Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Trúuðum fækkar hratt - er þá guð þá ekki raunverulega til?

Eyjan var að vekja athygli á könnum sem finna má tilvísun inn á, á eftirfarandi vef: 57% Íslendinga telja sig trúaða, 17% fækkun síðan 2005. Þetta er í takt við þróun heiminn vítt, að svo virðist að trú sé á undanhaldi. En er það þá að standast sem vantrúaðir halda fram, að upplýsing sé leiðin til að útrýma trú? Þetta er ein af stóru spurningunum, og snýr að þeirri lífsskoðun að trú sé fíflaleg.

 

Er guð ekki til?

Ég ætla að setja fram eina guðshugmynd sem ég hef síðan ég fékk þá hugmynd fyrst fyrir u.þ.b. 10 árum, komið að við nokkur tækifæri á veraldarvefnum. Þó einna helst á erlendum vefjum.

Þetta er einfaldlega sett fram í þeim tilgangi að sýna fram á, að guð getur verið til.

Það er í reynd fullnægjandi að sýna fram á slíkt!

Eitt af þeim meginvandamálum sem margir benda á, er sú staðreynd að alheimurinn sem við búum í, virðist sérstaklega hentugur fyrir líf - þ.e. mögulegt í okkar alheimi.

En það er auðvelt að sýna fram á, að ef frumkröftum er breitt, hlutföll þeirra milli væri önnur, sumir veikari en þeir eru í alheiminum, aðrir sterkari.

Þá gæti t.d. það verið svo, að kjarnasamruni væri ekki mögulegur - því ekki myndun stjarna, af því leiðir ekki myndun pláneta heldur, né nokkurs efnis umfram vetni.

Það má einnig benda á vatn, en það hefur mjög einkennilegan eiginleika nefnilega að fast form þess flýtur ofan á vökvaformi þess. Það er ekki venjan með vökfaform efna, að fasta formið sé eðlisléttara.

Dæmigerða lausnin á þeim vanda, er að gera ráð fyrir því að alheimurinn sé í reynd endalaus keðja "alheima" sem alltaf hefur verið til - þ.s. nýir alheimar verða stöðugt til, og taka enda - hvernig sem það verður.

Þá auðvitað - er guð óþarfur, segja menn.

Það er í reynd þ.s. andstæðingar guðs hugmyndarinnar leitast statt og stöðugt að sýna fram á, að það þurfi ekki guð til - allt sé útskýranlegt án tilstillis guðlegrar handar.

Og fjölmargt upplýst fólk í dag, hallast að þeirri skoðun - að guð sé ekki til, allt sé útskýranlegt án guðs. Tilvist guðs sé óþörft - - ergo, guð sé líklega ekki til.

 

Uppástunga að guðshugmynd!

Ég hef smávegis gaman að því að koma fram með þessa guðshugmynd - því hún byggist á því að alheimurinn sé af því tagi, sem fljótt á litið virðist ekki krefjast tilvist guðs.

Ég aftur á móti álykta að - röksemdin "guð sé óþarfur" sýni í reynd ekki fram á nokkuð annað, en það - - með öðrum orðum, segi ekkert til um það hvort tilvist guðs sé líkleg eða ólíkleg.

Málið er, að í uppástungu minni er guð ekki nauðsynlegur fyrir þá tilvist sem ég geri ráð fyrir að sé til staðar, þ.e. "multiverse" með óendanlegum fj. alheima, sem alltaf hefur verið til.

Heldur er guð "rökrétt afleiðing þess" að það sé ekkert upphaf og enginn endir.

Guð sé "emergent phenomena" eða með öðrum orðum, afleiðing þess að það sé til staðar óendanlegt "multiverse" - og ég álykta, rökrétt afleiðing.

 

Forsendur:

  1. Alheimurinn sé í reynd keðja alheima sem alltaf hefur verið til, og alltaf verði. Það sé stöðug nýmyndun þess sem við þekkjum sem alheim, alheimar séu í reynd óendanlega margir og verið til óendanlega lengi.
  2. Ég geri ráð fyrir því, að þrívíðir alheimar séu til í vídd sem einnig skilgreinir rými, sem við getum kallað 4 rýmisvíddina. 
  3. Að auki geri ég ráð fyrir því að tími tilheyri heildar-tilvistinni, þannig að allt alheimadæmið þróist í tíma. Tími sé því ekki "emergent" innan okkar alheims, heldur flæði tími um allt kerfið þ.s. óendanlegur fj. alheima er til staðar nýmyndist og þróist í tíma. Samhengið milli tíma og alheima, sé þá svipað og mans sem stendur úti í læk. Hann er blautur, það er allt sem er í læknum annars staðar en hann stendur. Vatnið hægir á sér næst honum þ.s. það flæðir um fætur hans. Hann hefur áhrif á rennslið þ.s. hann akkúrat er. En alls staðar fyrir ofann og neðann, er vatnið til staðar án hans áhrifa. Þannig flæði tíminn um allt kerfið, sem þíði þó ekki að innan samhengis hvers alheims fyrir sig, séu ekki "local" áhrif af því tagi sem við sjáum þ.s. massi t.d. virðist geta haft áhrif á tíma.
  4. Þar sem við erum að tala um óendanlegar stærðir, þá þíðir það í reynd að þó svo líffænlegir alheimar séu einungis lítið brotabrot, þá einnig eru þeir óendanlega margir og hafa alltaf verið til.
  5. Til að dæmið gangi upp hjá mér, þarf fimmtu forsenduna. Nefnilega þá, að í einhverju litlu brotabroti lífvænlegra alheima hafi vitsmunalífi sem þá byggði, tekist að finna sér leið til að sleppa út fyrir sinn 3 víddar alheim, og sleppa út í 4 víddar-rýmið, sem 3 víddar alheimar eiga sína tilvist í. Þar sem við erum í óendanlegum stærðum, hefur þetta átt sér stað óendanlega oft, og vitsmunalíf á einhverju óþekktu formi hefur því ávallt hafst við í 4 víddinni.
  6. Næsta forsendan er sú, að þessu vitsmunalífi hvort sem þ.e. lifandi skv. okkar forsendum, þá a.m.k. sé það vitiborið, er hafi til að bera alla reynslu og þekkingu óendanlega margra alheima; hafi tekist að hafa áhrif á það ferli sem nýmyndar 3 víddar alheima inni í 4 víddinni. Geti stýrt því ferli. Enn einu sinni þ.s. við erum að tala um óendanlegar stærðir. Hefur sú alheims vitund eða líf, skipt sér af nýmyndun 3 víddar alheima út frá 4 víddinni í endalaust langan tíma, og í óendanlega mörg skipti.
  7. Þessi vitund hafi áhuga á vitsmunalífi, þess vegna stilli hún alheima til að hafa þá blöndu lögmála sem geri líf mögulegt, í von um að vitsmunalíf verði til í þeim alheimum. Og það vitsmunalíf, geri sér far um áður en þeirra alheimur líður undir lok, að sleppa út úr honum, og ganga inn í eða blandast saman við þá vitund sem fyrir er þar.
  8. Þar sem vitsmunalíf sé spennandi, geri alheima-vitundin sér far um að fylgjast með því, og skipta sér af þróun þess að því marki, sem auki líkur þess að það þróist áfram til meiri fullkomnunar. Þó þegar slík inngrip eiga sér stað - sé það gert að eins litlu leiti eins og mögulegt er, til að skemma það ekki að hver þróun fyrir sig sé að einhverju leiti sérstæð á sinn hátt. Tilgangurinn sé ekki að steypa allt í sama mót. Né að hafa meir vit fyrir þeim verum, en þ.s. að lágmarki telst nauðsynlegt.
  9. Ég geru ráð fyrir að viðkomandi vitund hafi þótt það þægileg aðferð, að beita sér í gegnum fólk sem við þekkjum sem mikla trúboða, sem hafa stofnað nokkur þeirra heimsstrúarbragða sem við þekkjum. Og þannig hafi þau verið notuð til að stýra að takmörkuðu marki þróun t.d. mannkyns.
  10. Varðandi spurninguna um líf eftir dauðann, þá hefur mér í samhenginu dottið í hug, að þ.s. ofangreind vitund hafi þá þekkingu óendanlegra alheima þar á meðal á tækni, sé henni í lófa lagið að láta það virka með þeim hætti, að við höldum áfram í einhverju formi eftir dauðann. Það væri þá í 4 víddinni. Það væri ekki órökrétt endilega í samhenginu, þ.s. tillaga mín er að tilgangurinn sé að safna frá hverjum alheimi fyrir sig - frekari reynslu og þekkingu, og það sé skilvirk leið að tryggja að það sé líf eftir. Og að auki, það geti verið að það sé til staðar val - - að loforð trúarbragðanna þess efnis að fólk sem lifir með þeim hætti að það sé sæmilega gott fólk, því sé bjargað - (ekki sé tilviljun að trúarbrögðin innihaldi öllu jafnaði formúlu af því hvernig á að fara að því að vera góður, né að þeim formúlum svipi nokkuð saman, inniberi sambærilega þætti) - hvernig sem sú björgun frá dauðanum fer fram. Þetta hafi verið í gangi óendanlega lengi í óendanlegum fjölda alheima, og að sjálfsögðu alls staðar innan okkar alheims. Það - þeir - hitt, hafi ákveðinn standard um það líf sem það getur hugsað sér að, verði hluti af því sjálfu. Sem þannig séð væri skiljanleg afstaða! Þú viljir ekki eytra sjálfan þig!

Sjálfsagt munu margir koma og kalla þetta "steypu."

En miðað við okkar þekkingu í dag - er þetta fullkomlega mögulegt, eða a.m.k. hugsanlega mögulegt.

Að auki uppfyllir "guð" á þessu formi, öll skilyrði:

  • Er eitthvað risastórt ofan okkar skilningi.
  • Tekur okkur svo langt fram, að samanburðurinn á pöddu vs. manni, dugar eiginlega ekki.
  • Sé "almáttugur."
  • Er fyrir utan alheiminn - þ.e. okkar.
  • Var til áður en alheimurinn varð til - þ.e. okkar.
  • Bjó til okkar alheim, skilgreindi hann.

Í reynd er það sem ég segi eftirfarandi:

Spurning um trú eða ekki trú á tilvist guðs og líf eftir dauðann.

Snýst ekki um þekkingu eða vitsmuni.

Heldur er þetta einfaldlega lífsskoðun.

Fólki er í sjálfvald sett hverju það vill trúa.

En annar hópurinn er ekki betri eða verri en hinn, vitlausari eða óvitlausari, sá sem trúir eða trúir ekki.

Hvorugur hópurinn hefur efni á að hýja á hinn - er það sem ég er að segja.

Auðvitað er ég einungis að tala um trú að því marki að hún stenst vísindalegar staðreyndir - sem sannarlega eru staðreyndir.

En staðreyndir eru sem dæmi verulega færri en margir halda?

Við gerum ráð fyrir fjölmörgu - t.d. að stjörnuþokan Anrdomeda sé raunverulega í nokkurra milljón ljósára fjarlægð á leið til okkar vetrarbrautar, og þær tvær muni rekast á eftir nokkra milljarða ára.

En vandinn við ljóshraðann er að allar upplýsingar eru gamlar, við getum ekki vitað hvernig fyrirbærinu lýður akkúrat í dag - - sem dæmi ef alheimurinn tók enda t.d. fyrir 10 milljörðum ára, gæti alveg verið að við værum hér enn án þess að vita af því, ef sá endir virkar þannig að "ekkertið" færist áfrm á hraða ljóssins. Þá er engin leið að aðvörun berist til okkar. Andromeda gæti þannig verið löngu horfin - set þetta fram til gamans. Við myndum hverfa er ekkertið næði til okkar - án þess að vita nokkru sinni af því að hætta vofði yfir. 

Punkturinn af því er ekki sá að alheimurinn sé þegar búinn - heldur sá að okkar vísindaþekking er á grunni fjölmargs þess, sem við reiknum með að sé satt án þess að geta beint sannað að svo sé.

Við setjum traust á að vísindakenningar sem virðast ganga upp skv. okkar bestu reikningum og að því marki sem við getum látið á þær reyna, og treystum svo á að meðan að við sannarlega getum ekki sannað að módelin hafi veilur - - þá sé líklega þ.s. þau gera ráð fyrir fyrir hendi. 

 

Niðurstaða

Mér kemur ekki til hugar að halda því fram að sú hugmynd um "guð" eða alheims vitund "sentience of the multiverse" sem ég set fram sé hin eina rétta. En ef einhverjum finnst þessi hugmynd sennileg, er viðkomandi velkomið að nota hana. Segja öðrum frá henni o.s.frv.

 

Kv. 


S.Þ. skora á Bandaríkin að draga úr etanólframleiðslu, til að milda áhrif mestu þurrka í 50 ár á matvælaverð í heiminum!

Meðan evrukrýsan hefur geisað og heldur áfram að vera viðvarandi ógn við heimshagkerfið. Hefur síðla sumars dúkkað upp ný. Sem eru afleiðingar verstu þurrka á kornræktarsvæðum Bandaríkjanna í -mér skilst- hálfa öld. Af þessa völdum stefnir í miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði fyrir maís-korn og margvísleg matvæli sem háð eru verði fyrir maís-korn, t.d. er maís mikið notað til að fóðra gripi. Hátt verð á maís getur hríslast upp um keðjuna, allt frá súkkulaðikexi - brauði úr verslun yfir í mjólkurafurðir og svínakjöt. En þetta líklega hefur einnig áhrif á verð t.d. á hveiti, en aðilar sem fóðra gripi, geta leitað í hveiti þannig að þá stígur hveitiverð einnig.

Miklar hækkanir á matvælaverði - ofan í efnahagsástand sem þegar er viðkvæmt.

Er í reynd högg fyrir efnahag heimsins - þegar heimurinn hefur síst efni á slíku höggi.

Það sem verra er - að þetta bitnar mest á fátækari hlutum heimsins, þ.s. hungur mun aukast.

UN urges US to slash ethanol

The US must take biofuel action to prevent a food crisis

  • Skv. fréttum að óbreyttu stefnir í að 40% af skertri uppskeru Bandaríkjanna á maís-fari í framleiðslu á etanól til blöndunar í eldsneyti.
  • En skv. lögum í Bandaríkjunum eru skilda að hafa tiltekið blöndunarhlutfall - - en forseti Bandaríkjanna getur beitt sér fyrir því að slakað sé á þeim kröfum tímabundið.
  • Og þ.e. hreyfing risin upp í Bandaríkjunum til þess að gera einmitt það, en hún mætir andstöðu lobbýista framleiðenda etanóls. Sem vilja reka sínar etanólverksmiðjur - óháð því hvað á sér stað.
  • Og nú leggja Sameinuðu Þjóðirnar sitt lóð á vogarskálarnar, og skora á Obama að beita sér í málinu - - þó svo að forsetakosningar séu framundan, og það geti skaðað hann í sumum fylkjum.


Fljótt á litið virðist manni það nett bilun - að draga ekki hressilega úr etanólframleiðslu úr maís.

Þegar alþjóðlegt verð á maís hefur þegar hækkað um 50% á mörkuðum.

Að auki eru aðrar svartar fréttir: Wheat prices climb on Moscow quota worry

Víst útlit fyrir aðra slæma uppskeru í ár við Svartahaf þaðan sem um 1/4 hveitis sem vanalega er í boði á heimsmörkuðum kemur.

Ef þær fréttir standast - - þá getur skipt töluverðu máli að Obama forseti beiti sér með þeim hætti sem óskað er eftir af S.Þ.

Eins og ég sagði, ofan í versnandi efnahagsástand - - þá er matarverðskreppa ekki það sem heimurinn þarf á að halda akkúrat núna!

 

Niðurstaða

Eitt og annað í gangi, fréttirnar af þurrkunum í Bandaríkjunum hafa ef til vill ekki vakið mikla athygli hér heima á fróni enn sem komið er. En matarverðskreppa ef hún skellur á af fullum þunga. Mun einnig skerða lífskjör hér á litla Íslandi. Þá hækkar fjöldi af þeim innfluttu matvælum sem við erum vön að flytja inn.

Hún getur einnig haft neikvæð áhrif á heimshagkerfið - - það er dregið úr neyslu annarra vörutegunda. Og þannig haft slæm áhrif á framleiðendur neysluvarnings af margvíslegu tagi.

Í reynd haft sín áhrif til að dýpka þá efnahagskreppu sem þegar er í gangi.

 

Kv.


Grískur farsi!

Der Spiegel hefur vakið athygli á mjög sérkennilegri lausn sem Seðlabanki Evrópu hefur fundið upp á, til að halda Grikklandi aðeins lengur á floti. En með henni eru málefni Grikklands og Seðlabanka Evrópu verð ég að segja orðin afskaplega farsakennd.

Sjá frétt: The European Central Bank's Discreet Help for Greece

  1. Ríkisstjórn Grikklands á að greiða af láni sem er í eigu Seðlabanka Evrópu þann 20. ágúst nk. En ríkisstjórn Grikklands á ekki fyrir þessari greiðslu. Þetta er vandi sem ekki hefur farið  hátt á síðum alþjóðlegra fjölmiðla. Því vandi Spánar hefur verið meginfréttin. En Seðlabanki Evrópu hefur ekki tekið annað í mál en að fá greitt - að enginn afsláttur verði gefinn þar um.
  2. Síðan í júlí hafa sérfræðingar á vegum svokallaðrar "Þrenningar (Seðlabanki Evrópu, AGS og ESFS þ.e. björgunarsjóðs evrusvæðis - sem er í eigu aðildarríkjanna, er enn í gildi því tafir hafa orðið á því að framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis "ESM" taki yfir) verið að funda með grískum stjórnvöldum um framvindu mála þar. Ekkert samkomulag um framhaldið liggur enn fyrir. Það er þó svo ríkisstjórn Grikklands hafi verið að bakka frá einnig kröfu til annarra og síðan í fullkomna uppgjöf af því er best verður séð, þá hafa fulltrúar "Þrenningarinnar" ekki enn samþykkt áætlun um framhaldið.
  3. Það er ekki fyrr en að uppáskrift "Þrenningarinnar" liggur fyrir, að aðildarríkin myndu íhuga hvort þau greiða út næstu greiðslu af neyðarláni Grikkklands. En ljóst er að líklega verður ekki af slíkri ákvörðun fyrr en í fysta lagi í sepbember. En t.d. Sambandsþing Þýskalands kemur ekki saman fyrr en þá, og það þarf þess samþykki. En það heldur þétt utan um budduna hvað varðar fé þýskra skattgreiðenda. Svo Merkel fær ekki að samþykkja án þess samþykkis fyrst.
  4. Meðan á þessu stappi stendur - - færist 20. ágúst stöðugt nær! Og ljóst er að evr. pólitíkusar ætla ekki að bregðast við í tæka tíð.
  • Það er mjög merkilegt reyndar!
  • Svo það er Seðlabanki Evrópu sem allt í einu virðist hafa blikkað - er ljóst var að stefndi í fall Grikklands úr evrunni.
  • Áhrifin af því eru ófyrirsjáanleg!

Það sem verður að muna er að útspil það sem Mario Draghi kynnti í sl. viku, til að bjarga Spáni og Ítalíu, er ekki enn komið til framkvæmda.

Það kemst ekki til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi í september til október.

Svo það er ekkert að því er séð verður "Plan B" til að hindra þau boðaföll sem verða, ef Grikkland dettur stjórnlaust út úr evrunni nú í ágúst.

Með það samhengi í huga - - þá er engin leið að vita hvað myndi gerast!

Og skiljanlegt að ECB sjái sæng sína uppbreidda!

Enda myndi ECB missa tilgang sinn ef evran myndi falla!

 

Hvað hefur Seðlabanki Evrópu ákveðið að gera - til að brúa bilið?

  1. The ECB has chosen a detour via the Greek central bank. It will allow it to issue additional emergency loans to the country's banks.
  2. These in turn are supposed to use the money to buy up Greek bonds with short maturities. This will scrape together €4 billion, according to the plan.
  3. The Greek central bank will accept the dodgy bonds as collateral, and will provide the country's equally troubled commercial banks with freshly printed euros -- which ultimately come from the ECB.
  4. What is particularly absurd is the fact that, for the past two weeks, the ECB has no longer been accepting Greek government bonds as collateral for its refinancing operations.
  5. But the Greek central bank -- which in reality is little more than the Athens branch of the ECB -- is still allowed to accept them.
  6. The fact that the euro bankers are willing to go through such contortions shows just how precarious the situation is.
  7. At the moment, a Greek default is being fought off from week to week -- and politicians are trying to duck responsibility.

Maður hefur heyrt eitt og annað absúrd sem hefur gerst í evrukrýsunni - en þetta toppar það allt!

Það væri ekki hægt að finna þetta upp!

 

Niðurstaða

Það sem er að gerast núna er að gríska tragedían er að snúast yfir í farsa. Svo er sagt að slíkt eigi sér stað, að tragedíur endi í farsa - rétt áður en yfir líkur. En svo slæmur er vandi Grikklands, að baráttan sníst um að halda Grikklandi á floti um tímabil sem er talið í vikum ekki mánuðum.

Svo evr. pólitíkusar geti tekið ákvörðun um það, hvort á að halda Grikklandi enn um skeið inni í evrunni eða ekki. En þ.e. nánast eins og pólitíkusum Evr. sé orðið slétt sama!

Seðlabanki Evrópu sem fyrr í sumar tók harðlínu afstöðu að neita að neita að heimila grískum bönkum að fá frekari neyðarlán - því grísk ríkisbréf væru ekki lengur nothæf veð. Er nú allt í einu - til í að grípa til ofangreindrar hjáleiðar í gegnum útibú Seðlabanka Evrópu í Grikklandi, þ.e. Seðlabanka Grikklands sem er starfandi útibú Seðlabanka Evrópu á Grikklandi.

ECB sér nú sæng sína uppbreidda, þegar ljóst var að ef ECB gerði ekki neitt. Þá myndi Grikkland detta úr evrunni fyrir septemberlok. 

Það er eins og að pólitíska stéttinn í Evr. hafi einfaldlega yppt öxlum, og látið Seðlabanka Evrópu einan um að ákveða - hvort hann er til í að heimila það að Grikkland detti út úr evru nú fyrir lok september eða ekki.

Svo virðist að ECB hafi ákveðið að blikka - a.m.k. í bili.

En hrun Grikklands úr evru myndi gefa mjög hættulegt fordæmi - þ.e. í ljósi evrunnar.

Það ryfi það tabú, að ekki sé unnt að yfirgefa evruna.

Það væri meiriháttar breyting - - því furða ég mig frekar á hegðan pólit. stéttarinnar í Evrópu. Hefur hún í reynd gefist upp? Er atburðarás undanfarinna tveggja vikna, þ.s. allt í einu er það útspil Seðlabankans ekki evr. pólitíkusa sem allt snerist um; vísbending þess að evr. pólit. stéttin sé búin að gefast upp á þeim vandamálum sem þarf að leysa ef á að forða stóru bombsi á næstunni?

 

Kv.


Ummæli Mario Monti sem ollu titringi innan Þýskalands!

Þetta er einn af þeim litlu stormum í vatnsglasi sem stundum koma upp. En Mario Monti var í viðtali sl. mánudag í þýska Speglinum eða Der Spiegel, sjá: 'A Front Line Between North and South'. Það má segja að það viðtal hafi verið hans innlit inn í umræðuna innan Þýskalands. En þar svarar hann einu og öðru sem þjóðfélagsumræðan þar í landi er greinilega að bauna að t.d. Ítölum.

Hann varði þörfina á því, að Þýskaland samþykki aðgerð Mario Draghi - sem mun fela í sér mjög umfangsmikil kaup á ríkisbréfum Spánar og líklega Ítalíu einnig, ef hún kemst til framkvæmda.

En Sambandsþing Þýskalands þarf að samþykkja fyrir hönd Þýskalands, gefa Angelu Merkel heimild til að skrifa undir. Ummælin hans Monti voru því einkar óheppileg. Hver voru þau?

"Monti: But there are these mistakes with not completely identical information being distributed that leads to new turbulence on the markets. However, much more serious is the fact that there are a few countries -- and they lie to the north of Germany -- who every time we have reached a consensus at the European Council (the EU body representing the leaders of the 27 member states) then say things two days later that call into question this consensus."

SPIEGEL: You are now referring to the Finns as well as others?

Monti: I can understand that they must show consideration for their parliament. But at the end of the day, every country in the European Union has a parliament as well as a constitutional court. And of course each government must orient itself according to decisions made by parliament. But every government also has a duty to educate parliament. If I had stuck to the guidelines of my parliament in an entirely mechanical way, then I wouldn't even have been able to agree to the decisions that were made at the most recent (EU) summit in Brussels.

SPIEGEL: Why not?

Monti: I was given the task of pushing through euro bonds at the summit. If governments let themselves be fully bound by the decisions of their parliaments without protecting their own freedom to act, a breakup of Europe would be a more probable outcome than deeper integration.

Það virðist sérstaklega hafa verið síðasta setningin sem framkallaði hávær mótmæli ímissa þingmanna á Þýska Sambandsþinginu - en þýska þingið hefur gætt vendilega réttar síns til að stýra atburðarás mála, sérstaklega er kemur að því að skuldbinda skattgreiðendur.

En í úrskurði Stjórnarskrárdómstóls Þýskalands frá því í fyrra, var áréttaður réttur þingsins til þess hafa umsjón með öllu því sem ríkisstjórn Angelu Merkel ákveður á erlendri grund, sem kann að skapa kostnað fyrir þýska skattgreiðendur.

Þetta hefur farið í taugarnar á mörgum innan stofnana ESB, og Monti er auðvitað gamall Framkvæmdastjóri, að ríkisstjórn Þýskalands skuli stöðugt þurfa að fá heimild þingsins þegar aðildarlöndin standa frammi fyrir því að þurfa að taka kostnaðarsamar ákvarðanir til að bjarga evrunni.

Þannig að samþykki meiriháttar ákvarðana á vegum sambandsins, sé stöðugt háð samþykki þýska þingsins.

Það eru ekki mjög mörg lönd sem hafa þing sem eru svo valdamikil! Forseti Frakklands virðist geta ákveðið nánast hvað sem er án þess að ræða við sitt eigið þing fyrst. Það flest virðist eiga við um flest þing aðildarríkja evrusvæðis. En auk þess þýska, er finnska þingið með hönd á buddunni með sambærilegum hætti. Á Íslandi gildir sama regla og í Finnlandi, ríkisstjórnin ein getur ekki skuldbundið þjóðina. Þannig eru hlutir einnig í Danmörku og Svíþjóð, Noregi að auki. Það sama rámar mig á einnig við innan Hollands. Norðurhluti Evrópu virðist hafa þessa sterku þinghefð!

  • Þingmenn á Alþingi hefðu einnig brugðist ókvæða við sambærilegum ummælum!

Sjá viðbrögð eins þingmanns Sambandsþings Þýskalands - - “We must make it clear to Mr Monti that we Germans will not shut down our democracy to pay Italian debts,” said Alexander Dobrindt, secretary-general of Bavaria’s Social Christians (CSU).

  • Segjum að þetta hafi verið diplómatísk yfirsjón af nokkurri stærðargráðu!

 

Fyrir utan þetta óhapp Monti, þá er þarna einnig að finna góð og þörf svör:

SPIEGEL: How would you explain to a small business owner in Germany, who is already liable for diverse bailout packages with his or her tax money, that that person would, indirectly through the European Central Bank, have to provide guarantees for a restructuring of a bankrupt bank in Siena?

Monti: I would try to explain to that person that the reality sometimes looks totally different from the perception that one has of something. The reality is namely also that Italy, in relation to its economic size has more or less provided the same percentage of aid for Greece, Ireland, Portugal and more recently the Spanish banking sector as Germany. But also just take a look at the net benefit of this aid.

SPIEGEL: You mean that aid for the indebted states also benefits Germany?

Monti: Much of what Germany and France have done in the rescue of Greece has also helped German and French banks, who for a long time were major creditors for Greece and Greek banks. That practically doesn't apply to Italy at all, though. Seen in this way, Italy has not only not been the recipient of any aid, but we have actually given more than France or Germany if you consider the net return. This year our national debt will amount to 123.4 percent of our gross domestic product. Without the aid payments, it would be 120.3. I would explain that to a German businessman.

SPIEGEL: And you believe the German businessman would buy that?

Monti: I would also explain to him that Germany also profits from the fact that sovereign bonds in the Federal Republic of Germany are so cheap and that they can at times even be issued with negative interest rates. It is because of the risk of a euro collapse that the difference between Italy's interest rates and those of Germany is so great. In this way, the high interest rates that Italy is now having to pay are subsidizing the low ones that Germany pays. Without this risk, Germany would pay somewhat higher rates. In addition, no one can deny that Germany, simply because it is big, so productive and so efficient, is the greatest beneficiary of the common market.

Þetta er nefnilega ágætur punktur hjá Monti, en umræðan í fjölmiðlum innan Þýskalands virðist gjarnan gefa þá skökku mynd, að það séu þjóðverjar einir sem leggja fram fjármagn í björgunarpakka svokallaða - - en kerfið hefur alltaf virkað þannig að öll löndin leggja fram fé, fyrir utan þau auðvitað sem hafa óskað eftir aðstoð.

Þannig að t.d. Portúgal og Írland, lögðu fram fé í fyrstu björgunaráætlun fyrir Grikkland, áður en þau sjálf óskuðu aðstoðar. Síðan hefur Spánn og Ítalía lagt fram fé í allar þær björgunaráætlanir sem hefur verið hrint í framkvæmd.

Sú tala sem Monti kemur fram með, er örugglega ekki röng.

Svo er það sannarlega rétt að utan evru væri Þýskaland ekki að fá í dag vexti sem jafnvel eru neikvæðir í sumum tilvikum, auðvitað er það frekar tvíeggjað - því lágu vextirnir til Þýskalands eru vegna þess að aðilar óttast uppbrot evrunnar. Þýskaland mun ekki komast hjá verulegum kostnaði fyrir rest - ef á að redda málum.

Að lokum, er það rétt að Þýskir bankar hafa verið meðal þeirra banka, sem notið hafa gagns af svokölluðum björgunaráætlunum. Og þ.e. alveg réttmætt hjá Monti að benda á það.

 

Eftirfarandi eru einnig þarfar ábendingar!

SPIEGEL: In general, however, it would seem that relations between the Italians and the Germans are somewhat clouded. Many are complaining about German rigidity and arrogance. How do you explain this atmosphere?

Monti: That has indeed been very unsettling for me in recent months and I told Chancellor Merkel of increasing resentment here in parliament -- against the EU, against the euro, against the Germans and sometimes against the chancellor herself. That, though, is a problem that goes beyond just Germany and Italy. The tensions that have accompanied the euro zone in recent years are showing signs of a psychological dissolution of Europe. We have to work hard to put a stop to it. If we were to compare Europe to a cathedral, then the euro would be its most perfect spire to date.

Monti:...there is also a front line between North and South, there are mutual prejudices. That is very disquieting and we need to fight it. I am certain that most Germans have instinctive liking for Italy, just as Italians admire Germans for their many qualities. But I also have the impression that the majority of Germans somehow believe that Italy has already received financial aid from Germany or the European Union, which simply is not the case. Not a single euro.

Það er ákveðin kaldhæðni í því að það sem átti að sameina Evrópu - er að skapa mjög umtalsverða sundrungu innan hennar.

Þykkja milli sérstaklega N-Evr. aðildarþjóða evrusvæðis og S-Evr. aðildarþjóða evrusvæðis hefur farið vaxandi, og þess sérstaklega gætir talsmáta af ímsu tagi - sem elur á fordómum.

Áhugavert er að ég hef séð þess mörg merki, að slíkann talsmáta má sjá stað meðal íslenskra evrusinna og aðildarsinna - - þ.e. þeir taka upp fordóma gagnvart S-Evr. þjóðunum innan evrusvæðis, sem má sjá t.d. í þýskum fjöldmiðlum.

Má segja að íslenskir evrusinnar hafi skipað sér í raðir N-evr. evrusinna, þegar kemur að þessari vaxandi sundurþykkju.

Það er einmitt þessi "þykkja" sem er hættan fyrir sjálft Evrópusambandið - - því ef evran krassar, virðist fyrirsjáanlegt að upphefst allsherjar skammarstríð milli N-Evr. og S-Evr. aðildarþjóða. 

Ásakanir muni fljúga á misvíxl. Inn í þetta myndi síðan blandast þjóðernishyggja.

Þetta gæti orðið töluvert nastí orðasenna. Reyndar svo alvarleg, ef við blöndum þjóðernishyggjunni inn sem líklega gís upp í kringum atburðarásina þegar hrunið á sér stað ef það þá gerist, að í kjölfarið er vel mögulegt að þykkjan valdi endalokum sjálfs sambandsins og í kjölfarið samrunaferlis Evrópu.

Þess vegna er það rétt ábending hjá Monti - þ.e. ef menn ætla sér að bjarga dæminu - að ríkisstjórnir þurfa að vinna gegn þessari neikvæðu umræðu þá hver á sínum heimavelli.

 

Niðurstaða

Klaufaleg ummæli Monti munu líklega engum varanlegum skaða valda. En þetta sýnir hve varlega menn þurfa að fara í blaðaviðtölum.

Þetta blandast auðvitað inn í spennuna sem er til staðar innan Sambandsþings Þýskalands, þ.s. næsta umræða þegar þingið næst kemur saman snemma í september er um aðgerðir til björgunar evrunni, þá er tilboð Mario Draghi Seðlabankastjóra evrusvæðis í forgrunni umræðunnar. En það sníst um björgun Spánar og Ítalíu að auki í reynd - en hún hangir að sjálfsögðu einnig á spítunni. Að þjóðverjar samþykki þ.s. líklega verða ótakmörkuð kaup Seðlabanka Evrópu á skuldum þeirra ríkja. 

Þetta verður nokkuð stór biti að kingja. Og líklega verður málið umdeild á Sambandsþinginu. Þannig að ummæli sem álitin voru sem afskipti af störfum þingins voru ekki vel séð.

 

Kv.


Bankar á Wall Street búa sig undir uppbrot evru

Þetta hefur rækilega komið fram í fréttum á Íslandi, að Financial Times var með eftirfarandi frétt - Wall St banks prepare for euro break-up - þar sem fram kemur nokkur lýsing á þeim undirbúningi sem stórir bandarískir bankar hafa verið með, ef ske kann að lönd í vanda innan evru, hrekjast af evrusvæði.

  • Hið augljósa er - það ætti engum að koma á óvart, að stórir bankar erlendis séu á fullu að gera öryggisráðstafanir, til að lágmarka tjón af slíkri atburðarás.
  • Enn sem komið er, virðast þeir reikna með, að slík atburðarás leiði ekki til endaloka evrunnar - heldur einungis til þess að aðildarlöndum hennar fækki!
  • En málið er - að það er langt í frá öruggt að evran myndi yfirleitt hafa það af, ef slík atburðarás á sér stað: en
  1. Frakkland verður örugglega gjaldþrota ef Ítalía verður gjaldþrota, vegna gríðarlegs tjóns fyrir franska bankakerfið, sem líklega myndi neyða frönsk stjv. til að, bjarga frönskum bönkum.
  2. Og Ítalía er örugglega toguð niður, ef Spánn verður gjaldþrota.
  3. Að auki mun Belgía örugglega fara niður með Frakklandi, vart þarf að nefna að Portúgal líklega einnig fer niður ef Spánn fer. Grikkland þarf vart að nefna.
  • Það er auðvitað þess vegna, sem svo mikilvægt er að hindra brotthvarf Spánar út úr evru - - en það má nánast fullyrða að evran standi eða falli með Spáni.

Eins og fram kemur í fréttinni - eru aðilar á WallStreet að leitast við að tryggja, að þeir fái áfram greitt í evrum, ef t.d. Grikkland eða Portúgal eða Spánn; hrekst út úr evru.

"One senior Wall Street executive said his bank was approaching derivatives counterparties to say:

  • “‘We’ve got this contract, it’s in euros, what I want to know is in the event that Spain were to be redenominated are we going to end up being adversaries on this or can we just agree that this is a euro contact?
  • Let’s just move it to London law so we each agree that we know where we stand.’" -
  • "“If they don’t … when that contract matures there’s not going to be any roll-over.”
  • - "A trader heading a eurozone crisis unit at another US bank said counterparties were being told to use collateral that could not suddenly switch from the euro to a new currency." -
  • "“You can make sure you post collateral that has less redenomination risk,”

Engum ætti að koma á óvart - að aðilar séu að leitast við að lágmarka "tjón."

Líkur á alvarlegri atburðarás á evrusvæði eru einfaldlega orðnar það miklar.

Að það væri ábyrgalaust annað - en að taka fullt tillit til hættunnar af uppbroti evrusvæðis.

Í reynd eru lög t.d. í Bandaríkjunum um ábyrgð stjórnenda gagnvart hluthöfum þannig, að þeir geta orðið persónulega ábyrgir ef sannað telst - að þeir hafi með aðgerðum sínum valdið hluthöfum tjóni ef unnt er að sýna fram á að það tjón hafi sannarlega verið fyrirsjáanlegt.

Þannig að einnig vegna þeirra laga, verða stjórnendur að bregðast við.

 

Tilboð Mario Draghi frá sl. viku getur verið síðasta tækifæri evrusvæðis!

Ég ræði um það tilboð Draghi hér: Hvað felst í tilboði Mario Draghi?

En það hefur raunverulega takmarkanir, og er langt í frá öruggt að það bjargi evrunni.

Á hinn bóginn - ef það kemst til framkvæmda, getur það a.m.k. keypt tíma.

En þ.e. svo gersamlega augljóst að björgunarsjóðsleiðin gat ekki mögulega gengið - ekki þegar lönd í vanda eru Spánn og Ítalía.

Vandinn er sá, að löndin sem eftir eru - treysta sér ekki til að skuldbinda sig til að baktryggja svo mikið sem þ.e. sem Ítalía og Spánn skulda lagt saman.

En svo mikil skuldbinding getur ógnað stöðu sumra - t.d. Frakka, og alveg örugglega stöðu Belgíu.

Þannig að björgunarsjóðs aðferðin er komin á leiðarenda - hún gekk þegar um var að ræða Portúgal, Grikkland og Írland. En ekki 5 stærsta og 3 stærsta hagkerfi evrusvæðis.

Þannig, að tilboð Mario Draghi fyrir hönd Seðlabanka Evrópu - - getur verið lokatækifæri evrunnar!

Og það kemur ekki í ljós sennilega fyrr en í september í fysta lagi - hvort af hans útspili raunverulega verður.

En það krefst þess að pólitískir leiðtogar evrusvæðis taki tilteknar ákvarðanir - þ.e. virkjun "ESM" (framtíðarbjörgunarsjóðs evrusvæðis) í því að kaupa ríkisbréf aðildarríkja á markaði.

En ECB vill að ESM veiti "cover" eða skjól fyrir ECB, þ.e. ECB er til í að kaupa ríkisbréf ríkja í vanda, ef ESM er fyrri til að hefja kaup.

En þetta sníst ekki síst um það, að einungis ESM getur krafið aðildarríki um tilteknar efnahagsaðgerðir þ.e. niðurskurð og aðhald, auk þess að einungis ESM getur neytt þau til að skuldbinda sig til að beita slíkum aðgerðum - gegnt því að sjóðurinn beiti sér með tilteknum hætti.

Það krefst þess einnig, að land óski eftir því að ESM beiti sér - þannig að það óski formlega aðstoðar, sem eins og við þekkjum, fylgja alltaf mjög hörð skilyrði. Þ.e. frá aðildarríkjum evru, sem ráða yfir ESM og samþykkja ekki að veita fjármagn, nema gagnvart mjög hörðum aðhaldsaðgerðum. Eða þ.e. reynslan fram að þessu - en þessi þættir munu örugglega virka mjög svipað og innan ESFS þ.e. fyrri björgunarsjóðnum.

Aftur - þ.e. ekki vitað hvort að aðildarríkin muni samþykkja að virkja kaup ESM á ríkisbréfum aðildarríkja í vanda, svo tilboð Seðlabanka Evrópu geti virkjast.

En líklegt er að tiltekin ríki verði andvíg því, að ECB grípi til svo mikillar prentunar sem slíkum kaupum myndi fylgja - en þau koma þá ofan á fyrri tvær prentunaraðgerðir þ.e. LTRO1 og LTRO2 sem beindust að bankakerfi evrusvæðis.

En þau ríki verða þá einfaldlega að ákveða sig:

  1. Hvort evran á að lifa.
  2. Eða evran á að farast! 

Pólitíkusar endurtaka að allt verði að gera til að bjarga evrunni - en þá er nú komið að því að láta gerðir fylgja orðum.

Þessi aðgerð þó líklega aðeins kaupir tíma.

  1. Þetta bjargar því ekki að þau aðildarríki sem eru í vanda - eru í erfiðu kreppuástandi, og frekari aðahaldsaðgerðir munu gera þá kreppu verri - ekki fyrirsjáanlegt að niðurskurður geri annað en að framkalla frekari atvinnuleysi og efnahagshrun, a.m.k. nk. ár eða tvö.
  2. Hugsanlega snýr Ítalía fyrr við en Spánn, en þó getur eitrun frá Spáni haldið áfram að skaða Ítalíu.
  3. Möguleiki á einhverskonar þjóðfélagslegri uppreisn fer auðvitað vaxandi - því verra sem atvinnuástand verður - - mér sýnist augljóst að atvinnuleysi Spánar fer í 30%.
  4. Að auki bendir hagfræðingurinn Gavyn Davies á áhugaverðann punkt í: Draghi breaks the ultimate euro taboo. Að kaup ECB á skuldum Spánar - sennilega svo Ítalíu einnig, en Ítalía líklega fer í slíkt prógramm í kjölfar þess að Spánn fer fram á slíkt, ef af verður - - muni sennilega ekki stöðva upphleðslu skulda þeirra sömu landa innan svokallaðs "Target2" millifærslukerfis. Það er, ef fjármagnsflótti heldur áfram verði seðlabanki viðkomandi ríkis enn slá lán frá seðlabanka innan seðlabankakerfis evrusvæðis sem á fjármagn á lausu. Og láta á móti skuldabréf á viðkomandi ríki. Sem þá heldur áfram að auka skuldir ríkja í vanda innan "Target2." Á hinn bóginn, ef tilboð Draghi eykur trúverðugleika framvindu Spánar, þá er ábending Davies ekki endilega alvarleg. En þá ætti að draga úr fjármagnsflótta frá Spáni. Svo því ætti hraðinn á upphleðslu skulda innan "Target2" að minnka.
  5. Svo benda viðbrögð markað við því að þeir séu að taka vel nú í hugmynd Draghi skv. því sem gerðist á mánudag 6/8. Spanish and Italian bonds rally - "Yields on two-year Spanish government bonds, which were trading at 7 per cent at the end of July, fell 46 basis points to 3.5 per cent on Monday, while yields on equivalent Italian paper fell 9bp to 3.04 per cent." Þetta er mikil breyting sérstaklega á 2-ára spönskum ríkisbréfum. Sem bendir til þess, að stórfellt hafi nú dregið úr ótta fjárfesta varðandi Spán. Með öðrum orðum að markaðurinn veðji nú á, að tilboð Mario Draghi komist til framkvæmda.
  6. Því má þó ekki gleyma - að þrátt fyrir að lántökukostnaður Spánar og Ítalíu verði niðurgreiddur með aðgerð ECB. Þá getur endapunkturinn verið sá, að það muni þurfa að framkv. hluta-afskrift ríkisskulda þeirra beggja. Skiptir ekki megin máli með hvaða hætti, hvort höfuðstóll væri formlega lækkaður og lánstími hafður temmilegur. Eða ef annarri aðferð væri beitt, að lengja lánin t.d. í 100 ár eins og Bretar hafa gert þrisvar, og vextir samtímis hafðir lágir. Ég held að líkurnar séu meiri en minni á því, að skulda-endurskipulagningar verði þörf hjá báðum fyrir rest.

Það verður að koma í ljós - en Þýskaland starir nú í hyldýpið, en tjón þess yrði óskaplegt ef evran félli, þannig að nokkrar líkur eru sennilega á því, að Þýskaland muni heimila fyrir sitt leiti "ESM" þ.e. framtíðarbjörgunarsjóð Evrusvæðis, að hefja inngrip á markað fyrir ríkisbréf aðildarríkja evrusvæðis.

Sambandsþing Þýskalands þarf að samþykkja - þegar það kemur úr frýi væntanlega í september.

En það eru andstaða til staðar á sambandsþinginu - en ég sé ekkert annað útspil sem getur komið í staðinn. Svo valkostir þingmanna eru - evran stendur/evran fellur.

Og þetta er líklega ekki annað en gálgafrestur - - þ.e. óvissan í reynd heldur áfram.

En líklega velja menn frekar, áframhaldandi óvissu um framtíð evru, í stað fullvissu um fall.

 

Niðurstaða

Lokaútspil til björgunar evrunnar líklega kom fram í sl. viku, í formi tilboðs Seðlabanka Evrópu um kaup á ríkisbréfum aðildarríkja í vanda - sem best verður séð að sé tilboð um ótakmörkuð kaup. En þ.e. skilyrt tilboð, eins og ég hef útskýrt. En markaðurinn er klárt á mánudag og sl. föstudag, að veðja á að - það tilboð komist til framkvæmda. Þetta sést af því að vaxtakrafa fyrir spönsk og ítölsk ríkisbréf hefur lækkað verulega á undanförnum tveim virkum dögum. Markaðurinn vegna tilboðs Mario Draghi fyrir hönd Seðlabanka Evrópu, óttast síður nú að Spánn hrekjist út úr evru, fari síðan í greiðsluþrot. Það yrði síðan án efa hlutskipti Ítalíu einnig snarlega í kjölfarið.

Það verður að koma í ljóst hvort markaðurinn hefur rétt fyrir sér - að pólitíkusar evrusvæðis muni taka þær ákvarðanir sem til þarf, svo tilboð Mario Draghi komist í framkvæmd.

--------------------------

Hættan á niðurbroti evrusvæðis er ekki liðin ennþá.

Þ.e. mjög skiljanlegt að aðilar á markaði hafi undanfarið verið, að gera sitt til að lágmarka hugsanlegt tjón sín og sinna umbjóðenda, ef ske kann að það versta á sér stað.

Ps: Útlit fyrir að markaðir séu að hækka 3 virka daginn í röð í dag þriðjudag 7/8.

 

Kv.


Best væri að loka Hörpu sem fyrst!

Það er ljóst að ekkert hefur gengið upp af rekstraráætlunum hörpu hvað kemur að tekjum af rekstrarþáttum, en skv. fréttum virðist að tekjur séu minni af öllu því sem átti að gefa húsinu tekjur, á sama tíma og kostnaður við rekstur hússins er meiri en reiknað var með. Niðurstaða er 400 milljóna króna rekstrartap. Eða það segja fréttir.

Til samanburðar bendi ég á, að 400 milljónir er hvað ný mjög mikilvæg greiningarvél myndi kosta, sem Landspítalinn er í vandræðum með í dag, önnur biluð hin sögð gömul geta bilað þá og þegar. Krabbameinssjúklingar þurfa á henni að halda, svo þeir hreinlega haldi lífi - stikkið á 400 millur.

Og Spítalinn hefur ekki efni á þessu - skv. frétt að neðan sýnist mér að í stað þess að reka Hörpu væri unnt að endurnýja báðar vélar Landspítalans, sitt hvort árið.

Svo menn átti sig á því hvað það kostar - að bæta 400 milljóna kostnaði á ríkið, af kostnaði sem er gersamlega óþarfur, hjá ríkissjóði þ.s. rekstur er í járnum - hvarvetna verið að beita aðhaldi!

Yfir 400 milljóna króna tap af rekstri Hörpu í ár

Rekstur Hörpu áhættusamur

"Þetta þýðir með öðrum orðum að Harpa tapar 1,1 milljón króna á sólarhring  eða tæplega 50.000 krónum á hverri einustu klukkustund allt árið um kring. Í skýrslunni segir að ástæður þessa taps séu þær helstar að fasteignagjöld verði hærri en áætlað var, rekstur hússins sé dýrari en gert var ráð fyrir og að tekjur af ráðstefnum, veitingasölu og bílastæðahúsi skili sér hægari en gert var ráð fyrir."

Ég á þó ekki von á því að húsinu verði lokað - - enda líta menningarvitar svo á, og þeir hafa mikil áhrif innan Samfylkingar - - að menning sé mikilvægari en mannslíf.

Eða það er það sem við stöndum frammi fyrir - mannslíf eða menning.

Og mér sýnist valið vera augljóst - það verður - - > menning.

  • Ég var alltaf þeirrar skoðunar að opnun hússins ætti að bíða nokkur ár.
  • Á sínum tíma var Þjóðleikhúsið opnað nokkrum árum eftir það sem upphaflega var áætlað - ekki varð húsið verra fyrir það.
  • Það er ekki of seint að taka þá ákvörðun, og spara nokkur hundruð milljónir af taprekstri nk. árs og kannski 150 millj. af taprekstri þessa árs.
  • En ég held að öruggt sé að vinir hússins, muni tryggja það með ítökum sínum innan Samfylkingar, að sá valkostur verði ofan á - - að þetta hús verði samt haldið í rekstri, þó ástandið á sjúkrahúsum landsins sé svo alvarlegt sem það er.
  • Að auki hefur vel komið fram í fréttum, að t.d. Útlendingastofnun hefur ekki næga peninga, svo mál eru ekki afgreidd svo mánuðum skiptir, reyndar nálgast að tafir fari í ár eða þar um bil, meðan er fólkið sem á í hlut í óvissu og örvæntingu - niðurstaðan sem við höfum orðið ítrekað vitni að, að hælieleitendur reyna hvað þeir geta til að smygla sér til 3 landa. Til að laga þetta þarf mun minna fé en 400 millur per ár.

Þessar 400 millur per ár - ef dreift á stofnanir í vanda, geta í reynd lagað eitt og annað í rekstri þjóðmikilvægra stofnana. Stofnana sem raunverulega eru mikilvægar - þ.s. mannslíf eru í húfi.

Ekki má gleyma lögreglunni - og sjúkrabílum, bílafloti beggja er að úreldast hratt - að verða of gamall, fram hefur komið í fréttum að meirihluti sjúkrabíla landsins eru reknir á undanþágu, því þeir eru orðnir og gamlir reglum skv. - lögreglan er ekki í betri málum.

Svona má lengi telja - víða um rekstur ríkisins eru þættir að hrörna, því fjármagn er of lítið svo unnt sé að sinna hlutum svo vel sé.

Á sama tíma á samt að reka þetta hús - Hörpuna!

Ég er svo 100% viss að það verður ofan á - að loka því ekki, þó augljóslega ábyrgðalaust sé að viðhalda hýtinni meðan mál eru víða svo erfið sem þau eru.

Það er rangt að kreppan sé búin - þó fiskverð hafi verið há sl. ár, vel hafi veiðst af loðnu og makríl, ferðamönnum hafi fjölgað sl. ár og þetta ár, enn sé vel veitt af makríl.

Þá eru óveðursský uppi - vegna kreppunnar í Evr., fiksverð eru þegar lægri þetta ár en sl., óvíst er að Ísland komist upp með að veiða áfram svo mikinn makríl sem það gerir, svo að auki þá hafa Norðmenn og Rússar ákveðið að auka afla á þorski úr 750þ. tonnum í kringum 1 milljón tonn í Barentshafi. Það er viðbót í þorski sem kemur inn á Evr. markaði á nk. ári sem er meiri en nemur öllum okkar þorskafla.

Mér sýnist klárt að hrun í fiskverði blasi við á nk. ári - sem verður þá stórt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki eins stórt og bankahrunið en samt verulegt.

Það getur farið saman við að Ísland verði neytt til að minnka veiða á makríl.

Þannig að það er rangt hjá talsmanni reksturs Hörpu eins og kom fram í fréttum - - að fáránlegt væri að loka húsinu, þegar það versta er afstaðið - - málið er að það er langt í frá ljóst að það versta sé afstaðið.

Ástandið í Evr. er það dökkt framundan! Og við erum svo háð Evr. mörkuðum! 

Þvert á móti er það skortur á ábyrgð að halda rekstri Hörpu áfram - meðan ástandið er sem það er.

Við eigum því að loka húsinu sem fyrst!

Halda því við að sjálfsögðu - ekki láta eignina skemmast.

En opna það ekki fyrr en raunverulega er farið að ára betur -- þá þarf fyrst auðvitað vera búið að laga eitt og annað sbr. endurnýja tæki spítala, bifreiðakost sjúkraflutninga og lögreglu, sjálfagt eru e-h annað sem einnig ætti að hafa hærri forgang.

Svo þegar búið er að laga bráðavanda af slíku tagi í ríkisrekstrinum - þá fyrst væri ábyrgt að opna Hörpu aftur, og síðan að reka það með halla per ár.

En það er það sem þarf að muna, að rekstur slíkra húsa - er lúxus

Ekki nauðsyn!

Við höfum ekki efni á lúxus - fyrr en staðan er komin í frekar gott lag!

 

Niðurstaða

Það átti aldrei að opna Hörpu mitt í ástandi verstu kreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum síðan á 4. áratugnum. Að sjálfsögðu á að loka Hörpu sem allra fyrst. Enda eru alvarleg vandræði víða í ríkiskerfinu, mjög víða er ljóst að grunnþjónusta stefnir fyrirséð í alvarlegann vanda af völdum fjárskorts. Á sama tíma er mannslíf eru í hættu, í vaxandi hættu vegna fjárskorts, vilja menningarvitar halda rekstri Hörpu áfram - - ljóst er að þeir eru að velja rekstur Hörpu í stað mannslífa. Ég er ekki að íkja neitt er ég held því fram.

Þvert á móti væri það ábyrgt að loka Hörpu.

Meðan að óábyrgt er að reka hana mitt í alvarlegu kreppuástandi.

Nei kreppan er ekki búin - - það sem við höfum verið að upplifa í ár, er meir líkt því að vera stödd í auga fellibylsins.

Stormurinn er við það að skella aftur á af fullum þunga - vegna kreppunnar á evrusvæðinu sem er versnandi, þannig að verð fyrir okkar afurðir fara nú lækkandi eftir hækkun sl. árs og ljóst að stefnir í frekari lækkanir af völdum kreppunnar þar.

Svo bætist við að þorskveiði í Barentshafi mun fara úr 750þ. tonnum  í um milljón á nk. ári, þessi mikla aukning ofan í versnandi kreppuástand þíðir augljóslega stórt verðfall á okkar mikilvægustu útflutningsafurð.

Þetta þíðir ekkert annað en að Ísland verður aftur í efnahagsstormi á nk. ári - þ.s. ofan í erfiðan niðurskurð undanfarinna ára þarf stórfelldan viðbótar niðuskurð.

Og menn vilja reka Hörpuna!

Horfið í augun á þeim þegar þeir segja þetta?

 

Kv.


Forsætisráðherra Spánar segist íhuga að taka tilboði Mario Draghi!

Þetta er sennilega áhugaverðasta fréttin af evrusvæði í dag, sbr: Rajoy to consider using rescue fund. Mariano Rajoy sagði:

“I want to know first what these measures are, what they could mean, and if they are adequate … and then in view of the circumstances we can make one decision or another, but I have not taken any decision,” - “I will do what I consider to be in the general interest of Spaniards,”

Í fréttinni kemur fram að hann ætlar fljótlega að ræða við Mario Draghi, og fá nánari úrskýringu á tilboði hans frá því í gær sbr.: Hvað felst í tilboði Mario Draghi?

Þegar orð Mariano Rajoy spurðust út, brugðust markaðir vel við: Periphery yields fall on ECB buying hint.

"In secondary markets, yields on Spanish two-year government bonds fell 87 basis points to 3.96 per cent, while yields on equivalent Italian debt were down 61bp at 3.13 per cent." - "Yields on 10-year Spanish debt were 32bp lower at 6.85 per cent..."

Markaðir hafa í dag hækkað nokkuð aftur eftir fall gærdagsins.

Virðist að aðilar séu að endurmeta sín fyrstu viðbrögð við tilboði Mario Draghi - en í gær féllu markaðir verulega, en í dag virðist sem að aðilum lítist ívið betur á það tilboð en þeir gerðu í gær.

Eins og ég útskýri í grein minni frá því í gær - hlekkjað á að ofan - er tilboð hans alls ekki galið!

Það er auðvitað ekki öruggt að það komist til framkvæmda.

Skv. viðbrögðum Spánarstjórnar, getur farið að styttast í að hún óski formlega eftir aðstoð björgunarsjóðs evrusvæðis - en skv. tilboði Draghi er það forsenda að viðkomandi ríki fyrst komi sér í björgunarprógramm, en það yrði þó með nokkuð breyttu sniði eins og útskýrt - þó ekki þannig að slakað sé á kröfum um aðhald og niðurskurð.

 

Eitt athyglisvert blogg: Stephen King - HSBC’s chief economist - Now for a dose of Draghi’s monetary medicine

  • "An Italian bank hoping to borrow money for a year or so has to pay an interest rate of 2.7 per cent. "
  • "A Spanish bank pays 3.8 per cent. "
  • A German bank pays nothing at all"

Mér finnst þetta áhugaverðar upplýsingar en sbr. ísl. bankar eins og frægt er, að aðalkaupandinn skuldabréfa á Íslandi eru lífeyrissjóðirnir, sem krefjast 3,5% lágmarks ávöxtunar.

Þetta hefur verið talið ein af meginástæðum hás lántökukostnaðar.

Svo ef lán frá öðrum bönkum eru orðin þetta dýr hjá spænskum bönkum, eru ný lán frá þeim þá fyrir bragðið einnig orðin afskaplega dýr.

Áhugavert í því samhengi að evrusinnar halda því alltaf fram að lántökukostnaður myndi lækka hérlendis við evruaðild - en eins og fram kemur í bloggi herra King, þá hefur dregið gríðarlega úr lánveitingum milli banka á evrusvæði sérstaklega til S-Evr. landanna.

Það er auðvitað bein ávísun á hærri vexti.

En þ.e. ein sú meginbreyting er átt hefur sér stað á evrusvæði vegna vandans, að fjárfestar hafa allt í einu áttað sig á því - að það er misöruggt að lána.

Ríki verða ekki sjálfvirkt eins örugg og Þýskaland við það eitt að taka upp evru.

Það þarf að skoða stöðu hagkerfisins - gæði hagstjórnar, auðvitað skiptir einnig máli hvort þ.e. forsaga óstöðugleika.

Með öðrum orðum, áhættumat fjárfesta hefur stökkbreyst.

Þannig að ég fullyrði - að vextir hérlendis myndu ekki stökkbreytast niður á við, þó svo þeir hafi gert það á sl. áratug innan evrusvæðis, hafa fjárfestar nú lært af þeim mistökum. Átta sig á því að ríki verða áfram mis áhættusöm - sem þíðir vextir verða áfram ólíkir þ.e. hærri í sumum löndum.

Málið er að Ísland er óstöðugt hagkerfi - yrði það áfram.

Áhætta við veitingu lána hingað - yrði alltaf meiri áfram, en til t.d. Hollands, Danmerkur eða Svíþjóðar. Svo lán yrðu hér ávallt umtalsvert dýrari - því eins og með Spanska og Ítalska banka í dag, myndu þeir vera neyddir til að greiða hærri vexti en bankar í eldri og stöðugari hagkerfum á meginlandinu.

 

Niðurstaða

Spánn að íhuga að taka tilboði Mario Draghi. Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu.

 

Kv.


Hvað felst í tilboði Mario Draghi?

Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum sem veita erlendum fréttum athygli að markaðir brugðist ílla við útspili Seðlabankastjóra Evrusvæðis Mario Draghi. En hvert er þetta útspil? Er það eins ómögulegt og markaðir virðast fyrst í stað meta það?

 

Stóra hugmyndin er að beita björgunarsjóði evrusvæðis sem millilið!

Introductory statement to the press conference - Mario Draghi, President of the ECB

  1. "Exceptionally high risk premia are observed in government bond prices in several countries and financial fragmentation hinders the effective working of monetary policy. Risk premia that are related to fears of the reversibility of the euro are unacceptable, and they need to be addressed in a fundamental manner. The euro is irreversible."
  2. "In order to create the fundamental conditions for such risk premia to disappear, policy-makers in the euro area need to push ahead with fiscal consolidation, structural reform and European institution-building with great determination."
  3. "As implementation takes time and financial markets often only adjust once success becomes clearly visible, governments must stand ready to activate the EFSF/ESM in the bond market when exceptional financial market circumstances and risks to financial stability exist – with strict and effective conditionality in line with the established guidelines."
  4. "The adherence of governments to their commitments and the fulfilment by the EFSF/ESM of their role are necessary conditions."
  5. "The Governing Council, within its mandate to maintain price stability over the medium term and in observance of its independence in determining monetary policy, may undertake outright open market operations of a size adequate to reach its objective. In this context, the concerns of private investors about seniority will be addressed."
  6. "Furthermore, the Governing Council may consider undertaking further non-standard monetary policy measures according to what is required to repair monetary policy transmission."
  7. "Over the coming weeks, we will design the appropriate modalities for such policy measures."
  • Fyrsti punkturinn er sá að þetta gerist ekki strax! Það er sennilega einkum vegna þess sem markaðir falla, þ.s. þeir virðast hafa reiknað með aðgerðum myndi vera hrint í framkv. þegar. Eins og segir, þá hefur Seðlabankinn ekki enn fullmótað aðgerðapakkann, hann verði tilbúinn eftir nokkrar vikur.
  • Næsti punktur, er sá að ECB virðist setja þ.s. skilyrði að aðildarríkin samþykki að virkja heimildar ákvæði í lögum um framtíðar björgunarsjóð evrusvæðis - ESM. En það ákvæði heimilar sjóðnum að beita inngripum inn í markaði með ríkisbréf. Eins og fram kemur, ætlast ECB til fullrar eftirfylgni af hálfu ESM er hann fer að beita sér. Sem líklega útleggst svo, að ECB ætlast til þess að ESM beiti sér ekki nema gagnvart fullum tryggingum um aðgerðir af hálfu þess aðildarríkis sem fær aðstoð í hverju tilviki. Líklega þíðir það, að viðkomandi aðildarríki þarf að skuldbinda sig til að framfylgja tilteknum aðgerðarpakka, í staðinn fyrir aðstoð. Að auki að því líklega einnig fylgi að sérfræðingum ESM sé hleypt inn í ráðuneyti til að fylgjast með því að aðgerðum sé raunverulega framfylgt.
  • Þegar ECB hefur fengið þá tryggingu fyrir því að viðkomandi aðildarríki sé að framfylgja að fullu einhverskonar samþykktu - vottuðu niðurskurðar- og endurskipulagningar ferli, sé ECB tilbúinn til að íhuga af eigin hálfu eins og fram kemur að ofan, umfangsmikil inngrip í markaði. Þ.s. eins og fram kemur að ofan, aðgerðir taki tíma að skila árangri og að auki að markaðir taki einnig tíma að sjá þann árangur sem fái þá til að endurmeta aðstæður þannig að tiltrú þeirra eflist.
  1. Fyrst þurfa aðildarríkin að ákveða að virkja markaðsinngrip ESM.
  2. Síðan þarf aðildarríki að óska eftir formlegri aðstoð frá ESM, sem þá felur í sér fulla eftirfylgni, líklega mjög umtalsverða en tímabundna eftirgjöf fullveldis - þ.s. ríkið verði skuldbundið til að framfylgja tilteknum aðgerðapakka sem það sjálft þarf þá að semja um akkúrat hver skal vera, þ.e. aðildarríkin í praxís setja fram skilyði sín og samþykkja veitingu aðstoðar þegar þau telja aðgerðapakkann fullnægjandi. Eins og við höfum séð eru þetta gjarnan mjög íþyngjandi aðgerðir.
  3. Þegar viðkomandi ríki er síðan komið inn í slíkann skilyrtan pakka - þá telji ECB sig hafa þær tryggingar sem duga til þess, að ECB sé til í að beita sér - líklega.

 

Þarna eru náttúrulega nokkur ef!

  1. Það er ekki víst að samstaða náist meðal aðildarríkjanna, að virkja ESM með þeim hætti.
  2. Það er ekki víst að t.d. Spánn sé til í að afhenda sjálfstæði sitt að verulegu leiti til hinna aðildarríkjanna, sem eiga og reka ESM.
  3. Það augljósa að Mario Draghi ætlar að prenta evrur til þess að standa straum af kostnaðinum, getur vakið andstöðu m.a. innan Þýskalands. En einnig flr. aðildarlanda evrusvæðis.

Markaðurinn að sjálfsögðu sá að í stað fullvissu um tilteknar aðgerðir.

Eru loforðin í reynd skilyrt því að pólitískir leiðtogar evrusvæðis samþykki tiltekna hluti.

Miðað við reynsluna af krísunni á evrusvæði - er það skiljanlegt að markaðurinn sé skeptískur á lausn, sem háður er útkomu hinnar pólitísku stéttar evrusvæðis.

 

Er eitthvað gagn af þessu?

Ef þetta þíðir að í staðinn fyrir björgunarlán, veitt út á ábyrgðir aðildarríkja evrusvæðis. Muni Seðlabanki Evrópu taka yfir meginkostnaðinn af uppihaldi einstakra landa í vanda. Þá er viss betrumbót í því - einfaldlega vegna þess að það var svo augljóst að aðildarríkin treystu sér ekki til að safna saman nægilega digrum sjóði til að redda löndum af stærðargráðunni Spánn og Ítalía. Þá er eiginlega einungis einn aðili eftir, þ.e. Seðlabanki Evrópu. Hann raunverulega getur baktryggt allt klabbið.

Ef hann stendur megni til undir kostnaðinum af því að halda Spáni og Ítalíu uppi, og þ.e. prentað fé.

Þá a.m.k. skortir sú leið ekki trúverðugleika með sama hætti - eins og björgunarsjóðsleiðin sem augljóslega gat ekki gengið upp lengur.

Megin spurningin er hvort slík prentun leiðir til verðbólgu?

Kannski!

En það fer eftir hve mikið er prentað!

En hafa ber í huga, að þegar Spánn og Ítalía myndu fara að skilyrðum ESM, þá væru þau að beita mjög hörðu aðhaldi innanlands, sem þá felur í sér mjög umtalsverð hjöðnunaráhrif.

Þau koma þá á móti verðbólguáhrifum af peningaprentuninni, og myndi þá þurfa verulega prentun til að heildarútkoman yrði einhver umtalsverð aukning meðalverðbólgu evrusvæðis.

Á hinn bóginn má vera samt þó, að prentun myndi stuðla að gengislækkun evrunnar - þannig að hækkun á innfluttum varningi og hráefnum frá öðrum gjaldmiðilssvæðum.

Þó er það ekki víst, því á móti að ef markaðurinn öðlast meiri tiltrú á þeim aðgerðum sem verið er að beita, þá ætti það að virkja frekar í þá átt að styrkja tiltrú - sem gæti hækkað gengið.

Heildaráhrif eru því óljós - ef ofangreint kemur til framkvæmda.

 

Hvað með kreppuna?

Seðlabankinn telur greinilega harðann niðurskurð allra meina bót - og vill ekki veita aðstoð nema lönd séu komin í prógramm sem ECB metur sem trúverðugt, ásamt nægilegri eftirfylgni.

Það þíðir að ECB mun af krafti ef ofangreint virkjast, íta Spáni og síðan Ítalíu af krafti inn í stöðugt dýpra kreppuástand.

Á móti mun hann þó líklega tryggja að ríkissjóðir beggja fái stöðugt nægilegt magn af lánsfé á lágu verði - en það er eina vonin til þess að minnsti möguleiki sé til þess að slíkt prógramm gangi upp.

En við erum að tala um harða innri aðlögun - lækkun launa - endurskipulagningu hagkerfis, til skamms tíma og jafnvel nk. 2-3 ár gera þær aðgerðir lítt meir en að auka enn meir á samdrátt, og fjölga atvinnulausum, fjölga fyritækjum sem rúlla o.s.frv. Auka á þörf fyrir inngrip viðkomandi ríkisstjórna inn í eigin banka.

Svo fremi sem það verði ekki samfélagsleg uppreisn þegar atvinnuleysi á Spáni fer sennilega í kringum 30% og á Ítalíu í þær tölur sem nú ríkja á Spáni, áður en hlutir fara að snúast við - kannski.

Þá er það a.m.k. fræðilega mögulegt, að hagvöxtur snúi til baka í báðum tilvikum innan nk. 3-5 ára.

En milli nú og þá, sé um að ræða mjög mikinn samdrátt sem viðkomandi hagkerfi muni ganga í gegnum, ásamt rýrnun lífskjara - - á sama tíma verði skuldabyrði beggja landa verulega þyngri en nú er.

Ég er ekki að segja að þetta muni líklega ganga upp - einungis að það sé ekki með öllu útilokað.

Fólk verður þá að meta líkur.

Það getur auðvitað verið að t.d. Spánn velji frekar að yfirgefa evruna.

Jafnvel Ítalía einnig.

 

Niðurstaða

Markaðir voru óánægðir sem er skiljanlegt. Enda nokkrir lausir endar á útspili Mario Draghi. En ef sú aðferð að ESM og ECB beiti inngripum á markaði fyrir skuldabréf, í stað þess að veita formleg björgunarlán; er tekinn upp. Og það þíðir að það sé ECB sem meginparti fjármagni dæmið. Þá a.m.k. er það mögulegt í því samhengi að unnt sé að halda Spáni og Ítalíu uppi. Þannig koma í veg fyrir hrun evrunnar.

Þetta er þó engin trygging þess að hún hafi það af, enda mun verða ætlast til mjög mikilla fórna af hálfu Ítala og Spánverja. Svo þeir haldi þeim rétti að nota evruna.

Það er ekki víst að þær þjóðir er á reynir verði tilbúnar til þess að færa þær mjög umtalsverðu fórnir.

Að auki er ekki öruggt, að samstaða náist meðal aðildarþjóða að virkja þessa leið sem ECB nú býður upp á að hrint verði til framkvæmda á nokkrum vikum.

Markaðir voru að biðja um fullvissu en fengu hana ekki.

Þetta getur samt orðið að einhverju.

Ég reikna fastlega með því að þetta gefi áhugamönnum um evru - einhverja nýja von!

 

Kv.


Hugmyndin í brenndiepli, að veita Björgunarsjóði Evrusvæðis bankaréttindi!

Mario Monti hefur undanfarna daga verið í nokkurs konar krossferð um Evrópu, á miðvikudag var hann í Finnlandi, þar sem hann skjallaði finna "Mr Monti describes Finland as an "inspiration" to Italy" en tilgangurinn virðist vera að afla þeirri hugmynd fylgis að "ESM" eða Framtíðar Björgunarsjóður Evrusvæðis skuli fá bankaréttindi. Aðspurður um það atriði sagði fjármálaráðherra finna á sameiginlegum fundi beggja " I think this would help, I think this will in due course occur." Sem er örugglega svarið sem Monti var að fiska eftir. Á þriðjudag fékk hann stuðning frá Hollande við sama atriði. Á fimmtudag ætlar hann að funda með Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar. En orðrómur er uppi um að þar sé um annan fókus að ræða - þ.e. beiðni til ríkisstjórnar Spánar þess efnis, að hún óski formlega eftir björgun, þannig afhendi lyklavöldin að fjármálaráðuneyti Spánar til "ESM." Það er atriði sem ríkisstjórn Spánar hefur hingað til einarðlega hafnað. En skv. orðrómnum er hugmyndin að baki því, að í framhaldinu myndi Seðlabanki Evrópu þá hefja massív kaup á ríkisbréfum Spánar. En, það væri ólíklegt að slík ákvörðun náist fram í Bankaráði Seðlabanka Evrópu nema að Spánn fyrst afhendi fjármálasjálfstæði sitt til stofnana ESB. Svo ECB hafi tryggingu fyrir því að Spánn muni ekki ganga bak veittum loforðum um aðhald og niðurskurð. En hingað til - eins og ég sagði - hefur ríkisstjórn Spánar ekki tekið þetta í mál.

Það var dálítið áhugaverð yfirlísing frá Christine Lagarde yfirmanni AGS:

Lagarde endorses Spain economic reforms

"“When we look at what Spain has already done and is committing to do, there is not much more that we would be asking from Spain if it was in a programme with the IMF,” Ms Lagarde told reporters."

Klárt klapp á bakið á ráðherrum ríkisstjórnar Spánar.

En ekki er ljóst þó hvort hún er að hvetja ríkisstjórn Spánar til að óska eftir aðstoð.

Eða að tjá markaðinum skoðun AGS að Spánn sé að vinna í sínum málum, svo að ótti markaða sé umfram forsendur.

En það má vel vera að ummæli hennar rými við orðróminn um það hvað Monti ætlar að ræða við Marihano Rajoy of fimmtudag, þ.e. að fara fram á að Spánn óski formlega aðstoðar.

Í því samhengi, er Lagarde þá að hughreysta Spánarstjórn um það, að ekki muni koma fram einhverjar umtalsverðar viðbótar kröfur á ríkisstjórn Spánar, ef hún lætur svo lítið að afhenda lyklavöldin á fjármálaráðuneyti Spánar.

Mjög líklega er Lagarde enn í mjög nánum tengslum við evrópsk stjórnmál. 

 

Hvað græðist á því að "ESM" verði gerður að banka?

Það sníst um það að þá getur "ESM" eins og hver annar banki fengið fé lánað frá Seðlabanka Evrópu, þannig að með þeim hætti myndi "ESM" eins og bankar geta, verið fær um að lána margfalt eigið fé. Sem myndi fræðilega margfalda getu "ESM" til veitingu neyðarlána. Núverandi geta upp á 500ma.€ myndi fræðilega geta orðið að 5.000ma.€ ef maður ímyndar sér hlutfallið 1/10. 

Það fjármagn myndi duga til að baktryggja hvorttveggja í senn Ítalíu og Spán.

Líklega einnig að auki duga til þess að veita bankakerfi Evrópu stuðning eftir þörfum í gegnum ESM.

Auðvitað myndi það þíða að megnið af peningunum væri í reynd að koma frá Seðlabanka Evrópu, líklegast í formi prentaðs fjármagns.

Þessi hugmynd mætir mjög einarðri andstöðu innan Þýskalands, t.d. áréttaði Seðlabankastjóri Þýskalands andstöðu "Der Bundesbank" með eftirfarandi orðum:

Jens Weidmann - " [The ECB] must be aware that its independence obliges it to respect its own mandate and not to exceed it." - "We are the largest and most important central bank in the Eurosystem and we have a greater say than many other central banks in the Eurosystem."

Erfitt fyrir hann að segja það skírar, að Mario Draghi Seðlabankastjóri Evrusvæðis skuli halda sig á mottunni, og forðast að taka upp nýjar aðferðir í andstöðu við "Bundesbank."

Philipp Roesler, efnahagsráðherra Þýskalands tjáði einnig andstöðu sína:

The chancellor and I have discussed it and we are united that a bank licence cannot be our way [...] we don’t want an inflation union but a stability union. Fiscal discipline and economic reforms have to be the way forward. Other ways are not suitable. - "[ECB] we expect it to concentrate on its core monetary tasks.”"

Þannig að samtímis því að Mario Monti er að safna liði til stuðnings Mario Draghi, ítrekar ríkisstjórn Þýskalands og Seðlabankastjóri Þýskalands einarða andstöðu við aðgerðir sem stuðla myndu að aukningu peningamagns í umferð. En eins og Weidmann segir - þá vilja þjóðverjar ekkert sem þeir telja geta stuðlað að aukinni verðbólgu.

En ljóst er að mikil peningaprentun myndi lækka gengi evrunnar - þannig hækka verð á öllum innfluttum varningi sem og hráefnum þ.e. innfluttum frá öðrum gjaldmiðilssvæðum. Það klárlega myndi auka verðbólgu um allt evrusvæði - sérstaklega í landi eins og Þýskalandi sem ekki er enn statt í samdrætti.

 

Á sama tíma, til að minna á að það er kreppa, seldi ríkissjóður Þýskalands 5 ára ríkisbréf á metverði!

Five-year Bunds sold for record low yield

"Reflecting a continuing flight to havens, Germany’s debt agency auctioned the bonds, which are due in April 2017, at an average yield of 0.31 per cent compared with 0.52 per cent at the last auction." - "The bid-to-cover ratio – a measure of demand – was 2.6 times compared with 2.7 times last time."

Þetta er eitt af hættumerkjunum - sífellt lækkandi vaxtakrafa þýskra skulda. En það bendir til þess að markaðurinn sé að bjóða niður verðið á þýskum skuldum, svo eigendur fjármagns geti notið öryggisins af því að eiga þau skuldabréf á þeim óvissutímum sem nú ríkja.

Því hræddari sem markaðurinn er við ástandið því meir lækkar krafan.

Þetta er afskaplega lágt verð fyrir 5 ára skuld.

Krafan fyrir frönsk ríkisbréf hefur einnig verið lækkandi sl. 2 mánuði, þó undarlegt geti virst því Frakkland verður sjálft gjaldþrota ef Spánn og síðan Ítalía fellur, en í því ástandi ótta sem nú rýkir virðist Frakkland nú vera öruggara um stund í augum fjárfesta en þaðan sem það fé er að leita, marga grunar einkum frá Spáni.

"French borrowing costs have also hit new lows this morning. Yields on benchmark 10-year debt fell as low as 2.019pc, and are currently trading at 2.057pc."


Að lokum komu fram nýjar tölur frá MARKIT, sbr. Innkaupastjóra Vísitalan!

Eins og fyrr, er hærra en 50 aukning en lægra en 50 er minnkun!

Countries ranked by Manufacturing PMI® (July)

  1. Ireland 53.9 15-month high
  2. Netherlands 48.9 Unchanged
  3. Austria 47.4 36-month low
  4. Italy 44.3 3-month low
  5. France 43.4 38-month low
  6. Germany 43.0 37-month low
  7. Spain 42.3 3-month high
  8. Greece 41.9 2-month high

Pantanir til iðnfyrirtækja í:

  1. Grikklandi dragast saman um 8,1%.
  2. Spáni dragast saman um 7,7%.
  3. Þýskalandi dragast saman um 7%.
  4. Frakklandi dragast saman um 6,6%.
  5. Ítalíu dragast saman um 5,7%.
  6. Austurríki dragast saman um 2,6%.
  7. Hollandi dragast saman um 1,1%.
  8. Írlandi aukast um 3,9%.

Athygli vekur hve pantanir til þýskra iðnfyrirtækja minnka mikið.

Sem bendir til þess að samdrátturinn í þýskum iðnaði fari vaxandi. En öflug neysla heldur þó enn Þýska hagkerfinu á floti. En neytendur eru líklega enn að taka út neysluaukningu vegna launahækkana sl. árs og fyrri hluta þessa.

Þetta er samt þó slæm vísbending fyrir þýska hagkerfið - skýr merki þess að þýski útflutningsiðnaðurinn sé farinn að finna fyrir samdrættinum í S-Evrópu.

Þessi þróun líklega eykur frekar en hitt tregðu þýskra stjv. til að slaka á stefnu sinni.

 

Niðurstaða

Stóri dagurinn er að renna upp. Það verður forvitnilegt að fylgjast með fréttum fimmtudagsins af niðurstöðu fundar ráðs Seðlabanka Evrópu. En Mario Draghi mun kynna þá niðurstöðu á fréttamannafundi sem hann Seðlabankastjóri Evrusvæðis heldur alltaf, þegar ný vaxtaákvörðun er kynnt. En samtímis eru þá einnig kynntar aðrar aðgerðir Seðlabanka Evrópu - ef um slíkar er að ræða.

Líklega verður átakafundur í bankaráðinu á fimmtudagsmorgun. Engin leið að spá því fyrirfram hvernig sá fer.

Þó verið sé að safna liði gegn Þýskalandi klárlega - þá eins og sést af yfirlísingum virðist enginn sjáanlegur slaki í afstöðu þýskra ráðamanna.

Það eru allir skríbentar sammála því að ef ákvörðun Seðlabanka gengur skemmra en væntingar eru um, þá muni skella á stormur á mörkuðum.

-------------------------------

Þá vitum við það - útkoman er vonbrigði. Greinilegt af orðum Draghi að ekkert verður af kaupum ECB á markaði strax. Ekki kom fram hvenær. Virðist að ósamkomulag innan bankaráðs hafi komið í veg fyrir aðgerðir.

Ég heyri að markaðir séu þegar að falla. Verður áhugavert að sjá síðar í dag - hve mikið.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband