Ágætt að ryfja upp fall Erich Honecker

Höfum í huga að lýðræðisrýki ganga út frá þeirri grunnhugmynd, að valdið komi frá fólkinu.
Sú grunnhugmynd einnig inniber aðra, nefnilega rétt fólksins til að losa sig við þau stjórnvöld, sem þeim ekki líkar við.
Í lýðræðisríkum er almenningur "sovereign"/fullvalda - ekki ríkið sem slíkt.

Þetta er í eðli sínu í algerri mótsögn við einræðisherra, og hugmyndir til stuðnings þeim.
En þá er stuðst við, ríkismiðaða valdshugmynd.
Þá er ríkið sjálft, miðja valdsins m.ö.o. ríkið er fullvalda eða "sovereign."
Það eru engin sérstök takmörk við valdi slíks ríkis, í ríkismiðuðu móteli.
Né þar af leiðandi á - rétti þess ríkis, til að beita þegna sína valdi.

  1. Hin lýðræðislega sýn.
  2. Og hin ríkismiðaða sýn.
  • Eru eðli sínu, fullkomnar andstæður.

Í dag er gjarnan rifist um það - hvort á að styðja eða veita andstöðu einræðisstjórn Sýrlands.
Miðað við valds-miðuðu hugmyndafræðina ->Hefur Assad ekkert rangt gert.
En miðað við þá lýðræðislegu -> Þá hefur hann gert allt rangt.

Erich Honecker fyrrum leiðtogi til margra ára Austur-Þýskalands

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/7/75/Bundesarchiv_Bild_183-1986-0421-044,_Berlin,_XI._SED-Parteitag,_Erich_Honecker.jpg

Fall Honecker hófst í maí 1989, þegar Ungverjaland sem þá hafði tekið mörg skref í lýðfrelsis átt, ákvað að rífa járntjaldið á landamærum sínum við Austurríki.
Tugir þúsunda A-Þjóðverja notuðu þá smugu til að ferðast til Austurríkis - út úr fyrirmyndarríki Honeckers. Honecker auðvitað fyrir rest, lokaði landamærum A-þýskalands gagnvart Ungverjalandi.
Þann 3. október var Honecker búinn að loka landamærum A-Þýskalands, í allar áttir.

Þá hófust götumótmæli í Leipzig A-Þýskalandi.
Þau voru merkilega fámenn fyrst í stað, þ.e. 1.200 - 1.500 mótmælendur, dagana 4, 11, og 18 Sept. 1989.
Lögregla barði á hópnum í hvert sinn, handtók nokkurn fjölda í hvert sinn, en mótmælendur létu sér ekki segjast.Þann 25. sept. mættu 8.000. Síðan mánudaginn á eftir, mættu 10.000.

Það er vitað að Erich Honecker gaf skipun í kjölfarið --> Að næst þegar mótmælafundur færi fram, yrði skotið á mótmælendur.

Þann 9. október mættu 70.000. Síðan mánudaginn 16. okt. 1989, mættu 120.000.

Þann 18. október - fór fram innri bylting í stjórnarflokknum, og Honecker var settur af.
__________________

Þegar á reyndi, reyndust flokks yfirvöld í Leipzig ekki tilbúin til að hrinda í framkvæmd, skipunum yfirboðarar síns - leiðtoga landsins til margra ára, Erich Honecker.

Þegar Honecker gat ekki knúið vilja sinn fram --> Reyndist lýðræðisþróunin óstöðvandi í A-Þýskalandi, eins og hún reyndist vera annars staðar í A-Evrópu það ár.

 

Miðað við valdshugmynd þá sem styður Assad í Sýrlandi!

Þá hafði Honecker allan rétt - það er, að láta skjóta á óvopnaða mótmælendur, ef ekkert minna þurfti til, til að halda völdum.
Skv. þeirri valdshugmynd --> Eru uppreisnarmenn, alltaf glæpamenn.
Það eru alltaf þeir sem eru að brjóta af sér, aldrei ríkið - burtséð frá því hve marga það hefur drepið í tilraun til að brjóta niður uppreisn eða byltingartilraun.

  1. Það má alveg velta því fyrir sér, hvað hefði getað gerst, ef yfirvöld í Leipzig hefðu hlítt skipunum yfirboðara síns, og látið byssukjaftana tala.
  2. Munum að A-Þýskaland hafði mjög virka leynilögreglu, Stazi, sem hafði skipulagt njósnavef er umvafði allt samfélagið í landinu, þ.e. enginn íbúa gat verið viss hver væri ekki að njósna fyrir Stazi.

Það eru örugglega nokkrar líkur á að A-Þýskaland, hefði getað séð - vopnaða uppreisn í kjölfarið, síðan jafnvel borgarastríð. Sem síðan hefði getað skapað flóttamannastraum.

En skv. valdshugmynd þeirri sem styður Assad --> Eru engin takmörk fyrir rétti einræðisherrans, til beitingar valds gagnvart eigin þegnum, til að kveða niður uppreisnir.
_____________________

Það er áhugavert að hafa í huga Túnis:

  1. Þar var einnig einræðisherra við völd, Ben Ali.
  2. Fjölmenn mótmæli hófust gegn honum í des. 2010.
  3. Í jan. 2011 steig hann upp í þotu í útlegð frá Túnis.

Þetta er einnig áhugavert atriði varðandi spurninguna um vald!
Menn segja, að rétt sé að styðja - Assad, vegna stöðugleika prinsippis.

Þá verður merkilegt að íhuga, að í Túnis - skall ekki á borgarastríð, helstu borgir landsins hafa ekki verið sprengdar í tætlur, það eru ekki milljónir borgara landsins á flótta, og ekki síst - stór svæði landsins eru ekki undir stjórn hættulegra íslamista.

Það virðist að Ben Ali hafi betur áttað sig á því.
Hvað mundi stuðla að stöðugleika landsins - - heldur en Assad.

Spurning hvort að Assad telji enn, ynnst inni - að hann hafi tekið rétta ákvörðun.
Að berjast við eigin landsmenn! Verja völdin, hvað sem það kostaði.

Ítreka - engin stór landsvæði í Túnis undir stjórn hættulegra íslamista samtaka.

 

Niðurstaða

Eins og ég er að sýna fram á, punktur sem ég hef áður á bent, þá hafði Assad möguleika til að forða því að fjölmenn götumótmæli vorið og sumarið 2011 mundu myndbreytast í vopnaða uppreisn.
Skv. sýn þeirra sem styðja Assad <--> Er réttur einræðisherrans til valda slíkur, að hann sé hafinn yfir slíkar vangaveltu.

 

Kv.


Svartfjallaland að ganga í NATO <--> Stjórnvöld Rússlands mótmæla

Svartfjallaland er í reynd með afskaplega merkilega sögu - sem nær aftur mörg hundruð ára sögu sjálfstæðis. En þetta er eina landið á Balkanskaga sem aldrei laut Tyrkjum.
Ekki laut það heldur Austurríki/Ungverjalandi keisaradæminu.

  • Rétt að benda á að landið var ekki alltaf í núverandi stærð.

Af hverju ætli að Rússar séu að mótmæla?
Góð spurning - því það blasir ekki við nein góð ástæða!

Þó að Svartfjallaland hafi tilheyrt Serbíu frá lokum Fyrra Stríðs, er sambandsríkið Júgóslavía var stofnað, auk þess að Svartfellingar fengu ekki að vera sjálfstæðishérað í því sambandsríki heldur voru felldir undir Serbíu sem hérað þar.
*Þá var hvað gerðist, að Serbía afnam mörg hundruð ára sögu sjálfstæðis Svartfjallalands.

Sem þíðir ekki að það hafi verið sérstakur vilji Svartfellinga, að glata sínu sjálfstæði.
En NATO aðild Svartfellinga <--> Mun óneitanlega styrkja þeirra sjálfstæði frá Serbíu.

En það ætti þó að sjást að út frá hagsmunum Serbíu, er ákaflega hentugt að Svartfellingar tilheyri þeim - séu ekki sjálfstæðir; því þá er Serbía ekki landlukt.

http://mapregion.com/wp-content/uploads/2015/10/mapofmontenegro-jpg.jpg

Ég held að klárt sé að Ísland og Íslendingar eigi að styðja Svartfellinga í þessu máli!

Það er klárt að Svartfellingar vilja aðildina að NATO - - núverandi leiðtogi Svartfellinga fer heldur betur fögum orðum um NATO þjóðir!
Milo Djukanovic:Montenegro is entering the exclusive circle of states which are synonymous with the highest values of modern civilisation,

Höfum í huga, að í augum Svartfellinga - lítur fortíðin dálítið öðruvísi út, en Serbar setja hana gjarnan fram
Serbar gjarnan sjá Júgóslavíu samandsríkið í nokkrum ljóma, því þá voru áhrif Serba mun meiri en í dag.
Vissan hátt mini útgáfa af söknuðu Rússa yfir hruni Sovétríkjanna.

*En fyrir Svartfellinga, þá voru þeir sviknir.
En Svartfjallaland var hluti af bandalagi Vesturvelda og Rússlands gegn Þýska keisaradæminu og Austurríki Ungverjalandi.
Bæði löndin, Serbía og Svartfjallaland voru hernumin af her Austurríkis-Ungverjalands.
*En 1918 var Svartfjallaland lagt niður, og fært undir Serbíu.
Konungurinn af Svartfjallalandi samþykkti aldrei þann gerning, hann var þá staddur í Frakklandi ásamt útlagastjórn landsins sem ekki samþykkti gerninginn heldur - fjölmenn mótmæli og skæruhernaður brutust síðan út í Svartfjallalandi í kjölfarið.
*Svartfjallaland er hafði verið sjálfstætt samfellt í árhundruð, innlimað og fært undir Serbíu. Síðan þegar fljótlega á eftir Júgóslavía var stofnuð, fengu Svartfellingar ekki að vera eitt af fylkjum Júgóslavíu, heldur voru með þann lægri bás - að vera hérað í Serbíu.

  • Svartfellingar notfærðu sér síðan, ósigur Serbíu til að hrifsa til sína - raunverulegt sjálfstæði 1996.
  • Áratug síðar, eftir margra ára samninga við Serbíu - fór fram almenn atkvæðagreiðsla Svartfellinga, sem lauk með samþykki meirihluta íbúa fyrir formlegu sjálfstæði.


Viðbrögð Rússa á þá leið að Svartfellingar verði nú að ógn

"Russia’s foreign ministry...“openly confrontational step, fraught with further destabilising consequences for the Euro-Atlantic security system”... NATO “once again confirmed the immutability of its commitment to reckless expansion of its geopolitical space,artificial division of states into ‘us’ and ‘them’, and promoting ideas about its own security at the expense of the security of others”

"Dmitry Peskov, spokesman for President Vladimir Putin - “Moscow has always said that the continued expansion of Nato, of Nato military infrastructure in the east, cannot but lead to a response from the east, that is from Russia,"

"Viktor Ozerov, head of the committee on defence and security in Russia’s upper house - “For Russia, Montenegro is becoming a potential participant in а threat to the security of our country,”"

  1. Best að ítreka, að Svartfellingar klárlega sjálfir vilja þessa aðild.
  2. NATO hefur nú formlega boðið þeim aðild, þannig að Svartfellingar sjálfir þurfa aðeins að samþykkja boðið.
  3. NATO lönd stundum senda þannig boð, þegar fulltrúi viðkomandi lands hefur rætt við fulltrúa einstakra meðlima - óformlega, og rætt mögulega aðild.
  4. NATO hefur aldrei neytt neitt land til aðildar - þarf formlegt samþykki hvers lands, eins og það þurfti formlegt samþykki Íslands 1949.

Það sem þetta sýnir ákaflega vel - eina ferðina enn.
Að Rússar eru ekkert sérstaklega áhugasamir um vilja þeirra þjóða sem ganga í NATO.
Skv. frásögn Rússa eða þeirra er ráða í Kreml, og stuðningsmanna þeirra, þá er aðild sérhvers nýs Evrópulands að NATO - - form af ofbeldi NATO gegn Rússlandi.
Það virðist engu máli skipta, að í sérhverju tilviki síðan 1991, var það vilji viðkomandi þjóðar að fá aðild að NATO.

M.ö.o. eru Rússar í reynd eru rússneskir ráðamenn <--> Að forsmá sjálfstæðan rétt, þeirra landa er hvert í sínu lagi, út frá sínu mati á sínum hagsmunum - sannarlega ekki út frá þeirra mati á hagsmunum Rússlands, heldur mati á sínum hagsmunum <--> Tóku sína ákvörðun.

  • Ísland, og Íslendingar, hljóta að verja --> Prinsippið um sjálfsákvörðunarrétt!

 

Niðurstaða

Það er nefnilega lóðið, vandamálið er undirliggur andstöðu Rússa við aðild þeirra þjóða er gengið hafa í NATO eftir 1991 <--> Að rússneskir ráðamenn, einfaldlega bera ekki nokkra virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þeirra þjóða.
Þegar þeir tala um ákvörðun þeirra þjóða - sem atlögu að Rússlandi.
Þá samtímis eru þeir í hvert sinn, að forsmá þann sjálfstæða vilja hverra af þeim þjóðum, er á sínum tíma tók sína ákvörðun í samræmi við - eigið hagsmunamat.

Krafan um að - tekið sé tillit til hagsmuna Rússa! Er í reynd ekkert minna en, krafa um að stjórnvöld í Rússlandi - megi hlutast til um sjálfstæði þeirra landa!

Er það því nokkur furða!
Að Evrópuþjóð eftir Evrópuþjóð, haldi áfram að taka þessa ákvörðun?

Ef rússneskir Ráðamenn halda að þeir séu að spyrna við.
Þá eru þeirra áhrif líklega frekar að hvetja þau lönd er enn eru áhugasöm um aðild, frekar en að letja!

Því hræddari sem þær þjóðir eru við Kreml - því stærri er löngun þeirra eftir aðild.

 

Kv.


Fiskveiðar að hætti Norður Kóreu

Rakst á þessa frásögn í Reuters. Þó hún sé ekki þannig séð -stórfrétt- þá tjáir hún enn eina ferðina, grimmd þess samfélags sem Kimmarnir hafa búið til.

North Korean ghost boats, in deadly hunt for fish, wash up in Japan

Unidentified wooden boat which was found in the sea off Noto Peninsula, is seen in Wajima, Japan, in this photo taken by Kyodo November 29, 2015. REUTERS/Kyodo

"The Japanese coast guard and police reported 12 incidents of wrecked wooden boats, including some that were in pieces, on the country&#39;s shores and waters since October, containing 22 dead bodies, including five skulls."

"...hand-written sign identified one boat as belonging to unit 325 of the North Korean army, according to footage from Japan&#39;s NHK Television. Tattered cloth was found aboard the vessel that appeared to come from the North Korean flag, the video showed."

"TV images of some of the boats showed relatively large but otherwise primitive-looking motorized craft and the coast guard said they did not have GPS navigation systems. Those aboard could have died of starvation and exposure to the cold after getting lost."

"Kim Do-hoon, a professor of fisheries science at Bukyong National University in Busan. "Kim Jong Un has been promoting the fisheries, which could explain why there are more fishing boats going out," he said. "But North Korean boats perform really poorly, with bad engines, risking lives to go far to catch more. Sometimes they drift and fishermen starve to death," he said."

  1. Eins og sést, virðast þetta vera alveg opin fley, eins og kemur fram, með lélegar vélar, vantar nútíma staðarákvörðunarbúnað.
  2. Ég get vel trúað þeim ekki að hafa nein fjarskiptatæki.

Þá getur þetta mjög vel gerst með þeim hætti sem Próf. Kim Do-hoon lýsir.
Að aumingja mennirnir svelti í hel úti á hafi.
Þeir geta hafa villst í þoku.
Vélin gæti hafa bilað - jafnvel líklegasta skýringing.
Krókni úr kulda og vosbúð áður en hungrið dregur þá til bana - ekki endilega það ólíklegt, því sennilega eru þeir ekki vel búnir hvað fatnað varðar - í fyrirmyndarlandi Kimmanna.

Í einu tilvikinu finna japanarnir hauskúpur og beinagrindur.

  1. Áhugavert að n-kóreanski herinn sé að reka fiskibáta.
  2. En kannski ekki svo furðulegt, ef haft er í huga að sjálfsagt er meiriháttar vandamál að tryggja hernum nægilega fæðu - í fyrirmyndarlandi Kimmanna.

Það kemur fram í greininni - að Kim Jong Un, núverandi Kim, leggi áherslu á eflingu fiskveiða - til gjaldeyrisöflunar.

En þ.e. bersýnilega ekki verið að kosta miklu til öryggis - þeirra sem látnir eru veiða.
En höfum í huga <--> Ef Japanir hafa fundið 12 flök. <--> Þá er það örugglega einungis hlutfall af þeim fjölda, sem raunverulega hafa farist sl. 2 mánuði.

 

Niðurstaða

Ef maður heldur að Kimmarnir geti ekki sokkið lægra - þá virðist þeim ávalt takast að finna nýjar lægðir. Eins og sést á meðferð aumingja fiskimannanna, en örugglega mun fleiri hafa farist en þau fley er rekið hafa á japanskar strendur. Þá virkilega er N-Kórea rekin sem risastórar þrælabúðir.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 847329

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband