Er barátta Seðló, við að stoppa í götin á gjaldeyrishöftunum, sjálf orðin að alvarlegu efnahagsvandamáli?

Það eru margir sem segja krónuna ónýta. En, um gjaldmiðla gildir það sama og um t.d hlutabréf fyrirtækja, þ.e. ef reksturinn er í kaldakoli, skuldir eru upp fyrir rjáfur, og vitræna sýn skortir á um, hvernig á að taka á hlutum og koma sér úr erfiðleikunum; þá getur gengið ekki annað en verið lágt.

Þ.e. - bein samsvörun á milli tiltrúar á okkar efnahagskerfi, framtíðarhorfa þess; og gengi krónunnar, þegar til lengri tíma er litið.

Í dag, er ekki hægt að eiga í aljþóðlegum viðskiptum með krónuna. Margir telja, það sé sönnun þess, að krónan sé ónýt til langframa. En, ástæða þessa, er að stærstum hluta sjálf gjaldeyrishöftin.

En, vandinn er sá, að krónan hefur ekki gegnsætt virði, þ.e. markaðsvirði, sem markaðurinn er til í að samþykkja. Með því, að loka þeim götum, sem aðilar notuðu til að eiga viðskipti við erlenda aðila framhjá Seðlabankanum, hefur hann í raun og veru; lokað krónuna inni. Þar með, er einungis hægt að greiða af erlendum lánum, með gjaldeyristekjum; þ.e. krónutekjur nýtast ekki lengur til þeirra hluta. En, þá kemur sá vandi, að þ.e. einfaldlega ekki til nægar gjaldeyristekjur.

 

Við þurfum að losa okkur við gjaldeyrishöftin: Sú aðgerð Seðló, að koma í veg fyrir að aðilar geti flutt krónur af erlendum reikningum hingað til lands, í raun og veru hefur verðfellt krónuna enn meira en áður, á erlendum vettvangi.

Sannarlega voru þeir, að eiga viðskipti með krónur í samhenginu viðskipti með aðra gjaldmiðla, og þau viðskipti fóru sannarlega fram, á mun lægra gengi krónu en gengi Seðlabanka Íslands. 

En, með því að loka á þessi viðskipti, er Seðlabankinn að koma í veg fyrir, að innlendir aðilar geti í fjölmörgum tilvikum staðið í skilum af sínum skuldum. Málið er það, að ekki er einfaldlega til nægilega mikið af erlendum gjaldmiðli í Seðlabankanum, til að aðilar geti keypt af Seðlabankanum allann þann gjaldmiðil sem þeir þurfa, nema þá aðeins að gengið sé á gjaldeyrisforðann. Og, hann er eini varasjóðurinn sem ríkið sjálft á eftir, til að koma í veg fyrir að það sjálft verði greiðsluþrota.

Ástæða þess er sú, að þ.e. halli á viðskiptum Íslands við útlönd, þegar við reiknum með kostnaðinum af erlendum skuldbindingum; þ.e. tekjurnar duga ekki einu sinni fyrir vöxtunum einum saman.

Þið getið verið 100% viss um, að ekki er verið að ganga á gjaldeyrisforðann til að hjálpa einkaaðilum, að standa í skilum.

Ef gjaldeyrishöftin væru afnumin, gætu innlendir aðilar á ný staðið í skilum, og þá með því að skipta krónutekjum í erlendan gjaldeyri.

Meira þarf ekki til, - til að gera krónuna að alþjóðlegum gjaldmiðli á ný, en að afnema höftin.

 

Afnaám hafta: yrði rússibanareið, á meðan erlent fé þ.s. haldið hefur verið föngnu hér, síðan gjaldeyrishöftunum var skellt á, væri að streyma úr landi.

En, ef við tökum tímabundið lánskjaravísitöluna úr sambandi, þá á alveg vera hægt að koma í veg fyrir hækkun verðtryggðra lána, er krónan fellur við þetta umtalsvert í verði á nýjan leik.

Stóra spurningin, í þessu samhengi, er hvort nægilegt fé sé til staðar í gjaldeyrisvarasjóði, til að þetta fé geti streymt óhindrað úr landi, án þess að sjóðurinn klárist?


Hættan er sú
: á því að hafa allt svo kyrfilega skellt í lás, þannig að aðilar geti ekki átt viðskipti án tilstillis Seðló, þ.s. að gjaldeyristekjur okkar eru einfaldlega ónógar eins og ástand mála er núna og allra næstu ár, þ.e. eins og ég sagði, gjaldeyristekjur duga hvorki fyrir vöxtum né afborgunum heildarskuldabagga þjóðarinnar; að það sé nú til staðar fjöldi aðila er einfaldlega fær ekki þann gjaldeyri sem þeir þurfa til að standa undir sínum skuldbindingum, þannig að þeir fari að fara á hausinn á næstunni.

Ég á von, að á næstu vikum fari að hefjst hrina gjaldþrota af þessum orsökum, og að hún haldi svo áfram á hægu en jöfnu tempói svo mánuðina á eftir.

Það að sjálfsögðu, framkallar svo frekari samdrátt, og atvinnuleysi; sem svo hvort tveggja grefur undan tekjugrunni stjórnvalda þannig að hallinn eykst.

 

Hugsa sér, að aðgerð Seðlabanka, sem hefur verið básúnuð sem velheppnuð aðgerð til að grafa undan glæpastarfsemi, verði svo enn einn líkkistunaglinn, í efnahagsstefnu stjórnvalda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband