Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það gamla. Hvernig ætli það næsta verði?

Ég ætla ekki að setja fram ákveðna spá. En ég get séð fyrir mér 3. mögulegar sviðsmyndir. Þær snúast um atburðarás í Evrópu og Bandaríkjunum.

Hér set ég Bandaríkin í hlutverk meginorsakavalds. Eins og þegar undirlánskreppan hófst þar um mitt ár 2007 og gaus síðan upp í falli Leahmans fjárfestingabankans síðla árs 2008.

Sannarlega er möguleiki að rás atburða í Evrópu, hafi meir sjálfstæða tilvist en ég set þetta upp hérna, en miðað við nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum, er enn alger óvissa um samkomulag, þó báðir þingflokksformenn vonist til að hafa frumvarp sem lagt verði fram til atkvæða fyrir vikulok:

"Fiscal cliff" hours away

Það mundi þíða að skattahækkanir formlega taka gildi, sem og niðurskurður. Þó það verði "akademískt" ef samkomulag er samþykkt fyrir vikulok.

 

Sviðsmyndir

  1. Væri að Evrusvæðið sé raunverulega á leið upp úr verstu kreppunni, að undir lok árs fari að sjást tilhneygingar til hagvaxtar. Þannig að útlit fyrir árið þar á eftir sér bjart. Með öðrum orðum. Að bjartsýnismennirnir hafi rétt fyrir sér. Áætlunin sé að virka. Á sama tíma, verði samkomulag milli Demókrata og Repúblikana á Capitol Hill Washington sem tryggir að hagvöxtur í Bandaríkjunum, heldur áfram og verður sterkari nk. ár, eða a.m.k. ekki veikari en það ár sem liðið er.
  2. Væri að, samkomulag sannarlega náist á Capitol Hill, en eftir dúk og disk, þannig að efnahagstjón sé töluvert. En þó ekki það alvarlegt að bandaríska hagkerfið nemi staðar á árinu sem er að koma, heldur skrapi það lítinn vöxt á bilinu 0,5-1%. Hliðaráhrif á Evrópu, dýpki ívið kreppuna þar. Samtímis því að áhrif niðurskurðaraðgerða séu ívið meiri en í sviðsmynd 1. Fyrir bragðið komi evrukrísan aftur upp. Árið verði tími frekar djúprar kreppu, en viðbótar aðgerðir landanna dugi til þess að það verður ekkert "hrun" þannig að evrusvæðið sem slíkt hafi árið af. Öll aðildarlöndin haldist innan.
  3. Þriðji möguleikinn sé að áhrif deilunnar á Capitol Hill í Washington séu það alvarleg á framvindu mála í Bandaríkjunum, að bandaríska hagkerfið lendi í kreppu árið sem er að koma. Sá viðsnúningur í kreppu, framkalli verulega mikla dýpkun kreppunar í Evrópu. Þannig að ekkert aðildarland evru verði án kreppu. Það framkalli síðan mjög alvarlega fjármálakreppu á evrusvæði, þannig að það sé mikil óvissa hvort að evran hefur það af út árið eða ekki.

Þetta mun hafa mikil áhrif á hvernig pólitíkin gengur fyrir sig á Íslandi!
En ef Evrópa lítur þannig út um það leiti sem kosningar fara í hönd á Íslandi, að það versta á evrusvæðinu sé sannarlega búið. Þá mun það koma vel út fyrir Samfylkinguna, og aðra aðildarsinna. Og krafan um það að hætta samningum, muni ekki hafa þá mikinn hljómgrunn.

Vonir Samfylkingar og annarra aðildarsinna, geti þá hugsanlega ræst. Að aðildarsinnar haldi völdum. Haldi áfram að leiða viðræður um aðild.

--------------------------------------

Í sviðsmynd 2. Þá er efnahagur Evrópu greinilega verri en í sviðsmynd 1. Einnig verri árið sem er að koma en árið sem er liðið. Að auki, sem að við hér finnum einnig fyrir því. Að þ.e. að hægja á í löndunum í kring. Þannig að okkar efnahagur verður þá einnig slakari en sl. ár.

Þó án þess að útlit sé fyrir einhverja stjórnlausa eða stjórnlitla atburðarás. Þessi útkoma, getur verið ívið hagstæðari fyrir andstæðinga aðildar. 

Styrkt fylgi þeirra flokka. 

-------------------------------------- 

Þriðja sviðsmyndin er hin mikla óvissa. Þá eru allir í kreppu. Ekki gott að segja hvaða áhrif það hefði á kosningarnar. Þó hugsanlegt sé að sú mikla óvissa sem það ástand líklega myndi skapa í Evrópu, yrði vatn á myllu andstæðinga aðildar, í jafnvel enn ríkari mæli. En sbr. v. ástand í sviðsmynd 2.

 

Niðurstaða

Ég sé sem sagt möguleika á því, að árið verði skárra en það síðasta. Tek þó fram, að ég er næstum viss að kreppan á evrusvæði verði ívið verri en sl. ári. Að sviðsmynd 2. sé sennilegust. Þ.e. að samkomulag verði á Bandaríkjaþingi. En það verði þess eðlis, að mjög stífar aðhaldsaðgerðir verði innleiddar. Þannig að það hægi á hagvexti. Án þess að sá stöðvist alveg. Samtímis, hægi einnig á í Evrópu - í bland v. áhrif þess að hægir á Bandaríkjunum, og áhrif þess að evrusvæði vanmeti neikvæð áhrif niðurskurðaraðger til samdráttar. 

Þriðji möguleikinn að árið verði virkilega spennandi, sé minna líklegur.

--------------------------------------

Að lokum; gleðilegt nýtt ár!

Þakkir fyrir það gamla :)

Ps: Skv. nýjustu fréttum, þá er búið að leggja frumvarpið fyrir Bandaríkjaþing, og eftri deild hefur samþykkt með miklum meirihluta. En ennþá á það eftir að fara fyrir Fulltrúadeildina þ.s. Repúblikanar hafa meirihluta. Það var þannig séð alltaf vitað, að frumvarpið myndi fara í gegnum "Senatorana."

Senate approves 'fiscal cliff' deal, crisis eased

"All eyes are now on the House which is to hold a session on Tuesday starting at noon (1700 GMT)."

Skv. þessu fundar Fulltrúardeildin kl. 5 í dag að "Greenwich" miðtíma, eða kl. 5 eins og á Íslandi. Þá kemur væntanlega í ljós hvort deilan er leyst snemma á nýárinu. Eða hvort hún þarf að fara fyrir hið nýja Bandaríkjaþing sem tekur til starfa formlega þann 3/1/2013. Þá þarf væntanlega að sjóða saman nýtt samkomulag. Og deilan getur dregist á langinn.

Sem yrði ekki gott.

 

Kv.


Er ekki Evrópa komin að endimörkum skattpíningar?

Ég kom í gær fram með þann punkt í athugasemd á eyjunni, sjá: Hátekjuskattur François Hollande dæmdur ólöglegur – Skyldi Depardieu nú snúa heim?.

Punkturinn sem ég kem fram með er sá, að þó ríki hafi sannarlega rétt til að leggja á skatta. Þá í ástandi frelsis eins og nú er ástatt í Evrópu og Ameríku, og víðar. 

Þá er ekki unnt að forða því að fólk flytji annað. Það sé hið raunverulega endamark skattheimtu, að skattstofninn hefur fætur.

Ekki sé snjallt að ganga lengra fram gagnvart tilteknum hópum, en þeir tilteknu sjálfir geta sætt sig við. Fer auðvitað eftir hve óánægjan er mikil, hún þarf að vera mikil til að fólk ákveði að fara.

Eða koma ekki aftur, þegar það fer til náms erlendis. En mig grunar sterklega að Ísland sé a.m.k. komið í efri mörk þess mögulega - varðandi skattheimtu. Jafnvel yfir þau mörk.

Menn verða að muna hvað það þíðir, að allir eru jafnréttháir. Oft sagt háir sem lágir. Það þíðir þá einnig, að allir hafi rétt til að mótmæla því ef þeir telja á sinn hlut gengið. Jafnt háir sem lágir.

------------------------------

Í gær var umræðan um 75% skattinn hans Hollande forseta Frakklands. Þar er verið að skattleggja mjög afmarkaðan hóp - og sá hópur sannarlega er í mjög góðri aðstöðu til þess að flytja sig í næsta lands. Á jafnvel gjarnan útibú eigin fyrirtækja í næsta landi, eða jafnvel húsnæði. Eða næga peninga til að útvega sér slíkt með skömmum fyrirvara.

Það er einmitt þ.s. virðist vera að eiga sér stað í Frakklandi, að þessi tiltekni afmarkaði skattstofn, sannarlega mjög vel stæðs fólks - sættir sig ekki við 75% skattheimtu.

Þó sannarlega sé það rétt - að slíkur skattur gerir þá ekki að öreigum.

Og það sé einnig laukrétt, að samfélagið vanti fjármagn.

  • En ég sé ekki að meirihlutinn, geti þvingað vilja sinn upp á "minnihlutann."
  • Að auki, sé ég ekki að það sé snjallt, fyrir meirihlutann - að sannfæra þennan afmarkaða sannarlega auðuga minnihluta, um það að fara yfir til næsta lands.
  • Meirihlutinn hljóti að missa spæni úr öskum sínum við það. 

Ég held að sú hugmynd sem virðist njóta töluverðs fylgis nú á vinstri vængnum í Evrópu, að það sé til nægur peningur til að halda uppi öllum þeim samfélagskerfum sem eiga í vandræðum, vegna þess að land eftir land er í þeim vanda að skuldir eru að safnast of hratt upp; sem neyðir þau í niðurskurð, m.a. á þeirri samfélagsþjónustu - - > Sé í reynd ekki eins snjöll og viðkomandi halda.

Það er hugmyndin - að skattleggja hina ríku.

Vandinn augljóslega er, að sannfæra skattstofninn, um réttmæti "ofurskatta" til þess, að ekki þurfi að skera niður, þá umfangsmiklu þjónustu við almenning sem hefur verið byggð upp í gegnum árin.

------------------------------

  • Ef þeirra upplifun er "þetta er ósanngjarnt."
  • Þeir upplifa skattana sem "rán".
  • Siðferðislega ranga, ekki rétta.
  • Þeim finnst þeir vera upplifa ranglæti ekki réttlæti.
  • Þeim tekst ekki að sannfæra samfélagið að skipta um skoðun, afnema þennan skatt.
  • Þá fara þeir - ekki satt?
  • Aðrir geta vælt, "aumingjar" þið eigið að borga.
  • En er það ekki veikt?


Ítreka -> þ.e. ekki þvingun í boði. Menn geta farið hvert sem þeir vilja.

Menn geta öskrað sig hása um réttlæti - siðferði. En í ástandi þ.s. frelsi ríkir, þ.s. svo auðvelt er að fara annað. Er ekki unnt að beita einstaka hópa meiri hörku - en þeir sjálfir telja réttlætanlegt.

Einungis er unnt að knýja fram aðra útkomu, með því að afnema frelsið sjálft.

 

Portúgal ætlar að hækka tekjur af tekjuskatti um 30%

Portugal braces for fiscal earthquake

Best að halda til haga, að forsætisráðherra Portúgals er þarna að fylgja "Plani B" en upphaflega átti að spara fyrir þeim kostnaði, sem nú á að sækja í buddur skattgreiðenda. 

En seint á árinu urðu miklar mótmælaaðgerðir, þegar forsætisráðherrann ætlaði - að lækka verulega greiddan lífeyri aldraðra sem ríkið heldur uppi ásamt því, að lækka verulega laun opinberra starfsmanna.

Þetta voru mestu mótmæli sem sést hafa í landinu síðan að ríkisstjórn Salazar einræðisherra féll um miðjan 8. áratuginn. Ríkisstjórninni brá við þetta, og gafst upp á málinu.

------------------------------

En landið er í björgunarprógrammi, og því fylgir mjög stífur rammi. "Plan B" er þá mestu skattahækkanir sem átt hafa sér stað í Portúgal, sennilega síðan það varð lýðveldi á 8. áratugnum.

Tek fram, að sú skattprósenta sem er verið að hækka í - virkar ekki hærri en þ.s. við hérlendis búum við!

Evran er skv. vef Seðlabanka í: 169,92kr.

  • "...raising the effective average rate by more than a third from 9.8 to 13.2 per cent."
  • "Anyone receiving more than the minimum wage of €485 (82.411kr.) a month, including pensioners, will also pay an extraordinary tax of 3.5 per cent on their income."
  • "...in Portugal, where the average monthly wage is around €800 (135.936kr.), taxpayers described as “high earners” tend to be middle-class professionals rather than business tycoons."
  • "A couple in which each partner earns about €3,500 (594.720kr.) a month – two senior university professors, for example – could now find themselves in the top tax bracket,"
  • "The highest income tax rate is be increased in January from 46.5 to 48 per cent and will apply to couples earning more than €80,000 (13.593.600kr eða 1.132.800kr/mán.) a year..."
  • "They will also pay an additional 2.5 per cent “solidarity tax” on their income."
  • "Total tax revenue has fallen considerably below target this year..."
  • "Income from value added tax, the government’s biggest source of tax revenue representing about 36 per cent of the total, has been falling since 2008, despite a sharp increase in the rate – the main rate is now 23 per cent."

Áhugavert að hafa sbr. v. eitt af fátækari ríkjum Evrópu.

Takið eftir hve meðallaun eru lág. Einnig, hve lágmarkslaun einnig eru lág. Og í reynd hve lítið bilið er á milli lágmarkslauna og meðallauna.

Þessi laun sem fara nú í hæsta skattþrep, sem virðist í kringum 50% eru sbr. v. Ísl. sérfræðilaun. T.d. lækni, sem er sérfræðingur.

  • Þetta er ekkert annað en sambærileg skattpíning við það sem hér tíðkast. 

Fyrir utan að lágmarkslaun eru lægri, því koma skattar inn - á lægra tekjuþrepi.

Á hinn bóginn, eru meðaltekjur verulega hærri á Íslandi.

------------------------------

Það verður áhugavert að sjá, hvaða áhrif þessar skattahækkanir hafa.

Líklega í ljósi þess að landið er í kreppu og samdrætti - með hækkunum skatta minnka þær tekjur sem almenningur á eftir í buddunni enn meir; sem væntanlega magnar enn frekar það tap sem hefur verið í gangi, vegna minnkandi tekna af söluskatti.

Þá virðist mér að þessi aukna skattheimta, líklega auki hraðann á samdrættinum í hagkerfinu.

Þannig að ríkið verði líklega um mitt fjárlagaár, að tilkynna um "aðgerðaplan C".

En forsætisráðherrann er í harðri baráttu við það verk, að standa við björgunaráætlunina.

Hann sannarlega hefur einbeittan vilja - - en hann hefur á sama tíma, vaxandi mótvind.

Eins og sást af mótmæla-aðgerðum fyrr á árinu, virðist orðið lítið eftir af þolinmæði almennings, gagnvart dýpkandi kreppu og stöðugt rýrnandi lífskjörum - - og um það sést ekki enn nein sólarglæta.

 

Niðurstaða

Ég hef einnig heyrt þessa umræðu hér á Íslandi, t.d. í útvarpsþættinum Speglinum. Að þessi peningur sem upp á vantar til að ríkin í Evrópu ráði við skuldir sínar. Samfélögin geti haldið uppi sama þjónustustigi og áður. Sé til. Það þurfi að sækja það fé.

Að skattleggja hina ríku - er með öðrum orðum, hugmynd sem nýtur verulegs fylgis.

Menn segja þetta - réttætismál.

Tala um að ekki sé annað en sjálfsagt mál, að þeir sem eigi peninga - - borgi fyrir að halda uppi samfélögunum.

------------------------------

Fljótt á litið virðist þetta vera sanngjarnt sjónarmið. En vandinn kemur, þegar á að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd. 

En þó svo að þeir sem stjórna í það skiptið, þ.e. þeirra flokkar. Séu með stuðning hópa sem styðja þessa grunnhugmynd. Þá, hafa þeir hópar, þeirra peninga menn vilja "taka." Einnig sínar eigin skoðanir á því, hvort slíkar aðgerðir séu réttlátar eða ranglátar.

Þeir sem hafa góðar tekjur, eru sérfræðingar eða millistjórnendur sem hafa skilað árangri; þeir eiga oft mjög auðvelt með að fara annað. Sama á við um þá sem eru ríkari eða jafnvel "ofsaríkir."

Þeirra sérfræðiþekking - er alþjóðlega eftirsótt.

Hvaða afleiðingar hefur það fyrir samfélög - - ef þeirra færustu sérfræðingar, flytja úr landi.

Eða, að ef fólk sem er að afla sér þekkingar að slíkum sviðum, kýs að vera áfram erlendis?

Tapar ekki allt samfélagið á því?

Er þá ekki skammsýni, að skattleggja tekjur þeirra svo mikið - - að þessir hópar telji sér ekki fært að vera í viðkomandi landi?

  • Ísland er þegar að glíma við þetta vandamál - - skattheimta er líklega umfram þessi mörk. En rétt er að muna, að þó laun séu hærri en í Portúgal. Stendur þessu fólki, til boða verulega betri kjör í nálægum löndum. Þó svo að þarlendis séu skattar í ívið hærri í prósentu. Bæta hærri laun það upp. Þ.e. því villandi sbr. Stefáns Ólafssonar, sem bendir á að skattprósenta hér sé í reynd aðeins lægri en í þeim löndum. Þegar launamunurinn, bætir það upp og gott betur. Það sem skiptir máli, er hvað er eftir í buddunni - þegar búið er að taka skattinn af. 
  • Ísland sé ekki samkeppnisfært lengur við þau lönd. Þó þau hafi ívið hærra skatthlutfall. Þegar tekið er tillit til þess. Að laun fyrir þau tilteknu störf eru lægri hér.
  • Það er sterk vísbending fyrir hendi, um flótta sérfræðinga héðan til Norðurlanda.

Við þurfum á okkar besta fólki að halda. Það sama gildir um Frakkland. Og sannarlega einnig um Portúgal.

Þessi skattastefna hlýtur að vera komin að endimörkum, hér sem og innan Evrópu. En árið nk. getur verið það ár, þ.s. þessi hugmynd nær hámarki. Ef tekið er mið af því sem er að gerast í Löndum S-Evrópu, sem og Frakklandi.

Ég á erfitt með að sjá annað, en að sú stefna komi til með að auka enn á þann samdrátt sem ríkir í Evrópu. Árið getur orðið verra samdráttarár en þ.s. nú er að líða.

 

Kv.


75% skattur Hollande forseta, stenst ekki stjórnarskrá segir stjórnlagadómstóll Frakklands!

Þetta er sennilega eftirtektarverðasta frétt dagsins. Telst örugglega vera umtalsvert pólitískt áfall fyrir Hollande. Á hinn bóginn, er stjórnlagadómstóllinn ekki strangt til tekið að banna að skatthlutfall á tekjur yfir tiltekinni upphæð sé 75%. Heldur, taldi að hann skatturinn myndi bitna með ósanngjörnum hætti á sambúðarfólki. Hollande er þegar búinn að lýsa því yfir, að lögin um hinn nýja skatt verði endurskrifuð.

Reuters útskýrir málið: French court rejects 75 pct millionaires' tax

"The Council, made up of nine judges and three former presidents, is concerned the tax would hit a married couple where one partner earned above a million euros but it would not affect a couple where each earned just under a million euros."

Með öðrum orðum, hjón eða sambúðarfólk, geti lent í þessum skatti eða ekki. Eftir því hvernig tekjurnar dreifast þeirra á milli. Hvort annað er mjög tekjuhátt eða bæði cirka svipað.

Eins og fram kemur í Financial Times: French court says tax is unconstitutional

"The 75 per cent rate itself only hits about 1,500 people and will raise only a few hundred million euros."

Þá er ákvörðunin um þennan skatt, fyrst og fremst pólitísk. Skatturinn sem slíkur skipti franska ríkið afar litlu máli. Einungis lítið brotabrot af broti af skatttekjum þess.

Hætt er þó við því að þessi skattstofn sé afskaplega hreyfanlegur - t.d. hafa á síðustu mánuðum nokkrir þekktir franskir einstaklingar flust úr landi. Síðast var það yfirlýsing Gérard Depardieu hins þekkta franska leikara, að hann væri farinn til Belgíu. 

Svo segir í annarri frétt Financial Times: Entrepreneurs follow Depardieu out of France

"Olivier Dauchez, a lawyer at the Paris firm Gide Loyrette Nouel, whose clients include many top French companies, says there is a history of people leaving France for tax reasons – but today it is different.

“Before, it was people who had already made their fortune,” he said. “The striking new factor is that many of those leaving or who are thinking of leaving are those who are still creating wealth.”"

En auk þess voru skattar á fjármagnstekjur hækkaðir, sem og skattur af söluarði - þegar eignir sem og hlutabréf ganga kaupum og sölum. Skv. frétt, hefur sölum fækkað hressilega.

French buyout bosses join flight to London

"French buyouts have more than halved this year to €6.2bn, while UK private equity deals were up 33 per cent to €19.4bn, according to data from the Centre For Management Buyout Research."

Auk þess grunar mig, að svipað geti gerst á markaði fyrir fasteignir þá í stærri kantinum, eignum sem hýsa starfsemi. Sem og aðrar stærri húseignir. 

Færri eignir skipti um eigendur. Fyrirtæki hafa minna upp úr því að losa eignir til að útvega sér fjármagn.

--------------------------

Það verður áhugavert að sjá hver áhrifin af hinni nýju skattastefnu stjórnarinnar verða, en skv. mælingum óháðra aðila - - hefur verið undanfarna mánuði innan Frakklands samdráttur í umsvifum atvinnulífs, sem fer mjög nærri þeim samdrætti sem sömu mánuði á sér stað á Spáni.

 

Niðurstaða

Hollande er með áhugaverða tilraun í gangi. Þ.e. ætlar sér að afsanna þá fullyrðingu, að ofurskattar leiði til þess að skattstofninn flýr. Hann hefur svarað gagnrýni með því að höfða til föðurlandsástar ríkra. Vandinn við eignaríka sem og þá sem hafa miklar launatekjur sem og fjármagnstekjur. Er að margt af þessu fólki á mjög auðvelt með að koma sér fyrir annars staðar. Mun auðveldar en almenni launamaðurinn.

Á sama tíma tók Hollande til baka hækkun eftirlaunaaldurs í 62 ár sem Sarkozy innleiddi.

Ég velti fyrir mér hvort áhrif stefnunnar í Frakklandi sé ekki þegar farið að gæta - en skv. óháðum aðilum sem lesa í þróun veltu í viðskiptum, hefur samdráttur verið í viðskiptalífinu innan Frakklands síðan í haust. Sem er mjög nálægt því eins slæmur og á Spáni. Í reynd ívið meiri en samdráttur yfir sama tímabil á Ítalíu.

Það verður mjög áhugavert að sjá hagtölur yfir lokafjórðung ársins þegar þær liggja fyrir snemma á nk. ári, sennilega á bilinu febrúar til mars.

En mig grunar að Frakkland á nk. ári, komi að hlið Ítalíu og Spáni. Sem lönd í vanda.

 

Kv.


Losnar Argentína úr snörunni?

Eins og ef til vill einhver veit, þá fyrr á árinu lenti argentínska ríkið í vandræðum með svæðisrétt New York borgar "district court." En "Judge Thomas Griesa" ákvað að túlka samkomulag sem argentínska ríkið gerði við meirihluta kröfuhafa með nýstárlegum hætti. En meirihluti kröfuhafa samþykkti tilboð um að fá greiðslu að hlutfalli. Ég er ekki með það á takteinum hvaða hlutfall það er. En dómarinn ákvað að túlka samkomulagið, þ.s. Argentína samþykkti að greiða kröfuhöfum með þeim hætti. Að þeir sem ekki samþykktu að fá greitt minna en fullt upphaflegt virði krafna, ættu að fá greitt að fullu.

Þetta var skv. kröfu minnihluta kröfuhafa!

En nú hefur meirihluti kröfuhafa, sett fram nýja kröfu fyrir dómstólum í New York.

Þ.s. þeir biðja næsta dómsstig, um að skilgreina merkingu krítísks orðalags í samkomulaginu.

Sjá frétt: Bondholders add twist to Argentina debt spat

"A group of funds caught in the middle of Argentina’s latest debt saga has asked New York state’s highest court to define the meaning of a pivotal clause in a high-profile legal dispute that has sparked fears of a fresh sovereign default."

Mótaðilinn brást illur við sbr:

""Elliott Associates slammed the latest move. “This is just one more brazen, yet frivolous, stunt pulled by exchange bondholders who, in an attempt to curry favour with the Argentine government, are taking extraordinary steps to assist Argentina in evading its contractual obligations to holders of defaulted Argentine debt,” a spokesman said."

Áhugavert er að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, er eiginlega með Argentínu í þessu máli - vegna hugsanlegra áhrifa dómsins á framtíðar tilraunir, til þess að endurskipuleggja skuldir ríkja.

"...the US Treasury and State Departments said earlier this month that as things stood, the ruling “may adversely affect future voluntary sovereign debt restructurings, the stability of international financial markets and the repayment of loans extended by international financial institutions” and could be problematic under the Foreign Sovereign Immunities Act."

En það fyrirkomulag að minnihlutinn sé í reynd bundinn af samkomulagi meirihlutans við viðkomandi ríki, hefur verið ríkjandi regla um nokkurt skeið.

Og gert það mögulegt að endurskipuleggja skuldir fjölda ríkja, þetta fyrirkomulag má rekja til baka til þess tíma, þegar svokallað Brady Bond Plan þáverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna - - stuðlaði að endurskipulagningu skulda fjölda ríkja þar á meðal í S-Ameríku undir lok 9. áratugarins.

Ef sú regla yrði ofan á, að minnihluti kröfuhafa muni geta elt lönd endalaust, hundsað samkomulag og fyrir rest fengið sitt í gegn - - væri líklega þessi aðferð, þ.e.. "voluntary debt restructuring" í reynd hrunin.

----------------------

Ath. Þetta getur skipt Ísland máli. En þ.e. ekki öruggt 100% að við munum ráða fram úr okkar skuldum. Ef mál t.d. í Evrópu fara illa. Tekjur okkar af útflutningi minnka verulega. Þá er hugsanlegt að við lendum í sama stað og Argentína. Að verða gjaldþrota út á við.

En þá getur skipt miklu máli. Að sú regla sem komst á, á sínum tíma. Haldi.

Þetta dómsmál getur verið "áhugavert."

 

Kv.


Bandaríkjaþing tekur heiminn á þeysireið

Það stefnir í allsherjar rússíbana milli Demókrata og Repúblikana. Deila sem getur staðið fram í febrúar jafnvel mars 2013. Eins og mörg ykkar hafa heyrt. Stefnir í að Bandaríkin falli fram af svokölluðu "fiscal cliff." Þarna er um að ræða, ávöxt deilu sem átti sér stað haustið 2011. Þá var ákveðið að fresta vandanum fram á næsta ár. Nefnilega þetta ár. Haustið 2011 notfærðu Repúblikanar sér, að Bandaríkjaþing þarf að heimila Alríkisstjórninni. Að skuldsetja þjóðina. Svokallað "skuldaþak" eða "budget ceiling" er til staðar. Þessu fylgir lítið drama ef ríkjandi forseti hefur meirihluta í báðum deildum. En þegar svo er ekki, hefur það áður gerst. Að andstæðingar notfæra sér þetta mál. Til að ná fram tilslökunum af einhverju tagi.

Vandinn er að Bandaríkjaþing hefur líklega ekki verið svo harkalega klofið í mjög langan tíma.

  1. Til þess að fá hækkun á skuldaþaki haustið 2011, neyddist Obama til að samþykkja. Að janúar 2013 komi til framkvæmda, sjálfvirkar niðurskurðar aðgerðir þvert á línuna hjá alríkisstjórninni.
  2. Einnig í janúar 2011, renna út skattalækkanir Bush stjórnarinnar - sjá frétt Reuters sem setur upp ágætt yfirlit yfir mikilvægar dagsetningar: Timeline: Key dates ahead as U.S. nears edge of "fiscal cliff"

Til að kóróna allt saman - - standa Bandaríkin aftur frammi fyrir nýrri deilu um "skuldaþak."

Þess vegna lýsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna því yfir, að frá og með janúar myndu neyðaraðgerðir komast til framkvæmda hjá alríkisstjórninni.

Í fréttinni, er haft eftir sérfræðingum, að fræðilega geti alríkið haldið út, sennilega til loka febrúar jafnvel eitthvað inn í mars.

Annars standi alríkið frammi fyrir því að - hafa ekki peninga til að greiða á mikilvægum gjalddögum.

Sem vægt sagt, liti ílla út - Debt Ceiling Nears as Budget Talks Stymied

Eins og kemur fram í frétt Wall Street Journal, þá gengu ásakanir á víxl milli formanna þingflokks Demókrata og Repúblikana:  Obama Calls Leaders as 'Cliff' Looms

Það virðist einnig, að "fiscal cliff" umræðan sé ekki einu sinni á dagsskrá, fyrstu 2 þingdagana a.m.k. frá 27/12:

* December 27. Senate reconvenes after holiday break. Spends day debating measures unrelated to the fiscal cliff.

* December 28. Senate expected to continue debating measures unrelated to the fiscal cliff.

* December 30. House of Representatives expected to reconvene.

Mér skilst, að síðasti mögulegi funda-dagurinn, sé 2. janúar. Því þann 3. eigi nýtt þing að taka til starfa, þ.e. það sem kosið var skv. þingkosningunum í nóvember.

Þetta kemur fram hér: House may extend session to January 2: Republican aide

 

Það virðist nær 100% öruggt að "fiscal cliff" skellur á 1. janúar 2013, en síðan tekur við "game of chicken" milli fylkinga sem getur staðið yfir - ég veit ekki hve lengi, og algerlega með ófyrirsjáanlegum afleiðingum!

  1. Eitt er ljóst, að hvernig sem fer - hefur þetta neikvæðar efnahagsafleiðingar fyrir heiminn.
  2. En óvissan ein og sér, er skaðleg.
  3. Þó svo, að þessu lykti á nk. tveim mánuðum, með einhverju stóru samkomulagi. 
  • Repúblikanar vilja í reynd, endurnýja skattalækkanir Bush stjórnarinnar. Og það eru Demókratar, sem blokkera þá endurnýjun - svo þeir geti samið um það á móti einhverju öðru.
  • Meðan að Repúblikanar, heimta mjög harðar niðurskurðar aðgerðir. En þeir vilja síður að það bitni á hernum. En eins og mál nú líta út. Er niðurskurðurinn þvert á allt.
  • Svo ætla Repúblikanar, að beita fyrir sig skuldaþakinu, sem þarf að endurnýja.

Fræðilega er þarna samningsgrundvöllur milli fylkinga - þ.e. hækka skuldaþakið, gegn niðurskurði sem væri unnt að dreifa yfir lengri tíma, semja um það að hvaða marki skattalækkanir eru endurnýjaðar.

Vandinn er sá, að verstu öfgamennirnir, eru alveg til í að láta alríkið verða "default" þ.e. lenda í þeirri aðstöðu, að eiga ekki pening fyrir mikilvægum gjalddögum.

Þeir vilja miklu mun grimmari niðurskurð, en Demókratar eru í reynd tilbúnir að framkvæma. Öfgamennirnir, geta séð það sem leið til að ná sínu fram - - að láta málin dragast.

Þeim virðist alveg sama, hvað gerist í Evrópu eða Asíu.

Þegar á fyrstu dögum ársins, koma skattahækkanirnar og síðan útgjaldaniðurskurðurinn formlega a.m.k. til framkvæmda. 

Þó vera megi, að stofnanir takir sér tíma til að skipuleggja framkvæmd hans, meðan þær bíða eftir því - hvort eða ekki, það verður einhvers konar mildandi samkomulag eftir dúk og disk, eftir allt saman.

  • Það má vera, að það sé þannig séð, unnt að tefja tímann einn eða 2 jafnvel 3 mánuði.
  • En á meðan, þá nagar óvissan allt umhverfið - ekki bara innan Bandaríkjanna.

-----------------------------

Það er auðvitað engin leið að spá fyrir, hvernig það samkomulag mun líta út.

  • En því lengra sem líður, því meiri verður skaðinn.

Ég hef mestar áhyggjur af Evrópu - þ.s. aðilar virðast aftur farnir að sofa of rólegir.

En raunverulega, hefur ástandið þar ekkert batnað, þvert á móti er það stöðugt að versna.

Það eina sem er skárra, er ákveðin sýn aðila á markaði eða tiltrú byggð á væntingum þess efnis, að viljinn sé til staðar innan stofnana ESB og aðildarríkja, til að leysa málin.

Seðlabanki Evrópu, skóp þessa nýju sýn með loforði sem Mario Draghi gaf rétt fyrir mánaðamót júlí ágúst. Síðan þá, hefur markaðurinn lifað á þessu loforði, þó ekki hafi í reynd það komist til framkvæmda. Og ekkert sérstakt endilega sem bendir til þess, að kaup án takmarkana verði nokkru sinni framkvæmd. Vegna þess, að fyrst þarf viðkomandi land, að undirgangast skilyrði aðildarríkjanna þ.e. óska formlega aðstoðar til "ESM" eða björgunarsjóðs evrusvæðis. Hingað til, hafa spænsk stjv. hummað þetta fram-af sér, og hafa komist upp með það fram til þessa.

En á meðan, halda skuldirnar áfram að hlaðast upp, kreppa viðkomandi landa að versna - þó svo að Spánarstjórn, sé loks 2012 að takast að skapa ákveðin viðsnúning. En Spánarstjórn, hefur tekist að minnka bilið um ca. helming skilst mér, þ.e. kominn afgangur af vöruskiptum þó ekki nægilega stór til að duga fyrir fjármagnsstreymi. 

Hálfnuð innri aðlögun, þíðir auðvitað að hinn helmingur hennar er enn eftir.  Það er visst afrek af Rajoy þó að hafa afrekað svo miklu - - en til þess að afreka rest. Þarf hann enn að beita niðurskurðarhnífnum, lækka laun enn frekar, og ekki síst - auka frekar á atvinnuleysi.

Það er engin leið að vita fyrirfram, hvort spænskt samfélag þolir atvinnuleysi sem líklega nær 30% fyrir rest, jafnvel rúmlega 30%.

-----------------------------

Ástandið er þegar verulega erfitt í S-Evrópu. Ekki má gleyma því, að Ítalía stendur einnig frammi fyrir samdrætti næsta ár, og viðbót í tölur yfir atvinnulausa.

S-Evrópa má eiginlega ekki við því, að það bætist á samdráttinn. Vegna hliðaráhrifa "fiscal cliff" og "budget ceiling" deilnanna í Bandaríkjunum.

En nær 100% öruggt virðist nú, að það verður einhver ótiltekinn viðbótar efnahagsskaði.

Sem mun skila einhverri ótiltekinni dýpkun kreppunnar í Evrópu.

"Congressional Budget Office" hefur spáð að Bandaríkin geti farið yfir í 0,5% samdrátt hagkerfis nk. ár, ef allt fer á versta veg.

Það getur verið spá, sett fram til að hræða menn. Hugsanlega ofmetin.

En það er einnig hugsanlegt, að áfallið sé vanmetið.

  • Ef það næst samkomulag, sem er að einhverju marki mildandi.
  • Þá virðist mér samt full-ljóst, að það verður efnahagsskaði.

Spurning hvort Bandaríkin slefa það, að halda sér yfir "0" í vexti, eða undir "0" í samdrætti.

En á hvorn veginn sem fer, mun þessi minnkun umsvifa miðað við væntingar sem hafa verið til staðar, aukinn vöxt á næsta ári - skaða heimshagkerfið.

En seinni part þessa árs, virtist að bandar. hagkerfið væri byrjað á uppsveiflu í vöxt nær 3% í staðinn fyrir milli 1,5 til rúml. 2% sem það hefur verið í, síðan ca. seinni parti árs 2009.

Markaðir höfðu hækkað töluvert m.a. vegna þeirra væntinga um bætta heilsu bandar. hagkerfisins, en nú má reikna með því - - að næstu vikur muni verð falla, svartsýni taka við af bjartsýni.

Aðilar munu fresta ákvörðunum um fjárfestingar, kaup og sölur fara fram síðar - o.s.frv.

Meðan menn bíða hvað verður!

Það eitt er nóg, til þess að það fari þegar í upphafi árs að hægja á hagkerfinu í Bandaríkjunum, og líklega "spillir" það nánast um leið yfir á hagkerfi Evrópu.

Óvissan ein og sér skaðar, og því lengur sem líður - munu aðilar verða svartsýnni um framvinduna, og skaðinn mun magnast.

  • Engin leið að spá fyrir um það, hvenær hið klofna þing, nær fram samkomulagi.

-----------------------------

Skaðinn af þessu getur dugað til þess, að öll Evrópa fari yfir í samdrátt, þá meina ég einnig Þýskaland og Austurríki, sem eru í dag nánast einu ríkin innan evru - sem ekki eru komin enn yfir í mínus.

Jafnvel þó svo, að samkomulag náist seint um síðir í febrúar til mars jafnvel.

Þá get ég séð fyrir mér skaðann bæta hugsanlega allt að 2 prósentum á niðursveifluna í Evrópu, án samkomulags getur það orðið verra.

 

Niðurstaða

Útlit er fyrir að Bandaríkjaþing muni að rugga heiminum vel og rækilega á næstunni. Það verði sannkölluð rússíbanareið. Þ.s. allt verður undir. Tehreyfingar fólkið vill ná fram mjög harkalegum niðurskurði. Það getur mikið til náð því fram, með því einu að halda áfram að hindra samkomulag. Það hefur einnig tak á stjórnvöldum, með því að halda áfram að blokkera hækkun skuldaþaks alríkisins.

Á móti hafa Demókratar einungis það spil, að Tehreyfingin vill fá endurnýjun skattalækkana Bush stjórnarinnar sem annars falla út.

En það er ekki endilega eins öflugt spil, og hin tvö.

Hingað til virðist sveigjanleikinn á þeim bæ ekki hafa verið til staðar. Þ.e. krafan verið, allar skattalækkanirnar inn. Allan niðurskurðinn einnig.

Hætta virðist á verstu niðurstöðu - að báðar fylkingar blokkeri það sem hin vill. En Demókratar virðast vera orðnir mjög illir viðskiptis gagnvart mótherjunum innan Tehreyfingarinnar. Má vera, að nú séu vilji þeir einnig - sverfa til stáls.

Engin leið að sjá hve lengi fylkingarnar munu teyma hluti. Hve langt fram á bjargbrún, heimurinn er tekinn.

-----------------------------

Fyrstu mánuðir ársins verða áhugaverðir.

Hve áhugaverðir - kemur í ljós síðar!

 

Kv.


Mikið starf framundan - að taka til eftir ríkisstjórnina?

Ég set þessa stuðandi spurningu fram, ekki síst vegna þess hve ríkisstjórnarflokkarnir hafa stöðugt tönnslast á að þeir væru í tiltekt. Til að halda öllu sanngjörnu. Þá sannarlega hefur ekki allt mistekist. Það hefði verið mögulegt að mjög mörgu leiti, að framkalla margvíslegar verri útkomur.

Ríkisstjórnin hefur sannarlega, dregið úr útgjöldum ríkisins. Þó aðferðin - sem þeir nefna "aðhald" - sem felst í því að skipa stofnunum að minnka útgjöld. Sé stórfellt gölluð.

Og þ.e. einmitt, ekki síst það, sem ég á við. Þegar ég set upp spurninguna að ofan!

  • Aftur til að halda hlutum sanngjörnum, er sparnaður þvert yfir línuna - - eðlileg neyðaraðgerð. 
  • Þegar útgjöld þarf að snögg minnka.

Á hinn bóginn, er þetta ákaflega slæm leið - - ef hún er framkvæmd. Ár eftir ár, eftir ár.

Þetta er aðferð, sem einungis á að nota, fyrst í stað - svo menn hafi tíma til að undirbúa aðgerðir, sem eru meir krefjandi, og ætlað að lækka útgjöld með varanlegri hætti. Þetta seinna fór aldrei fram.

  1. Við vitum, að endurnýjun tækja - (sjúkrahúsin eru einungis sá liður sem hefur komist í fjölmiðla). 
  2. Að viðhald bygginga.
  • Þarf að vera jafnt og stöðugt - - annars safnast upp kostnaður.
  • Sem augljóslega - - fellur á þá sem stjórna kjörtímabilið á eftir.

Ég held að við verðum að gera ráð fyrir því, að vegna viðhalds og endurnýjunar - - sem ekki hefur farið fram þessi 4 ár. Sé nú til staðar umtalsverð uppsöfnun á kostnaði. Sem þarf að taka á.

 

Hagvöxtur rúmlega 2%

Ég las mig í gegnum Peningamál nóv. 2012, skv. þeim er viðskiptajöfnuður landsins áætlaður kringum 2% af þjóðarframleiðslu, þetta ár og það næsta, einnig þar-næsta.

Skuldatryggingaálag ríkisins var 191 punktar. Sem er mjög áhugavert, en það var 228 punktar í september skv. CMA Global Sovereign. Sýnir þrátt fyrir allt, hve traust landsins hefur aukist.

Takið eftir hvað CMA segir: "The cost of protection in Iceland tightens to 228bps from 290bps, but liquidity remains very thin."  Það er einmitt málið. Borðið fyrir báru, er ákaflega þunnt. Ástandið er í járnum, og mjög lítið má út af bregða. Við þurfum að gæta okkar.

Hagvöxtur var 2,6% á sl. ári, líklega að þeirra mati a.m.k. rúml. 2% þetta ár.

Það er ca. prósent minni vöxtur en þeir áður töluðu um. Enn miða þeir við 3% til rúml. 3% vöxt, árin þar á eftir. Þó ég sjái ekki hvernig það getur staðist. Miðað við óbreyttar forsendur. En þeir segja vöxtinn byggðan á aukningu innlendrar neyslu þ.e. fyrirtækja-fjárfestingu sem og neyslu almennings.

  • Þeir halda því fram nefnilega, að "lágir" vextir þeirra hvetji til fjárfestingar - - þó vextir séu hér 7% en ekki 0% eins og í Bretlandi eða Bandaríkjunum.
  • Hvernig fá þeir það út að vextir séu lágir eins og í nágrannalöndum?
  • Með sérkennilegri röksemdafærslu - þ.s. þeir draga verðbólguna frá, og tala á þeim grunni eins og að verðbólgan með "dularfullum hætti" vikti á móti vöxtunum þó svo það sé slaki en ekki þensla í atvinnulífinu, þannig að útkoman sé - - lágt nettó aðhald vaxta: ergo, cirka álíka lágir vextir og öðrum löndum.
  • Hér er engin verðbólga af völdum þenslu. Heldur er verðbólgan v. gengissveiflu seinni hl. árs, og vegna þess að ríki, sveitarfélög hafa hækkað gjöld enn einu sinni á þessu ári. Að hækka vexti, til þess að berjast við þá meintu þenslu. Og halda því síðan fram, að vextirnir bitni einungis á atvinnulífinu að frádreginni þeirri verðólgu; er augljóst kjaftæði.

Mig grunar því sterklega að þeir vanmeti neikvæð áhrif vaxtastefnunnar á atvinnulífið, og á þróun skulda fyrirtækja sem og almennings.

Þeir tala síðan um það, að bilið á viðskipta-jöfnuðinum muni þrengjast þ.e. minnka, vegna þessarar auknu neyslu sem þeir gera ráð fyrir.

Þeir virðast hættir að gera ráð fyrir auknum útflutningstekjum af nýrri stóriðju.

-------------------------------

  • Áhugavert í þessu er, að það staðfestist að ferðamennskan hélt uppi hagvexti á þessu ári, minnkun - já minnkun útfl. tekna, jafnaðist upp af auknum útflutningi á þjónustu og gott betur. Sem er megni til ferðamennska.

Þeir að sjálfsögðu nefna, að horfur fyrir nk. ár í Evr. séu slakar, hagspár alþjóðlegar hafi versnað, þeir samt gera ráð fyrir því að álverð sem lækkaði í ár muni hækka aftur, greinilega reikna þeir ekki með því að það verði umtalsverð frekari versnun viðskiptakjara vegna kreppunnar í Evr. 

  • En getur aukning ferðamennsku haldið áfram að bera uppi hagvöxt? Í versnandi alþjóðlegu árferði? En ferðamenn, þeir stýrast af eigin efnahag. Sögulega séð, minnkar ferðamennska ávallt í óhagstæðu efnahagslegu árferði í alþjóðlegu tilliti.

Mér virðist sjálfum, áframhaldandi hagvöxtur ekki sérdeilis sjálfbær, meðan að útflutningsgrunnur þjóðarbúsins hefur ekki verið aukinn.

Hann hljóti að nema staðar, nema að stórefling útflutningsmiðaðra fjárfestinga fari fram.

Að því þurfi að stefna, að auka útflutning. Því miður, verði líklega að miða við að ná því fram fyrir lok kjörtímabilsins. En reikna má með því, að það taki tíma að semja við aðila. Að auki tekur uppbygging einnig tíma. Þannig, að í allra besta lagi væri slík aukning að byrja að skila sér við kjörtímabils lok.

Ef ríkisstjórnin fengi brautargengi eitt kjörtímabil enn, þ.e. sitt annað. Þá þyrfti að halda þeirri uppbyggingu áfram, svo að landið smám saman hefji sig upp.

Það þarf að fara í skipulega - uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil kalla þetta - iðnvæðingu.

Eins og ég hef áður sagt, þá finnst mér við hafa einna helst tækifæri í því, að framleiða úr áli hér innanlands til útflutnings. Þar séu stærstu augljósu van-nýttu tækifærin.

 

Gjaldeyrishöft!

Eftirfarandi breyting á lögum um höft, fór fram í apríl 2012:

Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

"2. gr.: Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c."

Síðan í mars sl. sagði Árni Páll aflandskrónuvandann kominn í 60% af þjóðarframleiðslu.

Heyrðist í fjölmiðlum upphæðin, 1000ma.kr á umfangi aflandskrónuvandans.

Svo kom frétt sl. maí, sjá:  Aflandskrónuvandinn minnkar um 200 milljarða

Þar segir, að Seðlabankanum hafi tekist í gjaldeyrisútboðum. Að minnka skaflinn í 400ma.kr. Ég man eftir því, að áður var ávallt sagt að skaflinn væri ca. 600ma.kr.

Var þá nýi skaflinn "undanskilinn" sem ríkisstjórnin bjó til með herðingu hafta? 

  • Mér hefur ekki tekist að finna út með netleit - heildar-umfang skaflsins akkúrat nú v. árslok.

Ríkisstjórnin gerði okkur í raun og veru töluverðan grikk, með herðingu haftanna!

En í eðli sínu skv. þá hleðst stöðugt upp peningur þ.e. nýr skafl inni á biðreikningum hjá Seðlabanka, vegna þess að nú fá erlendir eigendur skulda ekki sjálfvirkt fé sitt fært úr landi.

Þannig, að upphæðin nú ætti ekki lengur að vera 400ma.kr. - ef þessi nýi skafl er tekinn með.

  • Með þessari aðgerð, varði ríkisstjórnin - - lífskjör!
  • Það er, gengi krónunnar hefði óhjákvæmilega verið lægra.

Vandi, er að í staðinn - - verður aflandskrónuvandinn erfiðari, skaflinn stærri sem þarf að taka af, dýrara í framkvæmd að losa höftin; og líklega því eru þau lífskjör ekki sjálfbær.

Ég skil þó af hverju ríkisstjórnin gerði þetta, því annars hefði krónan hækkað minna sl.sumar, og síðan hefði líklega krónan lækkað hlutfallslega enn meir í haust en hún þó gerði.

Lífskjör þetta haust væru líklega "lægri" en sl. haust - - sem hefði verið mjög óheppilegt vægt sagt, rétt fyrir kosningar.

En í staðinn, sem hlýtur að vera áhugamönnum um upptöku evru til gremju, er draumurinn um upptöku hennar fyrir bragðið einnig, fjarlægari.

En eins og talsmenn ESB hafa ítrekað sagt okkur, inn í ERM II komust við ekki, án þess að losa fyrst höftin.

Í reynd ganga þeir lengra í nýlegum yfirlýsingum, þeir segja að inn í ESB komust við ekki án þess að losa höftin.

----------------------------------

Því er ég að velta fyrir mér hvað Samfóar í ríkisstjórninni voru að hugsa. Þegar þeir ákváðu að herða höftin.

Eins og ástand mála er orðið, virðist ljóst að höftin verða ekki tekin niður fyrr en eftir mörg ár.

Ráðdeild ríkisstjórnarinnar virðist hafa tryggt þau áfram, vegna þess hve núverandi form þeirra stöðugt hækkar kostnaðinn.

Sjá eina hugmynd um losun þeirra:  Aflandskrónuvandinn verði leystur með skuldabréfaútgáfu

Sem yrði óhemjudýr aðferð fyrir ísl. skattgreiðendur.

Ég held barasta, að við verðum að fara skoða hugmyndina hennar Lilju, um nýja krónu, getum t.d. kallað það "Ríkisdal" sem er fornt heiti á gjaldmiðli Dana sbr. "Rigsdal."

 

Niðurstaða

Ríkisstjórnin mun leitast við að byggja upp "glansmynd" af árangrinum. Sannarlega tóku þau við erfiðasta búi eftir hrunið sem nokkur ísl. ríkisstj. hefur þurft að glíma við. En á móti. Hafa langt í frá allar ákvarðanir verið skynsamar. 

Ráðdeild hennar hefði getað verið verri! 

------------------------------------

Ástæða þess að höftin voru hert. Er sú að ríkisstjórnin stóð frammi fyrir því. Að lífskjör myndu lækka á þessu ári. Og það gat ekki gengið, þegar svo stutt var í kosningar. En greiðslubyrðin er erfið í ár, en þetta ár hófum við greiðslur af AGS lánum. 

Ég varaði við því í eldri bloggum. Að AGS lánapakkinn ætti eftir að verða okkur dýr. Úrræði ríkisstjórnarinnar, að herða höftin - þar með hækka skaflinn sem þarf að losa síðar.

Vegna þess, að sú atvinnu-uppbyggingaráætlun, sem ríkisstjórnin hafði áætlanir um, við upphaf kjörtímabils. Gekk að mjög litlu leiti upp. Megni til, vegna andstöðu VG við meginatriði þeirrar áætlunar.

Sem fól í sér, 2 risaálver. Eitt á Reykjanesi. Annað við Húsavík. Þetta var rétta meginhugsunin, að auka útflutning. Í reynd er atvinnu-uppbygging við lok kjörtímabils á byrjunarreit.

------------------------------------ 

Slaki í uppbyggingu, skaðar hagkerfið að öllu leiti en einnig lífskjör almennings, en við þekkjum hve óskaplega erfið staða ríkisins enn er. Þar vitum við að er "uppsafnaður vandi" einnig að verulegu vegna andstöðu VG. En ríkisstjórninni tókst ekki að koma sér saman um, endurskipulagningu ríkisgeirans. Þ.e. næsta stig minnkunar útgjalda. Þess í stað heldur hún sér enn við "neyðaraðgerðina" að skera þvert yfir. 

En menn gátu ekki hugsað sér, að draga úr kröfunum - hætta einhverri tegund þjónustu, o.s.frv.

Óhjákvæmilega vitum við, skapar uppsöfnun kostnaðar v. viðhalds sem ekki fer fram, endurnýjunar tækja sem ekki fer fram o.s.frv. - - framtíðar útgjaldavanda sem verður að taka á.

Viðbúið að næsta stjórn, þurfi að framkv. frekar stórfelldan niðurskurð - v. þessa.

En mér virðist ljóst, að það verður aukinn viðhaldskostnaður og aukinn kostnaður v. endurnýjunar, sem verður að gera ráð fyrir. Þannig, að í staðinn þurfi þá að loka ívið flr. stofnunum, en annars hefði þurft.

------------------------------------ 

Lífskjör eru enn verulega slakari en þau voru fyrir hrun. Verða það fyrirframséð áfram enn um árabil. Nema að það takist. Að starta nýrri uppbyggingu.

Þau hefðu getað verið ívið betri - ef uppbyggingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í upphafi, hefði raunverulega verið framkvæmd, sem var ekki - eins og við vitum öll.

Skuldirnar þær halda okkur niðri og einungis á mörgum árum smá skána mál eftir því sem skuldirnar lækka, ef ný uppbyggingaráætlun er ekki framkvæmd á næsta kjörtímabili.

Ísland á ýmsa möguleika. Eins og ég hef áður sagt, líst mér best á að reisa hér framleiðslu á því áli sem héðan er flutt ónýtt - ég hef fjallað um þann punkt í mörgum færslum, kem m.a. inn á hann í henni þessari: Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!

Að sjálfsögðu eigum við einnig að nýta aðra möguleika sbr. auka við loðdýrarækt, fiskeldi og hvað það eina, sem unnt er!

Draumur um olíutekjur - kemur ekki inn nærri strax. Ekki sennilega fyrr en kjörtímabilið þar á eftir í fyrsta lagi.

En hugsanlegt er, að vegna uppbyggingar á A-Grænlandi. Geti hafist uppbygging á þjónustu á Norðurlandi á næsta kjörtímabili. En þ.e. háð hraða uppbyggingar þeirra náma á A-Grænlandi af hálfu þeirra einkaaðila sem sjá um þær framkvæmdir, og einnig því hvort þeir eru yfirleitt áhugasamir um að reka þjónustu héðan. En þ.e. ekki fyrirframgefið að sú þjónusta komi hingað.

Eitt af verkefnum nýrrar ríkisstjórnar, að ná tækifærum hingað - ekki láta þau fara annað, vegna sinnuleysis!

 

 

Kv.


Gleðileg jól öll sömul - áhugaverðu ári er lokið, spurning hvernig það næsta verður!

Ég ákvað aðeins að skoða hvað Hagstofa segir um þróun landsframleiðslu. En skv. yfirliti frá því snemma í desember, varð aukning á landsframleiðslu fyrstu 9 mánuði upp á 2%. Athygli vekur gríðarlegar sveiflur í landsframleiðslunni milli ársfjórðunga, þ.e. rúml. 3% 1. fjórðung, -6,1% 2. fjórðung, síðan 3,5% á 3.

Takið eftir að þetta ár erum við að njóta makrílsins, sem er ekki öruggt að fáum áfram að njóta.

Það var hagstæð loðnuveiði þetta ár - - meginástæða aukningar landsframleiðslu eru aukin útfl. verðmæti.

Sjá: Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi

Næsta ár verð ég að segja lítur verr út - ógnanir eru:

  1. Aukning Norðmanna og Rússa á þorskveiði í Barentshafi um kvartmilljón tonn, í 1ma.tonna. Þ.e. aukning sem er umfram þ.s. við veiðum. Og til stendur að komi að verulegu leiti inn á fiskmarkaði á nk. ári.
  2. Samdráttur í Evrópu heldur líklega áfram á nk. ári, þegar er þess farið að gæta í lækkandi fiskverðum - - þegar áhrif kreppunnar og stóraukins framboðs á þorski koma saman. Virðist augljós hætta á verðhruni.
  3. Evrukrísan örugglega mun gjósa upp nk. ár. Burtséð frá því sem gerist í Bandaríkjunum.
  4. Síðan má ekki gleyma "fiscal cliff" umræðunni í Bandaríkjunum, sem hótar því að skapa samdrátt í Bandaríkjunum á nk. ári. En 11. stundar viðræður um lendingu, fóru út um þúfur fyrir helgina. Enn er veik von um samkomulag milli jóla og nýárs. Ef það bregst, skellur á bandar. hagkerfinu ca. 5% af landsframleiðslu högg, í bland í formi hækkana skatta þ.e. skattalækkanir Bush taka enda-renna út, 10% sparnaðarkrafa sem fer þvert á línuna í bandar. ríkisrekstrinum nokkurn veginn sama hvað það er. Hagstofa Bandar. þingsins, áætlar viðsnúning yfir í ca. 0,5% samdrátt af þessa völdum nk. ár.
  5. Ef það gerist, að "fiscal cliff" skellur á án mildandi samkomulags milli jóla og nýárs. Þá auðvitað verða áhrifin, mjög erfið fyrir Evrópu. En miðað við það að hagvöxtur mældist Bandar. 3% á 3. ársfjórðungi. Þá getum við verið að tala um sveiflu - niður á við. Á bilinu 3 - 3,5%. Miðað við það að er Leahmans skellurinn kom innan Bandar. þá varð skellurinn innan Evrópu síst minni en innan Bandar. Ég á við, að ef til vill eru þessi hagkerfi svo nátengd. Að 3 - 3,5% minnkun í Bandar. miðað við þetta ár, leiði til sambærilegrar aukningar niðursveiflu í Evrópu. Sem ef af verður - - þíðir þá, hyldjúpa kreppu í Evrópu á nk. ári.
  • Sú útkoma væri auðvitað mjög slæmar fréttir fyrir Ísland. Óhjákvæmilegt væri, að þá yrði einnig hér, snögg niðursveifla.

Það er auðvitað einhver séns að, það náist fram mildandi lending fyrir áramót á Bandaríkjaþingi. Þó eins og ég sagði vonin virðist veik.

 

Fiscal Cliff - mun ráða miklu um framvindu ársins!

Ef Bandaríkin fara ekki yfir í skammvinnan samdrátt á nk. ári - - þá er möguleiki að árið verði rólegra en það síðasta, hvað vanda evrunnar varðar.

En á evrusvæði, virðist flestum málum hafa verið skotið á frest - fram yfir kosningar í Þýskalandi.

Þá er alveg sama hvaða mál er um að ræða: Meiri afskipti Framkvæmdastjórnar af fjárlögum aðildarríkja - >umræðu frestað. Stækkun sjálfstæðra fjárlaga sambandsins, gefa þeim aukið hlutverk ->umræðu frestað. Svokallað bankasamband ->Tekur gildi eftir kosningar. Sameiginleg innistæðutrygging ->Umræðu einnig skotið á frest. O.s.frv. 

Öllum stóru málunum virðist hafa verið skotið á frest - framyfir á áramót 2013-2014.

Á evrusvæði eru menn nefnilega komnir á þá skoðun, að það versta sé afstaðið í kreppunni.

Enda hlutir verið rólegir, eftir að Seðlabanki Evrópu gaf út tiltekið loforð um kaup á skuldabréfum ríkja án takmarkana með tilteknum skilyrðum; þó þau kaup hafi hingað til ekki komist til framkv. Og má vera, að verði aldrei framvk. Er eins og, að markaðurinn taki þessu loforði einu sér, sem trúverðugri yfirlísingu þess, að "ECB" muni ekki heimila evrunni að sigla sinn sjó út í eilífðina.

Það ríkir sem sagt - enska orðið er "complacency".

Þetta er ekki fyrsta sinn! 

Athygli vekur, að viljinn til athafna - hefur gufað upp!

Eins og að paníkástandið, hafi verið þ.s. gaf drifkraftinn.

---------------------------

Þannig að ekki ef - heldur þegar krísan gýs upp eina ferðina enn!

Virðist mér ljóst - að viðbrögðin verða sjokk.

Eins og er krísan gaus upp í fyrsta sinnið.

  • Spurning einungis - hversu stórt.
  1. Ef fiscal cliff umræðunni, lýkur með mildandi samkomulagi. Sjokkið verður lítið. Þá kannski, hætta menn við að "fresta umræðunni" um mikilvægar breytingar. Mál fara aftur inn í farveg. Evran getur þá eins og árið sem er að líða. Slumpað áfram frá einni "smákrísunni" til þeirrar næstu.
  2. En ef fiscal cliff umræðan endar ílla, þ.e. án samkomulags. Tja, þá getur árið orðið "spennandi." Þá skellur stórt sjokk á Evrópu. Og mál fara líklega yfir í "hreina krísustjórnun" eins og þegar Leahmans krísan gekk yfir. Nema nú hafa ríkissjóðir Evrópu. Ekki getu til að skuldsetja sig stórfellt. Til þess að forða eigin hagkerfum frá "niðurbráðnun." Evran getur þá orðið fyrir mjög miklu höggi.

 

Niðurstaða

Næsta ár verði annaðhvort mjög svipað því síðasta!

Eða mjög áhugavert ár, þ.s. allt fjármálakerfi heimsins mun vera skekið harkalega, og heimurinn mun sveiflast yfir í kreppu!

Það virðist enn gilda - þegar Bandaríkin hnerra, fær heimurinn kvef - eða þaðan af verra.

--------------------

Alveg burtséð frá hvort gerist, virðist mér möguleikar til hagvaxtar fyrir Ísland ívið lakari en á árinu sem er að líða.

Ef fiscal cliff skellur yfir ómengað, þá auðvitað erum við í kreppu eins og allir hinir.

 

Þetta kemur ekki strax í ljós - - svo á meðan skulum við halda jólin, og hafa það eins gott og við getum núna um jólin, og um áramótin!

 

Kv.


Mario Monti, segist til í að leiða næstu ríkisstjórn, en ætlar þó ekki að fara í framboð!

Það sem fylgdi ekki fréttum RÚV, er að Monti hefur staðið frammi fyrir tilboði um einmitt þingframboð. Það kom frá hópi einstaklinga, sem vildi skapa einhverskonar - miðjuflokkabandalag. Með gamlan en lítinn miðjuflokk sem kjarna.

En von þessara aðila var að, með Monti í forystu, ætti slíkt bandalag möguleika á verulegu fylgi.

Á hinn bóginn, virtust sérfræðingar í kjósendahegðan á Ítalíu, ekki vera sammála því.

Og telja ólíklegt að slíkur flokkur, hefði umtalsvert fylgi.

Að auki, virðist að nýjar kannanir, sýni lítinn áhuga kjósenda á slíku framboði!

Þessa stundina virðist að ítalskir kratar hafi mest fylgi, eða e-h rúml. 30%. Hægri fylgin Berlusconi stendur umtalsvert að baki, með rúml. 15%. 

Tek fram þó, að það er á grunni skoðanakannana, sem eru eldri en yfirlýsing Berlusconi um framboð. Hugsanlegt að, hægri fylking hans, hafi nú meira fylgi en þetta. Þó ég að sjálfsögðu fullyrði ekkert um það.

 

Punkturinn er sá; augljóst er að Monti fer ekki fram, vegna þess að hann veit, að hann mun ekki sópa að sér fylgi!

Frétt FT: Monti ready to lead next government

  • Ákveðnar vísbendingar má sjá í alþjóðlegri könnun, sem kom fram um það leiti sem dramað með Berlusconi og Monti hófst, en könnunin var unninn áður en þeirra yfirlísingar komu fram. Og því ekki um það að ræða, að það drama hafi nokkur áhrf á þær niðurstöður.
  • Sjá umfjöllun:  Sterk óánægjubylgja á Ítalíu, skv. skoðanakönnun Financial Times!

Helstu niðurstöður:

  • 74% Ítala segjast vantreysta eigin stjv. meðan að einungis 19% þeirra, segjast treysta þeim.
  • 65% Ítala telja stjv. skera of mikið niður.
  • 58% Ítala telja eigin fjölskyldu hafa orðið fyrir umtalsverðum búsifjum af völdum niðurskurðar stjv.
  • 47% Ítala vill endurskoða sambandið við ESB.
  • 72% Ítala segja áhrif Ítalíu of lítil innan ESB.
  • 83% Ítala telja áhrif Þýskalands of mikil.
  • 74% Ítala telja að Þjóðverjar eigi að gera meira til að aðstoða hinar þjóðirnar við það verk að vinna á kreppunni.
  • 61% Ítala vilja að meira fjármagni sé varið úr sameiginlegum sjóðum ESB til að berjast á kreppunni.

Takið eftir - - að skv. þessu treysti minna hlutfall ríkisstjórn Monti, en treystir ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. á Íslandi!

Eða, mig minnir a.m.k. að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, hafi traust umfram en 19%.

Það er gjarnan talað um Monti, sem nokkurs konar bjargvætt Ítalíu!

Hann kokhraustur, segist hafa forðað Ítalíu frá alvarlegri kreppu!

En sannleikurinn er sá, að hagkerfi Ítalíu mun dragast saman ca. 2,2% þetta ár - skv. fyrirliggjandi tölum.

Atvinnuleysi er í hraðri aukningu.

Auk þess, að fullkomlega öruggt er að samdráttur verði einnig í ítalska hagkerfinu á nk. ári!

Örugglega ekki minni en samdráttur þessa árs.

---------------------------

Það þíðir ekki endilega, að flokkur Berlusconi muni vinna sigur - - enda margir sem vantreysta Berlusconi, þó það sé alveg hugsanlegt að loforð hans um það. Að hverfa frá stefnu Monti, skili hægri fylkingunni fjölgun atkvæða.

Enda ljóst af tölunum að ofan, að kjósendur eru ákaflega óánægðir með stefnuna.

Spurning hvort sú óánægja dugar, til að þeir kjósi Berlusconi! 

Það er ekki víst!

 

Niðurstaða

Sennilega taka ítalskir kratar ekki tilboði Monti, um það að hann leiði næstu meirihlutastjórn. Enda vill örugglega formaður krata, ef hann hefur sigur, leiða slíka ríkisstjórn sjálfur.

Eins og látið er með stefnumörkun Monti í alþjóðlegum fjölmiðlum, þá virðist sú stefna ekki njóta neins umtalsverðs fylgis almennings - í reynd.

Sem þíðir ekki endilega, að kjósendur taki tilboði Berlusconi. Þó hann lofi að hverfa alfarið frá henni.

Það kemur þó í ljós þegar kosið verður í febrúar. Hef ekki enn séð neinar fréttir um, kjördag!

 

Kv.


Grísk hringavitleysa!

Ég reikna með því að einhver ykkar sem lesa þetta blogg, munið eftir niðurfærslu skulda Grikklands snemma á þessu ári, þegar einkaaðilar voru neyddir til að afskrifa um 50% skulda í sinni eigu. Nú nýlega, fór fram svokallað "endurkaupa prógramm" þ.s. aftur var höggvið í þann sama knérunn.

  • En hverjir hafa farið verst út úr þessu?

Svar: grískir bankar.

Enda eru þeir undir lögsögu grískra stjórnvalda, svo unnt er að beita þá þvingunum.

  • Hver er þá hringavitleysan? 

Svar: Það að ca. 50 ma.€ er ætlað í endurfjármögnun einmitt, grískra banka - í núverandi björgunarprógrammi.

Svo grískum stjv. er aftur lánað fyrir því sem grískir einkabankar voru neyddir til að afskrifa. Bæði í fyrra og seinna skiptið.

Sjá: Greece's Top Banks Need $36 Billion Boost

Til stendur á næstunni að taka yfir 4 stærstu bankana sem skv. frétt, þurfa 27,4ma.€ fjármögnun. Sem fer gríska ríkið mun skulda.

Ekki kemur fram hvaða viðmið um framtíðarvöxt Grikklands er notað, til að áætla þessa endurfjármögnun.

  • "Greek banks will use a mixture of common shares and convertible bonds in order to meet international capital adequacy requirements."
  • "The shares, which will be offered in rights issues that are expected to take place early next year, will be offered at a 50% discount to their 50-day average market price."
  • "The bonds will carry a 7% annual coupon (interests), which will rise by 0.5 percentage point per year and will be converted to shares at the end of five years."

Ekki verða lán ódýr í framtíðinni innan Grikklands, ef fjármögnunarkostnaður grískra banka verður á þessu róli.

Þá er til sbr. fjármögnun ísl. banka, hræódýr. 

Ég velti samt fyrir mér, hvort nokkur muni kaupa þessi bréf - hafandi í huga ég á erfitt með að sjá, hvernig nokkur rekstur geti borið sig á þessum kjörum.

En ef vextir hækka um hálft prósent per ár, þá hækka þeir um 2,5% á 5 árum, og verða þá 9,5%.

Ekki kemur fram, hvaða kjör myndu ríkja þaðan í frá - en mér kemur ekki á óvart, að miðað sé við arðkröfu upp á 9,5% eftir þann tíma.

Þannig að eigendur fái áfram sama hlutfall. Þetta eru þó vangaveltur.

Vextir væru þá himinháir á útlánum, í tilraun til að standa undir þeim tilkostnaði. Þó erfitt sé að sjá, að nokkur muni geta telið lán á þeim kjörum, í því ástandi sem ríkir í Grikklandi.

Að vísu, eru þau seld á genginu 0,5. Greinilega á að nota þessi "hagstæðu" kjör sem gulrót.

Ég velti samt fyrir mér, hvort það dugar. Hafandi í huga, ástand gríska hagkerfisins. Og hve augljóst er, að reksturinn yrði gríðarlega erfiður! Í besta falli.

Ég á mjög bágt með að trúa því, að eins og þríeykið miðar við, að það sé öflugur viðsnúningur framundan - þ.e. 3% hagvöxtur frá 2015 og næstu ár þaðan í frá, hagvöxtur hefjist 2014. Samdráttur 2013, verði miklu mun minni en samdráttur 2012. 

Viðsnúningur hefjist þegar nk. ár!

Sjálfsagt á að leitast við að fá einhverja fjárfesta út á þá spá!

Mér er þó fyrirmunað að sjá nokkur hin minnstu líkindi fyrir þeirri útkomu.

 

Niðurstaða

Mér skilst að skuldir Grikklands eftir lækkun v. endurkaupa, séu áætlaðar akkúrat núna 160% af þjóðarframleiðslu.

Síðan hækka þær aftur, þegar grísk stjv. taka á sig skuldir v. endurfjármögnunar grískra banka. M.a. vegna þess, að þeir þurftu að afskrifa skuldabréf gríska ríkisins í sinni eigu fyrr á árinu.

Síðan er þeim væntanlega ætlað, að vera áfram helstu kaupendur grískra ríkisbréfa.

Spurning hvort þetta verði endurtekið síðar - en ef Grikkland verður áfram í evru, þá örugglega þarf frekari afskriftir skulda gríska ríkisins síðar, og þá mun líklega enn gilda. Að aðildarríki evru verða treg til afskrifta af sinni hálfu, og að Seðlabanki Evrópu verði sama sinnis, sem og AGS.

Þá velti ég fyrir mér, hvort tekin verði annar hringur - að knýja þá til að afskrifa og síðan lána gríska ríkinu aftur fyrir þeirra endurfjármögnun. Svo eina ferðina enn, verði þeir látnir ganga í hlutverk helstu kaupenda grískra skammtímabréfa. Því væntanlega verður áfram mjög lítil eftirspurn eftir grískum ríkisbréfum, meðan enginn utanaðkomandi trúir á sjálfbærni landsins.

 

Kv.


Bandaríkin stefna fram af hengifluginu - - bandarísk kreppa á nk. ári getur drepið evruna!

Það virðist nú afskaplega veik von eftir. Ljóst er að samkomulag næst ekki, eftir að leiðtogi þingliðs Repúblikana, tókst ekki að fá meðlimi "Tehreyfingar" meðal þingliðs Repúblikana, til að samþykkja miðlunartillögur. Sem hann sjálfur hafði komið fram með. Og Obama var til í að samþykkja með litlum breytingum.

Til stendur að halda fundi milli jóla og nýárs, ákvörðun sem var tekin af þingleiðtogum beggja flokkar, þegar ljóst var að samkomulag myndi ekki nást fram.

Á hinn bóginn, virðist mér líklegra en ekki, að meðlimir "Tehreyfingarinnar" hafni einnig þeim sáttatilraunum, sem skv. frétt Financial Times.

Verða um smærri breytingar - frá þeirri útkomu sem annars verður, en fyrri tilraun til sátta.

 

Hversu slæmt verður þetta?

Skv. nýlegum hagtölum í Bandaríkjunum, var hagvöxtur 3,1% á 3. ársfjórðungi. Sem er meir en reiknað var með. Og vel yfir því róli á milli rúml. 1,5% - rúml. 2% sem hagvöxturinn hefur annars verið að sveiflast á milli. 

Vísbending um að tal manna, sem hafa verið að segja, að einkahagkerfið í Bandaríkjunum sé á uppleið - loksins. Sé ef til vill - réttmætt.

  • Skv. "Congressional Budget Office" mune "fyscal cliff" leiða til 0,5% samdráttar í bandar. hagkerfinu á nk. ári. 
  • Atvinnuleysi aukist í 9,1%.
  • Þetta þýðir sennilega töluverða minnkun neyslu.

Þetta er sennilega þó skammvinn kreppa - því vísbendingar um uppgang innan einkahagkerfisins, eru af því tagi - - sem eru ekki skaðaðar að nokkru ráði af því, ef það kemur tímabundið bakslag í neyslu.

En sl. 4 ár, hefur verðlag á gasi í Bandaríkjunum lækkað um liðlega 70%. Sem gerir raforku framleidda með brennslu á gasi, í dag mjög hagstæða.

Þetta leiðir skilst mér til þess, að aukning í fjárfestingum á svæðum sem eru nærri hinum nýju gassvæðum, í vinnslu af margvíslegu tagi sem græðir á mjög lækkuðu orkuverði; sé komin í fullan gang.

Það eru einnig ný olíusvæði, þar sem einnig er mikið af nýfjárfestingu.

Ég hugsa, að þessi aukning haldi áfram - þó svo að "fiscal cliff" leiði til, tímabundinnar minnkunar heildarhagkerfisins, vegna: hækkaðra skatta en það eru skattalækkanir Bush stjórnarinnar sem ganga til baka, að auki skellur á 10% sparnaðarkrafa á margvíslegum stofnunum og starfsemi á vegum ríkisins; samanlag lauslega áætlað í kringum 5% af þjóðarframleiðslu.

  • Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af bandaríska hagkerfinu.
  • Það eru áhrifin af tímabundinni kreppu í Bandaríkjunum, innan evrusvæðis - - sem vekur mér ugg!

En þegar hægir á í Bandaríkjunum, mun einnig hægja á innan Evrópu.

Bendi á, að þegar fjármálakreppa hófst í Bandaríkjunum 2008, skall hún nær samtímis á Evrópu. 

Í Evrópu varð samdrátturinn, af hennar völdum, síst minni en í Bandaríkjunum.

---------------------------

Ef hagvöxtur í Bandaríkjunum getur verið ca. 3% á nk. ári - - en þess í stað kemur 0,5% samdráttur.

Heildarminnkun á bilinu 3,5-4% .

Má vera, að sambærileg niðursveifla eigi sér stað í Evrópu, eins og að samdráttur Evrópu 2008 var sambærilegur við samdrátt þann sem þá átti sér stað innan Bandaríkjanna.

Munum að samdráttur er þegar til staðar í Evrópu!

Útkoman væri því - - djúp kreppa í Evrópu á nk. ári!

 

Hvað gerist ef það verður þessi djúpa kreppa í Evrópu nk. ár?

Augljóslega, mun það stórfellt auka á vandræðin á evrusvæði.

Ríkisstj. Spánar hefur verið að sprikla mikið, og náð að lækka nokkuð á árinu kostnað per vinnustund á Spáni, þannig að bilið varðandi samkeppnishæfni sem Spánn hefur staðið frammi fyrir að þarf að minnka. Það er víst nú minnkað um helming.

Að auki hafa stjv. Spánar verið grimm í niðurskurði þetta ár, og stefnt einnig að grimmd í niðurskurði á nk. ári, og því að innan nk. 2-ja ára. Að loka "samkeppnishæfnis" bilinu.

Ef það skellur á 3-4% viðbótar samdráttur, þá auðvitað fer allt fjárlagadæmið hjá Mariano Rajoy forsætisráðherra í vaskinn, auk þess að ný bylgja aukningar atvinnuleysis skellur á landinu.

  • Það yrði sennilega ástand, mjög nærri neyðarástandi. Með atvinnuleysi, komið í 30% plús e-h.
  • Augljóslega, myndu markaðir æsast við þetta á ný.

Þetta var bara Spánn, ég bendi einnig á að staða Frakklands er viðkvæm. Með skuldastöðu mjög nærri skuldastöðu Spánar, og þar í landi er ekki enn byrjað að ráði að vinna í þeirri endurskipulagningu atvinnulífs og vinnumarkaðar, sem þó er hafin af nokkrum krafti á Spáni.

  • Frakkland mun því líklega lenda í "krísu" þ.e. snögg aukning halla, snögg aukning atvinnuleysis og snögg hækkun skulda sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu í e-h í kringum 100%. 
  • Ég yrði alls ekki hissa, ef að við þetta snögga högg - - þá skapist verulegur órói á mörkuðum v. stöðu Frakklands, og allt í einu fari Frakkland úr hópi ríkja innan evrusvæðis með hagstæðan lántökukostnað, yfir í hóp landa með háan. Þ.e. lendi í hópnum í vanda.

Að sjálfsögðu lenda þá öll aðildarríkin í kreppunni - - en skuldugu löndin verða þá verst úti.

Meira að segja Þýskaland, getur séð skuldastöðu sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, fara í e-h í kringum 90%.

  • Það er alveg hugsanlegt, að meira að segja lántökukostnaður Þýskalands hækki nokkuð - þó það yrði þá ekki hækkun í líkingu við hækkun lántökukostnaðar þann sem mig grunar að myndi dembast yfir Frakkland.

------------------------------

Punkturinn er; að evrusvæði myndi snögglega færast fram á bjargbrúnina á ný!

Í því ástandi sem þá myndi skapast, sé ég ekki hvernig þau mál verði mögulega leyst - - ef Þýskaland heldur áfram að verjast "prentun".

Það þarf ekki að þíða endalok evrunnar nk. ár - en mjög dökk yrði staðan. Svo dökk, að uppbrot fjármálakerfis svæðisins í einingar sem markast af hverju landi fyrir sig, líklega myndi ágerast "hressilega."

Spennan á millifærslukerfi svæðisins þ.e. "Target2" myndi pottþétt aukast einnig "hressilega."

Það er vel hugsanlegt, að evran muni ekki hafa þetta af út nk. ár. Ef "Fiscal Cliff" skellur á Bandaríkjunum, án þess að tekist hafi "mildandi" samkomulag.

 

Ef evran ferst!

Þá getur skollið aftur til baka, yfir til Bandaríkjanna - - högg frá Evrópu.

Ef hún ferst á nk. ári, þá verður það líklega v. þess, að uppbrot svæðisins í einingar utan um þjóðríkin, ágerist það mikið - að viðskiptakerfið fer að brotna niður. Þá verði hamlanir á flæði fjármagns það miklar milli ríkja, að viðskipti hætti að flæða "fullkomlega frjálst."

Það gæti þá orðið snögg minnkun á flæði viðskipta milli landanna, sem myndi þá hratt magna enn frekar upp kreppuna á seinni part ársins.

Við taki þá kerfi, þ.s. flæði fjármagns sé stýrt a.m.k. af hálfu sumra landanna, og aðilar sem ætla að eiga í viðskiptum - þurfi að fá opinberar heimildir fyrir því að færa fjármagn yfir landamæri, vegna viðskipta yfir tilteknu magni.

--------------------------

Þetta gæti gerst vegna uppbrots "Target 2" kerfisins.

En í ástandi kreppu þegar Þýskaland sjálft væri að dragast saman, þegar líklega verður aftur stórfelld aukning á skuldum innan þess kerfis, þá getur það farið svo.

Að "Bundesbank" fari að takmarka það fjármagn, sem hann er til í að láta af hendi rakna - gegn skuldabréfum á ríkissjóði einstakra aðildarlanda.

Ef það gerist, þá mun það alveg um leið, kalla á "höft á flæði fjármagns" af hálfu landa, sem þá væru komin í vanda vegna fjármagnsflótta.

Í þessu ástandi, gæti Frakkland verið í þeim hóp. Ásamt Ítalíu og Spáni.

  • Ef þetta gerist - þá væri það upphafið að endalokum evrusvæðis, eða hið minnsta að verulegri fækkun aðildarríkja þess.

En um leið og einstök lönd loka á milli, þá fara evrur í þeim löndum sem setja verulegar hamlanir á fjármagnsflæði að hafa annað gengi, en evrur í löndum sem enn njóta töluverðs trausts.

En markaðurinn mun vita, að uppsetning hafta, er millibilsástand áður en nýr gjaldmiðill er tekinn upp - - jafnvel þó land sem setti höft á sem neyðaraðgerð.

Hefði engan áhuga á að afnema evruna, þá myndi líklega þróunin í kjölfarið - knýja þá útkomu fram fyrir rest.

M.a. vegna viðbragða markaðarins, sem myndi mjög fljótlega setja "discount"/ afföll á evrur frá slíkum löndum. Þá fara þau lönd, að eiga í vandræðum með, að fá þeim evrum skipt t.d. í Þýskalandi - þó formlega séð væri jafngengi hið lögbundna gengi án "affalla."

Út úr því ástandi, tel ég, væri mjög erfitt að bakka!

Þó fullur áhugi væri til slíks, þá leyfði ástandið það einfaldlega ekki.

Þannig að land sem lendir með evru í höftum, verulega undir gengi evra t.d. í Þýskalandi, Hollandi, Finnlandi og Austurríki.

Væri sennilega tilneytt til að taka upp eigin gjaldmiðil á ný - - innan tveggja ára þaðan í frá.

  • Það væri ekki síst vegna þess, að stöðugt útflæði fjármagns, þó leitast væri við að hindra það, myndi framkalla sífellt harðnandi ástand - peningaþurrðar.
  • Sem er ástand, er væri mjög samdráttaraukandi, því meir sem það meir ágerist.

Ég á erfitt með að trúa því, að land hefði meira úthald í slíkan spíral en ca. 2 ár.
--------------------------

Ég er að tala um svipaðan tímaramma, eftir að rúblusvæðið leystist upp í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna 1991. En rúblusvæðið hætti ekki það ár, heldur nokkru síðar. Þá var það, v. þess að Seðlabanki Rússlands skar á lausafjár-lán til seðlabanka hinna landanna á rúblusvæðinu.

Það væri sambærileg aðgerð við það, að ef "Bundesbank" fer að takmarka veitingu lausafjárlána í gegnum "Target2."

Og afleiðing þeirrar ákvörðunar verður örugglega einnig sú hin sama, þ.e. að gjaldmiðilssvæðið leysist upp á ca. 2 árum. Eða hið minnsta, að aðildarríkjum þess fækki verulega.

Ef það endurtæki sig eins, þá væri eftir ca. 2 ár evran hugsanlega orðin einangruð við tiltekin tiltölulega vel stæð kjarnaríki, sem væru háð Þýskalandi eða með mjög sambærilega hagsveiflu og Þýskaland.

  • Það væri líklega upphaf af því að Suður vs. Norður skipting ESB á efnahagssvæðinu, gæti þróast yfir í raunverulegan klofning í 2-ríkjabandalög innan meginlands Evrópu.

 

Niðurstaða

Kreppa í Bandaríkjunum getur búið til algert neyðarástand á evrusvæði. Lykilatriðið, getur verið að veita athygli því. Hve mikið streymi lausafjár frá "Bundesbank" eykst þá, í gegnum "Target2" millifærslukerfi evrusvæðis. Þegar er til staðar í Þýskalandi verulegur ótti, vegna hinna uppsöfnuðu skulda innan þess kerfis. Þýskaland á megnið af þeim skuldum.

Vandinn er sá, að ef tiltrú á greiðslugetu tiltekinna stórra lykilríkja - hrynur. Þá mun um leið skapast efasemdir um gæði þeirra skulda þ.e. raunverulegt virði, sem þau ríki bjóða sem veð á móti lausafjárlánum. 

Hafandi í huga, að í þessu ástandi væri Þýskaland sjálft komið í kreppu. Þá finnst mér ekki óhugsandi, að Þjóðverjar taki þá ákvörðun - - að takmarka aðgang að þeim lausafjárlánum "einhliða."

Sérstaklega þ.s. ég á erfitt að sjá, að löndin í vanda myndu geta sjálf samþykkt, þær kröfur sem Þjóðverjar líklega myndu setja fram - - um minnkun slíkra lausafjárlána. En það myndi líklega kalla á svo grimman niðurskurð útgjalda, að samfélagslegur stöðugleiki myndi líklega bila. Auk þess, að þá væru þau að sætta sig við "mjög samdráttaraukandi" minnkun peningamagns í umferð.

Ef þau myndu ekki geta bætt sér upp peningaflóttann með lausafjárlánum, yrði að setja á höft á útflæði.

Þjóðverjar væru þá í reynd - að sparka þeim löndum út úr evrunni!

"Everibody for themselves" - eins og sagt er!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband