Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
14.4.2010 | 15:54
Gröfumaður bjargar brúnni yfir Markarfljót!
Það er gott að fá eina jákvæða frétt, ofan í allt volæðið sem er í gangi.
En, Guðjón Sveinsson, gröfumaður frá Uxahrygg á Rangárvöllum, virðist hafa með snarheitum, bjargað brúnni yfir Markarfljót, frá því að fara af völdum flóðvatnsins, frá Eyjafjallajökuls gosinu.
Lýsingarnar, í grein Mbl.is, eru áhugaverðar - og sýna sannkallað, óttaleysi. En, hann heldur áfram að grafa veginn í sundur, á 3. stöðum alls, þó flóðið sé komið að honum.
"Þegar Guðjón var að rjúfa skarð númer tvö sá hann að bylgja kom að honum. Hann hélt samt áfram að grafa, en þegar hann leit við sá hann að önnur og enn stærri bylgja var að koma. Þá bakkaði hann "vélinni í snarheitum á öruggan stað og hóf að grafa þriðja skarðið í veginn."
Guðjón er núna að moka möl í áveituskarð í um 100 ára gömlum varnargarði við Markarfljót."
Ef ég gengi með hatt, myndi ég taka ofan fyrir svona manni - en, hann klárar skarð númer 2 þó flóðið sé þegar komið, grefur svo 3. skarðið - þegar honum var ekki lengur stætt á stað nr. 2.
- Flóðið virðist annars um garð gengið.
- Sennilega hafa orðið skemmdir á túnum.
- Tún geta grafist upp - sandburður er einnig mikill í svona flóðum - girðingar hverfa, o.s.frv.
- Ekkert manntjón.
Til samanburðar er áhugavert að sjá myndir frá Gjálpargosi, sjá hér!
-------------------------
Af slæmum fréttum, er nóg að taka - þessa dagana.
Fyrir utan rannsóknarskýrslu, eru það sennilega 2. fréttir sem standa upp úr, síðustu 2. vikur.
- Þ.e. að 40% heimila sé nú, með ósjálfbæra skuldastöðu.
- 70% fyrirtækja, séu í skuldavandræðum, af fyrirtækjum í viðskiptum hjá Landsbanka.
Kv.
13.4.2010 | 15:31
Var Þingvallastjórnin, á launum frá eigendum bankanna, þannig að eigendur bankanna hafi í reynd stjórnað landinu?
Það hefur komið enn betur en áður í ljós, hverju gersamlega duglaus Þingvallastjórnin var, þá 18 mánuði cirka sem hún var við völd.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, kemur fram að:
- í apríl 2008, var gerð atlaga að Icesave reikningum í bretlandi, þ.e. svokallað "run" þ.s. margir taka út af sínum reikningum. Þetta var alvarleg aðvörun.
- Bresk stjórnvöld, buðu íslenskum upp á, að færa Icesave reikninga yfir í breska lögsögu. Til þess að svo yrði, settu þó bresk stjórnvöld skilyrði - m.a. um aukið eiginfjárhlutfall bankans í Bretlandi, sem var í eigu Landsbankans, og Icesave reikningarnir myndu þá verða settir undir. Þetta hefði kostað töluvert fé, en í staðinn hefði sparað tjón af milliríkjadeilu - og - tjón vegna hryðjuverkalaga.
- Síðan, fór Icesave í Hollandi, ekki af stað fyrr en í maí 2008. Þ.e. eiginlega það óskiljanlegasta af öllu óskiljanlegu, það skuli hafa verið heimilað. Áhugavert er að frönsk stjv. komu víst í veg fyrir að sambærilegir reikningar væru stofnaðir þar í landi.
- En, Landsbankinn, var víst með í skoðun opnun reikninga sambærilega við Icesave, víðsvegar um Evrópu.
- Þetta gengur nefnilega mun lengra en getuleysi.
- En, með þessum yfirlísingum stórsköðuðu þau orðstír landsins, og gerðu stjórnvöld ekki bara ómarktæk í augum landsmanna, heldur einnig fyrirlitleg í augum útlendinga.
- En vísbendingar hafa komið fram um, að aðgerðir breskra stjórnvalda, - svokölluð hryðjuverkalög, hafi beinlínis verið sett, til að refsa ísl. stjórnvöldum, en bresk stjv. vöru eðlilega mjög óánægð, með viðbrögð ísl. stjv.
- Þannig, að hegðun talsmanna ríkisstjórnarinnar, mánuðina fyrir hrun, var beinlínis skemmdarverk gagnvart ísl. þjóð.
- Geiri og Solla, ásamt öðrum ráðherrum, hefðu ekki getað hagað sér, meira nákvæmlega samkvæmt hagsmunum og vilja, eigenda bankanna - en, ef þau hefðu beinlínis verið starfsmenn á launum.
Nú, voru þau það?
- Hegðun þeirra gengur gegn hagsmunum þeirra sjáfra sem stjórnenda, sem er að standa sig nægilega vel til að þau verði kosin aftur.
- Aftur á móti, var sú hegðun í fullkomnu samræmi, við stundarhagsmuni eigenda íslensku bankanna.
- Við vitum, að - Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking - höfðu fengið rífleg fjárframlög frá eigendum bankanna. Þ.e. Sjálfstæðisfl. mest, síðan Samfylking og svo Framsókn.
Ef við gerum því skóna, að Solla og Geiri, hafi raunverulega verið á launaskrá hjá eigendum bankanna, þá er spurningin um hvar þeir leynireikningar eru?
Það var áhugaverð frétt í gær, ein af þeim sem vakti sennilega tiltölulega litla athygli, en það var þessi:
Gervimaður í útlöndum fær arð
Á árunum 2006-2008 námu arðgreiðslur til gervimanns í útlöndum 5,5 milljörðum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að gervimaður útlönd" séu óþekktir eigendur erlendis.
Í skýrslunni segir að gervimaður í útlöndum hafi, samkvæmt opinberum gögnum, ekki þegið neinar arðgreiðslur fyrr en 2006. Það ár voru skil á hlutafjármiðum gerð að fullu rafræn og því ekki lengur hægt að skila inn auðum kennitölum eða kennitölum sem eru ekki til á hlutafjármiðum.
Stærsti hlutur arðgreiðslunnar til Gervimanns útlanda er vegna eignar hans í Kaupþingi, en meðal fyrirtækja sem einnig greiða arðs til gervimanns í útlöndum er Ístak, Milestone, Straumur, Leikhúsmungúllinn, Danfoss, Hamiðjan og B&L. Listi yfir arðgreiðslurnar er birtur á bls. 79 í níunda bindi skýrslunnar.
Mér si-svona, flaug í hug, hvort þarna væri kominn nokkurs konar "slush fund" sem notaður hafi verið, til að fjármagna mútur.
- Meira en nægir peningar.
- En, óþekktir fjárfestar, þeir geta náttúrulega orðið að hverjum sem er.
Athugasemdir eru velkomnar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2010 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2010 | 02:25
Hvernig stríðið í Írak, og Afghanistan, veikir stöðu Bandaríkjanna!
Eins og margir vita, er nokkuð löng saga á bakvið þá atburðarás, sem leiddi til innrásar Bandaríkjamanna í Írak, 24. febrúar 2003.
Fyrir áhugasama, bendi ég á fræga skýrslu, sem var unnin af svokölluðu "Iraqi Perspectives Project" en það var rannsóknarhópur, sem skipaður var af ríkisstjórn Bandar. eftir að innrásin 2003 var gengin um garð, og fékk sá starfshópur það hlutverk að yfirheyra starfsmenn ríkisstjórnar Saddams, í því skyni að komast að því, hvað ríkisstjórn Íraks var að hugsa mánuðina og árin fyrir endalok hennar. Þetta plagg er áhugavert, þ.s. það sýnir hve langt genginn hann Saddam Hussain var orðinn, ein einnig - hve veik ríkisstjórn hans var orðin, áður en Bush yngri lét til skarar skríða:
Saddam Hussain
Saddam Hussain komst til valda í Írak, 1979 - en, allan 7. áratuginn virðist hann hafa verið mjög vaxandi áhrifamaður innan ríkisstjórnar Íraks þess tíma, og á fyrri hluta ferils síns, þá var hann einkum að því er virðist þekktur fyrir, framkvæmdasemi í því markmiði að gera Írak að nútímalegu þróuðu ríki. En, komið var á velferðarkerfi, nútímalegu menntakerfi, vegakerfi stórbætt, herinn nútímavæddur, o.s.frv. Þegar hann komst til valda, virðist hann hafa verið vinsæll.
Svo virðist sem, að hann hafi viðhaldið vinsamlegum samskiptum við Bandaríkin, árin sem hann var ráðherra í ríkisstjórn Íraks, áður en hann varð sjálfur forseti. Síðan, þegar byltingin var í Íran, 1979 þá er engin leið að vita hvað gekk á - á bakvið tjöldin, þ.e. vel hugsanlegt að bandr. hafi hvatt hann til þess, að gera innrás. En, stríðið hófst með árásum Írakshers 22. september 1980, og lauk ekki fyrr en 20. ágúst 1988.
Áhugavert, er að gas-árásin alræmda á kúrdíska bæjinn Halabaja átti sér stað 16. mars 1988. Þessi árás olli vissum straumhvörfum, um það hvernig almenningur á vesturlöndum, leit á Saddam Hussain og hans ríkisstjórn - en, myndir af dánum mæðrum og börnum, á götum þar ásamt árásum Írakshers á kúrdíska flóttamenn, á flótta þeirra í átt að landamærum Tyrklands - olli algerum umskiptum hvað varðar fjölmiðlaímynd Saddam Hussains á vesturlöndum.
En, lengst af meðan stríðið við Íran stóð yfir, var hann litinn fremur jákvæðum augum, þ.s. Írak var séð sem nokkurs konar brjóstvörn gegn brjáluðum boðskað Khomenei erkiklerks af Íran. En, alla tíð síðan Halabaja og kúrdísku flóttamanna krísunni, þá var það harðstjórinn Saddam.
Meðan á Írakstríðinu stóð, hafði Saddam Hussain, leikið þann leik að þiggja bæði í senn, hernaðaraðstoð og peninga, frá Bandaríkjamönnum og Sovétríkjunum. Þannig, að það voru ekki einungis bandar. hernaðarráðgjafar, heldur einnig sovéskir, starfandi í Írak, meðan stríðið við Íran stóð yfir. Svo mikil var aðstoð bandar. mann við Írak, að einungis Ísrael fékk meiri peninga frá þeim, á 9. áratugnum. En, samt sem áður, eins og síðar kom fram, var megnið af hergögnum Írakshers, frá Sovétríkjunum. Þ.e. eins og, hann hafi verið að láta risaveldin 2. keppa um hans velvilja, á meðan hann naut aðstoðar beggja.
Átök við Bandaríkjamenn
En, að afloknu stríðinu við Íran, þá upphófust ífingar með Kuwait. En, Kuwait hafði lánað honum pening, og emírinn þar neitaði að gefa skuldina eftir, þó Saddam heimtaði slíka eftirgjöf. Síðan, þegar Saddam fór fram á, að OPEC minnkaði olíuframleiðslu til að hækka olíuverð, þá stóð emírinn af Kuvait einnig gegn því. En, eftir stríðið, þrátt fyrir mikla aðstoð, var Írak skuldum vafið.
Þann 25. júlí 1990 átti Saddam fund með sendiherra Bandaríkjanna í Írak, þ.s.skilaboð ríkisstjórnar Bandar. voru kynnt fyrir Saddam Hussain.
- Þessi fundur hefur síðar orðið mjög umdeildur - en margir halda því beinlínis fram, að Bandar. hafi gefið Saddam grænt ljós á innrás. Ákveðin samsæriskenning nýtur vinsælda í dag, þ.s. því er einmitt haldið blákalt fram. En, skv. þeirri kenningu, þá lá bakvið því bandar. samsæri um, að komast yfir olíulindir Íraks.
- Ef við sleppum því að taka undir slík samsærissjónarmið. Þá, annað af tvennu taldi Saddam að Bandaríkin myndu umbera þá útkomu að Kuvait væri þurrkað út af landakortinu, eða þá að hann hreinlega misskildi skilaboð þau er hann fékk sem heimild til innrásar.
- Hið minnsta virðast skilaboðin hafa verið veiklega orður - eitthvað á þá leið, að Bandaríkin vildu ekki blanda sér í þá deilu er ætti sér stað, en að ríkisstjórn bandar. óskaði eftir því, að ágreiningur væri leystur án ofbeldis. Ef, skilaboðin voru raunverulega e-h á þá leið, þá má vera að Saddam hafi einfaldlega lesið á milli þeirra lína e-h sem ríkisstjórn Bandar. raunverulega ætlaði sér alls ekki að gefa í skyn.
Hvað síðan gerðist er vel þekkt, þ.e. innrás Írakshers hóst 2. ágúst 1990 og í febrúar 1991 hratt Bandaríkjaher íraska hernum á flótta úr Kuvait, undir fána Sameinuðu Þjóðanna - ásamt bandamönnum frá Frakklandi, þýskalandi, Bretlandi auk nokkurs fjölda hermanna frá Egyptalandi, Saudi Arabíu jafnvel Sýrlandi.
Þ.e. einmitt áhugverður munurinn á því bandalagi, sem Bush eldri safnaði 1991 og svokölluðu "coalition of the willing" sem Bush yngri sankaði að sér, til innrásar í Írak, árið 2003. Sem sagt, hvorki Frakkar né Þjóðverjar - og að auki, enginn hermaður frá öðru Arabalandi.
Bush yngri og Ný-Íhaldsmenn
- En, eftir stríðið 1991, þá var sú staðreynd að herinn hvar hvaddur heim án þess, að hrekja Saddam frá völdum, mjög gangrýnd innan Bandar. á meðal viss harðs kjarna Bandar. hægrimanna.
- Þessi gagnrýni gaus upp, mjög fljótt í kjölfarið. En, í frægri varnarræðu, um þess ákvörðun sína, sagði Bush eldri e-h á þá leið, að ef ákveðið hefði verið, að halda áfram inn í Írak, til að steypa Saddam af stóli, þá hefði Bandar. lent í því að verða að stjórna Íraq, og því myndi fylgja "open ended committment". Reyndar lét Colin Powell, áður en hann hætti sem yfirmaður herafla Bandar. gera skýrslu, um það hvað líklega myndi hafa gerst, ef ákvörðun um að steypa Saddam, hefði þá verið tekin. Þetta er áhugavert, vegna þess að í þeirri skýrslu er spá um líklega atburðarás, - sem um margt má segja að hafi síðar meir ræst.
- Svokallaðir Ný-Íhaldsmenn "Neo-Convervatives" spruttu upp í ríkisstjórnartíð Clintons, og þeir voru m.a. þeirrar skoðunar, að Bush eldri hefði átt að steypa Saddam 1991. Þessi staðreynd er áhugaverð, þ.s. þeir spretta einmitt upp á meðal bandar. Repúblikana, er voru óánægðir með endalok atburðarásinnar 1991. Þeir söfnuðu einnig í kringum sig fólki, sem var óánægt með þ.s. þeir sáu sem veikingu Bandar. í ríkisstjórnartíð Clintons. En, Clintön skar nokkuð niður hernaðarútgjöld, minnkaði herinn.
- Þeirra "think tank" "Project for the New American Century" eins og stofnunin var kölluð, hefur síðan orðið nokkuð alræmd í huga margra. 1998 sendur þeir Clinton áskorun, um að gera innrás í Írak. Árið 2000 sendu þeir frá sér skýrslu um, hvernig þeir vildu endurskapa styrk Bandaríkjanna. Sú skýrsla er áhugaverð, vegna þess að þar koma fram margar þeirra hugmynda, sem Donal Rumsfeld reyndi að innleiða síðar, þegar hann varð varnarmálaráðherra Banraríkjanna. En, síðar meir hafa þær verið mjög gagnrýndar, m.a. nútímavæðingar áhersla þeirra á hátæknivopn, í stað eldri vopnakerfa eins og t.d. skriðdreka, og áhersla á sérsveitir. Í dag, er enn rekinn svokölluð "American Enterprise Institute for Public Policy Research" af Ný-Íhaldsmönnum, einna þekktastur þeirra fyrir utan þá sem voru starfsmenn ríkisstjórnar Bush yngra, er Robert Kagan.
- Ný-Íhaldsmenn, voru fyrir sitt leiti búnir að afgreiða út af borðinu, skýrsluna frægi sem Powell lét gera í sinni tíð. Þannig, virðist hún alveg hafa verið sett til hliðar, þegar þeir síðar meir fengu stóra tækifærið sitt.
Þegar Bush yngri komst til valda, í upphafi árs 2001, þá tók hann fljótt upp sum af hugðarefnum Ný-Íhaldsmanna, þ.e. fé var sett í svokallað "National Missile Defence System" og gömlum samningi sem bannaði slík kerfi, sagt upp. Sú, ákvörðun fékk umtalsverða gagnrýni, frá Frakklandi og Þýskalandi. Einnig hækkaði hann hernaðarútgjöld. En, hann virtist ekki framan af sýna málefnum Írak mikinn áhuga, en svokallaður 9-11 atburður, sett síðan allt á annan endann í Bandaríkjunum.
Eftir 9-11 atburðinn
11. september 2001, var gerð fræg árás, þ.s. 2 fullhlöðnum farþegavélum var flogið á World-Trade Center bygginguna frægu, og turnarni 2 eins felldir. Önnu flugvél flaug á Pentagon. Sú fjórða flaug í jörðina.
Þessi atburður setti allt á annan endann í Bandaríkjunum, og þaðan í frá, leit Bush yngri á sig sem stríðsforseta. Svokallað "War against terror" var yfirlíst, og ráðist var gegn al-Qaeta liðum, sem talið er af langflestum að hafi skipulagt árásirnar á turnana 2, í Afghanistan. Ríkisstjórn Talibana steypt af stóli í Afghanistan. Í janúar 2002 hélt Bush sína frægu "Axis of evil" ræðu, þ.s. hann talaði um að N-Kórea, Íran og Írak mynduði hið ílla bandalag. Þá nefndi hann fyrst þ.s. möguleika, að Bandar. myndu steypa ríkisstjórn Saddam Husain, og þar kom fram ásökunin um að Saddam væri hættulegur vegna þess að hann réði yfir "Weapons of Mass Destruction" (WMDs), og væri að leitast við að þróa eða komast yfir hættulegri slík, þ.e. kjarnavopn.
20. mars 2003 réðst svo bandar. herinn inn í Írak, og 3. vikum síðan var ríkisstjórn Saddams öll, en sjálfur var hann ekki handtekinn fyrr en í desember 2003.
Ég ætla að láta þekktar samsæriskenningar um stríðið liggja á milli hluta. En, nokkur atriði eru þó lítt umdeild:
- Ný-Íhaldsmenn, töldu að með stríðinu, myndu bandar. sýna heiminum mátt sinn og megin, og ef allt myndi ganga þeim í haginn, þá myndu bandar. þaðan í frá, drottna yfir heiminum - og geta farið sínu fram.
- En, ef bandar. myndu vinna, en eftir umtalsverða erfiðleika, þá myndu skilaboðin verða veikari, og staða bandar. myndi ekki styrkjast með eins sannfærandi hætti.
- En, ef bandar. töpuðu í Írak, myndi það leiða til alvarlegrar veikingar stöðu bandar. í heiminum.
Þetta var þ.s. Kagan sagði sjálfur, í frægu blaðaviðtali við Harets í Ísrael rétt eftir að innrásin hófst, en bardagar við her Saddams stóðu enn yfir.
Hver er útkoman af stríðinu í Írak og Afghanistan?
Það verður vart á móti mælt, að staða bandar. hefur veikst, þá einmitt vegna stríðsins í Írak.
Eins og flestir vita, þá átti sér stað alveg ótrúleg runa mistaka, þegar í kjölfarið á innrásinni.
- Það var eins og ekki hefðir verið framkvæmdur nokkur hinn minnsti undirbúningur undir þ.s. við myndi taka, eftir að búið væri að steypa Saddam. Samt var sá partur einmitt lykilpartur þess, hvort heildardæmið myndi skila árangir eða ekki.
- Eins og margir vöruðu við sem hugsanlegri hættu, þá hófst skæruliðastríð gegn hersetu Bandar. í Írak, nokkrum mánuðum eftir innrás.
- Fyrstu 4. árin í kjölfarið snerust um það, að Bandar.menn smám saman, lærðu hvað ekki á að gera, nánast með því að framkvæma öll slík mistök í bókinni, og síðan að læra að framkvæma þau ekki aftur.
- Síðan má segja, að seinna kjörtímabilið hans Bush yngra, hafi farið í að reyna að láta Írak ganga upp, þrátt fyrir mistakarunu fyrra kjörtímabils.
- Í sem fæstum orðum, má segja að þegar Obama tekur við, í upphaf árs 2009 - hafi verið búið að koma hlutum innan Íraks í það skársta far, sem sennilega er mögulegt, úr því sem komið er.
- Varla þarf að taka fram, að óskaplegum upphæðum hefur verið sóað. Að auki, að a.m.k. 2 milljónir Íraka, hafa þurft að flytjast búferlum innan Íraks, af völdum borgarastríðsins sem stóð yfir, á milli Shíta og Súnníta, þegar útlitið varð hvað svartast. Mannfall, er sennilega í heildina e-h yfir 100 þúsund.
- Í Afghanistan, hefur hreyfingu Talibana aftur vaxið ásmegin, og - en, margir telja að ef ekki hefði verið farið inn í Írak, þess í stað fókusað á að klára Afghanistan, hefði verið núna búið að klára það stríð.
- Þetta var m.a. yfirlíst skoðun Obama, í kosningabaráttunni, þ.s. hann talaði um Írak sem ranga stríðið, að stríðið gegn hryðjuverkum stæði yfir í Afghanistan. Þar væri Osama Bin Laden, og hann væri enn laus.
- Þ.e. því alveg í samræmi við hans yfirlísingar, að nú sé sjónum á ný beint að Afghanistan, her fluttur þaðan frá Írak, reynt að klára það stríð með einhvers konar sigri.
Spurningin er þá - hvað er sigur?
- Núverandi hugmynd virðist vera, að framkvæma eina stóra sókn gegn Talibönum, nú í gangi - og, veikja stöðu þeirra innan Afghanistan.
- Á sama tíma, séu innviðir Afghanistan ásamt her þess styrktir.
- Svo virðist vonin vera, að eftir það, muni ríkisstjórn Afghanistan geta haldið velli á eigin rammleik. Þ.e. að bandar. herinn verði kvaddur heim.
- Það verður að segjast eins og er, að mjög margt getur farið á annan veg.
- Talibanar vita, að kaninn vill fara.
- Þannig, vita þeir, að þeir þurfa ekki að vinna hernaðrarlegan sigur, heldur eingöngu að halda velli, þangað til kaninn fer.
- Ég er mjög efins, að það takist, að gera ríkisstjórn Afghanistan nægilega sterka úr garði, svo hún ráði við það verkefni, að berjast seinna meir við Talibana, einsömul.
Þetta á allt eftir að koma í ljós. En, fleiri vandamál eru í gangi.
- Sú staðreynd að bandar. herinn hefur verið bundinn í báða skó, síðan 2003 - er sjálfstætt vandamál fyrir Bandaríkin - og ekki er enn vitað hvenær hann losnar.
- Málið, er að þá er ekki hægt að beita honum annars staðar.
- Þetta hafa aðrir verið að notfæra sér.
- Rússar hefðu ekki þorað að ráðast á Georgíu, ef þeir hefðu ekki vitað að bandar. herinn var upptekinn, þannig að ekki væri hægt að senda her til að aðstoða Georgíu.
- Rússar eru enn að notfæra sér ástandið, þ.e. með því að setja þumalskrúfurnar á ríki Mið-Asíu. Þannig, að efla eigið veldi.
- Íran, veit vel, að bandar. hafa ekki herstyrk, til innrásar í Íran, á sama tíma og þeir eru enn með stórstríð í gangi annars staðar.
- Þannig, að þeir hafa fram að þessu, komist upp með, að halda áfram að vinna svokallað hreinsað úran -"enriched uranium".
Þannig hafa bæði í senn Rússar og Íranar, komist upp með margt sem þeir sennilega hefðu ekki komist upp með, ef her bandar.m. hefði ekki verið bundinn í báða skó.
Svo lengi sem það ástand helst, er ekki annað að sjá, en svo muni mál áfram standa.
Það má því velta fyrir sér, hvort ekki muni fara svo, að seinni tíma menn - muni koma til með að sjá, seinna stríð bandar.m. í Írak og núverandi áframhalds stríð í Afghanistan, sem meiriháttar strategísk mistök.
- Bandaríkin eru í reynd búin að fórna Georgíu og þar með einnig Azerbadijan.
- En, Georgia er á strönd Svarta hafs en Azerbadijan á strönd Kaspíahafs, og samanlagt mynda þau hliða að auðlyndum Mið Asíu.
- En, handan Kaspíahafsins liggja öll olíu og gasauðugu Mið-Asíuríkin.
Punkturinn er sá, að án áhrifa þarna í gegn, eru Mið-Asíuríkin leiksoppar:
- Rússa.
- Kínverja.
Það þarf varla að taka fram, að í beinni samkeppni við Kína, sem nú virðist vera að fara í fullan gang, er erfitt að sjá að Rússar muni lengi geta staðið í hárinu á Kína, sem stefnir í að verða öflugasta ríki heim, seinna á þessari öld.
En, ef bandar. hefðu ekki verið upptekin í Írak og Afghanistan, hefðu þau getað komið í veg fyrir árás Rússa á Georgíu, og hefðu þar með getað tryggt áhrif vesturvelda á því svæði, sem í dag eru nú á hröðu undanhaldi.
Útkoman er því, langlíklegat - að á endanum sitji Kína eftir með pálmann í höndunum.
En, ég held, að það sé ekkert land, sem meira komi til með að græða á þessu öllu, en einmitt Kína - þ.e. á því að bandar. veikja sjálf sig.
Kv.
11.4.2010 | 13:51
Putin reiðir til höggs í Kyrgisiztan
Í liðinni viku átti sér stað atburðarás í Kyrgisiztan, þ.s. andstæðingar sytjandi ríkisstjórnar efndu ti fjölmennra að því er virðist í dag, þrautskipulagrða uppþota víða um land.
Nú, Kyrgisiztan, fyrir þá sem ekki vita, er á landamærum við Kína, en áður fyrr tilheyrði Sovétríkjunum, þ.e. í kalda stríðinu. Þetta er bláfátækt Mið-Asíuríki, sem hefur að því virðist engar auðlyndir annað en fjöllótt víðerni - en, þaðan renna ár og lækir, sem síðan verða að stærri ám, þannig að landið hefur vatn og einhver vatnsorkuver. Eina útflutnings afurðin, sem skiptir máli, virðist vera rafmagn. Orkuverin, voru byggða á tímum Sovétríkjanna.
En, það virðist vera, að einhverjir samningar hafi verið í gangi milli Kínvera og ríkisstjórnar Kyrgisyztan, um að heimila Kínverjum, að leggja gaslínu yfir landið...
Sjá kort: Cetral Asia Map
..., en handan Kyrgisiztan eru olíu og gasauðug Mið-Asíuríki eins og, Kasakstan - Turkmenistan og Usbekistan.
Annað mikilvægt atriði, er að Bandaríkin reka nú mjög mikilvæga herstöð í Kyrgisiztan, í tengslum við stríðið í Afghanistan, rétt hjá höfuðborginni Bishbek, en ríkisstjórn Tajikistan hefur ekki viljað heimila þeim að vera þar, sem hefði hentað könum enn betur.
Það virðist borðleggjandi, að atburðarásin hafi verið skipulögð, af Putin og leyniþjónustu Rússlands.
- En, ný ríkisstjórn, hefur óskað eftir nýjum vinar sáttmála við Rússland.
- Putin, hefur sakað fyrrum ríkisstjórn, um óstjórn - og hefur, að því er virðist, tekið bón nýrrar ríkisstjórnar Kyrgisiztan, með vinskap. Allavegna í fjölmiðlum.
- Þ.e. ekki Putin á móti skapi, að Bandaríkjamenn, haldi herstöðinni rétt hjá Bishbek. Að auki, borga Kanar Kyrgisiztan tugi milljóna dollara í leigu + plús að þeir kaupa vinnu af fólki, og þjónustu. Þannig, að ríkisstjórn Kyrgisiztan, munar um þær tekjur.
- En, Rússum er í hag, að Bandaríkjamenn haldi áfram að stríða í Afghanistan, þannig að hera Kana sé bundinn í báða skó þar, og því ekki á lausu til til að skipta sér af málum sem Rússum er nær hjarta, eins og t.d. málefnum annarra ríkja Mið-Asíu.
- En, Rússar vilja sytja áfram, að auðlyndum Mið-Asíu, án samkeppni að utan.
- Þ.e. held ég kjarni málsins.
Þ.e. að vísbendingar um þreifingar á milli Kínverjar og fyrri ríkisstjórnar Kyrgisiztan, hafi orðið kveikjan að því, að Putin hafi látið leyniþjónustu sína, skipuleggja aðför að þeirri ríkisstjórn, í samvinnu við stjórnarandstöðuna þar.
En, forseti Kyrgisiztan, náði einmitt völdum fyrir nokkrum árum, eftir uppreisn almennings gegn þeirri ríkisstjórn er þá sat, og nú er það sama fólk og þá var steypt, aftur komið til valda.
- Með öðrum orðum, leikurinn milli Kínverja og Rússa, um auðlyndir Mið-Asíu, er að komast á fullt skrið.
- Spurning er, með hvaða hætti Kínverjar munu svara fyrir sig, en þeir hafa nú þegar gaslínu til Mið-Asíu, þ.e. eina til Kasakstan - sem síðan heldur áfram til Usbekistan.
- En, fleiri gaslínur þarf til ef svala á þörf Kínv. fyrir aukna orku. Kínv. hafa mikið meira fjármagn, en Rússar. Kína er þegar a.m.k. jafn öflugt hernaðarlega og Rússland.
- Spurning um, hvaða drama mun eiga sér stað næst.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2010 | 12:10
Heldur Ísland út 2011 eða, verður greiðsluþrot?
Á vef Seðlabanka, sést að gjaldeyrisvarasjóðurinn er: Gjaldeyrisforði
"Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 480,1 ma.kr. í lok febrúar og hækkaði um tæpa 5 ma.kr. milli mánaða. Erlend verðbréf lækkuðu um 5,5 ma.kr. og seðlar og innstæður hækkuðu um 10,3 ma.kr. og námu 223,9 ma.kr. í lok mánaðar."
Þ.e. út af fyrir sig, gott og vel, að forðinn dugi ríkinu.
- En, ríkið er ekki eini aðilinn í hagkerfinu, sem skiptir máli, sem ekki hefur tekjur í erlendum gjaldeyri, en sem skuldar verulegar upphæðir í erlendum gjaldeyri, og þarf því sambærilegan aðgang að forðanum, ef viðkomandi á ekki að fara í þrot.
Spurningin er því; fá aðrir en ríkið þ.s. þeir þurfa að fá, til að standa undir sínum skuldbindingum.
Eða, er forsendan sem miðað er við, að ríkið einoki forðann, og þar með hrekji þá aðra, sem einnig þurfa aðgang að forðanum til að komast hjá gjaldþroti, í þrot?
Ástæða þess að ég velti þessu fyrir mér, er grein sem byrtist í morgunblaðinu í vikunni, þ.e. þriðjudaginn 7. apríl. Þar kemur fram, að:
- Orkuveitan er nær eingöngu fjármögnuð með erlendum lánum.
- Að Orkuveitan, hefur einungis tekjur í krónum.
- Að heildar skuldir Orkuveitunnar hlaupi nú á 231 milljarði.
- Afborganir næsti 3. ára, hlaupi á 62 milljörðum.
Orkuveitan, er ekki eina innlenda fyrirtækið sem skuldar verulegar upphæðir í erlendum gjaldeyri, og er í svipaðri aðstöðu að hafa einungis tekjur í krónum.
Skv. Standard & Poor's um Landsvirkjun:
"Liquidity
Landsvirkjun's immediate liquidity has strengthened significantly with the provision of a two-year $300 million contingent credit facility with the Central Bank of Iceland. In addition, Landsvirkjun currently has about $95 million in freely available cash and $308 million in committed lines (excluding two Icelandic banks' participation), compared with about $201 million of short-term debt. If Landsvirkjun's access to the debt capital markets remains limited, existing bank lines are fully drawn, and Landsvirkjun has no access to other funding sources, then the Central Bank would provide Landsvirkjun with foreign currency via a drawdown on the contingent credit facility in exchange for Icelandic krona or bonds. This is to ensure that all of Landsvirkjun's obligations are met on a full and timely basis as they fall due."
Þetta er áhugavert, því það má velta því fyrir sér, hvort þetta komi til með að standast - að LV muni geta dregið fé úr Seðlabankanum, ef þörf fyrir slíkt skapast? Ef ríkið, er að nota þetta fé til að bjarga sjálfu sér.
Skýrsla Moody's um Landsvirkjun
"The company now also receives 70% of its revenues in US$ (25% in ISK;5% NOK) which partially offsets its currency risk exposures" .. "with debt levels of around US$3 billion"
Lykilatriðið fyrir LV náttúrulega, eru að tekjur hennar af sölu á rafmagni til álfyrirtækju, eru í bandar. dollurum.
Það eru dollaratekjurnar, sem munu halda LV á floti, - ef þ.e. niðurstaðan, að LV helst á floti.
Stóra hættan, virðist vera Orkuveitan.
- Þá, hvaða afleiðingar, fall hennar, hefur fyrir fjárhag Reykjavíkurborgar?
- Gjaldþrot Reykjavíkur, væri gríðarlegt fjárhagslegt áfall, einnig fyrir ríkið.
Svo, þ.e. mjög skiljanlegt, að borgin hafi í þessari viku, óskað eftir áhættumati, fyrir borgina, ef ske kann að OR fer á hausinn, og skuldir OR lenda á borginni.
Það má vera, að þetta setji aftur spurningamerki við, ákvörðun borgarinnar að klára tónlistarhúsið. En, þær framkvæmdir eru mjög dýrar, m.a. í erlendum gjaldeyri.
- Ég skil samt, að borgin vilji ekki hafa þetta risastóra sár í borgarmyndinni, akkúrat í miðbænum á besta stað, og einmitt vegna þess, að stefna borgarinnar til næstu ára, er að laða ferðamenn til Reykjavíkur - í von um, að það auki tekjur borgarinnar á næstu árum.
- Í sjálfu sér, eru fleiri ferðamenn, hluti af því sem Ísland, þarf á að halda, ef bjarga á fjárhag Íslands, fyrir horn. En, ferðamenn skaffa gjaldeyri og skortur á tekjum í gjaldeyri, er einmitt krítískt atriði.
En, aukið gjaldeyrisstreymi, þarf að verða töluvert, ef borgin á að fá inn í budduna, nægt fé á móti.
- Aðrar hættur eru síðan, ímis þjónustu-fyrirtæki og síðan einstaklingar, sem skulda í erlendum gjaldeyri og hafa engin augljós ráð önnur en að leita til Seðlabanka um gjaldeyri.
- En, ef aðilar sem þurfa á aðgangi að gjaldeyri að halda, fá hann ekki, þá einfaldlega rúlla þeir.
- Þ.e. þetta, sem ég er að velta fyrir mér, því ef slík gjaldþrot myndu verða mjög mörg á næsta ári, þá myndi það fela í sér mjög öflug sjálfstæð samdráttaráhrif, á hagkerfið.
- Að sjálfsögðu, hefði slíkur aukinn samdráttur, miðað við þann samdrátt sem annars er von á - á næsta ári, sjálfstæð neikvæð áhrif á fjármunastreymi til ríkisins.
- Aukinn halli, vegna minnkaðs tekjustreymis óhjákvæmilega hefur neikvæð áhrif skuldaþróun ríkisins. Að vísu, væri sú viðbót skulda, sennilega einkum fjármögnuð innan lands. En, sú skuldaaukning samt sem áður, gerir greiðslustöðu ríkisins verri og minnkar það fé enn meir, vegna aukinst kostnaðar af skuldum, sem ríkið hefur til að standa undir eigin starfsemi.
Ég fullyrði ekki neitt. Ég bendi einungis á augljósar ógnanir við stöðu ríkisins á næsta ári.
En, mikill fjöldi gjaldþrota aðila, getur ógnað afkomu ríkisins, og skapað óvissu um, hvort það raunverulega heldur velli út næsta ár.
Kv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2010 | 12:25
Eigum við að auka veiðar, eða er það of áhættusamt?
Sigurjón Þórðarson
04.04 2010 kl.13:04Einar Björn, sú aðferð sem hefur verið notuð að veiða minna til að veiða meira seinna hefur ekki gengið upp og þess vegna ástæða til þess að fara yfir forsendur ráðgjafarinnar.
Á blogginu mínu er ég með graf sem sýnir framreikninga reiknilíkansins 25 ár fram í tímann en líkanið er að mínu viti hrein og tær vitleysa þar sem að það tekst ekki að spá fyrir um hver aflinn er nokkur ár fram í tímann.
http://www.sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/1037925/#comments
--------------------------------
- Skýring þess, að menn komast trekk í trekk að rangri niðurstöðu - getur verið vegna þess, að líkanið sem þeir nota, sé kolrangt.
- En, það getur líka verið, að inn í það, vanti mikilvægar breytur. Þá er það enn rangt, en ef til vill vinnandi með það, með lagfæringum.
Núverandi stefna hefur verið við lýði síðan við upphaf 9. áratugarins.
Persónulega, finns mér hún ekki vera, neitt alvarlega misheppnup, þ.s. eftir allt saman, eru fiskistofnar hér við land, í betra ásigkomulagi eftir sem áður, en víða annars staðar.
Þ.e. árangur, hvort sem þ.e. akkúrat að þakka núverandi kerfi eða ekki - hið minnsta hefur veiði hér, verið takmörkuð með einhverjum hætti um áratugi.
Þorskstofninn hefur þó verið að dala, spár um þróun hans hafa ekki gengið eftir, eins og réttilega er bent.
Að auki, er gjarnan dreginn sú ályktun, að þ.s. þeir fiskar sem veiðast eru ekki í hröðum vexti, þá sé stofninn ekki að sýna einkenni þess að vera ofveiddur. En, ályktunin hefur þá forsendu, að við slíkar aðstæður væri nóg að bíta og brenna fyrir ungviði, þ.s. færri fiskar væru að keppa um fæðuna. Á hinn bóginn, gengur þessi kenning mun betur upp, í stöðuvötnum þ.s. ekki eru til staðar margar aðrar tegundir fiska, sem keppa um svipaða jafnvel sömu fæðu, þ.e. í hafinu, er hver tegund að berjast þannig séð, fyrir sínu plássi. Það þíðir, ef ein dala, getur önnur einfaldlega tekið yfir, það pláss sem önnur hefur rutt sér, innan vistkerfisins.
- Þannig að ég held, að þú sért sekur um það sama og Hafró, að sleppa mikilvægum breytum úr því módeli er þú miðar við, huglægt.
- Í stöðuvatni og ferskvatni, er auðveldara að skilja samverkun tegunda, þ.s. þær eru færri, fiskar hafa líka síður svigrúm að fara e-h annað, svo við þau skilyrði gengur kenning þín algerlega upp.
- Aftur á móti, held ég að í hafinu, eins og kemur fram að ofan, geti aðrar mikilvægar skýringarbreytur skipt sköpum.
- Þ.s. ég hef verið að reyna að segja þér, og þú bregst ekki við, er að það eru vísbendingar uppi um að það séu lífkerfisbreytingar í gangi.
- Sjófuglar hafa verið að svelta hér við land, virðist að stofn smáfisks er þeir lifa einkum á, og ekki hefur fram að þessu verið veiddur hér við land, sé í lægð.
- Loðnan er einnig í lægð, og sem kaldsjávarfiskur má vera að hún sé að hopa, undan núverandi hlínun.
- Ganga kolmunna er í aukningu, má vera að hann sé að koma í stað loðnunnar. Vitum það ekki fyrir víst.
- En, punkturinn er sá, að röskun í lífkeðjunni, getur verið fullnægjandi skýring, hvers vegna þorkstofninn hefur:
- Ekki verið að vaxa eins og búist var við.
- Dánartala sé sennilega um þessar mundir mun hærri, en þ.s. Hafró miðar við.
- Á hinn bóginn ætti þetta að vera tímabundin röskun. Þorskurinn er langlífur, og ef veitt er eins og verið er að gera varlega, getur hann þegar fæðuframboð eykst, vaxið eins og stefnt var að.
----------------------------------
Ég get tekið dæmi um, fuglastofna eins og t.d. rjúpu.
Þ.e. einfaldara kerfi, en eins og þorskurinn hefur hún nokkuð svigrúm til að hreyfa sig milli svæða. Þó er hún ekki farfugl.
Sum ár, þ.e. kulda-ár, þá komast fáir ungar á legg, dánartalan er þá há.
Þ.e. þó ekki talið rétt, að slátra fullorðna fuglinum við slíkar aðstæður, sbr. grisjun.
Þ.s. rjúpan getur lifað allnokkur árafjöld, þ.s. náttúrulegu afráni er ekki hægt að stýra, en við getum stýrt okkar afráni; þá er oftast talið rétt við slíkar aðstæður að draga úr veiðum á meðan endurnýjunin er minni.
Síðan, þegar kemur aftur gott sumar, endurnýjunin er góð, þ.e. dánartalan er lág, er talið óhætt að veiða meira - það ár.
------------------------------------
Ég sé þorskinn svipuðum augum, þ.e. há dánartala er röksemd fyrir minnkun veiða - ekki aukningu þeirra.
VIð getum einfaldlega beðið, meðan slæma tímabilið í hafinu gengur yfir
Og við eigum að gera það, tel ég.
-----------------------------------------
Það getur verið áhættusamt, að auka veiðar, akkúrat þegar er í gangi erfitt tímabil í lífríkinu.
Þá eru stofnarnir viðkvæmari en ella, myndi maður ætla.
Þannig, að ef við aukum veiðiálag, þá ætti ofangreint að þíða, að hætta á því að ílla fari, sé þar með meiri en, ef aðstæður í hafinu væru betri, og meiri kraftur í endurnýjun.
--------------------------------------
Þ.s. ég óttast, er að ef við aukum veiðar, þá fari svipað og fyrir síldinni fyrir áratugum. En, síldin hrundi á sínum tíma, einmitt þegar fór saman mikið veiðiálag og á sama tíma versnandi skilyrði í hafinu sem þá minnkuðu tímabundið fæðuframboð og þannig afkomu þeirra stofna.
Við aftur á móti, á þeim tíma, veittum því þá litla athygli, veiddum á fullu og vorum svo hissa, þegar stofnarnir hrundu.
-------------------------------------
Þetta er eitthvað, sem við höfum alls ekki efni á að endurtaka.
Hvað vil ég gera?
- Við núverandi skilyrði, getur hafið + álið + ferðamennska = dugað fyrir lágmarks innflutningi. Þannig, má segja að þessir þættir séu einnig öryggisventill, ef ílla fer.
- Auðlyndirnar tryggja þá, að lágmarks innflutningur fer fram, sama hvað gerist, og lifðeyrissjóðirnir að gamla fólkið fær áfram greitt, jafnvel þó allt fari á versta veg.
- Þ.s. ég vil gera er að stórlækka vexti - þ.e. stærsta einstaka aðgerðin til að bæta stöðu atvinnulífsins, og einnig heimila, sem ég tel mögulega.
- Ofan á það, vil ég lækka skatta, fella jafnvel alveg niður fyrstu 5 ár, til þeirra sem vilja hefja nýjan rekstur er myndi skapa gjaldeyristekjur eða þá að umbreyta rekstri sínum, þannig að hann skapi gjaldeyristekjur.
- Þannig, væri hagkerfinu snúið við, og einnig skapaðar meiri gjaldeyristekjur, og þá geri ég ekki ráð fyrir, að taka neina umframáhættu með fiskistofnana. Jafnvel ekki nýjum álverum.
Það virðist sem við höfum til 2012. Eitt og hálft ár, getur dugað.
Kv.
3.4.2010 | 22:17
Sýnum hafinu og miðunum, tilhlýðilega virðingu - nýtum þau með hið fornkveðna í fyrirrúmi, "að kapp er best með forsjá!"
Það hefur tekist, að hrinda þeirri árás, sem Ísland varð fyrir, í formi hins svokallaða Icesave samkomulags - en, lögð saman gátu ákvæðin - " Waiver of sovereign immunity / Sovereign guarantee " bundið enda á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Á hinn bóginn, virðist nú vera uppi önnur árás á grundvöll okkar efnahagslega sjálfstæði, árás sem er nálægt því eins skeinuhætt, og að því marki erfiðari viðureignar, að hættan kemur úr okkar eigin röðum, þ.e. okkar Íslendinga sjálfra. Ég er að vísa til hugmynda þeirra, sem leggja til stórauknar veiðar, úr okkar fiskistofnum. En, þetta er einnig mjög hættulegt okkar efnahagslega sjálfsforræði, þ.s. þ.e. algert grundvallaratriði, nú á tímum efnahagslegrar óvissu, að halda utan um okkar auðlindir, og þá að sjálfsögðu, er mikilvægur þáttur að passa upp á að leggja þær auðlyndir ekki í rúst.
Við þurfum / við verðum, að láta náttúruna njóta hæfilegs vafa
Í þessu tilviki, fer það einnig saman við okkar grundvallar hagsmuni.
- En, á fiskinn í hafinu í kringum landið, má líta svipuðum augum, og það að eiga fjármagn í sjóði sem liggur einhvers staðar á vöxtum.
- Ef höfuðstóllinn er nægilega stór, til að vextirnir skili nægilega stórum rentum til að lifa af, þá er viðkomandi í mjög góðum málum - ekki satt?
- Nú, í því samhengi þykir almennt séð, ekki skynsamlegt, að eyða upp sjálfum höfuðstólnum þannig að hann minnki að umfangi, því þá verða framtíðarrenturnar minni að vöxtum.
------------------------------
Fiskistofnar virka ekki ósvipað, þ.e. á hverju ári á sér stað nýliðun, það ungviði vex síðan, en ef dæmið er reiknað rétt, þá er hægt að taka afla á hverju ári, afla sem nemur þeirri aukningu sem á sér stað í því formi að nýliðun skili sér í aukningu stærðar þess hluta stofnsins sem hefur náð hæfilegri stærð; þannig að heildarstærð stofnsins sé haldið í temmilegu maðalfari.
Að sjálfsögðu, eru margir óvissuþættir - svo sem afrán annarra tegunda, eigin tegundar, önnur náttúruleg afföll, sveiflur í hitastigi sjávar, sveiflur í fæðuframboði, síðan er fiskurinn hreynfanlegur í sjónum og getur synt nokkrar vegalengdir, jafnvel milli hafsvæða.
Þetta þíðir, að þegar tekin er ákvörðun um hvað talið er óhætt að veiða, þá er sú ákvörðun aldrei byggð á nákvæmri þekkingu.
Á þessa óvissu benda ímsir og vilja túlka hana með þeim hætti, að sennilega sé miklu meiri fiskur í sjónum, en fræðingarnir halda og því óhætt jafnvel að stórauka veiðar.
En, eðli sínu samkvæmt, virkar óvissa í báðar áttir - þ.e. eðli sínu samkvæmt, verður þá einnig að taka tillit til þess möguleika, að fiskifræðingarnir séu að ofmeta stofnstærðir þannig að minni fiskur sé reynd í sjónum, en þeir telja.
Ef menn vilja fara ræða þessa óvissur, þá verður að ræða báðar hliðar þess penings.
- Ég held, að hafandi báðar óvissurnar í heiðri.
- Einnig það sjónarmið, að betra sé að hafa vaðið fyrir neðan.
- Að auki, hafandi í huga, að það er í eðli sínu miklu minna alvarlegt fyrir þjóðina, ef ákvörðun um afla er of lág, miðað við afkastagetu stofna, heldur en að leyfð veiði sé of mikil. Því, eftir allt saman, að ef við misreiknum okkur með þeim hætti, að við veiðum minna en óhætt er að gera, þá hefur það engar augljósar alvarlegar afleiðingar aðrar en þær, að við missum af einhverjum tekjum. En, á hinn bóginn, ef við veiðum of mikið, þá tökum við þá mun verri áhættu, að við orsökum hrun einstakra fiskistofna.
- Að auki, hafandi í huga, að engin trygging er fyrir því, að hrundir stofnar skili sér nokkru sinni til baka, því aðrar tegundir taka yfir búsvæði, sem getur gert hrun stofns varanlegt áffall.
Svo, að mín skoðun er, að ekki sé skynsamlegt að rugga bátnum, því eitt af því sem óvissan segir okkur, er að við vitum ekki í reynd, hvaða áhættu, við værum að taka. Því, eftir allt saman, þá hefur enginn nákvæma þekkingu á, hve mikinn fisk er að finna þarna úti.
Mín skoðun, er að gagnrýni sú er oft kemur fram, í því formi að miklu meiri fisk sé að finna í sjónum, sé í reynd ekki að benda á gagnrýnisvert ástand.
En, mín skoðun, er einfaldlega sú, að slíkar fréttir ættu þvert á móti, að skoðast sem hól fyrir þá fiskveiðistjórnun sem stunduð hefur verið, fremur en sem gagnrýni.
En, þ.e. einmitt það ástand sem við viljum að sé viðvarandi, þ.e. að fullt sé af syndandi fiski í bankanum þarna úti, því einmitt það þíðir að líkur séu á því, að við séum ekki að veiða of mikið.
Þvert á móti, eiga slíkar fréttir ekki af fylla okkur óánægju, um það að við séum að missa af einhverjum tekjum, frekar þeirri öryggiskennd að áframhaldandi jafnar og stöðugar tekjur af okkar fiskveiðiauðlynd, séu tryggðar til framtíðar.
- Það eru góðar fréttir, að fullt af fiski eru í sjónum.
- Við eigum að leyfa honum, að vera þarna, vaxa og tímkast áfram.
- Halda áfram að veiða, cirka það hlutfall sem við höfum verið að gera.
- Ástandið sé einfaldlega vísbending þess, að þær veiðar séu innan þess ramma, sem teljist ekki vera of mikið.
- Ég ítreka, þ.e. miklu minna varasamt að veiða of lítið í einhverjum skilningi, heldur en of mikið.
Ég hafna rökum þeirra sem vilja, auka veiðar.
Sú hugsanlega tekjuaukning sé ekki virði þeirrar umframáhættu með fiskistofnana, sem þá væri verið að taka.
Núna, á efnahagslegum óvissutímum, er enn áhættusamara en vanalega, að rugga bátnum hvað okkar fiskistofna varðar, því við getum einfaldlega ekki höndlað það tjón er af hlytist ef við myndum veðja og tapa því veðmáli.
Núverandi afli, er nægilegur til að tryggja innflutning nauðsynjavara, ef Ísland hrekst í greiðsluþrot. Þannig, er sjávarútvegs auðlyndin, baktrygging þjóðarinnar svo slíkt hrun hrekji hana ekki í ástand raunverulegrar fátæktar.
En, það ástand er vel hægt að framkalla, að ef ofan á fyrra efnahagslega tjón, við síðan leggjum okkar fiskistofna í rúst.
Hegðum okkur skynsamlega. Það er kominn tími til, eftir sukk undanfarins áratugar. Sukkum, ekki þá bara með miðin líka. Ef við það gerum, þá sönnum við fyrir umheiminum, að við virkilega lærðum ekkert á hruninu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2010 | 20:16
Hvernig þjóðskipulag viljum við í framtíðinni? Ég legg eindregið til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag.
Fyrsta svarið, er að sjálfsögðu - við viljum lýðræðislegt skipulag.
Næsta - við viljum aukið lýðræði.
Það er dálítið mikið um upphrópanir í umræðunni, svo ég vil taka fram, að eins og ég hugsa lýðræði þá er það meira eins og krani sem hægt er að skrúfa meira frá eða að skúfa fyrir þannig, að streymið minnki.
Þannig, að ég hugsa þetta, sem svið frá litlu yfir í mikið.
- Svo, að ég lít á fulltrúa lýðræði, sem lýðræðisfyrirkomulag, þó mjög augljóslega sé það einnig takmarkað lýðræði.
- En, ég er að tala um, að rétt sé að auka lýðræði - en, þó ekki um eitthver ímyndað fullkomið lýðræði.
Ég held, að ein niðurstaðan hrunsins, sé að það sé þörf fyrir aukið lýðræðisleg aðhald, hérlendis.
Þ.s. menn þurfa að átta sig á, að eitt helsta vandamál, okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulags, er smæðin.
Vandamál nálægðarinnar
Þ.s. Ísland er dvergríkii, við erum eftir allt saman einungis 300 þúsund, og þ.s. þeir sem hafa áhuga á þáttöku í stjórnmálum eru að auki lítill hópur miðað við þjóðina. Munum, þingmenn eru einungis 63, á meðan í flestum löndum í kring, eru þeir fleiri hundruð.
Vandinn, sem ég er að tala um, er nálægðin.
Það þekkja allir alla, menn og konur óhjákvæmilega verða kunningjar, þvert á flokka, sem starfa í stjórnmálum, þau eru eftir allt saman í stöðugum samskiptum sín á milli.
Stjórnmál hérlendis, eru þannig óhjákvæmilega, kunningjaþjóðfélag.
Vandinn, er sem sagt, að vegna nálægðarinnar, þá er erfitt að komast hjá því, að þetta verði nokkurs konar hópur.
Þ.e. líka, eðli sínu samkvæmt, mjög erfitt fyrir kunningja að beita sér gegn hverjum öðrum - að rannsaka hvern annan.
- Þ.s. ég er að segja, að það er nánast óhugsandi, fyrir nokkurn að vera óháður hópnum. Menn, verða mjög fljótt fyrir þrístingi til að falla að hópnum. Verða strax fyrir öflugum félagsmótunaráhrifum. Þetta er eftir allt saman, ekki mikið stærri hópur, en 2. bekkir í grunnskóla.
- Þannig, sé það ekki lausn, að kjósa nýtt fólk, því það þá lendi einfaldlega um leið, inni í þessum aðstæðum, þ.s. nær óhjákvæmilegt sé, að verða steyptur í það far sem ríkir innan hópsins.
Sú lausn sem ég sé, er þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag
Í raun og veru, sé ég vandann við fulltrúalýðræði í dvergríki sem óleysanlegan.
- Nálægðin er of mikil, vegna smæðar hópanna sem í raun og veru, stjórna.
- Að auki, þá verða hinar lýðræðislegu stofnanir, einnig of smáar og veikar, til að hafa burði til að veita raunverulegt mótvægi - þ.e. aðhald.
- Eins og við öll þekkjum, þá er Alþingi oftast nær, einfaldlega afgreiðslustofnun fyrir lög, sem örfáir einstaklingar er skipa meirihluta ákveða sín á milli. Þannig, að Alþingi hefur oftast nær, litla burði til að veita sjálfstætt aðhald.
- Þ..s við sjáum oftast nær á Alþingi, líkist í reynd rítúali, þ.s. framkvæmdavaldið keyrir mál og gegn, í krafti meirihluta síns, og þeir sem eru í minnihluta, koma í pontu og tala niður allt þ.s. meirihlutinn gerir.
- Það virðist litlu máli skipta, hver skipar meirihluta.
Ég held, að eina raunhæfa lausnin á þessu, sé þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag.
- Munum, að í Sviss, hefur slíkt fyrirkomulag nú verið við líði í nokkrar aldir.
- Þegar, því var komið á, þá bjuggu bara nokkur hundruð þúsund manns í Sviss.
- Ég held einmitt, að þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag, sé lausn á vanda smæðarinnar.
- Að auki, held ég einnig, að slíkt fyrirkomulag virki betur í smáu samfélagi en stóru.
- Með því, er hægt að tryggja, það aðhald sem þarf.
- En, einmitt í smáu þjóðfélagi, er auðveldara að leysa það vandamál, að sjá til þess, að almenningur, sé að nægilegu marki, inni í þeim málum sem skipta máli.
- Við þurfum að taka upp fyrirkomulag, þ.s. smæðin er frekar kostur, en fjötur um fót.
- Fulltrúalýðræði, virkar einfaldlega betur, í milljónaþjóðfélögum, þ.s. auðveldara er að byggja upp öflugar sjálfstæðar eftirlitsstofnanir - tryggja að einstakir þættir séu hver um sig nægilega öflugar einingar, o.s.frv.
Ég vil engar undantekningar, þ.e. ég vil að hægt sé að kjósa um öll mál, sem koma inn á vettvang stjórnmála, þar með talda milliríkjasamninga, samninga um lán, samninga þ.s. þjóðin er skuldbundin til einhvers.
Þ.e. vel leysanlegt, hvað skal gera, þegar stór mál koma til atkvæðagreiðslu.
- Hægt er að gera kröfu um aukinn meirihluta, t.d. að útkoma ráðist ef meirihluti er hvort tveggja í senn, meirihluti þátttakenda og einnig meirihluti kjósenda. Þannig, að til að fella slík mál, þurfi meirihlutinn að vera bæði meirihluti þátttakenda og kjósenda.
- Slíka kröfu, getur verið eðlilegt að gera í tilteknum málum, t.d. milliríkjasamningum. Þannig, að stjórnmál, geti tiltölulega óhrædd áfram gert samninga við önnur ríki, en að þau þurfi þó að hafa fyrir því, að afla þeim fylgis meðal þjóðarinnar. Ef sterk andstaða kemur fram, sé það samt sem áður möguleiki að þeir verði felldir, en til þess þurfi þó öfluga andstöðu.
- Slíkur meirihluti klárlega náðist, í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, þ.e. 60% þáttaka ásamt 90% þeirra sem kusu, var yfir þeim mörkum, er éf nefni.
- Að auki, er hægt að gera kröfu um, að fleiri undirskriftir þurfi til, t.d. að lágmarki 50 þúsund, á meðan t.d. 25 þúsun dugi fyrir smærri mál.
Svo, þ.e. engin ástæða, til að undanskilja nokkurn málaflokk, frá þeim möguleika, að þjóðin geti ef henni sýnist svo, ákveðið að hún vilji kjósa um hann.
Aðhaldið, sem skapast, verður þá það, að hópurinn á Alþingi og í Stjórnarráðinu, mun þurfa að hafa fyrir því, að vinna málum fylgis á meðal þjóðarinnar. Og, það verður ekkert annað en gott mál.
Reyndar held ég að, þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag, sé mjög heppilegt meðfram, því grunnfyrirkomulagi, sem nú er til staðar. Þannig, að óþarfi sé, að afnema núverandi grunn fyrirkomulag að öðru leiti, þar með talið - flokkakerfið. Saman, geti þetta hreinlega orðið hið ágætasta fyrirkomulag.
Hvað vil ég gera við forsetaembættið?
Ég legg því ekki til forsetaræði, sem sumir eru hrifnir að.
- En, ég sé það ekki endilega sem framför, að í stað þess að hafa einræðisherra í Stjórnarráðinu þá höfum við þess í stað einræðisherra á Bessastöðum.
- En, forsetaembættið, mun þurfa að glíma við nákvæmlega sömu vandamál smæðarinnar, og núverandi stjórnarfyrirkomulag, og ég á ekki von á, að því muni vegna neitt betur í þeirri glímu.
- Að mínum dómi, er spilling óhjákvæmilegur fylgisfiskur stjórnmála - og ásamt smæðinni, þá verður til mjög slæmur kokteill.
- Ef forsetaembættið, verður aðal valdapóllinn, þá fer allur fókus þeirra sem í dag, eiga peninga þ.e. þeir sem kaupa sér greiða stjórnmálamanna og flokka, í það að hafa áhrif á forsetaembættið.
- Ekki segja mér, að þið virkilega trúið því, að einstaklingar sem skipa forsetaembættið, séu óhjákvæmilega með sterkara syðferðisþrek en aðrir einstaklingar. Við erum að tala um, að athafnamenn veifi framan í hann, hundruðum milljóna.
- Ég segi, ég sé ekki annað, en að spillingin myndi einfaldlega færa sig um set, frá Stjórnarráðinu og Alþingi, yfir til skrifstofu forseta og hans embættis.
----------------------------------------
- Ég vil samt efla embætti forseta.
- En, ég vil ekki gera það, að sama valdaembættinu og embætti forsætisráðherra.
- Einn vandinn er sá, að við þurfum að búa til öflugar eftirlits stofnanir. En, eins og við vitum, þá hefur Alþingi ekki burði til að vera óháð framkvæmdavaldinu.
- Það þíðir einfaldlega, að ekki er rétt að gera eins og t.d. í Svíþjóð, að setja svokallaðar óháðar eftirlitsstofnanri undir þingið, þ.s. vegna smæðarinnar, hefur Alþingi -eins og allir sem vilja vita- nær enga sjálfstæða tilvist. Þannig, að þ.e. nánast það sama, að setja stofnanir undir Alþingi eins og að setja þær beint undir framkvæmdavaldið. Þannig, að þá skapist í reynd ekki það sjálfstæði, sú nauðsynlega fjarlægð frá framkvæmdavaldinu, sem slíkar stofnanir þurfa að hafa.
- Þess í stað, vil ég setja slíkar stofnanir undir embætti forseta.
- Embætti forseta, verði sem sagt, hugsað sem embætti sem hafi m.a. almennu eftirlits- og aðhaldshlutverki að gegna, gagnvart framkvæmdavaldinu.
- Forseti, hafi fullt frelsi, til að tjá sig um þjóðmál.
- Ég vil einnig, að skipunarvald forseta, sem hann hefur skv. stjórnarskránni sé útfært nánar, en skv. stjórnarskránni skipar hann alla ráðherra, og einnig segir þeim upp störfum.
- Tilgangurinn sé aðhald - þ.e. að áfram séu ráðherrar skipaðir eins og nú er, frá þeim flokkum sem fara með völd, en þó verði skipun forseta ekki sjálfvirk - þ.e. hann fái neitunarvald um einstakar skipanir. Þetta snúist um, að tryggja að, flokkarnir séu ekki að skipa einhverja sem hafa enga þekkingu á þeim málaflokkum, sem til stendur að skipa þá yfir. Þannig, að sett séu þá, einhver viðmið um lágmarks þekkingu, ekki endilega sérfræðiþekkingu. En, viðkomandi þurfi að sýna fram á, að viðkomandi hafi kynnt sé þau málefni, ef viðkomandi hafi hug á að taka að sér.
- Sem þáttur í því, að viðhalda sjálfstæði embættis forseta, þá sé sett sú regla að aldrei sé kosið til hans embætti, sama ár og Alþingis kosningar fara fram. Þannig, ef óvænt þarf að fara fram kosning til Alþingis, bætist 1. ár við kjörtímabil forseta. Að auki, sé kjörtímabil forseta 5 ár, meðan kjörtímabil annarra séu 4 ár að lengd. Forseti, geti setið 3. kjörtímabil.
Niðurstaða
Þetta eru nokkrar hugmyndi sem ég hef.
Ef einhver hefur eitthvað um málið að segja, eru athugasemdir velkomnar.
Kv.
AGS - 1. endurskoðun, nóvember 2008.
AGS - 2. endurskoðun, október 2009.
Fyrir áhugasama, set ég hlekki á 2. endurskoðunarskýrslur AGS fyrir Ísland. Þ.e. áhugasamt að bera þær saman, ekki síst þ.s. kemur fram á bls. 55. í fyrri skýslunni, þ.s. þeir taka svokallað "ATTACHMENT III. EXTERNAL DEBT SUSTAINABILITY ANALYSIS AND FISCAL SUSTAINABILITY ANALYSIS".
En niðustaða í því var mjög fræg setning, þ.e. "The external debt ratio is estimated at 160 percent of GDP in 2009...External debt remains extremely vulnerable to shocksmost notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30 percent would cause a further precipitous rise
in the debt ratio (to 240 percent of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable."
Þessi setning er mjög áhugaverð í ljósi þess, að í seinni skýrslunni eru skuldir metnar 310%, og þá eru þær samt metnar viðráðanlegar.
Sjá bls. 5 í seinni skýrslunni.
"The stock of gross external debt appears significantly higher than earlier estimated, but in-line with levels in other advanced economies. The additional external debt amounts to 92 percent of 2009 GDP, and pushes the projected end-2009 stock to about 310 percent of GDP."
Væntanlega hafa einhverjir tekið eftir því, að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, og fylgismenn stjórnarinnar á netinu og víðar, þreytast ekki á að endurtak þennan frasa, þ.e. að skuldirnar þó háar, séu samt ekki að ráði hærri en gerist og gengur.
Sem dæmi um þetta má nefna frægar glærur Gylfa Magnússonar, frá þvi í vikunni á undan, sem einn af innanbúðarmönnum Samfylkingar, hann Vilhjálmur Þorsteinsson, hefur vakið athygli á, sjá eftirfarandi tekið beint af hans bloggsíðu:
"Fimmtudaginn 25. mars sl. hélt Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann fór skipulega yfir hrunið og stöðu Íslands í efnahagslegu samhengi."
Hlekkurinn á glærurnar hans Gylfa ætti að vera virkur.
En, þ.e. einmitt rauði þráðurinn í þeim glærum, að við Íslendingar eigum að vera róleg. Skuldirnar séu viðráðanlegar. Þ.e. þó er engin röksemdafærsla að finna í glærunum önnur en, ábendingin almenna að skuldirnar séu sambærilegar sem hlutfall af landsframleiðslu, við skuldir þeirra ríkja er hann notar í samanburði.
Villandi samanburður
Slíkur samanburður er þó mjög villandi, þ.s. hann tekur einungis tillit til skuldahliðar vandans, en ekki til tekjuhliðar vandans:
- Samanburðurinn er við milljónaþjóðir, sem hafa sterka alþjóðagjaldmiðla á meðan krónan er nú útilokuð af alþjóðamörkuðum, og því ekki mögulegt að greiða af skuldum með tekjum í krónum, heldur eingöngu með gjaldeyristekjum.
- Þetta eina atriði skapar stóra skekkju í þá samanburðar mynd, er viðskiptaráðherra leitast til við að draga upp, þ.s. þá verður samanburður er byggist á skuldum sem hlutfall af landsframleiðslu hreinlega rangur.
- Í staðinn, þarf að bera saman skuldir í erlendum gjaldmiðli (FX debt) og tekjur í erlendum gjaldmiðli (FX revenue), og sjá út hve hátt hlutfall þær eru í tekjum í erlendum gjaldmiðli (Ratio of FX debt to FX revenue). Það er sá samanburður, sem raunverulega segir okkur, hvort við getum borgað eða ekki.
- Að auki hefur ekki tekist enn að stöðva samdrátt þann í þjóðarframleiðslu, sem hefur verið viðvarandi síðan í október 2008.
- Þ.e. alvarlegt vegna þess, að svo lengi sem sá samdráttur viðhelst, þá heldur útgjaldavandi ríkissjóðs áfram að vinda upp á sig - en ástand samdráttar í veltu hagkerfisins hefur bein samdráttaráhrif á tekjur ríkissjóðs innanlands sem síðan magnar útgjaldavanda ríkissjóðs, þ.e. halla af rekstri ríkisins, sem síðan magnar enn skuldavanda ríkissjóðs þ.s. ríkissjóður getur einungis mætt þeim halla með frekari aukningu skulda.
- Að auki, þá skilar þessi stöðuga lækkun landsframleiðslu, stöðugri hækkun skulda ríkissjóðs hvort tveggja í senn, sem hlutfalls landsframleiðslu og sem hlutfalls tekna ríkissjóðs.
Það er einmitt samdrátturinn í hagkerfinu, sem mun á endanum óhjákvæmilega keyra ríkissjóð í þrot, ef ekki tekst að framkalla þann efnahagslega viðsnúning, sem plön hafa verið um.
Ekki eru þó allar fréttir slæmar!
Skv. nýjustu útreikningum, virðist sem að gjaldeyris varasjóður landsmanna dugi út 2011. Ég hef fram að þessu haldið, að greiðsluþrot myndi koma um mitt ár 2011. En, skv. nýlegum upplýsingum, þá frestast það fram á 2012.
Það eru út af fyrir sig, góðar fréttir að enn sé um 1,5 ár til stefnu.
Það eina og hálfa ár, þarf að nýta vel.
Ef tekið er til hendinni, og það ekki seinna en í vor til snemmsumars, held ég að enn sé tími til, að komast hjá greiðsluþroti.
En, öll frestun umfram það, mun draga úr líkum þess, að hægt sé að framkalla viðsnúning í tima.
En, þ.s. einungis er hægt að greiða af erlendum lánum, með gjaldeyristekjum, er forgangs atriði að auka gjaldeyristekjur. Þess vegna, er það plan sem ég set fram, með áherslu á eflingu þess hluta atvinnulífsins, sem skapar gjaldeyri.
Mér skilst af Alex Jurshevski, er það sé ekki nauðsynlegt, að endursemja um lán - ef viðsnúningur frá núverandi stefnu er framkallaður, ekki seinna en fyrri hluta þessa árs.
En, ef aðgerðir frestast, umfram þann tíma, þá geti þurft að grípa til samninga við erlenda kröfuhafa um skuldbreytingar.
Að auki, má vera, að skynsamlegt sé að semja við ríkisstjórn Noregs, um að veita ríkisstjórn Íslands, lánalínu, til öryggis. Til, að næta hugsanlegum óvæntum áföllum. En, fram að þessu, hefur ríkisstjórn Íslands, ekki sent ríkisstjórn Noregs, neina formlega beiðni um slíkt. Að sjálfsögðu, getur ríkisstjórn Noregt ekki brugðist við, nema gegn slíkri formlegri beiðni.
Hvaða efnahagsplani vil ég fylgja?
Corporate debt:selected countries,2007 (In percent of GDP)-----------------------------Iceland 308%Euro area 77%United Kingdom 278%United States 73%Household debt: selected countries,2006. (In percent (In percentof GDP) of DI)-------------------------------------Iceland 103 225Spain 80 140Ireland 90 180United States 89 134
hagkerfinu.
Hver er þróun útflutnings tekna?
- Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, 1. apríl 2009; kemur fram að vöruskiptajöfnuður þjóðfélagsins sé enn jákvæður fyrstu 2. mánuði ársins, í krafti hraðfallandi innflutnings - ríflega 20 milljarðar.
- Útfluttar vörur 83 milljarðar - en, innflutningur 62 milljarðar.
- Aukning útflutningsverðmætis í janúar/febrúar, sé aðeins 0,1%.
- Samdráttur á innflutningi, sbr. sömu mán. í fyrra, hafi á hinn bóginn verið 14%.
Svo, það sé samdráttur í innflutningi, en ekki raun-aukning í útflutningi, sem sé drifkrafturinn á bakvið, hagnaðinn af vöruskiptum.
- Skv. Hagstofu Íslands, var heildarhagnaður af vöruskiptum í fyrra, þ.e. 2009 um 90 milljarða. En, þegar tekið er tillit til þáttatekna, var heildarhallinn, samt um 50 milljarðar.
Með öðrum orðum, þrátt fyrir mesta hagnað af útflutningi, lýðveldissögunnar, dugðu þær umframtekjur þjóðfélagsins, ekki fyrir heildar kostnaði af vaxtagreiðslum af erlendum skuldum.
- Skv. Hagstofu Íslands, minnka útflutningstekjur Íslands um cirka 20%, milli áranna 2008 og 2009.
- Á hinn bóginn, minnkaði innflutningur landsmanna á síðasta ári, um 35%.
- Þannig, að þrátt fyrir raunsamdrátt útflutningstekna, framkallaðist samt sem áður hagnaður af vöruskiptum.
Þetta eru upplýsingar, sem koma ef til vill ekki á óvart, en þær hafa alls ekki komið fram í fjölmiðlum fram að þessu, þ.e. að það sé ekki þakka að aukning hafi orðið í útflutningi, að það var mikill hagnaður af vöruskiptum, heldur því hve hrun á innflutningi var stórfellt.
Samdrátturinn er höfuðvandinn, honum þarf að snúa við!
Áhyggjum veldur þó, að þessi mikli samdráttur, í vöruinnflutningi, nær yfir alla vöruflokka. Þ.e. ekki einungis svokallaðar neysluvörur. Heldur einnig varning sem fyrirtæki nota til eigin rekstrar sbr. vöruflokka - fjárfestingavörur, hrá- og rekstrarvörur, flutningatækja o.s.frv.
- Eins og fram kemur í viðtali við Má Guðmundsson, Seðlabankastjóra, var hlutfall innlendra fjárfestinga einungis 14% í fyrra - en, fjárfesting er ein af aðalundirstöðum framtíðarhagvaxtar.
- Ef hún er ónóg um eitthvert tímabil, til að viðhalda framleiðslutækjum-, þekkingu- og rannsóknum, þá dregur úr samkeppnishæfni innlendra aðila í samanburði við erlenda keppinauta; og að dregur væntanlega, úr möguleikum okkar fyrirtækja til að afla kaupenda erlendis á okkar vörum, á þolanlegum verðum. Þá annað af tvennu eða hvort tveggja, dregur úr útflutningi og verð lækka á erlendum mörkuðum.
- Punkturinn, er sá að til að nauðsynleg aukning í fjárfestingum, getur ekki annað en orsakað aukningu á innflutningi, en framleiðslutæki þarf öll að flytja inn, einnig flest hráefni. Þannig, að þessi mikli hagnaður af útflutningi sem er til staða um þessar mundir, getur ekki annað en verið skammtímafyrirbæri; nema að stefnan sé hreinlega sú, að hér í framtíðinni búi einungis fátækt fólk, sem hafi einungis atvinnu af útflutningi á fiski og áli. Lífskjör verði sambærileg og í þróunarlöndum.
- En, þ.s. útflutningur á fiski fer ekki eftir hagsveiflu, heldur hversu vel veiðist þ.e. aðstæðum í hafinu, og útflutningur á áli fer eftir aðstæðum á heimsmarkaði en ekki innlendum aðstæðum; þá má líta á þessa 2. þætti hagkerfisins sem fasta, þegar við íhugum hina hefðbundnu íslensku hagsveiflu. Þetta þíðir, að fræðilega er hægt, að borga erlend lán, með því að framkalla nægilega stórann hagnað af útflutningi, með þeim hætti að færa lífskjör hérlendis marga áratugi aftur í tímann - þ.e. aftur í þann tíma, er við lifðum einungis á fiski og áli, höfðum miklu takmarkaðra heilbrigðis-, skóla- og tryggingakerfi en á umliðnum áratug.
- Þetta rekst þó á, það yfirlísta markmið, að endurreisa hér norrænt velferðarþjóðfélag.
Eitt áhugavert kom fram í viðtalinu við Má Guðmundsson
Það áhugaverðasta er fram kom í viðtalinu við Má, var ef til vill eftirfarandi:
"Aðspurður hvernig vaxtalækkun í hagkerfi er styðst við gjaldeyrishöft geti leitt til gengislækkunar krónunnar bendir Már meðal annars á þá erlendu fjárfesta sem eiga hér á landi umtalsverðar eignir í krónum. Að hans sögn, hafa þeir heimild til þess að skipta vaxtagreiðslum eigna sinna í gjaldeyri og fara með úr hagkerfinu og segir Már vaxtastefnuna hafa gert það að verkum að þeir hafi ekki nýtt þá heimild í miklum mæli og það hafi varið gengisstöðugleikann."
- Ég velti fyrir mér, af hverju ekki hefur verið girt fyrir þessa heimild?
- Ef til vill, rekast þarna á, skilmálar þeirra pappíra, sem þeir eru handhafar af.
- Spurning hvort menn eru hræddir við hugsanleg dómsmál, af þeirra hendi.
- En, ég meina - meðan höftin eru við lýði, geta þeir ekki selt bréfin. Þessi hagnaðtilfærsla, er vart risa-atriði, samanborið við þann gríðarlega skaða sem of skuldug heimili og of skuldug fyrirtæki bera, af allt of háum vöxtum miðað við aðstæður.
Ég hef verið í nokkrum samskiptum við Alex Jurshevski, og hann var ekki hrifinn af honum Má, né af hans samstarfsmönnum í Seðlabankanum. Hvað þá, Gylfa Magnússyni.
"These people are in denial.
You cannot expect them to deal effectively with problems they cannot see. I also suspect that even if they did see the problems, that they would not understand how to solve them."
----------------------------
"The folks at the Central bank do not get the connection between the excess liquidity in the banking system, below potential economic growth and the very high interest rates that they are maintaining.
They also do not understand that these FX loans for reserves management make them a target for speculators and therefore they are very risky."
----------------------------
Einar
These people are dangerous.
Þetta síðasta kom eftir að ég greindi honum frá því sem kemur fram í eftirfarandi pistlum:
Snillingarnir í Seðló
Er seðlabankastjóri hættulegur maður?
En í fyrra pistlinum, þá greini ég frá því áliti Seðlabanka manna, að vaxtastefna Seðlabankans sé nálægt því að vera í jafnvægi gagnvart hagkerfinu. Þeir fá það fram með þeim hætti, að verðbólga er dregin frá vöxtum þannig að raunvextir séu einungis um 2%, sem þeir kalla að vaxtastig sé í ágætu meðalhófi.
En, samt er engin þensla heldur samdráttur - eina verðbólgan sem er til staðar, er af völdum gengisbreytinga.
----------------------
Í seinna pistlinum, greindi ég honum frá ræðu sem Már hélt á fundi með vinnuveitendum, og þar líkti hann sér við Ghengis Khan - án gríns. Lesið pistilinn.
En, ábendingin um að þetta lánsfé geri bankann að skotmarki, er bein tilvísun á að, gráðugir fjárfestar þarna úti, vita vel af því og hafa áhuga á að komast yfir það.
Það geta þeir gert með þeim hætti, að fara í áhlaup á krónuna og ef Seðlabankinn bregst við með því að leitast til við að verja krónuna, þá getur þetta fé einfaldlega glatast - 1,2 og 3.
Stiglitz kom einnig með þennan punkt - sjá Stiglitz - fundur.
- Hann er mjög gagnrýninn á þá hugmynd AGS, sem ímsir aðrir hafa gangrýnt hér, að taka peninga að láni til að setja í gjaldeyris varasjóð. (Hann ræðir AGS frá 57 mæinæutu til cirka 70 mínútu.)
- 83-87 mínúta, leggur hann áherslu á, að við höldum krónunni, og spilum með hana af skynsemi.
- 88-101 mínútu minnist hann á Thayland og Ísland, telur þ.s. hann kallar þriðju leið, vera sú ákjósanlegustu fyrir okkur.
Svo að skoðun Alex Jurshevski, útlendings er hefur engin pólitísk tengsl hingað, enga hagsmuna að gæta nema einhvers hugsanleg framtíðargróða þ.e. ef við kaupum hans ráðgjöf; telur hreinlega Seðlabankamenn, vera hættulega fávísa.
Ríkisstjórnin, sé í afneitun.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar