Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Seðlabanki Evrópu hækkar vexti út 1,25% í 1,5%

Það staðfestist sem flestir analistar héldu, að Seðlabanki Evrópu myndi hækka stýrivexti Evrusvæðis um 0,25%. Sannarlega eru þeir stýrivextir ennþá lágir, í sögulegu samhengi. Það þíðir þannig séð, að lágir vextir eru að styðja við "economic activity" þ.e. hvetjandi fyrir hagkerfin eða heildarhagkerfið.

En, í yfirlísingu stjórnar Seðlabanka Evrópu kemur ekkert fram um Evrukrýsuna né að það sé yfirleitt Evrukrýsa í gangi, nema almenn hvatning til ríkja sem hafi skuldavanda annars vegar og hins vegar tekjuhalla vanda, að fylgja fram áætlunum um niðurskurð annars vegar og hins vegar áætlunum um skipulagsbreytingar innan hagkerfanna til að stuðla að endurkomu hagvaxtar.

Mér finnst svona almenn skírskotun alls ónóg!

En Seðlabankinn hefur aldrei staðið frammi fyrir svo alvarlegum vanda:

  1. Tiltekin lönd eru raungjaldþrota og þurfa vexti helst á "0". Að auki, myndi gengislækkun gagnast þeim.
  2. Önnur lönd, eru á sama tíma, að krefjast vaxtahækkunar og gengishækkunar einnig, vegna þess að þar er verðbólguspenna - alveg nægur hagvöxtur og á sama tíma, ekki efnahagskrýsa né skuldakrýsa.
  3. Það er eiginlega ómögulegt að finna milli-veg. En þessi litla vaxtahækkun, eykur vanda landanna í vanda - á sama tíma, að hún er í reynd ekki næg, til að ná fram þeirri lækkun á verðbólguvæntingum sem land eins og Þýskaland heimtar.
Evrusvæðislöndin í stað þess að færast nær hverju öðru hagkerfislega, og hagstjórnarlega - hafa þvert á móti fjarlægst.

Introductory statement to the press conference, Jean-Claude Trichet, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB,F rankfurt am Main, 7 July 2011

  • "Based on its regular economic and monetary analyses, the Governing Council decided to increase the key ECB interest rates by 25 basis points, after raising rates by 25 basis points in April 2011 from historically low levels."
  • "The further adjustment of the current accommodative monetary policy stance is warranted in the light of upside risks to price stability."
  • "All in all, it is essential that the recent price developments do not give rise to broad-based inflationary pressures over the medium term."
  • "Our decision will contribute to keeping inflation expectations in the euro area firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2% over the medium term."
  • "Such anchoring is a prerequisite for monetary policy to contribute to economic growth in the euro area. "
  • "At the same time, interest rates across the entire maturity spectrum remain low. Thus, our monetary policy stance remains accommodative, lending support to economic activity and job creation."
  • "As expected, recent economic data indicate some deceleration in the pace of economic growth in the second quarter of 2011. While the underlying momentum of economic growth in the euro area continues to be positive, uncertainty remains elevated. We will continue to monitor very closely all developments with respect to upside risks to price stability."


Minnkandi hagvöxtur í mörgum löndum í heiminum, á 2. ársfjórðungi 2011
 
Aftur úr yfirlísingu stjórnar Seðlabanka Evrópu:
 "Recent statistical releases and survey-based indicators point towards a continued expansion of
economic activity in the euro area in the second quarter of this year, albeit at a slower pace. This moderation reflects the fact that the strong growth in the first quarter was in part due to special factors.

Global growth trendsThe positive underlying momentum of economic activity in the euro area remains in place. Euro area exports should continue to be supported by the ongoing expansion in the world economy. At the same time, taking into account the present level of business confidence in the euro area, private sector domestic demand should contribute to economic growth. However, activity is expected to continue to be dampened somewhat by the process of balance sheet adjustment in various sectors."

Eins og þið sjáið virðat þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni hagvaxtarlega, en vandi við þetta hjá þeim er að sýn þeirra er heildræn - en staða ríkja innna Evrusvæðis, er gríðarlega misjöfn um þessar mundir. 

  • Að horfa bara á meðaltöl, getur blindað mönnum sýn á alvarlega undirliggjandi þætti.
Eins og sést á myndinni til hægri, ef þið klikkið á hana kemur stærri útgáfa af henni, og hér er hlekkur á bloggið hans Gavin Davies, en þaðan kemur myndin; þá hefur verið að hægja á hagkerfum heimsins á 2. ársfjórðungi.
 
Margir sérfræðingar hafa skrifað og rætt um hvað er að gerast, og margir vilja meina að þetta sé "soft patch" þ.e. að vöxtur aukist á 3. fjórðungi á ný.
 
En, eitt trend sem getur ógnað þeirri stöðu er að í Bandaríkjunum, hafa húsnæðisverð byrjað að falla á ný.
 
Löndin í Suður Evrópu, hafa ekki farið varhluta af þessu, og í júní mældist samdráttur í iðnframleiðslu í:
  • Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Írlandi og Portúgal.
  • Það er einmitt staða þeirra sem ég legg áherslu á.
En Spánn og Ítalía virðast nú í hreinni kyrrstöðu þ.e. staðan nákvæmlega eða nær nákvæmlega í járnum.
 
Slík staða er einmitt mjög viðkvæm!
 
 
Hættan sem vaxtahækkunarferli Seðlabanka Evrópu skapar! 
  • Vaxtahækkunarferli ofan í vanda Grikklands, Írlands og Portúgals, og að auki ofan í viðkvæma stöðu Ítalíu og Spánar; getur reynst vera glapræði.
  1. En vextir munu auka vanda þeirra fjölmörgu skuldugu aðila innan þeirra hagkerfa, og hafa því samdráttaraukandi áhrif.
  2. Að auki, er vaxtahækkunin líkleg til að stuðla að gengishækkun Evru vs. Dollar, Jen og Pund, þ.s. vextir eru mjög lágir í Bandar., Bretlandi og Japan og verða áfram. Þetta munu margir Evrusinnar í fávisku taka sem vísbendingu um styrk Evrunnar. En, þessi hækkun getur verið mjög Firrískur sigur í þeim skilningi, því hún mun draga úr samkeppnishæfni atvinnuvega ríkjanna í vanda, auk Ítalíu og Spánar.
  • Lagt saman, þ.s. Spánn og Ítalía virðast í hreinni kyrrstöðu nú - gæti vaxtahækkunarferli Seðlabanka Evrópu, ítt þeim löndum alla leið yfir í samdrátt.
  • Ef það gerist, þá fara markaðir fyrir alvöru að veðja gegn þeim.
  • En vaxtakrafa þeirra er þegar óþægilega há fyrir 10. ára bréf.
  • Ef Ítalía fer - getur það reynst raunverulegt banamein Evrunnar sbr. 1.800ma.€ skuldir ríkissjóðs Ítalíu.
Samkvæmt fréttum dagsins í gær, var 10. ára vaxtakrafa:
  • Spánn 5.56%
  • Ítalía 5.08 hækkun úr 4,99%
Vaxtakrafa fyrir bæði löndin verður að teljast óþægilega há, einkum Ítalíu sem nálgast að skulda um 120% af þjóðarframleiðslu. Þó svo Ítalir hafi verið að stýra skuldum sínum vel með góðri dreifingu greiðsla, þá hefur mjög léleg hagkerfisleg staða Ítalíu í gegnum árin þ.e. sl. áratug, komið í veg fyrir að Ítalíu hafi verið unnt, að lækka skuldastöðu.
 
Á þessu ári munu skuldir ítalska ríkisins fara í 120% af þjóðarframleiðslu. Og þær eru að auki ótrúleg upphæð eða í kringum 1.800ma.€.
 
Á fyrsta ársfjórðungi, var halli á ríkissjóði Ítalíu 7,7% sem hlufall af þjóðarframleiðslu en ekki útgjöldum ríkisins. Það er óskaplega mikill halli.
 
Það er því full ástæða að líta á vanda Ítalíu sem stóra tímasprengju!
  • Ekki víst að þessi hækkun Seðlabanka Evrópu ein og sér geri útslagið, en ECB virðist á hækkunarferli, og frekari hækkanir eru líklegar.
  • Crunch gæti þá komið í haust - en mér lýst ef eitthvað er enn verr á stöðu Ítalíu.
  • Ítalía er fíllinn í postulínsbúðinni!
 
Niðurstaða
Afstaða Seðlabanka Evrópu sem fram kemur í yfirlísingu sem hlekkjað er á að ofan, veldur vonbrigðum þó svo að innihald hennar hafi ekki komið á óvart. En skoðanir og afstaða seðlabankamanna hefur legið fyrir um nokkurt skeið.
 
Því miður sýnist mér að afstaða Seðlabankans sé líkleg til að auka líkur á stórfelldu hruni á Evrusvæðinu, og sé því alls ekki hjálpleg - nema ef til vill í augum þeirra sem vilja evruna feiga.
 
 
Kv.

Starfsmenn Citigroup, telja skuldir gríska ríkisins ná 180% af þjóðarframleiðslu! Ekki of seint að bjarga Evrunni frá hruni!

Þetta kemur fram á vef Financial Times. En, þar má einnig sjá upplýsingar úr skýrslu Credit Suisse um Portúgal. En sérfræðingar Credit Suisse benda á, að ástand mála heilt yfir í Portúgal sé ekki að ráði betra en í á Grikklandi, vegna óskaplegra skulda einka-hagkerfisins sem séu mun meiri að umfangi í staðinn fyrir umfang ríkisskulda á Grikklandi.

 

Það er klárt að afskriftir skulda eru nauðsynlegar!

Credit Suisse - "Our models say that Portugal needs a 30% haircut to its gov. debt...because: a) private sector leverage is 230% of GDP...for comparison 160% of GDP in the US and we assume a third of the cost of getting rid of this excess private sector leverage will be imposed on the government and hence government debt to GDP rises to 134% of GDP by 2014...and b) there has been an absolutely shocking loss of competitiveness. Portugal has a current account deficit of 9% of GDP but has had just 0.5% GDP growth per year over the past decade in spite of the large increase in government spending...we believe that Portugal’s trend rate of growth excluding the government sector is negative and this of course makes the fiscal arithmetic much harder."
 
Þetta mynnir að einherju leiti á vanda atvinnulífsins hér, og einnig almennings, þ.e. krafa er uppi um að létt sé af skuldum, að ríkið þurfi að koma til.
 
Takið eftir niðurstöðu, að á sl. áratug hafi vöxtur atvinnulífs verið neikvæður, það hafi verið útþensla ríkisins sem bætti um og gott betur. Slíkt gengur auðvitað ekki lengi.
 
Nú fer kannski einhver að spyrja hvað skuldir meðal almennings og/eða fyrirtækja komi ríkinu við. En lylikatriðið er geta til vaxtar þ.e. þung skuldabyrði almennings og atvinnulífs, dregur niður fjárfestinga-getu og einnig neislu, þannig mögulegann hagvöxt.
 
Skortur á hagvexti, kemur svo niður á framtíðartekjumöguleikum ríkisins og minnkar greiðslugetu þess gagnvart skuldum, því er niðurstaðan að portúgalska ríkið geti ekki borið þessar skuldir, þurfi 30% beina höfuðstóls-lækkun.
 
 
Citigroup - "assumptions...are:...fiscal tightening between 2011 and 2014...10.8 per cent of GDP in Greece, 8.3 per cent in Portugal, 7.3 per cent in Ireland and 5.7 per cent in Spain; interest cost of new funding rising from close to 5 per cent to 5.6 per cent in 2014 for Greece, Portugal and Ireland"
  • Citi gerir ráð fyrir umtalsverðum niðurskurðar-aðgerðum, en samt þróist skuldastaðan í þessa átt.
  • Þeir sjá enga lækkun skulda miðað við þessar forsendur nokkurs staðar á sjóndeildarhringnum.
 
Þetta fittar vel við niðurstöðu sérfræðings Credit Suisse um Portúgal, en skv. sérfræðingum Citi verða skuldir ríkissjóða eftirfarandi ríkja árið 2014:
  • Portúgal 135%
  • Írland 145%
  • Grikkland 180%
  • Fyrir ríkisskuldir við árslok 2014.
Í seinni greininni er bent á að AGS skv. reglum samþykki aldrei niðurfærslu skuldar við sig, þannig að skuldir við AGS komi ekki til greina til afskrifta. Þannig, að þá bitni lækkun á öðrum skuldum, og hækki það hlutfall sem þarf að afskrifa, miðað við útreikning sem myndi ekki taka tillit til þessarar staðreyndar.
 
Að auki er gert ráð fyrir að skuldirnar verði viðráðanlegar við 80%.
 
Að frádregnum skuld við AGS, hækkar afskriftaþörf á rest upp í:
  • Portúgal 45%.
  • Írland 50%.
  • Grikkland 65%.
En, orðalag Citi niðurstöðunnar, er nánar tiltekið að löndin muni geta sókt sér lánsfé á viðráðanlegu verði, þegar skuldir eru komnar niður í 80%.
 
City reiknar einnig dæmi, ef leitast er við að láta einka-aðila eina bera skaðann, þannig að ríkissjóðir neiti að taka á sig tjón, AGS sé einnig undanskilið. Við þetta verði afskriftaþörf:
  • Portúgal 60%
  • Írland 63%
  • Grikkland 97%
Það liggur þó á að framkvæma þessa aðgerð, ef ríkið á að sleppa en því lengur sem frá líður, því hærra verður hlutfall skulda í eigu AGS og skattgreiðenda aðildarríkja ESB í gegnum björgunarsjóðinn. En um mitt næsta ár verða AGS + neyðarsjóður, kominn með meirihluta skulda Grikklands. Svo, að þá þarf að framkvæma aðgerðina helst á þessu ári.
 
Síðan sleppa skattgreiðendur ekki endilega alveg, ef leitast er við að hámarka skaða einka-aðila með þessum hætti, því nokkur fj. þeirra er líklegur að verða fyrir það miklum skaða að þeir muni þurfa að óska eftir aðstoð eigin ríkissjóða - þá vísað til bankastofnana einkum.
 
Martin Wolf: "Only after debt is on a sustainable path is confidence likely to return." - "...present value of the cost of debt must be drastically lowered"..."In its absence, failure...is close to a certainty."
 Ég teka algerlega undir sjónarmið Martin Wolf.
 
 
Vaxtakrafa fyrir 10. ára bréf!
Markaðirnir virðast sammála þessari niðurstöðu, skv. upplýsingum Martin Wolf þá er álag sem þeir krefjast ofan á 10. ára þýsk ríkisskuldabréf fyrir eftirfarandi ríki:
  • Portúgal 8,18%
  • Írland 8,75%
  • Grikkland 13,4%
Samkvæmt fréttum dagsins í dag, var 10. ára vaxtakrafa:
  • Portúgal 11.75% hækkun úr 10.75%
  • Írland (síðast er ég vissi kringum 11%)
  • Grikkland 16.18%
  • Spánn 5.56%
  • Ítalía 5.08 hækkun úr 4,99%
Aukin skynjun markaða vegna Ítalíu veldur klárt áhyggjum vegna óskaplegra skulda Ítalíu, en það kemur til að mikill samdráttur hefur verið í hagvexti á Ítalíu og Spáni í vor og sumar, en Ítalía er meiri ógn því upphæð skulda þeirra er meir en 2-föld upphæð skulda Spánar, kringum 1.800ma.€.
 
 
Hættan sem vaxtahækkunarferli Seðlabanka Evrópu skapar!
  • Ég hef að auki áhyggjur af líklegri vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu þann 7/7 þ.e. á morgun, þegar næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Evrópu er.
  • En vaxtahækkunarferli ofan í vanda Grikklands, Írlands og Portúgals, og að auki ofan í viðkvæma stöðu Ítalíu og Spánar; getur reynst vera glapræði.
  1. En vextir munu auka vanda þeirra fjölmörgu skuldugu aðila innan þeirra hagkerfa, og hafa því samdráttaraukandi áhrif.
  2. Að auki, er vaxtahækkunin líkleg til að stuðla að gengishækkun Evru vs. Dollar, Jen og Pund, þ.s. vextir eru mjög lágir í Bandar., Bretlandi og Japan og verða áfram. Þetta munu margir Evrusinnar í fávisku taka sem vísbendingu um styrk Evrunnar. En, þessi hækkun getur verið mjög Firrískur sigur í þeim skilningi, því hún mun draga úr samkeppnishæfni atvinnuvega ríkjanna í vanda, auk Ítalíu og Spánar.
  • Lagt saman, þ.s. Spánn og Ítalía virðast í hreinni kyrrstöðu nú - gæti vaxtahækkunarferli Seðlabanka Evrópu, ítt þeim löndum alla leið yfir í samdrátt.
  • Ef það gerist, þá fara markaðir fyrir alvöru að veðja gegn þeim.
  • En vaxtakrafa þeirra er þegar óþægilega há fyrir 10. ára bréf.
  • Ef Ítalía fer - getur það reynst raunverulegt banamein Evrunnar sbr. 1.800ma.€ skuldir ríkissjóðs Ítalíu.
  • Ekki víst að þessi hækkun á morgun ein og sér geri útslagið, en ECB virðist á hækkunarferli, og frekari hækkanir eru líklegar.
  • Crunch gæti þá komið í haust!
Bendi á nýlega ræðu Jean-Claude Trichet bankastjóra Seðlabanka Evrópu:
 ""As regards price developments, we are observing continued upward pressure on prices, especially in the earlier stages of the production process. Inflation in the euro area stood at 2.7% in May, after 2.8% in April." - "Risks to the medium-term outlook for price developments continue to be on the upside." - "As you are aware, we are strongly determined to secure that inflation expectations remain firmly in line with our aim of keeping inflation rates below, but close to, 2% over the medium term." - "...as I said in the press conference after the last Governing Council, we see the monetary policy stance as still accommodative and risks to price stability on the upside. Accordingly, I said that we are in a state of strong vigilance and that we stand ready to act in a firm and timely manner to avoid that recent price developments give rise to broad-based inflationary pressures over the medium term."
Eins og sést, er áherslan á upplifun um verðbólguþrýsting, síðan ef lengra er lesið sem menn geta gert ef þeir virkja hlekkinn er gert lítið úr hættunni fyrir hagkerfi í vanda. Eða það finnst mér. Flestir skríbentar erlendis, telja þessa ræðu benda sterklega til vaxtahækkunar á morgun.
 
 
Niðurstaða
Eins og fram hefur komið ríkir mjög alvarleg skuldakreppa á Evrusvæðinu, tiltekin ríki í reynd greiðsluþrota, þó svo líklega sé eitthvað lengur unnt að íta þeim vanda áfram. En, ég er ekki á því að með því að íta honum áfram, skófla meiri peningum á vandann, sé dregið úr hættunni.
 
Mig grunar að því lengur sem ósjálfbært ástand viðhelst, því meiri sé hættan fyrir svæðið allt. En, stöðugt vofir yfir sú hætta, að vandinn magnist og dragi sjálfa Evruna niður með sér. Sú hætta er stöðugt og viðvarandi, meðan ástand ríkja í vanda heldur áfram að vera svo klárt ósjálfbært.
 
Ég held að betra sé að ráðast beint að sjálfbærnis-vandanum, hvað a.m.k. skuldastöðuna varðar, það minnki líkur á því að vandi tiltekinna ríkja magnist yfir í vanda fyrir allt kerfið.
 
Sannarlega verður þá enn til staðar samkeppnishæfnis vandinn, sem einnig er alvarlegur og getur aftur framkallað erfiða skuldastöðu á ný. En, sá er hvort eð er óviðráðanlegur ef ekki er slakað á klónni, en með eftirgjöf skulda getur verið unnt að glíma við þann vanda. Annars nær örugglega ekki.
 
Sumir vilja meina, að ef slakað er á skuldastöðunni, þá minnki þrýstingur á lönd í vanda til að framkvæma tiltekt heima fyrir.
 
En hugsanlega væri unnt að sjá við því, með því að bjóða fyrirgefningu skulda í lotum, þannig að eitt skref fáist gegn uppfyllingu tiltekinna skilyrða alveg eins og um AGS plan væri að ræða, svo komi næsta eftirgjöf að launum fyrir næsta stig árangurs.
 
Þetta væri mun jákvæðari leið þ.e. gulrót í stað refsingar!
 
En, ef áfram fer sem horfir, án stefnubreytingar, þá sé mjög raunveruleg hætta á stjórnlausu hruni - það sé í reynd öruggt einfaldlega ekki unnt að tímasetja það, og slíkt hrun mjög raunverulega geti rústað Evrunni og í framhaldinu skapað heimskreppu.
 
Enn sé ekki of seint að koma í veg fyrir slíkt hrun - en tíminn er ekki endalaus, og ég efast í dag um að mikið sé eftir af slíkum tíma. Talið í mánuðum, ekki árum - ekki viss um að mál haldist út árið.
 
 
Kv.

Moody's fellir Portúgal í rusl!

Þetta er glæný frétt sem fer nú hamförum á helstu fréttavefjum. Fyrstu viðbrögð markaða þegar komin fram, þ.e. Evran sem hefur verið í hækkunarferli gegn dollar síðan sl. helgi, féll aftur til baka gegn dollar. Svona virðist dollar og evra jó-jóa eftir því, hvort erfiðleikar í Bandar. eða Evrópu, eru meir áberandi í fréttum þá stundina.

Wall Street Journal - Moody's Downgrades Portugal to 'Junk'

Bloomberg - Euro Extends Decline Versus Greenback After Moody’s Cuts Portugal to Junk  

Bloomberg - Portugal Ratings Cut to Junk by Moody’s

Bloomberg - Euro Weakens as Moody's Cuts Portugal's Credit Rating; Yen Recoups

Reuters - Moody's downgrades Portugal

 

Eins og ég skil áhyggjur Moodie's manna, þá einfaldlega óttast þeir að eins og var reyndin með Grikkland, þá takist ekki að fylgja niðurskurðar og kostnaðarlækkunarprógrammi fram, að því marki sem ráð er fyrir gert.

  • Þannig að eins og kom í ljós þetta sumar, höfðu ekki áætlaðar aðgerðir verið framkvæmdar nema að hluta. 

Síðan óttast þeir, eins og reynslan hefur verið með Grikkland fram að þessu, að samdráttur landsframleiðslu reynist meiri en fyrirfram var ráð fyrir gert, og það einnig grafi undan prógramminu.

Að lokum, virðist þetta prógramm vera uppsett eins og hin fyrri, þ.e. prógrammið er undirfjármagnað - gert er ráð fyrir að ríkið fari á markað til að sækja sér pening.

Í tilviki Portúgals eins og fram kemur, er það 2013 eða ári seinna, en ætlast var til að Grikkland myndi sækja sér frekari fjármögnun á markaði fyrir skuldabréf.

Moodie's óttast sem sagt, endurtekningu að í ljós komi að Portúgal muni ekki geta sókt sér fé á markað, og þurfi því frekari björgun.

 

---------------------------------------------------Moody's

The following drivers prompted Moody’s decision to downgrade and assign a negative outlook:

1. The growing risk that Portugal will require a second round of official financing before it can return to the private market, and the increasing possibility that private sector creditor participation will be required as a pre-condition.

2. Heightened concerns that Portugal will not be able to fully achieve the deficit reduction and debt stabilisation targets set out in its loan agreement with the European Union (EU) and International Monetary Fund (IMF) due to the formidable challenges the country is facing in reducing spending, increasing tax compliance, achieving economic growth and supporting the banking system.

RATINGS RATIONALE

The first driver informing today’s downgrade of Portugal’s sovereign rating is the increasing probability that Portugal will not be able to borrow at sustainable rates in the capital markets in the second half of

2013 and for some time thereafter. Such a scenario would necessitate further rounds of official financing, and this may require the participation of existing investors in proportion to the size of their holdings of debt that will become due.

Moody’s notes that European policymakers have grown increasingly concerned about the shifting of Greek debt held by private investors onto the balance sheets of the official sector. Should a Greek restructuring become necessary at some future date, a shift from private to public financing would imply that an increasingly large share of the cost would need to be borne by public sector creditors. To offset this risk, some policymakers have proposed that private sector participation should be a precondition for additional rounds of official lending to Greece.

Although Portugal’s Ba2 rating indicates a much lower risk of restructuring than Greece’s Caa1 rating, the EU’s evolving approach to providing official support is an important factor for Portugal because it implies a rising risk that private sector participation could become a precondition for additional rounds of official lending to Portugal in the future as well. This development is significant not only because it increases the economic risks facing current investors, but also because it may discourage new private sector lending going forward and reduce the likelihood that Portugal will soon be able to regain market access on sustainable terms.

The second driver of today’s rating action is Moody’s concern that Portugal will not achieve the deficit reduction target — to 3% by 2013 from 9.1% last year as projected in the EU-IMF programme — due to the formidable challenges the country is facing in reducing spending, increasing tax compliance, achieving economic growth and supporting the banking system. As a result, the country may be unable to stabilise its debt/GDP ratio by 2013. Specifically, Moody’s is concerned about the following sources of risk to the budget deficit projections:

1) The government’s plans to restrain its spending may prove difficult to implement in full in sectors such as healthcare, state-owned enterprises and regional and local governments.

2) The government’s plans to improve tax compliance (and, hence, generate the projected additional revenues) within the timeframe of the loan programme and, in combination with the factor above, may hinder the authorities’ ability to reduce the budget deficit as targeted.

3) Economic growth may turn out to be weaker than expected, which would compromise the government’s deficit reduction targets. Moreover, the anticipated fiscal consolidation and bank deleveraging would further exacerbate this. Consensus growth forecasts for the country have been revised downwards following the EU/IMF loan agreement. Even after these downward revisions, Moody’s believes the risks to economic growth remain skewed to the downside.

4) There is a non-negligible possibility that Portugal’s banking sector will require support beyond what is currently envisaged in the EU/IMF loan agreement. Any capital infusion into the banking system from the government would add additional debt to its balance sheet.

Moody’s acknowledges that its earlier concerns about political uncertainty within Portugal itself have been largely resolved. Portugal’s national elections on 5 June led to the formation of a viable government, both components of which had campaigned on the basis of supporting the EU-IMF loan agreement negotiated by the previous government. Moody’s also acknowledges the policy initiatives announced at the end of June demonstrate the new Portuguese government’s commitment to the programme.

However, the downside risks (as detailed above) are such that Moody’s now considers the government long-term bond rating to be more appropriately positioned at Ba2. The negative outlook reflects the implementation risks associated with the government’s ambitious plans.

WHAT COULD CHANGE THE RATING UP/DOWN

Developments that could stabilise the outlook or lead to an upgrade would be a reduction in the likelihood that private sector participation might be required as precondition for future rounds of official support or evidence that Portugal is likely to achieve or exceed its deficit reduction targets.

A further downgrade could be triggered by a significant slippage in the execution of the government’s fiscal consolidation programme, a further downward revision of the country’s economic growth prospects or an increased risk that further support requires private sector participation.

-----------------------------------------Moody's

 

Niðurstaða

Ég held að áhyggjur Moodie's manna séu algerlega réttmætar. En, ef þeir óttast um það hvort Portúgal komist á markað 2013. Hvað þá með Írland sem enn er ráðgert eins og var reyndin með Grikkland, að muni sækja sér fé á næsta ári.

En, ég stórefa að Írar muni ná því í ljósi mjög hárrar vaxtakröfu sbr. 10 ára bréf á bilinu milli 10-11%.

Þetta mál reikna ég með að gjósi upp á næstu vikum eða mánuðum. 

-------------------------

Síðan má ekki gleyma snilldinni, að nýtt björgunarplan Grikklands hefur nú endurskoðun á 3. mánaða fresti þ.e. næst í september nk. Þá má í hvert sinn reikna með nýju drama þ.e. - fær Grikkland peninginn greiddann út eða verður það greiðsluþrota?

Svona skemmtileg stöðug spenna sem er framundan, sérdeilis í ljósi þess hve óskaplega krefjandi það er, en Grikkland þarf að spara cirka heil fjárlög af útgjöldum næstu 3. árin.

 

Kv.


Eru spekúlantar að græða á óförum Grikklands?

Ég las í dag frábært viðtal við Wolfgang Schäuble, sem er fjármálaráðherra Þýskalands. Það er klárt að mikill munur er á gæðum spurninga blaðamanns Der Spiegel, og íslenskra blaðamanna. En, sjá hérna tvær öflugustu spurningarnar:

'We Can't Allow a Second Lehman Brothers'

"SPIEGEL: The beneficiaries of your policies are international speculators. During the financial crisis, they were able to count on having the state buy up ailing banks in danger of collapse. They can now count on taxpayers financing countries whenever they go bankrupt. Where will this end?"

"SPIEGEL: One more time: In return for having agreed to hold on to their bonds for a longer period, banks will be allowed to charge extremely high interest rates while also getting state guarantees. It would be hard to demonstrate more clearly that the speculators are the ones setting the conditions."

  • Ég hvet alla til að lesa viðtalið - en þetta kallar maður að spyrja lykilspurninga!

Þetta er einmitt málið - að eins og svokölluð björgunaráætlun mun virka, þá er klárt verið að verðlauna fjárhagslega spekúlanta, fyrir akkúrat það að veita áhættusöm lán eða fyrir að kaupa áhættusöm skuldabréf.

En, veiting viðbótarlána er til að Grikkland, geti greitt áfram af öðrum lánum, svo björgunarsjóðurinn fer beinlínis í að greiða þeim, sem veittu lán til Grikklands án þess að ath. nægilega vel raun greiðslugetu þess, eða hafa verið að fjárfesta í skuldabréfum þeim sem Grikkland hefur verið að selja síðan 2008, ekki síst á þetta við þau skammtímabréf sem Grikkir hafa selt gegn mjög háum vöxtum 2010 og 2011.

Spekúlantar hafa einmitt verið að kaupa þessi bréf - því veðmálið er að ríkisstjórnirnar borgi.

 

Hagfræðingurinn Stefan Homburg - frétt. - 'The German Government Will Pay Up'

"Homburg: In recent days, I myself have invested a considerable sum in Greek bonds. They will mature in one year's time and, if all goes well, produce a 25 percent return on investment. I sleep very soundly at night because I believe in the boundless stupidity of the German government. They will pay up."

 

Homburg er þarna skemmtilega kaldhæðinn - en svona er þetta nákvæmlega, það er eins og að ríkisstjórnirnar séu að láta spekúlanta smala sér eins og sauðum inn í rétt - sjá nánar orð Homburgs.

 

"Homburg: No. The contagion spreads in precisely the opposite direction, because many banks and hedge funds benefit from the following business model.

  1. Step one: They sell the bonds of the country concerned.
  2. Step two: They spread negative rumors about the country.
  3. Step three: After bond prices have fallen, they buy them back cheaply.
  4. And, finally, they take governments for a ride with this nonsense that a default would have devastating consequences.
In a zero-sum game, there are not only losers, like us taxpayers, but also winners."

 

Svo spekúlantar eru sigurvegararnir sem setja í vasann það fé sem skattborgarar, leggja fram til að halda Grikklandi uppi örlítið lengur - en þegar Grikkland hrynur loks mun tapið nær eingöngu lenda á skattgreiðendum.

En ef, Grikkland yrði gjaldþrota á þessu ári, þá er það enn svo, að meir en 50% skulda er í eigu einka-aðila. 

Það má því virkilega velta því fyrir sér, en ef núverandi plan heldur áfram, þá mun þegar um mitt næsta ár hlutfall skulda Grikklands í rauneigu evrópskra skattgreiðenda, fara yfir 50% - síðan fara hækkandi ár frá ári, þangað til að undir lok 2014 munu skattgreiðendur rauneiga í kringum 70% skulda Grikklands.

Svo það er eins og að, verið sé að smala pólitíkusunum, í vissa átt - þ.e. til þess að samþykkja að tryggja gróða spekúlanta og áhættusækinna banka.

 

Síðan er það svokallað Franskt plan - French Plan:

  1. Fyrir hverjar 100€ sem falla á gjalddaga fær einkabanki 30€ beint á eigin reikning.
  2. Banki sem þátt tekur í plani, endurlánar 70€ til Grikklands, á 5,5% vöxtum sem hækka í 8% ef Grikkland nær 3% hagvexti.
  3. Ríkisstjórn Grikklands, fær þó einungis að nýta 50€ en verður að kaupa tryggingu fyrir 20€, þ.e. "AAA-rated" bréf sennilega af björgunarsjóð Evrópu, sem í gegnum þann sjóð verða baktryggð af aðildarríkjum Evru. En, þau verða "zero coupon" eða "0" vextir sem þíðir, að þau munu ekki veita grískum stjv. nokkra vexti á móti.
  4. Afleiðingin er sú, að Grikkland fær 50€ þó Grikkland borgi 5,5% vexti af 70€ eða 8%. Þetta er sambærilegt við að þeir borgi kringum 7% vexti fyrir 50€ því þ.e. þ.s. þeir í raun fá eða rúml. 11% þ.e. ef hagvöxtur nær 3%. Slíkur vöxtur verður þó að skoðast sem mjög ólíklegur.

Það merkilega er, að þó þetta plan sé svo klárt óskaplega dýrt fyrir Grikki, þá bregðast haukarnir í Standards&Poors við með eftirfarandi hætti:

Bloomberg - EU Rescue Effort May Prompt Greek Default Rating

"tandard & Poor’s said today a rollover plan serving as the basis for talks between investors and governments would qualify as a distressed exchange and prompt a “selective default” grade. That may leave the bondholders unwilling to complete the transaction and the European Central Bank unable to accept Greek government debt as collateral, impairing the lifeline it has provided the country’s banks."

Reuters - S&P warning adds default threat to Greece's bailout 

"Greece would likely be in default if it follows a debt rollover plan pushed by French banks, S&P warned on Monday, deepening the pain of a bailout that one European official said will cost Athens sovereignty and jobs..."

FT.com - S&P deals blow to Greek bail-out plan

French and German banks’ plan to roll over their holdings of Greek debt suffered a blow on Monday as Standard & Poor’s, the credit rating agency, said the move would amount to a default.

 

Það virðist sem að S&P álíti dílinn of ódýrann - en, skv. viðmiðum fyrirtækjanna skoða þeir einkum verð þau sem fjárfestar fá í mati á því, hvort skiptin eru "distressed" eða ekki.

  • En þekkt er, að hin svokölluðu lánsmatsfyrirtæki, eru eins og sagt er "investors friendly."
  • En, af þessu að dæma, virðist sem að blaðamaður Der Spiegel að ofan, hafi virkilega haft "insiders info" er hann spurði spurninga sinna - sjá efst.

 

Til að bæta gráu ofan á svart er það staðfest af Evrópusambandinu, að samdráttur muni ríkja á Grikklandi a.m.k. út þetta ár!

FT.com - Greece to see out year in recession -  The European Union has warned that Greece will stay in recession for the rest of this year...set to shrink 3.75 per cent in 2011...“Contrary to earlier expectations, economic activity is expected to continue contracting in the second half of 2011..."

Það er þó spáð mjög veikum vexti 2012 eða 0,6% - en miðað við að fram að þessu, hafa allar spár um vanda Grikklands reynst of bjartsýnar, þá myndi ég ekki hengja mig upp á að það verði vöxtur á næsta ári.

Þvert á móti í ljósi óskaplega harkalegra aðgerða, og mjög mikillar hættu á því að enn frekari aðgerða verði krafist, en nánast öruggt virðist manni að eignasöluplanið muni ekki virka þ.e. verð verði langt undir væntingum; þá myndi mér ekki koma á óvart að Grikkland fari í svokallaðann dauðaspíral.

----------------------------------

Ég bendi á mjög skemmtilega grein Der Spiegel International, en þar er brugðið upp mynd af því hvernig það væri fyrir Þýskaland, að þurfa að takast á við sambærilegt prógramm og stendur til að pína Grikki til að undirgangast, en niðurstaða Der Spiegel er að það væri helvíti fyrir Þjóðverka:

Der Spiegel International - Greek-Style Austerity Would Be Hell for Germans

Að lokum bendi ég á þessa grein, en mér finnst þar fyrrum ráðherra, koma fram með ágæta punkta.

Telegraph - Greece cannot borrow its way out of this debt crisis

 

Niðurstaða

Málið er að ef Grikkland væri sett í þrot á þessu ári, þá myndi það spara skattgreiðendum stórfé. Þeir sem tapa, eru spekúlantar og önnur áhættusækin fjármálafyrirtæki. En, það er eins og að aðilar eins og Seðlabanki Evrópu, lánsmatsfyrirtæki og síðan pólitíkusar; gangi erinda spekúlanta.

Í einhverjum tilvikum, geta skattgreiðendur neyðst til að aðstoða tilteknar bankastofnanir, en eins og blaðamaður Der Spiegel bendir á, þá eru þær stofnanir allar þekktar. Spurning hvort þetta Lehmans Brothers tal er ekki einfaldlega hræðsluáróður, en Grikkland er ekki nema 3% af heildarhagkerfi Evrusvæðis. Einmitt vegna þess að það liggur alveg fyrir hverjir eiga skuldir þess, öfugt við Lehman Brothers þá er unnt að gera ráðstafanir fyrirfram. 

Þannig, að hættan ætti í reynd ekki að vera nein umtalsverð, af stýrðu greiðsluþroti.

Hafandi það í huga er erfitt að skilja þær einörðu fullyrðingar stjórnenda Seðlabanka Evrópu, nema að maður hreinlega reiknar með að þeir, séu að ganga erinda spekúlanta.

En sjá eftirfarandi grein The Econmist, sem einmitt sýnir fram á, að sennilega sé ekkert að óttast:

The Economist - Fear of fear itself.

En, þvert á móti þá sé ég ekki betur en að Stefan Homburg hafi rétt fyrir sér, en hann segir m.a. að þvert á móti, auki frekari lánveiting áhættuna sem fylgir Grikklandi. Það held ég að sé einmitt hárrétt. 

Vanalega hallast ég ekki að samsæriskenningum, en þegar maður sér undarlegar ákvarðanir - sérstaklega enduteknar slíkar, þá fer maður að velta þeim frekar fyrir sér.

 

Kv.


Argentína við Eyjahaf

Mjög merkilegt en satt, en akkúrat fyrir 10. árum síðan þ.e. júní 2001, var Argentína alveg eins og Grikkland er í dag, á barmi greiðsluþrots. Það er ótrúlega sterk kaldhæðni í því að telja upp þau atriði sem eiga við bæði löndin.

FT.COM -Dithering risks creating the Argentina on the Aegean

  • "Narrow self-reinforcing political elite? Yep."
  • "Chronic growth-sapping corruption? Check."
  • "Public finance incontinence? Got it."
  • "Culture of tax evasion? Our speciality. "

Argentína gerði einnig tilraun með svokallað "voluntary debt swap" en einungis 6. mánuðum seinna, var landið hrunið í greiðsluþrot.

Spurning hvort það sama mun eiga við um Grikkland, að það næstkomandi desember verði það gjaldþrota.

Fleira má tína til, en þegar Argentína var að sigla fram af bjargbrúninni, þá flúði töluvert af einkafjármagni út úr bönkum í Argentínu, til Montevideo þ.e. Úrúgvæ.

Tveim árum seinna þ.e. 2003 lenti Úrúgvæ einnig í vandræðum, en þau vandræði tengdust því fjármagni sem hafði flúið frá Argentínu, sem átti sér stað vegna vandræða í bankakerfinu þar þegar féð streymdi svo aftur snögglega út.

Skv. fréttum frá Financial Times, gætir fjármagnsstreymis frá Grikklandi til Kýpur - sem virðist líkjast fjármagnsstreyminu af bankareikningum í Argentínu til Úrúgvæ á sínum tíma.

 

Hvað segja fréttir helgarinnar?

WSJ - Greece Awaits Further Rescue

"Euro-zone finance ministers signed off on a new slice of bailout money for Greece, avoiding a financial meltdown this month..." - "Ministers also decided they would agree by September on arrangements for a new bailout to supplement the €110 billion package they agreed on last year but which..."

 

Það sem átti sér stað 3/7 þegar fjármálaráðherrar Evrusvæðis funduðu, var hið algera lágmarks samkomulag - þeir samþykktu að láta Grikkland fá sinn hluta áfanga greiðslu skv. björgunaráætluninni frá því í fyrra. 

En björgunarpakkinn frá því í fyrra, var skipt 2/3 - 1/3 milli ESB og AGS, þannig að í hvert sinn sem svokölluð endurskoðun á sér stað, þá greiðir björgunarsjóður Evrusvæðis 2/3 og AGS 1/3 ef Grikkland er talið hafa staðið við markmið áætlunar.

Annars reglum skv. er báðum stofnunum ekki heimilt að greiða. En nú hafa ráðherrar Evrusvæðis ákveðið að greiða Grikklandi sinn hluta af áfangagreiðslu í ljósi atkvæðagreiðsla á gríska þinginu í sl. viku, er ríkisstj. Grikklands náði í gegn formlegu samþykki á viðbótar niðurskurði ásamt stórfelldri sölu ríkisfyrirtækja.

Þær áætlanir hafa þó mjög takmarkaðann trúverðugleika - svo meira sé ekki sagt.

Síðan kemur í ljós þann 15/7 nk. þegar AGS tekur formlega ákvörðun um greiðslu síns hluta, hvort ákvörðun ráðherranna telst fullnægjandi skv. reglum AGS.

En strangt til tekið, má AGS ekki leggja fram fjármagn, nema endurgreiðsla þess sé tryggð. Og þ.e. virkilega orðið vafasamt að það eigi við - þ.e. að endurgreiðsla fjármagns AGS sé triggð.

Varnaðarorð starfsmanna AGS voru að, skv. reglum yrði fjármögnun Grikklands að vera triggð næstu 12. mánuðina - en það á klárt ekki við!

Það virðist samt af orðum ráðherrana að marka, að þeir telji fullvíst að AGS muni einnig greiða út sinn hluta.

Sjáum til - segi ég!

 

Getur Þýskaland geta þolað sambærilegt niðurskurðarplan?

Der Spiegel International - Greek-Style Austerity Would Be Hell for Germans

Þetta er mjög áhugaverð grein, en starfsmenn Der Spiegel setja niðurskurðar plan þ.s. Grikkjum er gert að undirgangast í þýskt samhengi.

Þeirra niðurstaða er klár, að Þjóðverjar myndu ekki ráða við sambærilega niðurskurðaráætlun.

Ég sé ekki ástæðu til að efast um réttmæti þeirra ályktana. 

Ég hve alla til að lesa greinina og mynda eigin skoðun!

 

Niðurstaða

Svona er það. Akkúrat 10 árum eftir að nær fullkomlega eins atburðarás skók Argentínu, er Grikkland nánast skref fyrir skref - að því best verður séð - að endurtaka þá sögu.

Sagan endurtekur sig - er oft sagt!

En, hún gerir það einungis vegna þess, að fólk lærir ekki af sögunni.

Evrópa átti að hafa svo fullkomnar stofnanir - að engum kom til hugar, að stúdera sögu S-Ameríku á 8. og 9. áratugnum. Uppskeran er síðan, nær fullkomin eftirherma - þ.e. eins og í S-Ameríku "boom" sem þar átti sér stað á 8. áratugnum, sem lyktaði svo með "bust" á 9. áratugnum.

Evrópa gekk í gegnum "boom" á sl. áratug, síðan 2008 kom "bust"-ið og skulda-kreppa ríkir.

Með aðstoð Bandaríkjanna á 10. áratugnum ( Brady plan / Brady plan ), komst S-Ameríka á endanum út úr skuldagildrunni, og endir var bundinn á drunga og stöðnun sem einkennt hafði seinni hluta 9. áratugarins þar í álfu. En aðstoðin fól í sér endurfjármögnun skulda, lánum skipt fyrir lán með lægri vexti og hagstæðari greiðsluskilmála, og í nokkrum tilvikum átti sér einnig stað afskrift að hluta.

Þessi atburðarás myndar "parallel" við skuldakreppu S-Evrópu í heild ásamt Írlandi. Full ástæða er að ætla, að svipuð úrræði ættu að virka þ.e. ódýrari lán, hagstæðari greiðsluskilmálar + skuldaafskriftir í tilvikum.

Vandræði Argentínu eru síðan sér kapítuli, sem spilaðist við síðustu aldamót og árið eftir. Þá atburðarás er nánast eins og að verið sé nær fullkomlega að endurleika í Grikklandi.

 

Kv.


Mun Seðlabanki Evrópu taka Evrusvæðið fram af hengifluginu?

Af ummælum Jean-Claude Trichet bankastjóra Seðlabanka Evrópu að ráða ætlar Seðlabanki Evrópu að hækka stýrivexi á næsta vaxtaákvörðunardegi þann 7/7 nk., en Trichet lætur af störfum í haust. En bæði Financial Times og Wall Street Journal, telja að ummæli hans bendi í þá átt, að vextir fari upp þann 7. júlí.

Þetta er þá skemmtilegur vinkill í aðstæður á Evrusvæði, þ.s. mjög alvarleg fjármálakrýsa ríkir í tilteknum ríkjum.

30/06/2011 - Speech: Jean-Claude Trichet:  Hearing at the Committee on Economic and Monetary Affairs of the European Parliament

""As regards price developments, we are observing continued upward pressure on prices, especially in the earlier stages of the production process. Inflation in the euro area stood at 2.7% in May, after 2.8% in April." - "Risks to the medium-term outlook for price developments continue to be on the upside." - "As you are aware, we are strongly determined to secure that inflation expectations remain firmly in line with our aim of keeping inflation rates below, but close to, 2% over the medium term." - "...as I said in the press conference after the last Governing Council, we see the monetary policy stance as still accommodative and risks to price stability on the upside. Accordingly, I said that we are in a state of strong vigilance and that we stand ready to act in a firm and timely manner to avoid that recent price developments give rise to broad-based inflationary pressures over the medium term."

  • Fjármálapressan vill meina að frasinn "strong vigilance" hafi hingað til alltaf gefið sterka vísbendingu um að, næst verði vextir hækkaðir.
  • En, öll umræðan hjá honum um peningastjórnunina, bendir til áhyggna af verðbólguþrýstingi.

Sjá:

Financial Times - Trichet signals ECB interest rate rise

"Jean-Claude Trichet, speaking to the European parliament, reiterated that the bank was “in a state of strong vigilance” – a phrase which habitually signals a quarter-point rate rise at the following ECB meeting."

Wall Street Journal -Trichet Against Non-Voluntary 'Debt Action'

"He also indicated that interest rates are very likely to rise at the ECB's upcoming meeting July 7. Mr. Trichet told the European Parliament's committee on economic and monetary affairs in Brussels that the central bank remains of the belief that "strong vigilance" is warranted to combat inflationary pressures."

 

Áhugaverð tímasetning á vaxtahækkun!

Alvarleg skuldakreppa ríkir í S-Evrópu, 2. ríki þar í ástandi raungjaldþrots, og 2-önnur þ.e. Ítalía og Spánn, í stöðu sem verður að teljast viðkvæm. Þá meina ég, að þau þoli ekki nein stór áföll.

En, fleira áhugavert er að gerast, en skv. nýjustu hagtölum hefur upp á síðkastið hægt mjög á hagvexti og það í öllum ríkjunum, og á Ítalíu - Spáni mældist samdráttur í iðnframleiðslu - heildarvöxtur talinn við "0" á Ítalíu.

Euro-Zone Manufacturing Slows to 18-Month Low

  • "Manufacturing in Germany slowed more than expected, to its weakest rate of expansion in 17 months, while France and the U.K. slumped to their worst levels in 22 and 21 months, respectively."
  • "Compounding the gloom, manufacturing in Italy, Ireland, Spain and Greece all contracted in June."
  • ""Over the past two months, [euro-zone manufacturing] output growth has weakened to the greatest extent since late-2008," Chris Williamson, chief economist at Markit, said in a statement."
  • ""We expect the weakness of the Italian economy to become more of an issue going forward," said Ken Wattret, chief euro-zone market economist at BNP Paribas SA."

Will the ECB Still Hike Rates?

  • "Slowing world demand is exposing Europe’s weak domestic economies, aggravated in many cases by harsh austerity plans to haul down fat budget deficits incurred over years of free-spending. There isn’t much buffer at home."  
  • "Retail sales in most countries, including Germany, are slumping as consumer confidence falls victim to the prolonged euro crisis."

Það skildi aldrei vera - að það verði sjálfur Seðlabanki Evrópu - sem gefur "coup de grace" til Evrunnar þ.e. með ílla tímasettri vaxtahækkun, setji af stað þá hrunkeðju sem margir hafa verið að óttast.

En fyrir ríkin í vanda, þá aukast þeirra erfiðleikar ef vaxtahækkunarferli ECB heldur áfram.

En, t.d. á Spáni er megnið af íbúðalánum á breytilegum vöxtum, þannig að vaxtahækkanir skila sér hratt til húsnæðiseigenda, og svo til minnkunar neyslu - fjölgunar vanskila o.s.frv.

Hægir á Spáni, sem þegar glímir við hægann vöxt og gríðarlegt atvinnuleysi, samtímis því að bankakerfið er viðkvæmt - uppfullt af slæmum lánum eftir húsnæðisbólu umliðins áratugar.

Ítalía, eins og sést er þar hagkerfið á brún nýs samdráttar, og þ.e. ef eittvað er Ítalía sem er stóra sprengjan á Evrusvæðinu, með skuldir hátt á 1800ma.€ meðan Spánn skuldar rúml. 600ma.€.

Ítalía hefur fram að þessu ekki mikið verið í fókus, en samdráttur hefst þar á ný - getur ótti aukist mjög hratt um greiðslugetu Ítalíu.

 

Niðurstaða

Annaðhvort er stjórn Seðlabanka Evrópu skipuð einstaklingum sem hafa gaman af stórum veðmálum með mikið í húfi, eða þeir eru staddir andlega séð í fílabeinsturni og sjá ekki þá hættu sem til staðar er.

Ef Seðlabanki Evrópu hækkar nú vexti í annað sinn, ofan í alvarlega skuldakreppu sem einungis getur versnað við slíkar hækkanir, og ofan í vísbendingar um að það sé að hægja mjög á hagvexti í aðildarríkjunum; þá getur einfaldlega það gerst að honum takist að íta Evrópu aftur í kreppu.

Eða a.m.k. S-Evrópu. Í því samhengi viðvarandi spennu vegna Grikklands, Írlands og Portúgals; þá getur slík þróun vart annað en skapað verulega auknar áhyggjur markaða af stöðu Ítalíu og Spánar.

Krýsa í þeim 2-tveim löndum - þá sérstaklega Ítalíu, er atburður sem mjög erfitt er að sjá að Evrusvæðið geti ráðið fram úr. 

Þá einfaldlega blasir við hrun.

 

Kv.


Svokölluð frönsk áætlun um aðstoð einkabanka við Grikkland - er glæpsamlegur hráskinnaleikur!

Þvílíkar samlíkingar sem fram hafa komið, þ.e. líkt við Brady plan / Brady plan fyrir Grikkland, en fjármagnað af einkaframtaki - einmitt.

Brady planið - en sá var þá fjármálaráðherra Bandaríkjanna - var mjög rausnarleg lausn sem Bandaríkin buðu fram og sem batt enda á skuldakreppuna í S-Ameríku á sínum tíma. En "Brady bonds" voru skuldabréf sem Bandaríkin veittu eigin ríkisábyrgð fyrir - tóku því þá áhættu að þau myndu falla á þau, en ríkin sem fengu aðstoð í gegnum þá áætlun fengu að skipta skuldum á óhagstæðum kjörum fyrir þessa nýju pappíra. Bankar voru til í þann díl, jafnvel þó skiptin færu oft fram þannig að nokkur afföll færu fram, því ríkisábyrgð Bandar. tryggði litla áhættu og því voru vextir einnig lágir á þeim bréfum. Með þessum skulda-umskiptum, í nokkrum tilfellum einnig beinum höfuðstóls lækkunum, komust fj. ríkja aftur á lappirnar og losnuðu út úr því sem var orðið langvarandi kreppa.

 

Hvernig virkar planið í reynd?

  • Af hverjum 100€ sem falla á gjalddaga, þá fær banki sem tekur þátt í planinu 30€ en grísk stjórnvöld bara 50€. Þær 20€ sem upp á vantar, eru trygging sem gríska ríkið mun þurfa að kaupa sem þá fer í kaup á AAA-rated skuldabréfum - sem engir vextir eru greiddir af þannig að gríska ríkið fær enga vexti á móti til að lækka kostnað sinn - sem er planlagt að verði baktryggð af ríkissjóðum Evrusvæðis í gegnum neyðarsjóð Evrusvæðis.
  • Eins og kemur fram, er þetta sett þannig upp að Grikkir fái 70€ að láni, sem þeir þurfa að borga 5,5% vexti af. En vandinn er sá, þeir fá bara 50€ en þurfa að borga vexti af 70€. 20€ eins og ég sagði er trygging. Ef hagvöxtur fer yfir ákveðið, hækka vexti um 2,5% þ.e. í 8%.
  • Investors doubt Greek peace will last - "But because Greece only receives €50 itself but pays interest on the full €70, its implied interest rate for 30 years will be up to 11 per cent."
----------------------------------------------

French Plan:

Option 1: 30-year financing to Greece principal-guaranteed by SPV

Participants will invest a minimum of 70% of the principal amount of proceeds received (the "Received Amounts") in new Greek government bonds, resulting in a net debt financing of at least 50% of the Received Amounts for Greece, as described below (the "New GGBpg"):

  • Government bonds issued by the Hellenic Republic with a maturity at issue of 30 years;
  • With a full principal guarantee by an SPV collateralised by zero-coupon bonds purchased from one or more AAA-rated sovereigns, supranational institutions or European agencies (the "Collateral");
  • Bearing interest at a rate of 5.5%[2] plus the yearly Greek GDP growth capped at 2.5% and floored at 0% per annum[3]; and
  • Listed on an EU regulated market, but with restricted trading in the New GGBpg until 1st January 2022[4].

----------------------------------------------

  1. Og samlíkingin við Brady plan byggist á baktryggingunni, sem ESB aðildarþjóðir munu veita fyrir hverjar 20€.
  2. Öfugt við Brady planið, þá felur þessi hugmynd ekki í sér niðurgreiðslu á vaxta-kostnaði. Þvert á móti verður þetta óskaplega dýr aðferð fyrir Grikkland, þannig að þetta snýr algerlega á haus fókus Brady plansins, sem var að létta á skuldabyrði landa í vanda en ekki að létta á bönkum í vanda.
  3. Þeir sem njóta góðs af þessu eru A)Bankarnir sem þátt taka og B)Ríkisstjórnir innan Evrusvæðis sem spara sér nokkuð lánsfé.
  4. Þeir sem tapa á þessu er grískur almenningur, sem gerir að sjálfsögðu allan samanburð við "the Brady plan" að algerri háðung. Og til að fullkomna kaldhæðnina, eru ESB sinnar og Evrusinnar hérlendis, farnir að róma þessa leið sem dæmi um hvernig Evrópa aðstoðar eitt fylgiríkja sinna í vanda.
  5. Ef þetta er dæmi um þeirra vinsemd - þá velti ég fyrir mér hvernig væri þeirra óvinátta :)

Breki. Það hafa vísir menn upplýst, að það geti Grikkir ekki. Þessvegna hafa Þjóðverjar og Frakkar ákveðið að hjálpa þeim með skuldaniðurfærslu. Vandamálin eru fyrst og fremst þeirra eigin, en aðrar þjóðir hafa tekið þátt í að borga mútur, sem hafa aukið skuldir Grikkja. Og banksterabólgan hefur líka kostað sitt.

 

Ég varð að sína ykkur "commentið" hans Jónasar, svo nokkur leið væri fyrir ykkur að trúa þessu, en hann er þarna einmitt að lofsama þetta plan - ég stórlega efast um það að gamli doktorinn hafi lesið mikið um það.

  • Magnað að nota orðið "skuldaniðurfærsla" því skv. þessu plani, ef það gengur fullkomlega upp, þá hækka skuldir gríska ríkisins um 70ma.€ en hin ríkin spara sér að leggja fram 30ma.€.
  • Það þarf mjög mikinn vilja eða sterka blindu, til að halda því fram að þetta feli í sér skulda-niðurfærslu. 
  • Einungis í þeim skilningi, að annars væri verið að lána Grikkjum 100ma.€ en þessi 30ma.€ sem bankarnir hugsanlega endurlána skv. ofangreindu plani, verða mjög dýrir fyrir Grikki - þ.e. "An indecent proposal - Barclays Capital’s Nick Verdi notes that whether or not the proposal actually helps Greek solvency will depend on whether the coupon charged on the new 30-year GGBs is above or below the coupon of outstanding Greek debt, which at the moment is 5.15 per cent on average."
  • Raunkostnaður af slíku endurláni, verður langt ofan við meðal-vaxtakosnað núverandi skulda gríska ríkisins þ.e. 5,15% skv. mati Barclays. Þannig, að þetta hækkar vaxtakostnað þeirra - lækkar hann ekki.


Niðurstaða

Mér verður óglatt við þegar ég sé íslenska ESB/Evru-sinna dásama í fullkominni forheimsku þetta franska plan, sem forseti Frakklands í fullkominni kaldhæðni dásamaði um síðustu helgi.

Ég kalla þetta glæpsamlegt. En, ég kalla þetta einnig heimskt. Því með þessu, er að því er virðist ekki nokkur tilraun gerð, til að auka möguleika Grikkja til þess, að endurgreiða.

Trúverðugleiki skuldastöðu Grikklands, minnkar fremur en hitt. Þeir einu sem bæta stöðu sína eru bankarnir sem þátt taka. Þeir fá að auki bakdyra-tryggingu evrópskra skattgreiðenda, í gegnum baktryggingu ríkisstj. Evrusvæðis á hverjum 20€ af 100. 

Það er ekki furðulegt, að þetta plan virðist samið af frönskum banka.

Skattgreiðendur Evruríkja græða í reynd ekki, einungis í mjög skammtíma skilningi græða þeir þ.s. lánsupphæð til Grikklands, er lægri. Þ.e. á hinum nýju viðbótarlánum. 

En, sjálfbærni skuldastöðu Grikkja versnar, og endanlegt tap evrópskra skattgreiðenda eykst - en einhverntíma hlýtur Grikkland að verða gjaldþrota með þessu áframhaldi. 

 

Kv.


Það var unnt að forða því, að fjármálakrýsan yrði að tilveruógn fyrir Evruna sjálfa! Ekki lengur!

Ef Evran hrynur, þá verður það vegna þess að þegar krýsa hófst í Grikklandi í apríl 2010, þá voru viðbrögðin við því - meðal svokallaðra stöndugra aðildarríkja annars vegar og hins vegar meðal starfsmanna stofnana ESB - kolröng. Röng aðferð var valin, og það sem virkileg slæmt er, beitt síðan aftur og aftur og nú enn aftur. Það er eins og ekki sé unnt að læra af mistökum, en skv. Albert Einstein er það vísbending um geðveilu að endurtaka sama atferlið aftur og aftur, og reikna með mismunandi útkomu. Ríkin og stofnanir ESB, áttu að læra af fyrsta prógramminu, að aðferðin væri röng. 

 

Hin rétta aðferð!

Við upphaf krýsunnar var meðaltals skuldastaða Evrusvæðis um 70% sem hlutfall heildarþjóðarframleiðslu þess. Það er lægra hlutfall en skuldastaða Bandaríkjanna þá. Enn er það svo, þó svo nú sé heildarskuldastaða Evrusvæðis að nálgast 90% að þó samt er það skárra en í Bandaríkjunum.

Þess vegna ætti evrusvæðið að njóta meira trausts en dollarasvæðið. En, það hefur ekki orðið, heldur má ekki milli sjá hvort markaðir óttast meir ástandið í Evrópu eða Bandaríkjunum.

Ástæðuna má rekja til þessarar einu kolröngu lykilákvörðunar!

Ég skal segja ykkur hvað átti að gera: þegar Grikkland lenti í vandræðum, átti að bjóða sameiginlega ábyrgð til Grikklands, í stað þess að veita lán á 5,5-6% vöxtum.

  • Vegna þess að heildarskuldastaða svæðisins alls var ekki svo alvarleg þá - þá er ekki hinn minnsti vafi á að veiting slíkrar sameiginlegrar ábyrgðar hefði verið mjög - mjög gerleg. 
  • Lykilatriðið er þróun greiðslubyrði!

Ábyrgðin hefði þítt að Grikkland hefði getað verið að taka sjálft lán á 3,5-4% vöxtum sl. ár í stað allt að 30%, eða 5,5% skv. björgunarplani.

  • Slíka ábyrgð er alveg unnt að veita með þeim hætti, að aðferðafræði AGS sé fylgt!
  • Það er, að gerðar séu kröfur um hagkerfis-aðlögun, niðurskurð útgjalda, lækkun launa o.s.frv.
  • Endurskoðanir gátur verið á 6. mánaða fresti.
  • Við lok hverrar endurskoðunar, hefði upphæð sem veitt er ábyrgð fyrir verið hækkuð.
  • Landið sér svo sjálft um að nýta ábyrgð með öflun lána út á þær ábyrgðir.
  • Nægar ábyrgðir veittar svo ríkiðssjóður lands í vandræðum, þurfi ekki að fara berskjaldaður út á lánsfjármarkaði.
  • Í engu tilviki hefður þær þjóðir verið neyddar til að taka lán á okurvöxtum.
  • Grikkland, síðan Írland og svo Portúgal - hefðu komið inn í þetta prógramm hvert á eftir öðru.
  1. Munurinn er sá, að þ.s. öll lán eru á 3,5-4% vöxtum, þá er greiðslubyrði mikið - mikið lægri.
  2. Endurgreiðslugeta allra 3-ja landa, hefði haft mikið meiri trúverðugleika.
  3. Svo, þá hefði við ekki skapast þessi upphleðsla ótta á mörkuðum gagnvart stöðu Evrunnar og stöðu landa í vandræðum.
  • Dínamíkin hefði verið allt - allt önnur og jákvæðari.
  • Löndin væru á leið úr vandræðum, í stað þess að vera á leið í verri og verri vandræði.
  • "Vicious cycle vs. virtuous cycle".
  • Það hefði ekki verið nein Evrukrýsa. Hún var óþörf.
  • Það er einmitt vegna þess að hún var óþörf, sem þetta er svo sorglegt.
 
Hin ranga aðferð!
  • En, í stað þess að velja leið sem róar markaði, róar ástandið - þá var valin sennilega sú versta mögulega, þ.e. lán og það ekki á lágum vöxtum, heldur á mun hærri þ.e. 5,5-6%.
  • Að auki, voru þau lán svo þröngt sniðin, að ríkin meira að segja Grikkland, hafa þurft samt meðfram, að selja skammtíma bréf á sífellt hærri vöxtum, sem þíðir að Grikkland er með skuldir í dag upp í allt að 30%.
  • Leiðin sem var farin, hefur sífellt verið að magna krýsuna - einmitt vegna þess að vaxtabyrðin er svo bersýnilega of há.
  • Þetta sjá markaðirnir, sem sést á því að tiltrú á getu ríkjanna í vanda, hefur sífellt farið minnkandi, vaxtakrafa til þeirra sífellt hækkandi, þetta er svo að ógna stöðu Spánar og Ítalíu.
 
Niðurstaða
Ef Evran hrynur, þá er það vegna þeirrar röngu ákvörðunar sem tekin var vorið 2010, þegar valin var kolröng aðferð til að glíma við krýsuna.

Þ.e. búið að búa til skuldabólu sem á eftir að hynja yfir Evrópu, vegna þess að ekkert landanna 3-ja er fært um að greiða lánin til baka á núverandi vöxtum. Og Grikklandi dugar ekki einu sinni vaxtalækkun + lenging. Einungis afskrift + lenging + vaxtalækkun.
 
Ef, þessar afskriftir fara ekki fram í tæka tið, undir stjórn - þ.e. að stjórnlaust hrun á sér stað; þá munum við sjá hrun Evrunnar - hrun fjármálakerfis Evrópu + hrun sem víxlverkar inn á sjálft fjármálakerfi Bandaríkjanna, svo heimsins alls.

Ný heimskreppa er þ.s. það þíðir! Allt út af einnig rangri ákvörðun, sem síðan hefur verið endurtekin 3-svar, og það hættulega ástand sem sú ákvörðun skapar er svo undið upp á frekar í hvert þeirra 3. skipta.
 
 
Kv.

« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband