Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
8.4.2014 | 23:16
Hvaða leið mæli ég með til losunar hafta, fyrst að ég tel leið aðildarsinnanna í Alþjóðamálstofnun ófæra?
Svar: sú leið sem Lilja Mós. stakk upp á, á umliðnu kjörtímabili. Það er að Ísland framkvæmi gjaldmiðilsskipti, með öðrum orðum skipti út krónum fyrir nýjan "eigin" gjaldmiðil, sem má þess vegna heita króna.
Fyrir þessu er fordæmi, en Þýskaland hefur þrisvar sinnum skipt út ónýtum gjaldmiðlum - fyrst í kjölfar óðaverðbólgunnar á 3. áratugnum, í öðru lagi eftir Seinna Stríð er Bundesmark tók við af Reichsmark er var þá orðið algerlega verðlaust, síðan í þriðja lagi þegar gjaldmiðill A-Þýskalands var lagður niður en peningalegar eignir færðar yfir í Bund með afföllum.
- Það er einmitt hugmyndin, að færa peningalegar eignir yfir - - með afföllum.
Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ: Aðildar- viðræður Íslands við ESB. Kemur fram umfang svokallaðs "færsluvanda" Íslands, þ.e. umfang þess fjármagns sem líklega mun leita út úr landinu ef höftin eru losuð.
Bls. 40.
- "Samkvæmt síðasta mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá ágúst síðastliðnum telja krónueignir erlendra aðila um 60-70% af landsframleiðslu þar sem bæði er um að ræða eftirstöðvar af eignum vaxtarmunarfjárfesta (20% af VLF) og síðan krónueignir þrotabúanna (40-50% af VLF).
- Færsluvandamálið er þó mun víðtækara en það, þar sem fjölmargir innlendir aðilar vilja einnig flytja verðmæti frá íslenska myntsvæðinu, svo sem til þess að ná fram áhættudreifingu með því að bæta erlendum eignum í eignasafn sitt.
- AGS metur það að svo að uppsöfnuð fjárfestingarþörf íslenskra aðila, s.s. lífeyrissjóðanna, nemi um 30-45% af landsframleiðslu Íslands. Samanlagt slagar færsluvandi Íslands upp í 100% af landsframleiðslu."
Takið eftir - - 100% af þjóðarframleiðslu.
- Þetta er það mikið, að ég er viss að skv. því er sú leið, að losa höft og frysta lánskjaravísitöluna þar með ófær.
En krónan mundi þá falla líklega rúmlega 90%. Evran mundi sennilega kosta í kjölfarið nokkra þúsund kalla. 10.000 kallinn verður sennilega minna virði en 50 kall er í dag. Verðlag mun hækka ekki 100% heldur nær lagi, nokkur hundruð prósent. Verðbólga færi sennilega í sögulegar hæðir.
- Ég tel mig ekki vera að mála skrattann á vegginn!
Þetta er algerlega leysanlegt með gjaldmiðilsskiptum
Sennilega þarf að færa fjármagn á milli með 70% afföllum a.m.k. Þá mundi skaflinn minnka úr 100% af þjóðarframleiðslu, í 30%. Sem væri viðráðanlegt.
- Vandinn við þetta, að vegna jafnræðisreglu ESB, og vegna stjórnarskrávarðra eignaréttinda, er líklega ekki unnt að "mismuna" eftir því hver er eigandi fjármagns.
- Þannig að sama reglan þarf þá að gilda í öllum tilvikum, hvort sem eigandi fjármagns er Íslendingur, lífeyrissjóðir, ísl. fyrirtæki eða erlend, útlendir einstaklingar o.s.frv. Og einnig óháð því á hvaða formi það fjármagn er, þ.e. lausafé, skuldabréf, víxlar, afleiður o.s.frv.
- Það ætti þó að vera mögulegt, að skipta t.d. fyrstu 10 millj. af hverri upphæð skv. 1/2. t.d. ef menn vilja að smáar upphæðir afskrifist minna.
Bendi einnig á pistil Gunnars Tómassonar hagfræðings: Draumsýn og veruleiki.
Þar varar hann við annarri leið, sem einnig er í umræðunni - - ég er ekki viss hvort hann hefur rétt fyrir sér, en ekki heldur að hann hafi rangt fyrir sér. Ég tel a.m.k. óvissu augljósa hvort sú leið sé fær.
Það sé a.m.k. hugsanlegt að ísl. ríkið mundi lenda í alvarlegum málaferlum á erlendri grundu.
- Aftur á móti tel ég ekki hættu á því ef "gjaldmiðilsskiptaleiðin" er farin, þ.s. þá verða allir beittir sömu reglu, engum mismunað - svo þá ætti enginn erlendur dómstóll geta skipt sér af.
Hvað með laun?
Ég held að þau mundu ekki lækka 70%. Þetta er ekki "gengisfelling." Ég held að augljóst sé, að atvinnulíf mundi "greiða áfram sömu laun" til þess að viðhalda friði á vinnumarkaði, til þess að ógna ekki kjarasamningum.
Á hinn bóginn, mundi skuldir allra lækka 70%. Sem bundnar eru í krónum.
Þannig að aðgerðin mundi gríðarlega bæta fjárhag heimila, og annarra sem skulda.
Á móti, verður lífeyriskerfið fyrir miklu tjóni - - sem þarf að bæta a.m.k. að einhverjum hluta. En eignir þess skerðast að sjálfsögðu einnig, 70%. Þ.e. allar krónueignir. Ekki erlendar eignir.
- Það ætti tæknilega að vera mögulegt, að ríkið samþykki að láta lífeyrissjóðina fá "skuldabréf" á ríkið, til að rétta þann halla af, að verulegu leiti.
Það þíddi auðvitað umtalsverða skuldsetningu ríkisins til viðbótar, sem líklega þarf að mæta með hærri sköttum og niðurskurði í rekstri ríkisins.
- En á móti bendi ég á, að ríkið er ekki skv. þessari áætlun, að lenda í nokkrum viðbótar gjaldeyrisskuldum.
- Skuldir í eigin gjaldmiðli, eru eðli málsins alltaf minna áhættusamar.
Og ítreka, að almenningur mundi fá verulega kjarabót á sama tíma, með gríðarlegri lækkun skulda.
Atvinnulíf mundi einnig sjá sambærilega kjarabót, þ.s. þess skuldir í krónum yrðu einnig afskrifaðar með þessari leið, að sama hlutfalli.
Þannig að búast mætti við - - > mjög mikilli aukningu innlendrar fjárfestingar í kjölfar aðgerðarinnar.
Sem þíddi stórfellt bætta hagvaxtarmöguleika næstu árin, þannig að sú skuldsetning sem ég er að tala um, að lendi á ríkinu þegar ríkið "styður við lífeyriskerfið" verði því viðráðanleg.
- Og ekki síst, um leið og aðgerðinni er að fullu lokið, þ.e. skiptin hafa klárast.
- Ársfrestur til að skipta gömlu fé er liðinn, þá má losa höft strax.
Ef undirbúningur væri hafinn t.d. á þessu ári, ætti að vera mögulegt að losa höft með þessari leið, áður en kjörtímabili er lokið.
Niðurstaða
Ég veit ekki um neina aðferð sem sé skilvirkari við það að losa um haftavandann, heldur en gjaldmiðilsskiptaleiðin. En þessu fé þ.e. að umfangi 100% af þjóðarframleiðslu. Þarf að eyða upp. 70% afskrift þess er örugglega nærri lagi. Þá eins og ég benti á, verði skaflinn eingöngu 30%. Sem sé viðráðanleg stærð til haftalosunar.
Gengissveifla í kjölfar haftalosunar ætti þá ekki að vera stór í sniðum. Vegna stórfelldra afskrifta innlendra peningalegra eigna, ætti í kjölfar haftalosunar með þessari aðferð. Að skapast mjög kröftugur hagvöxtur, ásamt því að fjárfesting ætti að verða mjög öflug a.m.k. nokkur ár í kjölfarið.
Atvinnuleysi ætti því að hverfa fljótt. Kröftugur hagvöxtur ætti að auki að bæta fremur hratt lífskjör í landinu, til viðbótar þeirri betrumbót þeirra sem yrði vegna afskriftar peningalegra eigna.
Með auknum hagvexti, vegna aukinna fjárfestinga, ættu erlendar skuldir lansdins að lækka fyrr en ella.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar er að mörgu leiti merkilegt plagg, og hvet ég alla til að lesa hana: Aðildar- viðræður Íslands við ESB. Það sem ég hjó sérstaklega eftir. Er kaflinn þar sem rætt er um hugsanlegar leiðir til losunar hafta. Meginhugmynd þess sem ritar þann kafla. Virðist sú að Ísland mundi fara inn í - "annað björgunarprógramm." Hjá höfundi gætir þó finnst mér óhemju bjartsýni um það að tilboð ísl. ríkisins til aðila sem eiga fé hér um að fara af landi brott með það fé, mundi ekki vera tekið af mörgum - vegna hins meinta trúverðugleika sem fyrirheit um evruaðild og aðstoð "ECB" mundi skapa. En hver skuldsetning ríkisins verður stendur augljóslega og fellur á þeim punkti.
- Höfundur telur að fyrirheitið eitt að ætla sér inn í evruna sé lykilatriði er muni hafa mjög jákvæð áhrif til þess að efla traust á innlenda fjármálakerfinu.
- Svo mikil verði áhrif þess fyrirheits, að ofan í það traust - muni sennilega duga til að fá "lánalínur" frá AGS og ESB, tilvist þeirra ein og sér ofan í traustið vegna fyrirheits evrunnar, mundi duga til að skapa nægan trúverðugleika.
- Þannig að það verði enginn umtalsverður fjármagnsflótti, ekki komi til nein umtalsverð viðbótar skuldsetning ríkisins.
bls. 41.
"Sú aðstoð ESB sem skiptir langmestu máli felst annars vegar í þeim trúverðugleika sem stuðningur Seðlabanka Evrópu skapar og hins vegar í því fyrirheiti að íslenskar krónur breytist í evrur innan ákveðins tíma með aðild landsins að myntbandalaginu. Gjaldeyrismarkaðir eru í eðli sínu framsýnir og bregðast við um leið og aðildarsamningur hefur verið samþykktur, og þar með breytast allar forsendur til afnáms hafta á svipstundu til hins betra."
Vandamálið við þetta - sem kemur fram innan skýrslunnar, er að "höftin á Kýpur eru enn uppi."
Ef það eflir svo gríðarlega trúverðugleika ísl. fjármálakerfisins, fyrirheitið eitt og sér, að stefna að aðild að evru - - af hverju í andskotanum hafa höftin á Kýpur ekki farið af enn?
Þarna er augljóslega algerlega sannfærður evrusinni að skrifa - - ég ætla ekki að tína til margt. En í skýrslunni úir og grúir af "hæpnum" fullyrðingum - sem þessi að ofan er gott dæmi um.
Það áhugaverða er, að hann fjallar síðan sjálfur á öðrum stað um þann kostnað sem Ísland stendur frammi fyrir - - og í ljósi þess. Er ég algerlega gáttaður á því, að hann virðist virkilega halda. Að trúverðugleika vandinn sé leystur við það eitt. Að ætla inn í evruna og slá lán.
Færsluvandi Íslands!
Bls. 40.
- "Samkvæmt síðasta mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá ágúst síðastliðnum telja krónueignir erlendra aðila um 60-70% af landsframleiðslu þar sem bæði er um að ræða eftirstöðvar af eignum vaxtarmunarfjárfesta (20% af VLF) og síðan krónueignir þrotabúanna (40-50% af VLF).
- Færsluvandamálið er þó mun víðtækara en það, þar sem fjölmargir innlendir aðilar vilja einnig flytja verðmæti frá íslenska myntsvæðinu, svo sem til þess að ná fram áhættudreifingu með því að bæta erlendum eignum í eignasafn sitt.
- AGS metur það að svo að uppsöfnuð fjárfestingarþörf íslenskra aðila, s.s. lífeyrissjóðanna, nemi um 30-45% af landsframleiðslu Íslands. Samanlagt slagar færsluvandi Íslands upp í 100% af landsframleiðslu."
Takið eftir þessu gríðarlega umfangi "færsluvandans" sem er ágætt orð yfir vandamálið. Stærstu aðilarnir í lið 2-eru lífeyrissjóðir.
Munum að Kýpur lenti í færsluvanda, mér finnst merkilegt hversu "blasé" hann er með þá trú sína, að þessi vandamál verði ekki erfið úrlausnar - þegar Ísland hefur gengið inn í ESB, hefur ákveðið að taka upp evru, og fengið lánalínur frá AGS og Seðlabanka Evrópu. Þ.e. líka áhugavert, að hann talar seinna í skýrslunni, eins og að "færsluvandi" sé óhugsandi loks þegar inn í evruna sé komið - þó er Kýpur í færsluvanda sem enn er óleysanlegur.
- Mér finnst virkilega blasa við - sbr. vanda Kýpur þ.s. brast á fjármagnsflótti - að ef Ísland slær lán eins og hann leggur til, þ.e. fær lánalínur.
- Þá muni þeir sem eiga fé, notfæra sér málið - - til að taka sitt fé úr landi.
En ég sé ekki nokkra hvatningu fyrir þá aðila til að gera það ekki - - en það ætti að blasa við hverjum og einum að ef "færsluvandinn er" 100% af þjóðarframleiðslu, og á sama tíma skuldar landið þegar 100% af þjóðarframleiðslu.
Þá brýst út allsherjar fjármagnsflótti - - um leið og gáttir eru opnaðar, eins og hann leggur til. En einmitt vegna þess, að aðilarnir munu vita, að Ísland er einungis fært um "takmarkaða skuldsetningu" og samtímis mun það væntanlega eiga við að þær "lánalínur munu í reynd vera takmarkaðar," þ.s. enginn mun augljóslega veita Íslandi "ótakmarkaða úttekt."
Þá ertu þvert á móti með uppskrift af "fullkomnum fjármagnsflótta-stormi."
- Sá mundi þá standa þangað til, að AGS og Seðlabanki Evrópu, annaðhvort - - klippa á lánalínurnar - eða takmarkaðar lánalínur þrjóta.
Þá veit ég ekki í hvaða skuldsetningu ísl. ríkið mundi vera statt í.
En líkur á þjóðargjaldþroti eftir slíka æfingu tel ég að væri yfirgnæfandi!
Niðurstaða
Ég mæli eindregið gegn þeirri hugmynd að losun hafta sem sett er fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. En ég tel næsta fullvíst, að ef sú leið mundi vera prófuð - mundi það skila hvorki meira né minna, en landinu í þjóðargjaldþrot.
Það er stórfelldur vandi fyrir alla kenninguna sem sett er fram í skýrslunni, þ.s. haldið er að evru-upptaka geti tekið 3 ár. Hlægilegt - brandari. Þ.s. fullyrt er að lágir vextir taki nánast við frá fyrstu dögum er evra væri upp tekin. Að höftin á Kýpur skuli enn vera uppi.
En það bendir til þess, að evruaðild sé ekki slíkt úrslita-atriði um trúverðugleika lands, og höfundur heldur fram.
Ef skaflinn er 100% af þjóðarframleiðslu, á sama tíma og landið skuldar 100% af þjóðarframleiðslu. Þá er augljóslega algerlega ófært að ætla að losa höft með lánalínum, þ.s. aðilum er boðið upp á að flytja féð sitt héðan og skuldsetja ríkið samtímis. Lánalínurnar mundu að sjálfsögðu ekki skapa það ástand trúverðugleika, sem höfundur heldur fram. En líklega mundi AGS og "ECB" ekki treysta sér til að lána svo mikið þ.e. 100% til viðbótar vegna augljóss greiðsluþols vanda landsins. Þannig að líklega væri lánsfé í boði smærra en þau 100% sem til þarf ef féð á að duga til að hleypa út öllum skaflinum. Ekki síst þess vegna, yrði líklega sá snöggi fjármagnsflótti sem ég tel að verði ef þessi leið væri farin. Aðilar mundu keppast við að færa sitt fé þangað til að féð mundi klárast, eða erlendu aðilarnir mundu klippa á lánalínurnar.
Auðvitað mundi þá haftavandamál Íslands hafa magnast um allan helming, með kannski skuldsetningu ríkisins á bilinu 160-180% jafnvel. Fer eftir hvenær "ECB" og AGS hefðu sett tappan í eða hve há lánin voru áður en þau tæmdust.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2014 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2014 | 23:31
Forseti Tékklands hvetur NATO til að senda herlið til Úkraínu
Þetta gerist á sama tíma og Úkraínudeilan virðist vera að stigmagnast. En það berast fréttir af fjölmennum mótmælum í borgunum Luhansk og Donetsk, þ.s. opinberar byggingar voru teknar yfir af mótmælendum sem kröfðust þess að almenn atkvæðagreiðsla um stöðu héraðanna Luhansk og Donetsk fari fram. Síðan er skammt eftir af þeim tíma sem Gasprom gaf úkraínskum stjórnvöldum til að greiða 2 þúsund milljóna USD gasreikning, fyrir utan að Gasprom hefur tilkynnt að héðan í frá muni gasverð hækka 50% til Úkraínu - en skv. Gasprom falli niður afsláttur sem Úkraína hafi haft skv. samningi þjóðanna um leigu Rússlands á Sevastopol. Þ.s. Krímskagi tilheyri nú Rússlandi, sé samkomulagið um leigu og afslátt á gasverði - dautt. Eins og gefur að skilja eru úkraínsk stjórnvöld ekki par hrifin af þessu. En rétt er að muna, að skv. kröfu AGS - mun niðurgreiðslum á gasi til innanlands neyslu hætt í Úkraínu. Sem skv. áður fram komnum fréttum, mun hækka gasverð til neytenda um 50%. Nú ef hækkun Gasprom bætist við, erum við sennilega að tala um nær - - 100% hækkun til neytenda. Sem auðvitað aumingja almenningi í Úkraínu mun muna um heilt herfilega. Sérstaklega þ.s. lífskjör hafa þegar fallið verulega í landinu í seinni tíð. Fyrir utan að landið var fyrir eitt það fátækasta í Evrópu. Að auki bætist við, að 50% afsláttur stjv. náði einnig til atvinnulífs - - > sem sýnir eiginlega hve "heimskuleg hugmynd" þetta líklega var en þessar niðurgreiðslur hljóta að hafa verið mjög stór útgjaldaliður hjá ríkinu, kannski að verulegu leiti skýring skuldasöfnunar þess. En að niðurgreiðslur falla einnig niður til atvinnulífs, þíðir þá að þá fær almenningur 2-falt lífskjarahögg þ.s. fyrirtæki líklega þurfa að bregðast við kostnaðarhækkunum með uppsögnum og launalækkunum.
- Eitthvað segir mér því að "gasverð" eigi eftir að vera virkilegt hitamál í kosningabaráttunni, sem nú fer fram í Úkraínu. En kosið verður síðustu helgina í máí.
Czech leader says NATO could offer troops to Ukraine if Russia goes beyond Crimea
Pro-Russia protesters seize Ukraine buildings, Kiev blames Putin
Stand-off over $2.2bn Ukraine gas bill
Ukraine raises fears of gas price war with Russia
Donetsk og Luhansk gætu verið næstu 2-héröðin sem ganga inn í Rússland
Það áhugaverða er - - að spurningin um lífskjör gæti verið drifkraftur fyrir íbúa Donetsk og Luhansk að vilja ganga í Rússland, í stað þess að tilheyra Úkraínu.
En líklega kostar gas minna Rússlandsmegin landamæranna, sérstaklega ef allar hækkanirnar sem eru í kortunum í Úkraínu ná fram.
Eins og sést á kortunum, þá eru þessi 2-héröð með meirihluta rússnesku mælandi, þ.e. ekki ólíklegt að íbúar héraðanna tveggja líti frekar á sig sem Rússa en Úkraínumenn. Enda er ekki lengra síðan en 1991, að allt landið tilheyrði Sovétríkjunum - þar á undan hafði það tilheyrt rússneska heimsveldinu.
Ekki nema 23 ár af sjálfstæði - - spurning hvort að einhver sjálfstæðisvitund hafi slæðst inn í rússn.mælandi hluta Úkraínu? Þó hennar virðist gæta í þeim héröðum sem hafa meirihluta úkraínskumælandi.
- Þ.e. ekkert víst að Pútín þurfi neitt að gera, framkvæma nokkra beina augljósa aðgerð, til þess að héröðin 2-gangi inn í Rússland.
- En í þeim héröðum virðist útbreidd andstaða við hina sterkt þjóðernissinnuðu stjórn sem nú er við völd í Kíev.
- Það þarf ekki að vera, að Pútín sé að róa undir mótmælum, þó það geti sannarlega verið.
Miðað við þær upplýsingar að her Úkraínu hafi einungis 6000 manna bardagahæft lið, meðan að Rússar hafi meir en 30þ. manna lið nærri landamærunum. Vel yfir 100þ. á öllu svokölluðu "Vestursvæði." Sem unnt væri að færa upp að landamærum Úkraínu.
Þá ætti að vera ljóst, að aðstaða stjórnvalda Úkraínu - til að beita sér gegn hugsanlegri uppreisn innan Luhansk og Donetsk, er afskaplega takmörkuð.
En bardagar milli öryggissveita á vegum úkraínskra stjórnvalda og rússn.mælandi mótmælenda þar, gætu verið "casus belli" fyrir Pútín - að senda lið inn í þau héröð.
- Það verður að koma því í ljós, hve mikið verður úr þessu á næstu dögum. En það mun líklega fara eftir því, hvort að baki þessum mótmælum er þung undiralda íbúa þessara héraða, eða hvort að baki þeim er bara fámennur hópur.
En úkraínsk stjv. líklega verða einnig að fara varlega vegna þess, að harkaleg viðbrögð einnig gætu æst upp fjöldann innan þeirra héraða.
Hvað með NATO herlið?
Ég er ekki í nokkrum vafa um. Að NATO getur sent herlið til Úkraínu. Það væri afskaplega ólíklegt að á það væri ráðist af heimamönnum - eins og verið hefur ástand mála í t.d. Afganistan. Á hinn bóginn, þá mundi það líklega einungis koma sér fyrir í héröðum þ.s. meirihluti íbúa er úkraínsku mælandi. En það síðasta sem líklega NATO herlið mundi hafa áhuga á. Er að blanda sér með beinum hætti inn í þjóðernisátök - í einu landinu enn. En með því að taka sér stöðu innan héraða með úkraínsku mælandi meirihluta. Væri a.m.k. staða þeirra héraða "tryggð."
Rússland mundi aldrei leggja beint í NATO herlið - og líklega á það sama við herlið NATO að enginn hefur áhuga á að leggja beint í Rússa.
Enda Rússland kjarnorkuveldi, bein átök við Rússland er atriði sem NATO mundi forðast í lengstu lög.
En staða innan úkraínsku mælandi héraða Úkraínu, væri sennilega ekki "of áhættusöm" og mundi senda mjög skýr skilaboð til Rússlands, og einnig til A-evr. aðildarríkja NATO. Að NATO standi að baki þeim.
Þá auðvitað gæti Úkraína gengið inn í NATO. Ef vilji aðildarríkja NATO stendur til þess. Með NATO herlið staðsett í Úkraínu, væri í reynd ekkert sem Rússland gæti gert - nema að mótmæla.
Niðurstaða
Það gæti verið sterkur leikur fyrir NATO að senda herlið til Úkraínu. Þannig mundi NATO sýna styrk sinn. Að NATO tekur varnir A-Evrópu alvarlega. Að auki mundi þá Úkraínu geta með skjótum hætti gengið inn í NATO. A.m.k. þau héröð sem væru meirihluta úkraínsku mælandi. En ég efa að NATO mundi leggja í að senda lið inn í héröð þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir. Það gæti verið þannig séð "tacit" viðurkenning á "skiptingu Úkraínu" þannig, að þau héröð þ.s. rússn.mælandi eru í meirihluta eða nægilega fjölmennur minnihluti - gangi inn í Rússland. Þá væru landamæri NATO og Rússland líklega endanlega mörkuð.
Ef Úkraína gengur í NATO meðan NATO herlið er til staðar, væri ekkert sem Rússland getur gert - - þá væri það komið að Pútín að vera í þeirri stöðu að geta bara mótmælt.
- Það verður að koma í ljós hvernig þetta spilast - - en ef á næstu dögum það lítur úr að íbúar Donetsk og Luhansk eru að rísa upp, og líkur fara hratt vaxandi á að 2-héröð til viðbótar gangi úr Úkraínu í Rússland.
- Gæti krafan um NATO aðild þess sem eftir væri af Úkraínu - - styrkst.
- Einnig um það, að NATO grípi til beinna aðgerða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 7.4.2014 kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2014 | 01:05
Friðartilraun Kerry varðandi deilu Ísraela og Palestínumanna, virðist farin út um þúfur
Ríkisstjórn Obama virðist hafa ákveðið að þvo hendur sínar af deilu Ísraela og Palestínumanna a.m.k. í bili. Að sögn talmsmanna Hvíta Hússins, er boltinn hjá leiðtogum Palestínumanna og Ísraels. Sem bendir til þess eindregið, að þátttöku ríkissstjórnar Bandar. undir forystu Obama - sé lokið.
Haaretz - Israeli, Palestinian leaders need to do some soul searching
Haaretz - Kerry: It's reality check time, U.S. will evaluate role in peace process
Haaretz - U.S.: Minister Uri Ariel sabotaged Israel-Palestinian talks
Wallstreet Journal - White House Signals Pause in Mideast Talks
Reuters - Kerry warns U.S. is evaluating role in Middle East peace talks
The Economist - You can lead a horse to the wadi
Bloomberg - Kerry Urges End to Rancor in Effort to Save Mideast Talks
Bloomberg - Israel-Palestinian Talks Stumble as Abbas Revives UN Bid
Lítill samningsvilji
Oft getur það skýrt margt - að horfa einfaldlega á gott kort. En það hefur blasað við lengi að Ísrael hefur engan áhuga á því að raunverulega heimila það, að til verði svokallað palestínskt ríki á Vesturbakkanum og Gaza.
Ef fólk ber kortin 2-saman, þá sér það að Vesturbakkinn svokallaði "gnæfir yfir láglendið í kring" þ.s. meginþorri gyðinga býr.
Frá hernaðarlegu sjónarmiði, ef maður eingöngu starir á málin frá þeim útgangspunkti, þá er "nauðsynlegt fyrir öryggi gyðinga" að stjórna hæðunum þ.s. Palestínumenn búa.
Einfaldlega vegna þess að frá hæðunum er unnt að halda uppi stórskotahríð á láglendið í kring. Höfum í huga að Ísrael er ekki það stórt. Vegalengdir eru litlar.
Síðan er næsta atriði, að hæðirnar veita mjög "verjanleg landamæri" fyrir Ísrael til Austurs - gagnvart hugsanlegri innrás úr þeirri átt.
Þ.e. til að komast inn í Ísrael þaðan, þarf þá að fara yfir opið svæði þ.e. Jórdanárdalinn, sjá á korti hve láglent og slétt það svæði er.
Þ.e. þá eiginlegur "killing field" fyrir hvern þann sem reynir að fara yfir, meðan að ísraelskt herlið stjórnar hálendinu á móti.
Lönd reyna yfirleitt að koma sér upp landamærum þ.s. náttúrulegar aðstæður auðvelda varnir - - ef þ.e. mögulegt.
Það skýrir t.d. líklega af hverju Kínverjar tóku Tíbet, en þá hafa kínv. hersveitir varnarlínu gegn hugsanlegri innrás frá Suðri læsta gagnvart hæsta fjallgarði heims.
Áhugavert er að Ísraelar hafa umborið það að Hamas hreyfingin stjórni svokölluðu Gaza svæði á landamærum við Egyptaland - - en ef þið horfið á kortið sjáið þið að það svæði er "láglent" - því sennilega ekki eins hernaðarlega mikilvægt fyrir Ísrael út frá öryggissjónarmiði að stjórna því svæði.
- Síðan Ariel Sharon var við völd á 10. áratugnum, hef ég verið þeirrar skoðunar að, tveggja ríkja hugmyndin væri dauð!
- Ég held að það sé alls enginn vafi á að það sé enginn möguleiki á tveggja ríkja lausn. Virkilega ekki nokkur möguleiki.
Hvað á þá að gera í staðinn?
Ég skrifaði um þetta 2012, og ég sé enga ástæðu til að endurtaka það allt, enda standa öll þau rök sem ég kom þá fram með - enn: Er friður í Ísrael mögulegur?
Í stuttu máli tel ég einungis eina leið tæknilega mögulega, þ.e. eitt sameiginlegt ríki.
Ég bendi einnig á áhugavert viðtal við Sari Nusseibeh, sem ég vitnaði þá í:
'The Pursuit of a Two-State Solution Is a Fantasy'
Ég er algerlega sammála honum.
Er á því að tilgangslaust sé að berja hausnum frekar við steininn.
Niðurstaða
Ég tel að tími sé til kominn að menn afskrifi formlega 2-ja ríkja lausnina. Enda sé algerlega öruggt að Ísrael gefur aldrei nokkru sinni upp það land sem Palestínumenn telja sig eiga. Á sama tíma virðist ekki vilji til staðar í svokölluðu heimssamfélagi, til að beita þannig þrýstingi að nokkrar líkur væru á því að unnt væri að þvinga slíka lausn fram.
Það gæti meira að segja verið að það væri snjallt af Palestínumönnum að leggja formlega af "heimastjórnina" þannig neyða yfirvöld í Ísrael til að formlega taka yfir alla stjórn mála á svæðum Palestínumanna - þar með allan kostnað.
Eftir það mundi baráttan snúast upp í beina réttindabaráttu, væntanlega leitast við að læra af átökum svartra við hvíta sem á endanum leiddi til sigurs í S-Afríku.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fljótt á litið virðist útkoman vera - ippon. Þ.e. kennarar hafi unnið fullkominn sigur. En ef marka má yfirlýsingar sigurhrósandi talsmanns kennara. Þá er um að ræða afskaplega "hressilegar hækkanir."
Þ.s. ég velti fyrir mér varðandi áhættu ríkisstjórnar er eftirfarandi:
- Ríkisstjórnin þarf að ná fram stöðu þ.s. verðbólgan er sem næst markmiðum Seðlabanka, og ekki síst að hún sé sæmilegs stöðug sæmilega nærri því markmiði.
- Ríkisstjórnin þarf að auki að ná fram markmiðum í því að koma hömlum á vöxt útgjalda ríkisins, vegna þess að það þarf að sína fram á að ríkisstjórnin, geti komið hömlum á vöxt skulda ríkisins.
- Hagvöxtur er mikilvægt atriði, en hin atriðin þurfa að vera með í lestinni.
Háar launahækkanir:
- Geta sannarlega skapað verðbólgu.
- Og þær geta sannarlega ógnað markmiði ríkisstjórnarinnar, varðandi stjórnun útgjalda og því tilraunum til að skapa tiltrú á getu ríkisins, við það að hafa stjórn á uppsöfnun skulda.
- Það þíðir, að háar launahækkanir - - geta grafið undan því höfuðmarkmiði ríkisstjórnarinnar að losa höft fyrir lok kjörtímabilsins.
Spennt og sátt með nýjan kjarasamning
Illugi Gunnarsson - Samningurinn stórt skref í rétta átt
Mér finnst viðtalið við Illuga áhugavert - en hann getur ekki neitað því að um "stórar launahækkanir er að ræða" en segist fagna því að tekist hafi að bæta kjör kennara.
Að auki getur hann ekki neitað því að útgjöld ríkisins aukist, en bendir á móti á markmið um endurskipulagningu skólastarfsins sem hafi að hans mati náðst.
Fram kemur í máli Guðríður Arnardóttur formanns félags Framhaldsskólakennara:
"Vinnufyrirkomulag kennara mun breytast, og það metið með allt öðrum hætti - í stað fastra tíma á bakvið hvern áfanga þurfi að meta hvern áfanga fyrir sig, t.a.m eftir fjölda nemenda og umfangi áfangans."
Í máli Gunnars Björnssonar samningamanns ríkisins kemur fram:
"Samningurinn nær til októbermánaðar 2016 og felur í sér sex prósent launahækkun." - "Aðrar hækkanir eru háðar nýju vinnumati, en þær geta gert það að verkum að hækkunin nemi samtals 29 prósentum yfir samningstímann..."
-------------------------------------
Bendi á að ríkisstjórnin gerði einungis skammtímasamning við ASÍ til eins árs.
Það verði í kjölfarið ákaflega forvitnilega að fylgjast með því, hvaða áhrif kjarasamningar við kennara munu hafa á kröfugerð almennt á vinnumarkaði.
Ég skal ekki neita því að kennarar eiga skilið hærri laun, að kennarastarfið er ákaflega mikilvægt. Að samfélagið líklega "græði á því" að launa kennarastarfið vel.
En það þarf líka að ná tilteknum "skemmri tíma" markmiðum um losun hafta, þá þarf eins og ég benti á að ofan, verðbólga að vera lág og ríkið búið með aðgerðum sínum í eigin rekstrarmálum að skapa það hámarks traust sem það framast getur náð fram.
Eru þau markmið samræmanleg? Eða þarf annað að láta undan?
Það verður því ákaflega áhugavert að fylgjast með næstu mánuðum, en það eru flr. kjarasamningar útistandandi. Síðan næsta hausti, en þá ættu samningar milli ASÍ og SA að hefjast að nýju.
Niðurstaða
Ef það hefst "stéttastríð" hér þ.s. hópar launamanna hver á eftir öðrum koma fram, og heimta tveggja stafa prósentu launahækkanir, þá gæti markmið ríkisstjórnarinnar um losun hafta fyrir lok kjörtímabils komist í mikla hættu. En þá gæti verðbólga farið í tveggja stafa tölu. Og útgjöld ríkis gætu farið illilega úr böndum.
Í ljósi þess hve mikilvægt þ.e. fyrir stjórnarflokkana að ná fram markmiðinu um haftalosun, hélt ég að ríkisstjórnin mundi vera til muna harðari á því markmiði sem var áður yfir líst. Að launahækkanir væru einungis upp á 2%.
En nú virðist búið að fleygja því markmiði út um gluggann? Hefur þá markmiðinu um haftalosun einnig verið fleygt?
Kv.
Það má sjá nýtt orðalag í yfirlýsingu bankaráðs Seðlabanka Evrópu, þ.s. gengið er lengra en nokkru sinni áður, margir fjölmiðlar út um heim túlka orðalagið þannig. Að bankaráðið hafi sagst munu hefja seðlaprentun eða "Quantitive Easing" ef aðstæður krefjast þess.
Svo að það hafi örugglega komið fram - - eru vextir áfram 0,25%.
Þ.e. engin ný ákvörðun tekin - - svo þ.e. yfirlýsing um hugsanlegar framtíðar aðgerðir, sem allir eru að stara á.
Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 3 April 2014
"Looking ahead, we will monitor developments very closely and will consider all instruments available to us. We are resolute in our determination to maintain a high degree of monetary accommodation and to act swiftly if required. Hence, we do not exclude further monetary policy easing and we firmly reiterate that we continue to expect the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time. This expectation is based on an overall subdued outlook for inflation extending into the medium term, given the broad-based weakness of the economy, the high degree of unutilised capacity and subdued money and credit creation. At the same time, we are closely following developments on money markets. The Governing Council is unanimous in its commitment to using also unconventional instruments within its mandate in order to cope effectively with risks of a too prolonged period of low inflation."
Textinn sem ég lita "rauðan" er sú yfirlýsing sem margir túlka sem loforð um seðlaprentun, ef það ástand skapast að þörf sé talin fyrir slíka aðgerð.
- "Óvenjuleg" tæki eða óvenjuleg nálgun, getur á hinn bóginn verið fleira en eitt.
- Það gæti einnig verið aðgerðin, "neikvæðir vextir" á innlánsreikningum "ECB."
Þannig að erlendir fréttamiðlar eru ef til vill - aðeins að oftúlka orðalagið, sem einhvers konar loforð um prentun, ef "venjulegar aðgerðir" duga ekki til.
ECB says prepared to embrace QE
- Það má líka velta fyrir sér hvort að bankaráðið er einfaldlega að leitast við - að beita orðaræðu.
- Í stað beinna aðgerða.
En skv. frétt FT þá lækkaði gengi evrunnar gagnvart dollar um hálft prósent, þegar fréttir um orðalagið bárust út.
Þá væri það ef til vill í leiðinni, tilraun til að tala verðhjöðnunarhættuna í kútinn :)
Niðurstaða
Ef maður horfir eingöngu á þ.s. var ákveðið. Þá er staðan sú sama og verið hefur í sl. 5 mánuði. Að Seðlabanki Evrópu heldur vöxtum óbreyttum í 0,25%. Þó svo að afskaplega lág verðbólga virðist vera að festast í sessi innan aðildarríkjanna.
Orðalagið þ.s. sterklega er íjað að því - að gripið verði "kannski" til "óvenjulegra" aðgerða. Er auðvitað nýtt. Bankinn hefur ekki áður tekið svo sterklega til orða.
En mig grunar að það sé oftúlkun að segja, að bankaráð "ECB" sé nánast að lofa prentun.
Ég mundi ekki útiloka, vegna þess að þ.e. bara sagt "unconventional instruments" að þeir geti allt eins verið að meina - aðgerðina "neikvæða vexti" á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu.
Það mundi sannarlega einnig flokkast sem "óvenjuleg aðgerð," mér virðist a.m.k. ekki ljóst af orðalaginu, hvor aðgerðin er í fyrirrúmi. Kannski sé það svo að fyrst að þetta er ekki orðað skýrar. Að enn séu báðar aðgerðirnar undir smásjánni. Og ekki verið ákveðið hvorri mundi vera beitt.
Í spurningum og svörum neðar á síðunnu hlekkjað á að ofan segir Draghi: "So this statement says that all instruments that fall within the mandate, including QE, are intended to be part of this statement. During the discussion we had today, there was indeed a discussion of QE. It was not neglected in the course of what was actually a very rich and ample discussion. "
Þá er a.m.k. staðfest af honum, að seðlaprentun er a.m.k. til alvarlegrar skoðunar. Þó það sé ekki endilega ljóst, sbr. orðalag hans að slík aðgerð hafi verið hluti af innihaldsríkri umræðu, hvor aðgerðin sé sú líklegri að vera hrint til framkvæmda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2014 | 01:13
Ég held að gjaldtaka einkaaðila ásamt hóflegum hagnaði geti vel farið saman við náttúruvernd
Það hafa skapast deilur um gjaldtöku við Geysi. Ég ætla að taka það skírt fram. Að sú gjaldtaka er augljóslega óheimil. Þ.s. þeir sem heimta gjald. Hafa ekki eignarrétt á Geysissvæðinu sem slíku.
Þ.e. algerlega óeðlilegt að heimila aðila, sem hefur engin eignarréttartengsl, að einhliða skaffa sér tekjur - með þeim hætti sem er í gangi.
En aftur á móti þegar kemur að viðkvæmu svæði sem vissulega er í eigu einkaaðila, og sá rekur þar aðstöðu fyrir ferðamenn, ber kostnað af því að halda við göngustígum - halda við annarri aðstöðu, og gera við hugsanlega skemmdir vegna átroðnings.
Þá sé ég ekkert óeðlilegt við það, að heimila gjaldtöku þess aðila. Auðvitað skv. eðlilegum skilyrðum.
Og að auki, held ég að það sé skynsamt að heimila eða a.m.k. umbera, að sú gjaldtaka feli í sér einhvern hagnað fyrir viðkomandi aðila.
Þ.e. gjaldtaka sé meiri en nauðsynleg sé, til að mæta eingöngu kostnaði.
Það er áhugavert hve mörgum er illa við hugtakið "hagnaður!"
Maður heyrir "heilaga vandlætingu" um græðgi - þjófnað o.s.frv. Málið er að þessi afstaða á líklega rætur til "Marxisma" en skv. marxískri hugsun. Er hagnaður einmitt form af "þjófnaði" sbr. hugtakið "arðrán." Marxisti getur aldrei litið á hagnað sem réttmætan. Sá sem græðir er þá kallaður "arðræningi" eða með öðrum orðum - - þjófur.
Náttúruverndarlög gera ráð fyrir fyrirbærinu "Náttúrugjald" sem byggir á ákvæðum laga um Náttúruvernd - - sjá að neðan 85. gr. og 92. gr.
---------------------Lagasafn Íslands: Lög um náttúruvernd
Umhverfisstofnun getur falið einstaklingum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem ráðherra staðfestir. Til grundvallar samningi um umsjón friðlýsts svæðis skal liggja umsýsluáætlun fyrir svæðið. Í samningnum skal m.a. kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, menntun starfsmanna og gjaldtöku, sbr. 2. mgr. 92. gr. Samningur samkvæmt þessu ákvæði felur ekki í sér vald til töku stjórnvaldsákvarðana.
Heimilt er að fela umsjónaraðila skv. 1. mgr. eftirlit skv. 84. gr. á umsjónarsvæðinu og skal þá í samningi kveðið nánar á um eftirlitið, valdheimildir og upplýsingagjöf til Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með því að umsjónar-, rekstrar- og eftirlitsaðili uppfylli samningsskuldbindingar.
Ákvæði 1. mgr. greinar þessarar gildir ekki um rekstur fólkvanga.
Umhverfisstofnun eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.
Eigi síðar en í ágúst ár hvert skal Umhverfisstofnun leggja fyrir ráðherra til staðfestingar skrá yfir gjöld skv. 2. mgr. sem stofnunin hyggst innheimta næsta ár á eftir. Staðfesti ráðherra gjaldskrána skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Ráðherra getur ákveðið nánara fyrirkomulag gjaldtöku í reglugerð.
---------------------
Það sem þessi lög gera ekki ráð fyrir - - er nokkrum hagnaði til handa rekstraraðila.
Tekjum er einungis ætlað að standa undir kostnaði - - punktur.
Þetta er sjálfsagt ákaflega vel í anda náttúruverndar-hugsjónar í VG.
Það merkilega er, að í dag er ekki amast við því að menn græði á ferðamönnum með margvíslegum hætti, með því að skipuleggja hópaferðir um landið - hvort sem þ.e. með rútum eða skipulögðum "sleðaferðum" - "gönguferðum" - "hestaferðum" eða hverju öðru sem mönnum getur komið til huga að skipuleggja fyrir erlenda ferðamenn.
Og auðvitað, menn sjá ekkert að því, að gjald sé tekið fyrir gistingu á tjaldsvæðum eða hótelum.
- Þ.s. er áhugavert er að landeigandi má græða á ferðamönnum með margvíslegum hætti, þ.e. sölu þeim varnings, að bjóða þeim upp á skipulagðar ferðir um svæðið, eða reka tjaldsvæði í útjaðrinum.
- Þ.s. ekki má, er að selja inn á sjálf svæðið. Þá rísa menn upp og tala um græðgi.
Persónulega skil ég ekki almennilega - - af hverju mönnum er svo óskaplega mikill þyrnir í augum, þessi tiltekna leið til að hafa fé af ferðamönnum.
Það er verið að græða á ferðamönnum út um allt land, en það má ekki gera það með þeim hætti, að takmarka aðgang að svæði - selja aðgang að því svæði.
Með hvaða hætti getur "gróði" þjónað náttúruverndarsjónarmiðum?
Ef maður ímyndar sér - - að lagaákvæðum að ofan væri breitt þannig. Að Umhverfisstofnun, væri heimilt að gera samninga við aðila, sem fela í sér umsjón að svæði, og að auki heimilar gjaldtöku sem inniber kostnað viðkomandi aðila + "hóflegan" hagnað.
Þá er ég viss um að, eftirspurn eftir slíkum samningum - - mundi aukast verulega mikið.
Það gæti verið svo, að Umhverfisstofnun fái til sín hluta þeirra tekna t.d., þannig að Umhverfisstofnun sjálf, mundi þannig séð - - græða á þeirri eftirspurn. T.d. hafa efni á fleiri Landvörðum.
Gróði rekstraraðila - getur verið visst umsamið hlutfall tekna, á sama tíma og samningur kveður á um að tiltekið hlutfall tekna fari í rekstur - viðhald og laun starfsmanna. Þannig að ef aðili vill "auka gróða sinn" þá mundi hann þurfa samtímis, að verja auknu fé til staðarins og starfsmanna.
Ef að auki, Umhverfisstofnun fær til sín "hlutfall" mundi gróðasóknin að auki "vera gróðalind fyrir Umhverfisstofnun."
- Ég er ekki að tala um, að í nokkru sé slakað á kröfum um verndun staða, um gæði uppbyggingar eða eftirlits.
- Einungis að benda á, að gróði getur þjónað með öflugum hætti "náttúruverndarsjónarmiðum."
Það mundi verða eftirsóknarvert - - að taka að sér umsjón viðkvæmra staða.
Umhverfisstofnun mundi verða nánast umsetin þeim, sem hefðu áhuga.
Og það yrði ekkert vandamál, að fjármagna "landvörslu" og tja, stofnunina sjálfa.
Hennar tekjur mundu aukast og það hressilega.
-----------------------------
Það má hafa ákvæðin með þeim hætti þ.e. 85. gr. og 92. gr., að gjaldtaka inn á svæði sé með öllu óheimil - - nema gegn samningi við "Umhverfisstofnun."
Þannig að ef landeigandi hefur áhuga á að hafa tekjur af ferðamönnum, með því að takmarka umferð inn á svæði "sem er á hans landareign" þá verði hann að gera það í gegnum það ferli, að gerast "umsjónarmaður" þess svæðis, skv. samningi við "Umhverfisstofnun."
Niðustaða
Ég held að ráðherra umhverfismála hafi einfaldlega ekki áttað sig á því, hve öflugt tæki "gróðavon" getur verið, en málið er að "gróðavon" er einfaldlega form af hvata - - sem býr í mannlegu eðli. Gróðavon má stýra sbr. "manipulation" - hún getur bæði haft gott og slæmt í för með sér.
Trixið er að stýra henni þannig, að hún hafi gott í för með sér. Þ.e. ekkert ómögulegt við það, að notfæra sér gróðavon i því skyni, að stuðla að eflingu náttúruverndar hér á landi.
- Þ.e. augljóst að það vantar meira fé, til að standa að uppbyggingu ferðamannastaða.
- Einfaldasta leiðin til þess að útvega það fé, væri - - að "Umhverfisstofnun" mundi standa fyrir "útboði" ferðamannastaða.
- Ég virkilega meina það, að bjóða út rekstur þeirra - - skv. öllum þeim skilyrðum sem núverandi lög fara fram á, en auðvitað með þeirri lagfæringu á þeim ákvæðum, að gróði sé með í för.
Kv.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlekkur á könnunina má finna: Tæp 40% myndu hugleiða nýtt framboð hægrimanna.
Það sem mér finnst vert athygli - er hve prósenta þeirra sem geta hugsað sér að kjósa slíkan flokka, rímar vel við þ.s. hefur lengi verið tilfinning mín í gegnum árin.
Að sé ca. fylgi aðildarmálsins meðal þjóðarinnar.
Þ.e. á milli 35-40%.
Það ætti ekki að koma á óvart, að aðildarsinnuðum kjósendum - getur komið til hugar að kjósa aðildarsinnaðan flokk.
"Þannig kæmi framboðið til greina hjá 52,3% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum, 48,7% Sjálfstæðisfólks, 42,7% Pírata, 35,9% Framsóknarfólks, 30,1% Samfylkingarfólks og 20,0% Vinstri-grænna."
Það kemur sennilega ekki á óvart að kjósendur Pírata eða BF geti hugsað sér að kjósa slíkan flokk - - en athygli vekur hve margir sem segjast vera Sjálfsstæðismenn, taka einnig undir slíkt.
Merkilega margir kjósendur Framsóknar, miðað við harða andstöðu flokksins sem lá alltaf skýr fyrir gagnvart aðildarmálinu. En kannski kaus nokkur hópur flokkinn út á aðgerðir flokksins fyrir heimilin, sem er ef til vill þrátt fyrir allt - í þeim hópi sem til er í það að íhuga aðild.
Það hefur verið tilfinning mín um nokkurra ára skeið, að 2-falt flokkakerfi sé í þróun!
Um sé að ræða að stjórnmál hér séu sennilega að endurtaka gamlan klofning frá því fyrir 1920, þegar aðalklofningurinn snerist um mismundandi afstöðu gagnvart sjálfstæðismálinu. Tímabil svokallaðra "sjálfsstæðisstjórnmála."
- En ég tel að ísl. stjórnmál, séu að klofna um aðildarmálið - - þvert á hægri vinstri ásinn.
- Og út af því sé að þróast 2-falt flokkakerfi. Þ.s. á endanum geti verið búið að þróast kerfi þ.s. til sé staðar aðildarsinnaður hægri flokkur, á móti honum hægri flokkur sem sé sjálfstæðissinnaður. Síðan með sama hætti - tveir miðflokkar. Síðan tveir vinstriflokkar.
- Píradar virðast einhvers staðar úti í mýri - í þessu samhengi þó.
Ég held að klofningur þjóðarinnar vegna aðildarmálsins - - muni hindra að verulegu leiti flakk fylgis milli Sjálfsstæðisflokks, og fræðilega nýs hægri flokks er væri "frjálslyndur" -en það orð er nánast orðið í dag að kóða orði fyrir það að vera aðildarsinnaður meðal aðildarsinna í dag- þegar stefna slíks flokks væri orðin sæmilega vel kynnt.
Í dag liggur hún eðlilega ekki fyrir - - margir geta ruglast í ríminu, vegna frasans "frjálslyndur".
Það eru ekki allir sem skilja eða fatta, að "aðildarsinnar meina það í þeirri merkingu að flokkurinn væri aðildarsinnaður."
Þ.e. ekki ólíklegt, að nokkur hluti svarenda - sé að tjá óánægju með núverandi forystu, án þess að í reynd er á hólminn væri komið. Að þeir mundu í raun og veru vera líklegir kjósendur.
- Hægri sinnaður flokkur aðildarsinna muni líklega einungis keppa um atkvæði aðildarsinna, við aðra flokka aðildarsinna.
- Í því samhengi, sé því líklega eðlilegt - - að BF stafi einna mest hætta af slíkum hugsanlegum flokki.
- Og það sé alveg hugsanlegt að nokkur hópur Sjálfsstæðismanna, mundu kjósa slíkan flokk.
Líklegt fylgi gæti verið á bilinu 10-15%. Meðan að Sjálfsstæðisflokkur, gæti minnkað í það að haldast í því fari að vera alltaf innan við 30%.
Megin spurningin verði hvernig aðildarsinnar mundu skiptast milli aðildarsinnaðra flokka - - skv. könnuninni að ofan, væri minnst hreyfing á fylgi Samfylkingar meðal flokka aðildarsinna.
Ég á alls ekki von á að slíkur flokkur - -finni ógrynni af nýjum aðildarsinnum.
Því meir sem flokkum aðildarsinna muni fjölga, verði hver þeirra flokka fyrir sig - smærri.
Fjöldi þeirra þ.e. hlutfall meðal þjóðarinnar, hafi haldist ákaflega stöðugt í meir en 10 ár. Þ.e. á ca. svipuðu bili og könnunin að ofan sýnir að geti hugsað sér að kjósa flokk sem Þorsteinn Pálsson mundi fara fyrir.
Niðurstaða
Ég hef nefnt það áður. Að ég hef ekki endilega neitt á móti því. Að flokkum aðildarsinna fjölgi. Þannig að þau ca. 35-40% þjóðarinnar sem virðast aðildarsinnuð. Skiptist yfir hægri vinstri ás á flokka sem þá skipta þeim atkvæðum á milli sín.
Á sama tíma, festist sjálfstæðissinnaði helmingurinn á flokkakerfinu einnig í sessi, og þar verði einnig hægri vs. vinstri skipting.
Það auðvitað þíði, að flokkarnir verði fleiri og almennt smærri. Sem má vera að geti flækt stjórnarmyndun í framtíðinni. Sjálfstæðisfl. líklega minnki í að vera milli 20-30. Í stað þess að hafa oft áður verið milli 30-40%. Meðan að Samfylking með fjölgun flokka aðildarsinna, sé ólíkleg að stækka umfram 20%. 20% geti verið ca. hámarks fylgi hennar eftir fjölgun flokka aðildarsinna, kannski líklegra að hún haldist innan við 20%.
BF og hugsanlega Píradar einnig, gætu kannski einna helst orðið fyrir barðinu á nýjum hægri flokki. Ef af verður.
Kv.
1.4.2014 | 00:39
Þó að verðbólga mælist einungis 0,5% á evrusvæði, tekur Seðlabanki Evrópu sennilega enga róttæka ákvörðun
Þó að fljótt á litið virðist sem að lækkun verðbólgu úr 0,7% í 0,5% sé varasöm. En svokölluð kjarnaverðbólga virðist vera lítt breitt þ.e. 0,8%. En þá eru teknir út þættir sem hafa mikla verð-sveiflutíðni.
Þ.s. sennilega er varasamt, er hve lág verðbólga er í landi eins og Þýskalandi, þ.e. einungis 0,9%.
Myndin að neðan sýnir verðbólgu febrúar í ESB ríkjum - ekki nýjustu tölur
Þ.s. ég held að sé "varasamt" er hve lág verðbólgan er í löndum sem ekki eru í efnahagsvanda. Skv. tölum nú, mælist verðbólga í Þýskalandi enn lægri en þarna er sýnd. Eða 0,9%. Á Spáni lækkuðu verð um 0,2%.
Hún er alls staðar - - lægri en 2%. Og í mjög mörgum löndum, lægri en 1%.
Og í meir en helmingi landanna, lægri en 0,5%.
Euro area annual inflation down to 0.5%
Another Worrisome Drop in Euro Zone Inflation
Euro Area Inflation May Decline To New Low Of 0.5%
Þegar verðbólga er þetta lág, þá þarf líklega ekki neitt risa áfall, til þess að toga hana niður fyrir "0" í meðaltali landanna.
Það eru hættur þarna úti:
- US Federal Reserve - - ætlar að hætta prentun á árinu. Það má því búast við frekari flótta fjármagns frá "ný-iðnvæddum" löndum, og frekari gengislækkun gjaldmiðla þeirra landa. Möguleiki á kreppu í einhverjum þeirra landa er til staðar.
- Þ.s. síðan Kína, sem hefur verið að sýna bersýnileg einkenni þess, að þar sé að hægja á hagkerfinu. Og að stjv. séu að sprengja lánabólu - vísvitandi. Þ.e. raunveruleg hætta innan Kína á snöggri kreppu í einkahagkerfinu. Þó sennilegt sé að Kína detti ekki alla leið í samdrátt - - þ.s. stjv. Kína, eru líkleg til að auka framkvæmdir á móti. Þá mundi það samt sem áður leiða til þess, að verulega mundi hægja á hagvexti þar í landi heilt yfir litið.
- Svo má ekki gleyma deilunni við Rússa. En ef menn æsa sig upp í efnahagslegar refsiaðgerðir á Rússland sem bíta, geta þær einnig bitið á móti á Evrópu.
Þ.e. ekki síst út af þeim hættum -- sem hik "ECB" mánuð eftir mánuð, getur reynst áhættusamt.
En vísbendingar eru uppi um að "últra-lágverðbólgu ástand," sé a.m.k. að festa sig í sessi. Miðað við það hve lélegur framtíðar hagvöxtur verður sennilega í Evrópu - - gæti það verið staðan til framtíðar. Að verðbólga verði á bilinu 0-1%.
En þegar hún er það lág, verður það viðvarandi áhætta, að efnahagsáfall - - framkalli allt í einu verðhjöðnun.
Eins og Japan sýnir - - þá þegar væntingar um verðhjöðnun hafa fests í sessi. Er greinilega erfitt að snúa því ástandi við. Þrátt fyrir mikla peningaprentun í rúmt ár - - er verðbólga í Japan enn að mælast vel undir 2%.
Ef Evrópu tekst ekki að komast upp úr þeirri efnahaglegu nær kyrrstöðu, sem stefnir í - - þá mun líklega mikið atvinnuleysi einnig vera til frambúðar.
Niðurstaða
Þrátt fyrir að staðan á evrusvæði sýni að ástand mjög lágrar verðbólgu virðist ætla að festast í sessi. Sem er ekki beint í takt við peningamarkmið Seðlabanka Evrópu, að verðbólga eigi að vera sem næst 2%. Virðist ekki sérlega líklegt að "ECB" taki róttæka ákvörðun í peningamálum að sinni.
En líklega þarf verðbólga að lækka meir, niður undir "0" til þess að hreyfing komi á mál. Enda með vexti í 0,25%. Er talið þurfa fremur róttæka ákvörðun - ef á að skapa breytingu sem um munar. Tja, eins og peningaprentun.
Líklega sé það einmitt vegna þess, ef á að taka á málum, þarf það að vera róttækt - - að bankaráð "ECB" hikar mánuð eftir mánuð eftir mánuð.
Á meðan virðist mjög lág verðbólga stöðugt vera að festa sig betur í sessi. Þar með einnig sú hætta að magnast, að evrusvæði geti lent í verðhjöðnun.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar