Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

AGS spáir kreppu í Kína!

Árétti að þetta er ekki þ.s. AGS setur fram í fréttatilkynningu á forsíðunni. En þegar maður les sig í gegnum greiningu starfsmanna AGS á aðstæðum í Kína. Þá skín í gegn mjög ákveðin aðvörun til kínverskra stjórnvalda - - að kínverska efnahagsundrið sé komið að endapunkti.

Aðvörun um kreppu, má lesa úr þeirri aðvörun, er þá - - verri spáin. Ef áfram er haldið að keyra á þau úrræði til að viðhalda hagvexti. Sem greining AGS bendir skilmerkilega til, að sé ekki lengur á vetur setjandi.

Orðalag greiningarinnar, þegar starfsmenn AGS taka sig til og tjá sig um það - - hvað gengur ekki lengur.

Er alveg ósvikið!

 

  1. Eins og ég skil aðvörun AGS - - stefnir Kína að óbreyttu. Í klassískan "bust" atburð.
  2. Þegar hraðvaxandi "kredit" mætir á endanum síminnkandi hagnaði af veittu fjármagni. 
  3. Á endanum, ráði og mörg fyrirtæki ekki við greiðslur af veittum lánum, og "loss of confidence"; atburður rýður yfir.
  4. Með miklum útlánatöpum og fjöldagjaldþrotum skuldugra fyrirtækja.

AGS spáir ekki hvenær - - en segir að líklega verði hann einhverntíma að afloknu 5 ára spátímabili þeirra.

Ef ekki er gengið ákveðið til verks af hálfu kínv. stjórnvalda, og hagkerfinu sköruglega umpólað í annarskonar hagvaxtarmódel. Þ.e. módel sem byggist á innlendri neyslu og fókus á bætta framleiðni - menntun o.s.frv.

En hin ógnarmikli hraði í útistandandi "kredit" - - sjá mynd að neðan er skýr aðvörun.

Ásamt tölum sem sýna, að arður af útlögðu fjármagni - - minnkar stöðugt.

Það framreiknast í klassískt "bust"; ef áfram er haldið á sömu braut.

-----------------------------------------------------------

China: New Round of Reforms Needed for Continued Success

  • "Since its reform and opening up period, China has made remarkable strides in lif ting people’s incomes and reducing poverty (Figure 6). In 1981, ne arly 85 percent of its population lived on less than $1.25 a day, the fifth largest poverty incidence in the world. By 2008, this proportion had fallen to 13 percent, well below the developing country average."
  • "However, inequality has increa sed sharply. According to the World Bank, China’s Gini index increased from 0.29 in 1981 to over 0.42 in 2005, higher than in the United States. Notwithstanding a downtick since 2009, official estimates report a Gini of over 0.47 in 2012. Many unofficial estimates are even higher. 2 These data suggest that China’s growth has been less inclusive than in most ot her developing regions, including Latin America and a number of its Asian peers. "
  • "...a number of policies could help broaden the benefits of growth in China. These include prudent monetary policy, a fairer fiscal tax and expenditure system, higher public spending on health and education, de regulation and reforms to increase co mpetition, measures to raise labor incomes and assist vulnerable workers, and better access to finance for both households and SMEs, including in rural areas. These policies are also in line with recent recommendations by the World Bank and Asian Development Bank."
  • "China has maintained robust growth since the global crisis, but the heavy reliance on credit and investment to sustain activity is raising vulnerabilities. The consequence is a steady build-up of leverage that is eroding the strength of financial sector, local government, and corporate balance sheets. This is most apparent in the continued rapid expansion in total social financing. After years of remaining broadly constant as a share of GDP, the stock of total social financing has increased sharply since 2009 (rising by 60 percent of GDP in just four years). "
  • "Growth has moderated, even as investment has risen and reliance on credit has increased, pointing to diminishing re turns to the current model (which has depended heavily on factor accumulation). High investment has result ed in excess capacity and the return on investment has continued to decline to around 16 percent, down fr om 25 percent in the early 1990s. "
  • " The scenario assumes a further build-up of excess capacity and misallocation of resources. With demographic trends implying a decline in the labor force after 2015 and exhaustion of surplus labor around 2020, the returns on investment would be progressi vely lower than envisaged, which would cause bankruptcies and financial losses. China’s own and cross-country experience suggests that the outcomes could be costly not just in terms of dire ct fiscal cost of clean-up, but also because the financial losses and deleveraging wo uld in turn generate an adverse feedback loop that hampers employment and growth. The convergence proce ss would stall, with th e economy slowing to around 4 percent, and GDP per capita would remain about a quarter of that of the United States through 2030."

  • "China is at the dawn of a demographic shift as the economy will soon start to be weighed down by a shrinking workforce and aging population. The working- age (15–64) population will start to fall in less than a decade due to declining fertility, reflecting the one-child policy. The cohort of 25 ‒ 39 year olds—the core industrial workers—will shrink even faster, with implications for the pattern of growth reliant on building new factories and finding a ready supply of wo rkers. The dependency ratio (population younger than 15 and older than 64 as a share of the working-age population), which declined for decades, is projected to increase from 13½ percent in 2010 to around 30 percent by 2030. "
  • "These demographic changes imply that China will meet the Lewis Turning Point—when the supply of plentiful low-cost labor is exhausted—toward the end of the decade. 1 As the surplus labor dwindles, labor cost will rise, which would affect prices, in comes, and corporate profits in China and would have implications for trade, employment, and price developments in key trading partners. For China, this transformation makes it even more important to switch from an extensive to an intensive growth model."

-----------------------------------------------------------

Svo er það hitt vandamálið - - fólksfjöldasprengjan sem búin var til með eins barns per fjölskyldu stefnunni.

Hún skellur af fullum þunga á næstu árum, þetta sést þegar í tölum yfir launahækkanir sem hafa verið óvenjumiklar sl. 3-4 ár. 

En hver nýr aldurshópur er minni, þannig að það í reynd fækkar í hópi sem vantar vinnu af þeim orsökum, sem leiðir til batnandi samningsstöðu vinnuafls.

Eftir því sem sú þróun ágerist, að hópurinn minnkar sem vantar vinnu vegna þess að stöðugt minnka aldurshóparnir, þá kemur að því upp úr ca. 2020 að endarnir mætast.

Þ.e. eftir ca. það ár eða á fyrri hl. nk. áratugar. Fer að skorta vinnualf í Kína.

Að auki mun þetta þíða, að hver vinnandi hönd - mun þurfa að halda fleirum uppi.

Sem leiðir aftur að því atriði - - að þ.e. mjög brýnt að launin hækki. 

Sem kallar á það að fyrirtækin snúi sér að dýrari framleiðslu, sem skapar meiri verðmæti per starfsmann.

Annars stefni Kína á ástand sem Brasilía lenti í á sínum tíma. Hagvöxtur mikið til - nemi staðar. Og lífskjör staðni. Sem getur valdið mikilli samfélagslegri röskun - - eftir því sem það fjölgar stöðugt þeim sem hver vinnandi maður þarf að halda uppi.

Kínversk stjv. þurfa með öðrum orðum - - að taka til hendi og það rækilega.

 

Niðurstaða

Hagvaxtarmódel Kína búið að vera. Eru skýr skilaboð AGS. Mig grunar að AGS ef eitthvað er - sé varfærið í því að lísa þeim afleiðingum er verða. Ef það skellur á klassísk kreppa í Kína.

En líklega yrði raunveruleg niðursveifla - ekki hæging á hagvexti. En það þarf ekki að vera að hún yrði langvarandi. Kína gæti dottið skarpt niður og komið hratt upp aftur.

Kínastjórn getur sennilega reddað annarri endurfjármögnun fjármálakerfis Kína - - með þeim eignum sem Kínastjórn á t.d. í formi bandar. ríkisskuldabréfa. Þannig forðað þeim langvarandi doða sem Brasilía lenti í - í kjölfar "bustsins" þar á 8. áratugnum.

En þá væri það "bust" loka-aðvörun. Ef Kína myndi endurtaka sama leikinn. Yrði gamanið stutt í ljósi óhagstæðra áhrifa fólksfjöldaþróunarinnar. Og þá gæti Kína í öðru "busti" lent í brasilískri kreppu ala 8. áratugurinn í Brasilíu.

 

Kv.


Hörkurifrildi um virkjanir í Þýskalandi minnir á Ísland!

Þetta eru örlítið öðruvísi virkjanir en þær sem við erum vön. Það er, risastórar vindmyllur til raforkuframleiðslu. En þ.s. er nýtt í þessu, er að "andstöðuhreyfing" um margt líkt - finnst mér - af því að lesa grein Der Spiegel um málið, andstöðuhreyfingu þeirri sem er til staðar hér á Íslandi. En sjónarmiðin eru lík, það er, koma kunnuglega fyrir sjónir.

  1. Náttúruvernd.
  2. Sjónmengun.
  3. Áhrif á lífríkið.
  4. Hávaði - bætist við sem vandi. 

Undanfarin ár hefur verið byggt gríðarlega mikið af vindmyllum með ströndinni, en einnig víða meðfram hraðbrautum - - Þjóðverjar virðast ekki hafa enn sem komið er farið þá leið að reisa þær úti á sjó, eins og gert er í Bretlandi með mjög ærnum tilkostnaði.

En þ.s. hefur sett umhverfisverndarmenn í uppnám, eru áætlanir um að setja um vindmyllur í:

  1. Fjallaskógum.
  2. Við falleg stöðuvötn.
  3. Alltaf uppi á hæð þaðan sem til þeirra sést víða að.
  • Hugtakið - sjónmengun - er því orðið heitt í umræðunni, nú þegar til stendur að taka undir þetta, helstu náttúruperlur Þýskalands.

"Even valuable tourist regions -- such as the Moselle valley, the Allgäu and the foothills of the Alps -- are to be sacrificed. Sites have even been earmarked by Lake Constance and near Starnberg, where the Bavarian King Ludwig II drowned."

  • Síðan bætist við, að frá þessu þarf að leggja rafmagnslínur í staurum langan veg frá þessum gjarnan tiltölulega afskekktu stöðum, þar kemur aftur "sjónmengun" og síðan eins og hér á landi, vill fullt af fólki ekki hafa raflínur nærri sér sbr. áhyggjur af rafsegulsviðsmengun.

"Plans call for some 60,000 new turbines to be erected in Germany -- and completely alter its appearance."

"More than 700 citizens' initiatives have been founded in Germany to campaign against what they describe as "forests of masts", "visual emissions" and the "widespread devastation of our highland summits.""
  • En ekki síst eru það einnig neikvæð áhrif á "náttúru" - - að sjálfsögðu eru fiskistofnar ekki í hættu, en í staðinn eru það "fuglar himinsins" sem fljúga á þetta og bíða bana, sumir hafa vit á að forðast spaðana meðan aðrir hafa það ekki, að auki virðist þetta drepa gríðarlega mikið af skordýrum.
"Recent studies by bird protectors reveal how the giant blades chop up the air in brutal fashion. "Golden plovers avoid the wind turbines," says Potsdam-based ornithologist Jörg Lippert. Swallows and storks, on the other hand, fly straight into them. The barbastelle bat's lungs collapse as it flies by. A "terrible future" awaits the lesser spotted eagle and red kite, Lippert says."

Eitt enn sem er líkt og á Íslandi - - allt þetta á að gera í hvelli.

Þ.e. verið að gera umhverfismat í miklu flýti eða jafnvel hreint ekki.

Deilurnar eru ekki síst harðar meðal umhverfissinna - - þ.s. annar hópurinn styður vindmyllurnar meðan að hinn er eldheitur á móti.

"Johannes Remmel, a member of the Green Party who serves as environment minister for the state of North Rhine-Westphalia, has announced that he would like to put up around 2,000 wind turbines in the region's forests. The state of Hesse also wants to cut down thousands of hectares of trees."

Þetta snýr að fókus, þ.e. þeir sem fókusa á "hreina orku" þ.e. þá sem ekki framleiðir koltvísýring, styðja þessar "virkjanir" má kalla þá "virkjanasinna" eða "nýtingarsinna" meðan að þeir sem vilja halda umhverfinu óspilltu - óttast áhrif á fugla - skordýr, sem sagt náttúruna; eru andvígir.

"Some pioneering projects are already underway, such as that in Ellern, a small town in the low mountain range of Hunsrück in the state of Rhineland-Palatinate. Ellern has recently become home to a record-breaking wind turbine some 200 meters tall, or far above the treetops."

"Semi-trailers pulled nacelles, the enormous housings for wind turbine engines, and transformer stations up the narrow forest roads. A 1,000-ton crane made its way up the slippery slopes to the peak; trees were felled at the side of the road to make way for it. At the top, the forest was cleared to nothing with chainsaws so that concrete foundations could be laid for the turbines."

"No one knows what the impact of such activities will be on the flora and fauna. The offensive into this mountain range took place "without checks," protests Germany's Nature and Biodiversity Conservation Union (NABU). In any case, the group says, the idea of generating wind power in the forest should be "rejected on principle.""

Þetta er þ.s. ég á við er ég segi umræðuna svipaða um a.m.k. sumt.

Der Spiegel - Mutiny in the Land of Wind Turbines

 

The Rise of the Monster Wind Turbines

Vandinn var búinn til af Angelu Merkel!

Þetta er um að kenna A)ákvörðun hennar að loka kjarnaorkuverum í Þýskalandi í kjölfar slyssins í Japan þegar kjarnorkuver bræddi úr sér eftir að risaflóðbylgja fór yfir það og stórskemmdi, þó að enginn möguleiki sé til þess að sambærileg atburðarás eigi sér stað í Þýskalandi þ.e. 9,3 Richter skala skjálfti síðan margra metra há flóðbylgja frá hafi; varð mikil taugaveiklun í Þýskalandi tengt kjarnorkumálum í kjölfarið - að kjarnorkuver skildi geta brætt úr sér í Japan sem Þjóðverjar líta á sem það land sem þeir einna helst bera sig við, sé fyrirmynd. Óttinn var órökréttur þ.e. japanska kjarnorkuverið stóðst hinn ótrúlega skjálfta upp á 9,3 Ricther það var flóðbylgjan sem skemmdi það, sú staðreynd að Japanir byggðu sín ver við ströndina vegna þess að þá vantar stór vatnsföll svo vatnskæld kjarnorkuver í Japan þurfa að vera við strönd, meðan að í Þýskalandi þ.s. er gnógt vatnsfalla eru þau inn til landsins langt - langt frá öllum hugsanlegum flóðbylgjum, og að auki getur ekki orðið nándar nærri þetta stór skjálfti í Þýskalandi. Óttabylgjan var því órökrétt og Merkel hefði átt að sussa hana niður. En í staðinn tók hún afdrifaríka ákvörðun - - þá að loka öllum þýsku kjarnorkuverunum og það bara innan nokkurra ára.

  1. Vandinn er sá að þau framleiddu um 1/3 af allri raforku fyrir Þýskaland.
  2. Að auki voru þau staðsett þ.s. raforkuþörfin er mest, því þurfti ekki mjög mikið af rafstrengjum.

Seinni megin vandinn er B) ákvörðunin að orkan þyrfti að vera "umhverfisvæn." Þ.e. ekki kom til greina að reisa kolaorkuver, þó af kolum sé nóg enn í Þýskalandi. Né gasorkuver eða dísil. Þannig að það voru vindmyllur og sólarhlöður. Sólarhlöður í landi þ.s. snjóar um vetur - - og þ.s. gjarnan er skýjað.

  1. Vandinn við vindmyllurnar er ekki einungis sá að vindurinn er ekki alltaf til staðar, heldur sá að þær þurfa að vera staðsettar þ.s. vindinn er einna helst að fá.
  2. Sú staðsetning er víðast hvar ekki nærri þeim svæðum þ.s. orkuþörfin er mest.
  3. Það að loka kjarnorkuverum sem vísvitandi voru staðsett á þeim svæðum þ.s. orkuþörfin er mest, og skipta þeim út fyrir vindmyllur sem staðsettar eru einna helst utan þeirra svæða.
  4. Kallar á gríðarlega - - rafstrengi, þvers og kruss um allt landið.

Það sem er verst af öllu!

Er hve lítill tími er til stefnu! - "The German government wants to have renewable sources supply 35 percent of Germany's energy by 2020.

Það er vegna þess, að kjarnorkuverunum á að loka í síðasta lagi 2022.

Þess vegna er þessi gríðarlegi - flýtir í uppbyggingunni.

  1. Við þekkjum þetta, að þegar allt á að gera í hendingskasti er ekki einungis hætta á mistökum, heldur verða þau nánast örugg!
  2. Að auki, er farin að rísa upp "spillingarumræða" tengd verkefnunum.

En það eru mjög háir skattar á raforku framleidda með hefðbundnum aðferðum í dag. Sem hefur hækkað til muna raforkuverð til notenda. Ekki vinsælt eðlilega.

Síðan er beitt - - mjög háum styrkjum til verkefna, og til þeirra sem samþykkja að reistar séu vindmyllustöðvar á þeirra landi.

Dæmi um að bændur við ströndina hafi meiri tekjur af því að leigja landið undir vindmyllur en af því að hafa búskap.

"Baron Götz von Berlichingen, from the village of Jagsthausen in Baden-Württemberg, is a direct descendant of the knight celebrated by Goethe. Together with the power company EnBW, he is building 11 wind farms on his property. Used for farming, the land generated at the most €700 per hectare (2.5 acres) -- a fraction of what it earns as a site for wind turbines."

En ekki síst, virðist skorta - - eftirlit með verkefnunum, sem eru mjög - mjög mörg í gangi samtímis, úti um allt land.

  1. Fyrirtækin fá mikla styrki og þ.s. er verra græða meiri slíka eftir því sem þau reka flr. vindmyllur.
  2. Þannig að það virðist að þau séu að setja upp flr. vindmyllur, en þær sem líklega verða hagkvæmar þegar styrkjum verður aflétt.
  3. Líklega að verið sé að setja upp slíkar þ.s. vindur í reynd er ekki alveg nægilega mikill.
  4. Og það eru löndin sjálf sem sjá um eftirlitið með þessu - - og eins og gerist og gengur, standa þau sig mis vel.
"For a long time, the companies grew fat on feed-in tariffs, which provide guaranteed prices for green energy at above-market prices subsidized by the government via surcharges on consumers' power bills. Indeed, an entire industrial sector developed into a subsidy giant. The result? Bloated firms with excess capacity."

Svo er ágætt að hafa í huga - - hversu gríðarlega stórar þær stærstu eru orðnar.

"The sweeping blades of the Enercon E-126 cover an area of seven football fields. The rotors of modern wind turbines weigh up to 320 metric tons. There are 83 such three-armed bandits in Germany's largest wind farm, near the village of Ribbeck, northwest of Berlin. "

Það virðst eiginlega einungis spurning - - hversu stórt hneykslið verður á endanum.

""It's all an enormous swindle," says Besigheim-based auditor Walter Müller, 65, whose former job involved calculating the value of bankrupt East German factories. Today, he takes the same hard-as-nails approach to examining the books of wind farm companies." - "His verdict? A fabric of lies and deception. The experts commissioned by the operators of the wind farms sometimes describe areas with weak breezes as top "wind-intensive" sites to make them appear more attractive, he says. "Small-scale investors are promised profits to attract them into closed funds for wind farms that do not generate enough energy," he says. "Ultimately, all the capital is eaten up.""

Síðan að sjálfsögðu kostar þetta ótrúlegar upphæðir - - sem keyrir upp raforkukostnað í hæðir sem áður eru óþekktar.

Sem ég efa að muni bæta samkeppnisskilyrði þýskra atvinnuvega!

Spurning hvort það geti verið ástæða hvers vegna hagvöxtur hefur verið dalandi í Þýskalandi upp á síðkastið.

 

Niðurstaða

Mig grunar að ákvörðun Angelu Merkel, að loka kjarnorkuverum landsins, eigi eftir að reynast hennar verstu mistök. Þá meina ég, jafnvel enn verri - - heldur en stefna hennar um vanda svokallaðs "evrusvæðis." 

En það að loka því sem framleiðir þriðjung orku landsins á einungis 9 árum, ætla að skipta þeirri orkuframleiðslu út, fyrir "græna orku" svokallaða þ.e. vindmyllur - sem verður meginfókusinn - og sólarhlöður. Sem kallar á gríðarlega rafstrengi þvers og kruss um allt landið. 

En þ.e. ekki einungis að raforkuframleiðslan er færð af svæðum þ.s. eftirspurnin er mest, heldur þarf að reisa heldur umfram af vindmyllum til að mæta því að vindur er breytilegur. Og þá þarf að vera næg flutningsgeta til að flytja mikið rafmagn landshluta á milli.

Ég velti fyrir mér hvernig á að tryggja að ekki séu verulegar spennusveiflur í rafkerfinu. En ég hef heyrt einmitt, að þeirra sé að gæta í vaxandi mæli. Í raforkukerfi sem hafði fram að þessu verið mjög öruggt.

Kostnaðurinn er að sjálfsögðu - - stjarnfræðilegur.

Þ.e. það sem á eftir að hækka og hækka og hækka enn meir, raforkuverð í Þýskalandi.

Hvernig getur þýska iðnaðarvélin þolað svo hátt raforkuverð?

Hvernig getur almenningur umborið hann?

  • Á einhverjum tímapunkti verður örugglega hætt við.
  • Halda t.d. nýjustu kjarnorkuverunum í gangi, sem vitað er að engin ástæða er að slökkva á næstu 20 árin a.m.k., ef miðað er við ástand þeirra.

En þ.e. þessi gríðarlegi flýtir sem ekki síst, virðist vera að búa til mikla spillingu - "misallocation of resources" - og auðvitað, stendur til að reisa heilu vindmylluskógana á viðkvæmustu náttúrusvæðum Þýskalands, að því er best verður séð. Án umhverfismats.

Þetta virðist eiginlega miklu harkalegra - - en þ.s. gagnrýnt var hér, þegar svokölluð virkjun við Kárahnjúka var byggð.

Þetta eru Kárahnjúkar í háu margfeldi. Sannarlega er ekkert sökkt land. En mér virðist umhverfisáhrif þessara virkjana heilmikil, samt sem áður.

Það kaldhæðna er að líklega er það skárra, að slökkva ekki á kjarnorkuverunum. Frá umhverfissjónarmiði séð.

 

Kv.


Hvimleið sú árátta að tala um höfnun á vestrænni samvinnu, ef stjórnendur Íslands vilja hafna aðild að ESB!

Það þarf náttúrulega að halda því til haga að hugtakið "vestrænar þjóðir" er töluvert víðara hugtak en einungis Evrópa. Þegar við tölum um "vestrænar lýðræðisþjóðir" þá meinum við ekki einungis lýðræðisþjóðir Evrópu, heldur einnig N-Ameríku og sennilega rétt að taka með einnig lýðræðislegar þjóðir S-Ameríku. Til viðbótar, er hefð að telja með lönd eins og Ástralíu -  Nýja Sjáland. Hvort tveggja fyrrum nýlendur Evrópu, eins og lönd Vesturálfu bæði Norður og Suður. Að auki hefur sú hefð skapast vegna samvinnunnar í gegnum Kalda Stríðið. Að telja Japan og S-Kóreu með í hópi "Vestrænna lýðræðisþjóða.

 

Best er að líkja "vestrænni samvinnu" við matseðil!

Sjálfsagt þekkja flestir stofnanir eins og OECD og NATO. Einnig stofnanir sem innihalda "vestræn lýðræðisríki." Sannarlega teljast aðildarþjóðir ESB til "vestrænna lýðræðisþjóða" og ESB því samvinna í samhengi "vestrænna lýðræðisþjóða."

En þ.e. ekkert að því, að velja og hafna á "matseðlinum."

Þér ber engin skilda til að taka þannig séð "alla réttina á boðstólum."

Þó þú veljir eitt eða tvennt eða þrennt, en hafnir öðru.

Ertu ekki að hafna allri "vestrænni samvinnu." 

En sumir aðildarsinnar sérstaklega Þorsteinn Pálsson, nota gjarnan það orðalag - - að Íslendingar væru að hafna "vestrænni samvinnu" eða "samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða." 

Eins og það sé ekkert annað til sem telst til samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða heldur en ESB.

-------------------------------

En þ.e. öðru nær. En sem viðbótar dæmi, þá verður NAFTA einnig teljast til samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða, eins og samvinna evr. þjóða um svokallað Evrópusamband.

Ég er ekki endilega að segja, göngum í NAFTA. Þó það væri mér ekki á móti skapi, ef unnt væri að fá aðildarþjóðir NAFTA til að hleypa okkur inn.

  • Þ.s. einkum er pirrandi við þetta tal, "hafna samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða."
  • Þá kemur alveg strax í kjölfarið, ásökunin um "einangrunarhyggju."
  • Eins og verið sé að telja fólki trú um - - að standi til að segja upp allri vestrænni samvinnu þ.e. einnig NATO og OECD, helst EES að auki. Kannski jafnvel heimssamtökum sem stofnaðar hafa verið að frumkvæði vestrænna þjóða þ.e. SÞ og Heimsviðskiptastofnunin.
  • Þetta er auðvitað - - hræðsluáróður!

 

Það var víst umfjöllun við Dr. Magnús Bjarnason í fréttatímanum

Hann sem sagt hefur varið Dr. ritgerð sína sem heitir "The Political economy of joining the European Union. Iceland’s position at the beginning of the 21st century" - langur titill.

Eyjan fjallaði um hana fyrir nokkru síðan sjá: Þjóðarframleiðsla hér sögð aukast um sjö prósent innan Evrópusambandsins

Hann virðist einn af þessum sannfærðu aðildarsinnum, áhugavert hvernig hann ásakar ríkisstjórnina um "þekkingarleysi" en þ.e. vandinn við sannfærða aðildarsinna, að þeir eru gjarnan vissir um það að andstaða við aðild. Stafi af því að þú þekkir ekki hvað aðild þíði fyrir þjóð eins og t.d. Ísland að nægilegu marki. Sem eiginlega vísar til þeirrar trúar sem er útbreidd meðal sannfærðra aðildarsinna, að enginn upplýstur maður geti verið á móti aðild. Ef hann nálgast málið af rökrétt.

------------------------------------------

Ég hef ekki lesið bókina sem hefur komið út á Íslandi, þ.e. ritgerðina hans.

En þ.s. hann er stjórnmálafræðingur, en ekki hagfræðingur, þá væntanlega tekur hann mjög dæmigerða rökleiðslu á það af hverju Ísland á að ná fram mun meiri hagvexti innan ESB.

Dæmi um meintan ávinning - sem oft er talinn upp: aukin fjárfesting, aukinn viðskiptaaðgangur, evran sjálf.

Síðan auðvitað bendir hann sjálfur á það sjá umfjöllun Fréttatímans, að Ísland með aðild að EES er fullur meðlimur að 4-frelsinu. Þá auðvitað vandast málið aðeins

Því að þá þarf að bera saman fulla aðild við aðild að EES. En það eina sem bætist við með aðild, þ.s. Ísland er þegar fullur meðlimur innra markaðar ESB.

Er "innflutningur landbúnaðarafurða" sem hann viðurkennir að mun fækka mjög bændum hérlendis og síðan "afnám allra tolla af innflutningi á unnum fiski."

Fljótt á litið virðist það síðara töluverður ávinningur, en á móti kemur að Ísland í gegnum EES hefur svokallaða "tollfríkvóta" á unninn fisk. Sem hafa ekki meira að segja verið fullnýttir öll árin.

Til þess að átta sig á því hvort samt skortur á fullri aðild sé mikið óhagræði, mætti benda á ein mikilvæg áhrif EES samningsins.

Þ.e. þau, að eftir 1994 hefur útflutningur á unnum fiskafurðum til Bandaríkjanna skroppið mikið saman, en fyrir þann tíma var hlutfallið um 60/40 til Evr. og Bandar., en í dag er það nær 90% sem fer til Evrópu.

Með öðrum orðum, tollfríkvótarnir leiddu til þess, að Íslendingar færðu viðskiptin til Evrópu.

  • Ef það væri e-h umtalsvert viðskiptaóhagræði til staðar á útflutningi fisks til Evrópu, hefðu þessi áhrif ekki verið þetta mikil á viðskiptin við Bandaríkin.

Sem segir eiginlega að efnahagsleg áhrif af fullri aðild séu líklega lítil - - einnig í samhengi sjávarútvegs.

Á móti kemur:

  1. Þurfa líklega að heimila eign útlendinga á útgerðarfyrirtækjum. Gallinn við það er sá að eigendur hafa rétt á að fá hagnað sendan úr landi. Sem þá er nettó tap fyrir Ísland. Því í dag er allur hagnaður útgerðarfyrirtækja sem stunda veiðar við landið skattlagður hérlendis.
  2. Auðvitað það að Ísland greiðir að líkindum meir til sambandsins en það fær úr sjóðum þess.
  3. Og ekki síst, sá alvarlegi og líklega hættulegi galli. Að ákvörðun um veiðar hér við land verður þá sameiginleg. Þ.e. Ísland verður þá með eitt atkvæði í Ráðherraráðsfundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sú þjóð sem fæst atkvæði mun hafa á þeim fundi. Og einungis sú hefð - - ekki lög - - heldur hefð. Að fara alltaf eftir vilja þeirrar þjóðar sem á í hlut. Verndar þá Ísland gegn því að einhver önnur þjóð hlutist til. Hún hefur hingað til haldið.
  • En ég bendi á að þegar við lentum í deilu við Breta og Hollendinga, þá hótuðu þeir okkur í reynd þjóðargjaldþroti er þeir hindruðu afgreiðslu innan AGS á neyðarláni til Íslands. En þá átti Ísland ekki nema nokkra mánuði í mesta lagi af gjaldeyri, kannski bara nokkrar vikur. Og átti fyrirsjáanlega ekki fyrir skuldbindingum sem myndu falla á gjalddaga vorið eða sumarið 2009.
  • Það var því mjög alvarlegt þvingun sem þeir beittu.
  • Svo alvarleg - - að ég tel það setja í reynd "óvissu" um það hvort hefðin innan ESB myndi í reynd halda, ef við lentum í deilu við aðra aðildarþjóð.

Þ.s. Ísland er sú þjóð sem mest er háð fiskveiðum í Evrópu allri.

Væri engin aðildarþjóð, meir viðkvæm fyrir þrýstingi tengd ákvörðun um afla innan Ráðherraráðsins.

Munið einnig að í AGS deilunni, stóðu Norðurlandaþjóðirnar í reynd með Bretum og Hollendingum, sem líklega hefur verið skv. þeirra kalda hagsmunamati, að góð samskipti við Breta og Hollendinga væri þeim mun mikilvægari.

Ég sé ekki annað en sú sama regla mundi halda innan samhengis ESB, ef við værum meðlimir.

  1. Því það væri svo afskaplega sjaldan að okkar eina atkvæði myndi skipta sköpum.
  2. Þó svo við leituðumst til að beita okkur innan hóps Norðurlanda, þá þíddi það hve litlu máli okkar eina atkvæði skipti; að þær myndu líklega fremur lítið tillit til okkar sjónarmiða taka. 
  3. Og ef við lentum í ryskingum við 3-þjóð, innan ESB. Væru líkur á því. Að Norðurlandaþjóðirnar myndu endurtaka það hagsmunamat sem þær framkvæmdu er við deildum við Breta og Hollendinga; þ.s. það væri líklegar svo að það væri mikilvægara fyrir þau að hafa þá þjóð góða heldur en að hafa góð samskipti við okkur.
  • Með öðrum orðum, að meint "vernd Norðurlanda" væri fullkomlega gagnslaus.

Ályktun: Ísland væri fullkomlega ofurselt vilja stærri aðildarþjóða.

Það væri alltaf unnt að beita okkur þrístingi - - sem okkur væri líklega ekki mögulegt að standast.

Það að þurfa alltaf af lúffa - - tja, ég hugsa að smám saman myndum við tapa töluverðu á því.

Eiginlega er ég að segja, að þó svo það eigi ekki við t.d. stórt land eins og Þýskaland eða Frakkland, jafnvel land eins og Svíþjóð. Þá eigi það við okkur - - að aðild væri = endalok fullveldis.

  1. Ég bendi á niðurstöðuna af Icesave, en málið með það fyrir okkur að vera í EES, þó svo að við höfum engin áhrif á þær reglur sem gilda innan EES.
  2. Þá samt sem áður, gátum við varist atlögu Breta og Hollendinga.
  • En ég er algerlega viss um það, að innan ESB v. þess að fiskveiðar eru háðar sameiginlegri ákvörðun aðildarþjóða; hefðu Bretar og Hollendingar beitt okkur slíkum hótunum og komist upp með fullkomlega, að við hefðum verið nauðbeygð að lúffa.

Lykilmálið er þetta - - að fiskveiðar eru sameiginlegar.

Það inniber algerlega einstaka hættu fyrir Ísland.

Að mínu mati, í ljósi þess hvað gerðist í Icesave deilunni er Bretar og Hollendingar beittu AGS fyrir sig, þá treysti ég því ekki að hefðin innan Ráðherraráðsins haldi, að ákvörðun fylgi vilja þess lands sem á veiðirétt.

En fyrst að þeir voru til í að hóta okkur þjóðargjaldþroti - - sé ég það ekki sem augljóslega óyfirstíganlegt skref, að beita þeirri hótun bera okkar fulltrúa innan Ráðherraráðsins ofurliði atkvæðavægis. Ef Ísland á í deilu við aðildarþjóð.

En mér virðist það svo augljós þrýstipunktur - - sem aðildarþjóð getur notað. Til að fá okkur til að lúffa, að í ljósi Icesave. Álykta ég að þetta atriði eitt og sér, útiloki aðild okkar.

 

Niðurstaða

Ég vil meina að aðild Íslands að ESB sé útilokuð svo lengi sem ákvörðun um veiðar er háð samþykki meirihluta aðildarríkja. En vegna þess að Ísland er meir háð veiðum en nokkurt annað Evrópuland. Þá væri veiðar hér við land - - sérdeilis viðkvæmur þrýstipunktur fyrir Ísland.

Eftir Icesave deiluna - - treysti ég því ekki að þeim þrýstingi yrði aldrei beitt.

Af því leiðir að Ísland gæti í reynd aldrei hætt á alvarlega deilu við aðildarþjóð, yrði þá að gefa eftir ef önnur aðildarþjóð væri ákaflega - ákveðin. Þó svo hún væri ósanngjörn.

Fyrir utan tel ég að svokölluð efnahagsleg áhrif af aðild séu stórfellt ýkt af áhugamönnum um aðild, þau séu í reynd þegar "komin fram" með aðild að EES.

Innan EES sleppum við frá þeim vanda sem fyrir okkur væri sérdeilis alvarlegur, vegna þess að ákvarðanir um afla eru sameiginlegar. En fyrir flestar aðildarþjóðir ESB er þetta atriði sem litlu máli skiptir. Því stoðar lítt að nota það til að beita þær þrístingi. Sem getur einmitt verið af hverju þesskonar þrístingi aldrei hefur fram að þessu verið beitt. En allt - allt annað gildir um Ísland.

  • Að sjálfsögðu felur það ekki í sér að "hafna vestrænni samvinnu" að hafna aðild.

 

Kv.


Snowden óskar eftir hæli í Rússlandi!

Skv. erlendum fréttaveitum virðist Snowden hafa átt lokaðan fund á Sheremetyevo flugvelli við Moskvu, þangað sem völdum aðilum var boðið m.a. fulltrúa Amnesty International í Rússlandi, en þar var einnig t.d. þingmaður úr stjórnarflokki Rússlands. Engum blaðamönnum var hleypt á þann fund.

En en viðtöl við þátttakendur, hafa veitt ýmsar upplýsingar.

Edward Snowden along with Sarah Harrison of WikiLeaks (left) at a press conference in Sheremetyevo

A.m.k. einu vídeói var lekið á rússneskan fjölmiðil, sjá áhugavert fréttavideó sem tekur góða yfirferð um stöðu málsins akkúrat núna.

Snowden to Seek Asylum in Russia for Now

Snowden to seek asylum in Russia

  1. Skv. þessu virðist Snowden ekki hafa lent í klónum á rússnesku leyniþjónustunni, heldur þvert á móti fengið að vera á hóteli sem finna má á komusvæðinu á Sheremetyevo flugvelli.
  2. Putin virðist því ekki spila þann leik - - að leka upplýsingum sem sagðar eru frá Snowden.
  3. Líklega eru lekarnir að undanförnu raunverulega frá Snowden komnir.
  4. Svo Bandaríkin, virkilega voru að njósna um viðskiptanefnd ESB t.d. í Washington og stofnanir ESB í Brussel, frá skrifstofum NATO. Sem þykir alls ekki gott - - að sú stofnun sé þannig "misnotuð."
  5. Þ.e. reyndar nett magnað, að könum skuli hafa dottið þetta til hugar.

En þetta er allt auðvitað að skaða mjög orðstír Bandaríkjanna um heim - - "the charm offensive" sem Obama hóf á fyrstu dögum í embætti, áhrif þess fara hratt dalandi.

Og margir sjá nú Obama sjálfan nærri eins dökkum litum og tja, Bush.

Ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta mun hafa á t.d. nýlega hafnar viðræður um viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna, en þá auðvitað gildir - - að því lengur sem málið er í fjölmiðlum. Því meiri er skaðinn.

En þetta er auðvitað vatn á myllu allra þeirra, sem eru andvígir Bandar. og þeirra áhrifum, og vilja síður auka samskiptin við þau. Hegðun Bandar. setur einnig "vini" þeirra í vanda. Gerir þeim erfiðar um verk!

Skaðinn fyrir Bandaríkin verður örugglega töluverður, en ennþá er óljóst hver sá verður.

Snowden revelations stir up anti-US sentiment

Bandaríkin virðast enn í sama ham, og þó fóru í eftir 9/11 atburðinn.

Bandarískar "intelligence" stofnanir virðast nánast - fá allt sem þær vilja í gegn.

Það er þá ef til vill þ.s. kemur fram, að þær séu að fara "offari."

En annað sem er áhugavert við þetta allt saman, er hve litla athygli bandar. fjölmiðla málið vekur, bandar. almenningur virðist lítt eða ekki meðvitaður um það, að meiriháttar krísa í samskiptum Bandar. og annarra vestrænna landa sé í gangi.

 

Mesta athygli vekur að Snowden virðist til í að lofa því að "leka ekki frekar"

  • Anatoly Kucherena, a well-connected lawyer and member of several Kremlin advisory panels - "He's ready to meet Mr. Putin's request that he stop his subversive activities against the U.S. secret services,"

En fyrir rúmri viku er Putin sagðist vera til í að íhuga að veita Snowden hæli, setti Putin það skilyrði að Snowden yrði að hætta að "skaða hagsmuni Bandaríkjanna."

Ef marka má Kucherena, er Snowden nú tilbúinn að mæta því skilyrði.

----------------------------

Mér virðist samt sem áður, staðan eins og hún er þ.e. Snowden á komusvæðinu fastur þar viku eftir viku, henta Putin ákaflega vel; en þetta heldur kastljósi heimsfjölmiðla að "brotum" Bandaríkjanna, og því frá mannréttindabrotum Putins sjálfs á rússneskum borgurum.

Putin fær netta andlitslyftingu í heimsfjölmiðlum, fær að leika "góða" manninn í takmarkaðan tíma. Samtímis, að ímynd Bandaríkjanna fær "högg." Sem Putin sér örugglega sem gróða.

Það verður því áhugavert að sjá hvernig Putin mun bregðast við beiðni Snowden um hæli - - gegn loforði um að "halda kjafti" þ.e. leka ekki frekar, a.m.k. meðan hann er í Rússlandi.

  • "National Security Agency leaker Edward Snowden emerged from seclusion Friday to say he wants political asylum in Russia until he can find a safe way to reach the Latin American countries offering to harbor him."

Áhugavert að Snowden er sagður óska um hæli þangað til að hann kemst annað, með öðrum orðum til "skamms tíma." 

En væntanlega yrði það að vera ótímagreind hælisvist samt sem áður, þ.e. engin leið er að vita hve langan tíma það myndi taka að komast til 3-lands.

----------------------------

En sjálfsagt má lesa það úr þessu, beiðni Snowdens um Rússlandsvist - - að hann er orðinn leiður á vistinni á flugvellinum.

En þ.e. ekkert sérstakt sem bendir til þess, að henni ljúki fljótt.

Nema aðeins að Putin, heimili honum að dveljast formlega í landi Rússa.

  • Putin mun auðvitað vega og meta hugsanlega gróða sinn af því að hleypa Snowden inn fyrir dyrnar, vs. það tjón sem Rússland býður þá í formi versnandi samskipta við Bandaríkin.

En sjálfsagt gæti Putin fengið nokkuð "propaganda value" úr þessu, ef Snowden væri til í að mæta á blaðamannafund t.d. og tala vel um Putin, jafnvel gæti honum brugðið fyrir, klippandi á borða hér og þar um Rússland.

Hver veit, jafnvel yrði málsverður með Putin í beinni. 

 

Niðurstaða

Snowden dramað heldur áfram. Ef Putin hleypir honum ekki inn fyrir dyr. Þá er gæti Snowden ílenst á flugstöðinni þess vegna árum saman. Það verður forvitnilegt að fylgjast með fréttum af viðbrögðum Putins.

En skv. nýjustu fréttum - - eru engin viðbrögð enn komin frá rússneskum stjórnvöldum. 

 

Kv.


Er hvalveiðum Íslendinga að ljúka?

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum fréttir um nýframkomin vandkvæði við að flytja hvalkjöt til Japans í gegnum hefðbundnar flutningaleiðir - eins og hvern annan varning. En skv. fréttum eru Samskip hætt að flytja hvalafurðir eftir að vandkvæði komu upp í sambandi við umskipun 6 gáma af hvalkjöti í Hamborg, umhverfisráðherra Þýskalands virðist hafa beitt stjórnendur rekstrarfélags Hamborgarhafnar þrístingi. Ásamt því að grænfriðungar voru með dæmigerðar mótmælaaðgerðir, sem þeir eru orðnir þekktir fyrir. Að auki kemur fram að Rotterdam hefur um nokkurt skeið verið alfarið lokuð fyrir hvalafurðir: Hvalkjötið verður sent aftur til Íslands.

Skv. þessu virðist ekki vera um neinar beinar siglingar að ræða milli Íslands og Japans. Þó fræðilega sé unnt að flytja hvalkjöt í flugi - væri það töluvert kostnaðarsamari flutningsmáti.

Þannig að það getur verið að það stefni í stopp á hvalveiðar hér í atvinnuskini, nema í mjög smáum stíl sem dugar fyrir innlenda neyslu á hvalkjöti.

Það eiginlega virðist litlu máli skipta í þessu að Ísland sennilega hefur alþjóðalög með sér í þessu, og að skv. frétt - Truflun á flutningi hvalaafurða -  að Evrópusambandið hafi látið IUCN stofnun tengda Sameinuðu Þjóðunum framkvæma mat á stöðu dýrastofna í N-Atlantshafi, sem hafi m.a. þá slegið mati á stöðu hvalstofna í N-Atlantshafi og þar komi fram að staða langreiðarstofninn sé í góðu lagi á þeim slóðum.

En á sama tíma er langreiði á alþjóðlegri skrá yfir dýr í útrýmingarhættu, og hefur ekki fengist tekinn af þeim lista - - þó það sé gersamlega órökrétt að hafa langreiði á þeim lista. Eins og einn haffræðingur nefndi, að eins rökrétt væri þá að setja þorsk við Ísland á válista v. þess að þorskur í Norðursjó væri í slæmu ásigkomulagi. 

Þarna virðist flækjast fyrir andstaða þjóða sem hafa tekið hugmyndafræðilega afstöðu til hvalveiða, sem einfaldlega vilja setja hvaldráp í flokk t.d. með drápum á hundum, sem þekkjast ekki nema sums staðar í Asíu. Á vesturlöndum hefur ekki þekkst að ala hunda til átu, eins og t.d. hefur verið gert í Kína.

Á seinni árum hefur afstaða gegn hundaáti á Vesturlöndum harðnað mjög verulega, og sú afstaða virðist hafa yfirfærst einnig á hvali. Fjöldi þjóða tekur þá afstöðu að hvalveiðar séu rangur hlutur - punktur.

Þær þjóðir þvælast fyrir því að taka hvalastofna af válista, þó svo engin rök séu fyrir því að hafa þá á lista yfir dýr í útrýmingarhættu - - nema "tilfinningarök."

  • Spurning hvort að nú sé komið að þeim tímapunkti - - að Ísland verði af alvöru að íhuga að hverfa frá hvalveiðum? Eins og t.d. að Kína á seinni árum fer vaxandi mæli í felur með hundakjötsát. Formlega er það orðið bannað í Kína að ala hunda til átu. Þó talið sé að það bann sé í reynd mjög víða brotið.
  • Við séum einfaldlega komin í - óvinnandi stöðu. Eins og Kínverjar með sitt hundakjötsát.

Tek fram að mér er þannig séð "slétt sama" þó Kínverjar ali hunda til átu.

Þetta snýst einfaldlega um það - - hvort það borgar sig lengur að standa í þessari baráttu?

 

Niðurstaða

Hvað halda lesendur? Er hvalveiðum við það að verða sjálfhætt við Ísland?

Ég bendi á áhugaverða gamla grein sem ég fann á netinu: Hvalveiðar við Ísland!

------------------------------

Þar tæpir Jón Jónsson forstjóri Hafró á sögu hvalveiða við Ísland. Það áhugaverða er í reynd hve seint Íslendingar sjálfir hefja slíkar veiðar í atvinnuskyni. Ekki fyrr en 1935 "Hvalstöðin" í Tálknafirði. Hætt 1939 eftir að Seinni Styrjöld hófst. Ekki voru það stórfeldar veiðar þ.e. 469 dýr alls. Til samanburðar hafi starfsemi Hvals HF sem hófst 1948 verið 7471 dýr milli 1948-1978. En greinin er frá því ári.

En skv. því sem finna má á netinu, virðast útlendingar gjarnan hafa veitt hval við Ísland, stöku sinnum voru reknar stöðvar á landi t.d. á 16. öld og 17. öld. Síðan aftur milli 1883-1916 Norðmenn.

Ástæðan er líklega hve lengi veiðiaðferðir Íslendinga voru frumstæðar. Landsmenn auk þess réðu að því er virðist ekki yfir tækjum og kunnáttu til að veiða hval á öldum áður.

 

Kv.


Lánshæfi Ítalíu lækkað!

Þetta gerðist á þriðjudagskvöld að Standards&Poors kynntu ákvörðun sína að lækka lánshæfi ríkissjóðs landsins úr BBB+ í BBB. Sem er 2-prikum ofan við svokallaðan ruslflokk.

Horfur eru áfram - - neikvæðar. Sem þíðir að líkur eru á frekari lækkun matsins í framtíðinni.

S&P Cuts Italy Rating to BBB

S&P cuts Italy rating, leaves outlook negative

Italy’s Credit Rating Cut to BBB by S&P; Outlook Stays Negative

 

Punktar:

  • Meðalvöxtur Ítalíu sl. áratug - - neikvæður um 0,4% per ár.
  • Skuldir ríkisins 129% af þjóðarframleiðslu v. árslok.
  • Samdráttur ársins skv. nýrri spá S&P 1,9% í stað 1,4% sem spáð var áður.
  • Hagkerfi Ítalíu nálgast þá að vera 10% neðan við stöðu 2007 v. árslok.
  • Ef hagvöxtur nær ekki yfir 0% þarf ríkissj. Ítalíu 5% afgang af frumjöfnuði fjárlaga, til að standa undir skuldum.
  • Líkur þess að slík staða náist fram - - taldar minnkandi - “Risks to achieving such an outturn appear to be increasing,”
  • Atvinnulífið sé enn ósamkeppnisfært - "The firm said European Union data suggests that wages have become misaligned with underlying productivity trends, which is weighing on Italy's competitiveness."
  • Útflutningi Ítalíu hafi farið hnignandi sl. ár - "Additionally, Italy's share of the global goods and services market declined by about one-third between 1999 and 2012."
  • Samkeppnishæfis staðan virðist alvarleg - " As a result nominal unit labor costs have increased more in Italy than in any other major member of the euro zone, it said."
  • S&P telur skort á hagvexti stafa af skorti á aðgerðum til að glíma við vandamál á ítölskum vinnumarkaði, sem leiða til mikils skorts á sveigjanleika!

-----------------------------------------

Svo er rétt að hafa í huga lömunina í ítalskri pólitík. 

 

Hvað segir þetta okkur?

Það er sennilega ekkert land á evrusvæði sem myndi græða meir á því að yfirgefa evruna. En Ítalía á mörg góð fyrirtæki. Sem þíðir að um leið og samkeppnishæfni í kostnaði per vinnustund er náð til baka. Með einu stóru gengisfalli. 

Ættu þau að geta hafið öfluga sókn til þess að ná til baka tapaðri markaðshlutdeild á alþjóða mörkuðum.

En án hagvaxtar, er algerlega augljóst að Ítalía er gjaldþrota.

Auðvitað snögghækka skuldirnar í hlutfalli við þjóðarframleiðslu fyrst í stað, ef Ítalía yfirgefur evruna. En mig grunar að þrátt fyrir það, gæti traust markaða á Ítalíu styrkst.

En þ.s. skiptir máli er framvindan frekar en staðan akkúrat í augnablikinu, með samkeppnishæfni endurreista myndi sú framvinda þegar verða mun betri - þ.s. ítalska hagkerfið myndi geta farið að vaxa að nýju.

En líkur eru samt sterkar á því, að Ítalía myndi þurfa að semja við kröfuhafa um a.m.k. hagstæðari greiðslukjör eða lengingu á lánskjörum. En það má vera að höfuðstóls afskriftir yrðu óþarfar.

  • En mig grunar að þær aftur á móti verði óhjákvæmilegar ef Ítalía heldur sig innan evrunnar.

 

Niðurstaða

Það sem tölurnar segja okkur er að Ítalía er á hægri en öruggri siglingu í greiðsluþrot meðan að Ítalía er enn innan evru. Að hafa tapað þriðjungi af markaðshlutdeild á alþjóðamörkuðum, skýrir væntanlega fullkomlega af hverju ítalska hagkerfið stefnir í að vera 10% minna við árslok en við uppaf árs 2007. Sú niðurstaða er að sjálfsögðu vegna þess, að á Ítalíu hækkaði - eins og fram kemur - launakostnaður per vinnustund meir en í öðrum svokölluðum stórum löndum í Evrópusambandinu.

En hafandi í huga þá pólitísku lömun sem til staðar er á Ítalíu sem fátt bendir til að taki enda í bráð, virðist ekki sérdeilis líklegt að vilji skapist til að taka þær "róttæku" aðgerðir í vinnumarkaðsmálum sem þyrfti til - - svo unnt væri að lækka launakostnað með "launalækkunar" aðferðinni.

Án hagvaxtar er staða Ítalíu þannig séð ekki sjálfbær innan evrunnar.

 

Kv.


Vandamálum Grikklands sópað undir teppi fram yfir kosningar í Þýskalandi!

Þetta er það sem mér virðist hafa gerst. En á mánudag samþykktu fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB á fundi að - - fjármagna Grikkland út sumarið. Með afaströngum skilyrðum þó eins og kemur fram í Reuters - sem segir Grikkland "on dripfeed." En þ.e. vegna þess að greiðslunum er nú skipt, hluti peninganna kemur í júlí, síðan rest í október.

Þetta er líklega vegna þess, að í reynd eru öll vandamál útistandandi í Grikkland.

Þó segir í Reuters: "Even the first payment of 2.5 billion euros requires that Athens show creditors by July 19 that it is serious about cutting thousands of public sector jobs by the end of the year, as well as modernising the tax code."

  • Ég á samt virkilega erfitt með að sjá þá neita að afhenda Grikklandi þá peninga!

Samþykki virðist hafa komið eftir að Antonis Samaras lofaði að "virkilega reka" 25þ. ríkisstarfsmenn fyrir áramót. Þó ekki hafi tekist einu sinni að reka þá 2000 sem átti að reka fyrir lok júlí.

Og koma skikk á skattamál og umframkostnað á sviði heilbrigðismála. 

En af hverju það er svo erfitt er reka fólk - - sést á eftirfarandi stjórnarskrárákvæði:

Article 103

4. Civil servants holding posts provided by law shall be permanent so long as these posts exist. Their salaries shall evolve in accordance with the provisions of the law; with the exception of those retiring upon attainment of the age limit or when dismissed by court judgement, civil servants may not be transferred without an opinion or lowered in rank or dismissed without a decision of a service council consisting of at least two-thirds of permanent civil servants.

Ekki veit ég hvernig Samaras á að fara að því að reka 25þ. starfsm. fyrir árslok, en skv. þessu virðist vart mögulegt að reka nokkurn, nema staðan sé lögð niður.

Sem var einmitt þ.s. gríska ríkisstj. gerði tilraun til, er hún ætlaði að leggja af ríkisfjölmiðilinn. En var stöðvuð með það mál af grískum dómstól, skv. því sem erlendir fjölmiðlar hafa sagt - - vegna þess að málið var ekki rétt útfært af ríkisstjórninni. Ekki v. þess að hún mætti ekki loka ríkisfjölmiðlinum.

Það er því gefið út, að prógrammið sé "on track" sbr. yfirlísingu "Þrenningarinnar": 8 July 2013 - Statement by the European Commission, ECB and IMF on the review mission to Greece.

Ekkert hefur heyrst neitt hönd á festandi um nýjar niðurskurðaraðgerðir, nema þetta sem kemur fram í tilkynningu "Þrenningarinnar" að lofað sé að tekið skuli á umframkostnaði í heilbrigðisgeiranum, sem virðist benda til þess að ekki liggi fyrir nein undirbúin aðgerð - - spurning hvernig á að loka því 4ma.€ fjárlagagati sem var komið til staðar að sögn erlendra frétta?

Það er þó hugsanlegt, að greiðsla 2ma.€ svokallaðs hagnaðar Seðlabanka Evrópu, af grískum ríkisbréfum í eigu hinna ýmsu undirseðlabanka Seðlabanka Evrópu, sem kemur fram í fréttum. Að verði greitt út nú í júlí og október.

Sé reitt fram nú, til þess að stoppa í það gat - a.m.k. að hluta!

"Central banks in the Eurosystem will contribute 1.5 billion euros in July and 500 million euros in October, by dishing out the profits that they and the European Central Bank made from the sale of Greek debt that they had held."

Hinn hlutinn liggi í "loforði" Samaras um að koma sölu grískra ríkisfyrirtækja aftur af stað.

Wall Street Journal - EU Agrees to Keep Aid Flowing to Greece

Reuters - Euro zone grants multi-billion euro lifeline for Greece

Der Spiegel - France Demands Direct Funding for Greek Banks

Der Spiegel - Why Austerity Still Isn't Working in Greece

Financial Times -  Greece secures €4.8bn bailout tranche

 

Hvað ætli að gerist í október?

Það er engin tilviljun að valið sé að greiða út rest þá. Því þingkosningar í Þýskalandi fara fram í september. Líklega liggur fyrir í október að Merkel haldi áfram sem kanslari annaðhvort í hægri - vinstri bandalagi með þýskum krötum, eða áframhaldi núverandi stjórnar með "Frjálsum Demókrötum."

Það er einmitt tilfinningin sem maður fær - - að ákveðið hafi verið að sópa vanda Grikklands undir teppið.

En ég hef ekki áður séð - - svo lítið á spýtunni hvað varðar tilteknar aðgerðir. 

Það virðist lítið á að byggja en loforði Antonis Samaras forsætisráðherra Grikklands, að framkvæma þær aðgerðir sem þegar eru komnar á eftir!

Der Spiegel: "This means Stavridis will almost certainly fail to reach his original 2013 privatization goal of €2.6 billion. Because of these and other difficulties, the financing plan for Greece now faces a large shortfall of €11.1 billion by 2015."

En í sumar tókst grískum stjv. ekki að selja DEPA sem er veitufyrirtæki, til GASPROM - sem var eini kaupandinn sem var nægilega áhugasamur. Til þess að formlegir samningar skuli hafa komist á legg.

En GASPROM hætti við. Skv. nýlegum fréttum er einnig sala ríkislottósins í vanda. Í yfirlísingu Þrenningarinnar, er talað um sölu tveggja banka: "...including through the sale of two bridge banks...".

Sjálfsagt hefur Samaras gefið loforð um það, en ríkisstjórnin á að selja eignir fyrir rúma 2ma.€ í ár, sem er náttúrulega helmingurinn á útistandandi halla ársins ef ekki tekst að selja fyrir slíka upphæð.

---------------------------------------

Punkturinn sem aðilar innan viðskiptalífs Grikklands ræddu við blaðamenn Der Spiegel  - - er að fátt bendi til þess að Grikkland geti haft það af, án frekari skulda-afskrifta. 

En þær sem þá þurfa fara fram, séu af pólitískt erfiða taginu. 

Því sé málum sópað undir teppi fram yfir kosningar í Þýskalandi á næstunni.

 

Niðurstaða

Það sem kannski er helst áhugavert við þetta, er að sagt er af erlendum fjölmiðlum að AGS muni reiða fram sinn hluta af fjármagns í júlí. En hafði áður hótað því að gera það ekki. Því að Grikkland væri ekki fullfjármagnað nk. 12 mánuði. Sem skv. fyrri yfirlýsingu AGS átti að þíða að AGS væri ekki heimilt að reiða fram fjármagn. Fyrr en að nægar tryggingar væru fyrir þeirri fjármögnun.

Augljóst er að þ.e. enginn fullvissa fyrir því að Grikkland sé það nk. 12 mánuði. Skv. Wall Street Journal verður formleg ákvörðun um greiðslu ekki tekin innan AGS fyrr en 29/7 nk

Spurning hvort fréttir þess efnis, að AGS muni reiða fram sinn hluta - - séu því ýktar?

En það virðist flest benda til þess að ákvörðun fjármálaráðherra ESB hafi fyrst og fremst verið pólitísk.

Mér virðist flest benda til þess að einungis lítið brotabrot fáist út úr einkavæðingaráformum ríkisrekstrar í Grikklandi, miðað við þ.s. var ráð fyrir gert. Sem auðvitað þíðir margra ma.€ holu í reynd. Miðað við framreiknað prógramm. Ólíklegt virðist að unnt verði að knýja Grikkland til þess að skera fyrir þeim milljörðum. Að auki, mun Grikkland örugglega ekki snúa við í hagvöxt. Eins og miðað er við að eigi sér stað á næsta ári. Í núverandi áætlunum. Ekki síst, mér myndi koma mjög á óvart. Ef Samaras raunverulega tekst að reka þessa 25þ. ríkisstarfsmenn - með sinn 3. sæta þingmeirihluta að vopni. Hvað þá bara 2000.

Það getur því orðið forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist eftir þingkosningarnar í Þýskalandi í september. En þ.e. eins og engar erfiðar ákvarðanir verði teknar fyrr - - sem sýnir líklega enn einu sinni - - hina drottnandi stöðu Þýskalands!

 

Kv.


Portúgal mun leita eftir því að endursemja um björgun!

Þetta virðist ljóst eftir að stjórnarflokkarnir tveir náðu samkomulagi að sögn erlendra fjölmiðla. En samkomulagið felur í sér töluverðar tilslakanir af hálfu flokks forsætisráðherra gagnvart sínum samstarfsflokki. Sem fær í sína hendur - mjög mikilvæga málaflokka.

En í ljósi gagnrýni formanns hins hægri sinnaða samstarfsflokks forsætisráðherra Portúgals á það hvernig björgunarprógrammið hefur verið útfært fram að þessu, virðist nú blasa við að Portúgal mun leggja í þá vegferð - - að óska eftir því að prógrammið verði mildað.

Portuguese PM makes coalition partner his deputy, to end crisis

  • ""We have reached a solid and far reaching agreement," Prime Minister Pedro Passos Coelho told a news conference after his center-right Social Democrats met with CDS-PP leaders. "This agreement will guarantee political stability until the end of our mandate.""
  1. "...Portugal's prime minister promoted the head of the junior coalition party to be his deputy on Saturday"
  2. "In another major concession, the prime minister gave Portas the role of co-ordinating negotiations with the 'troika' of lenders to the bailout - the European Union, European Central Bank and IMF."
  • "Portas has periodically been a strong critic of austerity policies under the 78 billion-euro ($100 billion) bailout as Portugal languished in three years of recession."
  • "The prime minister said the agreement with his coalition partner would mark the start of a new phase of the bailout, with a greater focus on economic growth and a push to reduce unemployment, which is at record highs near 18 percent."

Formaður hægri flokksins, Paulo Portas, er gerður að "aðstoðar forsætisráðherra" og því staðgengli Coehlo forsætisráðherra í embætti.

Og Portas fær yfirumsjón með viðræðum við þrenninguna um hið svokallaða "björgunarprógramm."

Forsætisráðherrann Pedro Passos Coelho segir þetta marka ný skref í björgunarprógramm Portúgals, þ.s. áherslan verði héðan í frá á sköpun starfa og á það að minnka atvinnuleysi.

------------------------------

Ég ætla sosum ekkert að tjá mig mikið um þetta. En bendi á að þ.e. eitt líkt með Íslandi og Portúgal, að öllu óbreyttu blasir ekki mjög mikil framtíðar hagvaxtargeta við landinu.

En til þess að skapa hagvöxt þarf að búa til nýjar útflutningsgreinar. Og það blasir ekki beint við mér hvað það ætti að vera. En menntunarstig Portúgala er vel neðan við þann standard sem ríkir í N-Evr.

En landið er ekki beint vaðandi í náttúruauðlindum. Þannig séð væri nánast það eina sem fræðilega væri unnt að gera. Að keyra á uppbyggingu nýrra "láglauna" atvinnugreina.

En á sl. áratug, fór meginútflutningsiðnaðurinn fata og vefnaðariðnaður úr landi, eftir að hann varð ósamkeppnishæfur við láglaunasvæði Asíu. Ekki tókst að skapa fullnægjandi útflutningsgreinar til að vega það tekjutap hagkerfisins upp.

Skuldsetning landsins upp á ca. 300% þ.e. sambærileg heildarskuldsetning og á Íslandi, virðist megni til kominn til vegna hallans á þjóðarbúinu sem varð til - árin í kjölfar brotthvarfs meginútfl. greina landsins.

  • Til þess að skuldastaðan geti orðið sjálfbær, þarf að vinda sig í það verk af krafti - - að skapa þær nýju greinar.
  • En því miður virðist mér að skilvirkasta leiðin væri sú, að segja bæ - bæ við evru, taka aftur upp sinn gamla gjaldmiðil sem þá gengisfélli skarpt - - í kjölfar þess væru Portúgalar á ný samkeppnisfærir.
  • En hafandi í huga, að þetta land er í reynd ekki hótinu þróaðra en lönd Asíu, á það ekkert augljóslega skilið hærri laun. Með menntunarstig vel undir meðaltali ESB landa.

 

Niðurstaða

Þ.s. er áhugavert við Portúgal að mínu viti, er að Portúgal hugsanlega sýnir hvað gæti komið fyrir Ísland. Ef Ísland asnaðist inn í evru. Og léti laun hækka það mikið - eins og reyndar átti sér stað í bankabólunni - til þess að meginútfl. greinar væru reknar með tapi. Ef ekkert er gert í því þá rökrétt loka fyrirtæki fyrir rest. Portúgalar gerðu þetta þó án þess að taka eitt stykki bankabólu eða húsnæðisbólu. Söfnuðu síðan viðskiptahallaskuldum ár eftir ár eftir ár, þangað til að skuldirnar voru orðnar of miklar. Eftir að meginútfl. iðnaðurinn var farinn.

Þetta þarf að laga í dag, og þ.s. meira er. Skapa þær nýju greinar í staðinn sem ekki tókst á seinni hl. sl. áratugs.

Ég sé ekki í reynd að þeir komist hjá því að taka þá lífskjaraskerðingu með vöxtum og vaxtavöxtum, sem hefði dugað til að halda meginútfl. greininni í landinu á sínum tíma.

En Portúgal þarf að finna vinnu fyrir það lítt menntaða vinnuafl sem er í landinu. Ég sé ekki að Portúgalir geti reiknað með hærri launum. En þeim sem t.d. kínv. eða víetnamskir verkamenn þurfa að sætta sig við. En þau hagkerfi eru í hraðri sókn upp samkeppnishæfnis stigann.

 

Kv.


Átti Ísland að veita Snowden hæli?

Sumir setja málið með mjög einföldum hætti fram, að Íslendingar eigi að standa með "réttlæti" - Snowden standi frammi fyrir hættu á dauðarefsingu sem sé mannvonska eða villimennska, hann hafi að auki með gerðum sínum, gert mannkyni öllu greiða þar með okkur. Með því að veita honum hæli, stæðum við með réttlæti gegn ranglæti, gegn mannvonsku - verðlaunuðum að auki hans greiðasemi við alla.

  • En það eru mun fleiri sjónarmið sem máli skipta, eins og hverjar væru afleiðingar þess að veita honum hæli fyrir Ísland og Íslendinga?
  • Íslendingar hafa sannarlega stöku sinnum tekið áhættu í deilum við aðrar þjóðir, en í öllum tilvikum hefur legið undir - barátta fyrir lífskjörum allra landsmanna.

Rétt er að halda til haga, að í deilum við Breta um fiskveiðar við landið, þá er vitað að Bandaríkin héldu aftur af Bretum, þannig að þeir t.d. sökktu ekki varðskipum okkar með sprengikúlnahríð á nokkrum mínútum. Þeir voru beittir þrýstingi Bandaríkjanna, um að beita engum vopnum - sem þeir gerðu ekki. Þannig voru þeir reynd í þorskastríðunum með hendur fyrir aftan bak.

Við höfum aldrei raunverulega deilt við Bandaríkin, ég kalla það ekki deilu þegar þeir kvöddu herinn heim, enda augljóst aldrei á okkar valdi að halda þeim hér er þeir lengur vildu ekki hafa sinn her hérna.

Þau hafa í fjölda tilvika - sýnt okkur velvilja:

  1. Ísland fékk að vera hluti af Marshall áætlun Bandaríkjanna fyrir Evrópu, þó hér hefði ekki verið neitt tjón á landi af völdum stríðsins - - en Ísland var enn ákaflega fátækt á þeim árum og vanþróað á margan hátt. Eiginlega var þetta "þróunaraðstoð."
  2. Eftir að Marshall aðstoð lauk formlega, fengu nokkur ríki aðstoð áfram - þar á meðal Ísland. Ég er að tala um gjaffé ekki lán. T.d. var Sementsverksmiðjan á Akranesi byggð fyrir bandar. gjafpeninga á þeim árum. Þessari aðstoð lauk á 8. áratugnum. Þegar Ísland var ekki lengur talið vera "þróunarland."
  3. Ekki gleyma þeim tilvikum sem þrýstingur hefur verið af hálfu umhverfissamtaka í Bandaríkjunum, um það að setja á Ísland viðskiptabann vegna hvalveiða. Sem alltaf hefur fram að þessu verið hafnað af bandar. stjv.

Við þekkjum þau ríki sem njóta íllvilja Bandaríkjanna:

  1. Íran er þar framarlega í flokki. Ein þyngsta refsingin sem Bandaríkin beita. Er bann við því að fyrirtæki sem starfa í Bandaríkjunum, þar á meðal bankar. Eigi viðskipti við Íran. Hafið í huga, þetta á við fyrirtæki sem starfa innan lögsögu Bandar., þar á meðal fyrirtæki í erlendri eigu.
  2. Það þíðir í reynd, að fyrirtæki sem verslar við Íran, má ekki eiga nokkra starfsemi innan Bandaríkjanna, þar á meðal bankar. Þetta bann nær yfir erlend fyrirtæki, þannig að þeim er þá bannað að eiga í fyrirtækjum sem starfa innan Bandar. eða reka útstöðvar í Bandar., ef þau eiga viðskipti v. Íran.
  3. Það er ekki bara það, heldur er einnig auki er fyrirtækjum starfandi í Bandar. bannað að eiga fyrirtæki sem eiga viðskipti við Íran.
  • Ég get ekki fullyrt að Bandaríkin myndu beita okkur þetta þungu úrræði.
  • En þ.e. möguleiki.
  • Þetta bann er mjög öflugt, því það fælir almennt frá öll stærri alþjóðleg fyrirtæki.
  • Setur land sem beitt er því banni, í djúpfrysti - hvað erlendar fjárfestingar varðar eða viðskipti almennt.
  • Það verður mjög erfitt fyrir það land, að eiga utanríkisviðskipti.

 

Punkturinn er sá að áhættan af því fyrir Íslendinga að heimila Snowden að koma hingað, er gersamlega óútreiknanleg!

Ég er gersamlega viss um það, að það yrði aldrei svo að Bandaríkin gerðu nákvæmlega ekki neitt. Eina spurningin er - hversu harkalegar yrðu aðgerðir þeirra í kjölfarið. Og því, hve mikið yrði tjón á formi lífskjara fyrir Íslendinga. En það þarf vart um að efast - - að ef Snowden kæmi hingað. Myndu þær aðgerðir halda áfram svo lengi sem hann væri hér enn. Einungis ef hann væri afhentur bandar. yfirvöldum, myndu þær hætta. Ef hann t.d. væri sendur til 3-lands. Myndu þær líklega ekki hætta.

Jafnvel þó að Snowden væri síðar meir afhentur, væri líklega um varanlegt tjón á samskiptum við Bandaríkin að ræða.

Þ.e. velviljinn væri líklega varanlega tapaður. Sem myndi örugglega hafa margvíslegar neikvæðar afleiðingar síðar. T.d. næst þegar umhverfissamtök í Bandar. krefjast viðskiptaaðgerða gagnvart Íslandi vegna hvalveiða.

  • Mig grunar að svo harkalega yrðu aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart okkur, að um mjög umtalsvert lífskjaratjón yrði að ræða, auk umtalsverðs viðbótar atvinnuleysis.
  • Það myndi líklega leiða landið í greiðsluþrot í stíl við Argentínu.
  • Ekki síst, að líklega myndi engin þjóð koma okkur til aðstoðar - en ég bendi á að ekki stóðu Norðurlandaþjóðir með okkur í Icesave deilunni, þegar Bretar og Hollendingar töfðu afgreiðslu AGS láns þegar gjaldeyrissjóður okkar var þurrausinn í kjölfar bankahruns, þá lögðust þau á árarnar með Hollendingum og Bretum, þegar okkur var í reynd hótað gjaldþroti.
  • Þarna örugglega var um að ræða hreinan hagsmunaútreikning Norðurlandanna, að þau hefðu meiri hagsmuna af góðum samskiptum við Bretland og Holland en við Ísland. Það mun algerlega pottþétt endurtaka sig ef Bandaríkin beita okkur refsiaðgerðum - - að þjóðir munu hugsa um sjálfar sig, sína hagsmuni, og meta að það borgi sig ekki að styggja Bandaríkin.
  • Við stæðum því algerlega ein gagnvart reiði Bandaríkjanna, eins og í dag Snowden sem einstaklingur gerir.


Ég skal ekki fullyrða að Snowden eigi enga samúð skilið!

En honum gat ekki dulist að hann yrði eftirlýstur af Bandaríkjunum, ef hann myndi leka mikilvægum gögnum. Honum gat ekki verið ókunnugt um réttarhöldin yfir Bradley Manning, að Manning væri líklegur að fá ævilangt fangelsi. Eða um það að stofnandi WikiLeeks er hundeltur af Bandaríkjunum, og einangraður í sendiráði Bólivíu í London þaðan sem hann líklega kemst ekki næstu árin.

Þannig séð kom hann sér vísvitandi í þann vanda sem hann er í þessa dagana, enda hefur hann viðurkennt að hafa tekið það starf er hann hafði síðast - til þess að safna gögnum í því skini að leka þeim.

Eins og Julian Assange, þá virðist hann í eigin krossferð gegn leynistofnunum Bandaríkjanna, í baráttu fyrir því að allt sé upplýst - ákveðin hugmyndafræðileg afstaða að leynistarfsemi njósnir almennt sé rangur hlutur.

  • Þarna snýr rétt eða rangt um hugmyndafræðilega afstöðu.
  1. Punkturinn er sá - - að burtséð frá þeirri hugmyndafræðilegu sýn á það hvort njósnir séu rangur hlutur, og söfnun leyndra upplýsinga almennt.
  2. Þá getur það ekki verið réttmætt - - að leggja í svo áhættusama vegferð fyrir heila þjóð, að bjarga einum einstaklingi frá réttvísi eigin þjóðar, þegar um er að ræða öflugustu þjóð heimsins og sú þjóð sem á í hlut á móti er ein af þeim veikustu í heiminum. Getur enga björg sér veitt, ef stórþjóðin beitir sér gegn henni - - sem hún alveg pottþétt mun gera.
  • Það getur ekki verið réttmætt, að tryggja rétt eins einstaklings, þegar það kostar mjög verulegar fórnir fyrir hóp einstaklinga sem telur heila þjóð þó sú þjóð teljist vera smá. 
  • Hópurinn hlýtur að hafa rétt líka - - hagsmunir margra einstaklinga, framtíð næstu kynslóðar þeirra jafnvel næstu kynslóða þeirra; hlýtur að vera mikilvægari á vogarskálunum.

Þannig að þegar við metum hvað telst rétt vs. rangt.

Þá væri það röng aðgerð að veita Snowden hæli á Íslandi.

Fyrir utan að það væri ólíklegt að við gætum varið hann fyrir bandar. flugumönnum, sem myndu vilja ræna honum upp á hvern dag áratugina á eftir þar til hann væri kominn í gröfina.

Og ekkert bendir til þess að fórn Snowden, þó við bætum í púkkið fórn allra Íslendinga á sínum lífskjörum til nútíðar og framtíðar; hefði nokkur hin minnstu áhrif í þeirri baráttu sem þeir sem eru á móti njósnum og söfnun upplýsinga í njósnaskyni - standa fyrir.

 

Niðurstaða

Einstaklinga eiga rétt á að fórna sinni framtíð er þeir berjast fyrir málstað sem þeir trúa á. En allt annað gegnir um það að taka ákvörðun sem myndi leiða til sambærilegrar fórnar fyrir heila þjóð. Það getur ekki talist réttmæt fórn eða sjálfsögð. Jafnvel þó málsstaðurinn væri góður. Ekki síst þegar líkur þess að sú fórn hefði áhrif virðast fjarskalega litlar og í reynd litlar sem engar. Barátta við vindmyllur.

Sannleikurinn er sá, að njósnir munu halda áfram hvað sem hver segir. Internetið er einfaldlega nýr vettvangur fyrir njósnastarfsemi. 

Í ljósi þess að mikið af skipulagðri glæpastarfsemi er til staðar á netinu, auk skipulagðrar hryðjuverkastarfsemi, er það mjög "barnalegt" að ætla að ekki verði njósnað um netiið.

Megin spurningin snýr ekki um að banna upplýsingasöfnun, heldur um notkun þeirra upplýsinga, að það sé nægt eftirlit með slíkri starfsemi af hálfu hvers lands fyrir sig.

Réttmætt er því að þrýsta á þau ríki sem stunda mjög virkar njósnir af þessu tagi, að gæta að því hvernig þeim upplýsingum er beitt. En vitað er að Bandaríkin - Bretland - Frakkland - Kína og örugglega Rússland a.m.k., stunda slíkar njósnir. Örugglega mun fleiri.

Þetta er hlutverk almennings í hverju landi fyrir sig, og auðvitað þurfa ríkin að íhuga áhrifin af sínum njósnum á samskipti sín á milli. Þegar allir njósna um alla að þvi er virðist.

 

Kv.


Yfirlýsingar seðlabankastjóra Bretland og Evrópu vekja athygli!

Þ.e. mikið látið með svokallað "forward guidance" sem ný Seðlabankastjóri Bretlands Mark Carnay áður í Seðlabanka Kanada, og Seðlabankastjóri Evrusvæðis Mario Draghi; veittu í dag.

Mark Carney: “At its meeting today, the Committee noted that the incoming data over the past couple of months had been broadly consistent with the central outlook for output growth and inflation contained in the May report,” - “The significant upward movement in market interest rates would, however, weigh on that outlook; in the Committee’s view, the implied rise in the expected future path of Bank Rate was not warranted by the recent developments in the domestic economy.”

Mario Draghi: "The Governing Council expects the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time. This expectation is based on the overall subdued outlook for inflation extending into the medium term, given the broad-based weakness in the real economy and subdued monetary dynamics. In the period ahead, we will monitor all incoming information on economic and monetary developments and assess any impact on the outlook for price stability."

Þarna eru samt sem áður seðlabankastjórarnir tveir - - að leitast við að kæla væntingar um, vaxtahækkun í náinni framtíð.

En eitthvað hefur borið á slíkum væntingum síðustu vikur eftir að raunveruleg breyting virðist hafa orðið á afstöðu Seðlabanka Bandaríkjanna - "Federal Reserve." Þar hefur bersýnilega verið hellt köldu vatni á fyrri væntingar, um áframhald prentunaraðgerða næstu árin.

Orðalag nýlegra tilkynninga leiða til þess, að nú er þess vænst að í náinni framtíð verði dregið verulega úr prentun í Bandaríkjunum, henni jafnvel hætt með öllu innan nk. 12-18 mánaða.

Þetta hefur valdið nokkru róti á mörkuðum, sem er í reynd lítið annað en "leiðrétting" á væntingum, gengi dollars hefur hækkað nokkur og gengi annarra gjaldmiðla lækkað nokkuð á móti dollar, sérstaklega gjaldmiðla Asíu og S-Aneríku. 

Þetta hefur einnig leitt til nokkurs verðfalls í verðbréfahöllum í löndum Asíu og S-Ameríku.

Áhrifa hefur einnig gætt í Evrópu þó þau hafi verið fremur smáar gárur.

  • Skv. fjölmiðlum við yfirlýsingar Draghi og Carney, hækkuðu verð hluta á hlutabréfamörkuðum í Evrópu.
  • Á sama tíma lækkaði gengi evru og punds - - sem einnig eru metnar sem "góðar fréttir" af hagfræðingum.


Það sem er eiginlega - virkilega áhugavert við yfirlýsingu Draghi!

Er "present or lower levels" hve sterklega ýjað er að því að næsta vaxtaákvörðun geti verið til lækkunar. Með því má einnig segja að Draghi undirstriki enn sterkar - að líkur á vaxtahækkun séu nær engar í náinni framtíð.

Þegar maður les svör hans við spurningum blaðamanna, þá kemur fram að hann er að meina a.m.k. 18 mánaða tímabil, þegar hann segir líkur á verðbólgu lágar á næstunni.

Að auki bendi ég á: Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 4 July 2013

  1. Overall, euro area economic activity should stabilise and recover in the course of the year, albeit at a subdued pace.  
  2. " the annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) weakened further to -2.1% in May, from -1.9% in April."
  3. "In order to ensure an adequate transmission of monetary policy to the financing conditions in euro area countries, it is essential that the fragmentation of euro area credit markets continues to decline further and that the resilience of banks is strengthened where needed. "

ECB spáir eins og á sl. ári að hagvöxtur hefjist fyrir árslok á evrusvæði - - kannski mun það eiga sér stað í ár. En það eru raunverulegar vísbendingar í tölum yfir pantanir til framleiðslufyrirtækja sem sína a.m.k. að samdráttur pantana er í hraðri rénun. Sem a.m.k. er hugsanlegt að sé vísbending um uppsveiflu síðar á árinu. En hann réttilega bendir á, að í því tilviki yrði það mjög lítill vöxtur.

Áhugavert er að enn er að draga úr útlánum til fyrirtækja. Eins og hingað til, er það samdráttur í S-Evr. sem er megintrendið.

Þess vegna kemur hann að þriðja atriðinu - - þ.s. hann vísar því yfir til stjórnmálastéttarinnar, að laga það niðurbrot innan fjármálakerfis evrusvæðis sem verið hefur í gangi. En eins og hefur komið fram í eldri fréttum. Þá var Seðlabankinn að íhuga eigin aðgerðir - - en hætti við þær eftir harða andstöðu innan bankaráðsins. 

Svo vonir Draghi eru þá að pólitíkusarnir reddi málinu, í tengslum við það að komið verði á fót "bankasambandi" sem hefði þau áhrif, að auka traust á bankakerfum þeim sem eru í vanda.

Ég held reyndar að fátt bendi til þess, að slík skilvirk pólitísk lausn verði til - - flest bendi til þess að líkleg útkoma sé bankasamband sem verði með sameiginlegt eftirlit.

En kostnaður verði áfram hjá hverju aðildarríki fyrir sig við eigið bankakerfi, en hugmyndir Þjóðverja er að sjóðakerfi verði "local" fjármögnu með öðrum orðum í hverju landi fyrir sig. 

Sem myndi koma í veg fyrir að bankasamband hefði þau áhrif, að binda enda á þá óskilvirkni sem komin er upp í fjármálakerfi evrusvæðis.

Sem kemur í veg fyrir að S-Evr. löndin í reynd njóti lágu vaxtanna frá Seðlabankanum. Því að þeir í þeim löndum skili þeim áhrifum, að örva hagkerfin.

  • Megináhrif þess eru þau, að þá líklega heldur innlend eftirspurn í þeim löndum áfram að dala, í stað þess að ná gólfi fljótlega. Eins og Draghi vonast eftir.
  • Sá hluti atvinnulífsins sem háður sé innlendri neyslu, verði því áfram í hnignun - - samdráttur í útlánum til fyrirtækja sýnir það trend enn í gangi.

Sú tilhneiging til jafnvægis sem er til staðar í nýlegum tölum, er öll á grunni - - aukningar í útflutningi.

En það virðist ólíklegt að hann dugi einn og sér til að lyfta upp S-Evr.

Þetta má sjá í tölum fyrir Ítalíu og Spán, sem hafa verið að sjá nokkra aukningu í útflutningi. Sem hefur aðeins lagað stöðu framleiðslugreina í þeim löndum. Meðan í Frakkl. t.d. er þróunin á hinn veginn. Litlu löndin Portúgal og Grikkland eru ekki heldur að græða á því nýja trendi.

En það virðist afskaplega ólíklegt að án viðsnúnings á innlendum neytendamarkaði, sé líklegur viðsnúningur sem dygði til að gera skuldir Ítalíu eða Spánar - sjálfbærar.

Það er því "crusial" að vextir á Ítalíu og Spáni lækki aftur! En bankavextir í þeim löndum hafa hækkað hressilega v. þess að bankarnir þar fá ekki lán frá 3-löndum, og á sama tíma v. tapa sem þeir þurfa að fjármagna einhvern veginn; þá neyðast þeir til þess að halda í fjármagn sem þeir hafa gert með því að hækka tilboð um vexti á veitt lán mjög verulega.

Sem auðvitað dregur úr neyslu - dregur úr áhuga á nýjum lánum - dregur því úr fjárfestingu í þeim löndum, að auki eykur á gjaldþrotatíðni því samdrátt!

Draghi vonast til þess að pólitíkusarnir reddi þessu - - vegna þess að bankaráðið hans er of klofið í málinu til þess, að hann geti fengið það til að samþykkja það að Seðlabankinn sjálfur reddi því.

En það reyndar getur Seðlabankinn gert! 

 

Niðurstaða

Þá vitum við það ef enginn vissi það áður. Að bæði "Bank of England" og "European Central Bank" ætla ekki að hækka vexti á næstu 18 mánuðum eða svo. Draghi segir það reyndar með þeim fyrirvara að verðbólga haldist áfram lág. En segir þó fátt benda til annars en að það verði hún. Hann meira að segja gaf í skyn að vextir yrðu lækkaðir næst án þess að lofa því.

Niðurstaða bankaráðs Seðlabanka Evrusvæðis hefði verið án mótatkvæðis. Þannig að meira að segja íhaldsmennirnir í bankaráðinu, voru með í þeirri ákvörðun.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort spá Mario Draghi um hagvöxt fyrir árslok stenst í ár. En miðað við nýleg trend, er það a.m.k. hugsanlegt að af verði. En það yrði þá í besta falli mjög veikur vöxtur. Hvergi er að sjá möguleika á þeim snarpa vexti sem raunverulega þyrfti til - - ef atvinnuleysið ætti að minnka að ráði.

Þess í stað yrði útkoman meir í stíl við þ.s. sást á 10. áratugnum í Japan. En þá komu við og við tímabil mjög hægs vaxtar. Án þess þó að þau væru til frambúðar. Í reynd hefur Japan verið hagvaxtarlega flöt lína að mestu leiti síðan ca. 1990. Mér virðist ekki sérlega líklegt að Evrópa standi sig betur.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband