1.1.2010 | 23:16
Eru bankarnir traustir?
Af einhverjum ástæðum, virðist enginn fjölmiðill né sjálfstæður fréttaskýrandi þarna úti, hafa áttað sig á því, akkúrat hvað gerðist, þegar skilanefndir Kaupþings og Glitnis; náðu samkomulagi við ríkið um þ.s. hefur verið kölluð tilfærsla Arion banka og Íslandsbanka, yfir til kröfuhafa.
Margir virðast halda, að það feli í sér, að erlendir bankar, hafi tekið yfir full yfirráð og um leið, ábyrgð á þeim tveim bönkum. En, svo er alls ekki!
Allt og sumt sem gerðist, var að ákvörðunin frá því í október 2008, þ.s. sá hluti gamla Glitnis og gamla KB banka er starfaði hérlendis, er tekinn var yfir af stjórnvöldum; var færð til baka.
Blekkingaleikur
"Íslenska ríkið og skilanefnd Kaupþings, náðu samkomulagi sín á milli í gær þess efist að skilanefndin mun eignast 87% hlut í Arion banka." - "Kröfuhafar munu ekki hafa formlega aðkomu að stjórnun gömlu bankanna fyrr en nauðasamningar hafa verið samþykktir."
Sannleikurinn:
- Það sem gerðist, var að bankarnir voru færðir til baka yfir í þrotabúin.
- Stofnað var í báðum tilvikum rekstrarfélag, sem er formlega eign viðkomandi þrotabús. Þeim rekstrarfélögum, er stýrt af viðkomandi skilanefnd.
- Bankarnir tveir hafa því sömu stöðu, og hver sú önnur eign, sem er til staðar í þrotabúi.
- Kröfuhafar, eiga slíkar eignir ekki - en, þeir eiga kröfu til þeirra.
- Þegar, þrotabú eru að lokum gerð upp, eftir að kröfum hefur verið formlega lýst, veitt móttöku og raðað í forgangsröð - þá fyrst, kemur í ljós hver eignast viðkomandi eignir.
- Að sjálfsögðu, taka kröfuhafar enga, alls enga, ábyrgð á þeim eignum - þ.s. eftir allt saman, eru þær ekki enn komnar í þeirra eigu.
- Það er töluvert þangað til, að þetta kemur í ljós - "það muni væntanlega taka allt næsta ár (2010) að fara yfir kröfur, meta þær og taka ákvarðanir um hvort þeim verði hafnað eða ekki. Þá megi búast við deilum vegna þeirra ákvarðana, sem dómstólar þurfi að skera úr um."
- Þangað til, eru inneignir í þeim, í nákvæmlega sömu stöðu og inneignir í Landsbanka, þ.e. hvíla á einhliða loforði, sem hefur ekki verið fest í lög, og er því hægt að draga til baka hvenær sem er og án fyrirvara; um að inneignir séu tryggðar.
- Að sjálfsögðu, hafa kröfuhafar hagsmuni af því, að eignasafn þrotabúanna rýrni ekki, en það á þá eingöngu um eignasafnið jafnt, og því um kröfuhafa í almennum skilningi; en þó má búast við að sumir kröfuhafar séu jafnari en aðrir, og hafi áhrif á hvað gert sé. En, þá þurfa samt kröfuhafar, þ.e. stóru fiskarnir, að verða sammála sín á milli. Svo, þ.e. ekki hægt að útiloka, að þessum bönkum verði haldið á floti; en slíkar ákvarðanir verða þá eingöngu réttlættar á grundvelli alls eignasafnsins, en fé tekið til slíkra hluta þarf þá að taka úr einhverjum öðrum hluta þess. Svo, við erum að tala um þörf á allnokkuð víðtækri samstöðu stærri kröfuhafa um slíka ákvörðun, til að hún gæti orðið. Ég leyfi hverjum og einum, að velta fyrir sér líkum, á slíkri útkomu. En, kröfuhafar að sjálfsögðu miða við eigin hagsmuni, ekki okkar.
- Ég ætlat að lokum, að velta upp þeim möguleika, að þessi gerningur feli í sér það, að ríkisstjórnin sé einfaldlega búin, að fórna þessum bönkum.
Þeirri blekkingu, að hlutum sé skipað með einhverjum öðrum hætti en akkúrat þessum, er og hefur verið stöðugt haldið að fólki, þannig að meira að segja málsmetandi aðilar í viðskiptalífinu virðast halda, að þessi bankar séu orðnir traustir, að eignastaða þeirra sé orðin skýr.
Varðandi Landsbanka
Þá hefur hann verið "fjármagnaður" með skuldabréfi. Þ.e. ríkisstjórnin afhenti honum til eignar skuldabréf, skrifað á ríkið. Ekki er vitað, hverjir skilmálar þess eru, sbr. t.d. hvenær ríkið byrjar að borga af því vexti. En, mjög líklegt verður að teljast, að bankanum sé ekki heimilt að selja það á markaði, til að fá fyrir það beinharða peninga. Þetta var kallað, innapýting hlutafjár.
Að sjálfsögðu væri það selt, á töluverðum afföllum. Ég velti fyrir mér, hvort bankinn hafi reiknað þau inn, þegar hann eignfærði þetta skuldabréf. En uppgefið viðmið er 8% eiginfjárhlutfall sem ráðherra kallaði ríflegt.
Hafa ber í huga, hvað er framundan:
- Stendur enn til að selja ofan af 2000 fjölskyldum.
- 20% fjölskyldna með neikvæða eiginfjárstöðu, og skv. Seðló nær það hlutfall 40% á þessu ári.
- Skv. AGS eru rúmlega 60% fyrirtækja, með ósjálfbæra skuldastöðu.
- Enn, valda háir vextir og erfið skuldastaða, heimila og fyrirtækja, mjög lítilli eftirspurn eftir útlánum. Það er vandamál, þ.s. það veldur þeim vanda, að bankarnir eru ekki að fá þær tekjur sem þeir þurfa til að standa undir innlánsreikningum. Seðlabankinn, hefur á síðustu mánuðum beitt þeirri reddingu, að selja bönkunum skuldabréf; svo innlánsféð fái vexti. Þ.e. auðvitað vaxtakostnaður fyrir ríkið.
Svo þ.e. ljóst, að mestu afskriftir lána Íslandssögunnar, eru framundan. Enn, hefur mjög lítið hlutfall þeirra afskrifta farið fram.
Þær afskriftir munu éta upp eiginfé bankanna, og má virkilega varpa þeirri spurningu fram, hvort það sé einfaldlega nægilegt - jafnvel einungis út árið.
Ég ætla að varpa fram þeirri spurningu, hve margir telja að bankarnir muni ekki verða gjaldþrota fyrir árslok, þessa árs?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2010 kl. 15:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg með ólíkindum! Ég hélt satt að segja að það væri búið að ljúka þessum bankamálum. það er þá bara greitt með "vafningi" sem veldur þá hverju? Ef Ríkið fer að borga af skuldabréfinu þá hlýtur það að duga til að redda fjármálunum eða hvað? Og Ríkisstjórnin lætur þá bankanna slátra 2000 manns til að halda bönkunum opnum...
Væri ekki nær að stofna þjóðbanka algjörlega óháðan þessu gamla sýstemi og hætta rekstri banka sem ekki geta staðið undir sér. Það er mjög undarlegt hvað kostar eiginlega að reka banka yfirleitt,,,
Ég kann bara ekki nógu mikið til að hafa skoðun á því hvort banki sé að fara á hausin eða ekki. Mér sýnist þessu menn ekkert vita hvað þeir eru að gera, og þeir gætu varla fengið gullnámu til að bera sig rekstarlega séð...
Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 23:42
Ég myndi ekki varðveita háar upphæðir í neinum af þessum bönkum!
Einar Björn Bjarnason, 2.1.2010 kl. 00:47
Ég er nú alveg frelsaður frá háum upphæðum í augnablikinnu og fékk ég hjálp til þess meðal annars af bönkunum á Íslandi. Þannig að smellurinn yrði ekki stór ef til kæmi. Svo er ég fluttur til Svíþjóðar aftur. Tæp 5 ár á Íslandi nægðu til að koma mér í mínus aftur. Ég kom með pening til Íslands, keyðti íbúð og bíl. Allt farið núna.
Heitir að "kaupa á vitlausum tíma". Ég var í góðum málum í Svíþjóð enn því breytti stutt Íslandsdvöl snarlega. Mun aldrei búa á þessu landi aftur...treysti ekki sjálfu sýsteminu, vöxtum og verðtryggingu sem ekki er hægt að þýða yfir á neitt annað tungumál með góðu móti.
Enn þetta sjónarhorn er algjörlega nýtt fyrir mér. Ég trúði að Ríkið hefði "dælt" ferskum peningum í bankanna. Og þá var það bara skuldabref sem skýri að hluta til af hverju Ríkisstjórninn gerir ekkert til að hjálpa þessum fjölskyldum. Þetta er í planinu þeirra að selja ofan af þeim.
það eitt hugarfar gerir þessa kostilegu Ríkisstjórn alveg stórhættulega, eða réttara sagt enn hættulegri enn hún er núna...
Óskar Arnórsson, 2.1.2010 kl. 01:02
Hún á einfaldlega enga peninga. Þ.e. sennilega málið.
En, þau láta sem, allt sé á leiðinni í uppleið.
Hef, aldrei upplifað það eins sterkt og nú, að verið sé að kalla 2+2 eitthvað annað en 4. Ekki bara í málum bankanna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.1.2010 kl. 01:09
Þetta var mjög "revealing" setning:
"Skv. samkomulaginu, leggi skilanefndin fram 66 milljarða til bankans, í stað 72 milljarða í ríkisskuldabréfum er ríkið hafði lagt bankanum til, sem nú séu að mestu dregin til baka; en í staðinn leggi ríkið bankanum til 25 milljarða víkjandi lán."
Get ekki sannað að svo sé, en þetta segir mér að þetta sé að lang flestum líkum, einnig aðferðin við fjármögnun Landsbanka, fyrst henni hafði verið beitt á Arion banka.
Þetta, var setning úr viðtali við formann skilanenfdar Glitnis, sem var að segja blaðamanni frá efnisatriðum samkomulags skilanenfdar Glitnis og Fjármálaráðuneytis.
Maður hér, þarf virkilega að beyta fréttaríni.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.1.2010 kl. 01:16
þetta er bara venjulegt brask í nafni Ríkis eins og þú útskýrir það. Furðulegt að það sé engin umræða um þetta rugl. Fegin að vera komin frá þessu aftur þó ekki sé allt búið enn..ótrúlegt!
Óskar Arnórsson, 2.1.2010 kl. 01:21
Þakka þér fyrir þessa færslu Einar Björn.
Það væri spennandi að fá dement frá ráðamönnum. En það mun líklega ekki gerast í þessu tilfelli, sýnist mér.
Það þarf að stofna nýja banka á Íslandi. Almenningshlutafélög og koma þeim í kauphöllina. Kauphöllin verður að komast vel í gang aftur.
Þessi áratugur evrópsku DJ Stoxx 600 vísitölunnar endaði rétt í þessu á mínus 33%.
Ég vona að þér gangi vel í Svíþjóð Óskar. Ég mun koma í þinn stað á Íslandi, reyna að fylla í skarðið. Einn í kredit og einn í debet. Þá er því hér með reddað :)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.1.2010 kl. 01:36
Líst vel á það Gunnar. Ekki treysta neinum bönkum þarna. Það er vísst best að hafa auranna undir kodda ef þetta stemmir sem ég reyndar efast ekkert um..
Óskar Arnórsson, 2.1.2010 kl. 02:29
Það hlýtur að vera einsdæmi í sögunni að enn skuli vera reknir gjaldþrota fyrirtæki 15 mánuðum eftir að þau voru lýst gjaldþrota.
Er ekki venjan sú að gjaldþrota fyrirtæki séu einfaldlega tekin til gjaldþrotaskipta og málið síðan dautt?
Þórbergur Torfason, 2.1.2010 kl. 11:32
Þú skrifaðir>Margir virðast halda, að það feli í sér, að erlendir bankar, hafi tekið yfir full yfirráð og um leið, ábyrgð á þeim tveim bönkum. En, svo er alls ekki!
En hvað gerist næst? Hver er munurinn: hafi tekið yfir full yfirráð (þú) eða: muni taka yfir full yfirráð í nánustu framtíð?
Eru að myndast þær aðstæður að bankanir verði teknir yfir af erlendum bönkum? Mér minnir að einhversstaðar hafi verið nefndir einhver,-jir erlendir bankar í þessu sambandi einhversstaðar um mánaðarmótin nóv. des. 2009?
Svo er það aðrir erlendir aðilar en bankar.....?
Þú mættir líka fræða mig um erlend yfirráð, hverjir það eru og hversu mikið?
Guðni Karl Harðarson, 3.1.2010 kl. 02:34
Guðni - hvort þesso 2 bankar, enda hjá einhverjum tilteknum erlendum bönkum eða ekki, er enn allt í óvissu. Sú óvissa endar ekki fyrr en þegar uppgjör fer fram.
Það gerist ekki fyrr en eftir 1,5-2 ár, í fyrsta lagi. En, getur tekið lengri tíma en það.
Að auki, er alls óvíst, hvort þessum bönkum verður haldið á floti, ef þeir verða fyrir stóru tapi í framtíðinni, eða þá, að kreppan versnar hérlendis eða dregst á langinn.
Erlendir aðilar, munu meta þetta út frá forsendum þeirra eigin hagsmuna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.1.2010 kl. 18:43
Er einhver leið að fá þessar samræður á íslensku milli þín og Guðna, Einar? Allt í einu skildi ég ekkert..
Óskar Arnórsson, 3.1.2010 kl. 19:05
Þakka þér svarið Einar, en það var einhver banki sem var nefndur sem gerði miklar kröfur í þrotabú að mig minnir Íslandsbanka (þá Glitni). Man ekki hvað hann heitir.
Kveðja Guðni
Guðni Karl Harðarson, 3.1.2010 kl. 20:17
Óskar - ég held að svar Guðna, bendi til þess að ég hafi skilið fyrispurn hans rétt; þ.e. hann var að velta fyrir sér hvort að nokkurt væri í reynd í hendi um framtíðarstöðu þeirra 2ja banka, sem nú í stöðunni "félög í rekstri í eigu þrotabúa".
Svarið; ekkert, alls ekkert, er fast í hendi, varðandi framtíðar-eignarhald, eða stöðu, þeirra 2ja banka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.1.2010 kl. 21:07
Í bönkum er veitt þjónusta, sem við erum undir eðlilegum kringumstæðum tilbúin að greiða ákveðinn kostnað fyrir vegna þess hagræðis sem þjónustan skapar. Aldrei í veraldarsögunni hafa hinsvegar verið sköpuð verðmæti í bankakerfinu, umfram það sem felst í þeirri þjónustu sem það veitir. Allt tal um annað eru falsanir.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2010 kl. 04:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning