3.1.2010 | 19:51
Ríkisstjórnin segir okkur, að ástandið sé betra, en leit út fyrir!
Að sögn ríkisstjórnarinnar, eru hlutir að horfa til betri vegar.
- Samdráttur sé minni, en búist var við!
- Atvinnuleysi, sé minna en reiknað var með, og fari minnkandi!
- Samdrætti muni ljúka á þessu ári, og hagvöxtur hefjast.
Við eigum að hafa trú á sjálfum okkur, á Íslandi og Íslendingum; og horfa glöð frmávið.
Hvert er raunástandið?
Öllum vandamálum, hefur verið slegið á frest, ekki nokurt þeirra, þ.e. ekki eitt einasta þeirra, hefur verið leist. Forsætisraðherra, í þættinum Kriddsíld, kallaði árið 2009 ár uppgjörs við hið liðna, en árið 2010 ár uppbyggingar. En,öll uppgjörin eru eftir!
- Við eigum mikinn samdrátt eftir, og einnig mikið atvinnuleysi.
- Fram kom í fréttum um jólaleitið, að 50% fyrirtækja hafi nýtt sér, tilboð um tímabundna lækkun greiðslubyrði, á umliðnu ári.
- Þetta er sama aðferð, og í boði er til almennings, þ.e. hvort sem um er að ræða frystingu eða tímabundna lækkun, þá er mismuninum bætt aftan á lánið.
- Fyrirtæki, hafa því getað frestað því að draga saman, þ.e. fólki hefur verið halið í vinnu á meðan, svo fólk hefur fengið laun greidd, o.s.frv.
- En, reikningurinn kemur samt að lokum. Samdrátturinn kemur þá síðar.
- Enn, stendur til að selja ofan af 2.000 fjölskyldum í mars 2010, nema að því máli verði enn eina ferðina, ekki leyst, heldur frestað um einhverja mánuði til viðbótar.
- Stór hluti almennings, hefur einnig þegið tímabundnar lánafrystingar, eða, tímabundna lækkun greiðslubyrði.
- Athugið, hvort tveggja í senn, stór hluti atvinnulífs og einstaklinga, er að vonast til að allt verði betra á morgun. En, er ekki augljóst að þá uppgötvar almenningur, að það fær ekki þessar hærri tekjur er hann dreymdi um, vegna þess að fyrirtækin hafa ekki leyst sín vandamál; þeirra vandamálum var einnig slegið á frest - augljós útkoma, úrteygð kreppa.
- Spurningin er þá, lafir það út þetta ár, "or does everything come to roost this year"?
- Ofan á allt þetta, eru bankarnir mjög langt frá því að vera orðnir traustir, heldur eru þeir enn, mjög - mjög veikir. Veikleiki þeirra, verður einmitt einnig eitt af áframhaldandi vandamálum okkar efnahagslífs.
Þ.e. einmitt þ.s. mig grunar, að í stað þess að verða ár uppbyggingar, verði það ár uppgjöranna, er var slegið á frest á síðasta ári.
Hvað gerist þá, á þessu ári?
- 60% fyrirtækja eru í raun gjaldþrota, þ.e. skuldastaða þeirra skv. viðmiðum AGS telst vera óviðráðanleg. Ekki er séns, að komist verði hjá gjaldþrotum stórs fjölda þeirra, og þannig því atvinnuleysi og samdrætti er þá fylgir.
- 20% almennings, eru þegar með neikvæða eiginfjárstöðu, og stefnir í að þeim fjölgi í 40%.
- Endurreisn bankanna, hefur algerlega mistekist. Hún er ekkert annað en bloff.
- Ísland, á ekki einu sinni fyrir vöxtunum af núverandi skuldum.
- Ísland, er"de facto" í ruslflokki. Því, þegar er það svo, að ekki fást lán, nema á ofurkjörum.
En, menn þurfa að hafa í huga, að mjög mikið hefur dregið úr virðingu fyrir stóru matsfyrirtækjunum, en t.d. "Standard of Poors", gaf KB banka AAA í einkunn, fram á árið 2008 - ef mig mismynnir ekki. Þannig var það ekki einungis á Íslandi, heldur misreiknuðu þaus sig, með svipuðum hætti, varðandi fjölmargar bankastofnanir út um heim.
Þannig, að orð þeirra eru ekki alveg með sama hætti og áður, lög. Sem sagt, þrátt fyrir yfirlísingar þeirra, virðast aðilar út um heim, ekki vera tilbúnir að lána Íslandi.
Af því leiðir, að lánin frá AGS, norðurlöndunum og fleirum, gegna nú einungis því hlutverki, að fresta gjaldþroti í veikri von um, að ástandið batni síðar.
Ef forsetinn segir "Nei" við Icesave; þá sannarlega má vera, að ekki fáist allur sá peningur, er ríkisstjórnin vonaðist eftir.
- En, vegna þess, að við eigum ekki gjaldeyri fyrir einu sinni vöxtunum af erlendum skuldbindingum þjóðarbúsins.
- Þá, erum við einungis að lifa á lánsfé, þ.e. tíma tekinn að láni.
- Sannarlega getur það farið svo, að ef allt það lánsfé berst ekki, sem von var á, að þá reynist sá tími heldur skemmri, en vonast var eftir; þ.e. gjaldþrot komi jafnvel þegar á þessu ári.
Þ.e. blekking, að kreppunni sé að ljúka. Hún er rétt, að hefjast.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning