Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Engin eftirgjöf af hálfu deiluaðila í Úkraínu, landið virðist því á öruggri siglingu í borgarastríð

Fjöldi málsmetandi aðila í Evrópu og Bandaríkjunum, virðast telja að yfirlýsing Pútíns á fimmtudag þ.s. hann óskaði eftir því, að uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk héröðum í A-Úkraínu mundu fresta almennum atkvæðagreiðslum um sjálfstæði þeirra héraða; hafi verið kaldhæðnislegt leikrit. Eða með öðrum orðum, Pútín hafi reiknað með því að uppreisnarmenn gegn stjv. í Kíev, mundu hafna ósk hans. Hún hafi einungis verið lögð fram í áróðursskyni - til að gefa það til kynna, að hann hafi enga stjórn á rás atburða innan A-Úkraínu, að uppreisnarmenn stjórni sér sjálfir.

Ég hef í sjálfu sér ekki hugmynd hvort þetta er rétt túlkun, þó það geti verið. 

Ukraine crisis: Pro-Russia separatists defy Putin on vote

Ukraine rebels ignore Putin call to delay self-rule vote

Pro-Russian Separatists in Ukraine Reject Putin's Call to Delay Vote 

 

Úkraína er á stórhættulegum kúrs

Undanfarið hafa verið raunverulegir bardagar milli stjórnarhersins og rússn.mælandi stjórnarandstöðuhreyfinga í A-Úkraínu. Miðað við það hve vel þeim hreyfingum gengur, þ.e. þær hafa ekki verið gersigraðar með hraði heldur verjast af krafti og bersýnilega - umtalsverðri getu. Þá er líklega farið að vera rétt, að nefna þær "skæruliðahreyfingar."

En orðalagið "friðsamir mótmælendur" sem gjarnan heyrist á vefjum "stuðningsmanna" getur ekki átt við hreyfingar, sem bersýnilega eru "vel vopnaðar" og að auki eru bersýnilega "vel bardagahæfar."

Yfirlýsingar beggja aðila sýna "algeran skort á sveigjanleika."

  1. "Denis Pushilin, a leader of the self-declared separatist Donetsk People's Republic, expressed gratitude to Putin but said the "People's Council" had voted unanimously on Thursday to hold the plebiscite as planned." - ""Civil war has already begun," he told reporters. "The referendum can put a stop to it and start a political process." A man holding a Kalashnikov stood behind him."
  2. "Roman Lyagin, head of the Donetsk People's Republic's so-called electoral commission, said more than three million voting slips had been published and sent to towns across the region. The vote will take place in schools and other administrative buildings and would meet "European and international standards," he said." - ""It's important to hold the referendum on May 11, because if we'd put it off for even a week, we'd have lost the trust of ordinary people," Mr. Lyagin said."  - "Given limited resources, Mr. Lyagin said the commission was staffed by volunteers." - ""Almost all the money was spent on toner to print the ballots," he said"  - "Organizers of the independence referendum say if the vote passes they aim to create a new state called Novorossiya that would include the Donetsk and Luhansk regions."  
  3. "Acting President Oleksandr Turchynov said...the government is open to negotiations, but not with what he called terrorists." 
Miðað við þetta, er pólitíska ferlið sem Pushilin tala um - stofnun lýðveldisins "Nýtt Rússland" eða ég er nokkuð viss, að "novo" þíðir "nýtt" eða "nýja."
 
Með því að lesa hans orð í samhengi við orð kosningastjóra hans, virðist það "eðlilegur" skilningur.
-------------------------------
 
Skipaður forseti Úkraínu, Turchynov - auðsýnir í engu meiri sveigjanleika, með því að segjast gersamlega hafna öllum viðræðum við "hryðjuverkamenn."
  • En ég verð að segja, að ég sé ekki meiri skynsemi í orðalagi úkraínskra stjv. - þ.s. andstæðingar þeirra eru "uppnefndir" hryðjuverkamenn.
  • Fremur en af áráttu andstæðinga úkraínskra stjv. að nefna þau og þeirra stuðningsmenn "nasista." 
Þetta virðist vera hegðunarferli sem nefnist á ensku "demeaning" sbr. orðabók: "The adjective demeaning describes something that lowers a person's reputation or dignity." - - eða með öðrum orðum, að sverta mannorð andstæðinga sinna.
 
Þetta er auðvitað form af áróðri - þ.e. verið að varpa upp ímyndum. Sá þeim um samfélagið í landinu.
 
Vandi er sá, að þær tilraunir beggja - dýpka þá stöðugt gjána milli þjóðahópanna í landinu, magnar þannig hættu á "spontant" ofbeldisatburðum, eins og atburðinum í Odessa sl. föstudag.
 
En að auki, með því að sá þannig hatrinu sem öfgahóparnir tveir bera til hvors annars - magna þeir stöðugt hættuna á því að deilan leysist upp í víðtækt borgarastríð.  
-------------------------------
 
Augljóslega mun stjórnin í Kíev, gera sitt ítrasta til að eyðileggja hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu sem andstæðingahóparnir ætla að halda, þann 11/5 nk.
 
En augljóst er mjög mikil óvissa um það, hve víðtæk þátttaka mun verða - hafandi í huga að uppreisnarmenn ráða ekki alls staðar innan sinna héraða, það eru vegatálmar víða sem haldið er uppi af stjórnarhernum.
 
Og að sjálfsögðu, mun enginn óháður eftirlitsaðili vera til staðar, til að staðfesta að atkvæðagreiðsla fari virkilega fram skv. lýðræðislegum leikreglum - né með talningu.
  •  Líkur virðast miklar á "lítilli þátttöku" að líklega muni "mjög áhugasamir kjósendur mæta," aðrir sitja heima.
  • T.d. gæti verið mikill meirihluti atkvæða, en þátttaka t.d. ekki nema 20%.
Það yrði afskaplega ótrúlegt, ef uppreisnarmenn skella fram tölum sambærilegar við þær sem haldið er fram að séu réttar frá atkvæðagreiðslunni á Krímskaga þ.e. 83% þátttaka og 91%.
 
Það yrði afskaplega erfitt að sjá að slík þátttaka væri möguleg. 

-------------------------------

Á hinn bóginn efa ég að þessi atkvæðagreiðsla í Luhansk og Donetsk, leysi nokkurn hlut - eða eins og fulltrúi uppreisnarmanna hélt fram "mundi draga úr líkum á borgarastríði."

Þvert á móti, mundi líklega niðurstaðan verða sú - að ef eitthvað, mundu átök halda áfram að harðna í kjölfarið.

Stjórnvöld mundu gera sitt besta, til að sigrast á þessu nýja "uppreisnarlýðveldi" eins og þau mundu líta á málið - - tja ekki ósvipað, og Bandaríkin beittu hörku gegn eigin uppreisnarmönnum í sínu borgarastríði eftir að nokkur fylki lýstu yfir stofnun nýs sambandsríkis svokallaðra Suðurríkja

 

Niðurstaða

Það er reyndar áhugavert að bera þetta saman við upphaf borgarastríðsins í Bandaríkjunum. Þá auðvitað snerust deilurnar um allt aðra hluti. En þar var afstaða aðila þannig, að gjáin í afstöðu á endanum reyndist óbrúanleg. Stríðið braust út af mikilli hörku í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar hinna svokölluðu S-ríkja.

Ég er nokkuð viss að í stað þess sem að herra Lyagin virðist halda, að atkvæðagreiðsla uppreisnarmanna sé einhvers konar "lausn" - án hennar verði borgarastríð. Þá geti það þvert á móti verið sennilegar, að atkvæðagreiðslan marki hið eiginlega upphaf þess.

Þegar deilan braust út yfir í þ.s. mætti kalla alvöru bardaga, með miklu mun meira mannfalli en áður. Þannig muni mál sennilega standa, þar til annar eða báðir aðilar eru "úrvinda."

Sem getur samt þítt nokkurra ára langt borgarastríð - kannski mannfall upp á nokkur hundruð þúsund. Og milljónir flóttamanna.

---------------------

Það var kannski síðasti fræðilegi möguleikinn, til að hindra borgarastríðið, ef báðar fylkingar hefðu verið til í að bakka samtímis, þ.e. uppreisnarmenn að fresta atkvæðagreiðslunni og stjv. til í að hefja formlegar viðræður í kjölfar gagnkvæmrar yfirlýsingar síðan um vopnahlé.

En þessi niðurstaða er bersýnilega úti - svo þ.e. þá líklega borgarastríð. 

 

Kv. 


Pútín óskar eftir því að uppreisnarmenn í A-Úkraínu, fresti almennum atkvæðagreiðslum í sínum héröðum

Menn geta ef þeir vilja verið ákaflega kaldhæðnir á hina nýju nálgun Pútíns, en á þriðjudag talaði Sergei Lavrov um þörf fyrir "sáttatilraunir í Úkraínu" og á miðvikudag, óskar Pútín eftir því að uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk héröðum. Fresti almennum atkvæðagreiðslum - sem fyrirhugaðar eru nk. helgi.

  • En frestun þeirra er sennilega forsenda þess, að stjórnvöld í Kíev séu til í að "íhuga vopnahlé."

Reyndar krefjast Rússar þess enn, að stjv. í Kíev - dragi herlið sitt til baka frá A-Úkraínu -> en strangt til tekið er venja um vopnahlé, að aðilar sem eiga í bardögum - hætti öllum árásum og skothríð, en liðsveitir séu áfram á sömu stöðum, á sömu víglínum. 

Ef stjórnvöld draga sig alla leið til baka, þá hafa þau sennilega þaðan í frá, enn minni áhrif á rás atburða þar en nú - - kaldhæðinn mundi álykta að það sé jafnvel allt og sumt sem Pútín vill ná fram.

Meðan á friðarviðræðum standi, mundu þá uppreisnarmenn - geta betur undirbúið sína atkvæðagreiðslu, sem eiginlega hlýtur að vera ákaflega hroðvirknislega undirbúin á nokkrum vikum undir miklum þrýstingi, almenn þátttaka íbúa gæti þá orðið lítil. Að auki, komið betra skipulagi á stjórn þeirra svæða, sem þeir hafa á sínu valdi.

Og þ.s. að sjálfsögðu hugsanlegt að þetta standi að baki hjá Pútín.

-----------------------------------

Á hinn bóginn hafa rússn. fyrirtæki verið undir töluverðum þrýstingi á mörkuðum, sem líklega þíðir að þau eru að tapa fé, rússn. aðilar hafa átt í vandræðum með "fyrirgreiðslu" og það hefur verið nokkur fjárflótti frá Rússlandi.

Ef Pútín, lækkar spennuna nú, gæti hann minnkað þetta tap, minnkað þrýstinginn á rússn. efnahag, frestað frekari refsiaðgerðum Vesturlanda - - dregið almennt úr efnahagstjóni.

Það án þess að viðræður skili nokkru - - þetta gæti einnig vakið fyrir Pútin.

------------------------------------

Svo er auðvitað þriðji möguleikinn að Pútín sé fyllsta alvara með það, að óttast þá þróun sem sé í gangi innan Úkraínu, enda ef það skellur á borgarastríð mundi flóttamannastraumur vera umtalsverður án vafa til Rússlands, að auki gæti stríðið valdið óróa innan nálægra héraða í Rússlandi.

Þannig séð, gæti hann litið svo á, að mikilvægum markmiðum hafi verið náð, þ.e. staða stjórnvalda í Kíev hafi veikst mikið - sem líklega gangi ekki til baka. Þau eru þegar sjálf farin að lofa, auknu sjálfforræði svæða innan landsins - sérstaklega Donetsk og Luhansk. Það mundi líklega vera erfitt fyrir þau að bakka frá þeim loforðum, ef það á að vera minnsta von um að binda enda á átök.

Hann gæti litið svo á, að með diplómatískum þrístingi geti hann náð fram frekari markmiðum, án þess að taka áhættu á stríðsátökum í næsta landi, og án þess að samskipti við Vesturlönd versni frekar.

  • Hið minnsta er möguleiki að nú sé komin hugsanleg opnun fyrir nýtt friðarferli innan Úkraínu.
  • Það er því líklega fyllsta ástæða til að skoða það mál af fyllstu alvöru.

Putin Says He’s Moving Troops From Border to Ease Tension

Putin calls on Ukraine rebels to put off secession vote

 

Niðurstaða

Höfum það vissulega í huga að Pútín sennilega leggur ískaldan "calculus" á allar ákvarðanir sem hann tekur. Það getur vel verið að þetta sé einungis tímabundin taktík, að minnka þrýstinginn á rússn. efnahagslíf - en ef tilraun til friðarsamninga fer fram, þá mundi þrístingurinn á Rússland og rússn. fyrirtæki minnka á mörkuðum, sem mundi draga úr efnahagstjóni. Og að auki, ekkert yrði sennilega af frekari refsiaðgerðum af hálfu Vesturlanda a.m.k. í bili. 

Síðan gæti Pútín metið það, að hlé á bardögum meðan viðræður fara fram, mundi gefa uppreisnarmönnum lengri tíma til að skipuleggja stjórn sína á þeim svæðum sem þeir hafa náð taki á betur, og að auki undirbúa betur þá atkvæðagreiðslu sem þeir ætla að halda.

Ekki síst, getur það verið, að Pútín sjái þ.s. kost - að veita stjórnvöldum í Kíev, andrými - þá til þess að þau nái betur stjórn á málum, á svæðum annars staðar innan Úkraínu en Donetsk og Luhansk. Svo þau geti kælt ástandið á þeim svæðum - hugsanlega forðað frekari upplausn landsins. En það þarf alls ekki vera að Pútín vilji þá útkomu, þ.e. svo mikla upplausn á þjóðríkinu Úkraínu að leitt gæti til borgaraátaka. 

Ef viðræður fara út um þúfur, mundu Luhansk og Donetsk héröð líklega fljótt í kjölfarið yfirgefa landið, en kannski mundi andrýmið sem Pútín gefur, veita stjv. þann frið sem þau þurfa - til þess að brotthvarf þeirra héraða framkalli ekki "frekari upplausn í landinu."

Kannski nægir það Pútín, að fá Donetsk og Luhansk héröð. Hann vilji í raun og veru ekki borgarastríð.

Hver veit, það á eftir að koma í ljós hvað raunverulega vakir fyrir Pútín. En þ.e. a.m.k. tilraunarinnar virði, að gera þessa tilraun - með vopnahlé og friðarviðræður! 

 

Kv. 


Rússland leggur til frestun forsetakosninga í Úkraínu - stjórnvöld í Úkraínu segja rússneska mótmælendur sjálfa óvart hafa orsakað eldhaf sem drap 46

Viðbrögð fulltrúa stjórnvalda vesturlanda hafa verið á þann veg að "hrauna yfir tillögu Rússa" að forsetakosningum í Úkraínu, sem fyrirhugaðar eru þann 25. nk., verði slegið á frest. En Sergei Lavrov sagði að undarlegt væri að halda kosningar við þær aðstæður þegar nánast stríðsástand ríkti í tveim héruðum landsins. Betra væri að fresta þeim - lýsa yfir vopnahléi - síðan fara í það verk sem Rússar hafa áður talað um, að endursemja stjórnarskrá landsins, í tillögum Rússa virðist þó gert ráð fyrir svo miklu sjálfræði héraða. Að það mætti líta á þ.s. nánast upplausn miðstjórnarvalds - þess vegna landsins, í sjálfstjórnarhéröð. Það gengur sennilega of langt. 

Russia urges Ukraine to postpone presidential elections

Það þíðir þó ekki að hugmyndin í almennum skilningi - að fresta kosningum, að lýsa yfir vopnahléi, semja nýja stjórnarskrá í víðtæku samráði - - sé slæm hugmynd.

ÖSE getur sjálfsagt gegnt hlutverki "milligönguaðila" og hugsanlega geta fundir farið fram í einhverju aðildarlanda ÖSE - - þess vegna ef út í þ.e. farið, á Íslandi.

Líklega ekki hjá því komist að fulltrúar andstæðinga stjórnvalda í A-Úkraínu, fái fulla þátttöku.

En þeir virðast ætla að halda velli þrátt fyrir allt þ.s. ríkisstjórnin reynir, til að brjóta þá hópa á bak aftur. Þeir hörðu bardagar sem hafa sl. 2 daga farið fram í Donetsk, eru bersýnilega að framkalla hættu á frekari vandræðum - - en það hafa einhverjir óbreyttir borgarar fallið sennilega af þ.s. kallað er "stray bullets" en þ.e. alltaf hætta þegar mikið er skotið að einhverjir nærstaddir sem ekki eru þátttakendur í átökum, verði fyrir skotum - þó þeim sé ekki miðað að þeim sérstaklega.

Þau dauðsföll meðal almennra borgara þó þau séu ekki mörg - - bætast ofan á reiði vegna dauða 46 í eldhafi í Odessa sl. föstudag.

Ég skil alveg að tortryggni ríki gagnvart Rússlandi, stjórn Pútíns er ekki sérlega þekkt fyrir "lýðræðisvilja." Eða háan standard á lýðræði heima fyrir - - þannig að lexía þaðan um lýðræði hljómar sannarlega smá hjákátleg.

En á hinn bóginn, virðist líklegt að ef forsetakosningar fara fram þann 25. nk., "þá muni þær trauðlega sameina landið" líkur á að þau héröð þ.s. líklega verður ekki kosið, því þar hefur stjórnin engin völd lengur. Muni ekki líta á nýjan forseta sem "lögmætan." Fremur en þann núverandi.

Og þ.e. hætta á að ókyrrð muni breiðast út frekar en orðið er, þær tvær vikur sem eftir eru, ekki hægt að útiloka að kosningarnar verði fyrir umtalsverðum truflunum víðar.

  • Afstaða t.d. forseta Frakklands, virðist vera að það sé í sjálfu sér svo mikilvægt markmið að kosningarnar fari fram, að nýr kjörinn forseti taki við. 
  • Að afstaða Rússlands sé tortryggileg, að baki liggi það markmið eitt - að koma í veg fyrir að kosningarnar fari fram.
  1. Vandinn er í dag, að landið virðist í öruggum farvegi í átt að borgarastríði.
  2. Einhver þarf að gefa eftir, ef það á ekki að enda þannig.
---------------------------------

 

Deadly Ukraine Fire Likely Sparked by Rebels, Government Says

"A horrific fire that killed dozens in a hulking Odessa building where pro-Russian protesters had taken cover was likely sparked by rebels on the roof who accidentally dropped Molotov cocktails, according to a preliminary investigation by the government." 

Ég bendi fólki að horfa vandlega á eftirfarandi myndband sem tekið var bersýnilega af húsi handan við torgið í Odessa, ef menn taka vel eftir rás atburða eftir miðbik myndbands - má sjá fólk henta molotof kokteilum á húsið, og a.m.k. einn hlaupa með slíkan í átt að því - rétt áður en klippt er á, síðan í næstu senu sýnt slökkvilið að störfum. Það má þó einnig sjá eld á einum stað á 4. hæð. En á sama tíma, mikinn eld á jarðhæð - - þ.e. "consistent" við það, að eldur hafi verið orsakaður af molotof kokteilum hent af þeim sem stóðu fyrir neðan. Þ.e. rökrétt síðan að eldurinn leiti upp- -sérkennilegt að halda því fram að hann hafi leitað niður. Ég held að niðurstaða úkraínskra stjórnvalda sé augljóslega ótrúverðug:

Þegar úkraínsk stjórnvöld standa fyrir slíku rugli - eru þau að sjálfsögðu að eyðileggja allan hugsanlegan trúverðugleika.

 

Niðurstaða

Það virðist vera að komið að 11. stundu fyrir Úkraínu. Einhver þarf að bakka ef ekki á að raunverulega skella á borgaraófriður í landinu, sem getur á endanum þróast yfir í mjög blóðugan hildarleik. Það markmið að forða þeirri útkomu, hlýtur að vera það mikilvægasta af öllum.

Vandinn er sá, að hvor deiluaðili ætlast til að hinn gefi eftir. Og klappliðið í kring, hvort sem það eru Vesturlönd eða aðrir - virðast hafa valið sinn aðila til að styðja. 

Ef þetta reipitog heldur áfram, þá getum við séð svipaðan hildarleik í Úkraínu og í Sýrlandi.

 

Kv. 


Dularfullur kínverskur kaupsýslumaður hyggst reisa skipaskurð í gegnum Nigaragua

Ég rakst á frétt um málið í dag, sjá: China's 'ordinary' billionaire behind grand Nicaragua canal plan. Wang Jing, virðist um margt minna á Huang Nubo, sem við Íslendingar komumst í kynni við um árið og hugðist reisa risastórt ferðamannahótel nærri Grímsstöðum á Fjöllum. Ein og með Huang Nubo, þegar Wang Jing er nánar skoðaður, virðist í reynd mörg hans umsvif vera smærri í sniðum - þegar nánar er skoðað - en haldið er fram á vef hans eigin fyrirtækis:

Spotty record for Chinese executive Wang Jing with Nicaragua canal dream.

Við skulum segja, að miðað við hans umsvif fram að þessu, sé mjög djarft svo meir sé ekki sagt, að hann sé að ráðast í eitt stærsta verkfræðiafrek, sem framkvæmt hefur verið á þessari plánetu.

En skipaskurður í gegnum Nígaragúa, væri 3-falt lengri en Panamaskurðurinn. Að auki á hann að vera það breiður og djúpur, að allt að 200þ.tonna skip geti siglt í gegn.

Við erum því að tala um skurð, sem er mun stærri, en 3-föld lengd eingöngu gefur til kynna.

Áætlaður kostnaður a.m.k. 40milljarðar.USD.

  • Þess vegna vaknar eðlilega grunur þess efnis, að Wang Jing sé "framhlið" þ.e. að baki honum sé í reynd, kínverska alþýðulýðveldið.
  • En Kína hefur áður ástundað slíkt, að nota kaupsýslumenn "sem þægilegar framhliðar" fyrir opinber verkefni, t.d. keypti Kína 70þ.tonna flugmóðurskip af Úkraínu, sem smíðað var á lokaárum Sovétríkjanna "en aldrei klárað." Sá sem keypti var "kaupsýslumaður og uppgefin ástæða var sú að til stæði að breyta skipinu í fljótandi spilavíti" - en við komuna til Kína, var það að sjálfsögðu tekið yfir af sjóhernum, en fyrst þurfti að verja miklu fé til að gera það "nothæft" er það ekki nema að á sl. ári sem fleyið komst í notkun sem þjálfunarskip fyrir flotann. Grunað að Kína sé með a.m.k. 3-flugmóðurskip í smíðum.

http://prebenormen.com/wp-content/uploads//2013/07/Nicaragua_Canal_620.jpg?c39e6e
Væri það slæmt fyrir Nígaragúa að gerast kínversk leppríki?

Ég er nefnilega ekki endilega viss að það væri slæm framtíð fyrir íbúa landsins, en hafa ber í huga að landið er bláfátækt. Þegar framkvæmdir hefjast, þá er umfangið líklega það mikið - að landsframleiðsla 2-faldast á meðan. Sem dæmi var "Kárahnjúkaframkvæmdin" aldrei þetta hlutfallslega risastór fyrir Ísland. Kína er örugglega ágætlega sátt við það, að Ortega forseti verði til lífstíðar. En hann hefur breytt lögum og stjórnarskrá þannig, að hún heimilar honum í dag - að halda stöðugt áfram kjörtímabil eftir kjörtímabil þess vegna eins lengi og hann lifir.

Eins og kemur fram á Wiki síðu, þá hefur Nígaragúa hátt á annan áratug, gert tilraunir til að fá hina og þessa, til að íhuga að gera þennan skipaskurð - - en hugmyndir um skurð í gegnum landið komu fyrst fram fyrir meir en 100 árum: Nicaragua Canal

Ef við íhugum mikilvægi Panamaskurðarins fyrir Bandaríkin, þá hefur hann í 100 ár a.m.k. verið gríðarlega mikilvægur "flotaveldi" Bandaríkjanna, vegna þess að hann stórfellt auðveldar Bandar. að beita flota sínum til skiptis á Kyrrahafi og á Atlantshafi.

Við skulum segja, að það spari stórfellt í skipakosti, þ.s. þeir geta tiltölulega fljótt sent skipin á milli hafanna eftir þörfum, einnig skiptir það miklu máli að geta verið mun fljótari en ella - að senda flotann á hugsanlegar átakaslóðir. 

Í Síðari Heimsstyrjöld, þá ætluðu Japanir að gera árás á skurðinn, höfðu sérsmíðað sérstaka kafbáta til þess og sérstaka flugvél sem gat verið um borð í þeirri gerð kafbáta - - Aichi M6A - - I-400-class submarine.

Fyrir utan að vera gríðarlega mikilvægur fyrir flotaveldi Bandar, er Panamaskurðurinn mjög efnahagslega mikilvægur fyrir þau, með því einmitt að stytta gríðarlega siglingaleiðina frá Karabíska hafinu til t.d. Kaliforníu.

  • Kína hefur augljóslega "langtíma metnað" til þess, að ná Bandaríkjunum að völdum og áhrifum í heiminum, ætlar örugglega að verða meiriháttar flotaveldi.
  • En ef Kína á að spila jöfnuð við Bandar., þá þarf Kína að geta staðið jafnhliða Bandar. einnig sem flotaveldi, því án þess að geta sjálft varið sínar kaupsiglingar - er það "tæknilega" í hættu á því, að á þær siglingar verði hugsanlega ráðist, ef landið lendir í deilum við annað flotaveldi. En Kína er ekki sjálfu sér nógt, þarf stöðugt að flytja inn margvíslega hrávöru, það væri því "tæknilega" mögulegt að beita hafnbanni, og neyða það til eftirgjafar.
  • Flota-uppbygging er því grundvallaratriði, ef Kína ætlar sér að vera eins valdamikið land, og mig grunar að hinn nýi skurður, verði augljóslega ekki bara fyrir kaupsiglingar. Heldur í framtíðinni verði þarna kínv. flotastöðvar, og aðstaða fyrir kínv. flotann að beita sér jafnt á Kyrrahafi sem á Atlantshafi.
  1. Hvað íbúa Nígaragúa varðar, þá sé ég marga augljósa efnahagslega möguleika, en með skipaskurði yrði landið að einni mikilvægustu flutningaleið fyrir varning í heiminum.
  2. Lönd sem verða miðlæg með þessum hætti, sögulega séð hafa nær alltaf grætt á því.
  3. En fyrir utan beinar tekjur af skurðinum, ætti umferðin í gegnum landið, gera það hagkvæmt að setja þar upp margvíslega framleiðslu, sem ætlað væri beint á heimsmarkaði.
  4. En þetta er láglaunaland, meira að segja sbr.v. Kína. Ég held að það sé ekki óraunhæft, að ætla að landið geti orðið að áhugaverðum stað, fyrir framleiðslu á margvíslegum ódýrum varningi, sem mundi geta farið beint um borð í skip er eiga leið um.

Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að landið yrði á endanum "vel stætt."

Á móti líklega "eftirláta þeir raunverulegt sjálfstæði sitt að mestu til Kína."

Landið yrði líkega í eigu Kína, með mjög nærri því sama hætti, og Panama hefur verið í eigu Bandar. Sem þíddi líklega, að Kína mundi tryggja að sér þægir mundu stjórna í innanlandsmálum. En Daneil Ortega er örugglega raunsær nægilega, til að skilja hverskonar "díl" hann er að gera.

Það er ekki eins og að Bandaríkin hafi gert eitthvað stórfellt fyrir Nígaragúa í gegnum tíðina.

 

Niðurstaða

Ég veit ekki hver viðbrögð Bandaríkjanna verða, en sjálfsagt er ekki síst þessi aðferð notuð, að beita kaupsýslumanni fyrir vagninn sem framhlið, til að leitast við að draga úr tortryggni Bandaríkjanna. Sérstaklega þegar verkefnið er ekki enn hafið, þó það sé sagt muni hefjast fyrir árslok 2014.

En það gæti vel hugsast, að Bandar. mundu álíta skurðinn "threat" - en á hinn bóginn, þarf kínv. flotinn ekki beint að koma sér þar fyrir á allra næstu árum, Kína getur fyrst gefið sér góðan tíma til að koma sér vel efnahagslega fyrir í landinu, t.d. auk skipaskurðarins gætu það verið kínv. aðilar er einnig ættu margvíslega samsetningarverksmiðjur er mundu starfa í landinu í kjölfar tilkomu skurðarins.

Þannig mundu þá Kínverjar gersamlega efnahagslega drottna innan landsins, með alveg sama hætti og bandar. fyrirtæki áratugum saman áttu og drottnuðu yfir "Mið Ameríku."

Þegar sú efnahagslega drottnun væri alger orðin, væri líklega það orðið um seinan fyrir Bandaríkin, að gera nokkuð í því að losa það traustatak á landinu sem Kína væri þá komið með, ef þá fyrst mundi koma í ljós - - að fyrirhugað væri að reisa stórar flotastöðvar fyrir kínv. flotann svo hann geti einnig verið með aðstöðu við Karabíska hafið.

Mig grunar að Kína sé að hugsa þetta mál mörg ár fram í tímann.

--------------------------------

Skurðurinn hefur töluvert verið gagnrýndur af "umhverfisverndarmönnum" en ég á ekki von á því, að mikið verði hlustað á þá gagnrýni, þegar svo stórir efnahagslegir hagsmunir eru í spilum:

Nicaragua in thrall of canal dream; worries remain

 

 

Kv.


Stjórnvöld Úkraínu virðast ekki beint góð í því að "stilla til friðar" þegar landið færist nær ástandi borgarastríðs

Eins og hefur komið fram í fréttum, urðu nokkrar múgæsingar í hafnarborg Úkraínu við Svartahaf - Odessa. Þegar þúsundir söfnuðust saman við aðallögreglustöð borgarinnar, kröfu hópsins að 67 rússneskumælandi einstaklingum er voru meðal þeirra sem voru handteknir í kjölfar óeirðanna sl. föstudag yrði sleppt, var fyrst hafnað af yfirvöldum á staðnum. En eftir að hópurinn réðst að stöðinni, leitaði inngöngu, braut glugga - - var þeim sleppt, að sögn yfirvalda.

Á meðan aðgerðum stóð sönglaði hópurinn - "Russians won't abandon their own!" - "Russia! Russia!" - "we will not forgive!""

Ef ríkisstjórnin hefði haft "lágmarks skynsemi" þá hefðu múgæsingarnar sl. föstudag "strax verið fordæmdar" - rannsókn hafin, að handtaka einhvern fjölda þeirra sem tók þátt í látunum var ekki undarlegt "strangt til tekið" - en yfirlýsingar stjórnvalda um helgina hafa ekki beint verið þess eðlis, að skapa traust á því að þeir "handteknu" fengu réttláta málsmeðferð.

Ukraine Violence Spreads as Government's Grip on East Loosens Further

Pro-Russians storm Odessa police station, PM slams local police

Ukraine struggles to maintain order

 

Nefnum dæmi:

  1. "Ukraine’s Interior Ministry said that a preliminary investigation found that the fire may have been caused by Molotov cocktails thrown from above by pro-Russian activists." - reynt að halda því fram að rússn.mælandi hópurinn sem leitaði skjóls í tiltekinni byggingu, hafi sjálfur kveikt í. Þetta var sagt á laugardag.
  2. Settur forsætisráðherra Úkraínu fór til Odessa á Sunnudag og sagði eftirfarandi sbr: "Ukrainian Prime Minister Arseniy Yatsenyuk on Sunday blamed the country's security services for failing to stop Friday's violence in Odessa. He said there would be a "full, comprehensive and independent investigation," and that all those who helped instigate the violence would be tracked down." - - En hann sagði einnig eftirfarandi “If the law enforcement system in Odessa worked . . . and protected people, then all of these terrorist organisations would be disposed,” - akkúrat hann og hans ráðherrar kalla andstæðinga aldrei neitt annað en "hryðjuverkamenn" og þeirra athafnir neitt annað en hryðjuverk, þá er rannsóknin á óeirðunum orðin rannsókn á hryðjuverkum, síðan sagði hann að auki -  “all instigators, all organisers and all those that under Russian leadership began a deadly attack on Ukraine and Odessa” - með öðrum orðum að "óeirðirnar hafi verið þáttur í hinni rússnesku árás á landið sem ríkisstjórnin segir vera í gangi."

Svona orðalag er ekki beint til þess að skapa tiltrú á því að rannsókn verði óhlutdræg. Þegar að því er virðist að ráðherra telur sig vita fyrirfram - hvað var í gangi.

 

Vandinn virðist m.a. að aðilarnir sem takast á innan Úkraínu séu orðnir blindaðir af eigin áróðri

Stjórnvöld sjá allt sem gerist - í formi aðgerða þess hluta rússneskumælandi íbúa sem er virkur í andstöðu gegn henni, hvort sem það eru mótmæli eða óeirðir eða róttækari aðgerðir svo sem að setja upp vegatálma eða storma opinberar byggingar, sem hluti af rússnesku plotti til að "grafa undan miðstjórninni í landinu."

Allir þeir sem taka þátt í slíkum aðgerðum, virðast fá titilinn - hryðjuverkamenn.

Andstæðingar ríkisstjórnarinnar eru á sinn hátt að mörgu leiti eins slæmir, en hún virðist gjarnan kölluð "junta" sem er enskur frasi sem gjarnan er notaður utan um valdaklíkur herforingjastjórna, síðast þegar ég vissi þá varð ekki "valdarán hersins" eða "coup d'état" í landinu og landinu er ekki stýrt af fámennri herforingjaklíku. 

Síðan þegar rætt er um þá sem styðja stjórnina eða vinna fyrir hana, þá eru þeir nánast alltaf titlaðir "nasistar" - - það áhugaverða er, að þessu er að því er virðist útbreitt trúað af hópum róttækra andstæðinga, að stjórnarliðar séu nasistar

  • Stjórnarsinnar sjá andstæðinga sína sem hryðjuverkamenn eða einhverskonar 5-herdeildir á vegum Rússa.
  • Rússneskumælandi andstæðingar, sjá stjórnina sjálfa sem "junta" - byltingin er titluð "coupe" einnig eins og um herforingjabyltingu hefði verið að ræða - og stjórnarsinnar, nasistar.

Þessi gagnkvæma "andstyggilega" orðaræða er að sjálfsögðu að eitra öll samskipti á báða bóga.

Magna upp tortryggni - - og eins og ég benti á að ofan, hvernig ráðherrar landsins tala sjálfir, eflir þá tortryggni sem er til staðar, og stöðugt að hlaðast upp. Jafnvel þegar forsætisráðherrann fór sérstaklega til Odessa, til að "gera tilraun til að lægja öldur" - með því að:

  1. Fyrirskipa opinbera rannsókn.
  2. Lögreglustjóri borgarinnar hefur verið rekinn.

Þá eyðileggur hann þá tilraun til sátta, í eigin orðaræðu.

Það má meira að segja vera að hann trúi því "heiðarlega" að andstæðingarnir séu hryðjuverkamenn, en þá á hann ekkert erindi að vera forsætisráðherra landsins. Ef hann er þetta "ofstækisfullur" sjálfur.

---------------------------------

  • Það er einmitt vandamálið, að "ofstækið er gagnkvæmt."
  • Og að auki, ofstæki beggja fylkinga elur á frekara ofstæki, magnar það hjá báðum.

 

Niðurstaða

Ég er reyndar algerleg viss um, að flugumenn Rússa eru á svæðinu. Og eru líklega að ástunda að grafa undan stjórninni í Kíev. Samt sem áður, gengur ekki sú umræða sem stjórnvöld stunda. Að titla andstæðinga sína hryðjuverkamenn og sjá allt sem gerist sem rússneskt plott.

Málið er, að þó líklega sé sannarlega til staðar rússn. plott, er örugglega ekki nærri allt sem er í gangi, hluti af því. Heldur sé raunverulega um að ræða töluverða andstöðu gegn stjórninni meðal íbúa, sem eru rússneskumælandi.

Að titla alla sem hryðjuverkamenn og/eða erlenda flugumenn - einungis magnar þá reiði sem býr í þeim andstöðuhópum. Gerir þá ákveðnari í því að berjast gegn stjórninni. Magnar þeirra tortryggni.

Þó svo að andstæðingar stundi fyrir sitt leiti afskaplega "andstyggilega" orðaræðu, þá er það ekki næg afsökun fyrir stjórnina - - að vera sjálf "jafn slæm" hvað þann þátt varðar.

Eins og málin birtast, þá talar stjórnin eins og að þeir sem sitja á valdastólum, séu sjálfir a.m.k. ekki minni róttæklingar eða öfgamenn, og þeir andstæðingar sem geta ekki talað um stjórnarsinna með öðrum hætti en sem nasista eða stjórnina sem "junta" eða byltinguna sem "coupe."

Þá verður þetta að baráttu - - tveggja öfgafylkinga um völdin í landinu.

Þegar enginn virðist vera að leita eftir því að lægja öldur, þá sé vart um annað að ræða en að vandinn haldi áfram að stigmagnast alla leið upp í borgarastríð.

-------------------------------------------------

Rakst á þessa áhugaverðu grein um "kinverskt megapródjekt" í Nígaragúa, áhugavert:

China's 'ordinary' billionaire behind grand Nicaragua canal plan 

 

Kv.


Ásakanir ganga á víxl milli fulltrúa Vesturvelda og Rússa - fjöldi látinna í Odessa virðist a.m.k. 46

Eins og við vitum voru alvarlegar óeirðir í borginni Odessa á föstudag: Banvænar óeirðir í Odessa - borgarastríð hafið í Úkraínu?. Á laugardag gengu ásakanir á víxl milli fulltrúa Vesturvelda og Rússa, þ.s. Rússar kröfðust þess að stjórnvöld Úkraínu létu af aðgerðum sínum gegn andstæðingum sínum í A-Úkraínu og sögðu ríkisstjórn Úkraínu bera ábyrgð á manntjóninu í Odessa. Á sama tíma, kröfðust fulltrúar Vesturvelda þess að Rússar "hættu stuðningi við aðgerðir uppreisnarhópa í A-Úkraínu í uppreisn gegn stjórnvöld landsins." 

Í vægt sagt mjög áhugaverðri fréttatylkynningu frá Kíev - - var því haldið fram að rússn.óeirðaseggirnir hefðu sjálfi kveikt í byggingunni, sem þeir höfðu leitað skjóls í: 

"Ukraine’s Interior Ministry said that a preliminary investigation found that the fire may have been caused by Molotov cocktails thrown from above by pro-Russian activists."

Þetta passar ekki við mjög áhugaverða ljósmynd frá Reuters, þ.s. klárlega má sjá aðila munda Mólof Kokteil við það að kasta honum í átt að húsinu, er það þegar stendur í björtu báli:

A protester throws a petrol bomb at the trade union building in Odessa on 2 May 2014

Síðan er mjög áhugavert Vídeó er virðist sýna "árás úkraínskumælandi óeirðaseggjanna" á húsið þ.s. rússn.mælandi óeirðaseggir höfðu leitað skjóls, Vídeóið virðist tekið af húsi handan við torgið - á því má sjá eld á 4. hæð, sem ekki er vitað "af hverju kviknaði" fyrir utan eldhafið á jarðhæð:

Svo er annað Videó, sem að sögn fréttar þ.s. hlekkjað var á, það sýnir "rússneskumælandi óeirðaseggi" í Odessa borg fyrr á föstudag, þegar þeir eru í miðjum klíðum að "skjóta á andstæðinga sína" úkraínsku mælandi óeirðaseggi, hluti af þeim átökum sem voru í borginni áður en harmleikurinn varð síðar um kvöldið - sjá má einstaka með "byssu um hönd:"

Að lokum eitt VIDEO enn, það virðist sýna "óeirðalögreglu" hleypa hópi rússn.mælandi óeirðaseggja í gegn, meðan að hún síðan lokar skjöldum saman að nýju - og kemur í veg fyrir að úkraínskumælandi óeirðaseggirnir geti komist að rússunum a.m.k. í það skiptið. Síðan skv. fréttum, hvarf óeirðalögreglan af vettvangi. Það sérstaka við vídeóið er að, lögreglan "afvopnar" ekki Rússana. Vel sést að einn þeirra er vopnaður byssu. Og að þeir eru að fleygja í Úkraínumennina, yfir lögregluna.

---------------------------------------------

En skv. fréttum hófust óeirðirnar einmitt á - - "árás rússn.mælandi óeirðaseggjanna" - síðan bárust leikar víða um miðborgina. Síðan um kvöldið, lét úkraínsku mælandi hópurinn "kné fylgja kviði" með hörmulegum afleiðingum - - fyrir rússn. hópinn.

Dozens killed in Ukraine fighting and fire; OSCE monitors freed

En ég held það sé enginn vafi á, að úkraínsku óeirðaseggirnir brenndu andstæðinga sína inni - - þó að hinir hafi byrjað slagsmálin. Gekk það alltof langt, að brenna hina inni.

 

Það er þó a.m.k. eitt jákvætt sem gerðist, að fulltrúum ÖSE hefur verið sleppt í Slaviansk

Fulltrúi Rússa sem fór til fundar við Vyacheslav Ponomaryov sjálfskipaðan borgarstjóra Slaviansk, fékk þá leysta úr haldi. Á myndinni að neðan má sjá Vyacheslav Ponomaryov í fullum herklæðum:

Pro-Russian leader Vyacheslav Ponomaryov (left)

Pro-Russia Militants Release OSCE Observers in Ukraine

Skv. fréttum verjast Ponomaryov og menn hans enn sókn úkraínska hersins inn í Slaviansk, skv. fréttum stjórnvalda Úkraínu sækist sóknin hægt - því að áhersla sé á að forðast mannfall almennra borgara. Skv. fulltrúa stjórnvalda í Kíev, séu hermennirnir að fást við "þrautþjálfaða málaliða."

Ukraine Suffers Deadliest Day of Fighting

Hverjir þeir eru, þá líta þeir út eins og aðilar sem hafa fengið "herþjálfun" og kunni með vopn sín að fara.

Ef svo væri ekki, þá líklega væri herinn þegar búinn að sigrast á þeim. Og auðvitað hefðu þeir ekki getað skotið niður tvær þyrlur hers Úkraínu, ef þeir væru ekki þjálfaðir til vopna. Hvort sem þeir eru fyrrum hermenn úkraínska hersins eða rússn.flugumenn, eins og stjv. Úkraínu vilja meina.

 

 Ummæli fulltrúa Bandaríkjanna á SÞ vekja ugg!

"During an emergency session of the United Nations Security Council, U.S. Ambassador Samantha Power expressed concern via Twitter about "very alarming words from Russian diplomats" on the right to do peacekeeping under the U.N. charter."

En þegar Rússar fóru inn í Georgíu fyrir nokkrum árum, skutu her landsins í spað - var sú herför sögð vera friðargæsla.

Stjórnvöld Úkraínu hafa áður sagt, að ef rússn.hersveitir halda innreið undir og segjast ætla að "stilla til friðar" muni litið á það sem innrás, og úkraínski herinn muni verjast af fullri hörku.

Í Georgíu voru harðir bardagar í ca. 2-daga þangað til að her landsins var sigraður. Rússar gætu ákveðið að fara inn í Luhansk og Donetsk héruð, og gætu ákveðið að "kalla það" friðargæslu, þó að til þess að taka sér stöðu í helstu borgum og bægjum þeirra - yrðu þær hersveitir fyrst að sigrast á stjórnarher landsins.

Ég held að enginn mundi kalla þetta annað en "innrás" nema þeir sem hafa ákveðið að taka upp gagnrýnislaust málstað Rússa. Og auðvitað rússneskir fjölmiðlar sem í dag eru ekki mikið meir en málpípur stjórnvalda Rússlands.

Það hefur verið nú lengi sú hætta vomandi, að Rússar noti átök innan Úkraínu - - sem tylliástæðu til þess að hernema hluta af Úkraínu. Þannig taka af Úkraínu fleiri sneiðar en bara Krímskaga.

 

Niðurstaða

Það verður að koma í ljós síðar meir hvað gerist. En ef Samantha Power segir rétt frá ummælum fulltrúa Rússa á fundinum í Öryggisráði SÞ, þá getur það sannarlega verið vísbending þess að Rússar séu a.m.k. að íhuga að beita hernum sem er á landamærunum við Úkraínu. Og talinn yfrið nægilega fjölmennur til að gersigra her Úkraínu. Skv. hennar frásögn gæti uppgefin afsökun aðgerða verið "friðargæsla" þó að enginn sjáanlegur munur mundi vera á þeirri aðgerð, og því sem flestir mundu nefna "innrás." Enda mundi úkraínski herinn örugglega veita mótspyrnu, þó hann líklega yrði fremur fljótt ofurliði borinn.

Ef Úkraína tapar héruðunum Luhansk og Donetsk - er landið í reynd greiðsluþrota. Því þá fýkur það hátt hlutfall gjaldeyristekna, að líklega er ekki minnsta von að standa við skuldir. Á hinn bóginn mundi það líklega litlu máli skipta, því að í kjölfar þess að her landsins mundi vera "lamaður" - væri þar með síðasta valdatæki stjórnvalda farið. Þá væri lítið sem unnt væri að gera, til að stöðva hópa landsins í því að hefjast handa við að drepa hvorn annan. Upplausn mundi þá sennilega hefjast fyrir alvöru í S-hl. landsins, þ.s. íbúarnir eru í bland Rússar og Úkraínumenn.

Ef rússn.herinn mundi blanda sér beint í það, gæti hann lent í "skæruliðastríði." Fyrir utan að ef Rússar blanda sér þar inn, gæti NATO eins og forðum daga þegar Rússar voru í Afganistan ákveðið að blanda sér í málið til stuðnings andstæðingum Rússa.

Svo að sennilega mundu Rússar kjósa að halda sér frá því svæði, en slík upplausn og borgarastríð sennilega mundi skapa verulegt flóttamannavandamál.

 

Kv.


Banvænar óeirðir í Odessa - borgarastríð hafið í Úkraínu?

Það sem stendur uppi af hinum "banvæna föstudegi" í Úkraínu, er án vafa manntjónið sem varð í blóðugum óeirðum milli fylkinga óeirðaseggja, þ.s. úkraínskumælandi og rússneskumælandi tókust á - með grjótkasti, eldsprengjum, bareflum. Mesta manntjónið virðist hafa orðið, þegar stór opinber bygging "brann að hluta" eftir að hluti óeirðaseggja hafði leitað skjóls þar, en andstæðingar hentu að því er virðist - eldsprengjum á eftir, og kveiktu í byggingunni.

38 manns virðast hafa farist í Odessa.

Sjá frétt BBC: Dozens killed in Odessa fire amid clashes

Áhugaverð fréttaskýring Guardian er ítarlegri, en skv. henni geisuðu óeirðir fyrir utan, meðan að byggingin brann, ef marka má sjónarvotta - hefndu sumir rússn.mælandi óeirðarseggjanna, sem voru inni í brennandi byggingunni, sín með því að klifra upp á þak, og skjóta á óeirðarseggina fyrir neðan - að sögn sjónarvotta voru nokkur lík að óeirðunum loknum með kúlugöt. Á endanum hafi rússn.mælandi hópurinn verið yfirbugaður, þeir sem enn voru uppi standandi verið leiddir út í lögreglubíla og ekið á brott. Meðan að slökkvilið slökkti eldinn í byggingunni - - en miðað við þessa frásögn. Er hlutverk lögreglunnar áhugavert, að hafa staðið algerlega hjá - meðan að óeirðaseggirnir tókust á megin hluta dagsins fram á kvöld, sem endaði síðan undir kvöld með harmleiknum í byggingunni:

Ukraine clashes: dozens dead after Odessa building fire

Spurning hvort að tala fallinna - eigi eftir að hækka!

Fólk reynir að flýja eldhafið!

People wait to be rescued on the second storey's ledge during a fire at the trade union building in Odessa May 2, 2014

Þá árás verður eiginlega að líta á sem "fjöldamorð."

Ég lít ekki á þetta sem sérstaklega "ríkisstjórninni að kenna" heldur sé um að kenna, því ástandi spennu sem hefur verið að stigmagnast milli fylkinga úkraínskumælandi og rússneskumælandi í landinu.

Eiga báðar fylkingar þar sannarlega - - sök.

Þarna virðist sjást til óeirðaseggs, munda sig til við að kasta eldsprengju að byggingunni þó hún þegar standi í björtu báli!

A protester throws a petrol bomb at the trade union building in Odessa on 2 May 2014

Skv. fréttum hafa áður orðið óeirðir í Odessa. Skv. Wikipedia er íbúasamsetning ca. 60/30 milli úkraínskumælandi og rússneskumælandi. En líklegt virðist að "hverfaskipting" sé til staðar.

Í kjölfarið á þessu manntjóni, er líklegt að "biturð" og reiði gæti í rússn.mælandi samfélaginu í Odessa, en það virðist skv. óljósum fréttum, að líkur séu á að hópur af þeim hafi hörfað inn í þá byggingu, sem síðan var brennd - af hinum óeirðaseggjunum.

Ef úkraínsk stjv. taka ekki á "Odessa" með hraði, til að "kæla tilfinningar" t.d. handtaka einhverja þeirra, sem vörpuðu eldsprengjunum sem kveiktu í. 

Þá gæti þetta verið upphaf af hjaðningavígum á víxl, milli hópanna sem búa í borginni. Gæti hún þá hugsanlega leist upp í - víggirt hverfi. Með einskismannslandi á milli.

  • Þetta sýnir líka hættuna á stigmögnun sem er til staðar, að átökin breiðist víðar út um landið.

 

Hvað er að frétta af átökunum í Slaviansk?

Þau átök voru framan af degi mest í fókus, þ.s. atlaga úkraínskra stjórnvalda að höfuðstöðvum uppreisnarmanna í borginni Slaviansk. Það var töluvert drama, þ.e. 2-þyrlur Úkraínuhers skotnar niður. Fórust flugmenn beggja. Og 3-þyrlan löskuð, sem náði að nauðlenda.

Á móti viðurkenndi sjálfskipaður borgarstjóri Slaviansk,  Vyacheslav Ponomaryov, að 3-af hans liði hafi fallið.

Það er kannski þess vegna sem rússn. fréttastofu tala um, 43 hafi fallið. En þá passar það við það, að mannfall í Odessa hafi verið 38 að viðbættum þeim 5 sem virðast hafa fallið í dramanu við og í borginni Slaviansk.

Ef marka má fréttir, ræður stjórnarherinn - öllum leiðum inn í borgina. Hún er umkringd.

En andstæðingar ráða enn miðju borgarinnar, og meginkjarna. En stjórnarherinn einhverjum úthverfum.

Þannig séð, er vígi aðskilnaðarsinna í Slaviansk -- ekki fallið, a.m.k. ekki enn. 

------------------------------------------------------

Síðan rakst ég á mjög áhugaverða skoðun: Why the Russian sanctions don’t work

Sem ég er gersamlega sammála, þar koma fram punktar, sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir - um hugsanlegar víðtækar afleiðinga "linkenndar" Vesturlanda gagnvart Rússlandi - í þeim átökum sem standa yfir.

En punkturinn er sá, að sú linkennd, muni hvetja 3-aðila til að "taka málin í sínar hendur" t.d. Ísrael gæti komið til greina, fyrst að Vesturveldi hafa sett það fordæmi - - að "ofbeldi" kostar bara "vægar refsiaðgerðir." Engin hætta á hernaðarárás!

 

Niðurstaða

Úkraína virðist standa á hnífsegg. Ein mistök, virðast nú geta leitt til mjög blóðugs hildarleiks í landinu, milli fylkinga. Ég er að tala um þjóðernishreinsanir.

T.d. Odessa, virðist staður þ.s. hætta á þjóðernishreinsunum virðist mikil. En þ.e. borg sem Úkraína "verður að halda." Eiginlega - hvað sem það kostar. Þeir eiga ekki aðra hafnarborg. 

Án hennar væri landið ekki á vetur setjandi efnahagslega.

 

Kv.


Vægt sagt hugrökk ákvörðun AGS að lána Úkraínu 9 milljarða dollara, með klofning og borgarastyrjöld yfirvofandi!

Þessi ákvörðun var reyndar kynnt á miðvikudag af AGS, skv. yfirliti sem finna má á vef Reuters - Ukraine wins IMF deal, faces $9 billion in debt payments this year - þurfa stjórnvöld í Kíev að standa straum af eftirfarandi greiðslum í ár:

  1. $2.9 billion to the IMF - due over the course of the year
  2. $1 billion on Eurobonds in June; $0.9 billion in coupon payments
  3. $0.9 billion due to other international financial organizations/countries
  4. $1.3 billion repayment of local dollar bonds
  5. $1.6 billion early repayment of local dollar bonds
  6. $0.5 billion local bond coupon payments and T-bills

Eða samtals 8,2 ma.USD. Á móti skv. samkomulagi við AGS og Vesturlönd, á það að fá:

  1. $3.2 billion from the IMF with the program approval
  2. $2.7 billion from the European Union; expects up to $1 billion this month
  3. $1 billion from World Bank
  4. $1 billion guarantee from the United States
  5. $1 billion Eurobond issue possibly in the second half of the year
  6. $0.3 billion from local dollar bond placement

Eða samtals 9,2ma.USD. Þar fyrir utan fær Úkraína 1,4ma.USD í júlí, september og desember, í kjölfar áfangauppgjörs. Eða samtals: 13,4ma.USD ásamt öðru fé sem lofað hefur verið ár.

Pro-Russia protesters burned material seized from the local prosecutor's office on Thursday in Donetsk, Ukraine.

 

Eins og við vitum er eitt og annað í gangi, sem skapar töluverða áhættu fyrir prógrammið:

  1. Ekki síst fyrirhuguð almenn atkvæðagreiðsla í Luhansk og Donetsk af hálfu þeirra róttæku rússneskumælandi þjóðernissinna sem hafa tekið þau héröð að mestu yfir, þann 11 maí nk. T.d. hefur Vyacheslav Ponomaryov sem verður sjálfsagt í dag teljast "raunverulegur borgarstjóri" Slaviansk, að hann muni telja atkvæðagreiðslu "gild" óháð "þátttökuhlutfalli."
  2. Undanfarna daga hafa róttæku rússn.mælandi þjóðernissinnarnir tekið flr. borgir yfir í héruðunum tveim, stökkt stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar á flótta. En á sama tíma, er alls óvíst að ríkisstjórnin hafi ekki enn - spil á hendi eða mótleiki. En þ.e. áhugavert að Pútín, skuli hafa "krafist þess að ríkisstj. flytti lið sitt frá héruðunum tveim" sem mundi að sjálfsögðu þíða - formlega uppgjöf hennar ef hún færi að þeim fyrirmælum Rússlands: Putin Demands Ukraine Pull Forces From Southeast
  3. Forsætisráðherra Úkraínu, varaði við þeim hættulegu 10 dögum sem eru framundan, en þ.e. gersamlega ljóst að ríkisstj. mun gera allt þ.s. hún getur, til að trufla - tefja eða skemma áætlanir andstæðinga sinna í Donetsk og Luhansk: Ukraine PM warns of ‘most dangerous 10 days’
  4.  Ef marka má a.m.k. Vyacheslav Ponomaryov - verða birt úrslit. Kosningarnar verði haldnar, þátttökuhlutfallið - - gæti þá orðið ákveðin prófraun á raunverulegan stuðning íbúanna við hina róttæku rússn.mælandi þjóðernissinna.
  • En höfum í huga að enn eru fyrirhugaðar almennar kosningar í Úkraínu þann 25. nk.
  • En, áður en þær eiga að fara fram - - - geta 2-mjög mikilvæg héruð verið búin að segja bless.
  • Og þ.e. aldrei að vita, að Pútín muni í kjölfarið "senda rússn. herinn inn í þau héröð" sem getur orðið algerlega bardagalaust, ef þ.e. gert skv. vilja rússn.mælandi þjóðernissinnanna, og í samræmi við framkomna beiðni þeirra, um að sameinast Rússlandi.
  • Að sjálfsögðu mun verða óvissa um "réttmæti kosninganna" þ.e. hversu áreiðanleg úrslitin munu raunverulega vera. Þó ekki um "lögmæti" þeirra þ.s. þær eru "ólöglegar." þ.e. ekki í samræmi við landslög Úkraínu, algerlega án nokkurs vafa.

Vandinn við það ef Luhansk og Donetsk héruð fara, að þá yfirgefa Úkraínu - - 2 - mikilvægustu iðnhéruðin.

Og þar með skilst mér 40% af útflutningstekjum - - Æ!

Þar fer líklega geta landsins til að standa við greiðslur af ofangreindum skuldbindingum.

Þar fyrir utan, að þ.e. langt í frá öruggt að vandræðin stoppi á þeim punkti, að Luhansk og Donetsk héruð fara, því það eru "fjölmennir" hópar rússn.mælandi í mörgum öðrum héruðum í Sunnanverðu landinu, þó þeir séu hvergi í meirihluta.

Sjá dreifingu rússneskumælandi innan Úkraínu

Er ágætur séns, að þar hefjist sambærilegar "vakningahreyfingar" róttækra þjóðernissinna - - þegar þeir síðan fara að kljást við róttæka úkraínska þjóðernissinna, sem róttæku rússn.mælandi þjóðernissnnarnir uppnefna gjarnan - Nasista. Þó að í raun og veru sé nánast enginn munur á róttækni fylkinganna.

  • Þá dömur mínar og herrar, mundi mjög sennilega hefjast borgarastríð - milli fylkinga hinna róttæku þjóðernissinna í báðum fylkingum.

Ég ætla að sjálfsögðu ekki gera upp á milli þeirra - þ.e. róttækra rússn.mælandi þjóðernissinna eða róttækra úkraínskumælandi þjóðernissina, eða nasista eins og þeir eru gjarnan uppnefndir af sínum andstæðingum, og sumum netverjum. Þarna fer meira eða minna "sama tóbakið."

 

Niðurstaða

Það virðist mjög áhugavert veðmál í gangi af hálfu Vesturlanda og AGS, að Úkraína einhvern veginn hangi saman, þó flest bendi til þess að stjv. í Úkraínu séu þegar búin að tapa nær allri stjórn á þeim tveim héruðum í A-Úkraínu þ.s. rússn.mælandi eru í meirihluta - sjá kort. Hvernig Úkraína á að geta staðið við skuldbindingar eftir að tapa kringum 40% af gjaldeyristekjum - verður mjög forvitnilegt. En það væri sennilega svipað og að ef Ísland einn góðan veðurdag vaknaði upp við nýjan veruleika að fiskimiðin kringum landið væru dauð. Svo er það auðvitað hættan á borgaraátökum, sem mundu leiða til styrjaldar innan landsins og að öll orka þess mundi fara í "stríðsrekstur." Í því ástandi hliti landið að hafa tekið þann kúrs, að lísa sig greiðsluþrota. 

Að sjálfsögðu hefur AGS oft virst taka nokkra áhættu í lánveitingum í gegnum svokallaða evrukrísu. 

En sú áhætta sem AGS er að taka í þetta sinn, er á allt - allt öðru plani.

-------------------------------------------------------

Fréttir - úkraínsk stjórnvöld virðast vera að gera árás á annað höfuðvígi andstæðinga stjórnvalda í A-Úkraínu, í borginni Slavians:

Rebels down Ukraine helicopters, Putin denounces city assault 

Að sögn frétta hafa 2 þyrlur veið skotnar niður af þeim sem eru til varnar í Slaviansk, sú 3-hæfð löskuð. Frekari fréttir munu örugglega berast síðar í dag á erlendum fjölmiðlum.

-------------------------- 

Á BBC segir að margir hafi fallið, en bendi á að sú frétt byggir á fréttatilkinningu stjórnvalda, sem gæti ekki verið "nákvæmlega rétt lýsing á atburðum" - en þar er viðurkennt þó að sóknin gangi ekki eins hratt og reiknað hafi verið með, hvað sem það þíðir akkúrat, vísbending kannski um "harða mótstöðu:" 'Many dead' in Ukraine offensive

--------------------------

Skv. nýjustu fréttum, virðist Sloviansk "ekki fallin í hendur stjórnarsinna" þ.e. "andstæðingar verjast enn í meginhlutum borgarinnar, en stjórnarherinn virðist hafa umkringt hana "sennilega gersamlega" hafa náð einhverjum úthverfa - - ef marka má BBC er "standoff" á mikilvægum brúm þ.s. hundruð fólks stendur í vegi fyrir brynvögnum stjórnarhersins, fréttir um mannfall virðast óljósar - - á Reuters segir að andstæðingar segist hafa misst 3 fallna, stjórnarherinn 2 þegar þyrlur voru skotnar niður, með öðum orðum - - 5 fallnir. Á BBC mætti skilja að mannfall sé meira en "engar tölur nefndar:

'Many dead' in Ukraine offensive in Sloviansk - Turchynov

Rebels down Ukraine helicopters, three dead in Odessa 

 

Kv.


Hvernig er hægt að tryggja Reykjavíkurflugvöll - um alla framtíð?

Ég styð Reykjavíkurflugvöll sem Reykvíkingur - vegna þess að ég tel það vera mér sem Reykvíking í hag, að Reykjavík hafi flugvöll áfram. Vegna þess að ég tel að Reykjavík hafi hag af því að búa við flugvöll rétt við miðju borgarinnar. Á hinn bóginn tel ég að "eignin" Reykjavíkurflugvöllur sé ekki nýtt að nægilegu marki Reykvíkingum til hagsbóta.

  • Vandamálið er að um nokkurra ára skeið hefur ríkjandi borgarstjórn viljað flugvöllinn burt, og hefur í því skyni vísvitandi gert sér far um að "minnka umferð um Reykjavíkurflugvöll."
  • En flugvellir hafa tekjur af því að flugvélar komi og fari, þannig að með því að fækka lendingum og brottförum, hefur borgarstjórn skipulega - - minnkað tekjur vallarins.
  • Sem í dag skilar því ástandi að völlurinn er "fjárhagsleg byrði."

Þetta var að sjálfsögðu hugsað til þess, að nota það síðar meir - að völlurinn væri í taprekstri. Hann væri fjárhagsleg byrði á borgarsjóði.

Þið hafið vonandi tekið eftir þessu, sbr. flytja áhugaflugmenn á Sandskeið, dragar úr kennsluflugi, banna herflugvélum að lenda, setja þá reglu að vélar í ferjuflugi yfir hafið skuli almennt lenda í Keflavík.

Stig af stigi markvisst, hefur umferðin verið nöguð niður.

Mynd sýnir hve miðlægur Reykjavíkurvöllur er á höfuðborgarsvæðinu!

File:Höfuðborgarsvæðið-kort.png

Það þarf að efla Reykjavíkurflugvöll

Það þarf að margfalda flugtök og lendingar á næstu árum, svo að tekjur vallarins aukist þannig að í stað þess að borgarsjóður borgi með rekstrinum - - þá skili hann hagnaði í borgarsjóð.

  • Það er þannig sem "framtíð hans verður tryggð."
  • En meðan að hann er fjárhagleg byrði - - verður hann stöðugt í hættu.
  • Síðan að sjálfsögðu, þarf borgin á auknum tekjum að halda, útsvarið er þegar í hámarki.
  1. Hvernig getum við nýtt völlinn betur fyrir Reykvíkinga?
  2. Svar, hefjum aftur millilandaflug frá Reykjavík!

------------------------------------------------

Ég ætla að benda á dálítið sem gerðist fyrr á þessu ári:

  • Snemma á árinu voru deilur milli Isavia og Wow Air, sem enduðu með þeim hætti, að Wow Air fékk ekki þá fyrirgreiðslu sem Wow Air hafði farið fram á: WOW hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
  • Þar með hætti Wow Air við áður fyrirhugaða við útþenslu flugs á vegum félagins á þessu ári.

Sjá einnig þessa frétt: WOW air hættir við flug til Boston og Stokkhólms.

Og að auki: Sakar Isavia um að hygla Icelandair.

Ekki síst: Geta ekki breytt afgreiðslutíma Wow Air á Keflavíkurflugvelli.

Isavia svarði á þá leið, að meðferð máls væri reglum skv: Isavia harmar ákvörðun WOW

---------------------------------

Deilan virðist hafa snúist um "flug á tilteknum tímum dagsins" sem eru eftirsóttastir.

Sjálfsagt tæknilega rétt hjá Isavia, að nóg sé af plássum - heilt yfir. En það "missi af punktinum."

  1. Punkturinn í þessu er sá, að ég "tel að það sé markaðstækifæri fyrir Reykjavíkurflugvöll."
  2. En ef boðið yrði einnig upp á millilandaflug frá Reykjavík, þá geta fleiri flugvélar "heilt yfir" komið og farið frá landinu, á þeim tímum sem mest eftirspurn er eftir.
  3. Ég veit að sjálfsögðu ekki hvort Wow Air væri til í að nýta flug frá Reykjavík, en ég sé enga ástæðu til þess - að það geti ekki verið.

Þegar haft er í huga hve gríðarlegur vöxtur hefur verið á umferð um Keflavíkurvöll, og það hefur verið látið uppi að það muni þurfa að stækka "Flugstöð Leifs Eiríkssonar" verulega fyrir 2020, ef aukning verður á sama dampi áfram og undanfarin ár.

Þá virðist mér algerlega klárt, að það sé "pláss fyrir Reykjavíkurvöll" á markaðinum.

 

Hvað væri svo sniðugt við það fyrir Reykjavík að hafa millilandaflugvöll?

Ég er að tala um það, að bjóða Reykvíkingum upp á það, að í stað þess að geyma bílinn sinn á Kefló, þá geti þeir þess í stað haft hann inni í eigin borg, meðan að þeir skreppa í utanlandsferð. Það er auðvitað töluvert ódýrara fyrir Reykvíkinga, að sleppa ökuferðinni til og frá Keflavík. Það er einnig tímasparnaður af því, að aka í 15 mínútur í stað þess að aka í 40. Sinnum tveir er það hálftími vs. klukkutími og 20 mínútur. Til samanburðar tekur það milli 2-3 tíma að fljúga til næstu landa. Ef þú flýgur reglulega er þetta fljótt að telja.

Síðan á hinni hliðinni, þá geta erlendir ferðamenn lent beint inni í miðri borg, þaðan sem er göngufæri beint inn í miðborgina, eða þeir geta tekið strætó þangað, eða leigubíl sem er miklu mun ódýrari en alla leið frá Kefló. Ég er að tala um að "auka ferðamannastraum til Reykjavíkur og það verulega."

Að sjálfsögðu þarf nýja flugstöð: En hún þarf ekki að vera byggð þannig að mjög kostnaðarsamt sé að reisa hana, ef t.d. byggð væri ódýr bygging sambærileg við mörg ódýr íþróttahús sem víða má finna á landinu, t.d. límtréshús einfaldlega geimur með stóru þaki úr bitum eins og víða má sjá. OK, ekki elegant, en getur verið A)nægilega stórt og B)unnt að reisa fljótt. En það þyrfti helst að ná því innan kjörtímabilsins.

Það mætti meira að segja hafa það þannig að lítið væri um steyptar undirstöður, svo að "tæknilega væri mjög fljótlegt að rífa þá byggingu að nýju" ef Reykvíkingar síðar ákveða að leggja völlinn af. En hugsa mætti sér þannig fyrirkomulag, til að "draga úr andstöðu við byggingu flugstöðvar" með því að lofa því, að hún gæti verið til bráðabirgða. Til þess að ná málinu fram.

  • Punkturinn er að koma þessu sem fyrst í notkun.

En ef borgin vill auka velferð íbúa, þarf borgin að efla sínar tekjur sem hraðast.

Þ.e. einfaldlega svo, að sú starfsemi sem er í hröðustum vexti er ferðamennska, með millilandaflugvöll innan borgarinnar, gæti borgin náð miklu forskoti á öll önnur byggðalög á landinu í ferðamennsku.

  • Það að sjálfsögðu með engum hætti hindrar aðrar greinar í því að vaxa sbr. tæknigreinar.
  1. Höfum einnig í huga að ef borginni dreymir um að verða miðstöð hátæknigreina, gæti það verið mjög nytsamt að hafa flugvöll svo nærri, að þangað sé víðast hvar einungis 15 mínútna keyrsla. 
  2. En þá nýtist völlurinn til þess að flytja varning með skömmum fyrirvara til kúnna erlendis, "just in time manufacturing" mætti kalla það.
  3. Reykjavík gæti sérhæft sig í því, að "afgreiða pantanir með mjög skömmum fyrirvara."

---------------------------------

Að sjálfsögðu væri farið eftir "ströngum hávaðareglum" og síðan hef ég í huga, tiltölulega smáar vélar eins og B737 eða A318-320.

Vélar sem duga til að fljúga á tiltölulega nálæga staði eins og New York, Boston, Stokkhólm, Kaupmannahöfn, Bergen og Osló.

 

Niðurstaða

Framsóknarflokkurinn og Vallarvinir, ætla að hafa það sem meginkosningamál að flugvöllurinn fari hvergi. Vonandi sjá menn þá, að ef það á að takast að gera flugvallarmálið að meginkosningamáli. Þá þarf að koma fram með "nægilega djarfa tillögu um framtíð vallarins" svo að "sú tillaga vekji þá athygli er þarf."

Ég tel að sú tillaga sem ég kem hér formlega á framfæri - uppfylli þau atriði.

  1. Vera nægilega djörf, svo að hún vekji þá athygli sem til þarf.
  2. En að samtímis, sé hún það skynsöm að fjöldi Reykvíkinga ætti að vera mögulegt að sannfæra.

Það eru til það margir Reykvíkingar sem vilja hafa flugvöll í borginni að þetta á vel að vera mögulegt. 

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 847171

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 492
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband