Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
29.8.2009 | 19:17
Kommúnistinn Chávez vs. sósíal demókratinn Correa!
Það er óhætt að segja, að það séu skiptar skoðanir, um Chávez forseta Venesuela. Annar forseti, Correa í Ekvador, hefur að mörgu leiti komið fram sem bandamaður, Chávezar, en ef maður ber saman fregnir, af tilraunum þeirra beggja, til að umbreyta menntakerfinu í eigin löndum, kemur ýmislegt fram, sem sannarlega segir einhverja athyglisverða sögu.
Venezuela's education reforms
Hugo Chávez seeks to catch them young
http://www.economist.com/world/la/displaystory.cfm?story_id=14258760
Ecuador's education reforms
Correa's curriculum
http://www.economist.com/world/la/displaystory.cfm?story_id=14258942
Chávez virðis beinlínis vera að gera breytingar, með gamlan ítalskan kommúnista Gramsci, sem fyrirmynd. En, sá ku m.a. annars, talað um að vonlaust væri að innleiða kommúnisma, nema að stjórnvöld tækju yfir fjölmiðla og menntakerfi, svo hægt væri að innleiða rétta hugsun til almennings og vaxandi kynslóða. Chávez er þegar nokkurn veginn búinn, að útrýma frjálsum og óháðum fjölmiðlum í Venesuela. Svo, menntakerfið er næsta vígi. Menntakerfið, verði með öðrum orðum umbreytt í "brainwashing center" eða heila-mötunar stofnanir, svo uppvaxandi kynslóðir muni læra að dásama, Cháv-isma og byltinguna hans.
Aftur á móti, virðist Correa, vera að framkvæma raunverulega betrumbót á menntakerfinu, í sýnu landi. Sett verði upp miðlæg menntaviðmið, þ.e. opinber námsskrá, eins og á Íslandi m.a. Viðmið um hæfni kennara hert, og óhæfum kennarar reknir, ef þeir ná ekki tilteknum framförum innan skilgreinds tíma, 1. ár. Meira fjármagn, lagt til menntamála. Skólavæðin fátækra og afskekktra byggða, sett í gang.
Þannig, að Correa virðist líkjast meira sósíal demókratanum, Lula forseta Brasilíu, fremur en kommúnistanum Chávez. En, vart er hægt lengur, að kalla hann annað, úr því sem komið er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2009 | 12:00
Stund sannleikans, er upp runnin - "The Moment of truth is arrived".
Alþingi hefur nú samþykkt. Hvernig atkvæði féllu, er lýst í frétt MBL.IS :
"Alls tóku 62 þingmenn þátt í atkvæðagreiðslunni en aðeins Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fjarverandi. Allir þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, 34 að tölu, greiddu atkvæði með frumvarpinu. 9 þingmenn Framsóknarflokksins, tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Árni Johnsen og Birgir Ármannsson, tveir þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir og óháði þingmaðurinn Þráinn Bertelsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá sem og Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar."
Til glöggvunar á forsögu máls, þá læt ég hér einnig fylgja með, hlekk við álit minnihluta, en þar er forsaga málsins reifuð með ítarlegum hætti, fyrir þá sem hafa þolinmæði til að lesa: 137. löggjafarþing 2009. Þskj. 338 136. mál. - Frá 2. minni hluta fjárlaganefndar.
Stund sannleikans - "moment of truth!"
Eins og ég sagði, er stundin upp runnin. Nú fáum við að komast að, hverjir höfðu rétt fyrir sér, og hverjir rangt. Munu, Bretar og Hollendingar, samþykkja tilraun Alþingis, til að gera umtalsverðar breytingar, til bóta á samningi, sem allt að því er glæpsamlega hræðilegur? Eða, munu Bretar og Hollendingar, hafna þessari atlögu Alþingis, að þeirri samningsvitleysu - sem er skv. þeirra vilja, að gangi um garð?
Ef:
- þ.e. rétt sem kom fram í upphafi, að samningarnir séu glæsileg útkoma miðað við aðstæður, eins og fjármálaráðherra og aðstoðamaður hans, hafa ítrekað sagt.
- þ.e. rétt, sem þeir hafa einnig ítrekað sagt, að borin von sé að semja að nýju.
Ef:Ályktun: þá munu Bretar og Hollendingar, líklega hafna breytingum Alþingis.
- þ.e. rangt, að samningarnir hafi verið, það besta sem hægt var að ná fram á þeim tímapunkti, er samningarnir voru gerðir fyrir okkar hönd, af saminganefnd ríkisstjórnarinnar.
- þ.e. rangt, þ.e. fullyrðingar þess efnis, að vonlaust sé að endursemja við Breta og Hollendinga?
Ályktun: þá er hugsanlegt, og ég ítreka, hugsanlegt. Að Bretar og Hollendingar, muni samþykkja skilyrði eða fyrirvara Alþingis, eins og nú er nokkuð broslega haldið fram, af ímsum fulltrúum stjórnarflokkanna, að ekki sé ástæða annað en að ætla, að ríkisstjórnir þessara ríkja, muni gera.
Þ.e. broslegt, einmitt vegna þess, að þeir sömu aðilar, innan ríkisstjórnarinnar, sem í dag, blaðra á þá leið, að Bretar og Hollendingar, muni líklega sýna sanngirni og samþykkja fyrivarana, hafa margítrekað - og gera enn, sagt að ekki sé mögulegt að semja á ný við Breta og Hollendinga, vegna þess - væntanlega - að allt í einu, muni þá reyði og ósanngyrni verða ofan á, hjá þeim.
Þetta, er mjög bersýnileg rökleysa.
Eins og ég álykta að ofan, að ef Bretar og Hollendingar, eru það ósanngjarnir að ekki sé hægt að semja við þá á ný, þá hafna þeir sennilega fyrirvörunum.
Ef, aftur á móti þeir samþykkja þá, þá stendur nákvæmlega ekki steinn yfir steini, af málflutningi ríkisstjórnarflokkanna. Þeir eru þá orðnir, 100% ómark, sem sennilega verður að teljast Íslandsmet.
Ég ítreka; stund sannleikans, "moment of truth".
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2009 | 10:55
Hver er hin siðferðislega rétta niðurstaða Icesave deilunnar?
Nýlega, fjallaði Daily Telegraph, um könnun sem þekkt bresk lögmannsstofa, gekkst fyrir á meðal 60 stórra evrópskra banka, sem höfðu tapað á viðskiptum við Íslendinga. 98% telja, að íslenska ríkið hafi ekki komið fram við kröfuhafa með sanngjörnum hætti. 2/3 telja, að meðferð ríkisins, á eignum bankanna, geti hafa brotið alþjóðlegar reglur, er Ísland hafi skuldbundið sig, að virða. En, síðast en ekki síst, 93 telja sig ekki eiga annarra úrkosta, en að fara í mál við íslenska ríkið.
Lánstraust Íslands, þegar ónýtt
Íslendingar hafa verið að furða sig á þeirri hörðu meðferð, sem við höfum fengið. Einungis Færeyjar, hafa veitt okkur neyðarlán, án bindandi skilyrða. En hin Norðurlöndin, eru ekki til í lánveitingar, án milligöngu AGS. Í afgreiðslu sænska þingsins, var ályktun meirihlutans á þá leið, að lán sænska ríkisins til Íslands, skyldi bundið þeirri kvöð að ekki undir nokkrum kringumstæðum, mætti nota það til að borga svokallaða Icesave skuld. Í nýlegri heimsókn til Íslands, tók fjármálaráðherra Noregs í svipaðann streng, að ekki kæmi til greina að borga fyrir þ.s. hún kallaði "afleiðingar hægri sinnaðaðra tilrauna okkar." Það virðist, sem sagt, ríkja ákveðin fyrirlitning, í okkar garð. Umvöndunartónninn, er mjög greinilegur. Icesave málið, er greinilega svo ljótt í þeirra augum, að þeir vilja hvergi nálægt því koma, að aðstoða okkur við að komast úr þeirri súpu. Það er eins, og samskipti aldanna á undan, í gegnum bæði súrt og sætt, séu nú að engu orðin. Við erum einhvers konar "pariah" eða óalandi og óferjandi, þar til við höfum gengið þann veg, alveg hjálparlaust, að ráða fram úr Icesave málinu.
Directive 94/19/EC
Samkvæmt þessari, margumræddu reglugerð, sem einnig gildir á EES svæðinu, ber aðildarríkjum að stofna a.m.k. einn tryggingasjóð, er tryggi innistæður innistæðueigenda, að lágmarki að upphæð 20.000 Evra. Ekki virðist, reglugerð þessi, skilgreina hvernig hann á að vera fjármagnaður. En, skv. hinum íslensku lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98, frá 1999, fer fjármögnun fram með eftirfarandi: II. kafli. Greiðslur í sjóðinn. 6. gr.: Heildareign innstæðudeildar sjóðsins skal að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári...."Nái heildareign ekki lágmarki skv. 1. málsl. skulu allir viðskiptabankar og sparisjóðir greiða eigi síðar en 1. mars ár hvert gjald til sjóðsins sem nemur 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári, sbr. þó viðmiðunarmörk skv. 1. málsl." Það eru viðskiptabankar og sparisjóðir, sem fjármagna sjóðinn.
Ástæða kröfu Breta og Hollendinga er klár
Sú regla sem gilti um fjármögnun TI skv. hinum ísl. lögum, var augljóslega fullkomlega ónóg. Eftirlit hérlendis, virðist hafa verið nánast gagnslaust. Bankarnir óðu á súðum, og pólitíkusar brostu með, og létu eins og allt væri í lagi. Stjórnvöld gáfu að auki, ítrekað í skyn, að þau myndu hlaupa undir bagga með sjóðnum, ef hann myndi skorta fjármagn. Þó, eru þetta ekki lagalega bindandi yfirlísingar, þó margir telji þær siðferðislega bindandi. Forsagan skýrir hvers vegna, enginn treystir okkur erlendis.
Við skulum ekki lítilsvirða tjón annarra
Okkar tjón er geigvænlegt, þ.e. óviðráðanleg skuldastaða. Stór hluti innlendra fyrirtækja á gjaldþrotsbrúninni. Á sama tíma, telur fólk erlendis að forsaga máls, hafi skapað siðferðislega kröfu á hendur okkur, að borga það tjón sem framferði bankamanna okkar, olli þeim. Margir virðast telja, að við séum samsek, vegna þess hags sem við nutum í góðærinu af framferði bankanna og vegna yfirlísinga fyrri ríkisstjórna, er gefnar voru er partýið var í gangi. Hluti landsmanna, tekur undir þessi sjónarmið, og að okkur beri án skilyrða að samþykkja núverandi Icesave samkomulag, sem nokkurs konar forms sameiginlegrar refsingar, ef ég skil rétt afstöðu þess hóps. Fjölmargir aðrir, segja þetta af og frá, að við eigum ekki að borga, þ.s. enginn skýr lagaformlega rétt krafa um það, sé fyrir hendi. Bæði sjónarmið eru rétt, þ.e. siðferðislega krafan og einnig að engin lagaformleg skilyrði séu fyrir hendi.
Jörð til deilenda
Þó krafan sé hugsanlega, siðferðislega rétt, kemur önnur siðferðisleg spurning á móti, en þ.e. réttur framtíðar kynslóða Íslands og barna okkar, um mannsæmandi líf. Sú krafa, er einnig siðferðislega rétt. Athuga ber, að Holland og Bretland, hafa bætt sínum borgurum sitt tjón að fullu. Tapið er því, deilt jafnt á þeirra skattborgara, sem dreifist þá á margar herðar. Tap útlendinganna, er þegar komið fram, og verður ekki tekið aftur. En, tap okkar barna, og framtíðarkynslóða, er enn hægt að takmarka. Að fórna rétti þeirra til mannsæmandi lífs, skilar á engann hátt, auknu réttlæti.
Þó svo að erlendir reikningseigendur, hafi verið u.þ.b. 2. falt fleiri en við Íslendingar, þá er tjón hvers og eins, fyrir bragðið, samt sem áður mun lægra en tjón hvers Íslendings er þegar orðið. Núverandi Icesave samkomulag, orsakar síðan enn frekara tjón fyrir okkur, í ofanálag. Þó svo að útlendir reikningseigendur, eigi út af fyrir sig réttmæta kröfu um að fá tjón sitt bætt, dugar það ekki til að siðferðislega séð réttlæta að víð í því skyni fórnum hagsmunum okkar barna, og framtíðarkynslóða, um mannsæmandi líf.
Við verðum því að taka þá ákvörðun sem takmarkar okkar tjón, sem mest. Það er okkar siðferðislega skylda.
Niðurstaða
Bretar og Hollendingar, hafa ekki lagalega réttmæta kröfu á okkur. En, reiði þeirra er réttmæt, og ákveðin siðferðisleg krafa er réttmæt. En, hún er ekki æðri siðferðislegri kröfu okkar barna og framtíðarkynslóða. Ekki má semja með þeim hætti, að okkar börn og barnabörn, tapi.
Það þýðir þó ekki, að við vanvirðum það tjón, sem sannarlega hefur orðið erlendis. Það er því ákveðið réttlæti í því, að ræða þau mál, við Breta og Hollendinga. En, niðurstaða þeirra viðræðna, má ekki íþyngja hag okkar barna, og komandi kynslóða, frekar en það tjón á hag þeirra sem þegar er komið fram.
Þetta þýðir, að rétt er að hafna núverandi Icesave samkomulagi, þ.s. það er of íþyngjandi - ekki síst einnig í ljósi annarra skulda. Á sama tíma, er einnig rétt að bjóða upp á nýjar viðræður.
Þær verða þá að stjórnast af því prinsippi, að takmarka það tjón, sem orðið er, eins mikið og hægt er. Icesave eignirnar, ber að láta borga tjónið, að mestu. Ef, samið er um einhverjar viðbótar skaðabætur, þá verða þær að vera til málamynda, en alls ekki má semja um íþyngjandi greiðslur á nýjan leik.
Málamynda greiðslur, myndu vera tjáning okkar á því prinsippi, að við virðum þeirra rétt. Samkomulag þeirra, um það væri þeirra viðurkenning á því, að okkar réttur skiptir einnig máli, og að mest réttlæti er í því, að búa ekki til nýtt tjón ofan á það, sem þegar er orðið.
Þetta mál, þarf að leysa af skynsemi, en ekki reiði eða óðagoti. Slík niðurstaða, getur sannarlega tekið tíma. En, betra er að láta málið taka þann tíma sem þarf, en að semja frá okkur hagsmuni barna okkar, og okkar framtíðarkynslóða.
Kv.
17.8.2009 | 18:06
Ísland, Holland og Bretland; þurfa að ná skynsamri lendingu!
Ég held að við þurfum að viðurkenna, að Bretar og Hollendingar, hafa raunverulegt og réttmætt, "grievance" gagnvart okkur. Vegferð Landsbankans, í tengslum við Icesave, er með þvílíkum endemum, að sennilega hefur einungis Skotlands banki, kostað breska skattgreiðendur meira fé. Hrun Landsbanka, er svo stórt að það nær að vera eitt af 20. stærstu gjaldþrotum fyrirtækja, í heimssögunni. Mikið afrek það.
Á hinn bóginn, er ekki heldur skynsamlegt, að samþykkja óbreyttann samning. Óbreyttur samingur, tekur ekki tillit til þess, að Ísland skuldar almennt séð, þegar allt of mikið í erlendry mynnt. Óbreyttur samingur, er einnig fullkomlega ósamrímanlegur þeim draumi, að byggja á Norrænu velferðarmódeli.
Óbreyttur samningur, getur ekki leitt til annars, en að við taki langvarandi skuldakreppa á Íslandi, sem væri fullkomlega sambærileg skuldakreppunni í S-Ameríku á 9. áratugnum. Þessu myndi fylgja lands- og atgervisflótti, sennilega enn verri, en í kjölfar kreppunnar er varð, þegar síldin hvarf.
Það að semja að nýju er því hrein nauðsyn!
Ég tek undir með ritstjóra Financial Times, að það þurfi að endurdreifa byrðunum, þannig að Ísland ráði við þær og einnig þannig, að ekki komi til landflótta og langvarandi kreppu.
"In the same boat
Published: August 11 2009 22:52 | Last updated: August 11 2009 22:52
When the Dutch and British governments clinched Icelands agreement to reimburse savers in Icesave, the now-defunct overseas branch of Landsbanki, they did not count on the ire of Icelandic voters. The deal, stuck in an Althingi committee, is unlikely to gain the Icelandic parliaments approval.
All sides are playing hardball. Icelands government sees the deal as essential to repair Icelands links with the rest of the world. It worries that economic lifelines from Nordic neighbours and the International Monetary Fund will be undermined by the lack of an agreement with Holland and the UK who refuse to budge.
The £3.3bn Reykjavik agreed to reimburse is a paltry sum for most countries, but it amounts to more than £10,000 for each citizen of the subarctic island. This economic burden about half a years economic output for compensating overseas savers is similar to the cost to the British government of tackling a UK recession less severe than Icelands.Some compare the plan to the Versailles treatys harsh demands of Germany. A better analogy is the 1982 Latin American debt crisis, in which even Chile, poster boy of Chicago School economics, saw the state take over a mountain of private debt. A decade of stagnation followed.
The same could be in store for Iceland.Would that benefit anyone? It would alienate the Icelandic people, already angered by Gordon Browns use of anti-terror laws to freeze Icelandic assets. Icelanders support for the recent application to join the European Union is rapidly cooling. The risk is an Iceland geopolitically adrift with its strategic location and important natural resources. Russia is no doubt paying attention: it was the first to offer Iceland economic assistance.
Moreover, there is a joint interest in bringing to light any murky dealings behind the bank collapse. A less confrontational relationship could foster collaboration on investigation and recovery of assets which Iceland does not have the resources to carry out alone.
There is plenty of blame to go around, beyond latter-day Viking raiders who built brittle financial empires. Icelandic voters repeatedly elected a government bent on unleashing financial liberalisation while letting regulators sleep on duty. But Dutch and UK authorities could have seen that Icesaves high yields were only as safe as Icelands ability to cover deposits.
With more even burden-sharing for clearing up the mess, good neighbourliness may prove to bring more than its own reward.
Heimild: FT.com: http://www.ft.com/cms/s/0/bf7cbbae-86c0-11de-9e8e-00144feabdc0.html?nclick_check=1 "
Við þurfum að láta sjónarmið gagnkvæmrar sanngyrni njóta sín.
Þannig, styð ég ekki þá afstöðu, að neita að taka tillit til hagsmuna Breta og Hollendinga. Á hinn bóginn, er heldur ekki sanngjarnt af þeim, að taka ekkert tillit til okkar hagsmuna.
Að mínum dómi, hefur uppgjafar stefna ríkisstjórnarinnar verið röng. Ég hef alltaf verið sannfærður um, að góð rök væru fyrir að endursemja, eða alla tíð síðan sömu vikunni og Icesave frumvarpið var kynnt á Alþingi.
Í greinargerð með því, kemur það fram, að skuldir ríkisins með Icesave inniföldu verði mest, 1,25 VLF, ótrúlegt en satt. Í sömu vikunni, byrtust óvænt upplýsingar um að skuldir ríkisins væru 2,5 VLF ef reiknað væri með Icesave, og fulltrúi AGS staðfesti þá tölu.
Þá þegar, hefði ríkisstjórnin átt, að draga frumvarpið til baka, og kynna Bretum og Hollendingum, að forsendubrestur hefði orðið. Enda er munurinn á 1,25 VLG og 2,5 VLF ekkert smáræði, setur alla útreikninga um greiðslugetu í háa loft.
Meira hefði ekki átt að þurfa, en þessa einföldu staðreynd. Síðan, hefði það hreinlega verið órökrétt af Hollendingum og Bretum, að neita að taka upp samningana.
Skiljanlega, hefði getað verið nokkur tortryggni, frá mótaðilunum og þá hefði sá einfaldi mótleikur verið fær, að mæta með allt bókhaldið og hreinlega endurskoða það, ásamt fulltrúum hinna landanna, þar til allir aðilar væru orðnir sáttir um hver raunveruleg staða væri. Slíkt er oft gert, þegar bankar eru að díla við fyrirtæki sem eru í skuldavandræðum.
Það, að ríkisstjórnin, lét sem ekkert væri, þrátt fyrir að allar forsendur væru hrundar, er að mínu mati það helsta sem réttlætir að tala um svik og undirlægjuhátt.
Endursemjum um Icesave og síðan um aðrar skuldir
Ég hef með öðrum orðum, lengi verið þeirrar skoðunar nú, að endursemja eigi um Icesave,,,með það í forgrunni að þjóðin borgi einhverjar skaðabætur upp í tjónið, sem Bretar og Hollendingar urðu fyrir, en alls ekki krónu eða Evru meira, en hægt er að ráða við.
Síðan, á að endursemja um aðrar skuldir. Því, við skuldum allt of mikið, til að geta mögulega ráðið við það.
Ef, ekki gengur að endursemja, þá er ekkert annað eftir, en greiðsluþrot.
Greiðsluþrot er ekki dauði:
- öll utanríkisviðskipti verða staðgreiðsluviðskipti.
- þarf að taka upp skömmtun nauðsynjavara, þ.e. útbíta skömmtunarseðlum.
- útflutningur heldur áfram að skila gjaldeyristekjum.
- allar tekju ríkisins, sem eftir eru, fara í að viðhalda rekstri samfélagslega nauðsynlegra hluta.
Svo, ef allt fer á versta veg, er það samt ekki svo, að allt sé búið; að allt sé hrunið.
Eins og Argentína hefur gert allavegna tvisvar, getum við risið að nýju.
Þetta er þ.s. gefur okkur samningsstöðu, að þ.e. raunverulegt val, að neita að borga. Svo, þ.e. mótaðilunum í hag, að taka tillit til okkar sjónarmiða. Það hefur því alla tíð verið kol-rangt, að ekki þíddi að semja upp á nýtt, að það væri ekki hægt, o.s.frv.
Þannig, að ef ekki tekst að fá fram sanngjarnan samning, þarf að neita að borga.
Kv.
16.8.2009 | 19:48
Fögnum ekki of snemma!!
Eins og Alþjóð veit, hefur fjármálanefnd Alþingis, samþykkt fyrirvara við Icesave samninginn.
Áhugavert hefur verið að verða vitni að viðbrögðum ráðamanna.
Forsætisráðherra "segist ákaflega ánægð með að þessi áfangi skyldi nást í nótt og segist einnig ákaflega þakklát þeim þingmönnum sem stuðluðu henni. Niðurstaðan sé mjög mikilvæg. Hún segir fyrirvarana fyrst og fremst snerta fullveldi þjóðarinnar og efnahagslega framtíð hennar og telur að hvert einasta þjóðþing í Evrópu hefði talið sig í fullum rétti til að setja slík öryggisákvæði."..."Jóhanna segist ekki telja að hægt sé að tala um að fyrirvararnir feli í sér samningsrof. Hún telur fullkomlega hægt að útskýra málið fyrir Bretum og Hollendingum þannig að hægt sé að ná sátt við þjóðirnar. Þær hafi enda hagsmuni af því að Íslendingar geti staðið við skuldbindingar sínar."
Fjármálaráðherra "Steingrímur segist ákaflega feginn að nefndin hafi lokið störfum. Hann fagnar því jafnframt að þetta breið samstaða náist í nefndinni og líst jafnframt vel á þá efnislegu umgjörð sem þarna er dregin utan um afgreiðslu málsins. Hann segir visst samband verið haft við Hollendinga og Breta á bak við tjöldin til að halda þeim upplýstum um gang mála þó engar formlegar viðræður hafi átt sér stað."
Hvers vegna, eru viðbrögð þeirra svo áhugaverð?
- Samningurinn var sagður, það besta sem hægt hefði verið að ná, og það ítrekað af fjármálaráðherra, aðstoðarmanni hans, og forsætisráðherra.
- Að ekki væri von, að fá Hollendinga og Breta aftur að samningaborði. Bæði fjármálaráðherra og aðstoðarmaður hans, sögðu margítrekað eitthvað í þá átt - ekki endilega akkúrat í þessum orðum, að vonlaust væri að semja á ný við Hollendinga og Breta, að samningarnir væru endanlegir, og við yrðum að lifa við það. Annað væri ábyrgðalaust.
Nú, verða menn að skýra grunnafstöðu sína.
Allt í einu, hefur náðst samkomulag, meirihluta fjármálanefndar, um að senda Hollendingum og Bretum nýtt samingstilboð, og ráðamenn mæra þá útkomu, þrátt fyrir ítrekaðar fyrri yfirlísingar, og að hafa statt og stöðugt, vikum saman, barist um hæl og hnakka gegn því, að samið væri á ný við Hollendinga og Breta.
Spurningar:
- Taldi fólk samninginn góðann, eða slæmann.
- Taldi það sama fólk, að samninganefndin hefði gert mistök eða ekki.
- Hvernig mat það, líkur til þess, eða ekki, að hægt væri að semja á ný við Hollendinga og Breta?
Ég er sammála, formanni Sjálfstæðisflokksins, að í fyrirvörunum, felist nýtt samningstilboð til Breta og Hollendinga. Flestir lögfræðingar, og aðrir fræðingar, virðast einnig sama sinnis.
Einhliða fyrirvarar, geta ekki gilt nema mótaðilarnir samþykki. Þá mótast líkur þess að þeir gerir það, af líkum þess að hægt sé að ná fram betri samingum við Breta og Hollendinga.
- Ef menn telja líklegt, að þeir samþykki þessa fyrirvara, þá hafði aðstoðarmaður fjármálaráðherra, rangt fyrir sér, þegar hann hélt því fram, að Icesave hefði verið það besta sem hægt hafi verið að ná fram, og einnig um það, að ekki væri hægt að endursemja við Hollendinga og Breta.
- Ef menn telja líklegt, að þeir hafni þessum fyrirvörum, þá hafði aðstoðarmaður Fjármálaráðherra rétt fyrir sér í öllum höfuðatriðum.
Þ.e. ekki "concistent" að hafa verið ósammála því, að hægt væri að semja á ný við Hollendinga og Breta, og telja nú líklegt að þeir samþykki fyrirvarana.
Þess vegna, er afstaða Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra, frá því í gær, "inconsistent".
Þ.e. allt of snemmt að fagna, eins og sumir gera.
Kálið verður ekki sopið þó í ausuna sé komið.
Þ.e. allt eins líklegt, að þetta sé einungis byrjun að nýjum kafla Icesave deilunnar, eins og að þetta sé upphafið að endi hennar.
Möguleg viðbrögð:
- Bretar og Hollendingar, samþykkja fyrirvarana, án athugasemda.
- Bretar og Hollendingar, hafna ekki fyrirvörunum, en vilja ræða nánari útfærslu og samninganefnd er send út.
- Bretar og Hollendingar, hafna sumum fyrirvörum alfarið, en ekki öðrum. Samninganefnd er send, og við tekur nýtt langt samingaþóf.
- Bretar og Hollendingar, hafna fyrirvörunum alfarið, og setja okkur úrslitakosti, annars sé samkomulagið hrunið.
-------------------------------------------
Fyrir neðan, texti breytingartillögu Fjármálanefndar Alþings:
Ríkisábyrgð á Icesave-lánasamningunum
Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilt að veita Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta ríkisábyrgð vegna lána sjóðsins frá breska og hollenska ríkinu samkvæmt samningum dags. 5. júní 2009 til að standa straum af lágmarksgreiðslum, sbr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi. Ábyrgðin tekur til höfuðstóls lánanna eins og hvor um sig mun standa að sjö árum liðnum frá undirritun samninganna, 5. júní 2016, auk vaxta af lánsfjárhæðinni.
Ríkisábyrgðin afmarkast að öðru leyti af ákvæðum samninganna og fyrirvörum þeim sem koma fram í lögum þessum. Fyrirvararnir eru óaðskiljanlegur hluti ríkisábyrgðarinnar.
- Við 2. gr. Greinin orðist svo ásamt fyrirsögn:
Forsendur fyrir veitingu ríkisábyrgðar
Forsendur fyrir veitingu ríkisábyrgðar samkvæmt lögum þessum eru:
1. Að lánasamningarnir verði túlkaðir í samræmi við hin umsömdu viðmið, sem samþykkt voru 14. nóvember 2008 á milli Íslands, Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkja, þannig að tekið verði tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt. Í þessu felst meðal annars að samningsaðilar verði við rökstuddri og málefnalegri beiðni Íslands um endurskoðun samninganna samkvæmt ákvæðum þeirra.
2. Að staða Íslands sem fullvalda ríkis komi í veg fyrir að gerð sé aðför í eignum þess sem það þarf nauðsynlega á að halda til starfrækja hlutverk sitt sem fullvalda ríki með viðunandi hætti. Sama á við um eignir íslenska ríkisins erlendis, þar á meðal eignir Seðlabanka Íslands, sem njóta verndar samkvæmt almennum reglum þjóðaréttar.
3. Að hvergi sé haggað við óskoruðum yfirráðum Íslands yfir náttúruauðlindum landsins og rétti handhafa íslensks ríkisvalds til að kveða á um nýtingu og skipan eignarhalds á þeim.
2. Bætt verði við nýrri grein, 3. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn:
Efnahagsleg viðmið
Ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum er grundvölluð á að fjárhagsleg byrði vegna hennar verði innan viðráðanlegra marka þannig að Íslandi sé gert kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt. Til að fylgjast með og meta forsendur fyrir endurskoðun á samningunum skal ríkisstjórnin gera ráðstafanir til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri í síðasta lagi fyrir 5. júní 2015 IV. greinar úttekt á stöðu þjóðarbúsins, einkum með tilliti til skuldastöðu og skuldaþols. Að auki verði í úttektinni lagt mat á þær breytingar sem orðið hafa miðað við mat sjóðsins frá 19. nóvember 2008.
Við mat á forsendum til endurskoðunar á samningunum skal einnig tekið tillit til stöðu í þjóðarbúskapnum og ríkisfjármálum á hverjum tíma og mats á horfum í þeim efnum þar sem m.a. verði sérstaklega litið til gjaldeyrismála, gengisþróunar og viðskiptajöfnuðar, hagvaxtar og breytinga á landsframleiðslu svo og þróunar fólksfjölda og atvinnuþátttöku.
Ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum er miðuð við hámark á greiðslum úr ríkissjóði. Þetta hámark miðast á árabilinu 2017-2023 við 4% af vexti vergrar landsframleiðslu, sbr. 4. mgr., mældri í pundum vegna lánasamningsins við breska ríkið og 2% af vexti vergrar landsframleiðslu mældri í evru vegna lánasamningsins við hollenska ríkið. Hlutföll þessi verða helmingi lægri árin 2016 og 2024. Greiðslur skulu endurskoðaðar um leið og endanlegar tölur um verga landsframleiðslu liggja fyrir.
Vöxtur á vergri landsframleiðslu Íslands samkvæmt 3. mgr. skal mældur frá 2008 til greiðsluárs á árabilinu 2016-2024 annars vegar í pundum vegna lánasamningsins við breska ríkið og hins vegar í evrum vegna lánasamningsins við hollenska ríkið. Útreikningur á greiðslum samkvæmt 3. mgr. skal byggjast á meðalgengi miðgengis Seðlabanka Íslands á pundi og evru gagnvart krónu á ársgrundvelli og mati á vergri landsframleiðslu mældri samkvæmt skilgreiningu Eurostat.
Verði greiðslubyrði lánasamninganna meiri en nemur hámarki samkvæmt 3. mgr. skulu teknar upp viðræður við aðila lánasamninganna um áhrif þess á samningana og skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Fari slíkar viðræður ekki fram eða leiði þær ekki til niðurstöðu, takmarkast ríkisábyrgð í samræmi við hámark 3. mgr. nema Alþingi ákveði annað.
3. Bætt verði við nýrri grein, 4. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn:
Lagaleg viðmið
Ekki hefur fengist leyst úr því álitaefni hvort aðildarríki EES-samningsins beri ábyrgð gagnvart innstæðueigendum vegna lágmarkstryggingar, þar á meðal við kerfishrun á fjármálamarkaði. Allt að einu hefur Ísland gengið til samninga við Bretland og Holland þótt það hafi ekki fallið frá rétti sínum til að fá úr þessu álitaefni skorið. Fáist síðar úr því skorið, fyrir þar til bærum úrlausnaraðila, að slík ábyrgð hvíli ekki á Íslandi eða öðrum ríkjum EES-samningsins skal ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum bundin þeim fyrirvara að fram fari viðræður milli Íslands og viðsemjenda þess um áhrif þeirrar niðurstöðu á lánasamningana og skuldbindingar ríkisins.
Ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum miðast við það að við úthlutun eigna við uppgjör Landsbanka Íslands hf., eða þrotabús hans, fari eftir íslenskum lögum eins og þau voru 5. júní 2009, þar með töldum lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Ábyrgðin takmarkast við að Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta láti á það reyna fyrir þar til bærum úrlausnaraðilum hvort kröfur hans gangi við úthlutun framar öðrum hluta krafna vegna sömu innstæðu. Verði niðurstaðan á þann veg skulu teknar upp viðræður við aðila lánasamninganna um áhrif þess á samningana og skuldbindingu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.
Fari ekki fram viðræður samkvæmt 1. eða 2. mgr. eða leiði þær ekki til niðurstöðu, getur Alþingi takmarkað ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum í eðlilegu samræmi við tilefnið.
4. Bætt verði við nýrri grein, 5. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn:
Endurskoðun lánasamninganna
Ákvörðun um að óska eftir viðræðum um breytingar á lánasamningunum samkvæmt endurskoðunarákvæðum þeirra, skal tekin með samþykki Alþingis. Við þá ákvörðun skal m.a. byggt á forsendum ríkisábyrgðarinnar og viðmiðum samkvæmt lögum þessum. Meta skal hvort óska skuli endurskoðunar eigi síðar en 5. október 2015 og skal niðurstaða þess mats lögð fyrir Alþingi fyrir lok þess árs.
5. Bætt verði við nýrri grein, 6. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn:
Eftirlit Alþingis
Fjármálaráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki Íslands skulu reglubundið meta þróun heildarskulda, greiðslubyrði og skuldaþol íslenska ríkisins og þjóðarbúsins, þ.m.t. vegna ábyrgðar ríkisins skv. lögum þessum.
Fjármálaráðherra skal árlega, í fyrsta sinn fyrir 1. mars 2010, upplýsa Alþingi um framkvæmd samninganna og mat skv. 1. mgr. þessarar greinar. Í skýrslu ráðherra skal m.a. gera grein fyrir því hvort endurheimtur eigna í búi Landsbanka Íslands hafi að marki orðið aðrar en gert var ráð fyrir við gerð samninganna (75%) og mat lagt á greiðslubyrði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Við eftirlit fjárlaganefndar með framkvæmd fjárlaga skal m.a. meta hvernig skuldbindingar skv. lánasamningunum og lögum þessum þróast. Nefndin skal hafa náið samstarf við Ríkisendurskoðanda sem skal eiga rétt á öllum nauðsynlegum upplýsingum frá fjármálaráðuneyti, Seðlabanka Íslands og Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta.
Fjárlaganefnd hefur heimild til að leita ráðgjafar frá innlendum og erlendum sérfræðingum vegna eftirlits hennar skv. lögum þessum. Kostnaður vegna þess greiðist úr ríkissjóði.
6. Bætt verði við nýrri grein, 7. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn:
Skilmálar ríkisábyrgðar gagnvart Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta
Fjármálaráðherra setur Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta frekari skilyrði vegna ábyrgðarinnar í sérstökum samningi við sjóðinn, einkum varðandi upplýsingagjöf til Alþingis, eftirlit með fjárhag sjóðsins og endurheimtu eigna úr búi Landsbanka Íslands.
7. Bætt verði við nýrri grein, 8. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn:
Endurheimtur á innstæðum
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra þeirra nauðsynlegu ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave reikningunum fóru. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave reikninganna, verði látnir greiða það tjón.
8. Bætt verði við nýrri grein, 9. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn:
Gildistaka ofl.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, að undanskilinni 5. gr. þeirra laga, gilda ekki varðandi þá ábyrgð sem lög þessi taka til.
Kv.
13.8.2009 | 10:48
Höfum skynsemina í fyrirrúmi!
Lee Bucheit, bandarískur sérfræðingur í skuldaskilum, hefur stungið upp á mjög áhugaverðum biðleik, í Iceave málinu. Þ.e. að samningurinn, verði lagður til hliðar. Að, strax í kjölfarið, sé haft samband við ríkisstjórnir Bretlands og Hollands, og útskýrt að Ísland sé ekki með þessari aðgerð, að hafna því að gera samninga, heldur séum við kominn á þá skoðun, að fyrst sé rétt að klára uppgjör Landsbanka Íslands hf, og fá þannig á hreint hvað fæst fyrir eignirnar. Síðan, þegar liggur fyrir hvað akkúrat standi eftir, þá sé rétti tíminn kominn, til að semja.
Kostir þessarar aðferðar
Eins og við öll vitum, og margoft hefur komið fram, veit ekki nokkur maður, hvað mun fást í raun fyrir eignir Landsbankans sáluga í Bretlandi. Nú, ef aftur á móti, samningum er slegið á frest, þar til þetta verður orðið ljóst, þá mun allt liggja fyrir. Einnig, mun verða ljóst, sem ekki er síðra áhættuatriði, hvort neyðarlögin koma til með að standa. En neyðarlögin, sem sett voru af ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar, tryggðu einmitt Tryggingasjóði innistæðueigenda, fyrsta veðrétt. Það, skiptir mjög miklu máli, hvort fyrsti veðréttur stendur eða fellur. Ef, aftur á móti, samningar einfaldlega bíða, þangað til allt þetta er orðið ljóst, þá mun einnig vera komið í ljós hvort upphæðin sem stendur eftir, er viðráðanleg eða ekki. Þessi lausn, er hrein snilld.
Veikleiki?
Alls ekki er víst, að Bretar og Hollendingar, samþykki þessa lausn. Þá, væri það einnig möguleiki, að semja að nýju, með óvissuna í bakgrunni. Versti möguleikinn, er náttúrulega, ef Bretar og Hollendingar kjósa að fara í hart. Því er engin leið að svara, með vissu. Eingöngu, er hægt að velta upp líkum. Ef Icesave samningnum hefur verið hafnað, eða verður hafnað. Hið augljósa svar, er að þá sé staðan einfaldlega aftur sama og áður en samningar hófust. Þá, sýnist manni að röksemdafærslan fyrir því að semja, sé óbreytt. Ískaldar staðreyndir máls, eru þær að það fjármagn sem fyrir hendi er í Tryggingasjóði innistæðueigenda, er langt frá því að duga fyrir 20.887 Evra lágmarkstryggingu til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Örsmæð sjóðsins, samanborið við skuld hans, er ástæða þess, að Bretar og Hollendingar, hafa krafist þess að Ísl. stjórnvöld tryggi þ.s. upp á vantar. Ef Alþingi, hafnar eða hefur hafnað, Icesave samningnum, er sú ábyrgð ekki orðin til með réttmætum hætti til að þjóðréttarleg skuldbinding hafi framkallast. Undirskrift ráðherra eins og sér, dugar ekki til þess. Þá er Icesave ábyrgð, ekki kominn fram skv. reglum þjóðarréttar, og staðan aftur orðin sú sama og áður. Það segir mér, að það þýði, að sama röksemdafærsla og áður, sé þá jafn nothæf og þá, þ.e. að Bretar og Hollendingar, eigi betri möguleika til að fullnægja kröfum sínum með samningum, en með nokkurri annarri hugsanlegri aðferð. Ergo - líkur þess, að Hollendingar og Bretar séu til í að semja, ættu því að vera meiri en minni, því þannig séu líkurnar bestar á því að þeirra stjórnvöld nái fram sem mestu upp í kröfur umbjóðenda sinna.
Alvarleg skuldastaða
Ég miða við útreikninga Gylfa Magnússonar, sjálfs - frá Morgunblaðs-grein sem birtist þann 1. júlí síðastliðinn, þ.s. hann fjallar um greiðslubyrði vegna Icesave, en uppgefnar forsendur eru; 75% fáist upp í Icesave sem skv. útreikningum ríkisstjórnarinnar sem koma fram í Greinargerð við Icesavefrumvarp eru 415 milljarðar. Aðrar forsendur eru, góð spá - aukning útflutningstekna um 4,4% á næstu árum, sem skilar niðurstöðu 4,1% af útflutningstekjum, en, vond spá - enginn vöxtur útflutningstekna, sem skilar greiðslubyrði sem hlutfall útflutningstekna 6,9%. En, samkvæmt umsögn Seðlabanka Íslands, eru skuldir ríkisins í erlendri minnt 1.159,5 milljarðar, þ.e. 0,81 VÞF. Ef reikningur Gylfa er notaður áfram, fæst 11,48% eða 19,32%. Ef tekið er mið af skuldum þjóðfélagsins í erlendri minnt, þ.e. 2.104 milljarðar eða 1,47 VLF, þá fæst 20,91% eða 35,2%. Ég bendi á, að þangað til eignasala getur farið fram, eftir einhver ár, eru þessar tölur rétt viðmið. Virði eigna, sem eiga að koma á móti til skuldalækkunar, er einfaldlega óvisst. Meðan, á verstu kreppunni stendur, munum við borga af brúttóupphæðunum.
Greiðslugeta
Til að skilja enn betur, hve alvarleg staðan er. Þá er best að benda á, að meðaltal viðskiptareiknings Íslands, síðan lýðveldið var stofnað, er mínus 2,2%. Aldrei nokkru sinni, hefur talan verið í plús um meira en milli 6 og 7%. Um einungis 6 af þessum árum, hefur hún verið í plús um meira en 3,3%. Icesave skuldin ein og sér, virðist á ystu mörkum greiðslugetu okkar. En, vandinn er ekki einungis Icesave, heldur allar hinar skuldirnar sem samanlagt eru miklu mun hærri en Icesave skuldin ein og sér. Svarið er einfalt, þ.e. er ekki nokkur séns, að hægt sé að framkalla nægan gjaldeyrisafgang, og það samfellt í áratug, til að standa undir - hvort sem er- skuldumríkisins eða skuldum þjófélagsins.
Svar
Þjóðin verður að leita nauðasamninga við lánadrottna sína, ekki bara vegna Icesave, heldur einnig vegna annarra skulda. Verum skynsöm, og brjótum odd af oflæti okkar.
Kv.
10.8.2009 | 13:00
Verður Icesave gjaldfellt?
Nýjasta blaðrið í stjórnarliðum, og sem er nú básúnað út um víðan völl, af talsmönnum Samfó; er að Bretar og Hollendingar, muni gjaldfella Icesave lánið, ef Alþingi samþykkir ekki núverandi samning um Icesave ábyrgðir.
En hver er röksemdafærslan, á bak við þessar fullyrðingar? Engin, eftir því ég best fæ séð.
Icesave samningarnir:
Samingurinn við: Holland
Samningurinn við: Bretland
Skoðum málið:
Formlega séð, er lánið tekið af Tryggingasjóði innistæðueigenda:
2.2 The Loan
The reimbursement referred to in subparagraph 2.1.2 of paragraph 2.1
(Reimbursemenf) will remain outstanding as a loan from The Netherlands to the
Guarantee Fund in an amount of (subject to paragraph s.2 (payment of interest))
EUR 1 ,329,242,850 (one billion three hundred twenty nine million two hundred forty
two thousand eight hundred and fifty euro) in accordance with and subject to this
Agreement.2.1.1 Subject to the terms of this Agreement, the Lender makes available to the Guarantee Fund a Sterling term loan facility in a maximum principal amount of Ê2,350,000,000, or such other amount as the Lender and the Guarantee Fund may agree in writing from time to time (the "Facility Amount").
Síðan, er það ríkisstjórn Íslands og Alþingi, sem á skv. restinni af samningnum, að ábyrgjast að nægilegt fé verði til staðar í Tryggingasjóðnum, til að standa undir lánunum, og greiðslum Icesave-ábyrgða.
Af hverju Icesave ábyrgð?
Ástæðan, er í aðalatriðum sú, að það er víðsfjarri því að tryggt sé, að nægilegt fé verði til staðar, í Tryggingasjóði innistæðueigenda, til að standa undir 20.887 Evra lágmarkstryggingu, per innistæðueigenda. Þetta, er breskum og hollenskum stjórnvöldum fullkunnugt, sem er akkúrat ástæðan þess, að þeir eru að standa í þeim ævingum, að þvinga Íslendinga til að ábyrgjast greiðslu þeirra ábyrgða.
En ef Bretar og Hollendingar gjaldfella Icesave lánið?
Punkturinn er sá, að án þess að Alþingi hafi samþykkt Icesave ábyrgðir, þá geta Bretar og Hollendingar einungis hirt það fé, sem nú er til í Tryggingasjóði innistæðueigenda, sem vitað er að ekki er nema, lítið brotabrot þeirrar upphæðar sem þarf. Einnig, geta þeir hugsanlega, hirt þær erlendu eignir, sem þeir ná til.
Mér, virðist ekki að slík aðgerð, væri góð hagsmunagæsla þeirra stjórnvalda gagnvart sínu fólki.
Það eru hagsmunir Breta og Hollendinga, að semja!
Þvert ofan í fullyrðingar um hið gagnstæða, er það augljósir hagsmunir Breta og Hollendinga, að fá sem mest greitt. Þeir hagsmunir breytast ekkert, þó svo að Alþingi hafni núverandi samningi.
Ef, Bretar og Hollendingar, framkvæma kalt hagsmuna-mat, þá er það krystalklárt, að meiri von er til að fá meira út úr okkur, með nýrri samningsgerð, en þeirri aðgerð að gjaldfella lánið og hirða eignir þær sem þeir ná til.
Þ.e. því, skýrir hagsmunir þeirra, að samþykkja nýja samningalotu.
Svo lengi, sem Íslendinga passa sig á að lýsa því yfir, að höfnun núverandi samnings, skuli ekki skoðast sem höfnun þess að leisa málið með samningum; þá ætti að vera tiltölulega greið leið, að hefja nýtt samningaferli.
Engin trygging er að nýjir samningar verði betri!
Það er út af fyrir sig, alveg rétt. En, það er einnig hugsanlegt að þeir verði það. Hið minnsta er krystalklárt, að við núverandi samning, getum við ekki unað.
Svo hræðilegir eru þeir, að raunverulega væri betra að hafna þeim, og verða gjaldþrota daginn eftir.
Kv.
Útgáfa Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, á skýrslu um Icesave, má vera að verði minnst sem merkis atburðar.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 3. ágúst 2009: SAMANTEKT UM GREINARGERÐIR VEGNA ICESAVE-SKULDBINDINGA
Það sem mér finnst merkilegasta skoðun þeirra, er mat þeirra að afgangur af gjaldeyrisreikningi verði enginn, frá og með 2013. Þeir reikna með öflugum afgangi árið 2010, minnkandi frá og með 2011, síðan ört minnkandi afgangi árið 2012; og svo cirka "0" eftir það.
Ástæða þessa, er það að sögulega séð er hérlendis öfugt samband milli afgangs af utanríkisverslun, sem skilar afgangi af gjaldeyrisreikningi landsmanna, og hagvaxtar.
Þetta skilja menn, ef þeim er bent á, að útflutningur hérlendis er nokkur stöðugur og fer lítið eftir hagsveiflu hérlendis. En, innflutningur er mjög háður lífskjörum, sem styrkjast þegar vel gengur en versna þegar ílla árar.
Einnig, er nánast allt flutt inn, fyrir utan landbúnaðarvörur og fisk. Margar tegundir atvinnustarfsemi, eru háðar innflutningi með aðföng,,,sbr. byggingastarfsemi. En, nánast allt til bygginga, er innflutt fyrir utan steypuna og grjótið. Svo, aukning bygginga eykur einnig halla á útflutningsjöfnuði. Það sama á við marga aðra starfsemi, sem ekki er útflutningstengd, að aukning á þeim sviðum skapar aukinn innflutning.
Þannig, að niðurstaða hagfræðinga HÍ er mjög rökrétt, í samhengi hagsögu Íslands fram að þessu, að hagvöxtur, muni fyrst í stað skila öflugum gjaldeyrisafgangi, en síðan með skánandi lífskjörum muni draga úr honum á ný, uns hann hverfur. Reyndar, hefði þeim alveg verið óhætt að reikna hann alla leið í "-" þ.s. þar endar hann vanalega, eftir að hagvöxtur hefur staðið yfir um nokkurt skeið.
Þetta, er alvarlegt, fyrir það, að við skuldum mjög mikið í erlendri mynnt. Langhentugast, er að borga fyrir erlend lán, með gjaldeyris-afgangi.
I.Hverjar eru okkar skuldir?
"Seðlabanki Íslands : Umsögn Seðlabanka Íslands, um Icesave samkomulag ríkisstjórnarinnar, við Breta og Hollendinga.
Eignir þjóðfélagsins á móti skuldum
Erlendar eignir: 1.625 (1625/1.427 = 1,14 VÞF)
Icesave-eignir (75% endurheimtur) 376
Gjaldeyrisstaða í lok árs (reiknuð) 673
Aðrar erlendar eignir (FIH) 81
Erl. eignir annarra aðila (lífeyrissjóða) 496
En, ég er á móti því, að telja erlendar eignir lifeyrissjóða upp, sem eignir á móti skuldum, þjóðfélagsins. Eftir allt saman, getur ríkið eða aðri ekki selt þær eignir bótalaust, en eignir lífeyrissjóða eru stjórnarskrárvarin eign lífeyrisþega, þar með taldir vextir af þeim eignum. Ég vil einungis telja upp eignir, sem raunverulega er hægt, að láta renna upp í móti skuldum.
Því lækka ég tölu yfir eignir, í 1.130 milljarða.
Síðan, mætti alveg einnig, lækka Icesave eignir um svona cirka 1/3, eða í 250 milljarða. Þá verður heildar eignatalan, 1.004 milljarðar. En, það væri ekki ósanngjörn aðgerð, enda mjög mikil óvissa um hvert endanlegt verðmæt Icesave eigna, verður. Síðan, er það náttúrulega spurning um raunverulegt verðmæti FIH bankans í Danmörku, en nýverið koma fram, að hann geldur þess að vera í eigu Íslendinga. Það má vera, að muni koma fram í lægra endanlegu söluverði. Lækkum það, um 1/3, sem gerir söluverð þá 54 milljarða í stað 81. Þá lækka eignir í 977 milljarða.
Eignir á móti, eru ekki eignir í hendi. Það stendur til að selja þær eftir nokkur ár, þegar vonast er eftir því að bætt efnahagsskilyrði erlendis, hafi aukið verðmæti þeirra eigna þannig, að viðunandi verð fáist fyrir þær.
Þannig, að fram að sölu eigna, sem fer fram eftir nokkur ár, þarf að borga af heildar-skulda-tölunni!
Þetta verða menn að muna, þegar verið er að ræða möguleika okkar til að standa undir skuldafeninu.
Skuldir þjóðfélagsins:
Erlendar skuldir hins opinbera: 1.520
Icesave-skuld . 575
Erlendar skuldir vegna gjaldeyrisforða 584
Aðrar erlendar skuldir í erlendri mynt 59
Erlend skuld SÍ utan forða (ISK) 97
Aðrar ISK-skuldir hins opinbera 206Opinber fyrirtæki og einkaaðilar: 1.312
þar af Forex-eignir útlendinga 886
þar af ISK-eignir útlendinga 426Skuldir í erlendum gjaldeyri alls 2.104 / 1.427 = 1,47 VLF
Skuldir í ISK alls 728
Erlendar skuldir alls 2.832 / 1.427 = 1,98 VLF
2.832 - 1.130 = 1.702 milljarðar 1.702 / 1.427 = 1,19 VLF (Nettó-erlend-skuldastaða)
Eignir lífeyrissjóða ekki teknar með, sem eignir á móti.
2.832 - 977 = 1.855 milljarðar 1.855 / 1427 = 1,3 VLF
Eftir lækkun eigna á móti um 1/3, sem má skoðast sem mögulega útkomu, ef eignir reynast vera lægri að andvirði, en gert er ráð fyrir.
Annars, eins og kom fram að ofan, koma erlendu eignirnar ekki á móti skuldum, nærri því strax. Þannig, erum við í raun og veru, að greiða af heildartölunni, meðan versta efnahags ástandið gengur yfir. Það er því, alveg ástæða að velta því fyrir, hvort við getum þetta?
Hættulegustu skuldirnar, eru skuldirnar í erlendum gjaldeyri, þ.e. 2.104 / 1.427 = 1,47 VLF.
Ég miða við útreikninga Gylfa Magnússonar, sjálfs - frá Morgunblaðs-grein sem byrtist þann 1. júlí síðastliðinn, þ.s. hann fjallar um greiðslubyrði vegna Icesave, en uppgefnar forsendur eru; 75% fáist upp í Icesave sem skv. útreikningum ríkisstjórnarinnar sem koma fram í Greinargerð við Icesavefrumvarp eru 415 milljarðar. Aðrar forsendur eru, góð spá - aukning útflutningstekna um 4,4% á næstu árum, sem skilar niðurstöðu 4,1% af útflutningstekjum, en, vond spá - enginn vöxtur útflutningstekna, sem skilar greiðslubyrði sem hlutfall útflutningstekna 6,9%. Þessa grein skrfaði hann, til að sýna fram á, að ekkert mál væri að ráða við Icesave.
Ég tek þessar tölur að láni:
2.104 / 415 = 5,1 5,1 * 4,1 = 20,91% 5,1 * 6,9 = 35,2%
Með öðrum orðum, raunveruleg greiðslubyrði, sem hlutfall innflutningstekna, er annaðhvort 20,91% eða 35,2% af heildar skuldum þjóðfélagsins í erlendri mynnt.
Heildarskuldir þjóðfélagsins, skipta máli þ.s. einnig þarf að borga af þeim. Þó um einka-aðila sé að ræða, þá munu þeir kjósa að borga af sínum lánum og síðan eftir það, skila því sem þá er eftir til þjóðfélagsins. Með öðrum orðum, ekki er nein augljós aðferð til fyrir ríkið, til að koma í veg fyrir samkeppni við aðra um þá takmörkuðu auðlind, sem gjaldeyris-afgangurinn mun verða.
II.Staða ríkisins
Eignir ríkisins
Yfirtekin tryggingarbréf 110,7
Viðskiptareikningar nettó 73,3
Hlutafé, eignarhlutir og stofnfé 197,8
Icesave-eignir (75% endurheimtur) 376
Gjaldeyrisstaða SÍ 586,7
Aðrar erlendar eignir (FIH) 80,7
Samtals innlent 767,7
Samtals erlent 1.043,4
Samtals 1.811,1
Skuldir ríkisins:
Innlendar skuldir ríkissjóðs1 471,2
Tapaðar veðlánakröfur SÍ 297,5
Lántaka v. eiginfjárframlags til banka 385
Icesave-skuld 575
Erlendar skuldir vegna gjaldeyrisforða 584,5
Samtals innlent 1.153,7
þar af ISK eignir útlendinga 302,0
Samtals erlent 1.159,5 / 1.427 = 0,81 VÞF
Samtals í ma.kr. 2.313,2 / 1.427 = 1,6 VÞF
Hrein staða ríkissjóðs og SÍ -502,1
Ef þetta er rétt, eru erlendar skuldir ríkisins eins, cirka 81% af vergri þjóðarframleiðslu. Ef ég nota aftur reikninga Gylfa, þá er útkoman:
1159,5 / 415 = 2,8 2,8 * 4,1 = 11,48% 2,8 * 6,9 = 19,32%
Með öðrum orðum, greiðslubyrði ríkisins af erlendum skuldum sem hlutfall af útflutningstekjum verður annaðhvort 11,48% eða 19,32%.
Eins og kom fram áðan, þá mun eignasalan, sem á að minnka skuldirnar niður í reiknaða nettó-skulda-tölu, ekki fara fram, fyrr en eftir nokkur ár. Þannig, að raunverulega þarf að miða við brúttó tölurnar yfir skuldir, til að átta sig á, hvort hægt sé að ráða við skuldastöðuna, einmitt á meðan versti hluti innlendu kreppunnar gengur yfir, eða ekki.
Í því samhengi, er vert að hafa í huga niðurstöðu Hagfræði-stofnunar HÍ, þess efnis, að gjaldeyrisafgangur verði einungis jákvæður, út árið 2012. Hann verði lítill, það ár. Einungis mikill, árin 2010 og 2011.
Ef ekki er nægur gjaldeyris-afgangur:
- þarf að borga með töku nýrra lána, sem í ljósi mjög slæms greiðslumats í dag, verða dýr lán. Þá er hætta, að skuldirnar fari að vaxa á ný, í stað þess að minnka. En, það getur verið í lagi, meðan verið er að brúa ákveðið bil.
- eða, greitt er með innlendum tekjum ríkisins. Vandi, er að þá gerist annað af tvennu.
- Peningamagn í umferð skreppur saman, við hverja afborgun, sem myndi stuðla að efnahags-samdrætti, og verðhjöðnun.
- Peningar eru prentaðir á móti, til að viðhalda peningamagni í umferð, og koma í veg fyrir frekari efnahags-samdrátt. En, þá er verið að auka heildar magn króna í heimshagkerfinu, sem óhjákvæmilega verðfellir hana, og það í hvert sinn sem þessari greiðsluaðferð er beitt.
"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report"
Það er þó hugsanlegt, að sú niðurstaða verði endurskoðuð, í næstu ársfjórðungsskýrslu. En, skv. nýjustu fréttum, er eitthvað að rofa til í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, síðustu 2. mánuðina.
Augljósa hættan, er að ílla gangi að skera nægilega niður, til að aukning skulda af völdum hallans, haldist innan viðráðanlegs ramma. Vandkvæðin, geta stafað af pólitískum vanda, sem skapast getur af völdum, mikilla óvinsælda niðurskurðaraðgerðanna.
Einnig getur það gerst, að tekju-aukning verði ekki eins mikil, og vonast er eftir - t.d. vegna þess, að hagvöxtur hér hefjist ekki fyrr en, 2011 en ekki 2010, eins og ríkisstjórnin miðar áætlanir sínar við.
Hætta, er augljós á víðtækum mótmælum, þegar atvinnuleysi heldur áfram að aukast, og gjaldþrotum fjölgar enn, og ríkið er á sama tíma, að segja upp fólki í stórum stíl; og sennilega í ofan-á-lag, að lækka bætur.
Ekki má heldur gleyma, að hætta er á auka-útgjöldum, t.d. vegna bankanna, sem vitað er að þurfa að afskrifa gríðarlegar upphæðir af slæmum lánum fyrirtækja og einstaklinga; á sama tíma og þeir eru reknir með viðvarandi halla af völdum kostnaðar við það að viðhalda rekstri fjölmargra zombí fyrirtækja, sem vonast er eftir að hafi rekstrargrundvöll seinna, og einnig vegna óhagstæðrar gengisþróunar sem veldur þeim tapi. Ég veit ekki hvort þ.e. satt, að hallinn sé 8 milljarðar á mánuði, en þ.e. tala sem ég hef heyrt. En, heimildin er óstaðfest. En, ef satt, þá er mjög hugsanlegt að ríkið þurfi að leggja bönkunum til frekara fjármagn, á næsta ári. Annars, er hættan sú, að endurreisn bankakerfisins, skili sér einfaldlega ekki í starfhæfu bankakerfi, þ.e. að bankarnir muni geta veitt eðlilega fyrirgreiðslu. Ef, sú væri útkoman, myndi það virka sem rekakkeri eða bremsa, á hagkerfið áfram. En, endurreisn bankakerfisins, er sennilega stærsta einstaka forsendan, fyrir endurreisn hagkerfisins.
- Ef, þetta er ekki nægilega slæmt, getur ríkið lent í því að þurfa að hlaupa undir bagga með einstökum sveitarfélögum, sem mörg hver eiga í mjög alvarlegum rekstrarvanda.
- Einnig, getur það lent í því, að þurfa að veita fjármagni inn í fyrirtæki í eigin eigu, sem skulda erlendis, t.d. Landsvirkjunar, enda er ríkið endanlega ábyrgt fyrir skuldum þeirra, ef þau lenda í greiðsluvandræðum.
III.Umfjöllun um umsögn Hagfræði stofnunar HÍ
1) Íslenska kreppan verri en keppa annarra landa
Þeir byrja á að áminna um: "Það er mikilvægt að hafa í huga að sökum þess hve kreppan er djúp og víðtæk getur verið varasamt að styðjast við reynslu fortíðar þegar meta skal hvernig þjóðin mun vinna sig út úr þessum hremmingum."
Ástæðan er sú, að kreppan hér er verri að mörgu leiti, en hefur þekkst annars staðar, en eftir allt saman hefur það sennilega ekki gerst áður, að þróað hagkerfi missi allt sitt bankakerfi,,,ásamt því óskaplega tjóni, sem þá orsakaðist.
2) Hagvöxtur og gjaldeyrisafgangur
Þeir telja, að hagvöxtur muni fara af stað, fyrsta kastið, af meira krafti en Seðlabankinn geri ráð fyrir, þ.e. 2011 eða 2012, vegna þess að samdráttur af völdum kreppunnar hafi skapað töluverðan slaka í hagkerfinu, en síðan eftir 2013 muni draga úr hagvexti og spá þeir milli 2 og 2,5% hagvöxt eftir það.
"Á árunum 1980-2004 óx landsframleiðsla að meðaltali um 2,8% á ári. Þar af mátti rekja 1,3% til fólksfjölgunar og 1,5% til aukinnar framleiðni. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar fram til 2050 mun landsmönnum öllum fjölga um 0,7% að meðaltali á ári fram til 2023 og fólki á vinnualdri (20-64 ára) um 0,5%. Ef framleiðni vinnu eykst með líku lagi og undanfarna áratugi má búast við að VLF aukist að jafnaði um 2-2,5% á ári næstu 15 árin sem er nokkuð minna en Seðlabanki gerir ráð fyrir. Einstakar framkvæmdir ættu ekki að breyta miklu um þetta mat."
Varðandi afgang af gjaldeyristekjum, telja þeir að hann verði mikill í ár og á næsta ári, en hann muni skreppa hratt saman árið 2011 og verða kominn niður undir "0" frá 2013.
3) Gengi gjaldmiðla
Þeir telja ólíklegt, að sú forsenda sem Fjármálaráðuneytið hefur gefið sig, um gengi gjaldmiðla, að Pundið muni haldast óbreytt gagnvart Evrunni út spátímabilið muni standast.
"Í ljósi veikrar stöðu punds gagnvart evru nú um stundir kann þessi forsenda að vera umdeilanleg."
Þetta er varfærnislega orðað hjá þeim, en gengi Pundsins hefur hrunið umtalsvert gagnvart Evru síðan um mitt ár 2008, sem stafar af þeim efnahagslegu áföllum sem Bretland varð fyrir. Það er eðlilegt, að Pundið muni síðan, þegar breska hagkerfið byrjar að rétta úr kútnum, sækja til baka í sitt eðlilega jafnvægisgengi. Þannig, að hækkun Pundsins gagnvart Evru, á næstu árum, er mjög líkleg.
Vandinn sem þetta skapar, er að þ.s. stór hluti Icesave lánsins, er í Pundum, á meðan að okkur ber að greiða í Evrum. Það sem við munum þurfa að greiða, mun því hækka af þessum orsökum.
Þeir telja einnig sennilegra en hitt, að verðbólga muni verða áfram hærri hérlendis, en í nágrannalöndum okkar.
"Í greinargerðinni (greinargerð Fjármálaráðuneytis) er reiknað með því að frá og með 2014 verði afgangur á ríkissjóði um 3% af VLF. Til þess að svo megi verða þarf mikill agi að vera á fjármálum ríkissins, mun meiri en að jafnaði hefur verið frá stofnun lýðveldis. Umtalsverðar líkur verða því að teljast á því að ríkið verði að gefa sér lengri tíma til að greiða niður skuldir sínar."
Það þarf varla að taka fram, að mjög erfitt - ef ekki ómögulegt - verður að umbreyta afkomu ríkisins, svo stórfellt að halli sem nálgast 200 milljarða þetta ár, verði orðinn að afgangi upp á milljarða tugi, eftir einungis 5 ár.
4) Hættur fyrir hagvöxt
a) Þeir benda á, að ef umtalsverður brottflutningur fólks, muni fara af stað, af völdum kreppunnar, þá muni það draga úr möguleikum hagkerfisins til hagvaxtar og þannig auka byrðarnar á herðum þeirra sem eftir verða í landinu. Þeir benda á að reynslan af fyrri kreppum sýni að fólksfækkun fari af stað af krafti ekki fyrr en ári eftir að kreppa hefst, og einnig að marktækt samband sé milli brottflutnings og hagvaxtar. Brottflutningur auki þannig niðursveiflu og hægi á hagvexti, meðan brottflutningur stendur yfir.
Flókið sé samt að spá um þetta, þ.s. að þrátt fyrir að kreppan nú sé sú versta sem þeir hafi til samanburðar, þá vegi á móti að einnig sé kreppa annars staðar, sem geri sennilega dragi úr atvinnutækifærum erlendis, og einnig hafi fjöldi fólks flust hingað umliðinn áratug sem séu frá tekjulægri löndum en Íslandi, og það megi vera að það sé ólíklegra til brottflutnings en Íslendingar af þeim orsökum.
b) Einnig benda þeir á, að fjöldi fyrirtækja sé nú í nokkurs konar gjörgæslu. Óvíst sé hve mörg þeirra muni reynast hafa rekstrargrundvöll. Mikilvægt sé, að hagvöxtur hefjist sem fyrst, og einnig að aðgangur að lánsfé batni sem hraðast; til að lágmarka þetta tjón.
c) Þeir benda á að...
"Ljóst er að greiðslur vegna Icesave verða ekki notaðar til annarra hluta, s.s. til fjárfestinga í efnislegum eða óefnislegum gæðum eða til neyslu, hvort sem er einkaneyslu eða samneyslu. Af þessu má ráða að greiðslur vegna Icesave hafi bein neikvæð áhrif á hagvöxt og leiða til lakari lífskjara."
...sem einnig má að sjálfsögðu heimfæra á aðrar skuldir, sem einnig mun þurfa að greiða af. En Icesave verður einungis minni hluti af þeirri heildar greiðslubyrði. Þannig, að það fjármagn sem tekið er úr hagkerfinu, á næstu árum, muni draga umtalsvert úr möguleikum til hagvaxtar og einnig á sama tíma skerða lífskjör, þ.s. minni hagvöxtur að sjálfsögðu þíðir lægri lífskjör.
5) Greiðslubyrði af Icesave
Þeir benda á að töluvert stór óvissa sé um endanlega greiðslubyrði af Icesave láninu, þ.s. eignir geti reynst verðminni, hækkun Punds muni hækka lánið en óvíst að hvaða marki, framgangur efnahagsmála getur reynst lakari en að er stefnt, aðgangur að lánsfjármagni getur reynst lakari en að er stefnt, o.s.frv.
Þeir setja upp módel fyrir 75% endurheimtur af Iceave og fyrir 40%. Einnig fyrir Pund í cirka núverandi verðgildi gagnvart Evru og hækkun þess um 25%. Einnig, setja þeir upp módel, þ.s. gert er ráð fyrir efnahagsáfalli vegna óvænts aflabrests.
6) Forsendur þeirra eru eftirfarandi:
"Hagvöxtur. Enginn vöxtur 2010, 6% árin 2011-12 (meðaltal), 2% frá og með 2013. Gert er ráð fyrir umtalsverðum vexti þau ár, meðan hagkerfið er að ná sér upp úr dýpstu lægðinni. Í þessu felst að VLF (Verg landsframleiðsla) vex um 21% frá 2010-2016."
"Verðlag. Miðað er við 2% verðbólgu í Bretlandi og á evrusvæði frá 2009-2023, í samræmi við verðbólgumarkmið Englandsbanka og Seðlabanka Evrópu.
Gengi. Raungengi krónunnar, sem nú mælist um 67 (2000=100) hækkar í 80 árið 2010 og í 85 frá og með 2011. Gengi punds gagnvart evru verði um 1,15 (evrur/pund).
Upphæðir. Allar upphæðir í kr. miðast við áætlað meðalverðlag 2009. "
Greiðslubyrði af Icesave verði 2,5% af landsframleiðslu við 75% endurheimtur en 4,2% við 40%. Þetta, sé besta spá, sem geri ekki ráð fyrir neinum frávikum frá grunnspá. Við 75% verði afgangur af Icesave um 300 milljarða, en rétt um 600 milljarða við 40% endurheimtur, í árslok 2015.
Ef Pund styrkist um 25%, verði sömu tölur 3,3% og 5%.
Leikum okkur aðeins með tölurnar:
2.104 / 300 = 7 -- 1.159,5 / 300 = 3,9
2,5% * 7 = 17,5% VÞF 2,5% * 3,9 = 9,75% VÞF
Hafa ber þó í huga, að þ.s. þetta eru allt skuldir í erlendum gjaldmiðli, sem ég hef verið að fjalla um, þá er réttara að miða við hlutfall útflutningstekna fremur en hlutfall landsframleiðslu, þ.s. landsframleiðsla er eftir allt saman í krónum. Ríkið sjálft, hefur ekki tekjur í erlendum gjaldmiðlum.
7) Mat þeirra, að Icesave ætti að reynast viðráðanlegt.
Þeir slá þó þá varnagla að:
"Ef fjármálakreppa ríkir í heiminum á þessum tíma, eða traust á íslensku hagkerfi brestur af einhverjum ástæðum, geti málið vandast. Þetta gildir vitaskuld um endurfjármögnun erlendra lána almennt, ekki einungis Icesave-lán. Almennt má því segja að útkoman ráðist af trausti umheimsins á íslensku efnahagslífi. Nauðsynlegur liður í því að efla það traust er, að skuldir þjóðarbúsins haldist innan skaplegra marka á næstu árum."
"Aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum á næstu árum og þau kjör sem bjóðast munu að miklu leyti ráðast af lánshæfismati landsins og þeirra fyrirtækja sem hér starfa. Mestu skiptir að bjartsýni ríki og mun lánshæfismat ráðast af því. Miklar skuldir munu að öðru óbreyttu leiða til verra lánshæfismats. Þó verður ekki einungis litið til heildarskulda á hverjum tíma heldur framtíðarmöguleika þjóðarinnar til að borga af skuldum."
Þ.e. því, grundvallar atriði, hver staða lánamála almennt, muni verða; en einnig, hve trúverðug stefna stjórnvalda til uppbyggingar efnahagslífsins muni reynast. Því meira trú, sem menn öðlast á stefnunni, því fyrr byggist að nýju upp traust erlendis á hagkerfinu, gjaldmiðlinum og þannig um leið, vilji til að lána. Hagstjórnin, er því stóra málið, í því að endurreisa þetta traust.
8) Áhrif á lífskjör og brottflutning frá landinu
"Samkvæmt dæmunum að framanverðu gæti skuldbindingin verið á bilinu 300-580 milljarðar kr. í árslok 2015, eða um 17-33% af VLF. Til að ná jafnri stöðu árið 2023 þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði að aukast um 1-2% á ári af VLF að jafnaði á tímabilinu. Þjóðarútgjöld þyrftu að lækka sem því nemur, yrðu þannig 13-26 milljörðum kr. lægri miðað við útgjöld ársins 2009 en ella. Það útheimtir lækkun á raungengi krónunnar. Hve mikið er vandmetið, en lauslega má ætla, að lækkunin þyrfti að vera 3-7%. Miðað við hlutdeild innflutnings í neyslu landsmanna yrði kaupmáttur 1-2% rýrari en ella á tímabilinu 2009-2023...Lauslegt mat á sögulegum gögnum sýnir að ef kaupmáttur minnkar um 2% í 15 ár þýðir þaðum hálft prósent fólksfækkun yfir tímabilið af þeim sökum einum."
Ef við leikum okkur aðeins með tölurnar:
2.104 / 300 = 7 -- 1.159,5 / 300 = 3,9
Ef, við getum margfaldað áhrifin, á fólksfjöldaþróun, með þessum tölum; þá kemur út 3,5% og 1,95%. Hærri talan, skilar 11.200 manns cirka, miðað við 320.000. Það kemur heim og saman, við aðvörun um að 10.000 geti yfirgefið landið, af völdum kreppunnar.
Það bendir ekki endilega til skelfilegra áhrifa af völdum fólksfækkunar. En, 10.000 er talið viðráðanlegt.
En, auðvitað getur það breyst, ef ílla gengur að vinna úr skuldavandræðunum og hlutir fara til verri vegar.
IV. Niðurstaða
Staðan er herfileg. Ég er búinn, að taka þetta saman, eftir bestu þekkingu og án þess, að ég held, að halla máli með nokkrum hætti.
Hver um sig, sem les þetta, má mynda sína eigin skoðun.
En, mín skoðun er sú, að skuldavandinn sé þvílíkur, og þá á ég við heildarskuldabaggann; að skynsamlegara, en að fylgja núverandi stefnu, væri að fara fram á nauðasamninga við alla okkar helstu kröfuhafa. Hættan á því að hlutirnir gangi ekki upp, með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð, sé einfaldlega það mikil; að ábyrgðarfyllra væri að viðurkenna fyrir sjálfum okkur, að við þurfum að lækka skuldir með öllum tiltækum ráðum, þar með talið því að fara fram á niðurfellingu að hluta.
Ég held, að við eigum að reyna, að endursemja við okkar helstu kröfuhafa. Byrjum það verk, með því að endursemja um Icesave skuldina.
Kv. Einar Björn Bjarnason
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2009 | 19:21
Þurfum öflugan gjaldeyrisvarasjóð!
Dálítið skrítin deila hefur sprottið upp, þ.e. hvort við þurfum lánin frá AGS og Norðurlöndunum, sem eiga að fara í gjaldeyrisvarasjóð landsmanna, eða ekki.
En, þetta er raunverulega, áhugaverð spurning. Sannarlega er það rétt, að gjaldeyrisvarasjóður, að öllu jafnaði, treystir gengi gjaldmiðils og eykur traust, getur bætt lánstraust.
Sjá Frétt Ruv.is: Þurfum öflugan gjaldeyrisvarasjóð
"Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir nauðsynlegt fyrir Íslendinga að byggja upp öflugan gjaldeyrisvarasjóð. Án hans verði erlendir fjármagnsmarkaðir lokaðir fyrir Íslandi, jafnt fyrirtækjum sem hinu opinbera"... Menn þurfa að hafa gjaldeyrisvarasjóð til að hafa uppá að hlaupa ef eitthvað mikið kemur fyrir þannig að það þurfi að grípa til þessara peninga. Hugtakið varasjóður er þannig er varasjóður, það er ekki til að nota nema í nauð."... "Vilhjálmur segir þetta skipta mjög miklu máli til að efla traust á landinu, hækka lánshæfismatið og styrkja aðgang okkar að öðru lánsfé sem við séum þá að nýta. Við þurfum að hafa opinn aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum og vera hluti af þeim og það gerist ekki nema við séum með öflugan gjaldeyrisvarasjóð og við séum með gott lánshæfismat og við sjáum þess vegna eitthvert flæði af fjármagni koma inn og út úr landinu, en þá þurfum við að vera með góðan varasjóð."
En,,,við erum að tala um sjóð, sem tekinn er að láni.
Að sjálfsgöðu, hefur Vilhjámur rétt fyrir sér, í almennum skilningi. Enda, eru gjaldeyrisvarasjóðir, vanalega ekki teknir að láni. Heldur, eru þeir byggðir upp, jafnt og þétt, um eitthvert árabil - fyrir skattfé.
- Á því, er dálítill munur, og á sjóði sem er tekinn að láni. Sjóður, sem byggður er upp, fyrir raunverulegan sparnað, er þá raunverulegur eignasjóður. Hann, er þá eign á móti.
- Sjóður, sem tekinn er að láni, er raunverulega eign einhvers annars. Af þeim lánum þarf að borga, með erlendum gjaldeyri. Þ.e. heilabilun, að skilgreina slíkann sjóð, sem eign á móti.
- Þau lán hækka greiðslubyrði landsmanna, í erlendum gjaldeyri, og minnka það sem er afgangs til að borga af öðrum lánum.
- Þetta, hlítur að vera aðalpunkturinn, sem er skoðaður, þegar greiðslustaða er metinn; þ.e. hver er heildastskuldastaðan vs. tekjur og vs. eignir á móti.
- Þannig, að ég skil ekki, hvernig menn sem vilja taka sig alvarlega, ég tala ekki um doktór í hagfræði, geta haldið þeirri augljósu bábilju fram, að lánskjör geti batnað með því að taka meiri lán, og þar með hækka skuldirnar.
Það hafa einhverjar skrúfur losnað, í fólki sem hugsar með þessum hætti.
Kv.
4.8.2009 | 22:02
Svört skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um Icesave!
Þ.s. mér finnst merkilegast, er að þeirra spá gerir ekki ráð fyrir, að spá ríkisstjórnarinnar, um viðvarandi stórann afgang gjaldeyristekna, standist.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 3. ágúst 2009: SAMANTEKT UM GREINARGERÐIR VEGNA ICESAVE-SKULDBINDINGA
Enda vita þeir vel, af því samhengi að innflutningur eykst alltaf við aukinn hagvöxt.
Þeir reikna með cirka 2% hagvexti, eftir 2012, sem er raunhæfari spáen spá Seðlabankans.
Síðan, vara þeir við hættum, t.d. þeirri augljósu að verðgildi Punds geti hækkað. En, þ. hefur verið fremur lágt undanfarið, vegna efnahagsáfalla, og hækkun þess verður að teljast líkleg. Hvort, hún verður 25% og síðan áfram, eins og í dæminu sem þeir setja upp, er umdeilanlegt.
Skoðun þeirra er fyrst og fremst á greiðslubyrði, af Icesave sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, þ.e. ekki sem hlutfall af viðskiptaafgangi.
Hún sveiflast frá 2,5% upp í 5%, skv. þeirra fráviks tilvikum.
Taka verður fram, að Icesave er einungis hluti af erlendri skuldabyrði Íslands. Ef miðað er við nettóskuld upp á 1.702 milljara eða 1,19 VLF, og við berum það saman við Icesave skuld upp á 300 eða cirka 600 milljarða, eftir því hvort miðað er við 75 eða 40% endurgreiðsluhlutfall.
Ef við höfum þær tölur í huga, þá er 300 milljarðar 5,7 sinnum 1.702 milljarðar, þ.e. 2,5% * 5,7 = 14,25%.
Með öðrum orðum, þarf stærð afgangs af viðskiptajöfnuði að jafngilda cirka 14,25% þegar miðað er við hagstæðasta dæmið, til að standa undir nettó erlendum skuldum ríkisins. (Nettóskuldatalan, er fengin út frá tölum Seðlabanka Íslands, en frávikið frá þeirra uppgefnu tölu, er að ég dreg ekki frá erlendar eignir lífeyrissjóða. En eignir lífeyrissjóða, nýtast ekki með nokkrum hætti ríkissjóði, til að draga úr skuldum.)
Takið eftir, þetta er hagstæðasta dæmið, þ.s. ekki er búið að gera ráð fyrir einu sinni líklegum breytingum.
Hafið í huga, að þeir gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn, verði við "0" frá og með 2013.
Það þíðir, að ríkið getur ekki greitt af þessum skuldum, þ.s. til þess þarf tekjuafgang af erlendum gjaldeyri.
Valið stendur þá á milli þess:
- velta þeim áfram með nýjum lántökum.
- borga beint með tekjum ríkissjóðs.
Fyrri leiðin, veldur því að skuldirnar smá hækka á nýjan leik.
Seinni leiðin, verðfellir gengi krónunnar, jafnt og stöðugt.
Þ.e. því af og frá, að þessi skýrsla segi, að erlendar skuldir okkar séu vel viðráðanlegar. Þeir, fjalla fyrst og fremst um Icesave, og líkur eru taldar til að Icesave skuldin sé viðráðanleg, ein og sér. Síðan, verðum við hin, að skoða heildardæmið.
Niðurstaðan er óvéfengjanleg, að skuldirnar eru óviðráðanlegar.
Kv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar