Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Einkennilegt flot!

Krónan, ku vera sett á flot; en samt eru mikil höft enn til staðar. Þessar aðgerðir eru skiljanlegar, að því marki að það stefndi að miklu falli krónunnar - ef til vill upp á 40 - 50%. En, með nýlegum reglum Seðlabanka, er þessi sprenging sem búist var í, sett í frost. En, ef vitnað er í svör Seðlabanka manna sjálfra:

"Sp.: Geta útlendingar fjárfest hér á landi?

Sv.: Fjárfesting í verðbréfum, hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármálagerningum, sem felur í sér hreyfingu fjármagns til landsins er óheimil. Óheimilt er að eiga gjaldeyrisviðskipti eða aðrar fjármagnshreyfingar í erlendum gjaldeyri með úttektum af reikningum í íslenskum krónum í innlendum fjármálafyrirtækjum eða Seðlabanka Íslands. Fjármagnshreyfingar vegna yfirfærslu eða flutnings á fjármunum frá landinu sem tengjast sölu á beinum fjárfestingum eru óheimilar."

Svo, mörg eru þau orð. En, þessar aðgerðir, halda í raun gríðarlegum fjármunum í eigu útlendinga í gíslingu hérlendis, en búist var við að af svokölluðum krónubréfum yrði innleyst fyrir alveg gríðarlega upphæðir strax við flot krónunnar.

Sannast sagna, er þetta hreynt óindisúrræði, og erfitt að sjá hverni á að leysa úr þessu. Hugmynd Seðlabanka manna virðist vera, að hleypa þessu í gegn í - hmm - viðráðanlegum skömmtum. Það kemur mér nokkuð á óvart, að þessi fjármuna gísling, skuli ekki hafa valdið neinu verulegu fjaðrafoki erlendis, enn sem komið er. Ef til vill er of mikið annað og enn stærra í fréttum um þessar mundir.

Augljóslega, erum við búin að búa til nýjan stóran hóp af reiðum erlendum fjárfestum, og varla getu við búist við öðru en að sú staðreynd enn til viðbótar grafi undan trausti og trúverðugleika Íslands, á erlendum lánamörköðum.

Spurningin er þá, hversu alvarlegt er það. Getur það valdið því að markaði taki þann pól í hæðina; "that Iceland is in default".

Svari hver sem vill!!


Nýjar reglur um gjaldeyrisviðskipti hindra ekki beinar erlendar fjárfestingar í íslenskum fyrirtækjum, segir Björgvin G. Sigurðsson

Samkvæmt frétt Rúv.is

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item240000/

Að sögn Björgvins G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra verður þó fjárfestingin verður þó að vera að í minnsta kosti 10% hlutafjárins."það væri sameiginlegur skilningur Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins að gjaldeyrisreglurnar hefti ekki beina erlenda fjárfestingu. Túlkun Seðlabanka sé sú að bein erlend fjárfesting sé kaup á 10% eignarhlutur eða meira. Þetta þýðir að fyrirtæki hér geta fengið útlendinga til að fjárfesta í rekstrinum, ef eignarhlutur þeirra fer yfir 10%."

Nú, manni verður spurn...er maðurinn fífl?

Þetta hljómar ruddalegt, en punkturinn er sá að ef fyrirtæki er skráð erlendis á markaði, þá eru flestir erlendir hlutir litlir. Með öðrum orðum, þessar reglur raun og veru, taka fyrir markaðssrkáningu íslenskra fyrirtækja erlendis.

Þetta er alvarlegt mál, þar sem hlutabréfamarkaðir eru í dag ein helsta leið fyrirtækja til að ná sér í fjármagn. Þau fyrirtæki sem eru í dag með skráningu af einhverju tagi, standa frammi fyrir þeim kostum að fara af þeim mörköðum eða að flytja starfsemi sína úr landi.

Augljóslega er það ekki stefna stjórnvalda að hrekja vaxtabrodda starfsemi hérlendis úr landi, en það getur verið afleiðing nýlegra reglna um Seðlabanka Íslands, nema þeim sé breitt verulega í snatri.

Ég býst við að forsvarsmenn fyrirtækja þeirra sem hlut eiga að máli muni eiga fundi með stjórnvöldum næstu daga, og að niðurstaðan verðir að stjórnvöld muni beygja sig í þessu máli.

Það sem þetta afhjúpar þó enn einu sinni, er fum og fát þeirra sem nú eru við stjórn.


Enn ein gloría ríisstjórnarinnar

Það virðist augljóst, að ríkisstjórnin gerir ekkert annað en mistök ofan á mistök. Ef ríkisstjórnin breytir ekki snarlega þeim reglum sem voru settar rétt fyrir helgi, um rétt Seðlabankans til inngripa og beita bönnum, í gjaldeyrismálum verða fjölmorg fyrirtæki hrakin úr landi.

Hér fyrir neðan kemur viðtal við Pétur Blöndal, skv. Frétt Rúv:

Gjaldeyrisreglurnar eru gallaðar

Gjaldeyrisreglurnar eru gallaðar

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis segir að gjaldeyrisreglurnar sem Seðlabankinn setti fyrir helgi vinni gegn markmiðum gjaldeyrislaganna. Ljóst sé að þær verði að endurskoða næstu daga.

Aðfaranótt föstudags setti Alþingi lög um gjaldeyrisviðskipti og í kjölfarið setti Seðlabankinn reglur um framkvæmdina. Í fréttum sjónvarps í gær var sagt frá því að reglurnar hafi neikvæð áhrif á fyrirtæki eins CCP og Verne Holdings. Uppbygging gagnavers í Keflavík er í algeru uppnámi og skoðað verður að flytja höfuðstöðvar CCP úr landi. Pétur segir að markmið laganna eigi að vera að laða að erlenda fjárfesta en ekki fæla þá frá og því sé undarlegt að settar séu reglur sem í reynd virki í gegn markmiði laganna. Þær þurfi því að endurskoða.

Viðskiptaráðherra gaf ekki kost á viðtali en þær upplýsingar fengust að haldinn verði fundur Seðlabankans og þerri fyrirtækja sem telja sig lenda í vanda vegna reglnanna.


Fyrirtækin hrakin úr landi?

Forsvarsmenn CCP, hafa nú varað við því að ný lög ríkisstjórnarinnar, sem veita Seðlabanka Íslands, mjög víðtækan rétt til inngripa í gjaldeyrisviðskipti, séu mjög íþyngjandi fyrir íslensk fyrirtæki, sem eiga í samkeppnisviðskiptum við aðila erlendis.

Hér er nánar tiltekið, að ræða ákvæðið þar sem banna má erlendum aðilum að kaupa og selja íslensk hlutabréf. Það sem þetta gerir, er að það takmarkar aðgang fyrirtækja eins og CCP, að erlendu hlutafé. Þessi aðgangur er þeim nauðsynlegur, til að þau séu samkeppnisfær við erlenda samkeppnisaðila.

Til viðbótar bætist ákvæði þess efnis, að Seðlabankinn geti skyldað aðila til að afhenda erlendan gjaldeyri, sem þeim hefur áskotnast, til innlendra fjármálastofnana. 

Þessi ákvæði, vega beint að starfsemi þessara fyrirtækja, þ.e. CCP, Össur hf. og fleiri stöndug fyrirtæki, sem við einmitt höfum ekki efni á að missa úr landi.

Er ríkisstjórnin, enn eitt skiptið að flumbra, og valda landinu og þar með þjóðinni tjóni?


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband