Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Af hverju er skuldatryggingaálag Íslands lægra en skuldatryggingaálag Evrulandsins Portúgals? Rúmur helmingur Íslendinga vill taka upp Evru innan 2-ja ára skv. könnun!

Miðað við áróðurinn uppi, myndi maður að halda að Portúgal ætti að hafa mun meira lánstraust en Ísland. Portúgal skuldar u.þ.b. sama sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og Ísland - bæði löndin með heildarskuld þjóðarbús metin 330% af þjóðarframleiðslu. En, Ísland er sagt vera með algerlega ónothæfan gjaldmiðil, meðan Portúgal er með draumagjaldmiðilinn - Evru.

  • Nú, löndin skulda sem sagt mjög nálægt því hið sama hlutfall af landsframleiðslu.
  • Er þá ekki skuldatryggingaálag Portúgals, lægra en Íslands - fyrst Portúgal er með svo mikið betri gjaldmiðil?

 

 

 

 

 

 

 

Portúgal er ekki enn komið í björgunaráætlun Evrópusambandsins, berið saman CDS (credit default swap) Portúgals skv. ritinu að ofan og CDS Íslands skv. ritinu að neðan.

Skv. Markit iTraxx, 11. febrúar 2011: Sovereigns – Greece 829 (+15), Spain 238 (+3), Portugal 440 (+11), Italy 173 (0), Ireland 565 (+5), Belgium 168 (+3), France 90 (+1)

 

 

 

 

 

 

 

  • Svo alþjóðlegi markaðurinn, metur áhættu á gjaldþroti Portúgals liðlega 100 punktum hærra, en áhættu á gjaldþroti Íslands. 
  • Það þíðir, að það kostar skv. því rúmlega 1% meira en að tryggja sambærilega skuld fyrir Ísland, gagnvart hættu á greiðsluþroti.
  • En, þetta byrtist þeim sem kaupa skuldabréf viðkomandi ríkis, er þeir versla sér tryggingu fyrir greiðsluþroti þess ríkis.
  • Því meiri sem áhættan er, því hærri vaxtakröfu krefst markaðurinn því á móti, svo aðilar sjái sér hag af því að kaupa skuldir þess lands, þrátt fyrir hækkandi áhættukostnað.

 

CDS (credit default swap) Spánn

One-Year Chart for SPAIN CDS USD SR 5Y (CSPA1U5:IND)

 

Takið eftir CDS dreifingu fyrir Spán, skv. myndinni að ofan, sem sýnir dreifingu heils árs.

  • Eins og sést, var áhættumat fyrir Spán hærra en áhættumat fyrir Ísland, í nóvember.
  • Áhættumat fyrir Ísland var nýverið á svipuðum slóðum, en hefur farið upp nokkuð á þessu ári.
  • Þ.s. merkilegt er, er að áhætta fyrir Ísland er einungis 1% hærri en meðaláhætta Evrópu.

Það er allt og sumt, við erum 100 punktum yfir meðaláhættu V-Evrópu.

Portúgal er 100 punktum yfir meðaláhættu okkar.

 

Af hverju hefur skuldatryggingaálag Íslands lækkað, meðan skuldatryggingaálag Portúgals hefur farið hækkandi yfir sama tímabil?

Þetta snýst um sjálfbærni - en staðreyndin er sú að Ísland er búið að vera með afgang af milliríkjaverslun samfellt síðan hrunið átti sér stað, samtímis því að Portúgal - Spánn - Grikkland eru enn með viðskiptahalla.

En, einmitt sú staðreynd að Ísland hefur haft drjúgann viðskiptaafgang síðan hrun, þíðir að Ísland hefur efni á því sem það flytur inn, sem þíðir að lískjör hér eru sjálfbær þ.e. innan þeirra marka sem við höfum efni á; og það einmitt róar erlenda aðila sem selja vörur hingað, versla með okkar skuldir.

"The IMF says Portugal’s current account deficit will still be 9.2pc of GDP this year (and 8.4pc in 2015, if it is possible to defy gravity for so long), Greece will be 7.7pc, and Spain 4.8pc." - (current account er heildarjöfnuður við útlönd, fjármagnshreyfingar innifaldar)

Viðskiptahalli Spánar er þó búinn að minnka um liðlega helming - var kringum 8% v. upphaf síðasta árs - sem væntanlega skýrir minnkaða áhættu Spánar yfir umliðið ár. Meðan, að alls ekki virðist ganga að minnka viðskiptahalla Grikklands eða Portúgals.

Margir héldu því fram að innan Evru myndi viðskiptahalli aðildarlanda ekki skipta máli, fremur en viðskiptahalli Kaliforníu við Wyoming eða Montana. En, þetta hefur ekki reynst vera rétt.

  • En, viðskiptahalli mælir einfaldlega hvort þjóðfélag hefur efni á þeim lífsstandard, sem það Þróun vaxtakostnaðar portúgalska ríkisins í evrulandi: 10 ára lán til ríkisins. þjóðfélag viðhefur.
  • Ef þ.e. viðskiptahalli, eru lífskjör umfram þ.s. er sjálfbært. Hagkerfið safnar skuldum ár frá ári. Slík uppsöfnun er ósjálfbær til lengri tíma litið. Mun óhjákvæmilega enda í hruni á einhverjum tímapunkti.
  • Það er því ekki furðulegt, að markaður með skuldabréf sé stöðugt að hækka áhættu fyrir land eins og Portúgal, sem eins og Ísland skuldar meir en 300% en er enn með stöðugann viðskiptahalla upp á rúm 9% af þjóðarframleiðslu.
  • Á einhverjum tímapunkti - fullkomlega óhjákvæmilega ef þessari stöðugu upphleðslu skulda er ekki snúið við - hættir markaðurinn að vera tilbúinn að kaupa skuldir Portúgals alveg óháð verði.
  • Kortið til hægri sýnir þróun vaxtakröfu fyrir 10. ára portúgölsk ríkisskuldabréf.


Hvað hefði gerst ef gengið hefði ekki fallið, og snúið viðskiptahalla Íslands við í hagnað?

Það er alveg augljóst, að þá hefði skuldatryggingaálag ekki farið lækkandi heldur þvert á móti hækkandi, eins og reyndin er með þróun skuldatryggingaálags Portúgals.

Munum, að Ísland skuldar í dag 330% - ef Ísland hefði haft 300 ma.kr. viðskiptahalla síðan hrun í stað 300 ma.kr. hagnaðar yfir sama tímabil, væru heildarskuldir Ísland um 370%, og stöðugt hækkandi.

Þetta er reyndar aðeins fræðilegt dæmi, því í reynd hefðu aðilar sem selja hingað vörur algerlega lokað á öll viðskipti - nema gegn staðgreiðslu.

Þannig, að Ísland hefði þurft að taka upp vöruskömmtun, ásamt skömmtun á gjaldeyri. Þannig hefði hringurinn verið kláraður, og Ísland komið í sama haftabúskapinn og milli 1947-1959.

Það er alls ekkert smá mál, hvort það er viðskiptahalli eða hagnaður.

 

Niðurstaða - Krónan reddaði Íslandi

Þegar bankarnir féllu, þá féll við það liðlega 80% af fjármálakerfi Íslands. Í dag, eru þjóðartekjur Íslands á haus skv. CIA Factbook 37.000 en voru 62.000 dollarar á haus fyrir hrun. Þetta er lækkun þjóðartekna á haus mælt í dollurum um 40%.

Þetta er að sjálfsögðu ekki krónunni að kenna, heldur falli bankanna. Ef við hefðum haft annan gjaldmiðil, þá hefðu þjóðartekjur samt minnkað um 40%.

  • En, ef við hefðum haft Evru, hefðu laun ekki lækkað?
  • Fall krónunnar sýnir að króna er stöðugt tilræði við hag almennings?

Þetta eru algengar fullyrðingar sem maður heyrir. En, einhvern veginn virðist þetta blessaða fólk halda, að Evra hefði varið kjör almennings, alveg burtséð frá raunminnkun þjóðarframleiðslu um 40%.

Það hefði einungis gengið upp, ef einhver góður þarna úti hefði verið til í að, gefa Íslendingum stórar fjárhæðir á hverju ári - fyrir mismuninum. Svona, eins og Danir héldu í reynd uppi almennu þjónustukerfi í Færeyjum þegar Færeyjar lentu í kreppu fyrir rúmum áratug.

Síðast er ég vissi, var Ísland ekki amt í Danmörku eða hérað í Noregi, eða Þýskalandi. En, fylkin í V-Þýskalandi borga enn með fylkjunum eða löndunum sem áður tilheyrðu A-Þýkalandi. Slíkar gjafir eru ekki stundaðar milli sjálfstæðra ríkja. Lífskjör hefðu skroppið hér saman alveg fullkomlega óhjákvæmilega í réttu hlutfalli við hrun þjóðarframleiðslunna sbr. Eystasaltslöndin.

  • Svo, Evran hefði ekki varið þjóðina gegn sambærilegu hruni lífskjara.
  • Að halda slíku fram, er sjálfsblekking. 

Tiltrú snýst ekki um gjaldmiðla, heldur um það hvort þín lískjör eru sjálfbær. Framtíðarforsendur hagvaxtar þannig tekjuaukningar.

Greiðinn sem krónan gerði okkur, var einmitt sá að fella lífskjör á einni nóttu niður í það far, sem rúmast innan þess tekjuramma sem hagkerfið okkar hefur til umráða. Það er einmitt málið, að það var greiði - ekki ógreiði.

Í því felst nefnilega enginn greiði, að lifa um efni fram. Málið er að skuldasöfnun þjóðarbús verður einungis greidd niður með lakari lífskjörum - ef þeim mun skjótari tekjuaukning er ekki möguleg. Sannarlega er fínt að fjölga hér verksmiðjum, auka hér útflutning - en slík uppbygging tekur tíma. Skjót rauntekjulækkun með gengisfellingu þíðir að þjóðin skuldar minna, hefur því minni vaxtabyrði, þegar efnahagslegur viðsnúningur hefst á ný. Þannig, getur rauntekjuhækkun átt sér hraðar stað en ella í því seinna, en ef þjóðin væri þá tilneydd til að standa straum af viðbótargreiðslubyrði sem framkallast hefði vegna, viðbótarskulda sem til urðu vegna viðbótar viðskiptahalla yfir tiltekið tímabil á undan viðsnúningi, sem varð til vegna þess að ekki var hægt að fella gengi. Það er þ.s. skiptin snúast um, að taka út lífskjaraskerðinguna strax með gengisfellingu til þess að taka hana ekki út seinna + vextir - - en þ.e. valkosturinn að búa við annan gjaldmiðil sem ekki fellur í kreppu. Það er ekki valkostur að sleppa raunlífskjaraskerðingu í hlutfalli við rauntekjufall hagkerfis alveg burtséð frá því hvort þú hefur eigin gjaldmiðil eða ekki. Því enginn þarna úti borgar þær viðbótarskuldir fyrir okkur sem til verða, þegar lifað er umfram þ.s. hagkerfið aflar. En, því má ekki gleyma að áhættan sem tekin er, með því að vera með annan gjaldmiðil þannig að gengið getur ekki fallið, er ekki einungis í formi skuldaaukningar af völdum viðskiptahalla ef og þegar hagkerfið lendir í áfalli en gengið fellur ekki og laun falla treglega, þannig í uppsöfnun skulda og vaxtakostnaðar á sér stað vegna viðskiptahalla, heldur einnig í því að þú veist aldrei fyrir 100% víst hversu vel endurreisnin mun ganga í því seinna. En, ef hún gengur ekki vel sbr. Portúgal - viðskiptahalli verður langvarandi í háum tölum vegna þess að laun lækka ekki samtímis því að ekki gengur að endurreisa raunhagvöxt; þá væri landið eins og Portúgal á leið í langvarandi skuldakviksyndi sem einungis með þjóðargjaldþroti sem endamarki. En, einhverntíma munu skuldunautar Portúgals segja - fullt stopp. Lífskjör þar munu þá hrynja mjög mikið - því meir sem skuldirnar verða orðnar hærri.

Pælið í þessu, viðskiptahöft ofan í gjaldeyrishöft - vöruskömmtun - hálftómar verslanir!

Þetta hefur gerst áður - var síðast afleiðing þess að Ísland sprengdi sig á limminu 1946.

Við tók mjög erfiður áratugur almennrar fátæktar frá 1947-1959.

Ég held að það sé ekki áhugavert að endurtaka það tímabil!

 

Kv.


Hvernig endurreisum við Ísland? Við nýtum þ.s. við höfum!

Ég átti í gær, laugardaginn 26. febrúar, viðskipti við hann Gilbert úrsmið. Einn af okkar bestu litlu bissnessmönnum. En, hann og sonur hans, og ónefndur 3. og 4. maður - hafa verið nokkur undanfarin ár verið að framleiða úr kennd við Gilbert. Sjá vefsíðu: JS Watch co. Reykjavik

Hann sagði mér, að nýlega hefði svissnesk úrabúð keypt af honum 5 úr, til að hafa til sýnis í eigin verslun. Að auki sagði hann mér, að á næstunni muni erlent tímarit - sértímarit um úragerð og gæðaúr - fjalla sérstaklega um hans litla verkstæði og úrin sem þeir smíða og selja.

En, hugmyndin þeirra er að bjóða einungis upp á úr, í Rolls Royce gæðaklassa. Þau kosta mikið. En, þú færð líka sérsmíðað algerlega eftir eigin óskum.

Það er alltaf gaman að ræða við hann Gilbert úrsmið. Einhvernveginn svo alúðlegur og einlægur. Ég sagði honum, að reikna með verulegri aukningu áhuga erlendra ferðamanna á úrunum hans, í kjölfar byrtingar greinarinnar einhverntíma á næstu vikum. Vera tilbúinn að stækka verkstæðið. Fjölga þeim sem framleiða fyrir hann. 

Hann sagðist hafa nokkra úrsmiði sem hefðu boðið sig fram af fyrra bragði, sem hann gæti hringt í eftir þörfum. Þannig er það, lítill bissness sem getur orðið stærri. 

----------------------

En, verkstæðið hans Gilberts er lítil dæmisaga um hvað hér er hægt að gera, en einnig hvað hér er ekki hægt!

Ísland er of lítið of fjarlægt, til að geta almennt séð tekið þátt í fjöldaframleiðslu kapphlaupi í beinni samkeppni við stóra aðila erlendis. Þess í stað, verður að einblína á svokallaða jaðarmarkaði þ.e. framleiða vöru sem með einhverjum hætti er sérstæð eða sérstök, keppir ekki beint við þ.s. fjöldaframleitt er annars staðar.

En, smæðin - fjarlægð frá mörkuðum - gerir það mjög erfitt að keppa við ódýra massaframleiðslu. Í reynd ómögulegt, nema í sérstökum undantekningum, sem markast af því að nýta þ.s. hér er til.

  • Ein leiðin, er sem sagt dýr hönnunarvara -:
  1. Föt hönnuð hér, framleidd úr efnum fáanleg innanlands þ.e. leðri og ull.
  2. Eða, hönnunin fer fram hér en framleiðsla annars staðar, þannig að hugmyndavinnan sé fyrst og fremst okkar framlag.
  3. Skartgripir hannaðir hér og smíðaðir úr náttúrulegum efnum fáanlegum hér eða innfluttum.
  4. Úrin hans Gilberts, standa mjög nærri skartgripasmíð.
  • Önnur leið, er að nýta náttúrulegar aðstæður, sem heimila tiltekna framleiðslu.
  1. Ein leiðin tengist landbúnaði, en hér er hægt að viðhafa allnokkuð umfangsmikla minka- og refarækt, sem nýta myndi tilfallandi lýfrænan úrgang sem fóður t.d. fiskslóg er nýtilegt til framleiðslu fóðurmjöls. Í dag er minka- og refarækt orðinn þroskaður iðnaður hérlendis. Bændur eru að ná góðum árangri í ræktun. Eru að fá góð verð. Það er því kominn grundvöllur fyrir að auka þá starfsemi þ.s. reynslan og þekkingin er kominn - fóðrið er til staðar.
  2. Laxa og silungseldi. En, það sama á við ræktun á mink og ref að í dag, er eldið búið að ná þroska hér. Aðilar enn starfandi í greininni, hafa gott vald á sinni ræktun. Hafa góða stofna. Sama fóðurmjölið nýtis þarna einnig. Þessa ræktun má sannarlega einnig auka, þ.s. aðstæður í fjörðum og flóum heimila það.
  3. Erfðabreytt korn, en sú ræktun sem til stendur er ekki til manneldis, sem kemst þannig framhjá deilum um erfðabreytt matvæli, heldur er kornið nýtt til að framleiða tiltekin virk efni með hagkvæmum hætti sem nýtast til snyrtivörugerðar. En, innlend snyrtivöruframleiðsla fer vaxandi og er ein greinin enn. En, erfðabreytt korn getur einnig, framleitt virk efni til lyfjagerðar og þá verið í samvinnu við innlendan lifjaiðnað. Þannig getur landbúnaður í samvinnu við aðrar greinar, skapað aukin verðmæti. Nýtt þannig sérstakar aðstæður hérlendis.
  • Þriðja leiðin, er að nýta efnivið sem er tilfallandi hér, frá álverum starfandi hérna og annarri orkufrekri framleiðslu.
  1. Nýlega var samið um byggingu kísilflöguversmiðju hérlendis. Framleiðsla hennar er þegar seld, til framleiðenda á sólarorkuhlöðum í Þýskalandi. Þarna skapast hugsanlegt færi, á framleiðslu sólarhlaða hérlendis, en reisa mætti slíks verksmiðju á lóð kísilflöguverksmiðjunnar. Þannig að í stað þess, að flytja út kísiflögur verði fluttar út mun verðmætari sólarhlöður.
  2. Svipað dæmi, tengis því að hér er flutt út mikið magn af áli á hverju ári. En, það skapar augljós tækifæri að koma hér upp álsteypum til framleiðslu - t.d. íhluta í bifreiðar. Einnig, mætti hugsa sér framleiðslu steyptra eininga til húsagerðar, en álbitar eru víða notaðir í strúktúr bygginga sem byggðar eru utan um ál/stálgrindur.
  3. En, slíka framleiðslu er síðan hægt að auka og bæta, framleiða stöðugt dýrari og flóknari hluti.
  • Svo er það auðvitað okkar grunnatvinnuvegur, fiskurinn.
  1. Spurning um að, skilyrða það að allur fiskur verði seldur á markaði hér innanlands. En, þ.e. sannarlega rétt að útgerðin fær meir fyrir fiskinn ef hann er seldur ferskur úr landi.
  2. En, á hinn bóginn þíðir það að megnið af virðisaukningu fisks, þ.e. ferlið að pakka honum í neytendapakkningar, framleiðsla tilbúinna rétta o.s.frv. - fer megni til fram erlendis. Þannig verður þjóðarbúið af miklum tekjum, því útgerðin drottnar og þannig hennar sjónarmið.
  3. Við búum við það skrítna ástand, að vera með tollfrjálsa kvóta fyrir fullunna vöru sem eru vannnýttir, vegna þess að fullframleiðslan er megni til farin úr úr landinu.
  4. Þessu þarf að snúa við sem allra fyrst. Þ.e. klárt að útgerðin mun þá kvarta og kveina, þ.s. innlend vinnsla mun ekki borga þeim eins há verð.
  5. En, í heildina græðir þjóðarbúið á því að stærri hluta virðisauka eigi sér stað hérlendis og verði hluti af tekjum þjóðarbúsins.
  • Að lokum, ferðamennska.
  1. Ríkið þarf lítið að skipta sér að þessari grein, hún sér um sig sjálf. Fyrir utan eitt, þ.e. að takmarka aðgang að vinsælustu stöðunum.
  2. En, einfaldast er að girða af vinsælustu staðina og selja aðgang. Nýta aðgangseyrinn til að standa undir þjónustu - gerð göngustíga o.s.frv. Heppilegra til muna að láta þá staði standa undir sér sjálfa, en að skattfé ríkisins sé að kosta þetta. Með þessum hætti, borga ferðamenn þennan kostnað.
  3. Það er til muna sanngjarnara að girða af vinsælustu staðina en að setja eitthvert komugjald til landins. En, ferðamenn hingað komnir, geta þá valið aðra staði hérlendis, sem einnig eru fallegir.
  4. Þannig, stýrir gjaldtaka einnig umferðinni og dreifir henni jafnar umlandið, sem er hluti af tilganginum. Svo, þá græða einnig smærri staðir sem einnig hafa sína fegurð.


Niðurstaða

Það er mjög vel hægt að hafa það ágætt hérlendis. Sjálfsagt tók einhver eftir því, að ég nefndi ekki nýt álver. Heldur talaði einungis um þ.s. fyrir er. 

En, ég er þeirrar skoðunar að aukin nýting þess sem fyrir er, dugi okkur til vel bærilegs viðurværis.

Með viðbót, getum við auðvitað haft það enn betra. Segjum að olía finnist. Fleiri álver, þíða auðvita enn stærri möguleikar á framleiðslu úr því áli, sem þá er til staðar.

Einnig mætti hugsa sér, fleiri kísilflöguverkmsiðjur en þá sem til stendur að reisa hér.

Ég nefndi ekki, að bændur geta framleitt sitt eigið eldsneyti þ.e. metan - úr tilfallandi lífrænum úrgangi.

Einnig, er hér hægt að nýta svokallaða djúpborun, til að ná meiri hitaorku sem m.a. mætti nýta til að framleiða innlennt eldsneyti með rafgreiningu eða til uppsetningar enn frekari verksmiðja.

-------------------

Ég nefndi ekki heldur aðild að Evru eða aðild að ESB. Í mínum huga er hvorugt nauðynleg forsenda slíkrar uppbyggingar.

 

Kv.


Nýtum tíma Alþingis, frekar í það að koma á fót, þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulagi! Frestum endurskoðun stjórnarskrár að öðru leiti fram á næsta kjörtímabil!

Fyrir helgi, var tilkynnt ákvörðun ríkisstjórnar um skipun Stjórnlagaráðs, sem ráðgefandi nefndar þeirra einstaklinga sem náðu kjöri í skv. þeirri kosningu til Stjornlagaþings sem Hæstiréttur ógilti.

Ég held, að úr því sem komið er - sé betra að slá Stjórnlagaþingi á frest fram yfir Alþingiskosningar. 

Þess í stað, nýta þann tíma sem eftir er, til að hrinda í framkvæmd tilteknum lykilbreytingum er að mínu mati, myndu skila miklu. Mjög miklu.

  • En, út því sem komið er - er mikill tími farinn til spillis!
  • En fyrirkomulag þessa ferlis, eins og lagt var upp með það skv. lögum um Stjórnlagaþing var að mínu mati stórfellt gallað, fyrir sbr. einungis 3. mánuðir ætlaðir til verksins, tími einnig ónógur þó mánuðirnir verði 6.
  • Einkenni meðferðar ríkisstjórnarinnar á málinu, er flaustur og hvatvísi.
  • Umboð 25 menninganna, ekki lengur hafið yfir vafa! 
  • Sem, auðveldar eftirleikinn - þegar Alþingi fær málið í hendur, að taka þær tillögur í sundur og umbreyta, teygja og toga o.s.frv.
  • Ég held að skynsamlegra, sé að þrengja fókusinn við tilteknar lykilbreytingar. Frekar en í flausturlegri tilraun við að ná stærra markmiði, renna á rassinn með allt dæmið - ná engu fram.
  • Stjórnlagaþingi, verði annars frestað og sú vinna hafin eftir Alþingiskosningar, eftir að þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulagi hefur verið komið á fót.

 

Hverjar eru þær lykilbreytingar? - Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Út því sem komið er, væri það besta sem Alþingi getur gert - að framkvæma litlar orðalagsbreytingar sem duga myndu til, svo Stjórnarskráin kveði á um þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag.

25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]1)
   
1)L. 56/1991, 22. gr.

Skv. þessum greinum, má forseti leggja fram frumvarp til afgreiðslu á Alþingi, svo fremi sem þingmaður tekur að sér að flytja málið fyrir hans hönd. Með smá orðalagsbreytingu, getur 25. grein kveðið á um að, forseti hafi heimild til að leggja frumvarp fyrir Alþingi, þegar hann hefur fengið áskorun tiltekins fjölda Íslendingar um að leggja það tiltekna mál fyrir.

Síðan má velta fyrir sér, hvort svo skuli að auki gilda eða ekki, að ef Alþingi fellir málið fari það fyrir þjóðina sjálfkrafa. Annars, hefði Alþingi vald til að hindra framgang þess. Þetta er valkostur.


26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Með orðalagsbreytingu, getur 26. grein kveðið á um að forseti beiti neitunarvaldi sínu, er hann fær í hendur tiltekinn fj. undirskrifta.

Valkostur væri, að kveða á um lágmarksþátttöku til að kosning væri bindandi, t.d. með þátttöku 40% atkvæðisbærra.

  • Með þessu væri komið á þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulagi.
  • Ef Alþingi kemur þessum breytingum í verk, áður en kjörtímabilið er úti - þá væri þeim tíma vel varið.
  • Aðrar stjórnarskrárbreytingar þola alveg bið fram yfir á næsta kjörtímabil.
  • Þessi breyting er lykilbreyting.

Málið er, að Stjórnlagaþing verður til muna sterkara - ef þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulagi, hefur þegar verið komið á fót. Þá verður alltaf hægt að vísa afgreiðslu Alþingis á niðurstöðu þess, til þjóðarinnar. Þannig, að þá ætti að vera hægur vandi að beita Alþingi þrýstingi um að samþykkja útkomu þess óbrenglaða.

Síðan, tel ég rétt að gefa því mun meiri tíma en til stóð skv. núgildandi lögum um Stjórnlagaþing. 2 ár væri ekki of langur tími, fyrir vandaða vinnu þegar um er að ræða svo flókið mál.

Svona lagað á ekki að framkvæma á einhverju hundavaði!

Stjórnarskráin á að standa næstu áratugina. Við höfum alveg efni á því að sýna málinu þá virðingu, að gefa því nægan tíma - svo nokkur möguleiki sé til þess að niðurstaðan verði okkur öllum til sóma.

 

Kv.


Hvers vegna er ég feginn, að Ólafur Ragnar vísaði Icesave til þjóðarinnar?

Ég ætla að nefna önnur rök, en þau sem almennt eru í umræðunni. En, atkvæðagreiðslan fer fram þann 9. apríl nk.

Hvers vegna er gagnlegt, að fresta þeirri ákvörðun fram í apríl?

Þetta er einungis augljóst, ef viðkomandi hefur verið að fylgjast með atburðum á Evrusvæðinu þeim er viðkoma krýsunni þar, af þeirri nákvæmni sem ég hef verið að gera. 

  • Stóri punkturinn er, að leiðtogar og ráðherrar Evrusvæðis, hittast þessa mánuðina á reglulegum Þróun vaxtakostnaðar portúgalska ríkisins í evrulandi: 10 ára lán til ríkisins. fundum, þ.s. tekist er á um hugmyndir um endanlega lausn krýsunnar.
  • Það er t.d. fundur í næstu viku.
  • Þeir stefna að því, að fundaferlinu ljúki með samkomulagi í mars eða í síðasta lagi áður en apríl hefst.
  • Af hverju liggur á fyrir apríl? 
  • Málið er, að hjá nokkrum aðildarríkjum Evrusvæðis, eru stórir skuldagjalddagar í apríl.
  • Í langflestum tilvikum, stendur til að taka nýtt lán í staðinn.
  • Svo það væri mjög óheppilegt að ef krýsan er þá enn óleyst. En, sem dæmi í dag þá náði vaxtakrafa fyrir Portúgal 7,5% fyrir 10. ára bréf.

"Government borroving as a share of GDP, it is largest in Greece (25%), Italy (23%), Portugal (23%) Belgium (21%), France (18%) and Ireland (17%)."

"Portugal must come up with cash equivalent to 1.9, 2.7 and 2.9 percent of gross domestic product (GDP) on March 18, April 15 and June 15, respectively."

"Belgium faces similar crunches. Between March 17 and April 14, a series of maturity dates will force it to pay out the equivalent of 5.3 percent of GDP. It also faces a 3.1-percent-of-GDP payment on Sept. 28."

Fyrir Spán er hæsti toppurinn á árinu, í apríl - bæði fyrir banka og ríkissjóða Spánar.

 

Sko, ef leiðtogar Evrusvæðis klikka í því, að koma fram með lausn á krýsunni, sem markaðurinn er til í að viðurkenna sem nothæfa!

Þá getur atburðarásin frá og með apríl nk. orðið mjög svo eftirmynnileg í Evrópu. Nægilega svo, til þess að það reiknidæmi sem liggur að baki þeim forsendum, sem menn gefa sér um líkleg verð fyrir eignir þrotabús Landsbanka Íslands hf - geti úrelst allt í einu.

En, mjög raunveruleg hætta er enn til staðar - í bankakerfum Evrópu. Þannig, að ef stórt land lendir í greiðsluerfiðleikum vegna þess, að markaðurinn vill ekki lengur kaupa skuldabréf þess á viðráðanlegum kjörum; þá geta enn skapast dómínó áhrif sem hríslast geta í gegnum nær allt fjármálakerfi álfunnar.

Stór neikvæð tíðindi, eru svo sannarlega ekki enn orðin ólíkleg útkoma.


Niðurstaða

Ég hvet alla til að fylgjast mjög náið með fréttum af Evrusvæðinu, en fram að þessu hefur mér ekki virst hugmyndir leiðtoga Evrusvæðis líklegar til að duga. En, ekki er öll von úti enn. Og, vel hægt enn að framkalla nothæfa lausn sem markaðurinn er til í að bekenna.

Það sem ég er að segja, er að þetta mál sé það stórt - hvað varðar möguleg og hugsanleg áhrif á okkar stöðu, og stöðu þeirra eigna sem eru í húfi fyrir okkur; að rökrétt sé að láta það hafa áhrif á hvort metið sé að rétt sé að segja "Já" vs. "Nei" við Icesave.

Niðurstaðan ætti að liggja fyrir - þegar kemur að þeim degi er þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave verður haldin!

 

Kv.


Spurning hvort að Seðlabankstjóri Þýskalands, vill í raun og veru Evruna feiga!

Axel Weber æðstráðandi "Der Bundesbank" eða seðlabankastjóri Þýskalands skrifaði á mánudag sl. lesendagrein í Financial Times.

Axel Weber, February 21 2011: Europe’s reforms may come at a high price

Málið er, að þau viðhorf sem hann kemur fram með, lýsa þvílíkri harðlínustefnu að manni bregður!

  1. "First and foremost, it is up to the member countries themselves to consolidate their public budgets and to initiate comprehensive economic reforms.
  2. Financial assistance is a supplement to buy some time and to smooth this process.
  3. Against this backdrop the existing instruments for short-term crisis resolution are adequate and, despite repeated demands to the contrary, should not undergo significant adjustment."

Það sem hann segir í reynd, er að það sé í verkahring einstakra aðildarríkja að leysa úr sínum vandamálum.

Hann segir beinlínis, að núverandi aðferðir að veita svokölluð neyðarlán séu fullnægjandi, og þarfnist ekki neinnar umtalsverðrar endurskoðunar.

Þetta kemur þvert á aðvaranir fjölmargra hagfræðinga þess efnis, að Grikkland - Írland og Portúgal; séu komin í óleysanleg skuldavandamál. Að lánin, sem veitt hafi verið, muni aldrei verða greidd til baka að fullu - þ.s. slíkt sé ekki mögulegt.

En, þ.s. Weber lýsir svo kuldalega er þ.s. kallað er "internal devaluation":

  1. Launalækkanir.
  2. Niðurskurður ríkisútgjalda.
  3. Skattahækkanir.

Vandinn er, að þetta þarf allt að gera í senn. Hver þessara þátta skapar viðbótar samdrátt í hagkerfi, og veldur því að enn meir þarf að skera niður og hækka skatta, atvinnuleysi eykst enn meir o.s.frv.

Þetta er kallað "dept depression". Vandinn er, að skuldirnar hækka þá stöðugt sem hlutfall af landsframleiðslu eftir því sem hagkerfið minnkar meir.

Tekið saman með því, að enn eru Grikkland og Portúgal að auki með viðskiptahalla - er talið af fjölmörgum hagfræðingum að þau lönd séu "insolvent" þ.e. raungreiðsluþrota. Sama eigi við Írland.

 

Axel Weber: "Against this background I am rather sceptical about some proposals to broaden the scope or to soften the conditions of the agreed framework. If implemented, these would result in a weakening of the responsibility of financial market participants and member states, diminished incentives for sound fiscal policies, and again a shifting of risks to the taxpayers of other member states. I therefore perceive a danger in reducing the interest rates of ESM borrowing significantly below the conditions of the EFSF, thereby introducing eurobonds more or less through the back door."

Þarna lýsir hann yfir andstöðu við allar tillögur sem fram hafa komið um að milda álagið, á þau ríki sem eru í verstu vandræðunum.

  • En, tillögur hafa komið fram um að lækka vexti á neyðarlánum - til að gera greiðslubyrði af þeim lánum, viðráðanlegri og þannig milda þá skuldaaðlögun er þau ríki þurfa að fara í gegnum.
  • Að auki, að neyðarsjóðurinn hafi heimild til að kaupa skuldabréf útgefin af ríkjum í vanda, til þess að halda niðri markaðsverði þeirra - í reynd niðurgreiðsla lántökukostnaðar þeirra.
  • Hann sem sagt segir, að ef reynt er að milda álagið sem þessi ríki standa frammi fyrir - þá sé það slæmt því þá þurfi þau ríki minna að skera niður og önnur aðildarríki deili þeim kostnaði með ríkjunum í vanda. Hann sem sagt, vil meina að það sé slæmt að deila þessum kostnaði að hluta, svo ríkin í vanda þurfi að framkalla smærri lífskjara niðurskurð.
  • En, takið eftir að hann vill meina, að það sé alveg háheilagt prinsipp, að aðildarþjóðir megi ekki deila þessum kostnaði á milli sín. 

 

Axel Weber: "As I see it, bond purchases on secondary markets should not be incorporated into the ESM."

  1. First, the conduct of such purchases would run into significant operational governance problems regarding their volume, timing and conditions.
  2. Second, given the direct support of the ESM, member states in distress would already be protected from high market interest rates."
  3. Third, secondary market purchases with the aim of a debt buy-back would not only be a very inefficient way of reducing the debt burden, requiring very large volumes to achieve a sizeable effect, but they would also constitute a transfer from other member states − a transfer that would be all the higher, the lower the interest rate charged for ESM buyback loans.
  4. Fourth, proponents of secondary market purchases argue that these would stabilise bond prices and, as a result, financial markets, too. While that may be true, I doubt whether purchases would be an efficient way of achieving that goal. We should not forget our experience of setting up banking stabilisation tools in several member states at the height of the financial crisis.
  5. Finally, secondary market purchases combined with the well-justified and necessary preferred-creditor status of ESM loans might even jeopardise financial market stability as the risks of the remaining private bondholders would increase sharply, thereby significantly heightening the pressure to sell."

Lið fyrir lið lýsir Weber yfir andstöðu við hugmynd sem er til umræðu, en sú er að björgunarsjóðurinn aðstoði ríki í vanda, við það að kaupa aftur eigin skuldir - en á afföllum.

Sem dæmi hef ég heyrt að grískar skuldir fari í dag gjarnan á 30% afföllum í viðskiptum, sem sagt að markaðurinn gerir ráð fyrir að Grikkland geti einungis borgað til baka 70% af hverju láni.

Fræðilega, ef björgunarsjóðurinn veitir bakábyrðgir þá getur Grikkland boðið að kaupa til baka eigin skuldabréf áður útgefin á 20% afföllum, sem getur verið hagstæður díll fyrir þá sem hafa nýlega fjárfest í slíkum á 30% afföllum.

Auðvitað, eins og Weber segir réttilega, skilar slík aðferð ekki miklum heildaráhrifum til lækkunar skuldastöðu t.d. Grikklands, nema að slík kaup séu mjög mikil að umfangi.

Eina fræðilega hættan fyrir þýska skattgreiðendur er að bakábyrgðir falli á þá ef Grikkland verður gjaldþrota - en, einmitt þá minnkar þessi leið þá hættu.

Axel Weber: The current crisis has challenged the founding principles of EMU. Still, EMU can emerge stronger and more resilient than before. To that end, the decisions on EMU governance have to reinvigorate rather than circumvent the basic principles of subsidiarity, responsibility of individual member countries, and no-bail-out as laid down at the launch of monetary union. This is an opportunity that must not be lost."

Getur raunverulega verið, að Weber haldi að með því að hafna öllum leiðum til að milda álagið á verst settu ríkin, að þá sé það líklegt til að gera samstarfið um Evruna sterkara?

Eða, vill hann kannski Evruna í reynd feiga?

En skv. þessum teksta er það háheilagt prinsipp, að hvert ríki á að eiga sín vandamál sjálft - eitt og hjálparlaust og skattgreiðendur hinna landanna hafa ekkert erindi, að taka þátt í vanda skattgreiðenda landa sem komast í vanda.

  • Sko, þarna setur hann sjálfan sig á stall sem dómara?
  • En, málið er að Þjóðverjar kasta steinum úr glerhúsi.
  • En, þ.e. staðreynd sem Þjóðverjar neita - þverneita, að bekenna.


Málið er að Þjóðverjar eiga hlut í sök á vandanum!

Þjóðverjar skilgreina krýsuna að mig grunar viljandi með þeim hætti, að þeirra sök er skilgreind í burtu.

  • En, þeir lýta einungis á hana sem rekstrarvanda ríkissjóða.
  • Löndin eigi að skera hallann af - vandinn leystur!

Með þessu leiða þeir algerlega hjá sér að, útgjaldavandinn sem þeir leggja til að sé skorinn af, er einfaldlega einkenni hins raunverulega vanda - en ekki vandinn sjálfur.

Stóri vandinn, er að löndin í vanda urðu í reynd undir í samkeppni á viðskiptagrunni við Þýska hagkerfið, innan sama gjaldmiðils.

Hagkerfi landanna í vanda, smám saman töpuðu samkeppnishæfni samanborið við Þýskaland, sem orsakaði vaxandi viðskiptahalla milli Þýskalands og akkúrat þeirra landa. Ég á við, Þýskaland hafði hagnað af viðskiptum við þau sem fór vaxandi ár frá ári á sl. áratug samtímis því sem þau ríki höfðu yfir sama tímabil halla sem fullkomlega að sjálfsögðu var spegilmynd hagnaðar Þjóðverja á þeim viðskiptum.

Stór hluti þess skuldavanda, sem þau ríki eru að glíma við í dag, er vegna viðskiptaskulda við einmitt Þýskaland meðan góðærið rýkti. Á þeim árum græddu Þjóðverjar milljarða Evra á viðskiptum við þau lönd á hverju ári.

Nú, þegar að skuldadögum er komið fyrir þau lönd - segir Weber, við viljum ekki taka þátt í ykkar kostnaði við það, að snúa til baka úr kreppu! Umræðan í Þýskalandi tekur undir þennan tón! Er einhver furða að Þjóðverjar séu ekki lengur vinsælir víða hvar í Evrópu? Slík sjálfselska!

 

Ef Evran á að geta gengið upp, þurfa öll löndin að vinna saman að því, að hún það geri.

Annars - getur Evrusamstarfið mjög raunverulega tekið enda í einu risastóru krassi!

Viðhorf Þjóðverja gera mig ekki bjartsýnan um að því krassi verði forðað!

En það er ekki hægt að hafa hagnað af viðskiptum nema einhver annar hafi halla!

Viðskiptahalli og skuldasöfnun ríkja með halla, er því hin hliðin á hagnaði þeirra ríkja sem fá það fé til sín í gegnum gróða af viðskiptum við þau sömu lönd.

Hagnaðurinn - gróðinn af þeim, og hallinn - tapið af honum; er einn og sami vandinn!

Í augum Þjóðverja, er þeirra hagnaður - dæmi um stjórnvisku og stjórnkænsku. En, það geta ekki allir farið að þeirra dæmi. Það er fyrirfram dauðadæmt, að reyna að láta öll lönd apa eftir þýska hagkerfinu! Eða, hvert ætti að flytja út? Til Alpha Centauri?

 

Ég legg til að fólk fylgist mjög vel með fréttum í mars og apríl nk. En, leiðtogar Evrusvæðisins stefna að því að hafa einhverja nothæfa niðurstöðu tilbúna í mars þannig að hún geti tekið gildi, fyrir upphaf apríl nk. Þ.e. ástæða til þessa - því í apríl er fj. stórra gjalddaga hjá nokkrum aðildarríkjum Evrunnar.

Þannig séð er ég feginn, að forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson sagði "Nei" sl. sunnudag, því í apríl nk. þegar til stendur að verði kosið, getur ofangreind niðurstaða legið fyrir. Hún mun skipta máli!

Sjá harðorða grein - Ambrose Evans-Pritchard:

Is the Bundesbank spoiling for a fight over the destiny of EMU?

Sjá mjög áhugaverða skýrslu OECD:

OECD Economic Surveys: Euro Area, December 2010

 

Kv.


Hvað gerist ef uppreisnin í Arabalöndum, berst til Saudi Arabíu?

Nú í fyrsta sinn, er krýsan búin að ná til lands þ.e. Líbíu, sem er eitt af meginframleiðslulöndum olíu í heiminum. Svo, ekki er undarlegt að menn velti fyrir sér - hvað næst? En, Saudi Arabía og Líbía eiga ímislegt sameiginlegt. Þó svo, einnig sé margvíslegur munur!

Líbía virðist vera að klofna í A- vs. V-hluta. En, í A-hluta virðast uppreisnaröfl nú víðast hvað ráða lögum og lofum. En, í V-hluta virðist Ghaddafi enn hafa traust völd.

Það áhugaverða við þetta ástand sést á korti af Líbíu sem sýnir olíulindir landsins og leiðslur.

  • En, þ.s. kortið sýnir er að báðir landshlutar eru með olíulyndir og lagnir til að flytja olíu til sjávar og út í skip.
  • Þetta þíðir, að möguleikinn er að landið klofni í A- vs. V-hluta, ef Ghaddafi tekst að halda völdum V-meginn og samtímis uppreisnarmönnum tekst að halda velli í A-hlutanum.
  • Síðan bætist eitt enn, að þ.e. munur á íbúum þarna milli svæða, en Cirenaica skaginn í A-hluta á sér árþúsunda sögu sem sérstakt svæði, menningarsögu á mjög gömlum merg.
  • Á meðan að Ghaddafi ættaður úr V-hluta, viljandi kom höfuborg landsins fyrir þar á sínum tíma, og hefur eflt áhrif síns ættbálsk á kostnað hinna.
  • Þarna er sem sagt, nóg af eldsneyti til að viðhalda styrrjöld á milli svæða um mörg ókomin ár.
  • Þ.s. verra er, að hættan er ekki einungis vegna flóttamannastraums, heldur sú að hvor aðilinn um sig mun leitast við að skemma olíulyndir hins aðilans, til að draga úr aðgangi hins að tekjum til vopnakaupa.
  • Slíkt stríð getur því minnkað framleiðslu Líbíu og haldið henni minnkaðri um mörg ókomin ár.
Revolutions could rob Opec of its ability to manipulate supply: "The news for Opec in the short term is bad, with Libya currently accounting for 1.6m barrels a day of oil production. In the long term, it could be even worse, however, especially if trouble spreads to Kuwait, with 2.3m b/d, Iran, with 3.7m, or even the big one – Saudi Arabia, with 8.3m."
Það þarf varla að taka fram, að ef umtalsverð óróa og mótmælabylgja myndi fara af stað í Saudi Arabíu, þá myndu áhrifin á olíuverð í heiminum, vera - mikil!

John Roberts, energy security specialist at Platts: If Libya revolts, Saudi Arabia could be next

"The key assumption...with high oil revenues and a small population, Gaddafi was safe. If trouble started, he could always bribe people into remaining quiet – as he appears to have done recently, reportedly increasing wages and loans on offer to Libyans."

"If you look at Libya right now, something like 56 per cent of per capita income is directly attributable to oil. The government directly controls most household budgets."

"It should be able to buy people off in the way that the Kuwaitis have done and the Bahrainis are now seeking to do, by raising incomes and increasing subsidies."

"Whatever the Libyans are doing on this front is not working – the people want more. Simply having availability to cash doesn’t bail you out."

"If that is the case with Libya, with GDP-per-capita of around $12.000, one might worry more about the stability of Saudi Arabia with GDP-per-capita of around $14.000, which is of course the big one."

Enn er allt með kyrrum kjörum í Saudi Arabíu:

En óeyrðir ríkja í Bahrain sem er skammt undan. Einnig í Yemen land sem einnig er næst við Saudi Arabíu. Stjórnarfar í Bahrain er ekki ólíkt stjórnarfari í Saudi Arabíu þ.e. einveldi aðalsfjölskyldu. Kuwait, hefur einnig sína aðalsfjölskyldu, sem drottnar yfir lýðnum og viðhefur takmarkar frelsi.

Sannarlega þó, hefur harðstjórn Ghaddafis verð mun meiri, harðneskja til muna verri. Spilling mjög áberandi ekki síst hegðan sona hans, sem kvá vaða í peningum - lifa hátt og þ.s. enn verra er, hver um sig ræður yfir eigin herstyrk. En, Ghaddafi virðist hafa beitt sonum sínum, til að tryggja að mikilvægar öryggissveitir og hersveitir væru undir stjórn eigin ættmenna.

En, síðan á móti, þá skapar sú skipan mála einnig tortryggni og úlfúð.

Í Saudi Arabíu, gegna einnig prinsar og önnur ættmenni konungs mjög mörgum mikilvægum embættum í her, í öryggissveitum og helstu stofnunum landsins. Með sama hætti er það einnig tvíeggjað, þ.e. á annan veg að hafa aðila sem hafa hag af því að varðveita stjórnarformið við stjórn mikilvægra öryggisþátta en á móti að sú spilling sem því fylgir getur vart annað en verið veruleg sjálfstæð ástæða óánægju í þjóðfélaginu.

Manni virðist að Saudi Arabía geti verið, sem gjörspillt erfðaeinveldis samfélag - með ættmenni konungsættarinnar í öllum helstu mikilvægum embættum, með miklar hömlur á valfrelsi almennings ásamt hömlum á tjáningafrelsi; verið í hættu á að lenda í sambærilegu uppreisnarástandi.

Ef það gerist, þá geta orðið svo skelfilegar olíuverðs hækkanir í heiminum; að endurkoma heimskreppunnar verður næsta örugg!

Þetta getur verið að gerast jafnvel á næstu vikum. Ef ekki næstu dögum!

 

Kv.


Hvernig getum við innleitt þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag með einföldum hætti?

Eitt helsta vandamálið í stjórnskipun Íslands, að mínu mati er að hérlendis hefur framkvæmdavaldið lengst af drottnað yfir Alþingi, í krafti þess að meirihluti Alþingis með ráðherra framkvæmdavaldsins í fylkingarbrjósti, hefur lengst af nýtt Alþingi sem stimpilpúða.

Þetta hefur í reynd þítt, að Alþingi hefur lengst af ekki getað komið fram sem sjálfsætt vald - þannig að í reynd hefur lengst af skort á virka 3. skiptingu valds hérlendis.

Þessu er nauðsynlegt að breita!

Við heyrum nú í fjölmiðlum, hvern verjanda ofurvalds framkvæmdavaldsins á fætur öðrum, koma fram og álasa forseta okkar, Ólafi Ragnar - fyrir að grípa fram í hendurnar á Alþingismönnum.

  • Þeir koma fram með frasa - eins og að Ólafur vilji taka upp forsetaræði!
  • Hann brjóti þá meginreglu um þingræði! Sem gilt hafi hér sl. 100 ár. 

Það ber að taka fram, að reglan um þingræði er eingöngu sú - að ríkisstjórn sytur í umboði meirihluta þings eða að er umborin af þeim.

Reglan um þingræði, snýst sem sagt ekki um að - þingið ráði öllu í landinu - eða nánar tiltekið að það ríki einræði ríkjandi meirihluta sem drottni bæði yfir þingi og ríkisstj án takmarkana annarra en þeirra sem Hæstiréttur setur!

Þ.e. einmitt slíkt einræði ríkjandi meirihluta, sem skapað hefur stórfelld vandamál hér!

Hlutverk þings er að setja lög - staðfesta tiltekna milliríkjasamninga - veita ríkisstjórn / framkvæmdavaldi aðhald.

Og ef það getur ekki veitt það aðhald - er í stjórnarskrá vorri öryggisventill - í formi 26. gr. Stjórnarskrár okkar - þannig að forsetinn getur gripið inn ef einræðistilburðir framkvæmdavalds eru gersamlega að ganga fram af þjóðinni.

Við heyrum nú sem sagt þetta klassíska væl, sambærilegt því sem DO og HÁ komu fram með, þegar fjölmyðlalögum var synjað og nú ítrekað frá núverandi meirihluta - vegna þess að þeir geta ekki farið sínu fram eins og þeim sýnist. Völd þeirra eru sem sagt takmörkuð! Húrra fyrir því!

Ég held þó að rétt sé að formbinda þá takmörkun nánar - en ljóst er að framkvæmdavaldið mun leitast við, í tengslum við endurskoðun stjórnarskrár að draga úr vægi - 26. gr. Stjórnarskrárinnar.

Við því þarf að bregðast, með því að formbinda þá breytingu sem átt hefur sér stað - með virkjun Ólafs Ragnars á forsetaembættinu - með þeim hætti að innleiða hér formlegt þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomula!

  • En, það kemur ekki til greina - að heimila framkvæmdavaldinu að hafa þau ofurvöld, sem það hefur lengst af haft!
  • Það verður að spyrna við - þegar framkvæmdavaldið mun leitast við að færa hlutina til baka aftur! Um það þarf alls ekki að efast, miðað við tal þess vörslumanna.
  • Alls ekki kemur til greina - að undanskilja sum mál - eins og þeir tala um!
  • Það má ef til vill krefjast aukins fj. undirskrifta - þegar tiltekin mál eiga í hlut!
  1. 25.000 undirskriftir fyrir flest mál.
  2. 40.000 eða jafnvel 50.000 þegar mál eiga í hlut er varða milliríkjasamninga, skattamál o.s.frv.

 

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]1)
   1)L. 56/1991, 22. gr. 

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

 

Þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag þarf að virka í báðar áttir:

  1. Hægt þarf að vera að stöðva mál - þ.e. krefjast þess að þau fari fyrir þjóðina.
  2. En einnig, þarf að vera hægt að safna undirskriftum, og knýja fram það að Alþingi taki tiltekið mál fyrir!

Mér sýnist, að auðvelt sé að umorða ofangreindar greinar Stjórnarskrár með þeim hætti:

  1. að forseti beiti neitunarvaldi þegar honum berst tiltekinn fj. undirskrifta, eftir því sem við á.
  2. að forseti, leggi fyrir Alþingi frumvarp sem þingmaður flytur fyrir hann, í kjölfar þess að forseta berst tiltekinn fj. undirskrifta undir áskorun þess efnis, að hann sjái til þess að tiltekið mál komist til kasta Alþingis.

Auðvitað er með þessu valdið ekki tekið af Alþingi:

  1. Það getur látið málið daga uppi.
  2. Það getur hafnað því. 

Spurning er þó í tilviki því, að Alþingi hafnar eða vill ekki afgreiða mál, sem fer fyrir það í kjölfar söfnunar undirskrifta - hvort þá skuli málið vera einfaldlega dautt / eða hvort þá fari það í þjóðaratkvæðagreiðslu?

En, það væri þá valkostur að þjóðin geti þá afgreitt málið sem gild lög!

En, eðlilegt getur þó verið, að krefjast tiltekinnar lágmarks þátttöku - t.d. 40% kosningabærra.

 

Niðurstaða

Það er allt ekki víst, að nauðsynlegt sé að skrifa nýja stjórnarskrá.

Með mjög litlum breytingum, má innleiða fyrirkomulag, sem væri mjög mikil betrumbót miðað við þ.s. hefur tíðkast fram að þessu.

Hægt væri að tryggja, að þ.s. hefur nánast verið alræði framkvæmdavaldsins, taki enda!

Þjóðin sjálf verði mótvægið - veiti framkvæmdavaldinu stöðugt aðhald - í stað þess að það sé veitt einungis á 4. ára fresti!

 

Kv.

 


Ragnar Hall óttast dómsmál!

Mótbára hans er sú, að ef dómsmál fer með þeim hætti, að stjórnvöld Íslands hafi ekki staðið rétt að innistæðubjörgunarsjóði, eða með einhverjum öðrum hætti skapað sér skaðabótaábyrgð skv. úrskurði dóms, þá geti sú útkoma leitt til alvarlegra skaðabóta krafna einstaklinga gegn ríkissjóði, mál sem rekin yrðu fyrir íslenskum dómstólum.

Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli :"Ragnar segir - „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlagt að taka þá áhættu," segir Ragnar."
  • Þetta er að sjálfsögðu rétt, hjá Ragnari Hall, að ef dómur fer með ofangreindum hætti - þá myndi það skapa grundvöll fyrir marga aðila til að hagnýta sér þann dóm sem fordæmi, til að reka skaðabótamál fyrir ísl. dómstólum.
  • Á hinn bóginn, er það vel mögulegt, burtséð frá kæru Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir EFTA dómstólnum, þ.e. burtséð frá því hvort slíkt mál verður rekið gegn ísl. stjv. eða ekki; fyrir einstaklinga sem aðild hafa að máli, að fara sjálfir með mál gegn ísl.stjv. fyrir EFTA dómstólnum.
  1. Allt og sumt sem þarf, er að það fyrirfynnist einstaklingur, sem er ríkisborgari aðildarlands EES, sem til er að kæra - gegn því að málskostnaður viðkomandi sé borgaður.
  2. Einfalt er að auglýsa eftir viðkomandi í fjölmiðlum, lofa t.d. einhverri greiðslu fyrir ómakið, og síðan að greiða málskostnað viðkomandi.


Í reynd losar Icesave samningur ekki ísl. stjv. undan þeirri hættu, að einstaklingar sem telja sig harm hafa að hefna, kjósi að fara í mál.

Slíkt er þeirra réttur. Og samningur okkar við bresk og hollensk stjv. hefur engin áhrif á þann rétt, hvorki til minnkunar eða aukningar.

Þó, sannarlega geti það verið þægilegt fyrir þá, sem hyggja á slíka einkamálsókn, að fyrst sé komið dómafordæmi. Þá, ef viðkomandi eru nægilega ákveðnir, er skortur á því ekki hindrun - því svo lengi sem þeir eru sjálfir aðilar máls eða finna sér slíkann; þá geta þeir látið reyna á rétt sinn - fyrir EFTA dómstól og fyrir ísl. dómstól.

OK, svo það má vera að líkur á skaðabótamáli fyrir ísl. dómstól, aukist - ef það fræðilega dæmi sem Ragnar Hall óttast, verður að veruleika. En, við erum ekki endilega að tala um stórfelldan mun á þeim líkum.

 

Kv.

 


Hin stórmerka ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave til þjóðarinnar í annað sinn! Hvað þíðir hún fyrir forsetaembættið? Hvað þíðir hún fyrir lýðræði í landinu?

Áður en lengra er haldið. Finnst mér rétt að taka fram, að ég er mikill lýðræðissinni. Mikill talsmaður lýðræðislegra lausna, sem hugsanlegrar leiðar úr þeim ógöngum sem landsmenn eru komnir í.

Mér sýnist að röksemdir Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrir því að vísa núverandi Icesave samningi til þjóðarinnar, og reyndar meðferð hans öll á því deilumáli - marki mikil tímamót.

  • En, með því að virkja synjunarvald forseta, hefur Ólafur Ragnar markað embætti forseta sterkari bás, sem virkt mótvægi við vald Alþingis og framkvæmdavaldsins.
  • En, hérlendis hefur framkvæmdavaldið lengst af drottnað yfir Alþingi, í krafti þess að meirihluti Alþingis með ráðherra framkvæmdavaldsins í fylkingarbrjósti, hefur lengst af nýtt Alþingi sem stimpilpúða.
  • Þetta hefur í reynd þítt, að Alþingi hefur lengst af ekki getað komið fram sem sjálfsætt vald - þannig að í reynd hefur lengst af skort á virka 3. skiptingu valds hérlendis. 
  • En í forsetatíð sinni, hefur Ólafur Ragnar í reynd gert embætti forseta, að því virka mótvægi gegn ofurvaldi hins sameiginlega valds framkv. valds og Alþingis - sem skort hefur hérlendis.
  • Með þessu:
  1. Er ekki þingræði afnumið.
  2. Né er, sett á fót hér forsetaræði.
  • Þ.s. hefur gerst, er að framkvæmdavaldið getur ekki lengur litið á Alþingi sem stimpilpúða.
  • Þó svo að framkvæmdavaldið hafi sterkan meirihluta á Alþingi, þarf Framkvæmdavaldið í krafti meirihluta síns, að skapa sátt með þjóðinni um helstu mál.
  • Það getur ekki lengur, vaðið yfir og virt að vettugi sjónarmið stórs einarðs minnihluta meðal þjóðarinnar.
  • Ef deilur milli Alþingis - ríkisstjórnar og fjölmenns hluta þjóðar verða ekki leistar, þá er hefur forseti nú sett það fordæmi; að þá beiti hann neitunarvaldi sínu og feli meirihluta þjóðarinnar að afgreiða viðkomandi deilumál, í almennri atkvæðagreiðslu.

Þetta eru allt jákvæðar breytingar!

Ég er einmitt stuðningsmaður þess, að leisa erfið deilumál með þjóðaratkvæðagreiðslum!

Auðvitað er umdeilanlegt, hvor akkúrat á að hafa þetta með þeim hætti að forseti einn meti hvort máli beri að vísa til þjóðar - en, Ólafur Ragnar hefur sett tiltekin viðmið skv. yfirlísingum sínum; svo að slík ákvörðun sé ekki alveg tilviljanakennd, heldur byggi á tilteknum viðmiðum um það að harðar deilur séu milli Þings og þjóðar - eða verulegs hluta þjóðar.

Ef, á að breyta þessu - þá þarf það að vera ljóst að sú breyting sé ekki gerð þannig, að lýðræði sé minnkað á nýjan leik!

 

Yfirlýsing Forseta Íslands vegna nýrra IceSave samninga

  1. "„Í stjórnskipun Íslands fer Alþingi með löggjafarvaldið nema þjóðin hafi fyrir tilstuðlan forseta fengið mál í sínar hendur.
  2. Þá fara Alþingi og þjóðin saman með löggjafarvaldið og er ákvörðun þjóðarinnar endanleg.
  3. Í þessum efnum er stjórnarskrá lýðveldisins skýr."
Þetta er mjög áhugaverð yfirlýsing, að forræði löggjafarvalds, sé sameiginlegt í hendi, bæði þings og þjóðar.
  • "Með ákvörðun forseta 5. janúar 2010 og þjóðaratkvæðagreiðslunni sama ár varð þjóðin löggjafi í Icesave málinu eins og það lá þá fyrir. Niðurstaðan var afdráttarlaus."
  • "Í kjölfar löggjafarvaldsákvörðunar þjóðarinnar 6. mars 2010 var á ný samið um málið."
  1. "Þegar meta skal hvort forseti staðfesti sem lög hið nýja frumvarp um Icesave er grundvallaratriði að horfa til þess að Alþingi og þjóðin hafa saman farið með löggjafarvaldið í þessu máli."
  2. "Það Alþingi sem 16. febrúar afgreiddi málið er eins skipað og áður;
  3. þjóðin hefur ekki endurnýjað umboð þess í almennum kosningum."

Þetta er áhugavert. En, hann vill meina að fyrri neitun og afgreiðsla þjóðar, hafi skapað í reynd fordæmi fyrir því, að afgreiða mál með sama hætti í annað sinn; og ber þá það til að í millitíðinni hafi umboð Alþingis ekki verið endurnýjað.

Þessi röksemd myndi þá ekki gilda - væntanlega - ef umboð Alþingis hefði verið endurnýjað.

Þarna virðist Ólafur Ragnar, vera að setja viðmiðunarreglu með fordæmi til framtíðar.

  • "Annar löggjafi málsins, Alþingi, er hinn sami og spurningin er því hvort sá löggjafi eigi einn að ljúka málinu án aðkomu hins löggjafans, þjóðarinnar, sem áður réði lokaniðurstöðu."
  • "Hinn lýðræðislegi aðdragandi, hlutdeild þjóðarinnar í löggjafarvaldinu, felur ótvírætt í sér að eigi afgreiðsla Alþingis á hinum nýju samningum að vera lok málsins þarf víðtæk samstaða að vera um að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á Alþingi."
  • "Það er nú hins vegar ljóst að slík samstaða er ekki fyrir hendi; stuðningur er við að þjóðin verði eins og áður ásamt Alþingi löggjafinn í málinu."
  1. "Í fyrsta lagi hlutu tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu verulegt fylgi á Alþingi, tæplega helmingur þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum greiddi þeim atkvæði."
  2. "Í öðru lagi hafa rúmlega 40.000 kjósendur formlega óskað eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hið nýja frumvarp eða um fimmtungur kosningabærra manna."
  3. "Í þriðja lagi benda skoðanakannanir til að meirihluti þjóðarinnar vilji að hún komi að endanlegri afgreiðslu málsins."
Þarna vísar hann til víðtæks stuðnings meðal Þings og þjóðar, að málið fari aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu annars vegar og hins vegar að enn standi mjög hatrammar deilur um málið meðal þjóðar - þannig að víðtæka samstöðu þjóðar skorti.
  • "Grundvallaratriðið sem hlýtur að ráða niðurstöðu forseta, hvað sem líður kostum hinna nýju samninga, er að þjóðin fór með löggjafarvald í Icesave málinu og ekki hefur tekist að skapa víðtæka sátt um að Alþingi ráði nú eitt niðurstöðu málsins."
  • "Ég hef því ákveðið í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar að vísa hinu nýja frumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu."
  • "Það er einlæg von mín að sem flestir landsmenn, bæði stuðningsmenn frumvarpsins og aðrir, nýti lýðræðislegan rétt sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara mun fram svo fljótt sem auðið er."

Vegna þess að málið er enn mjög umdeilt meðal þjóðarinnar - vegna þess að þjóðin hefur áður fjallað um sama mál - vegna þess að umboð Alþingis hefur ekki verið endurnýjað í millitíðinni; vísar hann málinu aftur til þjóðarinnar.

Ég er sáttur, því ég er þeirrar skoðunar, að einmitt með virku beinu lýðræði - sé hægt að skapa það stöðuga aðhald sem mér sýnist að hrunið hérlendis hafi sýnt fram á að sé nauðsynlegt.

  1. En, ef ekki er hægt að þvinga fram mál, sem fjölmennir hópar þjóðar eru ósáttir við.
  2. Þá verða þau í staðinn einungis leist með því, að framkvæmdavaldið leiti sátta við þá hópa sem andvígir eru eða leiti þess að sannfæra stórann meirihluta þjóðar um tiltekið mál.
  3. Annars, farið mál fyrir þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu.
  • Ég held að þetta muni minnka deilur í framtíðinni - því samráð verður nauðsynlegt.
  • Ég held einnig að þetta muni minnka spillingu - því ekki verður lengur eins auðvelt fyrir fámennan hóp ofsaríkra athafnamanna að spilla fámennum hópi ráðherra, þannig að þeir hagi lagasetningu með hætti sem kemur þeim fámenna ofsaríka hópi vel á kostnað almennings.

 

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Ég hvet alla sem ekki hafa lesið hana, að virkja hlekkinn að ofan, og taka sér þann tíma sem þarf, til að lesa hana í gegn.

  • Stjórnarskráin er að mjög mörgu leiti - stórmerkilegt plagg. Mun merkilegra en margir vilja láta!
  • Eitt það áhugaverðasta er, að hún veitir forseta í reynd mjög mikil völd! 
  • Það verður ekki betur séð, en forsetinn hafi mikla möguleika - ef honum sýnist svo - að taka sér fullkomlega einhliða, mun meiri völd, en embætti forseta hingað til hefur tileinkað sér!
  • Ég hvet alla til að lesa sérstaklega fyrstu 30. greinarnar.
En af lesningu Stjórnarskrárinnar má ráða að Forsetinn er raunverulega æðsta embætti þjóðarinnar.

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Þessar tvær greinar þekkja flestir. Lengst af hefur þetta verið túlkað með þeim hætti, að forseti væri í reynd valdalaus nær með öllu.

En, klárt er af nánari lestri Stjórnarskrárinnar, að svo þarf alls ekki að vera!

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

Stjórnarskráin er alveg kýrskýr. Forsetinn skipar ráðherra. Fram að þessu, hefur venjan verið sú að ráðherrar eru skipaðir af forseta, skv. lista yfir ráðherra sem nýr pólitískur meirihluti Alþingis, kemur sér saman um.

En, ég sé ekki betur, en að það væri algerlega - fullkomlega í samræmi við Stjórnarskrána, að forsetinn myndi taka sér meira vald um val ráðherra - fjölda þeirra o.s.frv.

Það væri ekkert því til fyrirstöðu, að forseti taki sér það vald, að hafna einstökum ráðherrum - á lista er hann fær í hendur frá nýjum meirihluta.

Embætti forseta, geti einfaldlega beitt sér til þess, að stjórnmálaflokkarnir séu ekki að velja einstaklinga sem ráðherra, sem hafi engan þekkingargrunn um þau málefni, ráðuneyti þeirra hafa til umsjónar.

Þannig, geti embætti forseta knúið á um, að ríkisstjórnir í framtíðinni, verði skipaðar fólki sem sé ekki fullkomnir leiksoppar - þekkingarleysis vegna - þeirra embættismanna sem störfum gegna í þeirra ráðuneytum.

21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. 

Takið eftir, skv. Stjórnarskránni er það ekki ráðuneytin eða ráðherra, heldur er það forsetinn sem gerir samninga við erlend ríki. En, vit vitum að hlutverk embættismanna ráðuneyta er að semja fyrir okkar hönd, og það er ráðherra viðkomandi ráðuneytis sem yfirumsjón hefur með þeirri samningsgerð. En, þeir samningar öðlast ekki gildi skv. ofangreindu ákvæði, nema fyrir undirritun forseta.

þarna getur forsetinn í reynd beitt sér, ef honum sýnist svo - og hafnað undirritun. Þó almennt séð myndi slík höfnun vera stór undantekning, jafnvel þó forsetinn færi að beita sér með slíkum hætti.

En, ef svo væri að forsetinn færi að nýta sér þetta ákvæði. Þá munu ráðherrar þurfa að hafa reglulega fundi með forseta, svo hann sé málum kunnugur - með fulla vitneskju um þá samninga sem stendur til að leggja fyrir hann.

25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]1)
   1)L. 56/1991, 22. gr. 

25. greinin er í reynd mjög áhugaverð. Sú 55. frá endurskoðun Stjórnarskrár er fram fór 1991, veikir þetta ákvæði þó nokkuð. En, lesið samann virðist sem að Forseti geti fengið einhvern þingmann til að flytja fyrir sína hönd, frumvarp til laga eða til samþykkta.

  • Mér sýnist liggja í augum uppi, að þetta megi nýta.
  • Sem dæmi með þeim hætti, að forseta sé send áskorun frá þjóðinni, ásamt fjölda undirskrifta, um að taka upp tiltekið málefni og vísa til þinglegrar meðferðar.
  • Það er auðvitað möguleiki að Alþingi svæfi málið svo að þinglegri meðferð ljúki aldrei.
  • Alþingi getur einnig hafnað málinu, og þá nær það ekki lengra heldur.
  • En, ef Alþingi samþykkir einhverja lagabreytingu á þeim grunni, er þá getur forseti beitt valdi sínu skv. 26. gr.
Alþingi hefur löggjafarvaldið. En, forseti hefur skv. 25. og 55. gr. rétt til að beita sér með hætti, sem ef til vill er full ástæða til!

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Þetta er sú grein Stjórnarskrárinnar, sem nú ítrekað hefur reynt á. Ólafur Ragnar hefur rækilega fest þessa grein í sessi, sem hluta af valdi forseta.

Er það vel!

28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)

Mér sýnist af 28. gr. að forseta sé í lófa lagið, að neita af samþykkja bráðabirgðalög. En, þau eru undirrituð af forseta skv. tillögu ráðherra.

Forseti á ef til vill í framtíðinni, að láta vita af því að hann sé ekki stimpilpúði. Hann, muni óska eftir góðri röksemdafærslu fyrir nauðsyn slíkrar undantekningar. Taki sér rétt til að hafna slíkum í einstökum tilvikum ef honum sýnist svo.

Dæmi um bráðabirgðalög hafa sem dæmi verið lög, sem banna einstök verkföll. Forseti sýnist mér hefur fullt frelsi, til að beita sér. 

Þetta snýst þá einfaldlega um þann aga að ríkisvaldinu, að það sé ekki að nýta þessa valdheimild, nema í raunverulegri neyð.

29. gr. Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.

Þetta er mjög merkilegt. Forseti getur ekki einungis náðað - heldur stöðvað sakamál áður en dómur hefur fallið. Frægt er þegar Árni Jónsen fékk forsetanáðun - en þegar forseti var staddur erlendis þannig að svokallaðir handhafar valds forseta tóku að sér framkvæmd þeirrar náðunar.

Hinu valdinu hefur aldrei verið beitt, að Forseti eða handhafar grípi inn í dómsmál, meðan það er enn í meðferð fyrir dómi eða einhver sætir ákæru en mál hefur ekki enn verið tekið fyrir.

Fræðilega hefði forseti sem dæmi, getað stöðvað með þessum hætti málsmeðferð gegn tilteknum frægum 9.-menningum!

30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.
Þetta er einnig mjög áhugavert, að forseti geti veitt aðilum - einstaklingum - jafnvel ríkisstj. undanþágu frá því að fara eftir einhverjum tilteknum gildandi lögum.

75. gr. [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.

Þó þetta komi ekki umfjöllun minni um forseta og lýðræði beint við, þá er þetta vinnuverndaákvæði Stjórnarskrárinnar. Þ.e. þetta ákvæði, sem sumir telja vera brotið með kvótakerfinu. Á hinn bóginn þá er heimilt að takmarka rétt til vinnu skv. almannaheill. Mér sýnist að það dugi til að heimila stýringu veiða og takmörkun réttinda til að veiða, ef það þjónar markmiði að verja fiskistofna ofveiði. En, vernd fiskistofna er sennilega óumdeilt að sé almannahagsmunir. Þá er spurning hvort, gengið sé lengra en þörf krefur - þá er ég að vísa til meðalhófs reglunnar! En, skv. henni þá bera að miða aðgerðir við, að þær gangi ekki lengra en raunveruleg þörf sé fyrir.

Svo að röksemd fyrir stjórnarskrárbroti þarf þá skv. því, að liggja í því að vægari leiðir séu til, sem takmarka minna vinnurétt almennings, en samt þjóni fullkomlega því markmiði að vernda með nægilegum hætti, vora fiskistofna.

 

Niðurstaða

Ég fagna ákvörðun forseta vor, Ólafs Ragnars Grímssonar.

Mér sýnist ljóst að hann sé að marka mjög merkileg spor, fyrir vægi embætti forseta í ísl. stjórnskipan.

En, skv. Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, þá er klárt að embætti forseta hefur mun meiri rétt til áhrifa, en fram að þessu embætti forseta hefur verið beitt af þeim sem setið hafa í því embætti.

En, skv. Stjórnarskrá hefur embætti forseta mikil völd og mikil áhrif. 

En grunnreglan er samt sú, að Alþingi fari með löggjafarvald. Að ríkisstjórn þurfi að hafa umboð Alþingis til setu á valdastóli.

Þetta aukna vald forseta miðað við hefð fram að þessu við beitingu embættis forseta Íslands, sem stjórnarskráin felur í sér - felur því ekki í sér svokallað forsetaræði.

En skv. henni, virðist embætti forseta fullkomlega jafnrétthátt öðrum valdastofnunum, þ.e. ríkisstjórn og Alþingi.

Stjórnskipan okkar, er því nokkurs konar millistig þarna á milli. Með umtalsverðu valdi forseta ásamt þingbundinni ríkisstjórn.

Þetta getur einfaldlega verið stjórnskipan, sem hentar okkur betur en nákvæm kópía af þeim stjórnarformum er tíðkast annars staðar. En, með því að viðafa meiri aðgang almennings að gangi mála í gegnum embætti forseta, þá er að einhverju leiti hægt að draga úr göllum smæðar okkar þjóðfélags, en einmitt smæðin skapar aukna hættu á því að fámennir hagsmunahópar nái of miklum áhrifum innan stjórnsýslu og á ríkisstjórn. 

En, það má því líta á vald forseta, ekki síður sem mótvægi við ofurvald tiltekinna hagsmunaaðila á stjórnvaldið, í gegnum mikil áhrif slíkra afla innan stjórnmálaflokka.

 

Kv.


Hvað gerist ef forsetinn segir "Nei".

Þetta er reyndar mjög góð spurning. Almannarómur úti í samfélaginu virðist mikið til þeirrar skoðunar að Ólafur Ragnar segi "Já" í þetta sinn. Síðan, var stór meirihluti fyrir Icesave á Alþingi í þetta sinn, vegna sinnaskipta Sjálfstæðisflokksins með Bjarna Ben í fararbroddi.

 

En ég var að velta fyrir mér hvað gerist ef hann segir "Nei"

Það er ljóst að Icesave málið fer fyrir dóm, ef þjóðin hafnar nýja Icesave samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá nánar tiltekið EFTA dómstólinn. Það er auðvitað engin leið að gefa sér fyrirfram niðurstöðu þess dómstóls.

Krafa Breta og Hollendinga, það hafa verið vangaveltur þess efnis, að þeirra krafa myndi verða ívið hærri en 20þ. Evru löggilda lágmarkið, sem gilti á sínum tíma er hrunið varð. Ég á hinn bóginn mjög erfitt með að sjá, á hvaða lagagrunni umframkrafa ætti að byggjast, þ.s. eina krafan sem einhverja hugsanlega lagastoð hefur er eftir allt saman um hið þá löggilta 20þ. Evru lágmark.

Reyndar greiddu Bretar út hærri tryggingu, vegna þess að í Bretlandi gilti hærri trygging en löggilta lágmarkið, - en slík umframtrygging er einungis heimildarákvæði. Ég sé því ekki á hvaða grunni, Bretar ættu að rukka okkur um þá viðbótar upphæð.

Directive 94/19/EC

Opinbert kvörtunarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA

Lárus L. Blöndal og Stefán Már Stefánsson - Lagarök um Icesave

Mishcon de Reya - Advice in relation to the Icesave Agreement(Bls. 57 - áfram)

Ég held að það sé alveg óhætt að vísa því frá, að nokkrar raunhæfar líkur séu á kröfu upp á 1.000 ma.kr. eins og sumir hafa lagt til.

  • Á hinn bóginn, þá verður a.m.k. krafist 20þ. Evru lágmarksins.
  • Síðan er spurning um skaðabótamál einka-aðila og einstaklinga.
  • Slík skaðabótamál, geta þó átt sér stað alveg burtséð frá Icesave samningnum.
  • Svo ég sé ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þeim!

 

Hver er séns okkar í dómsmáli?

Hef sannast sagna ekki hugmynd um það. Við höfum held ég meiri möguleika á að vinna málið en, kemur fram í mjög einörðu áliti Eftirlits-stofnunar EFTA.

Enda kemur hvergi beint fram í viðkomandi lögum, að ríki beri ábyrgð á bótasjóð - þ.e. hvergi fram að það verði skilyrðislaust að toppa hann upp með ríkisábyrð, ef allt fer á versta veg og fjármagn þ.s. hafði safnast upp í innistæðubótasjóðnum reynist ónógt.

Ég hvet fólk samt til að lesa álit Eftirlitsstofnunar EFTA. En, þar virðist höfuðáhersla lögð á að skilgreina meginmarkmið "Directive 94/19/EC" sem það, að sjá til að innistæðueigendur fái skilgreinda lágmarkstryggingu greidda. Mér finnst Eftirlitsstofnunin vægast sagt seilast langt í sinni túlkun - sérstaklega á eftirfarandi grein:

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;"

Mér sýnist að "ensured" vísi einfaldlega til þess, að tilvist Innistæðutryggingakerfis verði að vera tryggt. En, Eftirlitsstofnunin, virðist leitast við að taka merkingu þess orðs út fyrir ramma, og setja i allt annað samhengi - þ.e. vill meina að vísi til tryggingarinnar sjálfrar, að upphæðin eigi að vera tryggð.

Síðan er ég alls ekki svo viss, að þeir hafi rétt fyrir sér, þegar þeir skilgreina megintilgang laganna um innistæðutryggingar, að þeirra tilgangur hafi snúist fyrst og fremst um tryggingaupphæðina sjálfa:

"Whereas, in accordance with the objectives of the Treaty, the harmonious development of the activities of credit institutions throughout the Community should be promoted through the elimination of all restrictions on the right of establishment and the freedom to provide services, while increasing the stability of the banking system and protection for savers;"

  • Eðlilegt er að líta svo á, að meginmarkmið viðkomandi laga, sé skilgreint í fyrstu málsgrein!
  • Yfirtilgangurinn virðist vera, að hámarka skilvirkni fjármálakerfisins, innan sambandsins.
  • Directive 94/19/EC á þá að þjóna því meginmarkmiði með því að að - auka jafnvægi fjármálakerfisins - og - auka vernd fyrir sparifjáreigendur!
  • það má vera að það að tryggja tilvist innistæðutryggingasjóðs, fullnægi ofangreindu ákvæði, um að auka öryggi sparifjáreigenda. 

Þarna er sem sagt skilgreint meginmarkmið, - síðan 2. undirmarkmið sem er hlutverk 94/19 að styðja við!.

  • Ég treysti mér samt með engu móti að gíska um líklega dóms niðurstöðu!
  • Ég er einfaldlega að vísa til, að við höfum rök á takteinum, sem eru málefnaleg!
  1. Það er auðvitað hugsanlegt að við töpum málinu!
  2. Þá er það auðvitað möguleiki, að samningar sem við gerðum í kjölfarið á dómi yrðu verri en núverandi.
  3. Þó auðvitað sé einnig möguleiki, að fordæmi núverandi samninga væri fylgt!
  4. Því væri þó ekki hægt að treysta.


Græðum við á því að fresta málinu?

Það getur nefnilega verið! Sá gróði felst fyrst og fremst í eyddri óvissu.

Sjá: Viðtal við Lee Bucheit, 12.8.2009

  • Sala eigna fer einfaldlega fram, þegar hún fer fram - og þá eyðist óvissan um verðgildi eigna.
  • Söluferlið getur tekið einhver ár - og það getur í annað sinn tafist um ár eða jafnvel meir en ár.
  • Samtímis, smám saman hverfur óvissan um efnahagslega framvindu Íslands!

Segjum, að eftir 3-5 ár væri þessu lokið, þá væri kominn grundvöllur fyrir því að ganga frá endanlegu samkomulagi, um lokagreiðslu þess sem upp á vantar!

Vegna þess, að Ísland hefur ekki enn formlega gengist inn á þessa ábyrgð, þá ber Ísland enga formlega ábyrgð. Dráttur á greiðslu er því ekki greiðslufall.

Hérna er ég alveg að leggja til hliðar spurninguna um hvort við eigum að borga! En þ.e. alveg sjálfstætt íhugunar atriði.

En, ég vil meina að þessi aðferð myndi skila minnstri áhættu!

Auðvitað þurfa tveir til að spila tangó - svo ef Bretar og Hollendingar, eru ekki til í að setja málið í frest? Ekki Eftirlitsstofnun EFTA heldur, þá er sá möguleiki fyrir hendi, - segjum að dómsmál tapast!

En, á hinn bóginn, ef dómsmálið sjálft tekur 2-3 ár í vinnslu. Eða jafnvel lengur. Getur alveg verið að sá tími dugi til að vinna á ofangreindri óvissu.

Þannig, að það væri samt þess virði að taka áhættuna á dómsmáli - þó svo líkurnar á að tapa væru meiri!

Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!

....................................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%

........................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis

........................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.

Aukinn forgangur...................-26.............-30...........-35............-42...............-51

Endurheimtur standast...........-44.............-55...........-67............-83..............-155

Seinkun um 9 mán.................-56.............-65...........-80...........-102.............-212

10% lakari heimtur................ -93...........-115..........-145..........-182.............-233

  • Ég reikna með því að það verði mjög líklega 9. mánaða seinkun!
  • En eins og sjá má, er óvissan um upphæð þá sem afgangs verður umtalsverð!
  • Litlar sveiflur þarf til þess að framkalla mikla aukningu á upphæð til lokagreiðslu!
  • Það er einmitt út af því hvað þarf litla sveiflu, til þess að upphæðin sveiflist til - stórt!
  • Sem nýji Icesave samningurinn, er eins og að skrifa undir óinnfilltan víxil!

 

Hverju töpum við?

  1. Svo lengi sem Icesave deilan er ekki afgreidd, er borin von að klára samning um aðild að ESB!
  2. Hugsanlega einhverjum hagvexti af völdum framkvæmda sem Þróunarbanki Evrópu lánar fyrir!

Varðandi fyrri liðinn, sé ég það ekki sem neitt sérstakt tap! En, mér er algerlega ómögulegt að koma auga á hagkerfislegann hagnað fyrir Ísland af inngöngu í ESB. Mín skoðun er að aðild skili engri hagvaxtaraukningu! Hvorki til langs né skamms tíma!

En ekki má gleyma, að Ísland hefur haft frýverslun við ESB síðan á 8. áratugnum!

Eini sjáanlegi gróðinn, er ódýrari matvæli. En, á móti kemur að þá þarf að minnka einhvern annan innflutning í staðinn vegna þess, að gjaldeyrir er takmarkaður. Innlend fákeppni og verulegur flutningskostnaður, auk líklegt langs aðlögunartíma fyrir landbúnað - mun stórlega draga úr líklegum hagnaði. Á móti kemur síðan, aukinn kostnaður vegna greiðsla í sameiginlega sjóði ESB.

Varðandi seinna atriðið, þá hefur lán frá Þróunarbanka Evrópu dregist um ár augljóslega af pólitískum ástæðum. Mjög sennilega fæst það lán ekki. Þá verður líklega langur frestur á Búðarhálsvirkjun og stækkun Straumsvíkur.

Nema einhver önnur leið til fjármögnunar þeirrar framkvæmdar verði farin.

  • Reyndar er þetta svo örugg framkvæmd, að fjármagni lífeyrissjóða væri vel varið í að fjármagna þá framkvæmd.
  • Einfaldast væri að sjóðirnir myndu eiga þá - þá virkjun. Sægju sjálfir um að selja rafmagnið þaðan. 
  • Það má síðan semja um að ríkið eignis hana á 25 árum.

Svo heilt yfir litið sé ég mjög óverulegt tjón af frekari drætti lausnar á Icesave málinu!

Það versta mögulega, væri sennilega að EES samningnum væri sagt upp! Það er hægt að gera með 12. mánaða fyrirvara, eftir að hafa afhent formlega skriflega uppsögn.

Reyndar er þetta ekki sérlega líkleg útkoma. Til mikilla muna líklegra að svokölluðum gagnaðgerðum yrði beitt, ef Ísland myndi sem dæmi ekki telja sig í aðstöðu til að greiða skv. kröfu EFTA dómstólsins. En, þá væri -eftir að frestir eru útrunnir- sá hluti samnings sem deilumál telst innan - "4. kafli.Fjármagn ", numinn úr gildi - þangað til Ísland uppfyllti skilyrði.

Samningurinn yrði að öðru leiti ekki fyrir truflun!

Í versta fræðilega dæmi, eru deildar meiningar um hvað gerist. En sumir telja, þá gamla EFTA samninginn gilda, en Ísland er aðili að EFTA burtséð frá EES. Ef þ.e. ekki svo, þá lendum við aldrei í verri málum en þeim viðmiðum sem gilda skv. reglum Alþjóða Viðskiptastofnunarinnar. En, þá koma einhverjir tollar - en í dag eru alþjóðlegir tollar til mikilla muna lægri en fyrir nokkrum áratugum.

Reyndar ekki hærri en svo, að þetta er vert íhugunar - þ.e. fyrir okkur sjálf einfaldlega að segja upp EES samningnum. En, þá losnum við reglur EES sem banna okkur að mismuna innlendum aðilum á kostnað erlendra. Þá getum við t.d.:

  • Haft lægri skatta en almenna til útflutningsaðila, til að hvetja til útflutnings.
  • Skipað fyrir að allur fiskur sé landaður hér.
  • En, það má vera, að með því að takmarka siglingar með ferskfisk beint úr landi, þannig að hann sé þá þess í stað unninn hérlendis, að það myndi geta bætt okkur og gott betur, upp það tjón sem hækkun tolla myndi framkalla.

 

Niðurstaða

Ég er þeirrar skoðunar, að meiri áhætta sé að samþykkja núverandi samning, en að hafna honum. En, auk alls þess er ég nefndi að ofan þarf að nefna mjög erfiða greiðslustöðu landsins. En, skuldastaða ríkissjóðs er mjög slæm: Samþykki Icesave er gjaldþrot ríkissjóðs

Ólafur Margeirsson hefur sterkar skoðanir. Þær tölur um greiðslubyrði ríkissjóðs eru heldur hærri, en tölur AGS og Þær sem fram koma í fjárlögum, gefa til kynna. En, í báðum tilvikum er um mjög háa greiðslubyrði að ræða og gjaldþrot er langt í frá ólíkleg útkoma: Óháð greining á 4. áfangaskýrslu AGS um Ísland! Allt virðist hanga á hnífsegg! Hvað er ríkisstjórnin að gera við Íbúðalánasjóð?

En, þó ég taki ekki eins djúpt í árinni og Ólafur Margeirsson, þá tel ég samt sem áður að Icesave geti ítt ríkissjóði í gjaldþrot - þá meina ég ef kaupin á eyrinni ganga umtalsvert verr en samninganefnd okkar og ríkisstj. telja líklegt. Samningurinn a.m.k. tvímælalaust eykur gjaldþrotshættu ríkissjóðs.

Í því ljósi sé áhættuminna, að draga mál sem lengst á langinn - eða þangað til að óvissu um verð eigna annars vegar og hins vegar um framvindu efnahagsmála hefur verið eytt.

En, ég tel áhrif Icesave ekki neitt meginatriði, um framvindu efnahagsmála. Þvert á móti tel ég áhrif deilunnar óveruleg. Að auki, að þau neikvæðu áhrif sem við séum líkleg til að verða fyrir - að flestum líkindum, minna skaðleg en að taka áhættu af því að klára samninginn og þannig deiluna.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband