Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Greinilegt að Þýskaland er orðið þreitt, á þeim vanda sem hefur skapast, að mörg lönd "freerida" á Evrunni, njóta ávaxtanna án þess að vinna fyrir þeim!

Vandinn er sá, að mörg ríki hafa notað að því er virðist, Evrusvæðið sem nokkurs konar slökunarnýlendu.

  • Fólki hafi fundist það vera "arrived" eftir upptöku Evru.
  • Í stað þess, að halda samkeppnisstöðu sinni, eða jafnvel efla hana, hafi verið slakað á klónni, eytt um efni fram.
  • Þessu hafi fylgt eins og hér á landi, skuldahlaðin þensa, þ.s. fólk notaði sér að Evru lán voru á lágum vöxtum, til að safna háum upphæðum í skuld, sem ekki hafi virst áhættusamt, meðan allt lék í lyndi
  • Eyðslan um efni fram, hafi skilað sér eins og hérlendis, í þenslu er mestöll var tekin að láni.


Nú eru þjóðverjar orðnir þreittir á þessu, eins og sést á orðum Angelu Merkel frá því í gær:
 
Sjá frétt
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að opna verði fyrir þann möguleika að reka aðildarríki úr evrópska myntsamstarfinu, ef þau ógni efnahagslegum stöðugleika álfunnar. Þá varar hún við því að Evrópusambandið komi Grikkjum til bjargar."

 

Þessa frétt ber að taka alvarlega. En, orð Merkels koma beint á eftir orðum Wolfgang Schäuble, sem voru minna hvöst, en hann hvatti til þess, að hægt yrði að refsa þeim ríkjum, sem sinna ekki skildur sinni, að reka sjálf sig af skynsemi.

 

  • Ég hef ekki trú á að Merkel eða Schäuble komi með slíkar yfirlísingar, út í bláinn.
  • Þýskaland er eftir allt saman, lykilríki ESB.
  • Þjóðverjar greinilega eru orðnir þreittir á, að önnur lönd stundi óstjórn í skóli Evrunnar.


Sjá Skýringarmynd:

Samkeppnish�fni vinnuafls � Evr�puÞ.s. þessi mynd sýnir er þróun, vinnu-afls kostnaðar, frá árinu 2000 til 2009.

Þvert ofan í spár, hefur samkeppnishæfni vinnuafls landanna ekki batnað, við upptöku Evru, að því er best verður séð.

Myndin virðist sýna, að Þýskaland, neðsta línan, hafi haldið samkeppnishæfni sinni mjög vel, á meðan að samkeppnishæfni hinna landanna hefur minnkað, ár frá ári.

 

 

 

 

  • Þ.s. þessi mynd segir, er að innlendur kostnaður þ.e. verðbólga, hafi verið hærri í hinum löndunum, yfir tímabilið, heldur en í þýskalandi.
  • Þetta segir með öðrum orðum, að önnur ríki hafi stundað mun meiri lausamennsku í hagstjórn en þjóðverjar, heimilað þenslu að eiga sér stað sem hafi líst sér í stöðugum kostnaðarhækkunum.
  • Þar með, hafi launastig farið hækkandi, og þ.s. Evran hækkaði ekki á móti, heldur miðaðist við þýska hagkerfið, þá skilaði þetta sér í eins og hér á landi, hærri kaupmætti um tíma.
  • Almenningur þar eins og hér, lifði um efni fram, með öðrum orðum, og stjórnvöld í viðkomandi ríkjum, alveg eins og hér, gerðu ekkert til að halda í við.
  • Afleiðingin sem sagt, gríðarleg skuldasöfnun alveg eins og hérlendis, sem nú skilar sér alveg eins og hér, í mjög erfiðri stöðu, heimila - fyrirtækja; alveg eins og hér.

 

Ég bendi á eftirfarandi greinar:

Germany's eurozone crisis nightmare  -  By Martin Wolf

Why Europe’s monetary union faces its biggest crisis  -  By Wolfgang Schäuble

 

Evrudraumar Samfylkingar:

Mér sýnist ljóst, að þetta getur vart annað en haft áhrif á Evrudrauma Samfylkingar.

  • Það liggur í augum uppi, að efirlit með hegðun meðlimarríkja verður hert.
  • Að auki einnig, að reglur verða stífar túlkaðar.
  • Að lokum, reglur verða sennilega einnig hertar.

Ég held að það sé alveg öruggt, að þetta muni hafa einhver áhrif á þann tímaramma, sem við Íslendingar getum mögulega átt von á, að öðlast aðild að Evru - ef til þess myndi koma, að Ísland hefði gengið inn í ESB, innan nokkurra ára.

 

Kv.


Vandinn er að ríkisstjórnin getur ekki skorið niður! Þetta er útgjaldavandinn í hnotskurn

Gylfi Magnússon á mánudaginn, svaraði Jurshevski með þeim hætti, að lánin í gegnum AGS prógrammið væru nauðsynleg fjármögnun fyrir Ísland, og að auki að þau væru þau hagstæðustu í boði.

Þetta er mjög áhugavert "fjármagna Ísland".

Það virðist sem þessi frægu lán hafi nú skipt um hlutverk, í annað sinn.

Eða, fengið viðbótarhlutverk.

 

Teljum upp hlutverk þeirra:

  • Snemma árs 2009, var hlutverk þeirra að borga eigendum krónubréfa út. Planið var að taka krónuna úr höftum, hleypa henni lausri og nota lánsféð til að tryggja krónubréfaeigendum greiðslu. 
  • Eftir sem leið á 2009, versnaði ástandið. Mat á skuldum Ísland hrökk úr 1,6 landsframleiðslum í 3,1 landsframleiðslu; og í ljós kom, að ríkinu myndi ekki ganga að endurfjármagna nein af sínum lánum. Þá, allt í einu, tilkynnti Gylfi um það, að láns-gjaldeyris-varasjóðurinn, væri einnig orðinn að sjóði sem ríkið mætti sækjar sér í fé, til að greiða af erlendum gjaldeyrislánum.
  • Núna, skv. allra nýjustu yfirlísingu sinni, virðist sem að láns-gjaldeyris-varasjóðurinn, hafi að auki, fengið það hlutverk að vera varasjóður fyrir ríkið, ef það vantar pening fyrir halla á ríkiskassanum.


Maður á ef til vill ekki að vera hissa á þessu.

  • En, ekkert af þeim framkvæmdaverkefnum er ríkið ætlaði að fara í, hefur verið fjármagnað.
  • Erlend fjármögnun hvers eins og einasta af þeim, er í voða. 
  • Þ.e. því ekki útlit til þess, að nokkurt þeirra fari af stað.
  • Ergo, þá verður enginn hagvöxtur, ekki bara á þessu ári heldur einnig því næsta, og þarnæsta.
  • Ergo, AGS planið er hrunið. Ísland verður greiðsluþrota þegar lánsféð þrýtur. Það má vera að það dugi út næsta ár, ef meira fjármagn fæst, þ.e. það fé sem ríkisstjórnin vonast eftir að fá. En, ef það fæst ekki, verður ríkið greiðsluþrota um mitt næsta ár.


Ríkisstjórnin er að keyra þjóðfélagið beinustu leið í þrot, og talsmenn stjórnarflokkanna, láta sem að allt sé í lagi.

Jesús minn, hvað þeir minna á bankastjórana okkar, fyrir október 2008.

 

Kv.


Búh - einhver gæti keypt skuldirnar mínar! Í fréttum í kvöld, er reynt að framkalla hræðslu við það, að skuldir ganga kaupum og sölum

  • Nú þurfa menn aðeins að staldra við. Ég persónulega, er búinn nú að vera í e-mail samskiptum við herra Alex Jurshevski, um nokkra mánaða skeið, og vissi fyrir löngu, að hann stundar m.a. viðskipti með skuldir.
  1. SKuldir Íslands, hafa þegar í mörgum tilvikum skipt um eigendur. Þ.e. vitað, og hefur reyndar áður komið fram í fjölmiðlum. Eru m.a. í eigu vorunarsjóða.
  2. Við höfum enga stjórn á því, hvað markaðurinn þarna úti, gerir við okkar skuldir. Þarna úti, eru skuldabréf eins og hver önnur verðbréf, þ.e. þau skipta um eigendur, eftir duttlungum eigenda þeirra, hverju sinni.
  3. Okkur, er í reynd, engin ógn af þessu. En, þeir sem eiga skuldir, eftir allt saman, græða eins og aðrir, á að kaupa ódýrt og selja dýrt.

Hafandi þetta í huga, segjum svo að herra Jurshevski, ætlaði sér að græða á því, að eiga viðskipti með okkar skuldir, þá hvernig græðir hann á því?

  • Hann græðir með þeim hætti, að þær hækki í verði.
  1. Hvernig hækka þær í verði?
  2. M.a. með þeim hætti, að ráðgjöf hans skili árangri.
  • Svo að í reynd, skilar eign hans á hluta okkar skulda sér í hvata til hans, til að ná fram árangri einmitt í því, að láta okkar hagkerfi skila efnahagslegum viðsnúningi með sem skemmstum tíma, og er möguleg.

 

  • Og, það akkúrat, fer saman við okkar hagsmuni.

 

Hvað ber okkur að varast?

Það einfaldlega, að skuldir okkar verði of háar. Einmitt, atriði sem Jurshevski hefur bent okkur á.

 

Kv.


Skuldatryggingaálag Íslands er við 450 punkta eða 4,5%. En, Gylfi Magnússon hyggst samt ryðja brautina, eins og hann kallar það!

Eins og flestir hafa séð, þá er Gylfi Magnússon, að velta því fyrir sér, að láta ríkissjóð sækja sér lán út á erlenda lánamarkaði. Markmiðið að ryðja - eins on hann kallar það - brautina fyrir fjármögnun, opinberra fyrirtækja.

"Slíkri lántöku yrði þar af leiðandi ætlað að senda þau skilaboð út til markaðarins, að ríkið hefði aðgengi að lánsfé og það ætti að koma þeim sem fyglja í kjölfarið til góða."

 

Áhugavert er að hafa í huga, að skuldatryggingaálag (Credit Default Swap) Íslands, er um þessar mundir í kringum 450 punkta, þ.e. 4,5% umfram áhættu álag á vexti.

Gylfi hlítur að vita, að erlendir lántakendur, taka mið af skuldatryggingum.

Til samanburðar, er rétt að koma með bút af frétt um Grikkland...

 

FT.COM

"The Greek government succeeded in selling €5bn in debt earlier in March, but at an interest rate of 6.25 per centa level that some economists said risked being unsustainably high for a country that needs to raise a total of €53bn this year."

 

...en, ef sérfræðingum erlendis finnst 6,25% vextir vera á jaðrinum fyrir Grikkland, höfum í huga að áhættuálag Grikklands er cirka 100 punktum lægra okkar cirka 350 punkta eða 3,5%, svo að áhættuálag Íslands upp á 450 punkta eða 4,5% ætti því, að skila enn hærri vöxtum?

 

En, þ.e. ekki af ástæðulausu, að ríkið hefur ekki verið að taka nein erlend lán, síðan undir lok ársins 2008.

Þá rauk skuldatryggingaálag Íslands upp yfir 500 punkta, hefur síðan sveiflast fór lægt niður í u.þ.b. þar sem álag Grikklands stendur nú, en hækkaði síðan aftur á seinni hluta ársins, og hefur á þessu ári haldist við 450 punkta.

  • Grunn vandinn er sá, að kostnaður við erlenda lántöku, er of mikill. 
  • Fyrirtæki í eigu hins opinbera, geta ekki haft lægraálag, en ríkið sjálft.
  • Þetta er ástæðan þess, að öll fjármögnun verkefna, er átti að skila hagvexti, er í voða; og hefur ekki enn tekist.
  • Án þeirra er hagvöxtur næstu árin fullkomlega útilokaður.
  • Það mun leiða til óhjákvæmilegs gjaldþrots ríkisins, ef ekki er undið snarlega af núverandi stenfu, sem er að taka lán eftir lán -


Ríkisstjórnin getur ekki skorið niður:

  • Þetta er grunnástæða þess, að ríkisstjórnin leggur svo mikla áherslu á lántöku.
  • En, valið er á milli þess, að skera niður um cirka 150 milljar, hjá ríkinu. 
  • ...eða að taka öll þessi lán, í von um að þetta síðan reddist einhvern veginn.
  • Efnahagsplan ríkisstjórnarinnar og AGS, hefur allt frá upphafi skort allan trúverðugleika. Þ.e.í reynd alger steypa, sem aldrei gat gengið eftir, þ.s. það plan gerði ráð fyrir röð þátt, sem algerlega er útilokað, að fari saman hér á landi.
  1. Það fer aldrei saman á Íslandi, í ísl. hagsögu, um samfellt tímabil lengra en 2-4 ár, stór afgangur af erlendum vöruskiptum, og mikill hagvöxtur. Þetta á við hagsögu lýðveldistímabilsins.
  2. Ísland er míkró hagkerfi, sem lísir sér m.a. í því, að nánast allt er innflutt. Afkeiðing þess, er að hagvöxtur eykur alltaf innflutning, þannig að ísl. hagsveifla hefst alltaf eftir gengisfall á lágu raungengi, afgangi af utanríkisverslun. Síðan, fer sá afgangur minnkandi og ávallt hendir það, að á e-h tímapunkti hagsveiflu skiptir yfir í viðskiptahalla.
  • En, með því að gera ráð fyrir stærri afgangi af vöruskiptum, þ.e. um 160 milljarða kr. - þ.e. enn stærri en alger metafgangur síðasta árs upp á 90 m.kr. - og það samfellt í 10 ár; og síðan með því, að yfir sama tímabil, er gert ráð fyrir hagvexti upp á cirka 3,6%. Þá, þarf ekki frekari vitni til, að það plan er fullkomlega ómögulegt.
  • Þetta hef ég skilið, alla tíð síðan ég fyrst sá planið, snemma árs 2009.

Þ.e. sem sagt, verið að keyra Ísland eftir plani, sem aldrei gat gegnið upp, og af einhverjum furðulegum ástæðum, láta þeir sem ættu að vita betur, eins og að þetta hafi nokkurn möguleika til að ganga upp.

Ef ekki verður snarsnúið af leið, er hrun innan næstu 12. mánaða nær 100% öruggt.

 

Kv.


Er skipulega verið að plata ísl. stjórnvöld, til að undirgangast skuldafjötra, sem svo munu valda því, að eigendur skulda okkar, munu eiga alls kostar við okkur?

Þetta er eitt af elstu brögðu/trikkum í heimi, þ.e. lánaðu viðkomandi á kjörum, sem þú veist að viðkomandi er ólíklegur til að standa undir.

Síðan, þegar viðkomandi, getur ekki staðið í skilum, hirðirðu bissnessinn af honum.

Eru Bretar og Hollendingar skipulega að gera okkur þetta?

Eru ísl. stjórnvöld, í hreinni heimsku, að láta teima sig, og þjóðina, í slíkt skuldafangelsi, þ.s. þessir erlendu aðilar, munu geta átt alls kosta við okkur, síðan hyrt af okku þ.s. þeir vilja, á meðan við erum svo skilin eftir með sárt ennið - fátækir þjónar nýrra húsbænda, raunverulegt efnahagslegt sjálfstæði glatað, Ísland nýlenda á ný?

 

Hlutverk Vinstri Grænna:

Þ.e. mikil kaldhæðni í þessu, því Vinstri Græni, trúa á samsæriskenningar um að fámenn ofsarík elíta, stjórni heiminum á bak við tjöldin.

Þeir einnig trúa því, að gömul nýlendu veldi, eins og Holland og Bretland, séu ekki endilega, orðin að sakleysisgreyum í dag.

En, samt - virðast þeir vera að feta það einstig, að vera að afhenda Ísland, þ.s. íslendingar eiga, akkúrat upp í gínandi skoltana, á gírugum aðilum - og það með þeim hætti, að erfitt er að sjá að aftur yrði snúið, jafnvel nokkru sinni.

 

Hvernig eru fyrrum nýlendu veldin 2 að plata?

Nefnum eldra dæmi. Á 19. öld, hafði stórvesírinn af Egyptalandi smáma saman tekist, að mjaka sér inn í ástand, nær fullkomis sjálfstæðis frá Tyrkjum, þó enn væri hann og hans ríki, að nafni til hluti af Tyrkjaveldi.

Stórvesírinn, vildi efla sitt land, reisa verksmiðjur, þróa það. Á sama tíma, voru Bretar og Frakkar, að færa út nýlenduveldi sín með ógnarhraða. Þeir ginu yfir Egyptalandi. Þau vildu komast yfir Egyptaland. Þeim tókst það á endanum. Hvernig?

Stórvesírinn var gabbaður til að taka nokkur stór lán, til að reisa hitt og þetta í Egyptalandi, en Bretar og Frakkar vissu þá mæta vel, með meiri þekkingu þá á iðnvæðingu, að þ.s. var verið að reisa fyrir þetta fé myndi ekki veita nægar tekjur fyrir afborgunum af lánunum. Síðan, komst stórvesírinn í vandræði með afborganir.

Eftir það, neyddu Bretar og Frakkar hann, til að undirgangast að verða svokallað "protectorate" þ.s. Bretar og Frakkar, í sameiningu réðu öllu. Eftir það, var þetta var sjálfstæði Egyptalands á enda, þangað til að það var endurreist eftir seinna stríð á 20. öld.

--------------------------------------

Nú, í okkar tilviki er verið að neyða okkur, til að undirgangast fullkomlega óþarfar skuldir:

  1. Icesave.
  2. AGS.
  3. Lán frá Norðurlöndum.
  • Þessar skuldir samanlagt, verða okkur ofviða, með sama hætti og skuldir stórvesírsins voru fyrirsjáanlega óviðráðanlegar.
  • Síðan, þegar sá tímapunktur kemur, að við náum ekki að standa við greiðslur, þá hafa Hollendingar og Bretar möguleika á, að gjaldfella Icesva lánið.
  • Vegna ákvæða um afsal þjóðréttarlegrar verndar eigna í eigu ríkisins, og ákvæðis sem kveður á um rétt þessara aðila, til að setja þær eignir undir hamarinn; Þá eiga þeir mjög hægan leik skv. Icevasamkomulaginu, til að taka eignarnámi verðmætustu eignir ríkisins, upp í skuld.
  • Þannig er þá ástandið fullkomnað, þjóðin er komin á vonarvöl. Inn í hringrás, sem getur ekki annað en endað í ástandi, fátæktar.


Sjá gamla færslu um Icesave:

Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?


17.3 Waiver of sovereign immunity
Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any
process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or
remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its
property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or
judgment. lf either the Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.  

 

Þetta fræga ákvæði, er enn til staðar í samningnm - þ.e. þeim er hafnað var í þjóðinni.

En, það má segja að sá samningur hafi 2 lykil ákvæði:

  1. Waiver of sovereign immunity.
  2. Sovereign guarantee. 


  • Hið fyrra afsalar vernd af eignum ríkisins, þannig að þá er hægt að setja þær undir hamarinn. En, um samninginn gildir bresk lögsaga.
  • Hið seinna, gerur Ísland ábyrgt fyrir heildar upphæðinni.

Þessi 2. ákvæði eru háð hvoru öðru. Samanlagt, gera þau það að verkum, að skv. Icesave samkomulaginu, er hægt að hyrða þær eignir ríkisins, sem skila stöðugum öruggum tekjum.

 

Ég átti í gær mjög langt og áhugavert samtal við mjög áhugaverðan mann, Alexander Jurshevski:

Ég bendi lesendum einnig á viðstals samantekt við hann, í Morgunblaðinu 13.3 2010.

En, hann sagði mér að Íslendingar hefðu alls ekki átt að semja um að greiða af Icesave. Aldrei hefði átt að setja inn ofantalin 2. ákvæði, þ.s. þau væru mjög hættuleg fyrir framtíðar efnahagslegt sjálfstæði landsins. 

Hann taldi þó, að of seint væri að bakka út úr því, að gera samkomulag um Icesave greiðslur.

Forgangsatriði væri þá, að losna við hættulegu ákvæðin 2, þ.e. "Sovereign guarantee" og "Waiver of sovereign immunity".

Við værum einfaldlega búin, að samþykkja að ganga frá samkomulagi við Hollendinga og Breta, þ.e. nýju samkomulagi, 4. flokkurinn í sameiningu.

 -------------------------------------------

Hann metur í dag, skuldir ríkisins í kringum 80% af þjóðarframleiðslu, en að ef öllum þeim viðbótar skuldum sem gert er ráð fyrir í samkomulaginu við AGS sé bætt við, verði skuldir ríkisins milli 140 - 130%. 

Skuldastaðan sé þegar varasöm, að hans mati. En, skuldastaða upp á 130-140% væri stórhættuleg, að hans mati, fyrir ísl. stjórnvöld.

Hann segir einfaldlega - hættið við samkomulagið við AGS.

  • Efnahags planið, sem miðast út frá þeirri skuldsetningu, sé mjög ósannfærandi, og ólíklegt til að ganga upp. 
  • Mín persónulega skoðun, er að það sé reyndar þegar hrunið, þ.s. ljóst er, að stórframkvæmdir sem áttu að setja af stað hagvöxt, eru í slíkum vandræðum með fjármögnun, að ólíklegt virðist að þær fari af stað á næstunni, og þá verður ekki af þeim planlagða hagvexti. Þá, verður ekki Ísland fært um að standa undir afborgunum, af öllum þessum viðbótar skuldum.

Hvað á að gera í staðinn - endurskipuleggja skuldir.
  • Jurshevski tók sjálfur þátt í að aðstoða stjórnvöld Nýja Sjálands, á seinni hluta 9. áratugarins við það að endurskipuleggja skuldir þess lands, og Nýja Sjáland komst hjá gjaldþroti. Í dag, eru mál þar í ágætu lagi.
  • Hann veit með öðrum orðum að þessi leið er vel fær.
  • Við þurfum skv. þessu, ekki að tala við Parísarklúbbinn eða AGS frekar, þ.e. einnig fært að leita einfaldlega til sjálfstæðra sérfræðinga eins og Vurshevski, fá hann og einhverja aðra slíka óháða, safna saman teymi þeirra, og að það teymi síðan aðstoði okkur við slíka sambærilega skuldaendurskipulagningu.
  1. Jurshevski telur, að Ísland hafi fjármagn út 2011.
  2. En, til öryggis, má einnig biðja Norðmenn formlega um, að veita okkur úttökuheimild af reikningi, sem taka mætti af ef seinna kemur í ljós að fjármagn vantar.

Niðurstaða

  • Hættum við áætlun AGS. Það er algerlega vonlaust að hún gangi upp úr þessu, hvort eð er. Hættum þar með við þær stórvarasömu lántökur, sem eruí býgerð skv. því samkomulagi.
  • Fjarlægjum ákvæðin um "Waiver of sovereign immunity" og "Sovereign guarantee" úr samkomulagi um Icesave. Þ.e. alger lágmarks krafa. Því þau 2. ákvæði geta annars gert út um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Þ.e. sem sagt leiðin, að stýra skuldum okkar, með vitrænum hætti. Endurskipuleggja þær til lækkunar greiðslubyrði, jafnvel í tilvikum lækkunar höfuðstóls.

Jurshevski, segir, að Grikkland sé í reynd í verri stöðu en við. Og, ef slík skulda-endurskipulagning fer fram, í ljósi auðlinda okkar, þá ætti hagkerfið að geta rétt við sér, á 3-5 árum.

 

Kv.


Ræða mín fyrir útifund á lækjartorgi - 12/3 20010!

Kæru landar -

*hver er sannleikurinn um ástandið, eins og það er?

*ríkisstjórnin, segir okkur ítrekað að vera bjartsýn.

*En, er ástæða til bjartsýni - skoðum málið.

--------------------------------------

Hver var raunstaða landsins við áramót?

Kæru landar, ég beini spurningum að ykkur!

*Við áramót, var hagnaður af vöruskiptaverslun landsmanna, um 90 milljarðar - hve margir vita þetta?

Réttið upp hönd! Já nokkur af ykkur vita það.

*En, hve margir vita þá, að þrátt fyrir stærsta hagnað landsmanna af vöruskiptum alls lýðveldistímans, var samt sem áðiur halli, af reikningi landsmanna við útlönd, í kringum 50 milljarða?

Réttið upp hönd, sem vissu þetta! Eru það ekki fleiri? Svona réttið upp hönd!

Þá vitum við það, mjög mörg ykkar vissu það ekki.

*Lokaspurningin, - ímyndum okkur, að hvert ykkar væri sérfræðingur, starfsmaður banka, og til ykkar kæmi einstaklingur, sem svipað væri ástatt um, og Íslandi - þ.e. að tekjur duga ekki fyrir greiðslum vaxta af skuldum. Og, viðkomandi myndi biðja um lán. Hve mörg ykkar, myndu mæla með því, að veita þessum einstaklingi - sem þegar hefur ekki nægar tekjur fyrir vöxtum af þeim skuldum er hann þegar er með á bakinu - nýtt lán? Hve margir? Enginn? Virkilega svona fáir?

Kæru landar, þá vitið þið svarið við því, hvers vegna lánafyrirgreiðsla erlendis frá, er einfaldlega ekkert að ganga, hvorki fyrir ríkið - né orkufyrirtækin, er vilja fjármagna framkvæmdir, sem ríkið vill ráðast í.

Starfsmenn erlendra banka eru engir bjánar. Þeir sjá þetta eins vel, þ.s. þið sáuð áðan, ef ekki betur, að hrein brjálsemi væri, að lána frekara fé til Ísland, þegar það þegar hefur ekki nægar tekjur fyrir núverandi skuldum.

---------------------------------

*Ríkisstjórnin vill meina, að það sé Icesave að kenna, að þessi fyrirgreiðsla berist ekki. En, lausn Icesave hækkar ekki tekjur Íslands - nei það hækkar þ.s. Ísland þarf að greiða af. Eins og við nú vitum, þá lána engir okku á meðan, tekjur duga ekki fyrir greiðslum af þeim skuldum, sem við þegar erum með á bakinu. Þ.e. því alger fásinna að halda því fram, að það liðki fyrir lánafyrirgreiðslu til Íslands, að leisa Icesave.

En, bjargar það ekki öllu, að fá lánin frá norðurlöndunum og AGS? Kæru Íslendingar, eins og ég úskýrði áðan, þá er það sá vandi, að Ísland hefur nú þegar ekki nægar tekjur fyrir greiðslum af núverandi skuldum, sem hamlar gegn lánafyrirgreiðslu hingað til lands, t.d. til Landsvirkjunar?

Það ástand, batnar í engur við það eitt, að stórhækka þær skuldir sem Ísland ber, en eftir allt saman mun þurfa að greiða af þeim einnig. Þess vegna, sé ég ekki, orsakasamhengi milli að - ganga frá Icesave - að fá lánin frá AGS og Norðurlöndunum - og, að einhverjar flóðgáttir lána, opnist til Íslands.

------------------------------

*Við erum í vanda, því ekki er útlit fyrir að verði að þeim stórfelldu verklegu framkvæmdum, sem stefnt var að, setja af stað á þessu og næstu árum.

*Það - kæru Íslendingar - þíðir að plan AGS og ríkisstjórnarinnar um efnahagslega endurreisn - er hrunið.

*Og, - kæru landar - fyrst að svo er, þá verður ekki að hagvexti, ekki bara á þessu ári, heldur einnig á næsta og þarnæsta, a.m.k.

*Svarið er sára einfalt, það þarf að stokka upp spilin og hugsa allt planið um endurreisn upp á nýtt.

----------------------------

Ég skal nefna eina hugsanlega útleið.

Hún er sú, að endurskipuleggja skuldir, til lækkunar skuldabyrði, jafnvel á höfuðstól.

Slíka leið hafa aðrar þjóðir farið, t.d. Nýja Sjáland við upphaf 10. áratugarins, og farnast þeim vel í dag.

Endurskipulagning skulda, með aðstoð sérfræðinga, með það markmið að koma greiðslubyrði niður í viðráðanlegar hæðir, er sú leið sem mér líst best á.

*En, vera má, að einhverjum snillingi detti eitthvað betra í hug.

 

Ég bendi öllum á, að líta á blogg mitt, þ.s. ég byrti þessa ræðu:

einarbb.blog.is. Ég endurtek, : einarbb.blog.is.

 

Takk fyrir mig!


Nýju bankarnir fengu lánin, á verulegum afslætti!

Áhugaverðar upplýsingar komar fram í Morgunblaðinu í dag, um afskriftir útlánapakka bankanna, þegar hann var keyptur af ríkinu á afföllum, og síðan færður yfir til nýju endurreistu bankanna.

Eins og sést að neðan, þá geta þessar upplýsingar, bent til þess, að borð sé fyrir báru, til afskrifta til einstaklinga. En, staðan í dag, virðist vera að bankarnir séu í flestum tilvikum að rukka einstaklinga, um lán sína án tillits til þeirra afskrifta, sem bankarnir sjálfir fengu. 

Með öðrum orðum, almenningur, sé ekki að njóta þess með bönkunum, að útlán hafi verið keypt af þrotabúunum, á afslætti.

Þó það væri ekki nema, að mæta almenningi á miðri leið.

 

 

Arion Banki 

  • Útlán, upphaflegt virði 1.230 milljarðar. 
  • Færst yfir til bankans skv. virði 384 milljarðar.
  • Útlán til einstk. 11% heildarlána
  • 75% þeirra lána í skilum. 

 


NBI

  • Upphaflegt virði útlána 1241 milljarðar króna
  • Lán færð til bókar á 66% upphaflegs andvirðis.
  • Útlán til einst. cirka 25% heildarútlána. 

 


Íslandsbanki

  • Lán yfirfærð á 47% afslætti.
  • Lán til einstl. cirka 36% heildarútlána. 



Þ.e. þó spurning, hversu traust eiginfjármögnun bankanna raunverulega er. En, þrátt fyrir að hafa fengið útlán á afslætti, hafa bankarnir verið mjög tregir til afskrifta. Það hefur verið eins, og verið væri að kreysta úr þeim sjálft lífsblóðið.

 

Þá má velta fyrir sér, hversu traustur fjárhagur þeirra raunverulega er?

  • Bókfærst andvirði húsnæðis, vísbendingar eru um að það sé of hátt. 
  • Það sama getur átt við atvinnuhúsnæði, en mjög mörg fyrirtæki eru í fjárhagskröggum.
  • Þannig, að margar af eignum bankanna, geta verið of hátt metnar, og þannig eigið fé þeirra í reynd lægra, en er gefið upp í þeirra bókhaldsgögnum.

Ég velti þessu fyrir mér, vegna þess, að ein af mögulegu skýringunum, á tregðu bankanna, er einfaldlega sú, að stjórnendur þeirra, meti sjálfir, eigið fjár stöðu þeirra, sem tæpa í ljósi aðstæðna.

En, gríðarlegar afskriftir eru framundan.

 

Kv.


Ísland stefnir í óhjákvæmilegt greiðsluþrot. Eina vonin til að komast hjá því, er að hefja eins fljótt og auðið er, samningaviðræður við kröfuhafa Íslands um lækkun skulda og skuldabyrði!

Í ljósi þess, að herra Jurshevski er staddur á landinu, þessa stundina, endurbyrti ég grein mína um hann, þ.s. ég kynni hann og hans skoðanir á málefnum Íslands.

  • En, aðalpunkturinn, í hans niðurstöðu sem ég er 100% sammála, er að skuldir Íslands séu þegar það miklar, að eina von þess að sleppa við greiðsluþrot, sé að hefja eins fljótt og auðið er, samningaviðræður við kröfuhafa Íslands, þá er ég að tala um alla helstu eigendur skulda okkar, um lengingu lána - um lækkun vaxta og um lækkun höfuðstóls.
  • Ef ríkisstjórnin vill gera gagn, þá á hún að óska eftir því við norsk stjórnvöld, að þau fjármagni Ísland út 2011, en annars verður Ísland óhjákvæmilega greiðsluþrota um mitt ár - en, tilgangurinn væri að vinna tíma, á meðan samningaviðræður við kröfuhafa stæðu yfir.
  • En, að sjálfsögðu, eru slíkar viðræður mjög flóknar, og það verður ekki hjá því komist, að þær munu taka nokkurn tíma. Annars, er sá tími sem er til stefnu, helst til tæpur.
  • Að sjálfsögðu ber okkur, jafnhliða, að undirbúa greiðsluþrot - en, gera verður ráð fyrir þeim möguleika að samningar takist ekki. Síðan einnig, styrkir slíkur undirbúningur samningsstöðu Íslands, þegar við erum að tala um viðræður af þessu tagi.

En, Ísland getur alveg komist af, við aðstæður greiðsluþrots. En, betra er þó, að komast hjá því.

 

------------------------------------------Gamla færslan um Jurshevski að neðan

 

Hver er Alex Jurshevski? Hann virðist hafa gríðarlege mikla reynslu af rekstri eigna/skulda safna "portofilio management". Hann tjáir sig um stöðu Íslands!

Alltaf er að koma betur og betur í ljós, eftir því sem fleiri óháðir sérfræðingar erlendis tjá sig, að samningur Hollendinga og Breta við Ísland er fullkomlega ranglátur; og ennfremur, að hann byggi á ótraustum laga grunni.

Sér til málsvarnar, hefur ríkisstjórnin afstöðu ríkisstjórna Evrópusambandsins, og einnig afstöðu Framkvæmdastjórnarinnar; sem tjáði sig við ísl. stjórnvöld skömmu eftir hrun, að Íslandi bæri að greiða Bretum og Hollendingum. <Sjá nýjustu færslu Evliru Mendés >

Á hinn bóginn, hefur kynning á málsstað Íslands, gagnvart evrópskum stjórnvöldum, verið frámunalega léleg - þannig að skilning þeirra á raunvanda Íslands hefur skort. Að auki, er Framkvæmdastjórnin framvkæmdavald Evrópusambandsins en ekki dómstóll þess; svo að rökstudd skoðun þess, hefur ekki lagagildi. Framkvæmdastjórnin, er einnig mjög pólitísk, hafandi í huga að allir framkvæmdastjórarnir eru fyrrverandi atvinnustjórnmálamenn. Afstaða hennar, mótast því ekki endilega eingöngu af lagalegum forsendum, heldur einnig af ástandi líðandi stundar, þ.e. pólitískum forsendum - sem ástandið akkúrat þá var það, að sjálft bankakerfi Sambandsins var talið í stórhættu. Síðan, má bæta því við, að á þeim tíma, var mat á okkar skuldum mun lægra svo munaði ríflega þjóðarframleiðslu; þannig að byggt á því, má vera að rétt mat hafi virst vera, að þetta væri gerlegt.

Í dag, stendur mat á skuldum þjóðfélagsins, að frádregnum skuldum bankanna, í cirka 320% af VÞF. Það eru að sjálfsögðu, óheyrilega háar skuldir.

Einnig, þarf að hafa í huga, það gríðarlega tjón, sem hrunið hefur valdið á getu Íslands til hagvaxtar, sem að sjálfsögðu skaðar getu þjóðarinnar, til að afla sér tekna og því, til að borga niður skuldir.

 

Hver er Alex Jurshevski?

Alex Jurshevski - Managing Partner

Alex is the founder of Recovery Partners and has more than 20 years of experience in investment management, M&A and advisory work. Alex was formerly a Managing Director of Bankers Trust and prior to that he was with Nomura&#39;s Investment Banking Division, a member of the European Management Committee at NIplc and Chair of the Emerging Markets Trading Committee. In the early 90&#39;s Alex was recruited to turn around the portfolio management operations for the government of New Zealand. He was a member of the Advisory Panel on Government Debt Management and the World Bank&#39;s Government Borrowers Forum. He has been involved in over USD 40 billion of financial restructurings and over USD 20 Billion of primary transactions. Mr. Jurshevski is a current board member of the Toronto Chapter of the Turnaround Management Association and a director of a publicly traded (TSX) high-yield bond fund. His language skills include English, French, and German.

 

Af þessari upptalningur er ljóst, að þetta er gríðarlega áhugaverður einstaklingur.

Á forsíður síns fyrirtækis Recovery Partners kynna þeir sig sem "Sérfræðinga í stjórnun eigna í vanda og fjármálaeigna þ.s. plön hafa ekki gengið upp."

Þeir bjóða upp á:

 

Our Advisory Services include:

  • Sovereign Debt Restructuring


  • Corporate Debt Restructuring


  • Due Diligence and Valuation Reviews of financial portfolios, investee companies or acquisition targets


  • Asset Sale Advisory for banks and financial sponsors


  • Crisis Management

 

Og eftirfarandi segja þeir um sjálfa sig:

 

Recovery Partners provides a two-pronged service offering to bank and non-bank financial institutions, institutional investors, and alternative asset managers:

  • Financial and Risk Management Advisory services concerning Sovereign Debt Management Operations, investee companies, acquisition targets, loan obligors or financial asset portfolios.
  • Acquisition of distressed or “off strategy” financial assets.

The Bottom Line is that with us as your Partners you will get “Fast, Effective Relief” for any Restructuring, Debt or Asset Management Problem.

 

Það hefur verið umræða um, að Ísland þurfi sérfræði aðstoð. Þurfum við að leita lengra?

Fram kom í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. febrúar, í stuttu viðtali blaðamanns við Alex Jurshevski að þeir hefðu að fyrra bragði, sett sig í samband við ísl. stjórvöld.

Svo, ríkisstjórnin hefur enga afsökun, fjallið hefur kosið að koma til Múhameðs.

 

Bloggfærslan hans Alex Jurshevski, um Icesave

Þetta er alveg gríðarlega áhugaverð bloggfærsla. Ég hvet alla til að lesa hana.

Why Iceland Must Vote “No”

Hann hefur hana af fítonskrafti, með beinni tilvitnun í orð Woodrow Wilson:The policy of collecting debts by gunboats is unrighteous, unworkable and outdated”. En, með mjög skýrum hætti kemur fram, að hann metur alla samningsgerðina, sem nokkurs konar ofbeldi að hálfu hinna samingaðilanna gagnvart Íslandi og íslendingum.

 

"Historical Precedent

If the bailout plan goes ahead it would be the first peacetime circumstance where a borrower’s debt burden has actually been adjusted significantly higher following a crisis and the subsequent restructuring. The proposal, as rejected by President Grimmson does not make any sense in the historical context whatsoever. He was right to refuse to aquiesce on this basis alone."

Jurshevski telur að plan AGS fyrir Ísland, sé algert stílbrot í sögu AGS. En, hann á við, að planið gerir ráð fyrir að endurskipulagning skulda, leiði til hækkunar þeirra í stað lækkunar. Það, gangi þvert gegn þeirri starfsvenju, sem hafi skapast við endurskipulagningu skulda ríkja fram að þessu, - sem sé sú, að endurskipulagning sé alltaf til lækkunar greiðslubyrði eða jafnvel höfuðstóls skulda. Hann virðist í reynd, telja planið fráleitt.

 

Legal Precedent

We operate in a limited liability legal system.

There is absolutely no legal (or moral) obligation to pay off the claims lodged by the UK and the Netherlands. Insolvency law states that recourse can only be made to the estate of the bankrupt and not to unrelated parties. If the Deposit Insurance Fund set up to guard the claims of the depositors is bankrupt, there is no case law that states recourse to the taxpayers is a legitimate avenue for resolving unsatisfied claims in the absence of explicit sovereign guarantees. We are not aware of any such guarantees. As a case in point, do we have any evidence of US depositors seeking redress for their claims against failed UK financial institutions from the UK Government? Have International creditors of Lehman Brothers or Bear Stearns approached the US Government for restitution? It is not hard to imagine how far Europe’s leaders would have gotten in their discussions with the US Treasury if they had dared to make this approach.

Jurshevski hefur máls á, að benda á þá staðreynd að grunnregla lagaumhverfis vesturlanda þegar kemur að skuldaskilum sé reglan um "limited liability". Með öðrum orðum, að því sé takmörk sett, hve langt sé löglegt - en síðast en ekki síst - siðlegt, að ganga gegn hagsmunum þess sem skuldar.

Jurshevski bendir á þá grunnreglu við gjaldrot, að þá beri að ganga að eigum þrotabús. Í þessu tilviki eigum í þrotabúi Landsbankans. Kröfuhafar hafi engan rétt umfram eignir þrotabúsins.

Síðan, að ef innistæðu tryggingasjóður, standi eftir fjárvana. Þá sé ekki til staðar neitt "case law" þ.e. að dómstólar hafi fram að þessu, ekki úrskurðað með þeim hætti, að kröfuhafar hafi einhvern sjálfvirkan aðgang að sjóðum skattgreiðenda, þegar innistæðutrygginasjóðir og eignir þrotabúa dugi ekki til, að mæta þeirra kröfum; í tilviki þegar þjóðréttarlega skuldbindandi trygging sé ekki fyrir hendi. Honum sé ekki kunnugt um, að þjóðréttarlega skuldbindandi trygging, hafi verið til staðar.

 

Hello Iceland, Meet your new EU Neighbors

Central and Eastern European members of the former Soviet Union voted to join the EU in the 1990s under the impression that the EU would help them put in place a modernized Western-style industrial capitalism that would lead to rising living standards. Instead, the EU leadership looked at these post- Soviet economies as outlets for their exports, and greenfield opportunities for its banks. The EU looked the other way when the privatization process in these countries became corrupted; and again looked the other way when locals mortgaged their properties with FX loans which fueled an unstable real estate bubble. Crises in a variety of these economies is presently severely undermining the EU and the European Monetary Union and could lead to its demise.

The foregoing describes the exact the situation that Iceland finds itself in today. The added danger is that Iceland might surrender to the pressure to join the EU, when this will likely result in outside interests appropriating its fishing rights, energy resources, obtain unfettered access to the banking markets, and maintain the program of keeping the Government in thrall by lending to it in order to bail out their citizens and companies who speculated and lost with the now-defunct Icelandic banks. The EU entry would also take place at an extremely disadvantageous exchange rate, effectively undervaluing the entire country in euro terms.

We say leave the EU to itself, entry now creates problems for Iceland and does not solve anything.

Jurshevski er heldur betur ómyrkur í máli gagnvart hugsanlega væntanlegri ESB aðild Íslands. Hann bendir okkur á, að um þessar mundir, sé Evran í stórhættu á hruni.

Eftir að A-Evrópuríkin gengu í ESB, hafi meðlimaþjóðir er fyrir voru, séð þau sem mjólkurkýr. Nú standi þau frammi fyrir mjög svipuðu ástandi og Ísland, þ.e. skuldakreppu þ.s. almenningur skuldi allt of mikið í öðrum gjaldmiðli en eigin, og á sama tíma sé verið að glíma við afleiðingar efnahagshruns.

Við þessar aðstæður, hafi Ísland lítið að græða á aðild en hugsanlega miklu að tapa. Þeir leggja því til, að spurningunni um aðild, sé skotið á frest.

 

Debt Paralysis

If the package were to be adopted the share of debt servicing out of total government revenues would top 16%. At those levels this statistic is more usually associated with extreme sovereign default risk. Iceland’s current Debt to GDP ratio stands between 80 and 100%. This is already very dangerous territory. However, if the USD 10 Bn. package were adopted this ratio would soar to around 140-160%, an extreme danger zone as regard defualt risk. In that case the Debt to Government Revenue ratio would rise from around 160% to almost 300%. The World Bank defines Heavily Indebted Poor Countries (HIPC) as those where this ratio exceeds 280%. The HIPC’s are all basket cases where social dislocation, starvation and corruption are a daily fact of life.

Why “restructure” in order to inevitably slide into that state of affairs?

Jurshevski er sammála mér, og mörgum öðrum er gagnrýna samningagerðina um Icesave; að skuldir Íslands séu þegar það miklar, að hætta á gjaldþroti sé mikil ,án þess að Icesave sé bætt þarf ofan á. En, talan sem hann miðar við, er nettótala yfir skuldir þjóðarbús Íslands að frádregnum eignum og að frádregnum skuldum hrun bankanna. Þetta er einmitt tala, sem hefur heyrst frá ríkisstjórninni, og notuð til að rökstyðja að við séum þvert á móti ekki í svo alvarlegum málum.

Með Icesave sem viðbót, telur hann hættu á gjaldþroti, fara úr mikilli yfir í mjög mikla.

Hann bendir á, að öll þau lönd sem fram að þessu, hafi lent í sambærilega djúpri skuldakreppu og þá myndi skella á, séu öll án undantekninga efnahagsleg lík.

Hann endar á því að spyrja, "hvers vegna að endurskipuleggja skuldir til þess eins að komast í þeirra raðir?"

 

Credit Ratings

Fitch, the credit ratings agency, downgraded Iceland’s main sovereign rating to “junk” status recently. This is not surprising. What is also not in question is that it would be extremely unlikely that Iceland’s rating would move higher if it adopted the bailout proposals. The country would likely remain a basket case for the foreseeable future.

Alternatively, if Iceland were to embark on a comprehensive reform program, retrenching and relying on its natural resource base and strong exporter status to backstop fresh money from different sources, a move upwards in the credit rankings can become a reality within a relatively short period of time.  

Jurshevski segir lækkun Fitch Rating ekki hafa verið undarlega. Á hinn bóginn, telur hann mjög ólíklegt að gangast undir viðbótar skuldbindingar, sé líklegt til að framkalla hækkun þess mats í framtíðinni. Heldur þvert á móti, sé líklegra að slíkt myndi íta okkur niður á plan ríkja sem teljast vera efnahagsleg lík.

Hann segir þó, að Ísland eigi möguleika í stöðunni. En, þeir felist í efnahagslegum umbótum. Á því að draga okkur til baka. Á því að byggja á okkar auðlindum. Á því, að byggja upp útflutningsatvinnuvegi. Með þeim hætti, ætti að vera mögulegt að hans mati, að safna auði á nýjan leik og þanni að koma okkur smám saman út úr súpunni.

 

Structural Reform

Iceland must free up parts of its economy and make increased revenues available to the Government as part of the attempt to did itself out of this hole. For example Iceland’s Treasury currently receives no recurring revenue from the domestic fishery. Fishing Licenses have become a “rentier” instrument whose benefits accrue to a narrow slice of the populace This needs to be changed to the benefit of the entire country rather than the few insiders who now control the licenses.

Among the other issues to address is the free lunch given to financial firms through debt indexation which places the burden of adjustment primarily on households and has led to a rash of mortgage defaults.

Jurshevski leggur til 2. meginlagfæringar:

  1. Veiðileyfagjald.
  2. Aflagningu verðtryggingar lána.

Í dag fari auðurinn af auðlindum hafsins til fámennrar elítu, og því þurfi að breyta. Ríkið þurfi að tryggja sér, hæfilegar rentur af þeim auðlindum.

Það sé mjög óheppilegt fyrir hagkerfið, að viðhafa fyrirkomulag þ.s. allri áhættu af lánum sé skellt á skuldara. Það sé að hans mati, ein af orsökum þeirrar húsnæðis skuldakreppu, sem nú ríki.

Þessar breytingar, muni hjálpa Íslandi að grafa sig upp úr núverandi holu.

 

International Pariah?

The UK has warned that Iceland faces economic isolation if they do not approve the package as negotiated. The sub text here is: “If you do not do as we say we will try and make this happen to you.” The reality is that the UK has massive problems of its own, is effectively bankrupt and in need of outside assistance itself. Iceland has abundant natural endowments, exports that the world wants and earns significant revenues from the tourism business. Are the Brits going to interdict fly fisherman and nature lovers when they try to visit Iceland? Are they going to stop shipments of fish from landing in the local  supermarket in Oslo? We think not. Iceland is perhaps the best placed economy to push ahead on its own. It can feed itself, build and heat its own homes and earns enough net export revenues to buy the little fossil fuels that it needs.

Jurshevski reynir að stappa í okkur stálinu. Hann bendir á, að Ísland hafi yfrið nægar auðlindir til að tryggja, lágmarks innflutning - sama hvað á gengur.

Þannig, að staða Íslands sé í reynd, sterk - þvert ofan í þ.s. haldið er fram.

Við þurfum ekki að óttast, að fiskurinn hætti að streyma úr landi á erlenda markaði. Né það, að náttúru-unnendur hætti, að ferðast til Íslands.

Að hans mati, sé Ísland sennilega það land á hnattkringlunni, sem sé í bestri aðstöðu allra, til að fylgja eigin stefnu í átt til endurreisnar.

Ég skil hann þannig, að hann telji væntanlegt greiðsluþrot Íslands, ekki sérlega varasamt. Við getum samt flutt út. Samt flutt inn. Eins og ég skil hann, þá sé það þvert á móti, leið til uppbyggingar.

  • En, ég hef haldið því fram, að í tilviki Íslands þá sé greiðsluþrot alls ekki mjög hræðilegur kostur, þ.s. auðlindirnar dugi fyrir lágmarks innflutningi og gott betur.
  • Þannig, að við munum ráða við það ástand, að þurfa staðgreiða innflutning.
  • Svo, að þá munum við smám saman getað hagnýtt okkur þá staðreynd, að þá nýtast okkur allar tekjurnar af þeim auðlindum til heimabrúks. Þ.e. ekki fer neitt fjármagn úr landi, hagkerfinu til einskis gagns, til erlendra eigenda skulda. Þess í stað, verði allt umframfjármagn eftir, og geti smám saman farið að safnast saman, þannig að smám saman geti hafist klassísk endurreisn hagkerfis úr kreppu.
  • Þannig getum við nýtt okkur skjólið, sem fælist í því, að vera í þessu ástandi, hugsanlega um nokkurt árabil.

 

Durability of the Fix

Public-sector borrowing to bail out bad private-sector debts involves expropriating money from the workforce through higher taxation ultimately rendering the economy uncompetitive. This leads to a self reinforcing death spiral in which the liability grows and debt servicing costs eventually cannot be met resulting another bust. This is exactly what the UK and Netherlands sponsored bailout package will deliver. (It is of note that the Latvian bailout stipulates that the Government there only use the bailout money to pay off foreign creditors and not for structural adjustment or job creation. Nothing good is coming from that situation as we are seeing.)

Jurshevski lýsir hér í stuttu máli, líklegustu afleiðingum þess, að fara þá leið sem ríkisstjórnin - AGS - og Bretar/Hollendingar, leggja til.

Sem sagt því, að samverkandi áhrif aukinnar skattheimtu - sem minnki samkeppnishæfni atvinnulífsins - ásamt hærri skuldabyrði; sé að framkalla sjálfstyrkjandi dauða hringrás þ.s. skuldir halda áfram að vaxa ásamt kostnaði við það að standa undir þeim. Lokaafleiðing sé nýtt hrun.

 

Vote “NO” on March 6th!!

In reviewing the forgoing it is hard to identify any upside in the ”Yes” scenario..

The facts reveal the bailout plan cobbled together under significant UK and Dutch pressure to be nothing more than a 21st Century version of Gunboat Diplomacy and should be rejected by the population of Iceland out of hand. It would consign the population to de facto slavery and remove whatever degrees of freedom are left regarding the country’s flexibility to dig itself out of this hole and to chart its own course as an independent nation.

The “No” vote has history, the law and economic reality on its side. Icelanders should vote “No” in favor of a better future for themselves and their countryfolk and not allow themselves to be bullied into a bad deal by other countries whose disingenious politicians are following the “Somebody Else Must Pay” maxim.

 It is important to note that voting “No” means that Iceland needs to negotiate shrewdly and launch a comprehensive restructuring that targets key areas of its economy, its financial management and its regulatory oversight practices. Properly managed, a restructuring backed by the natural resource and export earning potential of Iceland could restore incomes and economic activity to pre-crisis levels within 3 to 7 years.

Jurshevski telur sig verða svarafátt, ef hann eigi að benda á nokkurt sem sé jákvætt við það, að segja "" í næstkomandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Að hans mati, væri niðurstaðan sú, að þjóðin myndi samþykkja skuldaánauð.
  • Að auki, myndi hún svipta okku öllum tækifærum til þess að nálgast vandræði okkar með sveigjanleika og til þess, að marka okkar eigin farveg, á leið úr ógöngunum.
  • Íslendingar eigi að velja "NEI" í því skyni að velja sér betri framtíð en þá sem okkur sé í boði skv. plani AGS og Breta/Hollendinga og ríkisstjórnarinnar.
  • Hann bendir okku þó á, að í kjölfarið þurfi Ísland semja af skynsemi - hann er ekki að leggja til að við skellum dyrum í lás, og neitum að ræða við kóng eða prest.
  • Mjög mikilvægt sé samhliða að innleiða mikilvægar umbætur í því hvernig okkar hagkerfi virkar, og bankakerfi; sem og regluverk.
  • Hann er bjartsýnn á, að ef hagstjórn fer vel fram, þá geti Ísland rétt úr kútnum á innan við áratug. Hann er með öðrum orðum bjartsýnni en ég, - en ég miða við áratug til ríflega áratugar.

 

Niðurstaða

Ég er fullkomlega sammála Alex Jurshevski í öllum höfuðatriðum. Ég hef áður lýst svipuðum skoðunum, í mínum fyrri bloggfærslum um þessi mál. Einnig í athugasemdum við bloggfærslur annarra. Ég er væg sagt, mjög ánægður með að maður sem þessi, auðsýni svo líkar skoðanir mínum hvað þessi mál varðar. Mér finnst það benda til, að þær skoðanir séu einfaldlega réttar.

 

Ég vísa einnig til eftirfarandi: Bloggfærsu.

Prófessors Sweder van Wijnbergen, og hans grein:

Iceland needs international debt management

 

Sjáið viðtalið hér að neðan. Þetta hefur ekkert með Ísland að gera. En, þið sem opnið það fáið að sjá hvernig hann Alex Jurshevski lítur út og rödd hans hljómar. Smá þolinmæði, því fyrst kemur smá kynning, síðan fréttaskýring - og þá fyrst röðin að þeim félögum.

BNN speaks to George Armoyan, executive chairman, Clarke Inc., and Alex Jurshevski, CEO and founder, Recovery Partners

 

Kv.

 


Efnahagsáætlun AGS fyrir Ísland er hrunin, nú þegar!

Ef einhver man eftir henni, þá gerir hún ráð fyrir upphaf hagvaxtar á þessu ári, rúml. 2% hagvexti 2011, 3,4% hagvexti 2012 og síðan eftir það 3,6% hagvöxtur.

Síðan eiga tekjur ríkisins að hækka um 50 milljarða á hverju ári, tekjur ríkissjóðs 2011 vera svipaðar og 2008; og að auki, viðskiptaafgangur á aðv era á milli 160-180 milljarðar, árlega.

 

Hagvöxturinn er ekki á leiðinni

Stórar verklegar framkvæmdir sem áttu, að framkalla hagvöxt, þrátt fyrir hörmulega stöðu innlenda hagkerfisins, eru ekki á leiðinni að komast af stað.

  • Þarna stendur í, fjármögnun þess hluta er snýr að okkar innlendur orkufyrirtækjum, þ.e. Orkuveitunni og Landsvirkjun. 
  • Þeim hefur ekki tekist, að fá lánsfjármögnun fyrir þeim framkvæmdum, sem stendur til að fari af stað. 
  • Án þeirra framkvæmda, er ekki hægt að framkalla hagvöxt, á næstu misserum.
  • Þá, verður ekki heldur af þeirri tekjuaukningu ríkissjóðs sem stefnt var að.

 

Hver er grunnvandinn?

  • Hann er sá, að við lok árs var halli á þjóðhagsreikningum við útlönd, upp á cirka 50 milljarða.
  •  Þetta var þrátt fyrir afgang af vöruskiptum upp á cirka 90 milljarða.
  • Þarna veldur, kostnaður af erlendum skuldbindingum. En, svo hár er vaxtakostnaður nú, að þrátt fyrir stærsta vöruskipta afgang lýðveldissögunnar, duga tekjurnar samt ekki til.

 

Enginn lánar okkur við slíkar aðstæður

  •  Það lánar enginn aðila pening, sem þegar skuldar svo mikið, að tekjur hans duga ekki fyrir vöxtum af þeim skuldum, sem fyrir eru.
  • Ég er ekki að kenna ríkisstjórninni um þetta, en ég bendi á, að þetta sé orsök þess, að lánafyrirgreiðsla fáist ekki til Landsvirkjunar og Orkuveitunnar, þ.s. þau fyrirtæki eru í eigu ríkisins og hins opinbera; og þau fyrirtæki geta ekki haft meira lánstraust en sjálft ríkið.
  • Það sé ekki orsakasamhengi við Icesave. Eða, að það sé hið minnsta, ekki mikilvæg skýringarbreita.
  • Þ.s. ég er að segja, er að þó svo Icesave yrði í einhverjum skilningi klárað, lánin frá Norðurlöndunum og AGS myndu koma, þá myndi ekki breytast þetta grunnástand, þ.e. að tekjur dugi ekki fyrir vaxtagreiðslum. Þá er ég að segja, að ekkert bendi til, að lánafyrirgreiðsla í tengslum við framkvæmdir, séu þá í nokkru líklegri til að koma þá.
  • Þ.e. einmitt ástæða þess, að þörf er á þeim lánum, einmitt vegna þess að án þeirra, fer Ísland þegar á næsta ári í þrot.
  • En, án hagvaxtar bjarga þau lán litlu, því þá verður ekki sú nýtekjumyndun/aukning tekna, sem stefnt var að, og við verðum einfaldlega gjaldþrota seinna, þegar sá peningur klárast.


 Hvað eigum við að gera?
  • Við þurfum, að óska eftir endurskipulagningu skulda.
  • Núverandi plan AGS er hrunið. Ekki þíðir að halda áfram við það.
  • Óskum eftir aðstoð AGS við það, að semja við kröfuhafa Íslands, um skuldaendurskipulagningu.
  • Þá er ég að tala um lengingu lána, lækkun vaxta og jafnvel, lækkun höfuðstóls.
  • Ríkisstjórnin getur gert gagn, ef hún óskar nú þegar, eftir við Norðmenn, að þeir aðstoði okkur við fjármögnun, á meðan slíkar samningaviðræður eru í gangi.
  • Við þurfum a.m.k. að fljóta út árið 2011. Ég trúi ekki, að þetta taki styttri tíma en eitt ár.
  • Ég er sannfærður um, að þetta sé eina leiðin, til að komast hjá greiðsluþroti ríkissjóðs.

 


Kv.


Hvernig björgum við húseigendum í vanda?

Þetta er hugmynd um, hvernig má hugsanlega bjarga húsnæðiseigendum í vanda.

Ég ætla að koma fram með hana á fundi, sem ég mun sytja á morgun.

 

  • Ríkið stofni umsýslufélag, sem rétt hafi til að taka yfir húseignir þeirra sem eru í vanda, á sama tíma og skuldir viðkomandi þær sem tengjast húseigninni eru einnig teknar yfir.
  • Síðan, sé reiknuð leiga, sem miðist við eðlilega leigu per fermetra - en, einnig sé miðað við greiðslugetu viðkomandi. Miðað við, að allir greiði einhverja leigu, en einnig að fjölskylum sé helst ekki ítt niður fyrir neysluviðmið, sem notuð séu til að áætla hvort viðkomandi teljist fátækur eða ekki.
  • Engum sé þröngvað inn í þetta, heldur geti fólk sókt um þetta úrræði.
  • Rétt hafi þeir, sem teljast skv. viðmiðum Seðlabanka vera í vandræðum, eða vegna skuldabyrði eru komnir niður fyrir neysluviðmið sem skilgreina fátækt.
  • Ekki sé heimilt að gera fólk sem fær þátttöku í þessu úrræði brottrækt úr sinni húseign, yfir tímabilið þegar úrræðið er í gildi.
  • Gildisstími úræðis, sé 15 ár, frá því er lög um það öðlast gildi.
  • Eftir lok gildistíma, fái fólk er sé þátttakendur í úrræðinu, forkaupsrétt á því húsnæði er það býr í. Vonast er eftir, að flestir nái því, að kaupa sitt húsnæði til baka.
  • Íbúðir þær sem komast inn í þetta úrræði, séu settar á almennan markað, að afloknum 15 ára gildistíma. Ef forkaupsréttur er ekki nýttur, þurfi viðkomandi fjölskylda/íbúðareigandi, að flytjast búferlum.

 

Þetta er uppástunga. Geri mér grein fyrir að skuldir ríkisins vaxa með þessu. Á hinn bóginn, fær það einnig eignir á móti. Þ.s. úrræðið felur í sér einnig upptöku skulda, þá getur ríkið samið um þær í stórum pakka-dílum við kröfuhafa, til lækkunar síðar. Það ætti að vera í betri aðstöðu til þess, ein einstaklingar/fjölskyldufólk.

 

Ég tel þetta raunhæfa leið.

 

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband