Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Óvænt vandamál tengd neyðarláni til Grikklands!

Vandinn er sá að neyðarsjóðurinn núverandi inniheldur ekki beina peninga, heldur á hann ábyrgðir frá aðildarríkjunum, þarf að nýta þær til að afla sér fjármagns sjáflur með sölu skuldabréfa á frjálsum markaði.

Italy, Spain Woes Affect Greece Aid

Innan þess vandamáls sem er skuldavandi á Evrusvæðinu er þetta sjálfsagt smávægilegur vandi. 

  • "Euro-zone leaders at their summit last week directed the EFSF to make the next loan payment of €5.8 billion to Greece, replacing the bilateral loan system that euro-zone governments set up in 2010. But the rescue fund must first raise money on financial markets."
  • "That could be difficult by mid-September—particularly during August when most of Europe is on vacation."
  • "One remedy discussed by the governments would be for the EFSF to pay part of the mid-September tranche, with the rest paid through loans directly from governments, the official said."

Menn eru allt í einu að átta sig á, að það gæti verið smá vandi að selja næg skuldabréf fyrir láni til Grikklands, í tæka tíð fyrir miðjan september - í því erfiða ástandi sem nú ríkir annars vegar á mörkuðum, og vegna þess að mjög mikið virðist um sumarfrý í Evrópu í ágúst.

  • OK, svo löndin geta neyðst til að veita Grikklandi lán beint!
  • Þar liggur einmitt hnýfurinn í kúnni - því lánin á að veita á 3,5% vöxtum en á föstudag við lok markaða stóð vaxtakrafa fyrir 10. ára bréf í:
  1. Spánn 6,08% - CDS 354  (Ísland 231)
  2. Ítalía 5,89% - CDS 311 (skuldatryggingaálag)
  • Spánn og Ítalía vilja víst helst fá að sleppa við það, að leggja fram fé.
  • En vaxtakrafa beggja og skuldatryggingaálag, fór hækkandi í sl. viku. Og er aftur orðið nærri eins hátt og fyrir rúmri viku.
  • Vísbending um að fókus Evrukrýsunnar sé kominn á Ítalíu og Spán.

Þetta tiltekna mál er þó stormur í vatnsglasi. Upphæðir í reynd ekki það miklar, þegar dreift á milli aðildarlandanna.

 

Framhald af slæmum efnahagsfréttum

European Firms Express Gloom

  • Mikilvægustu slæmu fréttirnar eru sennilega þær frá Bandar.

US GDP fails in the past, present and futures :"The US economy grew at an annualised rate of 1.3 per cent in the last quarter Q2...Annualised Q1 GDP growth was amended to 0.4 per cent..."

En endurskoðaðar tölur yfir fyrri helming árs eru komnar fram frá Bandar. - og skv. þeim eru hagvöxtur fyrri hluta árs umtalsvert minni en áður var haldið, þ.e. 0,4% á fyrsta fjórðungi og 1,3% á öðrum.

En, sama sagan er hinum megin Atlantshafsins í Evrópu. Þar benda flestar efnahagsfréttir niður á við - þó enn sé spáð að hagvöxtur pikki upp með haustinu, bendir fátt í þá átt.

Eins og kemur fram í fréttinni að ofan, þá gáfu sl. föstudag nokkur risafyrirtæki í Evrópu út hagnaðar aðvaranir, sem er ígildi hagspár. En, þau sögðu að hagnaður þeirra hefði skroppið saman síðasta ársfjórðung, og útlitið fyrir næsta væri ekki gott.

Þau sem sagt eru farin, að tóna niður sínar væntingar um framhaldið - segja fjárfestum að reikna með minni arði og hagnaði í haust, en áður var spáð.

En í Evrópu, hefur samfellt mánuð eftir mánuð verið að hægja á frá maí - og mig grunar nú sterklega að tölur fyrir júlí muni sýna enn frekari samdrátt í hagvexti miðað við júní, eins og júní var lélegri en maí.

  • Aðvaranir fyrirtækjanna - sem segja frá minnkandi pöntunum - er sterk vísbending í þá átt!
  • Þetta mun auðvitað magna skuldavanda Spánar og Ítalíu.
  • En í júní voru þau hagvaxtarlega cirka á "0" þ.e. hvorki hagvöxtyur né samdráttur.

Síðan þá hefur Seðlabanki Evrópu hækkað vexti þ.e. 7/7 sl., og frekari teikn um minnkun hagvaxtar í álfunni eru uppi.

Svo líkur eru verulegar á því, að þau 2. lönd muni mælast í hagkerfissamdrætti í júlí.

Og meðan þessu gengur í Evrópu - er hástigs spennuleikrit í gangi á Bandaríkja-þingi.

 

Niðurstaða

Það virðist vera að gerast, að of skuldum hlaðin hagkerfin beggja vegna frá okkur séð, séu að hægja á sér. Toguð niður að því virðist af óskaplegum skuldum, sem virðist allt lama og drepa - ekki bara hér.

Fátt þessa stundina til að efla með manni bjartsýni.

 

Kv.


Áhugaverð leikflétta á Bandaríkjaþingi! Stefnir í krass?

Jæja, þá náðu Repúblikanar að fá meirihlutasamþykki í Fulltrúadeild, sem er neðri deild Bandar.þings. En þar hafa þeir í dag meirihluta. Á hinn bóginn, hafa Demókratar meirihluta í Öldungadeild, eða efri deild Bandar.þings - og þeir hafa sagt munu fella þessa tillögu Repúblikana.

En, ef þeir gera það, þá er sýnist mér að Repúblikanar muni setja það á ábyrgð Demókrata, að alríkisstjórnin verði greiðsluþrota - margir segja 2/8 nk. en sagt hefur verið í nokkrum fjölmiðlum að verið geti að alríkisstj. hafi peninga nokkra daga lengur.

Eins og sést af fréttaskýringu Bloomberg, þá heimilar frumvarp Reúblikana alríkisstjórninni, að taka á sig frekari skuldbindingar - en einungis fram á fyrstu mánuði næsta árs - þegar væntanlega verður þá annað "game of chicken" milli Demókrata og Republikana, með forsetann á milli.

Obama segir þetta óásættanlegt, vill fá heimildir til lengri tíma - og hafnar "balanced budget initiative" þ.e. drakonísk niðurskurðaráætlun um að skera niður fyrir hallanum öllum á skömmum tíma.

Demókratar virðast hafa gefið upp allar hugmyndir um hækkanir skatta - og ætla sér að samþykkja umtalsverðann niðurskurð. En, ekki þetta mikinn.

Ljóst að fara spennandi dagar í hönd yfir helgina, og fram á þriðjusdag!

 

House Votes to Increase Debt Ceiling, Bill Goes to Senate to Die

Republican bill passes, opening path to debt deal

  • "The vote was 218-210, with no Democrats voting for it."
  • "House Republican leaders revised their bill after failing to win enough support for a vote last night."
  • "It would allow a debt-limit increase now and require Congress to work out a second increase agreement within months. "
  • The second debt-limit increase would occur only if a balanced-budget constitutional amendment is passed by Congress and sent to the states."
  • "Boehner’s measure would provide an immediate $900 billion debt-ceiling increase while cutting spending by $915 billion. It would allow Obama to seek a second, $1.6 trillion installment of borrowing authority if Congress enacted a law by Christmas to slash deficits by $1.8 trillion. That would set up yet another debt-limit showdown early next year if lawmakers were unable to agree to such a plan."
  • "Overlap exists between Boehner’s plan and Reid’s. Reid dropped Democrats’ insistence on tax increases. Both proposals take as their starting points a cut of close to $1 trillion in discretionary spending over 10 years, and both establish bipartisan congressional committees to recommend future savings leading to a guaranteed up-or-down vote by year’s end."
  • "Senator Scott Brown, a Massachusetts Republican, said his staff has been working with Reid’s staff to put “more teeth” in the joint committee plan."

 

Öldungadeildin virðist hafa fundið til þess tíma seint í gærkveldi 29/7, til að greiða atkvæði um og fella tillögu meirihluta Repúblikana í Fulltrúadeild, sem samþykkt var þá fyrr sama kvöld!

Congress Deadlocked on Plan to Avert Default :"The Senate yesterday rejected a plan the Republican- controlled House passed hours earlier with no Democratic support. "

"House Speaker John Boehner, an Ohio Republican, speaking before the House vote, said his party has “done everything we can to find a common-sense solution.”

"Shortly after the Senate rejected Boehner’s plan, the House scheduled a preemptive vote for today on Reid’s proposal -- planning to defeat it even before the Senate takes it up."

 

Svo þegar mál eru komin á 11. stund, stefnir í að flokkarnir fari í "tit for tat" þ.s. frumvörp hvors um sig verði felld af hinum.

Ég er einnig að velta fyrir mér, hvort leikurinn að hluta sé vegna þess, að flokkarnir vilji geta þvegið hendur sínar af greiðslufalli alríkisins. 

Ég á við, að því verði haldið fram að þetta sé þeim er síðast felldi, að kenna. Tilgangur Repúblikana með sínu máli, hafi verið að geta bent á Demókrata.

En nú, þegar þeir ætla fram með sína tillögu, sem einnig virðist jafn dauðadæmd og tillaga Repúblikana reyndist vera seint í gærkveldi - - þá skýrist viðbrögð Repúblikana um að ætla sér að vera fyrri til, þ.e. vera búnir að fella hana áður Demókratar ná að samþykkja hana fyrir sitt leiti; sem tilraun til að búa til málsvörn sem þeir geti síðar meir notað í fjölmiðlum, að samþykki Demókrata hafi verið tilgangslaust.

---------------------------

Mér finnst þetta líta út þannig, að flokkarnir séu að búa til - leið til að geta kastað sökinni á hinn aðilann, þá fyrst og fremst í umræðu sem beint er að almenningi.

 

Það sem ég hef áhyggjur af eru samdráttaráhrif, sem munu fylgja mjög miklum niðurskurði útgjalda á skömmum tíma!

US GDP fails in the past, present and futures :"The US economy grew at an annualised rate of 1.3 per cent in the last quarter Q2...Annualised Q1 GDP growth was amended to 0.4 per cent..."

En endurskoðaðar tölur yfir fyrri helming árs eru komnar fram frá Bandar. - og skv. þeim eru hagvöxtur fyrri hluta árs umtalsvert minni en áður var haldið, þ.e. 0,4% á fyrsta fjórðungi og 1,3% á öðrum.

Húsnæðisverð hefur verið að falla aftur í Bandar. undanfarið, sem vart boðar gott um neyslu í náinni framtíð, og eitthvað lengra fram litið.

Ef við bætum síðan við stórfelldum útgjalda niðurskurði í Bandar. - þá er ekki víst að það verði hagvöxtur yfirleitt restina af árinu, en þegar í stað á að framkv. um 900ma.$ niðurskurð þ.e. út árið.

En ég sé ekki að ástandið gefi til kynna að neytendur séu líklegir til að koma inn af meiri krafti.

Hættan er víxlverkun - að samdráttur í Bandar. kalli á minnkun hagvaxtar í Kína, og frekari minnkun hagvaxtar í Evrópu. 

En vöxtur víða í Evrópu er það slakur, að nokkur lönd geta farið yfir í samdrátt. Ef hægir verulega á í Kína, sem hefur verið að kaupa mikið af þýskum vörum - gæti meira að segja Þýskaland numið staðar.

 

Niðurstaða

Útlitið er dökkt. Ég er viss um að án einhverra hvetjandi mótaðgerða, þá sé veruleg hætta í haust á að Bandar. fari yfir í samdrátt, miðað við að það virðist öruggt að farið verði í mjög öran og grimmann útgjalda niðurskurð Vestan hafs. Eina mótaðgerðin í boði, er eiginlega peningaprentun.

Að prenta og prenta á fullu, á móti þeim samdrætti sem niðurskurður mun framkalla.

Við verðum að sjá hvað gerist.

-----------------------------

Mér sýnist stefna í þetta greiðsluþrot sem margir voru að óttast. En, þó svo að slíkt hafi gerst áður, og þá hafi það ekki haft alvarlegar afleiðingar þ.e. alríkið greiddi dráttarvexti og það var það. Þá er ástand mála til mikilla muna viðkvæmara í dag.

Warnings of global slump - takið eftir orðum aðalhagfræðings City Group risabankans:

"Default would be an act of collective insanity," said Willem Buiter, Cititgroup's chief economist. "Even if a default were cured promptly, it would severely dent the credibility of the US as a global financial player and the provider of the world's leading reserve currency. There would be an immediate repricing of the dollar and an increase in medium and long-term nominal and real interest rates. Asset, credit, and funding markets in the US and the world as a whole would likely suffer and a global recession would likely result, centred in the US, but not restricted to it." 

Andrew Garthwaite - sérfræðingur Credit Suisse franska risabankans:

" default would be catastrophic, causing 5pc contraction in the US economy and a 30pc drop on Wall Street, with "massive" ramifications for the world." - "It is almost unthinkable to believe the US would miss a coupon payment [$29bn are due on August 15]. If the US does default, the repo market would probably cease to work. It is hard to imagine money market funds operating under this scenario. The inter-bank market would freeze up. The fallout would be far worse than after Lehman's default," he said. "It would be horrible to think what happens to the dollar if the Fed hints it would offset the growth damage with QE3."

Það sem þessir ágætu menn eru að segja - að það stefni í stóra krassið - það hefjist í næstu viku.

Nema einhvers konar 11. stundar díll náist fram. En, skv. fréttum segist Obama til í að samþykkja nokkurra daga framlengingu lánsheimilda fyrir Alríkið, ef það hjálpar til að ná lengra samkomulagi.

En, vandinn er ekki síst sá, að Repúblikanar ætla ekki að veita heimildir út kjörtímabilið - nema þeir fái allt sitt fram. 

Svo, ef næst fram skammtímalausn á mánudag eða þriðjudag, mun deilan í reynd hanga enn yfir og sennilega aftur dynja yfir á fullum krafti innan fárra vikna eða fárra mánaða á nýjan leik.

Í því ástandi, með enga framtíðarlausn í sjónmáli - munu helstu lánshæfis fyrirtæki líklega fella lánshæfi Bandaríkjanna úr 3 - A þ.e. "AAA" í 2 - A, þ.e. "AA". Ekki mjög líklegt að þau gangi lengra fram gegn sínum stærsta viðskiptavini.

Þetta mun samt þíða að, kostnaður alríkisins af skuldum mun hækka - og ef deilan heldur áfram, eins og líklegast er í því ástandi, þá eru væntanlega fleiri slíkar lækkanir og hækkanir í farvatninu.

Þá eru sterkar líkur á krassi seinna! Seinna á árinu eða snemma á næsta. Klárt a.m.k. að ástandið heldur áfram að magna óvissu almennt, þetta mun einnig bitna á Evrópu -- vílxverka við viðvarandi vanda þar!

 

Kv.


Hvað gerist í Bandaríkjunum ef Repúblikanar vinna reipitogið?

Stóra spennan er auðvitað hvort alríkið bandaríska verður greiðsluþrota þann 2/8 nk. eða ekki. En í gærkveldi frestaði fulltrúadeilin bandar. atvkæðagreiðslu um enn eina málamiðlunartillöguna, í þetta sinn tillögu frá flokki Repúblikana. Sú mun leggja til mun meiri niðurskurð en bandar. stjórn hefur verið til í að framkvæma, en gengur skemur en Tehreyfingin svokallaða heimtar, þ.e. "ballanced budget".

House won't vote tonight on Boehner debt plan

Details of competing debt limit plans

* Discretionary spending would come in at $1.043 trillion for the fiscal year that starts on October 1 -- a $6 billion cut from this year's levels but $24 billion above the level envisioned by an earlier House Republican budget plan.

* A special committee with equal numbers of Republicans and Democrats from the House and Senate would be tasked with finding at least $1.8 trillion in further savings over 10 years -- from tax reform, the Medicare health program for the elderly and the disabled, other benefit programs or anywhere else in the budget.

* The committee would have until November 23 to come up with its recommendations. Congress would have to hold a yes-or-no vote by December 23. The plan would require only 51 votes in the 100-seat Senate, not the usual supermajority of 60 votes.

* If Congress approves the additional savings, President Barack Obama would be allowed to ask for a further debt-limit increase of $1.6 trillion, enough to cover the government's borrowing needs through the presidential and congressional elections in November 2012. Congress could vote to disapprove the request but Obama could veto that disapproval.

Repúblikanar ætla sér að beita fyrir sér reglunni um að, þingið verði að gefa alríkinu heimildir til að taka á sig frekari skuldir - til að knýja fram þá framtíð sem þeir óska sér.

Sem er að jafna ríkisútgjöld með því að draga þau saman.

  • Mér sýnist allt útlit fyrir að þeim muni takast þetta!
  • Það er umdeilt hvaða áhrif þetta mun hafa - en sú hugmynd að hvetja með lækkun skatta á ekki alveg eins mikið við í Bandaríkjunum, vegna þess hve skattar þar almennt eru í reynd lágir.
  • Martin Wolf :"...revenues are forecast to be a mere 14.4 per cent of GDP in 2011...Individual income tax is forecast to be a mere 6.3 per cent of GDP in 2011... in 1988, at the end of Ronald Reagan’s term, receipts were 18.2 per cent of GDP."
  • Meðan skattar á Norðurlöndum eru í kringum 50% af tekjum hagkerfisins, ríkið ver þeim til mjög umsvifamikillar samfélagsþjónustu - sem klárt þíðir að skattar hafa verulega mikið stærri hagkerfisleg áhrif en í Bandaríkjunum.
  1. Málið er að þau rök, að lækkun skatta og minnkun umsvifa ríkisins muni skapa hagvöxt - eru þannig klárt mun sterkari í Evrópu!
  2. En í Bandaríkjunum, þar sem skattar eru almennt mun lægri, og umsvif ríkisins það einnig.
  • Segjum að ég hafi sterkar efasemdir um að planið gangi upp í bandar. samhengi, einmitt vegna þess að skattar eru svo almennt mikið lægri þá séu örvunaráhrif af þeirra lækkun að sama skapi tiltölulega lítil.
  • Svo mig grunar, að samdráttaáhrif af þeim aðgerðum sem þeir vilja standa fyrir - séu líkleg til að vera meintum örvunaráhrifum yfirsterkari.

Legg til að fólk lesi þessa ágætu grein:

Ambrose Evans-Pritchard - Flee to Mars if America commits worst error since 1931

"Should America embark on such fiscal contraction at a time when economic growth has already slipped to stall speed, and debt deleveraging continues with a vengeance, I would like to flee to Mars for safety."

Ambrose Evans-Pritchard, er alls ekki vinstrimaður heldur breskur hægri maður. Og ég er sammála honum, að ég held að áhrifin yrðu copy/paste af áhrifum samdráttaraðgerða í Grikklandi, þ.e. að framkalla frekari samdrátt og svo enn frekari.

Það verði niðurspírall í færri störf og síðan enn færri. Svo samtímis versnandi skuldastaða almennings, og auðvitað hins opinbera, sem víxlverkar við stöðu bankanna.

Síðan er enginn þarna úti sem getur tekið við og aðstoðað Bandaríkin aftur á fætur!

AGS getur ekki virkað í samhengi Bandaríkjanna, vegna þess að Bandaríkin sjálf skaffa svo hátt hlutfall þess fjármagns sem AGS ræður yfir og á hinn bóginn að mjög ólíklegt er að restin af eigendum treysti sér til að taka á sig þann bita að leggja fram sameiginlega það sem til þyrfti. Dæmið er of stórt.

Þetta getur rekið Bandaríkin inn í krýsu þar sem valkostir verði bara 2:

  1. Greiðsluþrot.
  2. Að fara í seðlaprentunaraðgerð af nægum skala, til að skapa verðbólgu upp á tugi prósenta.

 

Millileið

Mögulegt væri að fara tiltekna millileið þ.e.  seðlaprentun sem væri smærri seðlaprentunaraðgerð. Á sama tíma, og skorið væri niður - en ekki eins mikið. En QE3 sbr. fyrri seðlaprentanir í tíð Obama, QE1 og QE2 - hafa sennilega komið í veg fyrir að bandar. hagkerfið hryndi í hreina "depression".  Að framkvæma samdrátt útgjalda ásamt seðlaprentunaraðgerð, gæti hindrað niðurspíral.

Annars sýnist mér óhjákvæmilegt, að Bandaríkin fari í hreina "depression" ásamt öllu meðfylgjandi þ.e. bankahruni, gríðarlegu atvinnuleysi - sem síðan mun íta heiminum í það sama.

 

Kv.


Um tillögu Stjórnlagaráðs: Merkilegt hve menn eru oft logandi hræddir við sjálfa þjóðina

Stjórnlagaráð virðist hafa látið undan þrýstingi að hluta, en ég kvartaði nýverið sáran undan því hvernig tillaga þeirra leit út fyrir skömmu síðan - sbr: Stjórnlagaráð hefði útilokað Icesave atkvæðagreiðslur! Stendur til að ræna þjóðina réttinum til að segja "nei" við gerningi sambærilegum við Icesave!

Ég sendi nokkrum þingmönnum ábendingu - það er þingmönnum Framsóknarfl. og þingkonum Hreyfingar! Kannski skilaði það sér!

En eins og tillagan leit út þá, var algerlega klippt á þann möguleika að unnt væri að koma í veg fyrir að þjóðréttarleg skuldbinding sambærileg við Icesave, yrði að lögum.

  • Þá var verið að taka rétt af þjóðinni í reynd!
  • En, síðan þá er búið að laga þetta að hluta.
  • En mér finnst þó enn gæta sérkennilegrar hræðslu við þjóðina!

Sjá - Drög að stjórnarskrá!

 

67. grein. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu

Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr.

Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu.

 

Takð eftir breytingu. Þessi grein er ekki algild lengur innan III. kafla.

Heldur gildir hún eingöngu fyrir 65. og 66. gr.

67. gr. takmarkar því ekki lengur rétt Forseta Íslands!

Takmörkun um þjóðréttarlega skuldbindingu er þó enn inni í 67. gr. - eins og hún heitir nú.

Svo forseti má segja "nei" við þjóðréttarlegri skuldbindingu, en þjóðin getur það ekki sjálf - ef svo hefur viljað til, að við völd er forseti sem er eins og Vigdís - þeirrar skoðunar, að forseti eigi aldrei að vera ósammála Alþingi - þá er ekkert hægt að gera, þjóðréttarleg skuldbinding sem þjóðin vill ekki mun renna í gegn, máli lokið.

  • Mér finnst þarna gæta sérkennilegrar hræðslu við kjósendur - við þjóðina!
---------------
 Nú skera dómstólar úr ágreiningi - sem er mikil framför miðað við fyrra ákvæði.

 

60. grein. Staðfesting laga

Er Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því lagagildi.

Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt til forseta Alþingis. Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi, en bera skal lögin innan þriggja mánaða undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Ræður einfaldur meirihluti hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum.

 

Eins og sést - þá er engin takmörkun á forsetanum. 

Hann má hafna hvaða lögum sem er!

  • Ég er að velta fyrir mér - fyrst að gefið var þarna eftir, hví ekki að ganga alla leið, og afnema að fullu takmörkunina í 67. gr um þjóðréttarskuldbindingar?

 

65. grein. Málskot til þjóðarinnar

Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.

 

10% reglan þíðir skv. - Kjósendur á kjörskrá - sbr. 227.896 sem er fj. kjósenda á kjörskrá, þá að 10% þess fj. eða cirka 23.000 manns geta krafist þess að mál fari fyrir þjóðina.

  • Mér hefði fundist allt í lagi, að miða við 15% reglu, þ.e. cirka 34.200 manns.
En þessi tala náðist í báðum tilvikum, þegar skorað var á Ólaf Ragnar að hafna Icesave. 
 
Ég held hún hafi einnig náðst vegna fjölmiðlalaganna - svo 15% virðist mér ekki of erfið regla.
  • Það væri möguleg niðurstaða að hækka viðmið upp í 15% og samtímis, afnema takmörkun í 67. gr. um þjóðréttarskuldbindandi mál.

 

66. grein. Þingmál að frumkvæði kjósenda

Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.

Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.

Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi.

 

2% samsvarar cirka 4550 manns. En, þetta er sjálfsagt allt í himna lagi. Áhugavert reyndar, að auka með þeim hætti samskipti kjósenda og Alþingis.

10% regla yrði þá aftur að 15% reglu.

Mér finnst allt í lagi, að 15% kjósenda geti lagt til að þjóðin taki á sig þjóðréttarlega skuldbindingu.

Þá væri hvort sem er, einnig unnt að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu á móti, ef önnur 15% kjósenda væru andvíg tillögunni.

Þarna væri komið nokkuð nærri beinu þjóðaratkvæða greiðslu fyrirkomulagi, en OK!

 

Niðurstaða

Ég legg til að úr 67. gr. verði fjarlægð orðin "lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum" svo að, kjósendur hafi þá skv. 65. gr. rétt til að krefjast þess að lagasetning sem Alþingi hefur staðfest og forseti undirritað um frágang þjóðréttarlegrar skuldbindinga, fari í þjóðaratkvæði.

Enda var það einungis hrein heppni þjóðarinnar, að Ólafur Ragnar er forseti Íslands þegar Icesave málið var á dagskrá en ekki forseti sem hugsaði eins og Vigdís Finnbogad. 

Mér finnst það ekki sanngjarnt að þjóðin eigi það allt undir því happadrætti, að vera heppin með forseta.

Við erum eftir allt saman að hugsa fyrir framtíðina, og því vil ég að þessi réttur sé einnig hjá þjóðinni - fyrst verið er að rita heila nýja stjórnarskrá, sem á að auka lýðræði og sannarlega það gerir að  ímsu leiti.

Varðandi 66. gr. þá finnst mér allt í lagi, að 15% kjósenda geti lagt til að þjóðin taki á sig þjóðréttarlega skuldbindingu X. Enda, væri þá unnt fyrir annan 15% hóp kjósenda, að krefjast þess að sama mál færi svo í þjóðaratkvæði.

--------------------

Mín skoðun er að ef við miðum við 15% reglu, þá myndu þjóðaratkvæðagreiðslur ekki verða of margar, enda þarf mál að vera orðið verulega umdeilt til þess, að 15% kjósenda hafi fyrir því að leggja nafn sitt og kennitölu undir lista.

En það væri einnig unnt skv. svissneskri fyrirmynd, að setja upp sáttagjörðar fyrirkomulag. Þá á ég við, að þegar fyrir liggur að nægur fj. undirskrifta er til staðar, þá sé aðilum skilt að leita sátta, gefinn frestur til. Þannig tókst Sviss að fækka mjög þjóðaratkvæðagreiðslum, þ.e. mál enda oftast nær innan sáttaferlisins að málamiðlun verður ofan á.

 

Kv.


Varðandi hinn stórfellda glæp, sem Anders Behring Beivik framdi!

Síðan Norðmaðurinn Anders Behring Beivik myrti 76 manns sl. föstudag, hefur átt sér stað umræða sem er að ímsu leiti ónotaleg. Hann sjálfur virðist skilgreina sig sem hægrimann, ekki nasista eða fasista, heldur sem hægrimann. Á sama tíma skilgreinir hann sig einnig sem kristinn.

En hans hægrimennska er langt frá dæmigerðri hægri mennsku og sama á við hans kristni.

Assessing the killer's mind - The Cold Aggression of a Mass Murderer - Anders Breivik's Roots in Right-Wing Populism

The suspected perpetrator Anders Behring B. He is also thought to be...

Eiga hægrimenn eða kristnir að biðjast afsökunar á Anders B. Beivik?

Að sjálfsögðu bera hvorki venjulegir hægrimenn né venjulegir kristnir borgarar hina minnstu ábyrgð á honum, né ber þeim að verja sínar skoðanir í ljósi þess, að Anders telur sig hægrimann og kristinn.

En nokkuð hefur verið um það, að fólk í þjóðfélaginu hafi gripið þessar sjálfsskilgreiningar hans á lofti, og með fremur andstyggilegum hætti, talað um að nú þurfi hægrimenn á Íslandi, að sverja hann af sér - að fordæma hann sérstaklega.

Verið íjað að því, að vissir hægri hópar hér eigi nú margt skilið við þær hugmyndir, sem Beivik stendur fyrir.

Glæpir Anders eru að sjálfsögðu þau svívirðilegustu fjöldamorð, sem framin hafa verið á norðurlöndum, síðan í seinni styrrjöld er nasistar réðu ríkjum í Noregi og Danmörku.

En, hvað með þá sem eru kristnir, þurfa þeir að svara fyrir hans gerðir?

Nei! Ekki hægrimenn heldur.

 

Svívirðilegur glæpur hefur ekki réttætingu

Málið er að það skiptir engu máli í reynd, hvað Anders sjálfur kallaði sig, glæpir hans eru jafn svívirðilegir hvort sem hann hefði framið þá í nafni íslam, eða einhverrar öfga vinstristefnu, í reynd alveg sama hvaða -isma hann hefði brugðið fyrir sig, að ekkert getur réttlætt hans glæpi.

Það sem hans glæpir beina sjónum að, eru hatursglæpir almennt.

Og þá aftur á það sama við, það skiptir engu máli hver er bakgrunnur þess hatursr.

Hatur er jafnslæmt, hvort sem að það er íslamisti sem hatar samfélag Vesturlands en býr samt á meðal vor - eða hvort það er íslamista hatari á vesturlöndum sem hatar múslíma sem búa meðal vor á vesturlöndum, sama má segja um hatur vinstrimanna á hægrimönnum eða öfugt hatur hægrimanna á vinstri, og einnig um hatur byggt á þjóðerniskennd, eða hverju öðru sem fólk notar sem afsökun til að hata annann hóp.

 

Hatur gegn íslam á vesturlöndum!

  • Verknaður Anders, hefur beint sjónum að nýju trendi meðal öfgamanna, sem er hatur á íslam og múslímskum íbúum vesturlanda.
  • En merkilegt er, að með í þeim kokteil er fylgisspekt við Ísrael - vegna þess að Íslam er óvinurinn og þá er Ísrael vinur.
"The enemy, he makes it clear, are all those who are responsible for the Islamization of Europe -- those who are not nationalists in the same vein as himself. In his words it sounds like this: "(...) it's in your interest to help out your French, British, German, Scandinavian etc brothers to defeat the cultural Marxists/multiculturalists here in European metropolitans. Travel here yourself, transfer funds, give your moral support, become a martyr in the fight yourself --anything will be greatly appreciated.""
  • Spurning hvort þetta er raun þjóðernisstefna - en þessir hópar virðast vinna saman innan Evrópu, og líta svo á að þeir séu í sameiginlegri baráttu, gegn íslam-væðingu innan Evrópu! 
  • Fókusinn er ekki á að halda tilteknu landi hreinu, heldur Evrópu - þannig hafi Anders ímyndað sér að verknaðurinn, með því að skapa einhvers konar vakningu innan Noregs, myndi það vera hlekkur í þessari heildar baráttu, gegn íslamvæðingu Evrópu.
  • Það sýnist mér því vera villandi að líkja þessu við þjóðvernisstefnu.
  • Stendur nær kynþáttahyggju.

Það hefur verið eitthvert and íslam tal hérlendis einnig - en vondandi bregður þeim aðilum í brún og læra sinn lærdóm. 

 

Íslenskir þjóðernissinnar þurfa ekki heldur að biðjast afsökunar!

En að vera íja að því að dæmigerð íslensk þjóðernisstefna sé að einhverju leiti varasöm í þessum sama skilningi, eins og sumir vilja láta, er hreinlega andstyggilegt.

Hún hefur aldrei snúist um hatur - heldur meir rómantíska ást á eigin þjóð, og landinu sjálfu og því sem það veitir. Og, síðan um vörn - fyrir tunguna og menninguna - já landið sjálft einnig - auðlyndir þess. Með vissum hætti má segja, að Íslendingar hafi aldrei komist upp úr rómantísku stefnunni.

Íslensk þjóðernisstefna er ekki þjóðremba, en hún lítur ekki á að íslendingar séu bestir allra, eða útlendingar séu slæmir, heldur eingöngu svo á að það sem íslenskt sé og Ísland sjálft, hafi verðmæti í sjálfu sér - sem þurfi að verja - sem megi ekki glatast í þjóðahafinu - sem hafi sjálfstæðann tilverurétt.

Á Íslandi búa bara liðlega 330þ. manns. Við raunverulega getum auðveldlega tínst í því ógnarhafi, sem sá óskaplegi fjöldi býr á Jörðinni er. Og, hafandi í huga, að á Jörðinni eru milljónir efnahagslegra flóttamanna, í leit að betri kjörum - þá réttlætir það fullkomlega það að vilja varðveita það sem íslenskt er, því sannarlega geta íslensk sérkenni orðið undir, vatnast út.

Þeir sem ganga lengst í vissri tegund hugsunar, vilja meina að takmarka aðstreymi fólks erlendis frá sé rangt. Vilja meina, að við höfum ekki meiri rétt. En, ef ég tek framsóknarmenn sem dæmi, þá er meiningin ekki sú að ekki skuli vera neinn aðflutningur, heldur að hann verði undir einhverri stýringu. 

Þannig, að aðstreymi sé ekki hraðar en svo, að hægt sé að forðast þá þróun er víða hefur átt sér stað, að til verður fjölmennur hópur útlendinga, sem mynda samfélag við hliðina á samfélaginu sem fyrir er, og verður undir. Slíkt getur skapað hættur síðar meir, eins og víða hefur komið í ljós. Aðstreymi sé ekki hraðar en svo, að unnt sé að halda við og kenna því fólki á siði landsins og málið. Og að auki, að réttmætt sé að velja úr umsækjendum, þ.e. velja þá úr frekar sem hafa menntun eða þekkingu.

 

Niðurstaða

Athæfi Anders Behring Beivik mynnir okkur á, að við berum öll ábyrgð á gerðum okkar, þar á meðal útbreiðslu hatursfullra skoðana. Eins og sést af Anders, sem virðist hafa varið löngum tíma á spjallvefjum íslam hatara, þá geta vefir sem ala á hatursfullum skoðunum verið varasamir. Vefir tengdir íslamistum og al-Qaeta sérstaklega, hafa verið undir skoðun, síðan svokallað stríð gegn hryðjuverkum hófst.

Í kjölfar ódæðis Anders, er ljóst að veita þarf vefjum íslam hatara meiri athygli. Þetta eru ekki nasistar, því þessir einstaklingar segjast vinir Ísraels - og hafa tengingar við mjög öfgafull gyðingasamtök "Jewish Defense League (JDL), a group which has been branded a terrorist organization in the USA". Fyrst að Bandar. skilgreina JDL sem hryðjuverkasamtök, hljóta þau að vera virkilega á háu stigi ofstækis. En, hinn sameiginlegi fókus er hatur á íslam og múslimum.

Þetta er nýtt trend, sem hefur verið að vaxa sl. áratug meðfram svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum, og þeirri ógn sem mörgum hefur fundist vera til staðar vegna hryðjuverka íslamista. 

Þannig má líta á þetta sem róttækt andsvar! Það er því ákveðin kaldhæðni í því, að Anders hefur nú sennilega myrt fleiri en hafa verið myrtir í árásum íslamista á sl. áratug, í Evrópu.

Það hlítur nú að skaða verulega fylgi við þá róttæku and-hreyfingu, sem virðist hafa verið að skjóta rótum í Evrópu. Er það sjálfsagt vel - að aðgerðir Anders Behring Beivik, verði til þess að fæla fólk frá þeim hópum. Draga úr því hatri gegn íslam og múslímum, sem farið var að gæta alltof víða um Evrópu.

---------------------------

Varðandi umræðuna á Íslandi, spyr ég þá sem tönnslast á því að Anders Behring sé hægri maður, hvað þeir séu að segja með þessu?

En að tönnslast á því að hann hafi kallað sig hægri mann eða trúaðann, er eins vitrænt og tönnslast á því að Osama Bin Laden hafi verið múslimi. Því viðhorf Osama voru langt í frá dæmigerð múslima viðhorf.

Sama á að sjálfsögðu við Anders Behring Beivik að hans viðhorf eru langt í frá dæmigerð fyrir viðhorf hægri manna né viðhorf kristinna.

  • Að Osama Bin Laden væri múslimi var einmitt mikið notað af þeim, sem vildu kynda undir hatri á múslimum og íslam.
  • Margir þeirra hafa einmitt viljað meina, að viðhorf Osama séu ekki svo ódæmigerð.
  • Anders Behring Beivik er hluti af hópi, sem hatar múslima og íslam.

Því vekur það þá spurningu, þegar stöðugt er tönnslast á því að Anders Behring Beivik segist vera hægri maður, hvort þeir viðkomandi hafi sambærilega haturstilhneygingar til hægri manna á Íslandi?

  • Eða hvað eiga þeir við, með því að standa fyrir þessu?
  • Eru þeir að segja, að hugsanir Anders Behring Beivik séu virkilega dæmigerðar hugsanir hægri manns, að þeir reikni með því að hægri menn geti hvenær sem er tekið upp á því að taka sér byssu í hönd?

Ég segi við þá, sem virðast njóta þess, að benda á að Anders Behring Beivik telji sig hægri mann - hættið þessum andskotans fíflagangi!

Ekkert gott getur af þessu hlotist - við eigum að vinna gegn hatri, það er lærdómurinn af glæp Anders Behring, alls ekki að bregðast við með því að kinda undir nýju hatri hér á Íslandi. 

 

Kv.


Evrukrýsan heldur áfram - þrátt fyrir hina stóru ákvörðun sl. viku!

Ég var dálítið spenntur að sjá viðbrögð markaða í dag eftir helgi, en nákvæmlega það sem mig grunaði átti sér stað, þ.e. um helgina fengu fjárfestar tíma til að hugsa um það - hverju ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis reddar og hverju hún reddar ekki. Sjá - Tókst þeim að bjarga Evrunni frá hruni?

 

Verð féllu á mörkuðum í Evrópu mánudag 25/7 eftir verðhækkanir fimmtudag 22/7 og föstudag 21/7!

  • Og eins og mig grunaði - beina fjárfestar sjónum sínum að Ítalíu og Spáni. Verð hlutabréfa í stórum bönkum féllu á Ítalíu. Vaxtakrafa ríkissjóða Ítalíu og Spánar fór upp:
Moody’s cuts Greek debt by three notches : "Italian banks suffered as they have done in all recent sell-offs, with Intesa Sanpaolo falling 8 per cent and UniCredit 7 per cent."
  • En, einnig hækkar vaxtakrafa Írlands - Grikklands og Portúgals.
  • En munurinn er að, þau lönd eru samt með umtalsvert lægri vaxtakröfu en fyrir ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis sl. fimmtudag; meðan að vaxtakrafa fyrir Ítalíu og Spán er aftur komin upp í cirka þá háu stöðu er hún var í, t.d. á miðvikudag sl. 
  • Það segir, að markaðurinn sé enn nokkurn veginn jafn órólegur í dag um stöðu þeirra landa, og hann var fyrir ákvörðun leiðtoganna.

 

Það er alls ekki órökrétt afstaða sbr. What’s wrong with Greece bailout II… : "Indeed, under the amended EFSF which will aim at having a lending capacity of Eur440bn, and given current and likely commitments, the EFSF will be left with a little more than Eur300bn of lending and or buying capacity..."

  1. Spánn skuldar cirka 660ma.€.
  2. Ítalía skuldar cirka 1.840ma.€
  • Þær tölur mynda áhugavert samhengi, við það fjármagn sem eftir er, í björgunarsjóð Evrópu þ.e. cirka 300ma.€. Klárt hvergi nærri nóg, til að halda báðum löndum á floti, nema um takmarkaðann tíma.
  • Þetta er auðvitað það sem markaðurinn áttar sig á - hættan er að markaðurinn fari fljótlega að prófa getu, Evrukerfisins til að bregðast við, raunverulegri atlögu að þeim löndum.

 

Síðan er einn annar punktur, vert að muna - að fjárfestar munu sennilega ekki trúa því, að þegar á reyni, muni Evrusvæðið ekki ákveða að beita sömu formúlu gagnvart Portúgal og ákveðið hefur verið að beita gagnvart grískum fjárfestum - og einmitt sá ótti við tjón getur skapað þrýsting á ávöxtunarkröfu Spánar og Ítalíu. Einnig Portúgals. En fjárfestar hafa ekki önnur úrræði til að tjá slíkann ótta, nema með því að krefjast hærri vaxta.

Fitch Rating og Moody's bæði, lækkuðu mat sitt fyrir Grikkland, sem var fyrirfram vitað að myndi eiga sér stað. En takið eftir þessari setningu úr tilkynningu Moody's!

Moody’s downgrades Greece to Ca from Caa1 :"Moody's - ...the positive elements of the announcement ...need to be weighed against the negative implications of this precedent-setting package should any country face financing challenges similar in severity to Greece’s."

Það verður því áhugavert að halda áfram að fylgjast með verðum - sérstaklega fyrir Ítalíu og Spán.

 

Vaxtakrafa 10. ára bréfa 25/7, 22/7, 21/7, 18/7 og 15/7

Eins og sést, náði paníkin hámarki mánud. 18/7, svo róaðist markaðurinn mikið eftir niðurstöðu leiðtoga Evrusvæðis lá fyrir þanna 21/7, verðfall hélt áfram þann 22/7 nema að fyrir bréf Spánar og Ítalíu. Síðan er klár viðsnúningur til hins verra nú eftir helgi, þó sérstaklega fyrir skuldabréf Spánar og Ítalíu!

Grikkland............14,91% / 14,74% / 16,53% / 18,30% / 16,86%

Portúgal..............11,53% / 11,23% / 11,69% / 12,86% / 12,05%

Írland................. 12,08% / 11,98% 12,58% / 14,55% / 13,95%

Spánn..................6,04% /5,79% / 5,77% / 6,39% / 5,86%

Ítalía...................5,67% / 5,40% /  5,36% / 6,01 / 5,63%

-----------------------

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Skuldatryggingaálag

Umtalsverð lækkun skuldatryggingaálags neðangreindra landa hefur orðið, en álag Spánar sérstaklega veldur enn áhyggjum. En reyndar er álag Ítalíu ekki það langt frá 300 punktum.

Markit Itrax Sov - 25/7 kl. 17.30

Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 15.30

Grikkland...........1.650 / 2.575

Portúgal.............965 /1.215

Írland..................900 / 1.185

Spánn..................335 / 390

Ítalía...................280 / 333
------------------------------------------------

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)

 

Hvernig verður sumarfrýið hjá starfsmönnum stofnana ESB, og hjá þingmönnum þýska-sambandsþingsins?

Það er nefnilega það merkilega, að svo mikla trú höfðu leiðtogar Evrusvæðis á nýja samkomulaginu sl. fimmtudag, að innan stofnana ESB og Evrusvæðis, var loks gefið sumarfrý. En frýjum hafði verið frestað. Og verða starfsmenn í frýi í ágúst.

Sama um þýska sambandsþingið, það fór í frý og kemur ekki saman fyrr en í september. Og þá fyrst á að ræða þar, formlegt samþykki þeirra aðgerða sem Angela Merkel samþykkti sl. fimmtudag.

Sannarlega, hafa verið í fjölmiðlum uppi vangaveltur um getu hennar til að ná fram samþykki hinna nýju aðgerða, sérstaklega á það við nýjar viðbætur við hlutverk Björgunarsjóðs Evrusvæðis, sem fær heimildir til að veita landi lánalínu og einnig til inngripa í markaði með skuldabréf - sem má nýta svo lengi sem peningurinn í sjóðnum endist til að halda Ítalíu og Spáni á floti, einnig má hann lána ríkisstj. til þess að aðstoða þá ríkisstj. við fjármögnun björgunaraðgerða við banka innan eigin hagkerfis.

Það sem verður gagnrýnt í Þýskalandi er að þessi nýju heimildir Björgunarsjóðsins, marki stórt skref í átt að millifærslu-bandalagi sbr. "transfel union," en þjóðverjar óttast mjög að lenda í því að verða einhvers konar mjólkurkú fyrir lönd sem geta ekki verið samkeppnisfær.

  • Það getur vel verið að Merkel muni þurfa að hafa verulega fyrir hlutum, á Þýska þinginu - af þessa sökum.
  • En, þ.s. ég er meir að velta fyrir mér, er hvernig ástand markaða verður - í september!

Það er vegna þess að það stefnir í að júlí verði 3. mánuðurinn í röð þegar dregur úr hagvexti innan Evrusvæðis, og ESB í heild einnig - sjá frétt frá sl. föstudag:

Eurozone manufacturing output falls :"Eurozone manufacturing output declined for the first time since July 2009,"

  1. Minnkunin í júlí virðist hafa verið 2,5% það sem af er mánuði.
  2. Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir Evrópu - því þetta er 3. mánuðurinn sem það virðist hægja á hagvexti. 
  3. Að auki, mældist í júní sl. samdráttur í iðnframleiðslu á Spáni og Ítalíu. Væntanlega þíða því tölur júlí - en mánuðurinn er auðvitað ekki búinn - að ef vísbendingar halda út mánuðinn að heildarsamdráttur iðnframleiðslu verður um 2,5% á Evrusvæðinu, að þá mun væntanlega mælast nú annann mánuðinn í röð samdráttur iðnframleiðslu á Ítalíu og Spáni.
  4. Hagkerfi þeirra landa mældist við "0" punkt í júní. Þar sem júlí er ekki búinn, er enn ekki alveg strax von á samantekt fyrir hagvöxt í júlí frá þeim löndum, en það eru þó líkur á að efnahagssamdráttur muni mælast - smár en þó samdráttur.
Ef þetta stenst, að júlí verður 3. samdráttarmánuðurinn, en niðurstaða á einum Index þó talinn marktækur, er ekki nóg til að slá því föstu, þá getur það þítt að samdráttur reynist hafa átt sér stað í júlí í hagkerfum Spánar og Ítalíu. Sem sagt "double dip recession"!

Þá getur ástandið verið orðið ærið skrautlegt - þegar sumarfrýjum líkur hjá stofnunum ESB, og nálgast að þýska þingið komi saman á ný!

 

Niðurstaða

Ég held að Evrukrýsan sé alls ekki búin. Mig grunar þvert á móti, að á komandi vikum, muni fjárfestar láta reyna á trúverðugleika kerfisins sem búið var til, með ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis sl. fimmtudag. En 300ma.€ þó mikill peningur sé, er alltof lítill peningur, til að skapa þann trúverðugleika sem til þarf, þegar sjónir fjárfesta eru á Ítalíu og Spáni.

Það getur því farið svo, að þegar í ágúst muni reyna á þau nýju úrræði sem Björgunarsjóður ESB hefur verið úthlutað, og að fé fari að streyma stríðum straumum út - til að halda Spáni og Portúgal á floti.

Þannig að þegar þýska þingið kemur saman í september nk., þá muni þingmenn standa frammi fyrir allt annarri spurningu, en fjölmiðlamenn eru að tala um þessa dagana. Það er spurningin um mjög umtalsverða stækkun björgunarsjóðsins - bankamenn tala um 2.000ma.€ sem lágmark - en það væri viðbót skuldbindinga sem meira að segja þýskalandi munar verulega um - eða að samþykkja að veitt sé einhvers konar heildarábyrgð allra ríkja innan Evru á skuldum hvers annars; eða - hvort það skuli láta Evruna róa.

  • Sannarlega mun því sem þegar hefur verið til kostað, skapa verulegann þrýsting um að - kasta því ekki á glæ - með slíkri ákvörðun.
  • En, það getur einnig verið, að á þeim tímapunkti sé mælirinn einfaldlega fullur hjá Þjóðverjum.

Ég þori engu um það að spá - hvort yrði líklegar niðurstaðan.

 

Kv.


Áhugaverð AGS skýrsla um Kína! Spurning hvort það er að styttast í að húsnæðisbólur þar springi?

Þetta er mjög áhugavert yfirlit um Kína eins og það er í dag.

Athygli vekur að viðskiptaafgangur Kína fer aftur vaxandi, eftir að hafa minnkað er kreppan skall á 2008. AGS reiknar með að hann fari aftur í rúm 6% af þjóðarframleiðslu, er cirka 5,5% í dag að sögn AGS. 

Laun hafa hækkað töluvert í Kína undanfarin ár, þá í héruðum við ströndina - fyrirtæki eru byrjuð að færa sig innar í landið, þá t.d. í næsta fylki fyrir Vestan. Þetta er gott, því þá getur það skapað þá þróun er átti sér stað innan Bandar. á 19. öld, að viðskipti milli fylkja sem framleiddu mismundandi þætti, eða voru á misjöfnu efnahagslegu þróunarstigi - varð drifkraftur hagvaxtar a.m.k. að nokkrum hluta.

Ég sá þess ekki merki að AGS ræddi þennan tiltekna þátt - er það yfirsjón að mínu mati.

En launahækkanir auka neyslu í héruðum við ströndina, sem ekki einungis styður við verslun milli fylkja heldur einnig, skapar tækifæri fyrir innflutning munaðarvara til Kína. En, AGS benti þó á, að hækkanir launa væru ekki umfram framleiðni heldur nokkurn veginn í takt við framleiðniaukningu. Þannig, að samkeppnishæfni kínv. aðila væri ekki a.m.k. enn að dala vegna launahækkana og ekki heldur hagnaður kínv. fyrirtækja í framleiðslu til útflutnings.

Það þíðir væntanlega að hækkanir launa eru ekki enn sem komið er a.m.k. að duga til að skapa aukna samkeppnishæfni, fyrir framleiðslu annarra landa í samkeppni við framleiðslu til útflutnings í Kína.

Klárt er að það er húsnæðisbóla í nokkrum stærri borgum í A-Kína, og við ströndina. En heilt yfir litið, Kína skoðað sem heild, er húsnæðis verðlag ekki óeðlilega hátt. Á hinn bóginn, vegna mjög mikils munar milli efnahagslegrar framþróunar milli fylkja, er sennilega villandi að einblína á meðaltöl.

Ef hún springur, mun höggið geta dregið nokkuð úr hagvexti, skapað verulegt högg fyrir bankakerfið í Kína, aukið verulega atvinnuleysi á tilteknum svæðum.

Aðhaldsaðgerðir kínv. stjv. eru farnar að skila árangri, þ.e. nokkuð hefur dregið úr hagvexti, kínv. stjv. virðast einnig vera að leitast við að hægja á húsnæðismarkaðinum, skapa þ.s. við getum kallað mjúka lendingu.

Hvort þeim tekst það - er önnur saga!

PEOPLE'S REPUBLIC OF CHINA - STAFF REPORT FOR THE 2011 ARTICLE IV CONSULTATION

 

"Labor. Official data shows double-digit increases in nominal wages and there are signs of labor mismatches, both geographically and skills-related. There is, however, significant heterogeneity across the labor market. Anecdotal indications are that jobs are migrating from the coastal regions into the interior provinces, in part due to demographic reasons, improved prospects in inland provinces, and frictions to labor mobility created by the household registration scheme. The premium for skilled or experienced labor is growing but unskilled labor has much less pricing power in the labor market. Unemployment among university graduates is becoming an important social issue with many college graduates ill-equipped for the workplace. At the same time, companies report being increasingly constrained by a lack of skilled labor. This growing skills gap is a pressing issue without a clear near-term solution and one that is feeding into growing income inequality." Bls. 6

 

Fyrir áframhald framþróunar Kína, er mjög mikilvægt að störf séu farin að færast frá ströndinni, og lengra inn í land. Það er eitt af því sem verður að gerast.

Aukin velmegun í strandhéruðum, ásamt tilfærslu þeirrar starfsemi sem þarf virkilega mjög lág laun til að ganga til héraða lengra inn í landi, getur skapað grundvöll fyrir umtalsverða aukningu verslunar milli héraða. Það getur skapað verulegann hagvöxt síðar meir.

Það sem þó er mikilvægast, er að þ.e. stór veikleiki fyrir Kína, að vera svo háð útflutningi sem það enn er, og það eykur til muna reikna ég með jafnvægi í hagvexti, því stærri hluti hagvaxtar fer að byggjast á verslun innanlands.

Það að laun starfsmanna með þekkingu og þá menntun sem hentar atvinnulífinu, hækka mun hraðar en þeirra sem eru lítt skólaðir og minna þjálfaðir, kemur sennilega ekki á óvart. Það er því vaxandi launabil.

Áhugavert að til staðar er skortur á fólki með fagþekkingu. Verkefni fyrir stjv. til að efla skólakerfið. 

 

"Nevertheless, China continues to have a structural labor surplus with significant unemployment and underemployment. At an aggregate level, it still appears that wage pressures are mostly being absorbed by productivity gains; manufacturing unit labor costs are rising only slowly and corporate profit margins are not being compressed by rising costs. While changes in the labor market will help with rebalancing, this would be a gradual process and would need to be complemented with reforms in a range of other areas....The authorities felt that the transition underway in the labor market was an important development and could represent a significant force in economic rebalancing. Bls. 7"

 

AGS telur að vísbendingar séu um að launaþróun einsömul, muni einungis skapa umsnúning á hagkerfinu í Kína á löngum tíma. 

En kínv. hagkerfið er orðið svo stórt að mínu mati, að viðskiptahagnaður Kína er ekki lengur sjálfbært ástand fyrir heimshagkerfið. Hann sé ógn við það, vegna þeirrar skuldasöfnunar sem hann skapar í löndum sem hafa nú um langt árabil haft mikinn og vaxandi viðskiptahalla við Kína.

Sérstaklega vísa ég til Bandaríkjanna - en mig grunar að of seint sé að bjarga bandar. hagkerfinu frá annarri niðursveiflu.

En gríðarleg skulda-söfnun muni á endanum skapa þar skell, sem þá muni fella lífskjör í Bandar. all hastarlega, og þannig leiðrétta þann gríðarlega viðskiptahalla sem ríkt hefur nú a.m.k. 20 ár.

Mér sýnist á skýrslunni að kínv. stjv. séu ekki alveg að átta sig á alvarleik málsins, því hve ég held að sé stutt í þetta hrun í bandar. þíðir, að Kína liggur mjög mikið á að framkv. þennan umsnúning.

Það er, að stórauka neyslu innan Kína, sem í dag er mjög lítil - miðað við stærð hagkerfisins. Svo, hagvöxtur geti viðhaldist jafnvel þegar - ekki ef að mínu mati, Bandar. lenda í efnahags skellinum.

Reyndar má vera að Kína sé fallið á tíma!

 

"Property Bubbles
Developments. The government’s efforts to slow the rapid pace of increase in property prices appear

to be having the desired effect. In the first five months of this year, residential property prices on average rose 7 percent over those of the previous year and transaction volumes have been discretely lower. Market participants indicated that the restrictions on purchases of properties for investment purposes have had the biggest impact. There is also some evidence that people are shifting more into renting property with rents now catching up with prices in the larger cities. In addition, commercial real estate prices have been rising quickly, particularly in the larger coastal cities (Figure 3). Despite the slower rate of increase in house prices, real estate investment has held up well, in part bolstered by an ongoing expansion in the construction of housing for lower income groups (the government has a goal of building or refurbishing 10 million units of social housing this year)." bls. 9

 

Tilraunir kínv. stjv. fram að þessu, hafa einungis hægt á hækkun fasteignaverðlags. Eins og sést á myndinni að ofan, er klárt bóla í tilteknum borgum í Kína.

Áhugavert að skoða samanburð við borgir á vesturlöndum. En verðlag í Kína miðað við kaupgetu, er klárt mikið hærra í þeim tilteknu kínv. borgum.

Spurningin er grunar mig ekki hvort þær bólur springa, heldur hve stórt höggið verður þegar það gerist.

Stefna stjv. að reisa 10. milljón félagsl. íbúðir, á næstu árum. Getur þó sennilega að einhverju leiti dregið úr högginu á húsbygginga-iðnaðinn. Með því að viðhalda eftirspurn eftir þeirra þjónustu.

 

"Assessment. Despite some success in calming down the property market, prices are


high as a share of household income, particularly in some of the larger cities, and staff remains concerned about the potential for a property price bubble in China. The property sector occupies a central position in the Chinese economy, directly making up 12 percent of GDP and is highly connected to upstream industries (like steel and cement) and downstream producers of appliances and other consumer durables. Direct lending to real estate (developers and household mortgages) makes up around 18 percent of banks’ credit portfolio; property is a sizable component of household and corporate balance sheets; and for local governments— which account for 82 percent of public spending—property-related revenues (including budgetary funds) are important. A property bubble, therefore, would pose serious macroeconomic and financial stability risks." bls. 9

 

Það virðist hafa verið um nokkurt árabil í gangi, jákvæð hringrás "positive feedback cycle"; þ.e. bankalán eru mjög ódýr eins og fram kemur í skýrslunni enn ódýrari en í dag í Evrópu þó eru þau verulega ódýr í Evrópu, þau auka mjög eftirspurn eftir húsnæði því ódýr lán þíðir þú getur keypt húsnæði sem þú annars gast ekki eða stærra en þú annars hafðir efni á, en þetta eykur einnig eftirspurn eftir byggingum frá fyrirtækjum, mikil framleiðsla á byggingum eykur eftirspurn eftir stáli - sementi og öllu því sem til þarf frá fjölmörgum aðilum í hagkerfinu, hlutfall lána til fasteigna fer vaxandi hjá bönkum - þær eru hluti af eiginfé margra aðila þ.e. fyrirtækja og einnig opinberra aðila. 

Þannig að skellurinn þegar hann verður, getur verið virkilega umtalsverður á hagkerfin í þróuðustu hlutum Kína.

  • Spurning þó akkúrat hvenær sá skellur kemur.
  • En, mjög erfitt myndi vera að ef hann kemur ofan í hagkerfisskell, sem á uppruna sinn að utan. 
  • Ég get ímyndað mér "worst case" að stóri skellurinn verði með látum í Bandar., og þrátt fyrir ítrustu tilraunir kínv. stjv. þá takist þeim ekki að komast hjá því, að sá skellur framkalli án tafar hrun fasteignaverðs í borgum, þ.s. verð virðast mjög bólukennd.

 

"Social Safety Net
Since the eruption of the global financial crisis commendable progress has been made in expanding China’s social safety net with significant resources allocated to improving the pension, healthcare, and education systems. This will certainly help rebalance toward private consumption. In particular, a new rural social pension system has been introduced and now covers 60 percent of counties In addition, healthcare spending has been substantially increased to build health facilities, train personnel, and achieve near-universal coverage of basic health insurance. Finally, the government is about to expand the existing social pension scheme to include the urban unemployed with nationwide coverage expected by 2012." Bls. 16

"Policies. Despite progress, gaps in the safety net still remain. The health system continues to create incentives for precautionary saving because of high out-ofpocket expenses and inadequate coverage for catastrophic illnesses. At the same time, there is a need to increase the generosity of social benefits, consolidate the complex and fragmented patchwork of various national, provincial, government and occupational pension schemes, and achieve universal pension coverage for urban, migrant, and rural workers.  Bls. 16

Social Policies Already Taken To Promote Rebalancing

  • Increases in the basic pension, social transfers, and unemployment benefits
  • Launch of a new rural pension scheme
  • Introduction of a new social pension system for urban residents
  • Full portability of pension benefits
  • Increased subsidies for health insurance and coverage of a core set of prescription drugs
  • Significant investments in new hospitals, community health facilities, and the training of healthcare personnel
  • Implementation of the Labor Contract Law and increases in minimum wages" Bls. 16

 

Eins og fram kom, þá eru kínv. stjv. farin að efla samfélagsþjónustu, og eins og fram kemur hjá starfsm. AGS, þá er enn langt í land, að þjónustukerfi v. almenning í Kína, standist samjöfnuð v. þ.s. tíðkast t.d. í Evrópu.

Þetta er almennt talið mikilvægur þáttur í því að efla neyslu, því með því að auka félaglegt öryggi og heilsugæslu, þá sé sparnaður minnkaður og hlutfall tekna almennings sem fer til neyslu aukið.

Enn sé sparnaður mjög hátt hlutfall tekna almennings, því neysla minni en annars væri, vegna þess að fólk enn telur sig þurfa að eiga verulegt fjármagn í sjóði, fyrir óvæntum áföllum.

 


The Role of the Exchange Rate
Assessment. Staff continues to believe that the renminbi remains substantially below the level consistent with medium-term fundamentals. At this point, there is little reason to change the assessment made during the 2010 Article IV consultation. Reserve accumulation has been significantly larger than foreseen at the last Article IV (reserve levels at end-March were already above what staff had previously forecast for end-2011 and are well above the level needed for precautionary purposes). Despite progress in appreciating against the U.S. dollar, the real effective exchange rate has depreciated over the past year.1 (1 The current estimates of the IMF’s Consultative Group on Exchange Rates indicate that the renminbi is undervalued by 3 percent (ERER approach), 17 percent (ES approach), and 23 percent (MB approach)). Finally, despite the important progress made in many policy areas, staff does not yet see in place the critical mass of measures that will be needed to decisively change the incentives for saving and investment and achieve a lasting decline in the current account surplus (Box 4).

Sjá einnig box á bls 21 og 22.

 

Það er enginn vafi á því, að þáttur í hagvaxtar-strategíu kínv. stjv. hefur verið, að viðhalda óeðlilega lágu gengi, miðað við hagkerfislega stöðu Kína.

En, ef kínv. gjaldmiðillinn væri fljótandi, hefði hið gríðarl. innflæði fjármagns til Kína, aukið eftirspurn eftir gjaldmiðli Kína, og þannig hækkað hann. 

Með því að viðhalda gjaldmiðilsshöftum, hefur kínv. stjv. tekist að koma í veg fyrir slíka hækkun.

Öfugt við okkur á Íslandi, eru höftin til að halda genginu lágu.

Það eflir svo samkeppnisstöðu kínv. útflutnings atvinnuvega.

En, einnig heldur það niðri kaupmætti almennings í Kína, þannig innflutningi.

Þetta er sem sagt þáttur í því að viðhalda viðskifta-afgangi Kínv.

Ég veit ekki af hverju Bandar. og Evrópa, hafa ekki gert meir í því að beita kínv. stjv. þrýstingi til að fá Kína til að annaðhvort að losa um höft á kínv. gjaldmiðlinum, eða til að hækka gengið hans.

Eða, af hverju Kína var hleypt inn í Heims-viðskiptastofnunina, án þess að slík stefnubreyting væri knúin fram.

 

"Suggested reforms: The exchange rate. First, by allowing the exchange rate to appreciate there will be genuine, market-driven, two-way movement of the currency, reducing the pressure from capital inflows. This will provide greater scope for the People’s Bank of China to exercise macroeconomic control through a more market-based and counter-cyclical monetary policy. A stronger renminbi will lessen the pace of foreign reserve build-up, translating into significantly less liquidity pressure in domestic markets and a diminished need to use higher and higher reserve requirements and issuance of central bank paper to absorb this liquidity. With structurally less liquidity generated by the balance of payments, financial reform can safely move ahead in various areas." bls. 25.

 

AGS telur að ef gengið er fært upp á markaðsgengi, þá muni flæði fjármagns inn og út úr landinu, verða meir í takt við raun hagkerfislega stöðu en nú er. En í dag, sé innflæði raskað af lág-gengi þannig, að meir fé streymir inn í hagkerfið en annars væri. 

Þá sé unnt, að færa verðlag á fjármagni innan Kína, smám saman upp í eðlillegra ástand, miðað við hagkerfislegar aðstæður. Raskanir innan hagkerfisins, vegna óeðlilega lágs verðlags á fjármagni, muni fjara út.

Hagstýring seðlabanka Kína, verði stórum skilvirkari.

 

"The monetary framework. As appreciation continues, the central bank can begin to absorb the significant liquidity overhang that is currently present in the financial system. This will need to involve a steady increase in the entire structure of deposit, loan and interbank rates and a much more aggressive use of open market operations to reach a point where the central bank no longer needs to rely on administrative limits on new lending and, instead, credit can be allocated by price-based means. As liquidity conditions tighten, interbank and central bank paper rates should move well above the deposit rate and monetary policy can be conducted largely through indirect instruments. Tighter liquidity conditions will create incentives for banks to improve their internal liquidity management functions and focus more on assessing risk-return trade-offs in allocating loans. At the same time, the central bank should move to reserve averaging to ease liquidity management challenges faced by the banks and allow reserves to operate as an effective buffer in times of short-term stress. With a more flexible exchange rate and the likely instability in monetary aggregates as financial reform proceeds, China will have to adopt a new framework for monetary policy decision making. For an economy of China’s size, importance, and complexity, the preferred alternative would be an institutional design that establishes objectives on growth, inflation and financial stability and uses a combination of monetary and macro-prudential tools to achieve those goals." bls. 25.

 

AGS vill með öðrum orðum, að Kína taki upp nútíma vestræna peninga-hagstjórn.

Fyrir neðan, sést mat AGS á áhrifum slíkra breytinga!

 

Sjá einnig box bls. 34 og 35.

Growth Impact (In percent) bls. 36

...............20 percent......................20 percent RMB
...............RMB..............................appreciation plus
...............appreciation....................other reforms for
..................................................rebalancing

China.........-0.8 to -2.0..................-2.0 to 1.0
U.S.............0.05 to 0.07...................< 0.15
Euro Area........< 0.12......................<0.21
Japan..........0.07 to 0.30................0.10 to 0.30
U.K..................< 0.5.........................< 0.1
EM Asia.......0.25 to 0.33................0.25 to 1.0
Commodity.......< 0.3.........................< 0.3
producers

 

AGS telur að gengishækkun eingöngu, muni draga úr hagvexti í Kína. En, þarna kemur ekki fram, að núverandi hagstjórnarmódel í Kína er mjög líklega ósjálfbært, fyrir heiminn í heild.

Síðan telja þeir að möguleiki sé á að, ef Kína tekur að fullu upp vestrænt hagkerfis módel, í peningamálum. Þá geti það bætt við hagvöxt.

Best er að taka þessari skýrslu þannig, að AGS sé að leitast við að sannfæra kínv. stjv.

Þeir vilja þá sennilega ekki vera of ónotalegir, eins og að segja opinberlega a.m.k. að núverandi módel geti ekki gengið mikið lengur, að hrun sé sennilega óhjákvæmilegt.

 

Current Account Impact (In percent of GDP) bls. 36

..................20 percent...............20 percent RMB
..................RMB.......................appreciation plus
..................appreciation.............other reforms for
...............................................rebalancing
China.........-0.7 to -2.9................-0.7 to -5.2
U.S............0.02 to 0.08................0.02 to 0.25
Euro Area....0.05 to 0.1.................0.10 to 0.19
Japan.........0.04 to 0.11................0.04 to 0.11
U.K............0.05..........................0.11
EM Asia......-0.31 to 0.30...............-0.76 to 0.31
Commodity.-0.2 to 0.11................-0.01 to 0.31
producers

 

Þarna kemur fram, mat AGS á áhrifum á viðskiptajöfnuð Kína, af annarsvegar gengisfellingu eingöngu og af því að ganga alla leið og taka upp vestræna peningastýringu að fullu og öllu.

Eins og fram kemur, þá telja þeir að viðskiptahagnaðurinn geti nánast horfið, ef Kína gengur alla leið. Annars verði áfram verulegur en þó minnkaður hagnaður, ef gengið er hækkað eingöngu.

 

Niðurstaða

Eins og fram kom á fimmtudaginn 21/7 í fréttum frá Bandar. - þá slitnaði upp úr samningaviðræðum milli fylkinga á Bandaríkjaþingi. Svo það stefnir í að alríkið í Bandar. verði greiðsluþrota þann 2/8 nk. Um helgina, mun Obama bjóða leiðtogum beggja þingfylkinga til samningsfundar í Camp David. Það getur verið lokatilraun til að ná lendingu í málinu.

Enn er nánast sama gjáin milli aðila, þ.e. annar hópurinn vill niðurskurð útgjalda eingöngu, meðan hinn þ.e. ríkisstj. og Demókratar, vilja blandaða leið skattahækkana og niðurskurðar.

Það áhugaverða í því samhengi er, að skatttekjur alríkisins í dag, eru lægra hlutfall landsframleiðslu en var á Reagan tímabilinu.

Svo það er ekki eins og að, einhver háskatta stefna hafi verið í gangi. 

Martin Wolf :"...revenues are forecast to be a mere 14.4 per cent of GDP in 2011...Individual income tax is forecast to be a mere 6.3 per cent of GDP in 2011... in 1988, at the end of Ronald Reagan’s term, receipts were 18.2 per cent of GDP."

Þetta er ótrúlegt sbr. meðaltal Norðurlanda er að ríkið taki nærri því 50% til sín.

Eitt er þó ljóst, að ríkið getur ekki viðhaldið núverandi skuldbindingum, án mjög umtalsverðra skattahækkana. Á sama tíma er klárt, að ef ekki verður af þeim, þá falla sennilega bæði "MedicCare" og "MedicAid" - nema þau kerfi verði skorin mikið niður.

Að ríkið geri mun minna, þíðir ekki endilega að kostnaður almennings sé lægri. Það þíðir, að í staðinn, er hann að borga þann kostnað til annarra aðila - sbr. einkareknar sjúkratryggingar.

----------------------------------------

Ég ætla ekki að fara djúpt í vanda Kana. En punkturinn er sá, að enginn veit hvað gerist, þegar 2/8 rennur upp án samkomulags þ.e. Bandaríkjaþing hefur ekki veitt alríkinu heimildir til frekari lántöku.

Þá þarf alríkið að forgangsraða skuldbindingum, mun sennilega greiða starfsmönnum laun. En líklega, hætta greiða af skuldum við erlenda aðila.

Það gæti skapað síðan verulegann óróa innan hins alþjóðlega fjármálakerfis. 

Sannarlega gerðist ekki mikið síðast þegar svona lagað átti sér stað í Bandar. - 1995/96, þ.e. við áramót. Samkomulag náðist fljótlega á nýárinu. Alríkið greiddi dráttarvexti. Það var svo það.

Vandinn er að í dag, er ekki endilega ljóst að þingfylkingar myndu ná samkomulagi, eins og gerðist síðast, fljótlega eftir að alríkið varð greiðsluþrota. Heldur, miðað við gjána milli aðila, gæti það allt eins dregist vikum saman.

Að auki er alþjóðlega fjármálakerfið, í mun viðkvæmara ástandi en þá var.

Hættan er að því lengur sem samkomulag milli þingfylkinga dregst eftir 2/8 því stærri verði neikvæð áhrif innan alþjóðlega fjármálakerfisins.

En aðilum munar alveg örugglega um þær greiðslur, sem þeir fá - í gegnum eign sína á bandar. ríkisskuldabréfum. 

Hjá fjölmörgum aðilum, mynda þau einnig hluta af eigin fé, svo verulegt verðfall þeira myndi skaða fjárhagslega stöðu mjög margra aðila.

----------------------------------------

Hættan er klár að þetta verði trigger fyrir stóra alþjóðlega krýsu - þ.e. þ.s. ég átti við er ég sagði að ofan, að verið getur að kínv. stjv. séu brunninn inni á tíma.

Að of seint sé úr þessu hjá þeim, að vinda ofan af bólum innan eigin hagkerfis.

Ef alþjóðleg fjármálakrýsa hefst einhverjum dögum eftir 2/8, þá getur það hæglega, raskað svo mjög kínv. efnahag, að þá springi þær húsnæðisbólur sem þar hafa upp hlaðist. 

Svo, ef það fer saman við verulegt verðhrun dollars og bandar. ríkisbréfa, sem mynda stórt hlutfall þeirra varasjóða sem kínv. stjv. hafa upp á að hlaupa, til að fjármagna hagkerfislegar reddingar heima fyrir.

Tja, þá getur verið full ástæða til að leggjast á bæn og byðja fyrir heimshagkerfinu.

 

 

Kv.


Mun Evrukrýsan framkalla frekari samruna á Evrusvæðinu?

Þetta er von sumra, sem eftir ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis, hafa fyllst bjartsýni á ný. En þau vandamál sem skulda- og efnahagskrýsan hefur afhjúpað hefur gefið byr undir vængi þeim, sem vilja gefa samstarfi aðildarþjóðanna innan Evrusvæðis meiri dýpt. En aðgerðapakki gagnvart Grikklandi virðist innvikla stofnanir ESB af mun meiri dýpt en áður hefur þekkst. Síðan, með því að gefa björgunarsjóð ESB fleiri valdsvið, þá má segja að Evrusvæðið sé að koma til móts við þann vanda sem hefur komið í ljós, sem fylgja því að starfa innan Evru.

Joseph Stiglitz - "The euro was, at birth, an unfinished project; it took away two key instruments of adjustment – interest and exchange rates – and put nothing in their place...this is a major step in correcting this deficiency, creating a European monetary fund."
  • Að geta ekki stýrt vöxtum.
  • Að geta ekki fellt gengi.

Ég myndi bæta við -

  • Að geta ekki prentað peninga skv. eigin óskum.

Þessu fylgja raunverulegir gallar - aukin hagkerfisáhætta að hafa ekki lengur umráð yfir þeim tækjum.

Svo, ég tek undir það, að björgunarsjóðurinn er sennilega nauðsynlegur, til að bæta fyrir þá ókosti sem það skapar, að hafa ekki lengur ofangreind úrræði til umráða.

Áhugamenn um Evru hérlendis, hafa verið einstaklega blindir á að, innan Evru hefur aðildarríki færri úrræði úr að spila, til að forða sér frá vandræðum!

Svo, að fyrir bragðið má segja, að hagstjórnarlega sé það eins og að stýra skipi með 2 stýri með einungis einu eða með aðra hönd bundna fyrir aftan bak.

Með færri stjórntæki, þá láta hlutir að stjórn meðan vel gengur, en hættan er að ef á móti blæs kröftuglega geti sú staða komið upp, að tækin duga ekki til og skútan berst af leið þrátt fyrir ítrustu beitingu þeirra tækja sem enn eru til staðar.

Í reynd eru aðildarríki að því leiti - enn meir leiksoppur aðstæðna, en ef þau hefðu haldið öllum sýnum stýritækjum - svo að tal um meint öryggi gegn sviptivindum er á misskilningi byggt:

  • Að hafa björgunarsjóð, bætir þá fyrir þá áhættu sem því fylgir - að hafa minni möguleika til að stýra hagkerfinu.

 

Einn vandi er þó eftir - björgunarsjóðurinn fékk fleiri tæki, en hann var ekki stækkaður!

Hann er enn 450ma.€, meðan skuldir Ítalíu eru 1.840ma.€ og Spánar um 660ma.€.

Sjóðurinn er klárt ónógur að stærð. Þó svo að markaðir 

Sebastian Mallaby - Trichet must mine lessons from Fed:

Sebastian Mallaby, bendir á að fjárfestar hljóti að óttast að verða beittir sömu úrræðum, og til stendur að beita þá sem eiga grískar ríkisskuldir. Og, verðlag á bréfum Spánar og Ítalíu - sérstaklega - muni sennilega fljótlega hækka aftur, sem tjáning þeirra á þeim ótta við tap. 

En hann telur, að leiðtogar Evrópu séu nú búnir að framkvæma þ.s. þeim er mögulegt. Hætta sé á að fjárfestar tjái ótta sinn með of harkalegum hætti gagnvart Ítalíu og Spáni, að þeim verði ítt út af mörkuðum fyrir skuldabréf. En hann telur sig hafa lausn!

"Mr Trichet’s...could simply declare that he stands ready to buy sovereign bonds issued by both (Italy and Spain)...The combined net sovereign debt of Italy and Spain comes to around €2,200bn. Mr. Trichet could plausibly promise to buy the whole lot – which would guarantee he would never have to."

  • Ég velti fyrir mér hvort aðildarríki Evrusvæðis myndu heimila Trichet slíkann gerning, en þau baktryggja ECB - allt það sem ECB tekur á sig er því þeirra sameiginlega skuld.
  • Fræðilega getur seðlabankinn sannarlega gert þetta - hefur seðlaprentunarvaldið.

Ef seðlabankinn myndi ábyrgjast skuldir Ítalíu og Spánar, þá væri þar með í reynd komin sú sameiginlega ábyrgð, sem rætt hefur verið um sem nauðsynlegt næsta skref.

Þetta er alveg hugsanleg útkoma - en mér finnst hæsta máta líklegt að fjárfestar muni á næstunni einbeita sér að Ítalíu og Spáni, og þannig framkalla þrýsting á enn frekari aðgerðir frá Evrusvæðinu.

En þá vísa ég frekar til stöðu hagkerfa Spánar og Ítalíu - þ.e. skorts á hagvexti vs. stöðugt vaxandi skuldir.

 

Vaxtakrafa 10. ára bréfa 22/7 vs. 21/7

Það áhugaverða er að vaxtaálag hélt áfram að lækka á föstudaginn, nema að það hækkaði aðeins fyrir ítölsk og spænsk bréf. Þetta getur bent til þess, að fjárfestar séu ennþá órólegir gagnvart Ítalíu og Spáni, að lækkun þeirra bréfa skuli hafa stöðvast meðan lækkun annars hélt áfram.

Grikkland............14,74% / 16,53%

Portúgal..............11,23% / 11,69%

Írland................. 11,98% 12,58%

Spánn..................5,79% / 5,77%

Ítalía...................5,40% /  5,36%

-----------------------

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Niðurstaða

Þetta er það sem getur gerst, að Evrukrýsan einfaldlega smali leiðtogum Evrusvæðis, í átt til aukinnar samræmingar og samvinnu. Með því að Evran ef til vill einungis innan örfárra vikna, aftur enn eina ferðina standi frammi fyrir gjá hyldýpisins.

Þá getur verið síðasta "deperrat" leiðin, að stíga eitt viðbótar skref þ.e. einhvers konar form sameiginlegrar ábyrgðar Evrusvæðisins í heild, á öllum skuldum ríkissjóða aðildarríkja.

Það mun þá kalla óhjákvæmilega á stórfellt aukna samræmingu hagstjórnar - þá á ég við að sameiginlegar stofnanir geti gefið bein fyrirmæli til ríkisstj. um hækkanir skatta eða niðurskurð útgjalda, sem dæmi. Í reynd, sameiginlega hagstjórn, svo komið verði í veg fyrir stórfellt "moral hazard" þ.e. að ríki komist upp með slæma hegðan refsingarlaust.

------------------------

Fyrir Ísland?

Ef hröð þróun í átt að einhvers konar sambandsríki á sér stað. Þá verður ekki lengur unnt að rífast um að aðild að ESB er jafnt og stórfellt afsal fullveldis.

Svo, valið verður afsal fullveldis gegn loforði um aukið öryggi og hagsæld, þess sannleiksgildi er umdeilt vs. áframhaldandi sjálfstæði.

Valkostirnir verða skýrari. Það er ekki neitt endilega ókostur. Að auki, verður það betra fyrir okkur, að Evran lifi því fall hennar, hefði geta skapað nýja heimskreppu sem við hefðum einnig tapað á - það á við burtséð frá spurningunni um aðild.

 

Kv.


Tókst þeim að bjarga Evrunni frá hruni?

Nýjar aðgerðir leiðtoga Evrusvæðis, ganga mun lengra en fyrri aðgerðir þeirra. En, aðgerðum er beint að Grikklandi sérstaklega - en Írland og Portúgal munu einnig njóta góðs af. 

Mikilvægast er lækkun vaxta í 3,5%. Samkvæmt lokaskjali, inniber þetta samþykki um það, að 109ma.€ lán til Grikklands þ.e. nýtt lán, verði á þeim vöxtum.

Financial Times og Telegraph telja að texti samþykktarinnar þíði að vextir á björgunarlánum sem þegar hafa verið veitt, verði einnig lækkaðir.

En af texta skjalsins að dæma er það ekki augljóst - en ekki er beint sagt að vextir séu lækkaðir á eldri.

Ef eldri lán verða áfram á hærri vöxtunum, þá er það frekar stór galli. Sjáum til, kannski hafa fréttamennirnir rétt fyrir sér.

Síðan er það lenging lána í 15 ár - sem fram kemur að gildi fyrir Grikkland, Írland og Portúgal. Það hjálpar auðvitað. Samkvæmt lokaskjali er talað um "10 year grace period" eftir að þeim 15 líkur, hvað akkúrat sem það þíðir.

En varðar Ítalíu og Spán, þá sýnist mér að vonast sé til að þau ríki muni redda sér sjálf. En eins og fram kemur virðist sem að Ítalir og Spánverjar hafi gefið á fundinum einhver loforð. Það má svo túlka þau orð sem beint er að þeim ríkjum, sem sameiginlegt klapp hinna leiðtoganna á bakið á leiðtogum Spánar og Portúgals.

Að vísu er lofað að björgunarsjóðurinn (EFSF) muni fá heimild til inngripa á markaði - sem líklega er heimild sem ætlað er að duga gagnvart Ítalíu og Spáni.

Samkvæmt síðustu fréttum, virðist sem að ráðgert sé að þátttaka einka-aðila sé umtalsvert stærri að umfangi, en áður var reiknað með. Það verður að koma í ljós hvort það gengur eftir.

Sjá einnig frétt - EU leaders agree €109bn Greek bail-out

Greece to default as EU agrees €159bn bailout

Sjá frétt: Athens’ ability to stay course in doubt

 

Lenging lána!

Draft eurozone proposal document

Eurozone debt crisis: the statement in full

Endanleg útgáfa hefur tekið nokkrum breytingum!

  • "We have decided to lengthen the maturity of the EFSF loans to Greece to the maximum extent possible from the current 7.5 years to a minimum of 15 years."

Lenging lána lækkar auðvitað greiðslubyrði.

 

Lækkun vaxta á nýjum lánum!

  • "We will provide EFSF loans at lending rates equivalent to those of the Balance of Payments facility (currently approx. 3.5 percent), close to, without going below, the EFSF funding cost."

Gott að framtíðarlán fást skv. 3,5% vöxtum - eða skv. vöxtum sem samsvara lántökukostnaði EFSF.

Heimspressan virðist telja að þetta þíði að fyrir þegar veitt björgunarlán, þá verði vextir einnig lækkaðir í 3,5%.

Ef það er rétt, þá getur það dugað til þess að a.m.k. írska prógrammið verði sjálfbært.

En annars er það ekki endilega augljóst hið minnsta af textanum, að vextir séu lækkaðir á eldri lánum einnig!

 

Portúgal og Írland fá einnig lengingu neyðarlána!

  • "The EFSF lending conditions we agreed upon for Greece will be applied also for Portugal and Ireland."

Portúgal og Írland, njóta einnig lengingar lána.

Ef heimspressan hefur rétt fyrir sér, þá leiðir þetta til lækkunar vaxta á þegar veittum björgunarlánum.

 

Björgunarsjóðurinn fær fleiri hlutverk - en án stækkunar!

  • "To improve the effectiveness of the EFSF and of the ESM and address contagion, we agree to increase their flexibility linked to appropriate conditionality, allowing them to:
  1. act on the basis of a precautionary programme;
  2. finance recapitalisation of financial institutions through loans to governments including in non programme countries;
  3. intervene in the secondary markets on the basis of an ECB analysis recognizing the existence of exceptional financial market circumstances and risks to financial stability and on the basis of a decision by mutual agreement of the EFSF/ESM Member States, to avoid contagion."

Miðað við þessar fréttir - virðist ekki að björgunarsjóðurinn hafi verið stækkaður - eins og mjög margir aðilar töldu nauðsynlegt - hefur maður séð uppástungur frá bankamönnum upp á tölur eins og 2.000ma.€ eða jafnvel 3.000ma.€. En í dag er umfang sjóðsins 450ma.€.

 

"Wolfgang Münchau - "At present, the overall size of the EFSF is €450bn...the ceiling will not be big enough to bring in Spain, let alone Italy...Without this increase, it is inconceivable that the eurozone can get through this crisis intact."

  • Hagfræðingurinn Münchau telur að án stækkunar björgunarsjóðsins dugi aðgerð leiðtoga Evrusvæðis ekki til að bjarga Evrunni!

En án stækkunar er klárt að sjóðurinn getur hvorki bjargað Spáni og né Ítalíu. En Spánn skuldar rífl. 600ma.€ meðan Ítalía skuldar 1.840ma.€.

Það mun skapa vissann trúverðugleika skort á þessari nýju björgun - og reikna ég með að megin spennan nú eftir þessar nýju aðgerðir, færist nú yfir á Spán og Ítalíu - og markaðir hljóti fljótlega að átta sig á því, að Evrukrýsan sé sennilega ekki leyst!

Mér sýnist að von leiðtoganna sé að, "að ef við aukum trúverðugleika aðstæðna Grikklands, Portúgals og Írlands"; þá muni það duga til að minnka þrýstinginn á Spán og Ítalíu.

Það mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum eða vikum, hvort útlit er fyrir að leiðtogar aðildarríkja Evrusvæðis vinni eða tapi því veðmáli!

  • En björgunarsjóðurinn getur nú veitt lán til að aðstoða stjórnvöld ríkja við fjármögnun á björgun banka - sem mig grunar að sé sérstaklega beint að Spáni, en þar er bankakerfi sannarlega á brauðfótum.
  • Síðan virðist hann fá heimild til inngripa í markaði með skuldabréf - ef þ.e. mat Seðlabanka Evrópu að inngripa sé þörf. Þetta getur nýst, sennilega fremur til að verja Spán en Ítalíu.

Með inngripum á markaði, er unnt a.m.k. að fresta því að Spáni og Ítalíu sé ítt út af mörkuðum með ríkisbréf.

Vandinn er að óstækkaður sjóður er einfaldlega ekki nægilega digur - til að geta haldið Ítalíu uppi með inngripum nema um takmarkaðann tíma. Svo ef og þegar það gerist, þá mun Evrusvæðið aftur standa frammi fyrir mjög erfiðri spurningu.

En markaðurinn með ítölsk ríkisbréf, er næst stærsti ríkisbréfa markaðurinn innan ESB, næst á eftir markaðinum með ríkisbréf Þýskalands.

 

Spurning hvað þessar aðgerðir þíða?

  • "We welcome the Commission&#39;s decision to create a Task Force which will work with the Greek authorities to target the structural funds on competitiveness and growth, job creation and training."
  • "Member States and the Commission will immediately mobilize all resources necessary in order to provide exceptional technical assistance to help Greece implement its reforms."

Í endanlegri útfærslu, lítur textinn út svona - það er að Framkvæmdastjórnin og grísk stjv. muni setja af stað samvinnuverkefni, til að koma auga á leiðir til að nýta sjóði ESB með sem skilvirkustum hætti, til að koma Grikklandi á fæturna á ný.

"Exceptional technical assistance" er ekki peninga-aðstoð. Þarna kemur ekki heldur fram akkúrat hvað þetta á að vera. En, hægt væri að hugsa sér, að löndin að vanda fái aðgang að sér kostnaðarlausu, að sérfræðingum og sérfræðiþekkingu sem er að finna innan stjórnkerfa hinna landanna.

Ég var að rekast á frekar kaldhæðna uppástungu þess efnis, að þetta vísi til þess, að til stendur að embættismenn frá stofnunum ESB taki að sér sölu grískra ríkiseigna og að auki að einhverju marki umsjón með skattheimtu.

 

Skuldalækkun?

  • "The financial sector has indicated its willingness to support Greece on a voluntary basis through a menu of options further strengthening overall sustainability. The net contribution of the private sector is estimated at 37 billion euro. Credit enhancement will be provided to underpin the quality of collateral so as to allow its continued use for access to Eurosystem liquidity operations by Greek banks. We will provide adequate resources to recapitalise Greek banks if needed. " 

Greece to default as EU agrees €159bn bailout

Bond swap plan is for Greece and Greece only

Samkvæmt frétt er heildarfjármögnun fyrir Grikkland 159ma.€ þar af 109ma.€ frá björgunarsjóð Evrusvæðis, en 50ma.€ á að koma frá þátttöku einka-aðila allt í allt. En, það sem vantar upp á miðað við 37ma.€ töluna að ofan, á víst að fást fram með endurkaupum.

Skv. þeim aðila sem stóð að því að búa til núverandi áætlun um þátttöku einka-aðila og bauð hana fram, þá er stefnt að lækkun skulda Grikkland um 21%. Sem er verulega minna en þau 50% sem flestir hagfræðingar tala um sem lágmarks lækkun. Ef það heppnast verði skuldir Grikklands 125%, sem einnig að mati hagfræðings rætt við í frétt verður ósjálfbær skuldastaða, vegna þess að Grikkland hefur enn umtalsverðann viðskiptahalla og er því í stöðugum skuldahækkunarspíral af hans völdum.

En klárt er að alls ekki er víst að þátttaka einka-framtaksins í áætluninni muni skila þetta miklu, sem stefnt er að.

Varðandi endurkaup, getur "buyback" framkallað skuldalækkun, þ.e. ef skuldabréf hafa gengið kaupum og sölum á 50% að nafnvirði, getur ríkissjóður boðið 60% og hugsanlega lækkað sínar skuldir.

Menn eru samt mjög efins um að, stórfelld lækkun sé í reynd líkleg skv. þeirri aðferð - á grundvelli frjálsra samninga.

Svo er allt á huldu hvað "bond exchange" á að vera. En frjálsir aðilar geta verið til í að taka við öruggari skuldabréfum - en þá þarf væntanlega einhver að vera tilbúinn til að veita baktryggingu sem þeir treysta betur, en sá sem skuldar þeim.

 

Main rating agencies set to signal default : "Greece will become the first western developed world country to default in more than 60 years."

Reiknað er með því að matsfyrirtæki muni líta á séraðgerðir gagnvart Grikklandi, og Grikklandi eingöngu, sem greiðsluþrot!

---------------------

Ég er stórlega efins um að þessar aðgerðir dugi til að gera skuldir Grikklands sjálfbærar. Sannarlega ef rétt er, að eldri neyðarlán verða einnig lækkuð í 3,5%. Þá hjálpar það stöðu Grikklands, miðað við stöðuna eins og hún leit út fyrir hið nýja samkomulag. 

En útkoman er samt enn að skuldir séu of miklar. Ólíklegt verður að teljast að sala eigna í eigu gríska ríkisins muni skila nærri svo miklu sem áætlað er. Að auki, er mjög líklegt að meiri samdráttur verði en menn vilja reikna með, auk þess að mér finnst á hæsta máta líklegt - að almenningur á Grikklandi muni hafa eitthvað um það að segja er hann áttar sig á að áætlanir um sölu ríkiseigna eru að verulegu leiti undir umsjón útlendinga auk þess, að þeir eru einnig með puttana í framkv. skattheimtu - til að auka skilvirkni skattkerfisins á Grikklandi. Það gæti skapað nokkra óánægju - grunar mig.

Það verður að koma í ljós hvort þátttaka einkaframtaks skilar svo miklu sem stefnt er að.

Miðað við að t.d. Barclays Bank telur að lækka verði skuldir Grikklands um 67% og almennt tala hagfræðingar um 50% lækkun, er þetta sennilega ekki nægar aðgerðir - þó svo maður miðar við 100% árangur.

 

Eins og ég skil þetta!

  • "As far as our general approach to private sector involvement in the euro area is concerned, we would like to make it clear that Greece requires an exceptional and unique solution."

Séraðgerðir til skuldalækkunar með þátttöku einka-aðila. Eru fyrir Grikkland eingöngu.

Ef rétt er að fyrri lán fá einnig lækkun vaxta, þá getur það hugsanlega dugað fyrir Írland.

En, vafasamt er að það dugi í Portúgal - sem eins og Grikkland er með mjög mikinn viðskiptahalla, og á eftir að framkvæma mjög umsvifamiklar samdráttaraðgerðir ef takast á að snúa þeim halla í hagnað. 

Svo reikna má með verulegum samdrætti hagkerfisins þar eins og í Grikklandi, auk þess að skuldir halda áfram að hækka stöðugt meðan hallinn er enn til staðar hjá ríki og hagkerfinu.

  • "All other euro countries solemnly reaffirm their inflexible determination to honour fully their own individual sovereign signature and all their commitments to sustainable fiscal conditions and structural reforms..."
Ég er ekki algerlega viss hvað "sovereign signature" þíðir, en grunar að það vísi til þeirra samþykkta sem þau hafa undirgengist, þar á meðal í tilvikum Írlands og Portúgals þau lánaskilyrði sem þau hafa undirgengist er þau fengu svokölluð björgunarlán.

Svo hafi allir lofað því hátíðlega á fundinum, að standa við öll loforð um aðgerðir þ.e. sparnaðar aðgerðir og aðrar efnahags aðgerðir.

 

Hin ríkin?

  • "Deficits in all countries except those under a programme will be brought below 3% by 2013 at the latest.
  • In this context, we welcome the budgetary package recently presented by the Italian government which will enable it to bring the deficit below 3% in 2012 and to achieve balance budget in 2014.
  •  We also welcome the ambitious reforms undertaken by Spain in the fiscal, financial and structural area.
  • As a follow up to the results of bank stress tests, Member States will provide backstops to banks as appropriate."

Það komu nefnilega slæmar fréttir í dag!

Eurozone manufacturing output falls :"Eurozone manufacturing output declined for the first time since July 2009,"

  1. Minnkunin í júlí virðist hafa verið 2,5%.
  2. Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir Evrópu - því þetta er 3. mánuðurinn sem það virðist hægja á hagvexti. 
  3. Að auki, mældist í júní sl. samdráttur í iðnframleiðslu á Spáni og Ítalíu. Væntanlega þíða því tölur júlí - en mánuðurinn er auðvitað ekki búinn - að ef vísbendingar halda út mánuðinn að heildarsamdráttur iðnframleiðslu verðu um 2,5% á Evrusvæðinu, að þá mun væntanlega mælast nú annann mánuðinn í röð samdráttur iðnframleiðslu á Ítalíu og Spáni.
  4. Hagkerfi þeirra landa mældist við "0" punkt í júní. Þar sem júlí er ekki búinn, er enn ekki alveg strax von á samantekt fyrir hagvöxt í júlí frá þeim löndum, en það eru þó líkur á að efnahagssamdráttur muni mælast - smár en þó samdráttur.
  5. En ofangreint bendir til að það sé samdráttur í júlí á svæðinu sbr. mánuðinn á undan, svo að Ítalía og Spánn séu kominn í samdrátt, verður að teljast nokkuð líklegt.

Ef það mun koma svo fram - þá mun spenna um ástand mála á Spáni og Ítalíu klárlega aukast!

En sem dæmi, innan sparnaðarpakka sem samþykktur á ítalska þinginu sl. föstudag, var ekki að finna nokkra aðgerð til að hjálpa hagvexti.

Trúverðugleiki ástand þeirra landa gæti því dalað hratt.

Og það "euphoria" sem virðist hafa skollið á - á mörkuðum í dag, gæti liðið hratt hjá.

Og við tekur aftur svartsýni. En, meðan peningar endast í björgunarsjóðnum þá getur hann keypt upp öll útgefin skuldabréf hjá Ítalíu og Spáni.

Svo a.m.k. hefur Evrópu tekist að framkalla eitt stikki góða töf!

 

Vaxtakrafa 10. ára bréfa 21/7 vs. 18/7 vs. 15/7

Á þessum tölum sést hve paníkinn fór hátt sl. mánudag vs. hvað var í gangi fyrir helgi. En í dag eftir að fréttir berast af aðgerðum leiðtoga Evrusvæðis ríkja þá verður veruleg lækkun eins og sjá má.

Grikkland............16,53% / 18,30% / 16,86%

Portúgal..............11,69% / 12,86% / 12,05%

Írland.................12,58% / 14,55% / 13,95%

Spánn..................5,77% / 6,39% / 5,86%

Ítalía...................5,36% / 6,01 / 5,63%

-----------------------

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Niðurstaða

Því miður tel ég að þessar aðgerðir dugi sennilega ekki til að bjarga Evrunni. En a.m.k. hefur tekist að fresta hruni. Sennilega út árið a.m.k.

En krýsan er ekki lengur bundin við Írland, Grikkland og Portúgal. Markaðir eru farnir að beina sjónum að Ítalíu og Spáni.

Því miður var björgunarsjóðurinn ekki stækkaður - er enn eingöngu 450ma.€ sem er ekki nándar nærri nóg, sbr. skuldir Spánar og Ítalíu. 

Svo ef og þegar þau lönd komast í vandræði, sem getur gerst mjög fljótlega jafnvel, þá mun Evrusvæðið aftur standa frammi fyrir erfiðu vali. En, ef sú verður útkoman þá a.m.k. gefur sá peningur sem til staðar er í björgunarsjóðnum nokkurn frest.

Kannski, þegar á reynir aftur - þá muni Evrusvæðið stíga aftur eitt myndarlegt skref. Það verður að koma í ljós hvort hin endanlega björgun mun eiga sér stað í því síðar!

-----------------------------------------------

Ef heimspressan hefur rétt fyrir sér þá eru vextir á þegar veittum björgunarlánum einngi lækkaðir í 3,5%, en ekki bara á nýjum lánum - eins og mjög vel er unnt að skilja textann.

Fyrir Grikkland sýnist mér aðgerðir ekki duga, en það er miðað við þ.s. ég hef lesið eftir fjölmarga hagfræðinga. Grikkland fær umtalsvert lægri skuldabyrði ef rétt er að vextir á öllum björgunarpakkanum eru lækkaðir og auk þess 21% beina lækkun skulda - sem er ekki lítið ef þær áætlanir koma til að standast, þetta er samt ekki á þeim skala, sem flestir hagfræðingar telja nauðsynlegt. Því mun fyrir rest líklega þurfa að framkvæma frekari afskriftir lána Grikklands.

Slæmar efnahagsfréttir voru einnig að berast í dag, þ.e. að "Index" sem mælir efnahagshreyfingar í Evrópu, sýnir að iðnframleiðsla stefnir í að minnki um 2,5% í júlí á Evrusvæðinu.

Það bætist ofan á sl. 2 mánuði, þ.e. júní og maí. En hagvöxtur minnkaði í báðum mánuðum. Nýjar tölur um júlí, benda til að hagvöxtur muni minnka 3. mánuðinn í röð.

Þar sem iðnframleiðsla minnkaði á Spáni og Ítalíu í júní sl. og heilt yfir mældust bæði löndin á efnahagslegum "0" punkti þ.e. hvorki vöxtur né samdráttur. Bætum við að Seðlabanki Evrópu hækkaði vexti þann 7/7 sem framkallar viðbótar samdráttaráhrif á þau lönd.

Þá óttast ég að tölur frá júlí muni sýna hagkerfis samdrátt í þeim 2 löndum.

Markaðir muni því fljótlega, snúa til baka, og fyllast neikvæðni á ný.

Nema í þetta sinn, grunar mig að bankinn sé tæmdur hjá leiðtogum Evrusvæðis-ríkja. Eða kannski ekki!

 

Kv.


Stjórnlagaráð hefði útilokað Icesave atkvæðagreiðslur! Stendur til að ræna þjóðina réttinum til að segja "nei" við gerningi sambærilegum við Icesave!

Góðir hálsar, ég fæ ekki betur séð en að tillaga Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá, takmarki rétt þjóðarinnar til lýðræðislegrar tjáningar, varðandi mjög mikilvægan flokk málefna.

Ég óska þess að fólk kynni sér ákvæði þau sem ég vísa í - lesi þann kafla tillögu Stjórnlagaráðs, sem ég vísa á - og ef fólk telur mig misskilja málið - endilega rökstyðjið svarið!

Sjá - Drög að stjórnarskrá!

 

  • Skuldbindingar þjóðréttarlegs eðlis!
  1. Það er mjög fátt mikilvægara fyrir þjóðina að hafa rétt til að segja sitt álit á heldur en þjóðréttarlegum skuldbindingum, 
  2. því það eru einmitt slíkar skuldbindingar, sem skuldbinda alla skattgreiðendur landsins - þjóðina alla - komandi kynslóðir.
  • Það er mjög ísmeygilegt af Samfóum - að taka þennan rétt af þjóðinni - á sama tíma og þeir klæða þá réttarsviptingu, í búning sem í svipinn virðist mjög fallegur og lýðræðislegur yfirlitum.

Stjórnlagaráð virðist hafa, gengið að kröfu Samfylkingar um að, taka aftur til baka þann rétt sem Ólafur Ragnar Grímsson, var búinn að vinna til handa þjóðinni, það er rétturinn til að koma í veg fyrir að hún sé skuldbundin, af spilltum stjórnmálamönnum um aldur og æfi.

Ég mun því hvetja sem flesta til að fella þessa stjórnarskrártillögu, nema Alþingi lagi þetta áður en málið fer fyrir þjóðina.

 

Takið eftir - Drög að stjórnarskrá

Innan kafla 3 - "III. Kafli. Alþingi"

 

65. grein. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu

Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal varða almannahag. Hvorki er hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni og ríkisborgararétt.

Heimilt er að vísa frá málum sem uppfylla ekki ofangreind skilyrði eða eru ekki þingtæk að öðru leyti.

Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu."

 

  • Eins og ég skil þetta þíða orðin "samkvæmt ákvæðum þessa kafla" að takmarkandi ákvæði 65. gr. eiga við fyrir öll tilvik "III. Kafla." þar sem - þjóð, þingi eða forseta - er heimilað að vísa máli til þjóðar.
  • Þannig, að 65. gr. lokar á að unnt sé að vísa máli er varðar þjóðréttarlega skuldbindingu til þjóðarinnar - yfirhöfuð skv. nokkru ákvæði "III. Kafla", sbr. ákvæði laga um samþykki Icesave er lögðu það á ábyrgð þjóðarinnar að taka á sig alla kostnaðarlega áhættu af Icesave.
  • Þjóðin á sem sagt aldrei aftur að fá að hafna því að taka á sig slíka kostnaðarsama ábyrgð - ef pólitíkusarnir í ráðandi ríkisstjórn hvers tíma - telja slíkt réttann gjörning.

63. grein. Málskot til þjóðarinnar

Nú hefur Alþingi samþykkt lagafrumvarp og getur þá þriðjungur þingmanna ákveðið innan þriggja daga að leggja það undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar.

Áður en fimm dagar eru liðnir frá því að slíkt erindi kom fram getur Alþingi samþykkt með meirihluta atkvæða að frumvarpið verði fellt niður.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá samþykkt frumvarpsins. Verði frumvarpið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal það staðfest af forseta Íslands innan þriggja daga og veitir staðfestingin því lagagildi.

Lög sem Alþingi hefur samþykkt skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykkis eða synjunar ef fimmtán af hundraði kjósenda krefjast þess innan þriggja mánaða frá samþykkt þeirra. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó með meirihluta atkvæða ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.

 

  • Eins og þarna kemur fram, þá veitir 63. gr. sambærilegann rétt og danska þingið hefur. Við lesningu 63. gr. mætti virðast að þessi málskotsréttur sé ótakmarkaður.
  • En ef 65. gr. er lesin, þá er ljóst að takmarkanir á rétti sem þar koma fram - klárlega gilda fyrir ákvæði 63. gr.

 

58. grein. Staðfesting laga

Er Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því lagagildi.

Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt til forseta Alþingis. Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi, en bera skal lögin innan þriggja mánaða undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Ræður einfaldur meirihluti hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum.

Heimild til synjunar á ekki við um fjárlög, fjáraukalög og lög um skattamálefni, lög um ríkisborgararétt og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.

 

  • Einhverra hluta vegna - hefur Stjórnlagaráð ákveðið að ítreka takmörkun þá sem gildir skv. 65. gr. í síðustum setningu 58. gr.
  • Það er þó með öllu óþarft - en skv. setningunni úr 65. gr. "samkvæmt ákvæðum þessa kafla" gilda takmarkandi ákvæði 65. gr. fyrir 58. gr. einnig, svo síðasta setning 58. gr. er tvítekning!

Ég get einungis skilið það þannig - að þessi afgreiðsla Stjórnlagaráðs myndbyrti heilaga reiði krata og a.m.k. hluta VG við þá breytni Ólafs Ragnars Grímssonar, að bjarga þjóðinni frá Icesave skrímsla samningnum.

 

Niðurstaða

Yfir til ykkar Alþingi.

Það verður að stöðva þessa atlögu að rétti þjóðarinnar - til að koma í veg fyrir að hún, næsta kynslóð og komandi kynslóðir, séu beittar ofbeldi af spilltum stjórnvöldum - sem þjónka hagsmunum erlendra ríkja fremur en hagsmunum þjóðarinnar.

Alþingismenn - þið verðið að standa keikir og laga þetta frumvarp!

Það má ekki gerast - að þjóðin sé rænd því valdi - að hafna ofbeldi skv. þjóðarrétti.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband