Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Björgunarprógramm Portúgals komið í hugsanleg vandræði!

Það virðist hafa opnast smávegis Pandóru box út af ákvörðun Stjórnlagadómstóls Portúgals frá því um daginn, sem ég sagði frá: Stjórnarskrárdómstóll Portúgals ógildir sumar af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnar Portúgals!.

  • Næsta greiðsla virðist a.m.k. tefjast - en Þríeykið svokallaða vill fá tíma til þess að meta tillögur ríkisstjórnar um nýjar sparnaðaraðgerðir sem koma eiga í stað þeirra sem Stjórnlagadómstóllinn ógilti.
  • Síðan stóð til að lengja í neyðarlánum þeim sem Portúgal hefur fengið, þ.e. lenging um 7 ár, miðað við núverandi gjalddaga 2017 og 2021. Einkum hafa fulltrúar Framkvæmdastj. áhyggjur af gjalddaganum 2017. Vegna stærðar greiðslunnar sem þá skal fara fram. 
  • En skv. áætlun endar björgunarprógrammið 2014 ca. um mitt ár. Og þá skal Portúgal standa undir sér sjálft - en skv. áætlun stendur samt til að Portúgal fari að fjármagna sig a.m.k. að hluta á þessu ári skv:

"Portugal is scheduled to regain full access to international debt markets by September this year, ahead of bond redemptions totalling €5.8bn due in that month. Redemptions of €13.8bn follow in 2014 and €13.4bn in 2015."

Portugal may face delay to bailout funds

 

Menn óttast að tímasetningarnar raskist!

En líkur eru á því að ákvörðun um framlengingu lána - a.m.k. tefjist einnig.

Það getur skipt töluverðu máli fyrir sölur Portúgalsstjórnar á ríkisbréfum sem fyrirhugaðar eru síðar á þessu ári.

Ef þær sölur ganga ekki eins vel og reiknað var með, getur full endurkoma inn á markaði á nk. ári, reynst vandamál.

Þá getur orðið nauðsynlegt, að sníða nýtt björgunarprógramm fyrir Portúgal.

-----------------------------

Þetta þarf ekki að ganga það langt - en greinilega hefur Stjórnlagadómstóllinn gert "björgunaráætlun" Portúgals töluverða skráveifu.

Sú skráveifa þarf alls ekki að verða að banvænu höggi fyrir það prógramm.

  • En þetta þíðir að það er orðið áhugavert - a.m.k. eitthvað áhugavert, að veita málum Portúgals smá athygli á næstunni. 
  • Það líklega mun taka a.m.k. einhverjar vikur, að sníða það Plan B sem Þríeykið verður sátt með.

Líklega eru þó mál Ítalíu - mun áhugaverðari. Enda þar ennþá stjórnarkreppa! Og mál geta endað í öðrum þingkosningum - og þá er alveg möguleiki að svokölluð "5-Stjörnu Hreyfing" mótmælahreyfing gegn pólitískri spillingu og björgunaráætlun Ítalíu. Nái jafnvel völdum.

En í dag er hún stærsti einstaki þingflokkurinn á Ítalska þinginu. Útkoma sem kom mörgum í opna skjöldu.

Ef hún nær völdum, mun opnast - öllu stærra Pandóru Box fyrir evrusvæði.

En þetta sem líklega verður vart meir en skvetta úr vatnsglasi í Portúgal.

 

Niðurstaða

Forsætisráðherra Portúgals er maður sem borin er virðing fyrir innan Evrópusambandsins, enda hefur hann gengið sköruglega til verks við niðurskurð og fram að þessu náð að mestu þeim niðurskurðarmarkmiðum sem honum hafa verið uppálagt.

Þó þær aðfarir hafi ekki vakið lýðhylli. En alls staðar í S-Evr. dregur hratt úr vinsældum aðhalds og niðurskurðaráætlananna. Eftir því sem atvinnuleysi vex - og fátækt almennings fer vaxandi.

Þess vegna fær hann líklega fyrir rest - þessa 7 ára framlengingu. Enda Framkvæmdastjórnin og Seðlabanki Evrópu - frekar "desperat" að sýna fram á að áætlanirnar séu að skila árangri.

Það sé ljós við endann á göngunum!

 

Kv.


Bandaríkin og Kína samhent í því að kæla ástandið á Kóreuskaga!

Þetta má lesa milli lína í frétt Reuters, en þó svo forseti Kína hafi ekki beint nefnt N-Kóreu eru greinendur sammála um það, að orðum þeirra sé sannarlega beint að N-Kóreu.

Og yfirlýsing utanríkisráðuneytis Kína - sem er ögn diplómatískari - er sannarlega beint að N-Kóreu.

China warns against "troublemaking" on Korean peninsula

  • Chinese President Xi Jinping - "no country "should be allowed to throw a region and even the whole world into chaos for selfish gain"." - "Stability in Asia, he said, "faces new challenges, as hot spot issues keep emerging and both traditional and non-traditional security threats exist"."
  • Chinese Foreign Minister Wang Yi - "We oppose provocative words and actions from any party in the region and do not allow trouble making on China's doorstep,"
  • Chinese ministry of foreign affairs - "expressed "grave concern" at rising tension and said China had asked North Korea to "ensure the safety of Chinese diplomats in North Korea, in accordance with the Vienna Convention and international laws and norms"."

Þessar yfirlýsingar virðast ganga lengra en fyrri yfirlýsingar forsvarsmanna Kína stjórnar hafa áður gert skv. -

  • "Former U.S. Ambassador to China Jon Huntsman said Xi's comments were unprecedented for the North Korea crises that have flared periodically in recent history."
Greinilegt er af þessu, að kínv. stjv. eru sjálf búin að fá upp í kok!

------------------------------------------------

Síðan vakir einnig athygli að Bandaríkjamenn frestuðu tilraunaskoti á eldflaug sem getur borið kjarnaodda, og skv. talsmanni Bandar. stj. var talað um þörf á því að kæla andrúmsloftið.

Á meðan að engan bilbug var að finna á stjv. S-Kóreu. Sem sögðust tilbúin undir hvað sem er.

  • "In Washington, a defense official said a long-scheduled test of the Minuteman III intercontinental missile, due to take place at the Vandenberg Air Force Base in California, would be postponed."
  • ""This test ... has been delayed to avoid any misperception or miscalculation in light of recent tensions on the Korean peninsula," the official said on Saturday. "This is the logical, prudent and responsible course of action to take.""
  • The South Korean president's office said the country had a "firm military readiness" for any eventuality.

Nú verður áhugavert að sjá hvort Kim leggur niður skottið?

Nú þegar kínverski drekinn hefur hvæst!

 

Niðurstaða

Það kemur líklega fljótlega í ljós í næstu viku, hvort Kim fer þegar í stað að draga í land, tóna niður yfirlýsingar sínar.

Eða hvort að jafnvel Kim ákveður að sanna, að N-Kórea sé eftir allt saman - fær um að fara sínu fram!

En miðað við það að Kína í reynd heldur N-Kóreu uppi, ætti slík útkoma að vera nær örugg. En ég er ekki 100% viss að Kim hinn ungi, sé þetta vel veruleikatengdur!

Ekki viss enn um það - hversu stórt fífl hann er! Og ekki síður, hversu stórum fíflum hann hefur hlaðið í kringum sig!

En það væri í fyrsta sinn, að leiðtogi N-Kóreu dregur í land. Án þess að fá nokkurt fyrir sinn snúð. Og það er reyndar góð spurning þá - hversu traustur í sessi  Kim Jong-un raunverulega er.

En ég held að fáir utan N-Kóreu muni gráta það, ef hann verður drepinn í einhverri hallarbyltingu.

 

Kv.


Stjórnarskrárdómstóll Portúgals ógildir sumar af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnar Portúgals!

Þetta er í annað sinn sem Hæstiréttur Portúgals ógildir tilraunir ríkisstjórnar Portúgals til að spara ríkisútgjöld með því að lækka kostnað við starfsmannahald t.d. með því að spara í ýmsum sporslum sem skv. kjarasamningum opinberir starfsmenn hafa rétt á. Að auki var ógilt ákvörðun um að lækka eftirlaunagreiðslur til opinberra starfsmanna á eftirlaunum.

Á sl. ári felldi sami dómstóll tilraun stjórnarinnar til að lækka laun opinberra starfsmanna með beinum hætti.

Judge Carlos Cadilha (R) reads a report next to Portugal's Constitutional Court President Joaquim Sousa Ribeiro in Lisbon April 5, 2013. REUTERS/Hugo Correia

Portugal court rejects some government austerity measures

"The 13 constitutional court judges have been scrutinizing articles of the 2013 budget since January when opposition parties argued that cuts to pensions and welfare benefits undermined workers' basic rights."

"The court rejected cuts in pensioners' and public servants' holiday bonuses, as well as reductions to sickness leave and unemployment benefits."

"Last year, the court also dealt a blow to government plans for more public-sector wage cuts, forcing it to resort to tax hikes instead."

Skv. fjölmiðlum virðist sem að dómstóllinn ógildi þessar stjórnvaldsákvarðanir eins og þegar hann ógildi launalækkanir til opinberra starfsm. á sl. ári; á þeim grundvelli að verið sé með þeim ákvörðunum að - ganga harðar gegn opinberum starfsmönnum en öðrum.

Skv. þessu, hafi stjv. verið að taka af þeim rétt, sem launamenn á öðrum sviðum í þjóðfélaginu njóti.

Með því að skerða rétt þeirra umfram rétt þann sem aðrir hafa, sé þá verið að beita opinbera starfsmenn "misrétti."

  • Sem virðist eiginlega segja - - að það þurfi að beita slíkum niðurskurði launa eða sporsla eða hvorttveggja, á alla jafnt.
  • Eða alls ekki.

-----------------------------------

Skv. mati fréttarýnenda, er talið að stjv. Portúgals muni líklega geta fundið aðrar leiðir til niðurskurðar, til að mæta því tapi sem þau verða nú fyrir - - þ.e. í þeim skilningi að tapast 1,3ma.€ af niðurskurði sem þarf á að taka af einhverju öðru.

Að auki er ríkisstj. skuldbundin til þess að lækka hallann á ríkissjóði í 5,5% úr 6,4% sl. ár.

Þrátt fyrir áframhaldandi efnahagssamdrátt.

Þetta hlýtur samt að flækja málin fyrir stjórnvöldum!

En að sögn fjölmiðla er mikil og vaxandi óánægja almennings til staðar vegna niðurskurðar stjórnvalda, og það verður áhugavert að sjá hvert framhaldið verður í Portúgal.

 

Niðurstaða

Portúgal er öðruvísi en Spánn eða Írland, í því að þar var aldrei nein efnahagsbóla. Ekki var þar heldur einhver óskapleg óráðsía eins og í Grikklandi. En þó er staða efnahagsmála slæm því hagkerfið er ósamkeppnishæft. Á sl. áratug var skuldasöfnun vegna viðskiptahalla. Þó ekki hafi verið efnahagsbóla er hagkerfið skuldsett - en það eru meir skuldir almennings og fyrirtækja en stjórnvalda. Þeim virðist hafa tekist með launaþróun að gera atvinnulíf ósamkeppnisfært á sl. áratug, en þeir misstu frá sér stóran útfl. atvinnuveg á þeim áratug þ.e. vefnaðariðnað án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Ég held að þess í stað, hafi landið haldið uppi lífskjörum með skuldsetningu árin á eftir. Og súpi nú það seyði í dag.

 

Kv.


Hvað ætlar N-Kórea að gera miðvikudaginn 10. apríl?

Áhugavert frétt í Wall Street Journal, en það virðist sem að embættismenn á vegum ríkisstjórnar N-Kóreu hafi haft samband við sendiráð vestrænna ríkja. Og spurt um áætlanir viðkomandi sendiráða varðandi brottflutning frá landinu á næstunni.

Viðbrögð sendiráðsfólks eru skv. frétt á þá leið að þetta sé hluti af áróðri stjórnvalda N-Kóreu, ætlað að viðhalda spennuástandi - til þess að knýja fram tilslakanir af hálfu S-Kóreu og Bandaríkjanna.

Með öðrum orðum, reikna menn með því að stjv. N-Kóreu séu að spila sitt gamla leikrit, að keyra upp spennu - hingað til hafa slík leikrit endað með einhverri tilslökun af hálfu S-Kóreu og Bandaríkjanna.

Og hlutir hafa aftur verið rólegri um einhvern tíma. Það er skiljanlegt að menn reikni með því að verið sé að leika gamla leikritið!

Sjá frétt: North Korea Presses Embassies on Exit

 

Orðin sem vöktu athygli mína eru þessi!

"The U.K. said its embassy in Pyongyang had been told by officials that the North wouldn't be able to guarantee the safety of embassies and international organizations in the country in the event of conflict from April 10."

Þetta getur verið vísbending þess, að einhver aðgerð sé fyrirhuguð af hálfu N-Kóreu - þann dag.

Einn möguleikinn er, að til standi að skjóta langdrægri eldflaug þann dag, en vanalega taka skot N-Kóreu ef í hlut eiga langdrægu flaugarnar þeirra einhverja daga í undirbúningi.

En einnig hafa verið færðar til í landinu færanlegir skotpallar fyrir meðaldrægar flaugar sem þeir einnig eiga, og draga eitthvað yfir 1000 km. Líklega alla leið til Japans. Þær flaugar eru líklega mun meðfærilegri, og líklega unnt að skjóta á loft með mun skemmri fyrirvara.

-----------------------------

  1. Munum að heimskinginn við völd - - fyrir sl. helgi. 
  2. Sagði upp vopnahléssamkomulaginu - - sem batt enda á Kóreustríðið 1953.
  3. Það hefur síðan aldrei formlega verið saminn friður - - heldur eingöngu verið til staðar þetta vopnahléssamkomulag.
  • Ekki gleyma því - að skipun til sendiráða erlendra ríkja, að yfirgefa landið er "standard procedure" í undirbúningi fyrir stríð.
  • Sem er atriði sem líklega sendiráðsfólkinu kom ekki til hugar - - og þ.e. a.m.k. fræðilegur möguleiki, að heimsóknirnar í sendiráðin hafi verið til að gefa þeim tækifæri til að undirbúa brottför.
  • Síðan komi hin formlega skipun - síðar. Lokið og farið. 

-----------------------------

Ég tek fram að það væri gersamlega órökrétt af valdaklíkunni að starta stríði.

En uppsögn vopnahléssamkomulagsins var það líka.

Það er engin leið að vita - - hvaða vitfirringa Kim Jong-un hefur safnað í kringum sig.

En þ.e. þekkt í mannkynssögunni - að það safnast viðhlæjendur sbr. "bootlickers" í kringum "absolute" stjórnendur.

Aðilar sem vonast eftir áhrifum, í gegnum það að keppast um að sleikja upp erfðaprinsinn, ef sá er ekki sjálfur sérlega skarpur - en stöku sinnum gerist það í ríkjum með einhvers konar form erfðaveldis að arftaki er ekki af skarpara taginu - þá er hættan sú að viðhlæjendurnir verði einnig ekki af skarpara taginu.

En þá hefur erfðaprinsinn ekki vit á að þekkja þá úr sem veita hollráð frá þeim sem eru einungis viðhlæjendur - - hætta sérstaklega ef erfðaprinsinn er óöruggur með sjálfan sig innst inni, samtímis að vera ekki af skarpara taginu; að hann velji þá sér til fylgilags sem eru hvað mest hástemmdir í oflofinu á honum sjálfum.

Það geti með öðrum orðum, hafa safnast upp "vitleysinganýlenda" í kringum erfðaprinsinn, sem nú er við völd.

  • Sem geti skýrt afskaplega heimskulega ákvörðun - eins og þá að segja upp vopnahléinu. 

-----------------------------

Í framhaldinu - ef þ.e. svo að við völd er vitleysinganýlenda, þá er engin leið að vita hve heimskulega þeir geta farið að ráði sínu á næstunni.

En þ.e. einmitt hættan í ríkjum með "absolutisma" að þá er ekkert tékk á vitleysinginn eða vitleysingana; nema að einhver utan við klíkuna rísi upp og geri uppreisn.

Eða með öðrum orðum, byltingu.

Ef ekki, gæti það vel verið svo, að liðið við völd - sé við það að starta atburðará á næstu dögum.

Sem leiði einmitt til - stríðs.

  • En tilfærsla meðaldrægra flauga nær landamærunum við S-Kóreu.
  • Ásamt aðvörunum til erlendra sendiráða.
  • Getur verið óljós vísbending þess, að Kim Jong-un ætli að hrinda af stað einhverju, sem líklegt er til að magna spennuna frekar.

Eldflaugaskot virðast líkleg!

Líklegt að það eigi að keyra upp spennuna frekar - a.m.k.

Eftir uppsögn vopnahlésins - sem þíðir að einungis það að herirnir eru ekki að skjóta er munurinn á núverandi ástandi og stríði.

Þá er það sannarlega leikurinn að eldinum að ætla sér að - spenna ástandið enn frekar.

  • En vitleysinganýlenda getur verið haldin fyrirlitningu harðstjóranna á lýðræðislegum andstæðingum sínum - - en þ.e. þekkt í sögunni t.d. 20. aldar sögu, að þeir sem þjóna harðstjórum ímynda sér að - lýðræðisríki séu "soft" þ.e. þori ekki að berjast.
  • T.d. vanmat sem Hitler gerði er hann réðst á Pólland og hélt að Bretland og Frakkland, myndu aftur eins og síðast, ekkert gera. Hann myndi geta gleypt Pólland eins og hann gleypti Tékkland. Og hann þar áður gleypti Austurríki.

En S-Kórea hefur t.d. leyft N-Kóreu á sl. 4 árum að komast upp með að sökkva tundurspilli og nokkrir tugir sjóliða létu þá lífið, og að auki héldu þeir 2010 uppi stórskotahríð klukkustundum saman á S-kóreanska eyju rétt undan strönd N-Kóreu. Sem orsakaði mikið tjón án verulegs mannfalls.

En nú er nýr forseti í S-Kóreu. Sem hefur ákveðnari stefnu. Sá hefur gefið her S-Kóreu heimild til þess, að svara þegar í sömu mynnt ef það á sér stað einhver N-kóresk árás af ofangreindu tagi.

-----------------------------

Það er hugsanlegt - sérstaklega ef þ.e. vitleysinganýlenda við völd - að hún hnjóti um hina klassísku tilhneigingu harðstjóra til að vanmeta hugrekki og þrautseigju lýðræðisþjóðfélaga.

En málið með slík þjóðfélög er að þó þau séu oft deigt járn - þá á við þau eins og Hitler komst að; að deigt járn má svo hamra að það bíti.

S-Kóreumenn eru í dag bersýnilega mjög þreyttir á N-Kóreu.

Og minna líklegir en vanalega - til þess að vera eftirgefanlegir.

  • Líkur á stríði hafa því líklega aldrei verið meiri á Kóreuskaganum - tja, síðan 1953. 

 

Niðurstaða

Ég efast eiginlega ekki um það að Kim Jong-un sé líklega að leika hinn venjulega N-kóreska leik. Að keyra upp spennu í von um tilslökun.

Á hinn bóginn virðist hann leika þann leik af minni kunnáttu sbr. hin furðulega ákvörðun að segja upp vopnahléssamkomulaginu, sem í reynd hefur gerbreitt stöðunni og gert hana miklu mun hættulegri en áður.

Sem ég hef efasemdir um, að hann líklega skilji fullkomlega muninn á, og því ástandi sem hefur verið til staðar hingað til - inn í þetta getur blandast "contempt" eða fyrirlitning hrotta eða harðstjóra gagnvart mjúkum lýðræðisríkjum sem sást stað í nokkrum þekktum tilvikum á 20. öld - en fyrri viðbrögð geta hafa alið á slíkum hugsunum.

En fram að þessu hefur N-Kórea í nokkur skipti komist upp með, að keyra upp spennu. Og fá að launum pening eða tilslökun. Að auki komist upp sl. 4 ár með það að sökkva S-kóreönskum tundurspilli sem drap tugi sjóliða og það að skjóta í nokkrar klukkustundir á S-kóreanska eyju.

Hugsunin - þeir munu aldrei þora að gera neitt. Getur ráðið för!

En það leiddi til sögulegs misreiknings Hitlers - er hann hélt að hann gæti tekið Pólland án stríðs við vesturveldin.

En málið er, að lýðræðisþjóðfélög hafa stál undir niðri, sem þarf þó gjarnan að hafa nokkuð fyrir að kalla fram, sbr. "svo er unnt að hamra deigt járn að það bíti" - og viðbrögð S-Kóreu nú virðast önnur en þau vanalegu.

Sbr. ákvörðun forseta S-Kóreu að heimila hernum, að bregðast við sérhverri árás án tafar.

Það eru skýrar vísbendingar um það - að S-Kóreumenn sjálfir séu komnir á nokkuð stuttan kveikiþráð gagnvart N-Kóreu.

-----------------------------

Niðurstaðan er sem sagt sú - - að stríðshættan hafi ekki verið meiri síðan 1953.

Og alls óvíst að hinn ungi leiðtogi N-Kóreu geri sér nokkra grein fyrir því.

Hann muni því hugsanlega - - hrasa inn í styrjöld! Sem hann í reynd ætlaði ekki að starta

 

Kv.


Japansbanki hleypir af stokkunum öflugri prentunaraðgerð!

Ég er með yfirlýsingu Seðlabanka Japans - hérna - en þetta virðist vera róttæk aðgerð. En talað er um að 2-falda peningamagn í Japan á 2. árum. Að auki ætlar Japansbanki að kaupa mikið af ríkisbréfum ekki bara ný heldur einnig á markaði, og þá koma allt að 40 ára bréf til greina. Ekki síst, ætlar Japansbanki að kaupa bréf í hlutabréfasjóðum, sem og sjóðum sem eiga viðskipti með fasteignir - - þannig hækka verðlag bréfa í slíkum sjóðum í von um að það glæði eftirspurn almennt eftir eignum.

  • "The Bank of Japan will conduct money market operations so that the monetary base will
    increase at an annual pace of about 60-70 trillion yen." 
  • "Under this guideline, the monetary base -- whose amount outstanding was 138 trillion yen at end-2012 -- is expected to reach 200 trillion yen at end-2013 and 270 trillion yen at end-2014"
  • "With a view to encouraging a further decline in interest rates across the yield curve, the
    Bank will purchase JGBs so that their amount outstanding will increase at an annual pace
    of about 50 trillion yen."
  • "With a view to lowering risk premia of asset prices, the Bank will purchase ETFs and
    Japan real estate investment trusts (J-REITs) so that their amounts outstanding will
    increase at an annual pace of 1 trillion yen and 30 billion yen respectively."
  • "The Bank will continue with the quantitative and qualitative monetary easing, aiming to
    achieve the price stability target of 2 percent, as long as it is necessary for maintaining
    that target in a stable manner. It will examine both upside and downside risks to
    economic activity and prices, and make adjustments as appropriate."
  1. Eins og sést af þessu, ætlar Japansbanki í reynd að lána ríkinu 50tl.yen á ári.
  2. Það ætti að vera nóg til að fjármagna verulega viðbót við framkvæmdir á vegum japanska ríkisins, sem líklega verður ætlað að örva hagkerfið.
  3. Það verður þó að koma í ljós akkúrat hvaða - en þ.e. ekki eins og að Japan skorti vegi eða brýr eftir framkvæmdagleði 10. áratugarins.
  4. Sem segir ekki að japanska ríkið geti ekkert gert - en það þarf þá líklega frekar að vera e-h annað, tja - ef ég velti fyrir mér vanda. Þá er líklega erfiðasti vandi Japans um þessar mundir. Orkumál.
  5. En eftir mjög stórt kjarnorkuslys sem fólk ætti enn að muna eftir, var flestum kjarnorkuverum lokað í Japan. En það hefur orsakað þann galla - - að innflutningur Japans hefur aukist mjög að verðmætum, sem hefur þurrkað út viðskiptaafgang þann sem Japan hefur verið vant að viðhalda.
  6. Eitthvað þarf að gera til frambúðar, til að leysa orkuvanda Japans. Aðkallandi vandi.
  1. Auðvitað verður ekki litið framhjá markmiðinu að auka verðbólgu.
  2. Það kemur sjálfsagt einhverjum á óvart, að Japansbanki vilji auka á hana.
  3. En vandi Japans síðan japanska bóluhagkerfið sprakk haustið 1989, hefur verið - efnahagstöðnun, sem Japan hefur ekki tekist almennilega að losna út úr.
  4. En með því að auka verðbólgu - - þá getur a.m.k. fræðilega náðst það markmið, að japanskur almenningur fari að eyða sínu sparifé.
  5. Að auki, getur fræðilega einnig náðst það markmið, að japönsk fyrirtæki sem eiga mikið af peningum, sjái einnig hag í því að verja því til einhvers.
  6. En í ástandi mjög lágrar verðbólgu - jafnvel verðhjöðnunar þ.e. ýmist smávegis neikvæð verðbólga eða mjög - mjög lág. Þ.e. á bilinu 0-0,5% t.d. Þá er hlutfallslega hagstætt að einfaldlega - - eiga peninga. Sitja á þeim.
  7. Ef það á einnig samtímis við, að virði eigna sé stöðugt eða fallandi frekar en hitt - - verður enn hagstæðara hlutfallslega að sitja á sínum peningum. 
  8. En slíkt ástand - - ýtir undir hagkerfisstöðnun.
  1. Eins og þið sjáið, þá ætlar Japansbanki að hækka hlutabréfaverð sem og sem og eignaverð.
  2. Það skal skoðast í samhengi við aðgerðina - að hækka verðbólgu.
  3. En ef samtímis verðbólga er hækkuð svo það verður síður áhugavert að sitja uppi með virðisrýrnandi fé, og stuðlað er að því að virði hlutabréfa fari í hækkunarferli sem og eignaverð almennt.
  4. Þá virðist kannski eða a.m.k. fræðilega unnt, að sannfæra almenning um að fjárfesta í fyrirtækjum sem og eignum.
  5. Og í samhenginu, er líklega vonast til þess að fyrirtæki einnig muni sjá sér hag í því að nota frekar jenin sín heima fyrir, fara að fjárfesta í einhverju nýju í Japan - - ef slík uppsveifla í verðum á eignum, verðum á hlutabréfum á sér stað samtímis því að verðbólgan hvetur þau til að a.m.k. nota jenin frekar en að sitja á þeim.

Bank of Japan in Bold Bid for Revival

Kuroda Jolts Japan's Markets

Kuroda takes markets by storm

 

Ég óska Seðlabanka Japans og ríkisstjórn Japans velfarnaðar í tilraun þeirra til að endurvekja japanska hagkerfið!

Þessi aðgerð Japansbanka mun einnig hafa margvísleg hliðaráhrif, ekki síst að virðisfella jenið gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Þetta er því einnig tilraun til að lækka gengi jensins, þannig skapa japönskum fyrirtækjum bætta samkeppnisstöðu gagnvart fyrirtækjum frá 3-löndum.

Áhugavert að skoða þessa ákvörðun í samhengi við vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu!

Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 4 April 2013

  1. Jamm - vextir óbreyttir. 9. mánuðinn í röð eru vextir Seðlabanka Evrópu 0,75%. 
  2. "ECB" stundar ekkert "QE."

En mín skoðun er að réttmætt sé að sjá "kaup" seðlabanka á ríkisbréfum og ýmsum öðrum bréfum, fyrir prentað fé.

Sem "neikvæða" vexti.

En þetta er viðbótar losun peningastefnu, ofan á það að setja vexti niður á "0."

------------------------------

Þetta þíðir að allt í einu er evran með mun stífari peningastefnu en Japansbanki viðhefur.

Í dag eru "US Federal Reserve" og "Bank of England" einnig á fullu að prenta.

Þó Mario Draghi tali enn á þeim nótum, að "accomodative" peningastefna hans muni örva hagkerfið í Evrópu.

Þá sést það vel af þróun gengis gjaldmiðla, hvort stefna "ECB" sé lin eða ekki, sé líkleg til að örva eða ekki.

  • "The BoJ’s moves helped push Japanese equities sharply higher, with the Nikkei 225 Average jumping 2.2 per cent.
  • The dollar, meanwhile, rose 3.4 per cent against the yen, and the euro gained more than 4 per cent against the Japanese currency."

4% hækkun evrunnar gagnvart jeni á einum degi. Það er nokkuð stór sveifla fyrir þessa risagjaldmiðla. En það verða örugglega frekari hækkanir á evrunni á móti jeninu.

Þetta þíðir - að samkeppnisstaða evrópskra fyrirtækja gagnvart japönskum keppinautum, mun versna.

Og Draghi talar enn um það, að aukin eftirspurn í Asíu og Bandaríkjunum - eigi að lyfta Evrópu upp.

Þó er hann að horfa á það að evran hefur stigið verulega gagnvart helstu heimsgjaldmiðlum umtalsvert á tæpu ári, sem vinnur gegn því - - að draumurinn um útflutningsdrifinn hagvöxt komi til með að virka.

Enda bólar hvergi á hinum meinta hagvexti sem Draghi er stöðugt að rembast við að spá, að sé á næsta leiti.

Eftirfarandi orð Draghi voru áhugaverð!

"In the coming weeks, we will monitor very closely all incoming information on economic and monetary developments and assess any impact on the outlook for price stability. It is essential for governments to intensify the implementation of structural reforms at national level and to strengthen euro area governance, including the implementation of the banking union. They should also build on progress made in fiscal consolidation and proceed with financial sector restructuring."

"We are also closely monitoring money market conditions and their potential impact on our monetary policy stance and its transmission to the economy. As said on previous occasions, we will continue with fixed rate tender procedures with full allotment for as long as necessary."

Fjöldi fréttarýnenda á erlendum fjölmiðlum, vill meina að í þessum orðum. Liggi óljósar vísbendingar þess efnis, að Draghi sé a.m.k. - íhuga frekari losun peningastefnu Seðlabanka Evrópu í framtíðinni.

En Draghi og aðrir stjórnarmenn Seðlabanka Evrópu, hljóta að verða orðnir nokkuð uggandi um þann hagvöxt, sem þeir eru ítrekað að spá á þessu ári.

T.d. þessi frétt: ECB's Draghi Hints at Rate Cuts to Revive Growth

Ég leyfi fólki að draga sínar eigin ályktanir! En vel má vera að fréttarýnendur séu ívið að oftúlka!

 

Niðurstaða

Það stendur virkilega til í Japan að koma málum af stað á ný. Eftir löng ár stöðnunar. Mun það takast? Hef ekki hugmynd. En a.m.k. stefnir í að gerð verði virkilega "góð tilraun." 

En ég get vel keypt það, að sú hugmynd Japansbanka að auka verðbólgu samtímis að bankinn kaupir bréf í hlutabréfasjóðum sem og sjóðum sem eiga húseignir - geti stuðlað að því að almenningur sem og fyrirtæki; fari að fjárfesta á ný í Japan.

En þ.e. galli umliðinna 2-ja áratuga í Japan. Að Japanir hafa verið að fjárfesta í öðrum löndum. En ekki heima fyrir. Hafa setið á sístækkandi sjóðum jena, án þess að það fé væri að vinna fyrir hagkerfið.

Það er að auki sá vandi, að skuldastaða japanska ríkisins mun vart skána - nema að aukinn hagvöxt komi til. 

-------------------------

Á meðan verður það enn meira áberandi. Hve gersamlega ólíkt Seðlabanki Evrópu hefst að, í samanburði nú einnig við Japansbanka en ekki síst Seðlabanka Bandar. sem og Bretlandseyja.

En ef Seðlabanka Evrópu væri beitt með svipuðum hætti og t.d. "US Federal Reserve" þá væri hann með virkum hætti, að stuðla að lækkun vaxta í S-Evrópu. Til að hjálpa hagkerfunum þar að komast út úr kreppunni. Það getur hann t.d. gert með því, að kaupa upp slæm lán banka í S-Evr.

Með öðrum orðum, með því að hefja "QE." Samtímis væri evran ívið lægri gagnvart dollarnum, pundinu og jeninu. Og því samkeppnisstaða evr. atvinnulífs að sama skapi skárri.

Lagt saman væri það a.m.k. hugsanlegt að Evrópa gæti hafið sig upp í niðursveiflunni. Það auðvitað þíddi töluvert hækkaða verðbólgu í N-Evr. Kannski svo háa sem t.d. 6%. En í staðinn hætti þá líklega smám saman hjöðnunin í S-Evr.

Yfir nokkur ár, myndi hærri verðbólga í N-Evr. en Suður leiðrétta samkeppnishæfnisvanda S-Evr. ríkja gagnvart N-Evr. ríkjum.

Deilan um peningastefnuna innan evrusvæðis mun örugglega halda áfram að magnast - en N-Evr. ríkin standa gegn slíkum breytingum. Meðan að S-Evr. ríkin hrópa stöðugt hærra á þær.

Og þegar ljóst verður líklega síðar í ár - að það virkilega er ekki að verða neinn viðsnúningur. Þá mun sú deila magnast enn meir.

Eitthvað þarf að láta undan - - svo ekki verði "sprenging" af einhverju tagi innan samstarfsins um evruna.

 

Kv.


Kominn tími til að binda enda á N-kóreönsku ríkisstjórnina?

Ég hélt að N-kóreanska ríkisstjórnin, væri kominn á hæsta stig klikkunarinnar. En á miðvikudag bætti N-kóreanska ríkisstjórnin heldur betur í. Eins og sjá má af eftirfarandi fréttapistlum:

Hóta stríði innan tveggja daga

Norður-Kórea samþykkir árás

U.S. to send missile defenses to Guam over North Korea threat

US moves missile defences to Pacific after North Korea nuclear threat

US to send missile-defence unit to Guam

-------------------------------------------

Upplýsingar um "T.H.A.A.D" kerfið sem Bandaríkin hafa ákveðið að koma fyrir á Guam!

Þetta er eina varnarkerfið sem Bandaríkin eiga þessa stundina, sem getur a.m.k. "fræðilega" skotið niður langdrægar eldflaugar frá N-Kóreu.

En að auki eiga kanar svokallað Patriot kerfi, sem í dag er í sinni 4 útgáfu. En þá fyrstu sáum við fyrir allnokkrum árum í fyrra Persaflóastríði. Munurinn er THAAD er að það kerfi er búið öflugari gagnflaugum sem eiga að geta náð að skjóta niður óvinaflaug á meira færi.

Sem er krítískt ef menn halda að hugsanlega geti viðkomandi flaug verið búin kjarnasprengju.

------------------------------------------- 

  1. "North Korea said late on Wednesday that it had “ratified” a “merciless operation” against the US, according to the state news agency KCNA."
  2. "The North Korean response could include a “lighter and diversified nuclear strike”."
  • "Pyongyang said it had ratified a potential strike because of U.S. military deployments around the Korean peninsula that it claimed were a prelude to a possible nuclear attack on the North."
  • "The United States said on Wednesday it would soon send a missile defense system to Guam to defend it from North Korea, as the U.S. military adjusts to what Defense Secretary Chuck Hagel has called a "real and clear danger" from Pyongyang."
  • ""Some of the actions they've taken over the last few weeks present a real and clear danger," Hagel told an audience at the National Defense University in Washington."

------------------------------------------- 

Það er áhugavert að Bandaríkin kjósa snögglega að koma gagnflaugakerfi fyrir á landsvæði Bandaríkjanna, líklega innan skotfæris eldflauga frá N-Kóreu!

Það segir a.m.k. það, að Bandaríkin líta ekki á það sem "absúrd" að valdaklíkan í N-Kóreu taki slíka bandbrjálaða ákvörðun. Eins og ég benti á í Hvað ætli að geðsjúklingarnir í N-Kóreu séu að hugsa? er Kim Jong-un  3-kynslóð Kimma við völd í N-Kóreu.

Þetta er ríkisstjórn sem hefur svelt milljónir eigin landa í hel. Sem viðheldur skipulögðum þrælabúðum umkringdum girðingu með gaddavír sem er haldið rafmagnaðri með banvænum skammti af raflosti ef einhver snertir. Og síðan fyrir utan bíða verðir með skipun um að skjóta til bana hvern þann sem sleppur í gegn - svo ólíklega. En samt hafa einhverjir örfáir sloppið úr þessu helvíti og sagt frá.

Síðan tók forseti S-Kóreu áhugaverða ákvörðun strax eftir helgi sbr. Er nýtt Kóreustríð að hefjast? en skv. henni, þarf herlið á tilteknu svæði sem verður fyrir skotárás frá N-Kóreu, ekki lengur heimild hernaðaryfirvalda. Til þess að svara þegar í stað í sömu mynt.

  • Bæti einu við, að fyrir sl. helgi tók Kim Jong-un þá furðulegu ákvörðun að segja upp vopnahléssamkomulaginu við S-Kóreu.
  • Síðan 1953 hefur það vopnahlé ásamt gætinni stefnu S-Kóreu sjálfrar, verið þ.s. hefur forða stríði milli ríkjanna.
 

Reynsluleysi  Kim Jong-un getur verið að spila rullu!

Það er ekki víst að hann geri sér grein fyrir því hve hættuleg sú ákvörðun var, að segja upp vopnahléssamkomulaginu.

En fyrri Kimmar gættu þess ávalt að - stíga ekki þetta skref. Þó svo að oft áður hafi skapast spenna á milli ríkjanna.

Og það sé nánast ritúalískt að öðru hvoru endurtaki N-Kórea þann leik, að koma fram með hótanir. Egna til spennu. Og hingað til fær N-Kórea e-h fyrir sinn snúð. T.d. pening eða mat eða e-h annað.

Nokkurs konar form af fjárkúgun!

-------------------------------------------

En nú eftir uppsögn vopnahléssamkomulagsins, geta næstu mistök N-Kóreu einfaldlega startað styrjöld, þeirri sem margir hafa óttast að verði sl. 50 ár.

Það er virkilega eins og Kim Jong-un ani áfram án þess að átta sig á því hvílíka hættu hann hefur sett sig í.

En þ.e. fátt sem bendir til þess að það sé Kim Jong-un og elítunni í N-Kóreu í hag, að starta stríði. Enda lifir elítan fámenna í vellystingum. Meðan almenningur sveltur. Og ekki bara á hungri sinna landsmanna, heldur á skipulögðu þrælahaldi sinna landsmanna. 

Allt þetta missir elítan, valdaklíkan, ef kemur til stríðs.

En ég treysti mér ekki að útiloka, að svo einangruð sé hún orðin.

Og jafnvel veruleikafirrt, sbr. nýjustu yfirlýsingar hennar sem sjá má hlekkjað á að ofan, að hún starti stríði - eiginlega af slysni.

En líklega er það ekki ætlun þessa heimska liðs, en með aula við stjórn - sem þegar hefur tekið fáránlega heimska ákvörðun sem verður ekki tekin aftur. Að binda enda á eina samkomulagið sem hefur komið í veg fyrir stríð síðan 1953.

Þá sýnist mér virkilega að það geti hafist á næstunni!

 

Niðurstaða

Málið er að svo svakalega hryllileg er þessi stjórn. Að það sennilega er þess virði að hún farist. Þó svo það hugsanlega kosti eina milljón manns lífið. En einn áratugur til viðbótar með þessa klíku við völd. Gæti kostað það sama eða svipað, jafnvel meira. 50 ár til viðbótar, algerlega pottþétt a.m.k. það.

Heilli þjóð er haldið frá vöggu til grafar í ástandi. Sem vart verður líkt við annð en ánauð. Allan tíman í nær fullkomnu lögregluríkisástandi. Þar sem mjög líklega eru stundaðar tilviljanakenndar handtöku til þess að viðhalda þrælabúðunum sem framleiða fyrir herinn og elítuna.

Kim Jong-un örugglega í fullkominni heimsku, sagði upp vopnahléssamkomulaginu.

Þegar forseti S-Kóreu einnig hefur veitt sínum her heimild til að skjóta tafarlaust á móti, þegar N-kóreanski herinn sýnir yfirgang. Getur allt gerst - hvenær sem er!

En ég mynni á að 2010 lét N-Kórea samfellt í nokkrar klukkustundir rigna sprengjum á S-kóreanska eyju sem er skammt undan strönd N-Kóreu. Og þ.e. ekki svo langt síðan heldur, að N-Kórea sökkti S-kóreönskum tundurspilli sem kostaði tugi S-kóreanska sjóliða lífið. Talið að hann hafi verið skotinn niður af kafbát. Tundurskeytaárás líklega.

"Time for closure" segi ég!

 

Kv.


Aukning samdráttar iðnframleiðslu á evrusvæði!

Komnar lokatölur fyrir mars frá fyrirtækinu MARKIT sem birtir reglulega svokallaða Pöntunarstjóra Vísitölu. En þessi vísitala er unninn þannig að pöntunarstjórar helstu fyrirtækja í tilteknum aðildarríkjum evrusvæðis. Fá mánaðarlega sendan spurningalista. Á þeim svörum eru byggðar þessar niðurstöður.

Aukning eða minnkun pantana, gefur að sjálfsögðu upplýsingar um það hvað er í gangi í atvinnulífinu.

Tölur yfir 50 er aukning / tölur undir 50 er minnkun!

 

Þetta sinn eru þetta tölur yfir pantanir iðnfyrirtækja á evrusvæði!

----------------------------------------------------

Markit Eurozone Manufacturing PMI® – final data

  • Final Eurozone Manufacturing PMI at threemonth low of 46.8 (flash: 46.6).
  • Output and new orders fall at stronger rates, driving further job losses.
  • PMIs fall in almost all countries, with modest decline in Germany accompanied by steep downturns in France, Spain and Italy.
Samdráttur í pöntunum iðnfyrirtækja á evrusvæði um 3,2%.

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Mar.)
  1. Germany 49.0 2-month low
  2. Ireland 48.6 14-month low
  3. Austria 48.1 3-month low
  4. Netherlands 48.0 10-month low
  5. Italy 44.5 7-month low
  6. Spain 44.2 5-month low
  7. France 44.0 3-month high
  8. Greece 42.1 2-month low

----------------------------------------------------Skoðið undirhlekki með frekari upplýsingum!

Það fyrsta sem vekur athygli, er samdráttur yfir línuna. Ekkert land mælist nú í aukningu.

En um nokkurt skeið hefur verið aukning á Írlandi, samdráttur er ný þróun. Vona Íra vegna að þetta sé bara skammtímasveifla.

Áhugavert að samdráttur pantana iðnfyrirtækja í Hollandi er 2%. Spurning hvort það fari ekki að hafa áhrif á þá pólitísku sýn sem enn virðist njóta stuðnings pólit. elítunnar þar, að rétta meðalið sé niðurskurður - en Holland hefur verið mjög duglegt í útgjalda niðurskurði. Skilst að sá sé orðinn alls 7% af þjóðarframleiðslu, frá ca. 2008. Sem er töluvert! Þrátt fyrir þetta hefur þeim ekki tekist að ná ríkishalla í 3% lágmarkið. Pólit. elítan virðist enn hafa áhuga á að Holland sé fyrirmynd í útgjaldaniðurskurði.

En þetta er stefna sem getur komið Hollandi mögulega í koll, en þar kemur til að skuldsetning almennra húsnæðiseigenda er hvergi á evrusvæði hærri sem hlutfall af tekjum. Hollenska ríkið er einna minnst skuldsett af aðildarríkjum evrusvæðis. En ef efnahagssamdráttur heldur áfram, gæti skollið á húsnæðislánakreppa - sem hugsanlega gæti neytt hollenska ríkið til að aðstoða eigið fólk. Tja, hér þykja 100% lán hafa verið mjög ábyrgðalaus - - en hvað um 110% sem leyfð voru í Hollandi?

Kreppulöndin 4: Ítalía, Spánn, Frakkland og Grikkland. Þrátt fyrir samdrátt yfir línuna. Eru bersýnilega í sérflokki, með samdrátt pantana iðnfyrirtækja upp á: 5,5% - 5,8% - 6% og 7,9%.

Frakkland kemur reyndar skár út úr tölum yfir pantanir iðnfyrirtækja - en í samanburði á pöntunum þjónustufyrirtækja sem ég sá nýverið þá mældist samdráttur milli 7 og 8%.

Sem er vísbending þess, að neysla í Frakklandi sé virkilega í öflugum samdrætti.

Kannski eru pantanir erlendis frá aðeins að halda uppi frönskum iðnaði í samanburði.

 

Erlendar fréttastofur fjölluðu einnig um niðurstöður MARKIT:

Data Show Fading Euro-Zone Economy

Svo var önnur áhugaverð frétt í Financial Times:

Eurozone SMEs struggle to access finance

En skv. þeirri frétt hefur aðgangur smærri fyrirtækja á evrusvæði að fjármögnun, versnað verulega síðan kreppan hófst 2008.

Að auki - sem er önnur slæm þróun - að bilið milli vaxta sem fyrirtæki fá eftir aðildarríkjum evrusvæðis, hefur breikkað aftur eftir að það mjókkaði e-h seinni hl. sl. árs.

Skv. greiningu Deutche Bank sem vitnað er í, séu meðalvextir til fyrirtækja á Spáni og á Ítalíu um þessar mundir. Ca. 3,5% hærri en til alveg sambærilegra fyrirtækja í Þýskalandi.

Það munar verulega um þetta! Í kreppuhrjáðum löndum S-Evrópu.

  • Það er mikið vandamál fyrir peningastefnu Seðlabanka Evrópu.
  • Að það skuli að vera að þróast allt annað vaxtaumhverfi í S-Evrópu, heldur en Norður.

Það eiginlega skemmir gersamlega þau rök Mario Draghi - að "accomodative" vextir Seðlabanka Evrópu séu að hvetja til hagvaxtar.

Að auki bætist við að gengi evru er verulega hærra í ár en sl. ár - - sem er annað högg í knérunn landanna í S-Evrópu. 

En gengi skiptir verulega máli fyrir þau ríki, því þeirra framleiðsla er vanalega ódýrari. Sem þíðir að verðið á gjaldmiðlinum vigtar hlutfallslega meira. En t.d. fyrir Þýskaland.

Skv. Financial Times er Seðlabanki Evrópu þegar farinn að draga í land með fullyrðingar um - yfirvofandi viðsnúning á evrusvæði.

En þvert á móti að e-h bóli á slíku, virðist kreppan frekar en hitt vera á leiðinni í hina áttina.

 

Niðurstaða

Ég veit ekki hvað það er sem getur minnkað það vaxtabil sem er orðið viðvarandi ástand á evrusvæði. Nema að hreinlega að "ECB" hefji svokallað "QE" þ.e. eins og einn "analisti" nefndi sem FT ræddi við í frétt FT að ofan. En fræðilega ef "ECB" einbeitti sér að því að kaupa slæmar skuldir banka í S-Evr. þá gæti það stuðlað að auknu framboði lánsfjár í þeim löndum, og þar með því að vextir myndu fara niður.

En slíkt "asset purchasing" er eitur í beinum þeirra hagfræðinga sem mestu ráða í ríkjum N-Evr.

En þetta hafa "US Federal Reserve" og "Bank of England" verið að gera á fullu. Og þannig tryggt framboð af ódýru lánsfé. 

En hækkandi vaxtaumhverfi, er að sjálfsögðu mjög eitruð pilla í ríkjum þ.s. allt fer saman; efnahagssamdráttur, vaxandi atvinnuleysi, vaxandi fjöldi lánþega sem ekki ráða við sínar skuldir, vaxandi fjöldi fyrirtækja sem rúlla vegna þess að þau ráða ekki við sínar skuldir.

Það eitt að lækka verulega vaxtaumhverfið í S-Evr. Gæti slegið umtalsvert á samdráttinn í gangi í þeim hagkerfum.

-------------------------

En haukarnir meðal hagfræðinga í N-Evr. sem virðast viðhafa það prinsipp að markaðsinngrip seðlabanka séu yfirleitt af því ílla. Markaðurinn eigi að starfa án truflunar.

Eru líklegir að leggjast gegn slíkum aðgerðum. Og gera sitt besta til að blokkera aðgerðir af slíku tagi áfram.

  • En þetta leiðir til þess - að vaxtastefna "ECB" virkar ekkert í S-Evrópu.
  • Stýrivextirnir 0,75% sem Mario Draghi segir hvetja hagkerfið, virka þá bara í N-Evr.

Til að bæta gráu ofan á svart eins og ég nefndi að ofan, er gengi evru hærra en á sl. ári.

  • Ef "ECB" ætlaði að berjast við kreppuna, þá myndi hann hefja "asset purchasing program" með fókus á S-Evr. og að auki beita sér fyrir gengislækkun evrunnar.

En þetta er hvorttveggja ólíklegt að fá brautargengi, vegna andstöðu N-Evr. ríkjanna.

Meðan sýna allar tölur að S-Evrópa er föst í mýri. Án nokkurra sjáanlegra endaloka á því ástandi.

Maður veltir fyrir sér - hvenær samfélögin í S-Evr. gefast upp?

Hvenær eru er mælirinn fullur - fórnirnar ekki lengur bærilegar?

 

Kv.


Er nýtt Kóreustríð að hefjast?

Samkvæmt frétt Reuters hefur Suður Kórea tekið hættulega ákvörðun. En eftirfarandi er haft eftir forseta S-Kóreu "If there is any provocation against South Korea and its people, there should be a strong response in initial combat without any political considerations,."

Samkvæmt Reuters hefur forseti S-Kóreu tekið þá "hættulegu ákvörðun" að veita svæðis herforingjum rétt til að svara árásum í sömu mynt - án þess að fyrst leita samþykkis yfirherstjórnar.

"The South has changed its rules of engagement to allow local units to respond immediately to attacks, rather than waiting for permission from Seoul."

Sjá frétt Reuters: South Korea vows fast response to North; U.S. deploys stealth jets

 

Af hverju er þetta hættulegt?

Málið var að síðast þegar hættuástand var 2010, er N-kóreaskar hersveitir gerðu stórskota-árásir á eyju nálægt N-kóresku landi, sem tilheyrir S-Kóreu. Þá þóttu viðbrögð yfirherstjórnar S-Kóreu sein og vanmáttug. En harðar stórskotaárásir N-Kóreuhers, stóðu yfir í nokkra klukkutíma. Ollu miklu tjóni á eynni. En voru hættar áður en yfirherstjórn S-Kóreu var búin að ákveða - hvernig ætti að bregðast við.

Lítið var síðan gert í kjölfarið. Nú vilja menn standa sig - í vissum skilningi. Betur.

En munurinn á 2010 og nú, er að nú er bakgrunns ástandið miklu mun varasamara.

Því N-Kórea hefur sagt upp vopnahléinu. Sem í gildi hefur verið síðan 1953.

Eini munurinn á heitu stríði og núverandi ástandi - er að þ.e. enginn byrjaður að skjóta.

-------------------------------

Svo þið sjáið af hverju ákvörðun forseta S-Kóreu er - hættuleg. Því það þíðir að yfirmenn sem stjórna litlum hluta heildarheraflans, geta í reynd hafið stríð!

En augljóslega er sú atburðarás mun varasamari en síðast, að ef undirforingi sem ræður litlum hluta víglínunnar - ákveður að láta menn sína ógna/ögra Sunnan mönnum. T.d. með því að skjóta nokkrum skotum yfir víglínuna. Eða sá lætur sína menn sækja mjög ögrandi fram - alla leið að sjálfri línunni.

Hættan er að ef á sama tíma, að mótherjinn er einnig ör í skapi - að sá mæti slíkri ögrun með því að; ganga skrefinu lengra.

Á stuttum tíma, geti skapast atburðarás "tit for tat" sem leitt gæti til stríðs, án þess að æðstu yfirmenn beggja herja hafi í reynd fyrirhugað þá útkomu.

Orðið - púðurtunna.

Á svo sannarlega við núna.

 

Niðurstaða

Mér virðist ástandið á landamærum S-Kóreu og N-Kóreu orðið svo bráðeldfimt. Að það eigi við að af litlum neista geti orðið mikið bál.

Ef menn fara ekki fljótlega að kæla ástandið. Þá getur hvað sem er gerst á næstu dögum.

Þ.e. mjög varasamt að viðhalda svo mikilli spennu - dögum saman.

 

Kv.


Stefnir í pólitíska ringulreið á Ítalíu?

Á Ítalíu er búið að vera pólitísk pattstaða síðan í kosningunum í febrúar. 3 stórir flokkar eru nú í dag á þingi. Það er Hægri Fylking Berlusconi. Vinstri Fylking Bersani. Síðan er það mótmælahreyfing Beppe Grillo kölluð 5-Stjörnu Hreyfing.

  1. Til að einfalda málið, þverneitar 5-Stjörnu Hreyfingin að vinna með "gömlu spilltu flokkunum" og vill aðrar kosningar, sem fulltrúar hennar telja að þeir vinni. Dreymir um að komast til valda. Og hrinda í verk sinni pólitísku byltingu.
  2. Berlusconi er tja Berlusconi, eins ótraustverðugur og ótrúverðugur og hingað til, eins spilltur og hingað til. En hann hefur lagt til að Hægri Bandalagið og Vinstri Fylkingin myndi stjórn saman. Kaldhæðnir analistar segja, að Berlusconi leggi þetta tilboð fram í áróðursskyni eingöngu. En hann reikni aldrei með því að því verði tekið. Að hann þurfi að standa við það. Læt það liggja milli hluta
  3. Vinstri Fylking Bersani, tja - segist ekki taka í mál að mynda stjórn með Berlusconi. Og hefur undanfarið verið með tilraun til þess að sannfæra 5-Stjörnu Hreyfinguna um það, að umbera minnihlutastjórn sem flokkur Bersani myndi mynda. Nú, fræðilega getur það virkað ef 5-Stjörnu Hreyfingin situr alltaf hjá þegar greitt er atkvæði um vantraust. Þ.s. Vinstri Hreyfingin hefur ívið fleiri þingmenn heldur en Hægri Fylking Berlusconi. En í vikunni fyrir páska. Varð ljóst að þessar tilraunir hafa runnið út um þúfur. Og talsmaður 5-Stjörnu Hreyfingarinnar áréttaði afstöðu hennar, þess efnis að ekki komi til greina að styðja slíka stjórn með nokkrum hætti. Að ef Bersani reyndi að lýsa slíka myndaða. Myndu þingmenn 5-Stjörnu Hreyfingarinnar fella hana þegar.
  1. Bæti einu við. Að flokkarnir 3 eru sammála um eitt. Að hafna því að embættismannastjórn væri sett á fót.
  2. Svo eitt enn. Að Napolitano forseti sem er 87 ára, en víst enn klár í kollinum, hans tímabil sem forseti klárast þann 15. maí nk.
  • Vandinn er sá, að á Ítalíu er það hlutverk þingsins að kjósa forseta.
  • Og nú er það svo klofið að mjög ólíklegt er að það sé fært um að skipa nýjan.
  • Ég veit ekki hvað gerist á Ítalíu - ef tímabil forseta rennur út. Og enginn er skipaður í stað Napolitano. Ég meina - ég veit ekki hver þá hefur þingrofsvald.

Italian president at center of storm as deadlock continues

Italy’s president moves to break election deadlock

Ég veit ekki hvort þetta þíðir að stjórnlagakrísa er framundan á Ítalíu.

Hitt er víst, að Napolitano lýsti yfir nú fyrir helgi, að hann ætlaði sér að gera úrslita tilraun til að mynda nýja stjórn - líklega að láta reyna á það hvort unnt sé að fá þá Bersani og Berlusconi að vinna saman - það væri ekkert hæft í orðrómi þess efnis að hann ætlaði að hætta áður en kjörtímabil hans klárast.

En Bersani fyrir kosningar sagði í vitna viðurvist, að ef það gerist að ekki sé möguleiki að mynda meirihluta án Berlusconi, kjósi hann frekar - aðrar kosningar.

En þ.e. ljóst að menn óttast - > 5 Stjörnu Hreyfinguna!

 

Niðurstaða

Pólitíska krísan á Ítalíu hefur fallið dálítið í skuggann undanfarið. Vegna annarra atburða. En mér virðist það stefna í aðrar þingkosningar. En kannski verður mynduð þessi samflokka stjórn Berlusconi-Bersani. En ljóst er að Bersani fyrirlítur Berlusconi líklega af fullkominni einlægni. Það verður að auki erfitt fyrir hann að kyngja fyrri yfirlýsingum. Að alls ekki komi til greina að mynda stjórn með honum. Ef þ.e. eini valkosturinn, þurfi að kjósa aftur. 

En uppgangur 5-Stjörnu Hreyfingarinnar, setur ákveðinn beyg að mönnum. Og það verður að segjast. Að það getur vel verið. Að fylgi hennar aukist. Ef kosið verður aftur.

Ef hún kemst til valda. Beppe Grillo getur ekki orðið þingmaður, en kannski getur hann orðið ráðherra. Hann hefur verið með stórar yfirlýsingar um að hreinsa duglega út. Skófla út þessu spillta liði. Friðsöm bylting eiginlega.

Ef mótmælahreyfing af slíku tagi kemst til valda á Ítalíu. Hvað gerist þá?

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband