Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

331 manns hafa látið lífið síðan svokallað vopnahlé hófst í Úkraínu

Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindaskrifstofu SÞ: Report on the human rights situation in Ukraine 16 September 2014. Eins og fram kemur, þá hafa báðar fylkingar gerst sekar um alvarleg brot á mannréttindum. Vísbendingar séu um "dauðasveitir" á vegum svokallaðs "Donetsk People's Republic" sem hafi skotið fólk án dóms og laga, sem grunað hafi verið um að "aðstoða óvininn." Einnig séu vísbendingar um að fólki sem sé haldið án dómsúrskurðar af yfirvöldum meðal uppreisnarmanna, hafi verið þvingað til nauðungarvinnu. Að auki, séu dæmi þess - að fólk hafi verið gripið haldið og síðan boðið í skiptum fyrir uppreisnarmenn í haldi stjórnvalda. Á sama tíma, séu fjöldi tilvika þ.s. sveitir vinveittar stjórnvöldum í Kíev, hafi handtekið og lúbarið fólk - grunað um samstarf við óvininn. Einhver dæmi þess, að slíkum aðilum hafi verið haldið í einhverja daga, meðan þeir hafi sætt illri meðferð. 

  • Skv. þessari lýsingu - - virðist ógnarástand til staðar í A-Úkraínu.

Uppreisnarmenn séu síst minna sekir um að skapa það sbr. "dauðasveitir þeirra meðlimir kalla sig gjarnan NKVD í höfuðið á leynilögreglu Stalíns" - "fólk sé gripið og neytt í nauðungarvinnu" - "fólk sé gripið af förnum vegi eða heimilum,  boðið í skiptum."

Sjá einnig frétt: Ukraine fighting has killed at least 331 people since ceasefire – UN

 

Áhugaverðar myndir á þessum hlekk: Shocking pictures

Á myndinni sést í rústir flugstöðvar byggingar Donetsk borgar flugvallar

The ruins of what is left of the main terminal building at Sergey Prokofiev International Airport in Donetsk, which has been a battleground between Ukraine and pro-Russian rebels 

Á þessari mynd má sjá hvernig flugturn Donetsk borgar flugvallar hefur verið leikinn

Smoke rises close to the airport's air traffic control tower, which has been the scene of an artillery battle between the two sides 

Síðan má sjá uppreisnarmenn skjóta sprengjuvörpum á stöðvar stjórnarhermanna

Shelling has continued in the eastern Ukraine city of Donetsk, even though a ceasefire was agreed between the two sides last month 

Það virðist að stöðugir bardagar hafi staðið yfir síðan svokallað vopnahlé tók gildi - einmitt við Donetsk flugvöll. Þar skiptast stjórnarhermenn á skotum og sprengjuregni sbr. mynd að ofan af uppreisnarmönnum að skjóta á stöðvar stjórnarhermanna þar - - óbreyttir borgarar fá fyrir ferðina, þegar sprengjukúlur eða eldflaugar hitta ekki "rétt skotmark."

Skv. skýrslunni er áætlað heildarmannfall - - 3.660. En viðurkennt, að flr. geti í reynd hafa fallið.

 

Uppreisnarmenn - virðast raunverulega vera "ruddar og ribbaldar"

Ég hef alveg frá upphafi talið það "fullvíst" að þeir væru a.m.k. í engu skárri en svokallað "Right sector" í Úkraínu, þ.e. róttækir úkraínskir þjóðernissinnar. Sem einnig hafa gerst sekir fyrir fjölda mannréttindabrota.

Ég bendi á umfjöllun mína frá því um daginn: Áhugavert að nafn þings "Alþýðulýðveldisins Donetsk" skuli vera "Supreme Soviet"

En ég einmitt velti fyrir mér á sínum tíma, af hverju þeir völdu að kalla sitt sjálfskipaða lýðveldi "Alþýðuýðveldið Donetsk." 

Það var vegna þess, að ég mundi eftir því - að öll fyrrum kommúnistaríkin. Kölluðu sig ávalt, "alþýðulýðveldi."

Svar við því virðist mega finna í grein sem ég fann á netinu, og vitna til í mínum pistli.

  • En málið virðist einfaldlega vera, að þetta lið séu "unreformed communists" þ.e. kommar sem séu enn jafn sannfærðir í dag, eins og það hefði aldrei orðið "hrun kommúnismans."
  • Forseti þings þeirra, "Supreme Soviet" -takið eftir en það kallaðist einnig þing Sovétríkjanna í den- fer í enga launkofa með, að hann sé aðdáandi Sovétríkjanna sálugu. Og líti til þess tíma, sem dýrðardaga.

Þá skilur maður - af hverju "alþýðulýðveldi" en ekki "lýðveldi" og af hverju "Supreme Soviet" en ekki t.d. "Duma."

Og auðvitað, að meðlimir "dauðasveita" alþýðulýðveldisins skuli kalla sig "NKVD" í höfuðið á leynilögreglu Stalíns, en kannski hefur einhver heyrt nafn Beria - fyrrum yfirmanns hennar. Og þekktur blóðhundur.

En NKVD var einmitt þekkt fyrir það - - að skjóta fólk gjarnan á staðnum.

Það virðist, að uppreisnarmenn - séu einnig að afrita þær starfsaðferðir.

-------------------------------

Ég bjóst við því, að uppreisnarmenn væru frekar til "öfgahægri" en "öfgavinstri" en kannski er stutt í reynd milli þeirra "öfga."

 

Niðurstaða

Ég vorkenni fólkinu í A-Úkraínu. En íbúar svæðisins - virðast milli steins og sleggju, tveggja öfgafylkinga - - sem séu í besta falli "vondur" vs. "verri." Og mig er farið að gruna miðað við upplýsingar Mannréttindaskrifstofu SÞ, að kannski séu uppreisnarmenn eftir allt saman "verri." Þó að "right sector" sé sannarlega skipað hættulegum öfgamönnum.

 

Kv.


Þýska iðnaðarvélin að bræða úr sér?

Það vekur athygli - að hagvöxtur í Þýskalandi virðist í frjálsu falli upp á síðkastið. Skv. nýjustu tölum, er umtalsverður samdráttur í iðnframleiðslu - sá mesti síðan febrúar 2009, þ.e. 4% minnkun.

Plunge in industrial production stokes German recession fears

German factory orders suffer biggest fall since 2009 crisis

Þessar tölur eru það ógnvekjandi, að hagfræðingar telja nú hugsanlegt að samdráttur mælist í Þýska hagkerfinu á 3. fjórðungi þessa árs, t.d. - 0,2%. Þá teldist Þýskaland skv. reglum ESB í "kreppu" en á öðrum fjórðungi ársins, var mældur samdráttur þýska hagkerfisins um einmitt - 0,2%.

  • Þýskaland er augljóslega enginn mótor þessa mánuðina skv. fram komnum tölum.

Skv. seinni hlekknum, þá var einnig - mesti mældi samdráttur í pöntunum til iðnaðar í Þýskalandi, þ.e. minnkun milli mánaða um 5,7%. Þetta eru skv. tölum er fram komu í október yfir pantanir í ágúst. Pantanir líta eðlilega aðeins fram í tímann, og gefa vísbendingu um samdrátt iðnframleiðslu í framhaldinu. Sá samdráttur virðist nú kominn fram.

Eins og sést á myndinni að neðan, þá má lesa þá þróun úr - að uppsveifla er í gangi frá og með fyrri hl. sl. árs, síðan er eins og að "ný niðursveifla" hefjist áður en sl. ári er lokið; sú þróun hafi síðan haldið áfram að ágerast á þessu ári - - nú sé svo komið, að tölur séu loks komnar niður fyrir "0" punkt.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/german_ec_0001.jpg

Á kortinu hér fyrir neðan, má sjá graf yfir hagvöxt í Þýskalandi. Úr því má lesa "hraða hnignun" á þessu ári. Ef 3. fjórðungur endar í mældum samdrætti - þá er vel hugsanlegt að allt árið endi með þeim hætti, þegar þ.e. gert upp fyrir rest. Það er þó ekki víst, þ.s. vöxtur var á fyrsta fjórðungi. Það mundi því ekki þurfa mikinn mældan vöxt síðasta hluta ársins - til þess að endanlegt uppgjör mundi sína smávægilegan vöxt.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/german_ec_0002.jpg

Gavyn Davies var einnig með áhugaverða umfjöllun: Germany is stalling

Hann bendir á að þessi þróun komi á óhagstæðum tíma fyrir ríkisstjórn Þýskalands, en fundur verður á næstunni í Washington á vegum Heimsbankans, þ.s. má reikna með að stefna Þjóðverja - verði gagnrýnd. Að auki, er hún nú undir harðri gagnrýni bæði Hollande og Renzi forsætisráðherra Ítalíu - bæði löndin vilja fá að "slaka á niðurskurðarstefnu" til að milda samdráttartilhneigingar í þeirra hagkerfum.

Þessar tölur verði líklega - vatn á myllu þeirrar gagnrýni, að breytingar þurfi að gera á ríkjandi efnahagsstefnu í Evrópusambandinu. Auka þurfi áherslur í þá átt að - efla hagvöxt.

Gavyn Davies, birtir þó tölur sbr. mynd að neðan, sem sýnir að svokallað "heildar undirliggjandi vaxtarferli" -þegar leitast er við að núlla úr með tölfræðikúnstum skammtímasveiflur- sé einungis jákvætt upp á 0,9%. Neysla hafi viðhaldist innan Þýskalands, vinnumarkaðurinn sýni ekki heldur samdrátt.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/german_ec_0004.jpg

Skv. sama hagfræði módeli, segir Davies - ætti síðasti fjórðungur líklegast að enda á 1,4% vexti miðað við 12 mánaða reikning. En líkur séu samt ca. 1/6 skv. því módeli, að sá fjórðungur endi á samdrætti. 3-sviðsmyndir um framhaldið eru reiknaðar.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/german_ec_0003.jpg

Niðurstaða Davies - - er sem sagt sú, að líklega sé Þýskaland ekki í kreppu, þó að tölur 2. og. 3. fjórðungs geti sýnt samdrátt - telur skv. tölfræði mati á "undirliggjandi vexti" að heildarútkoman verði upp á tæpt prósent.

Megin samdrátturinn sé í iðnframleiðslu - vegna þess að viðskiptalönd hafi sýnt slaka framvindu á þessu ári, þ.e. Frakkland + Ítalía og Kína; hafi öll verið undir væntingum - lakari en árið áður. Fyrir bragðið hafi útflutningur iðnvarnings - - beðið nokkurn hnekki.

  • Meðan að fyrirtæki halda þetta "skammtímasveiflu" þá sennilega eru þau ekki að "stunda uppsagnir."
  • En ef þær hefjast, mundi líklega það bitna á neyslu.

Það er komin fram yfirlýsing þýskra stjórnvalda: Berlin holds the line on fiscal rigour despite recession risk

En skv. henni, ætlar ríkisstjórn Þýskalands - ekki að slaka á þeim áformum, að skila "hallalausum fjárlögum á nk. fjárlagaári." Með því, er væntanlega - fyrirfram hafnað kröfum sem líklega koma fram á fundinum í Washington; að Þýskaland auki eyðslu - t.d. með því að auka framkvæmdir. Sambærilega kröfur hafa einnig komið fram innan ESB - viðbrögð þýskra stjv. er líklega "nei" við þeim kröfum einnig.

 

Niðurstaða

Útkoman virðist skýr a.m.k. að einu leiti. Að hagvöxtur þessa árs innan ESB - verður umtalsvert lakari. En opinberar hagspár töldu í upphafi þessa árs. Í stað þess að vöxtur innan ESB sé öflugri á þessu ári en því síðasta. Virðist hann stefna í að verða - heldur lakari á þessu ári.

Þetta sést einnig í verðbólgutölum, að heildarhagkerfið er nærri "stöðnunarpunkti" með mælda heildarverðbólgu skv. síðustu mælingu 0,3%.

  • Þýska iðnvélin - virðist ganga á 2-sílindrum af 4. Hökta áfram rétt svo ofan við heildar núllpunkt.
  • Mótorinn virðist því vanta í ESB.

-----------------------------

Ps: Skv. AGS eru 40% líkur á kreppu á evrusvæði í ár, og 30% á verðhjöðnun á evrusvæði. Ég hefði í reynd haldið, að líkurnar væru akkúrat 30 - 40, að verðhjöðnun væri líklegri. En þetta er mat AGS:

IMF sees risk of new eurozone recession

 

 

Kv.


Japönsk stjórnvöld rannsaka hóp af mönnum sem þau segja að hafi haft í huga að ferðast til Sýrlands og gang í lið með "Islamic State"

Þetta er mjög lítil frétt - en merkileg þó. Því hún sýnir hvað það stoðar lítt í dag að "berjast gegn moskum." Hvað á ég við? Það, að "IS" er ákaflega virkt á netinu, og það eru einnig margir aðrir hópar svokallaðra "jihadista." En enginn þeirra -skilst mér þó- hafi nærri því eins skilvirka og umfangsmikla nettilvist og "ISIS/IS."

-------------------Þetta er öll fréttin: Japanese Men Were Planning to Fight for ISIS, Police Say

TOKYO — The Tokyo police said Monday that they were investigating several Japanese men suspected of planning to go to Syria to fight for the jihadist group Islamic State. The police provided few details of the men, whom they described as university students in their 20s who were not actively attending classes.

They said one of the men, identified as a 26-year-old student at a university in Hokkaido, was recruited by the Islamic State via the Internet. The authorities said the men were the first Japanese suspected of wanting to join the Islamic State.

In Japan, engaging in war acts against a foreign government is a crime punishable by up to five years in prison.

----------------------------------------

En ég hef ekki heyrt um nokkrar moskur í Japan: Þannig að nánast eini möguleikinn á því, að japanskir háskóla stúdentar hafi ánetjast "IS" - sé þá að það hafi gerst í gegnum "netið."

Ég hef áður bent á það - hve tilgangslítið það sé í dag. Að berjast gegn "Mosku í Reykjavík" einmitt út af því, að í dag sé "netið" orðið "megin áróðurs vettvangur hættulegra íslamista."

Að hindra það að moska verði sett upp í Reykjavík, með öðrum orðum - í engu minnki líkur þess, að íslenskir ríkisborgarar ánetjist "IS" og taki upp á því, að gera sér ferð til Sýrlands - til þess að ganga í lið með þeim.

Það þarf ekki einu sinni, að þeir séu af ættum innflytjenda, en í Japan eru tiltölulega fáir innflytjendur - þannig að afar líklegt er. Að þessi japönsku stúdentar, séu ekki af ættum innflytjenda.

Það hafa verið töluvert af dæmum þess, að ungir Íslendingar - ánetjist sértrúar söfnuðum í gegnum árin. Þó að "IS" sé miklu mun grimmari hreyfing en nokkur sá sértrúarsafnaður, sem hér hefur starfað - svo ég viti til.

Þá sýni þetta, að við ættum alls ekki að halda, að hættan af því að íslenskir ríkisborgarar ánetjist "IS" - - sé einskorðuð við "innflytjendur frá múslima löndum."

  • Þessi möguleiki geti alveg verið fyrir hendi frá okkar eigin fólki.

Tja - ég gæti ímyndað mér, t.d. meðal hóps Íslendinga sem hafa fyllst andúð á "Vesturveldum" og telja á sama tíma, að Múslimar hafi í langan tíma verið fórnarlömb - - Vesturlanda.

Einhverjir af slíkum, gætu hugsanlega verið viðkvæmir fyrir áróðri öfgasamtaka, sem segja "Vesturlönd" vera -spillt- og -lýðræði Vesturlanda það líka- eða -íjað að því að það sé ekki raunverulegt- :að tími sé kominn til að stokka spilin í heiminum - þar á meðal á Vesturlöndum.

Aðeins "IS" geti leitt slíka baráttu.

En ég get ekki ímyndað mér, nokkra aðra geta ánetjast þeim samtökum - - nema þeir séu þegar orðnir töluvert djúpt sokknir í "andúð á Vesturlöndum."

Því þegar sjálfir komnir með töluvert "varpaða hugsun."

 

Niðurstaða

Eitur hættulegra íslamista samtaka er í dag - einkum spúð yfir netið. Þannig séð, sé það því "úrelt hugmynd" að moskur séu megin miðstöðvar dreifingar hættulegs íslamista áróðurs. Ég bendi á þetta, vegna þess að nokkur hópur manna er andvígur mosku á Íslandi - vegna þess að þeir telja að moska auki hættu á dreifingu áróðurs af hættulegu tagi. En eins og japanska dæmið sýnir - - er engin vernd gegn Íslamista áróðri að "hafa engar moskur."

 

Kv.


Áhugavert að nafn þings "Alþýðulýðveldisins Donetsk" skuli vera "Supreme Soviet"

Það er merkilegt vegna þess, að það var nafnið á þingi Sovétríkjanna á sínum tíma. Forseti þingsins í Donetsk Alþýðulýðveldinu, fer fögrum orðum um Sovétríkin sálugu, og fer ekkert í felur með það - að hann sé sannfærður kommúnisti af gamla skólanum. Þó segir hann, að ekki standi til að stjórna eins og í Sovétríkjunum, heldur sæki þeir fyrirmyndir í Rússland seinni tíma. Á hinn bóginn, segir aðstoðar-varnarmálaráðherrann, að "lýðræði" muni þurfa að bíða betri tíma. "Lýðræði sé lúxus sem menn hafi einungis efni meðan þeir hafa nóg af öllu. Meðan að stríð sé í gangi og upplausn, verði herstjórn áfram til staðar.

Þá er það spurning - hve lengi stríðsástand varir, en þ.e. alveg hugsanlegt, að það verði töluverður varanleiki þar um.

  1. Áhugaverðast er, að forseti þingsins - viðurkennir að "fólk hafi verið handtekið án dóms og laga" og "haldið föngnu án dóms og laga."
  2. Segir að því ástandi verði breytt á næstunni.
  3. Aðstoðar varnarmálaráðherrann, segir að réttmætt hafi verið að breyta listasafninu þ.s. hann áður flutti fyrirlestra, í fangelsi, þ.s. lystin sem þar hafi verið sýnd. Hafi hvort sem er, verið tilgangslaus.

Sérlega áhugaverð viðhorf þessara herramanna - - sem eru háttsettir meðlimir stjórnar uppreisnarmana í Donetsk Alþýðulýðveldinu svokallaða.

-----------------------------------------

Rebels in Eastern Ukraine Dream of Reviving Soviet Heyday

"In the Donetsk region of eastern Ukraine, the Supreme Soviet, as its separatist legislature is known, is nationalizing coal mines and reviving collective farms."

"There is now a secret police force called the M.G.B.,...Some rebels call it,...jokingly, the N.K.V.D."

"Boris O. Litvinov, the chairman of the Supreme Soviet..." - “Over the past 23 years Ukraine created a negative image of the Soviet Union,” ... “The Soviet Union was not about famine and repression. The Soviet Union was mines, factories, victory in the Great Patriotic War and in space. It was science and education and confidence in the future.” - “Some military men say, ‘I am from the N.K.V.D.,’ but it’s just bravado,”

  1. "Mr. Litvinov said that extrajudicial imprisonment here was a temporary wartime expedient, and that a court system would be up and running by December."
  2. "After elections scheduled for Nov. 2, he said, the Supreme Soviet would be renamed the People’s Soviet."

"Fyodor D. Berezin, a deputy defense minister, who before the uprising was an author of science fiction novels, described the system of government the Donetsk People’s Republic as aiming to build as “military Communism.”"

"The Isolation art space, where he once held talks as an author, is better used as a prison and garrison, he said, because the art there was “beautiful but senseless.”"

"“Yes, we have a parliament and so on, but we will rule with military methods,” he said in an interview. “It’s a necessary situation. Democracy, that beautiful structure of society, is possible when resources are abundant. We don’t have that now. Winter is here.”"

----------------------------------------- 

Hvenær voru síðast hantökur án dóms og laga í Rússlandi?: á dögum byltingarinnar 1917. Það virðist þó ekki vera svo, að handeknir hafi verið drepnir unnvörpum eins og Lenínistarnir hófu fljótlega fjöldamorð eftir valdatöku.

En fréttir hafa borist af "nauðungarvinnu" fanga - en áhugaverð frásögn fyrrum fanga, sem hefur borist í alþjóða fjölmiðla. Segir einmitt frá vist "akkúrat í hinni umtöluðu byggingu er áður var listasafn" sem hafi verið einkar ömurleg, við léleg skilyrði. Skv. frásögn hans, hafi hann verið handtekinn vegna þess að hann var með úkraínskt vegabréf og talaði með úkraínskum hreim. Honum var síðan sleppt að hans sögn - vegna þess að uppreisnarmenn hafi átt von á fjölda nýrra fanga. 

En skv. þeirri frásögn, fór hann aldrei fyrir neinn dómstól - heldur hafi hann frá handtöku lent í þeirri ömurlegu vist, sem hann sagði frá.

  • Frásögn forseta þings Donetsk Alþýðulýðveldisins, virðist staðfesta - að fólk sé einmitt handtekið og ekki dregið fyrir dóm, haldið síðan án réttarhalda eða tækifæris til að verja sig með nokkrum hætti.

Skv. því, virðist hann þar með - - viðurkenna að Donetsk Alþýðulýðveldið, sé þar með sekt - um fremur alvarleg brot á mannréttindum.

Fólk sé handtekið, en síðan fari engin sérstök skoðun á þeirra málum fram - - og ég sé enga ástæðu til að draga í efa. Frásögn fyrrum fangans, um "nauðungavinnu."

  • En það var eitt af því, sem kommarnir gerðu alltaf á sínum tíma.
  • Það var að handtaka fólk, að því er best varð séð, til þess eins að - - > Útvega þrælavinnuafl.

Ég velti því fyrir mér, hvort að Donetsk Alþýðulýðveldið, hafi þar með - - einnig gerst sekt um "þrælahald" ofan í það, að í reynd viðurkenna - - >> að vera sekt um að halda fólk án réttarhalda, eða málsvarnar af nokkru tagi.

 

Niðurstaða

Ef þetta eru réttmætar aðferðir í augum talsmanna "Donetsk Alþýðulýðveldisins" - sem viðurkenna sjálfir að sjá Sovétríkin sálugu í dýrðarljóma. Þá grunar mig, að Rússarnir sem styðja baráttu uppreisnarmanna; séu ef til vill - - að koma sér úr öskunni í eldinn. 

En þrælavinna í fangabúðum, var einmitt eitt af megineinkennum Sovétríkjanna, og uppreisnarmenn virðast hafa - - endurskapað gúlag í smáum stíl.

Það var ekkert "frelsi" í Sovétríkjunum - - það var ákveðin "velferð til staðar" en samtímis, iðkuð mjög alvarleg mannréttindabrot. Ásamt því, að ekkert umburðarlyndi var til staðar - gagnvart andstöðu eða gagnrýni.

Eins aðstoðar varnarmálaráðherrann orðaði þetta svo skemmtilega - - "sé lýðræði lúxus" sem menn hafa einungis efni á, þegar þeir hafa nóg af öllu. 

Kannski ætti efti allt saman, "Novo Rossia" ekki að bera akkúrat það nafn, ef til vill er "Novo Soviet" nær lagi -- því framtíðaríki sem til standi að mynda þarna.

 

Kv.


Joe Biden ásakar bandamenn Bandaríkjanna, fyrir að hafa stuðlað að því að "Islamic State" samtökin urðu til

Þessi ummæli vekja athygli, en Biden var staddur á fundi með háskólastúdentum sl. fimmtudag í Harvard. Þetta er í fyrsta sinn, sem háttsettur ráðamaður innan Bandaríkjanna - opinberlega kvartar undan hegðan bandamanna Bandaríkjanna árin sem borgarastríðið innan Sýrlands hefur staðið.

Biden Apologizes to Turkish President

 

Syrian border town still under siege by Islamic State despite allied air strikes

Turkey clashes with US over rise of ISIS

 

Það er vart unnt að ímynda sér að Biden sé að segja þetta óvart:

------------------------------------------------

Joe Biden - "Our allies in the region were our largest problem in Syria.” - “They were so determined to take down Assad and essentially have a proxy Sunni-Shia war, what did they do? . . . They poured hundreds of millions of dollars and thousands of tonnes of weapons into anyone who would fight against Assad.” - Except that the people who were being supplied were [al-Qaeda affiliate Jabhat] al-Nusra and al-Qaeda and the extremist elements of jihadis coming from other parts of the world.

  1. "In an apparent attack at former colleagues such as Hillary Clinton, ex-secretary of state, who pushed during President Barack Obama’s first term for the US to arm the Syrian opposition..."
  2. "..., Mr Biden suggested that such a step would have left weapons such as anti-aircraft missiles in the hands of Isis and al-Qaeda."

------------------------------------------------ 

En hann virðist vera að staðfesta - - þ.s. mér hefur virst vera í gangi í Mið-Austurlöndum, að utanaðkomandi ríki hafi verið að misnota stríðið í Sýrlandi, til að vega hvert að öðru með óbeinum hætti.

Leitast við að gera stríðið að "proxy war" sín á milli, þ.e. sérstaklega Arabalöndin - - þá Saudi Arabar og flóa Arabar - - sem hafi dælt linnulaust fé og vopnum, einmitt eins og Biden sagði - - > hvern þann sem var til í að berjast.

Meðan að Íran -sérstaklega- studdi stjórnina í Damascus, er hefur verið bandamaður Írana í gegnum árin, þ.e. vart unnt að ímynda sér að án Írans og bandamanna Írans þ.e. Hesbollah, hefði stjórnin í Damascus haldið velli. Á sama tíma, má vænta þess að - - án áhuga Írana. Hefðu Saudar og Flóa Arabar líklega ekki heldur skipt sér eins mikið af þeim átökum.

Rússland hefur einnig stutt stjv. í Damascus - í formi vopnasendinga. Síðan rétt eftir sl. áramót, samdi Rússland við stjv. í Damascus, um gas- og olíuleit í lögsögu Sýrlands.

  • Eins og við vitum, þá hefur "ISIS" síðan "IS" risið upp úr þeim jarðvegi, sem þar myndaðist - - að utanaðkomandi "jihad"-istar leituðu eins og mý að mykjuskán, til Sýrlands.
  • Og gátu þar fengið vopn og peninga til að berjast. Smám saman urðu "erlendir stríðsmenn" að meginaflinu meðal þeirra fylkinga sem berjast við Assad.
  • En þ.e. 2013, en átökin hófust 2011, sem að "ISIS" rís upp og sópar þannig séð, völlinn. Stórt hlutfall erlendu "jihad"-istanna virðist hafa gengið í lið með "al Baghdadi" þegar hann það ár, lýsti yfir stofnun "ISIS."
  • Og sá hópur hafði verið mikið til vopnaður af Arabaríkjunum við flóann, og Saudi Arabíu.

------------------------------------------------

Biden bætti við - - “Everyone in the region has awakened, now under US leadership the coalition has been put together and they are moving.” - “Saudi Arabia has stopped the funding going in” and “the Qataris have cut off their support for the most extreme elements of the terrorist organisations” - “It took a while for Turkey, a Sunni nation, to figure out that ISIL was a direct and immediate threat to their well-being,

Tyrkland virðist hafa einnig spilað sinn eigin leik - - með því, að viðhafa nánast ekkert eftirlit við landamærin að Sýrlandi - - og heimila þekktum "Jihad"-istum að fara viðstöðulaust yfir landamærin.

Að auki, lá megin birgðaflutningaleið uppreisnarmanna, í gegnum Tyrklands. Og þ.e. augljóst að í algeru lágmarki, þá létu Tyrkir það afskiptalaust.

Skv. fréttum kvartaði forseti Tyrklands formlega undan ummælum Biden:

------------------------------------------------ 

Skv. talsmanni Biden - “The vice president apologized for any implication that Turkey or other allies and partners in the region had intentionally supplied or facilitated the growth of ISIL or other violent extremists in Syria,” - “The United States greatly values the commitments and sacrifices made by our allies and partners from around the world to combat the scourge of ISIL, including Turkey.”

------------------------------------------------ 

  1. Takið eftir - - að Biden skv. því, hefur ekki dregið til baka þá ásökun, að bandamenn Bandaríkjanna hafi stuðlað að því að "ISIS" varð til.
  2. Einungis, skýrt ummæli sín með þeim hætti, að þau feli ekki í sér þá ásökun - að þeir hafi vísvitandi ætlað "ISIS" að verða til. 

 

Niðurstaða

Þetta eru með eftirminnilegustu ummælum sem ég hef séð frá svo háttsettum Bandaríkjamanni - í langan tíma. Ég tek þessum ummælum eins og þau standa, þ.e. að þau sýni fram á - að sín mín á rás atburða hafi verið rétt. Með þeim hætti, að Bandaríkin sjálf, hafi að mestu verið "áhorfendur" að "proxy war" bandamanna sinna -Saudi Araba og flóa Araba- við Íran, sem hafi blossað upp af krafti - meðan átökin innan Sýrlands hafa staðið yfir.

Með því að styðja hvern þann sem vildi berjast við Assad. Hafi bandamenn Bandaríkjanna, endurtekið mistök Bandaríkjanna sjálfra í Afganistan á 9. áratugnum, þegar þau "óvart" stuðluðu að tilkomu "al Qaeda" er þau með sambærilegum hætti - vopnuðu og þjálfuðu hvern sem vildi berjast í Afganistan, gegn her Sovétríkjanna þar.

"Al Qaeda" síðar reis upp og beit Bandaríkin með eftirminnilegum hætti, í svokölluðum 9-11 atburði. Það tók síðan Bandaríkin - nokkur ár. Að - að mestu, berja þau samtök niður. Og leita Osama Bin Laden uppi, og koma honum fyrir kattarnef.

  • En nú virðast bandamenn Bandaríkjanna innan Mið-Austurlanda, hafa tekist að skapa - - enn verra skrímsli, þ.e. "Islamic State."

Ég samþykki með öðrum orðum, ekki þá kenningu - að Bandaríkin sjálf, hafi verið einhver pottur og panna að baki tilurð "IS" eins og hópur "and bandarískra netverja heldur fram."

En það virðist byggja stórum hluta á því, að bandamenn Bandar. eiga í hlut, en það ágæta fólk áttar sig ekki á því - - að þó að land sé bandamaður Bandaríkjanna - - > Þá þíði það ekki endilega. Að það land fari alltaf í einu og öllu að vilja Bandaríkjanna. 

Við getum t.d. tekið sjálf okkur sem dæmi - - en Ísland hefur ekki hingað til hætt hvalveiðum. Ef það væri svo, að vera bandamaður Bandar. væri það sama, og sitja og standa skv. vilja Bandar. í einu og öllu; þá væri það ekki svo að Ísland hefði í gegnum árin - - komist upp með að hundsa vilja Bandaríkjanna innan Alþjóða Hvalveiðiráðsins.

  • Það kemur alveg fyrir, að bandamennirnir eru að framkvæma sína eigin stefnu.

 

Kv.


Leiðtogar Katalóníu ætla að halda almenna atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, þó að stjórnarskrárdómstóll Spánar hafi bannað hana

Það eru vísbendingar þess að deilan milli Katalóníubúa og yfirvalda á Spáni sé að - hitna. En í frétt á vef Financial Times kemur fram, að skv. nýlegri skoðanakönnun. Mælist stuðningur kjósenda - við það að atkvæðagreiðslan verði haldin 70%. Að auki skv. þeirri könnun, fær enginn flokkur sem er andvígur því að atkvæðagreiðslan fari fram - - meir en 5% fylgi.

Athygli vekur, að "Partito Popular" hægri flokkur Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, mælis skv. þeirri könnun, einungis með 2% fylgi í Katalóníu.

Síðan er afstaða kjósenda í Katalóníu bersýnilega að harðna - - því nú mælist stærstur flokka þar, flokkur harðra sjálfstæðissinna, meðan að hófsamir sjálfsstæðissinnar flokks héraðsstjórans - þeirra fylgi hefur dalað. Er sá flokkur þá næsti stærsti flokkurinn - í staðinn.

  • Þetta er örugglega styrkir Artur Mas, leiðtoga héraðsins, í því að - - standa í hárinu á spænskum stjórnvöldum.
  • Hafið í huga, að þetta er meiri stuðningur við sjálfstæðiskröfu að hlutfalli, en kom fram í Skotlandi. 

Catalan leaders vow to press on with referendum vote

Graphic: Catalonia by the numbers.

Það er gríðarlegur munur á nálgun breskra stjórnvalda á drauma skoskra þjóðernissinna, og á nálgun spænskra stjórnvalda á drauma katalónskra þjóðernissinna!

Eins og kom fram í minni síðustu umfjöllun um þetta mál:

Það eru ekki bara Skota sem dreymir um "sjálfstæði"

Þá er nálgun spænskra stjórnvalda - - þvermóðskan ein. sbr. þ.s. ég sagði síðast "...hafa stjv. á Spáni, gert allt í sínu valdi - til að "hindra það að sambærileg atkvæðagreiðsla geti farið fram í Katalóníu, kallað tilraunir til slíks "lögleysu" og sagt að spænska þingið, yrði að "veita heimild" og að auki - að veiting slíkrar heimildar "komi ekki til greina." - "Þá hefur ríkisstjórn Spánar, einnig sagt - - að engu héraði sé "heimilt að yfirgefa Spán" nema að allsherjar þjóðaratkvæðagreiðsla á "öllum Spáni" samþykki slíkt. Og á sama tíma einnig sagt, ekki hafa áform um að "láta framkvæma eina slíka."

Hvað hefur síðan gerst í Bretlandi? Stjórnvöld ekki einungis -heimiluðu atkvæðagreiðslunni að fara fram- og samtímis var gersamlega ljóst að útkoman mundi vera virt. Heldur hefur David Cameron staðfest - að staðið verði við loforð um það, að "auka sjálfforræði" einstakra héraða í Bretlandi.

  1. Mér virðist einmitt það vera að gerast sem ég óttaðist, að sjálf þvermóðska spænskra stjórnvalda, sé að hleypa vaxandi hörku í málið.
  2. Og mér virðist að hún sé einnig að hafa þau öfugu áhrif innan Katalóníu, að "auka fylgi við sjálfstæði."

Þvert ofan í þ.s. hægri menn á Spáni - virðast óttast.

Þá getur hin þvermóðskufulla afstaða forsætisráðherra Spánar og flokks hans, verið að auka líkurnar á því - - að Katalónía á endanum segi skilið við Spán.

Síðan þarf að muna eftir því, að Katalónía er "auðugasta hérað Spánar" - - ef eins og getur stefnt í, málið fer í átök og vesen, þá gæti það augljóslega - - skaðað efnahag Spánar.

Atriði, sem Spánn má ekki við - augljóslega.

 

Ég held að stjórn Spánar, hefði mjög auðveldlega getað komið í veg fyrir þessa atkvæðagreiðslu, með allt öðrum hætti

Það er, ef ríkisstjórn Spánar - hefði verið til í að taka upp þá umræðu við héröðin á Spáni. Að ræða almennt um valdahlutföll milli miðstjórnarvaldsins og héraðanna.

En áður en krafan um sjálfstæði blossaði svo ákaft upp í Katalóníu. Hafði Katalónía - krafist að fá að halda eftir, auknum hluta skatttekna sem þar verða til.

Þ.e. Katalónía eftir allt saman er - auðugasta héraðið. Þá rennur mikið skattfé þaðan, til þess að styrkja fátækari héröð sérstaklega á S-Spáni, þ.s. fátæktin er einna mest.

Þessi spurning kom upp, eftir að kreppan á Spáni hófst, og krafan um útgjalda niðurskurð fór að "bitna á héröðunum" - - Katalónía sá auðvitað, að ef hlutfall skatttekna sem Katalónía má halda eftir "væri aukið" hefði niðurskurðarkrafan bitnað mun minna á opinberri þjónustu innan Katalóníu.

  • spænsk stjv. höfnuðu þessum kröfum algerlega.

En þ.e. fremur sennilegt, að spænsk stjv. hafi á þeim tímapunkti, getað lent málinu - og stöðvað það í fæðingu.

En eftir að kröfum Artur Mas var hafnað, þá tók hann upp sjálfsstæðiskröfuna. Það virðist a.m.k. síðan þá, að sú krafa hafi náð mjög miklum hljómgrunni meðal íbúa í Katalóníu.

  1. Á sínum tíma, fóru Bretar einnig að með öðrum hætti, en Skotland er nú búið að vera með sjálfsætt þing um nokkurn tíma. Skotar fengu það fyrir nokkru síðan.
  2. Og það þing fékk "raunveruleg völd" og það þíddi að Skotar fengu einmitt þ.s. Katalónar áður fóru fram á, "hlutdeild í skatttekjum."

Munurinn er sem sagt sá - - að bresk stjv. virðast alltaf hafa verið tilbúin til "málamiðlana."

Meðan, að spænsk stjv., með afstöðu sinni - - að gefa ekki eftir "nögl á fingri." Það bjóði hættunni heim.

  • Þó það hafi verið rifist um sjálfstæðismálið í Skotlandi og í Englandi - - þá varð málið aldrei mjög heitt.
  • En annað gæti verið uppi á teningnum á Spáni.
  1. En t.d. - hvað gerist, ef eins og nú blasir við, að flokkar sjálfsstæðissinna í Katalóníu.
  2. Segjast ætla að framkvæma kosninguna, þó svo hún sé úrskurðuð ólögleg, og þó svo að Mariano Rajoy, hafi sagt munu koma í veg fyrir hana með öllum tiltækum ráðum?
  • Mér dettur t.d. sá möguleiki til hugar, að "leiðtogar sjálfsstæðissinna í Katalóníu verði handteknir" - "þeir ákærðir jafnvel fyrir landráð" - "dregnir fyrir dóm."

En það er sennilega alfarið innan lagaramma, stjórnvöld á Spáni, mundu geta látið handtaka þá - - og formlega ákæra. Það má vera, að hægt væri að hafa það "landráðakæru."

  • Það getur líka verið, að fjölmennt lögreglulið verði sent á staðinn af hálfu stjv. - kjörgögn gerð upptæk - kjörstaðir innsiglaðir - o.s.frv. En látið vera að handtaka leiðtogana.

Punkturinn er sá, að í báðum tilvikum mundi líklega sjóða upp úr: Ég hugsa að fjölmenn mótmæli á götum í Katalóníu, skipulögð óhlýðni borgar o.s.frv. - - væri afskaplega líkleg.

Þá mundi efnahagsskaði fyrir Spán, verða yfirgnæfandi líklegur.

 

Niðurstaða

Mér virðist deilan milli Katalóníu og stjórnvalda á Spáni. Vera á leið inn í stöðu - þegar átök verða hratt vaxandi að líkindum. En ef flokkar sjálfsstæðissinna, gera alvöru úr því að setja undirbúning atkvæðagreiðslu íbúa héraðsins á fullt. Eftir að hún hefur verið úrskurðuð - brot á stjórnarskrá Spánar. Með stefnu á að halda hana skv. áður útgefinni dagsetningu 9. nóv. nk. 

Þá virðist mér ljóst að stjv. á Spáni - muni gera alvöru úr því. Að hindra að hún fari fram.

Þá í ljósi þess, hve stuðningur við það að atkvæðagreiðslan verði haldin virðist orðinn mikill innan Katalóníu - - blasir við í kjölfarið, miklar líkur á fjölmennum mótmælum, og borgaralegum óróa.

Þessi deila mundi þá líklega fara að hafa neikvæð efnahags áhrif fyrir Spán. Eitthvað sem Spánn þarf alls ekki á að halda.

 

Kv.


Mér fannst áhugaverð skilaboð Seðlabankastjóra, að ef launahækkanir verða umfram 3,5% þá verði sennilega vaxtahækkun

Þetta kom fram í viðtali á Bylgjunni í hádegisfréttum á miðvikudag. Síðan ræddi Bylgjan við forseta ASÍ og spurði hann út í ummæli Más. Þá svaraði hann því, að ríkisstjórnin hafi með samningum þeim sem hún gerði við "háskólamenn" sett ákveðin tón - það væri ósanngjarnt af krefjast þess af "verkamönnum" að þeir fái "lægri launahækkanir" en "háskólamenn" til þess að halda niðri verðbólgu. Það væri ósanngjörn krafa, að setja ábyrgðina af því að "viðhalda stöðugleikanum" eingöngu á "verkafólk."

Ég man ef til vill ekki orð Gylfa Arnbjörnssonar - - nákvæmlega orðrétt.

En ég held að ég fari nokkurn veginn rétt með - - innihald þeirra.

 

Hvað meinar Már Guðmundsson, með 3,5% viðmiðinu?

Mér finnst þetta afar forvitnilegt, og í reynd merkilegt - hve lítil umræða hefur um það skapast. En mér finnst það afar freistandi að skilja það svo - - að þetta sé áætlun starfsm. Seðlabankans, mat þeirra með öðrum orðum, á því hve mikla aukningu á "innflutningi" hagkerfið ber í gegnum frekari launahækkanir - - án þess að sennilega þurfi að fella gengið.

  1. Ég hef verið það samfellt síðan ríkisstjórnin gerði kjarasamninga við kennara, sem sjálfur formaður samninganefndar kennara, sagði geta falið í sér 30% launahækkun - þegar tillit er tekið til hækkana sem lofað væri ef tilteknar skipulagsbreytingar væru samþykktar innan skólanna; verið viss um að með þeim hafi ríkisstjórnin gert afar afdrifarík mistök.
  2. Grunnhækkunin var e-h rúmlega 6%. En hafandi í huga, hve öflug gulrót það sennilega er -að fá restina af launahækkuninni- þá væntanlega verða þær skipulagsbreytingar framkvæmdar, þannig að við séum virkilega að tala um - - launahækkanir í 2-ja stafa tölu.
  3. Ég verð að segja það, að ég var "virkilega undrandi á menntamálaráðherra" - "sem sjálfur er hagfræðingur að mennt" - "sem þíðir að honum á að vera vel kunnugar þær afleiðingar sem það getur haft fyrir stöðugleika í landinu ef 2-ja stafa launahækkanir ganga sem bylgja í gegnum kjarasamninga allra helstu hópa launamanna" - "að það skuli hafa verið hann sem þó tók slíka ákvörðun" - "maður sem hefur árum saman predikað að ríkið eigi að sýna ráðdeild." Svo bregðast krosstré sem önnur tré - segi ég.

Í haust stendur nú ríkisstjórnin frammi fyrir afleiðingunum - - stífri kröfu frá almennum launamömum, um hækkanir af sambærilegu tagi - og þær sem kennarar hafa fengið.

Þetta er atriði - sem menn áttu að sjá fyrir - sem virkilega "naívt" var að menn skuli ekki hafa áttað sig á þessu fyrirfram.

Sannarlega er það rétt, að starf kennara er mikilvægt, að það hefur verið flótti út stéttinni, að þeir eiga skilið hærri laun - - - allt þetta er rétt.

En í alvöru, að heimila slíkar launahækkanir - - var samt gersamlega ábyrðalaust.

  • Punkturinn er augljóslega sá, að aðrir launamenn munu krefjast sambærilegra hækkana.
  • Már hefur algerlega með réttu, í reynd bent á, að slíkar launahækkanir ef þær ganga í gegnum allan skalann - - munu leiða til "hærri verðbólgu" - líklega þíðir það að hann á von á gengisfellingu.
  1. Þá auðvitað - - hverfur þessi "launaleiðrétting kennara" og verður nær því að engu.
  2. Menn áttu að sjá - - að slík "leiðréttingartilraun" gat aldrei gengið upp, hlaut að ganga ekki upp, nema að hún væri framkvæmd í - - sátt við aðra hópa launamanna.
  3. Leiðrétting- - getur eðli málsins ekki gengið upp. Nema að aðrir hópar, sætti sig við hana.

Annars verður engin leiðrétting. Svo einfalt er það.

Þegar aðrir hópar heimta og ná "sennilega fram" sambærilegum hækkunum.

Gengur verðbólgubylgja í gegnum samfélagið "eftir líklega gengisfellingu" og verðbólgan þá "eins og svo oft áður hefur gerst" étur að mestu upp hinar 2-ja stafa prósentulaunahækkanir.

Við sáum þetta svo oft í endurtekningu á 9. áratugnum, að ég er undrandi á því, að menn skuli - - taka ákvörðun sem svo að miklum líkindum - - mun kalla slíka dembu yfir okkur eina ferðina enn.

 

Þetta er örugglega af hverju Már lækkaði ekki vexti

Mér virðist þetta alveg klárt - - verðbólga sl. 6 mánuði hefur verið "innan við 2%" sem þíðir - - að skoðað eingöngu út frá verðbólgunni. Eru stýrivextir augljóst alltof háir.

Á hinn bóginn, ef maður hefur í huga, að Már - - telur sennilega miklar líkur á nýrri verðbólgubylgju á nk. 12 mánuðum. Þá skýrist algerlega, af hverju hann lækkaði ekki vexti. Og ekki síst, að hann skuli á sama tíma - hóta frekari "vaxtahækkunum."

  • Ég er mjög hræddur um, að ríkisstjórnin hafi gersamlega "klúðrað stöðugleikanum" með þessari einu ákvörðun, kjarasamningum kennara.
  • Með þeim hafi hún búið til tifandi tímasprengju, sem eigi eftir að springa.
  • Sem muni síðan, sprengja þann stöðugleika í "tætlur" sem við höfum náð fram á síðustu mánuðum.
  1. Það þíðir að auki, að þ.s. sá stöðugleiki er "ein megin forsenda þess" að unnt verði að losa um höft.
  2. Að líklega verður ekki af því, að hafin verði losun hafta.
  3. Það getur verið það slæmt, að losun hafta verði ekki -- þetta kjörtímabil.

Hversu afdrifaríkt getur þetta verið? Svo afdrifaríkt: Að við fáum, vinstri stjórn að nýju, ef hægri stjórnin verður fyrir því atlægi að hafa gersamlega klúðrað "stöðugleikanum" og síðan "losun hafta" - - fyrir Framsóknarflokkinn "klúðrast þá sennilega einnig leiðréttingin svokallaða þó svo hún verði framkvæmd því verðbólgan sem kennara samninga klúðrið býr til í kjölfar þess að samtök launamanna að afloknum útbreiddum verkföllum neyða ríkisstjórnina til að semja um sambærilega hækkanir og kennarar fengu; eyði upp kjarabótinni sem skuldugir launamenn töldu sig fá með lánaleiðréttingunni fyrir utan að lánin munu hækka duglega þegar verðbólgu bylgjan gengur yfir. Þá fá báðir stjórnarflokkarnir duglegan rassskell frá kjósendum - að góðum líkindum. Þetta sýnir - hvað eitt klúður getur klúðrar miklu.

Ríkisstjórnin -virtist vera á ágætri siglingu með sín mál- svo með einni ákvörðun var sennilega öllu klúðrað.

 

Niðurstaða

Því miður,  ég segi þetta dapur í hjarta, en ég tel það líklegra en ekki, að ríkisstjórnin muni fá afskaplega slæma útreið úr nk. þingkosningum. Það verði vegna þess, að vegna einnar slæmrar ákvörðunar - - muni nánast allt þ.s. ríkisstjórnin stefndi að, ekki takast.

Þetta sýnir það - hve óskaplega mikilvægt það er.

Að stara stöðugt á heildarmyndina - þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar.

En hvort sem Íslendingum líkar betur eða verr, þá eru "laun" - mikilvægt púsl í þá heildarmynd sem þarf að ganga upp. Tekjur Íslendinga af utanríkisviðskiptum eru alltaf takmarkaðar. Landið býr við þunga greiðslubyrði sem verður væntanlega ekki minnkuð að verulegu ráði, fyrr en á nk. kjörtímabili. 

Meðan að "hrunskuldirnar" eru enn þungur baggi - þá verður að taka tillit til þeirra greiðsla, sem þíðir m.a. að "launahækkanir" verður á meðan að halda í "hófi" því að innflutningur verður að vera "nægilega hófstilltur" meðan að greiðslubyrðin af hinum erlendu skuldum er enn þung.

Þetta áttu allir að vita. Átti ekki að koma nokkrum á óvart!

En ekki síður, að stöðugleiki - lág verðbólga, væri einnig ein grunnforsenda fyrir losun hafta. Svo að klúðraður stöðugleiki, þíðir einnig að líkindum, að ekki verði af haftalosun.

 

Kv.


Spurning hvað akkúrat "Rússland" er að gera við "netið" í Rússlandi? En ef marka má Pútín - er tilgangurinn að auka "netöryggi!"

Það hefur verið orðrómur uppi um að Rússland væri á þeirri leið að setja upp "Net-Kína múr." En fljótt á litið, virðist slíkt ekki vera í gangi - a.m.k. ekki enn. En ef marka má frásagnir og yfirlísingar Pútíns. Þá verði búið til innan Rússlands "backup-net" fyrir síður sem hafa endinguna .ru og .rf.

Putin Backs Plan to Isolate Russian Internet as Security Measure

 

Það er nefnilega málið, að þó yfirlístur tilgangur sé einn, getur vel verið að aðgerð þjóni einnig öðru markmiði!

  1.  "Oleg Demidov, an authority on Russian Internet policies at the PIR center in Moscow, said that Russia wanted to create a “double channel” for the Internet."
  2. "The backup channel would of course be under government control."
  3. In normal times, it would work like it does now,” he said of this Russian vision of the Internet. “But in an emergency, the reserve system would come alive.

Sko - ef það á að vera mögulegt að "bakka up" -heimanetið- þá er það vart mögulegt, nema að það sé allt varðveitt -heima- þ.e. öll gögn varðveitt innan Rússlands.

Mér virðist það, veita stjv. augljós tækifæri til "eftirlits" með netinu "innan Rússlands."

Skv. opinberri frásögn - stendur ekki til, að "loka landinu" -í netheimum þ.e.- ekki að takmarka aðgang að erlendum síðum.

  • Rússland hefur krafist þess af erlendum netfyrirtækum - - sem reka "þekkta samfélagsmiðla" að gögn rússn. notenda - séu varðveitt í Rússlandi.
  • Fram að þessu bendir þó ekkert til þess, að rússn. yfirvöld hafi haft erindi sem erfiði - við það verk, að þvinga þau fyrirtæki, til að stofna "útibú í Rússlandi" þ.s. gögn rússn. notenda væru varðveitt þ.s. -tja hægt væri að bakka þau upp- en einnig að -tryggja eftirlit.-

Það hefur vakið athygli, að skv. nýlegum lögum í Rússlandi - - má loka aðgangi að erlendum netsíðum. Án nokkurs fyrirvara - án dómsúrskurðar og að því virðist, án rökstuðnings.

  • Mér skilst að "síður þekktra rússn. andófsmanna t.d. "Navalny" hafi orðið fyrir barðinu á þessu - - en skv. bókstaf laganna á bannið eingöngu að ná yfir síður sem "dreifa hatursáróðri."
  • En það má sjálfsagt túlka það afar frjálslega - hvað er hatursáróður.

Það læðist þannig að manni sá lúmski grunur - - að megin tilgangur rússn. stjv. sé ekki "internet öryggi."

Nema í skilningi þeim, sem snýr að stjv. sjálfum, að þau vilji tryggja "þeirra eigið öryggi."

Þetta sé þá ef til vill - í reynd fókusað á "control" - að hafa stjórn á, vald yfir "netinu" jafnvel netnotkun innan Rússlands.

Með öðrum orðum, að um sé að ræða "víða skilgreinungu á öryggi" - - en "öryggi" er sennilega mest sögulega séð, misnotaða orð allra tíma.

  • Á 20. öld, voru sennilega hundruð þúsunda ef ekki milljónir, handetknar, og pyntaðir - jafnvel líflátnar; án þess að dýpri ástæða en "öryggi" væri upp gefin.

 

Niðurstaða

Ég varpa því fram, að eftir að Rússland hefur hrint sinni áætlun í verk - að bakka upp allt heimanetið. Tryggt eins og framast mögulegt er, að gögn heima notenda séu bökkuð upp innan Rússlands, varðveitt þar í gagnagrunnum.

Þá geti vel komið sú tilkynnning stjv. - að aðgangur að síðum utan Rússlands. Sé -ekki bannaður- en háður "netgátt stjv." Aðrar leiðir verði lokaðar. Síðan verði eins og í Kína, fj. manns á vegum stjv. í vinnu, við það að fylgjast með netnotkun "utan landsins" - en það verði þá unnt að sjá hvaða síður hver og einn heimsækir, þegar öll traffíkin sé í gegnum netgátt stjv. með öflugri síu. Auðvelt án fyrirvara, að hindra aðgang að efni - sem talið er skaðlegt af hálfu stjv.

Sem þarf kannski ekki að vera annað - en óþægileg gagnrýni sem birt er á erlendri netsíðu.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband