29.12.2009 | 12:03
Plan ríkisstjórnarinnar og AGS mun ekki ganga upp, en þ.s. verra er, það getur ekki gengið upp!
Trúir því virkilega einhver, að hægt sé að ná fram eftirfarandi?
- 160-180 milljarða afgangur af gjaldeyrisverslun næsta áratug. <ég vísa til raun halla>
- 50 milljarða árleg tekjuaukning ríkissjóðs, næstu 10 árin. Tekjur hans svipaðar 2010 og 2008.
- 3,4% hagvöxtur frá 2012.
Hérna fyrir neðan, eru upplísingar teknar úr nefndaráliti ríkisstjórnarmeirihluta. Þáttatekjur eru vaxtatekjur vs. vaxtagjöld, þ.e. tekjur/kostnaður af erlendum eignum vs. skuldbindingar þjóðarbúsins.
Hafa ber í huga, að viðskiptajöfnuðurinn, er þ.s. við höfum til að greiða af erlendum skuldum, og ef hann er jákvæður er e-h afgangs til að lækka þær, ef hann er neikvæður þá fara skuldir þjóðarbúsins hækkandi. Þess vegna, er mjög mikilvægt, að réttar upplísingar um þetta liggi fyrir.
Landsframleiðsla er: 1.427 milljarðar árið 2009.
Álit meirihluta ríkisstjórnar
Hlutföll útflutnings umfram innflutning, þáttatekna og viðskiptajafnaðar af landsframleiðslu (%)
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014Útflutn.-innflutn. -2,8 6,7 10,6 12,0 13,1 13,7 11,8
Þáttatekjur -39,4 -20,7 -20,8 -20,3 -18,7 -16,1 -14,6
Viðskiptajöfnuður -42,2 -14,0 -10,2 -8,3 -5,6 -2,4 -2,8
Undirliggjandi st.
Þáttatekjur -7,7 -8,5 -9,0 -8,5 -8,3 -8,0
Viðskiptajöfnuður 1,0 2,1 3,0 4,6 5,4 3,8
Hagvöxtur 1,3 -8,5 -2,4 2,2 3,4 3,4 3,6
*<Undirliggjandi stærðir, eru að frádregnum vaxtatekjum og gjöldum fyrirtækja - er skortir á upplísingar um og bankat>*
Samkvæmt vorskýrslu Hagstofu Íslands, er hallinn á vöruskiptum eftirfarandi.
Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009
Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008 -23,3
2009 - 2014 -1,2
2011 -1,1
2012 -2,1
2013 -1,2
2014 -1,1
Til samanburðar set ég hér inn spá AGS um hagvöxt í nokkrum mikilvægum löndum í heiminum.
Hafið í huga, að við erum einu ári á eftir í kreppu, þ.e. hagvöxtur er þegar hafinn 2009 á seinni hluta þessa árs, svo ef spáin stenst fyrir Ísland verður 2010 sambærilegt ár fyrir Ísland. Síðan verði 2011 hjá okkur sambærilegt við 2010 hjá þeim.
2009 2010
World output -1.1 3.1
Advanced economies -3.4 1.3
Euro area -4.2 0.3
Emerging and developing economies 1.7 5.1
G-20 -1.0 3.3
Argentina -2.5 1.5
Australia 0.7 2.0
Brazil -0.7 3.5
Canada -2.5 2.1
China 8.5 9.0
France -2.4 0.9
Germany -5.3 0.3
India 5.4 6.4
Indonesia 4.0 4.8
Italy -5.1 0.2
Japan -5.4 1.7
Korea -1.0 3.6
Mexico -7.3 3.3
Russia -7.5 1.5
Saudi Arabia -0.9 4.0
South Africa -2.2 1.7
Turkey -6.5 3.7
United Kingdom -4.4 0.9
United States -2.7 1.5
European Union -4.2 0.5
Hver er reynsla íslenskrar hagsögu á Lýðveldistímanum?
- Miðað við hagsögu Íslands fram að þessu, er einungis stór afgangur af utanríkisverslun á kreppuárum. Kreppa hefst alltaf með stórri gengisfellingu.
- Nýtt hagvaxtartímabil hefst þannig alltaf, í ástandi þ.s. raungengi er lágt, og afgangur er af vöruskiptum.
- Síðan, eftir því sem hagkerfinu vex ásmeginn, hækkar raungengi alltaf þ.s. eftirspurn vex eftir launafólki, og það veldur launahækkunum og öðrum kostnaðarhækkunum. Meiri eftirspurn í hagkerfinu framkallar jafnt og þétt, aukinn innflutning.
- Það gerist alltaf, á einhverjum tímapunkti hagsveiflu, að vöruskiptajöfnuður verður neikvæður. Hann er það alltaf á seinni hluta hagsveiflu.
Fulltrúi AGS hér á landi, viðurkenndi þesar staðreyndir, en aðspurður sagði hann að þetta hefði einnig átt við mörg önnur lönd, sem síðan hefðu þaðan í frá alltaf haft afgang.
Hann útskýrði þó ekki, hvernig þau hefðu farið af því, að framkalla það ástand.
Þetta er því raunverulegt vandamál.
Hver er þá lausnin?
- A) Viðhalda mjög lágum og helst lækkandi lífskjörum, þ.e. ástandið viðvarandi kreppa - sbr. "Austerity programme".
- B) Segja okkur úr EES og VTO, svo hægt sé að setja upp verndartolla.
- C) Ef einhver hefur aðrar hugmyndir, endilega komið með þær.
En, ég bendi á, að fyrir hrun þegar Íslendingar, höfðu tekjur af bönkunum sem voru orðnir 10falt stærri en ríkið, tókst okkur samt að hafa viðskipta halla og það stórann.
Þannig, að einfaldlega að auka tekjur og útflutning, er ekki neitt augljóslega lækning á þessu vandamáli, þ.s. eftir allt saman, Íslendingar sönnuðu á gróðærinu að þeir hafa mjög mikla hæfileika til að eyða.
Ég á við, að þó tekjur séu auknar, geti eyðslan einfaldlega aukist á móti.
Eru líkur á umtalsverðum hagvexti?
Síðan er það 50 milljarða árleg tekjuaukning ríkissjóðs. Best væri að ná því fram með veltusköttum, bíst ég við. Þá á ég við hagvöxt.
En, ég bendi á að forsendur fyrir hagvexti eru ekki sérlega góðar:
The global economy has returned to positive growth following dramatic declines. However, the recovery is uneven and not yet self sustaining, particularly in advanced economies. Financial conditions have continued to improve, but are still far from normal. Despite recent momentum, the pace of recovery is likely to be sluggish, since much remains to be done to restore financial systems to health, while household balance sheet adjustment and bank deleveraging will be drags on growth. Downside risks have reduced somewhat. A key risk is that policy support is withdrawn before the recovery can achieve self-sustaining momentum, and that financial reforms are left to languish.
Ég bendi á aðvaranir AGS til iðnríkjanna, og vísa til að þær eiga einnig við okkur.
- household balance sheet adjustment - þeir benda á að miklar skuldir heimila verði hemill á hagvöxt. Á Íslandi eru skuldir heimila, enn hærri en hjá þeim löndum er AGS var að bera saman.
- bank deleveraging will be drags on growth - veikleiki bankakerfisins, er enn alvarlegri hér. Bankar, sem í kenningunni voru seldir, eru einfaldllega orðnir eign 2ja þrotabúa, sem þíðir að þeir eru eins og hver önnur eign þrotabús, sem á eftir að gera upp. Hver kemur til með að eiga þá banka, getur ekki raunverulega skýrst fyrr en uppgjöri viðkomandi þrotabúa er lokið. þangað til, get ég ekki séð að kröfuhafar hafi nokkrar skulbindingar gagnvart þeim, nema huganlega e-h almenna hagsmuni af því að halda þeim gangandi. En, athugið - þá þarf kröfuhafa fundur að vera sammála. Svo, að ég get ekki skilið þetta öðruvísi, en að við búum enn við veikasta bankakerfi í heimi.
- Síðan eru það skuldir fyrirtækja. Í fyrradag kom sú frétt, að hjá bönkunum væru 50% fyrirtækja búin að notfæra sér úrræði, sem fela í sér tímabundna lækkun greiðslubyrði. Í fréttinni var sagt, að 1/8 fyrirtækja væru í erfiðleikum með skuldir. Úr þessu má lesa, að 70% fyrirtækja búi við erfiða skuldastöðu, en fyrirtæki grípa ekki til slikra tímabundinna úrræða, nema vandinn sé raunverulega alvarlegur.
Allt þetta er hemill á okkar hagvöxt.
Að auki erum við ekki að:
- lækka skatta, til að efla atvinnulífið. <en, skattalækkun Sjálfstæðismanna kom á röngum tíma. Skattalækkun, er örvandi aðgerð svo þ.e. gott að grípa til hennar þegar þarf að örva atvinnulífið. Hún er síðan varasöm þegar góðæri ríkir, þ.e. hún hvetur til enn meiri hagvaxtar - sem þá getur leitt til yfirhitunar hagkerfis eða svokallaðrar bólu. Skattahækkun, síðan hefur þveröfug áhrif, að bæla hagkerfið, og það gerir beitingu hennar varasama þegar samdráttur ríki, þ.s. hún er í eðli sínu samdráttaraukandi, en mjög hentuga þegar hagkerfið er við það að yfirhitna>
- við erum ekki að beita útgjöldum til að efla atvinnulífið eins og Obama eða Evrópa. <Sannarlega veit ég að við getum það ekki, en ábendinging er sú, að það felur í sér enn eina bremsuna á hagkerfið samamborið við önnur lönd>
- beita lækkun vaxta til að örva atvinnulífið. <Hvað sem Seðló segir, er vaxtastig hér hærra en í nágrannalöndunum, og það er einnig hemill á hagkerfið, en háir vextir eru aðferð sem gott er að beita ef hægja þarf á hagkerfi sem er í þenslu, en þeir eru slæmir ef kreppa ríkir því eðli þeirra er að auka samdrátt>.
Niðurstaðan er sú, að með alla þessa hemla, getur hagvöxtur hér vart annað en verið lakari á næstu árum en í nágrannalöndum okkar, beggja megin ála.
Ergo, planið gengur ekki upp, getur ekki gengið upp.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær samantekt.
Vilhjálmur Árnason, 29.12.2009 kl. 16:38
Góð samantekt, og alveg AUGLJÓST að "dæmið gengur ekki upp" en AGS & Seðlabankinn (ríkisstjórnin) setja ítrekað fram einhverja ÓSKHYGGJU til að afvegaleiða umræðuna. Því miður elskar SAMSPILLINGIN - "klækjastjórnmál" þeir elska að setja fram "lygar & blekkingar" það er það eina sem þeir gera vel..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 30.12.2009 kl. 09:35
Fín samantekt en það stendur bara til að biðja fyrir því að þetta gangi upp. Það trúir þessu engin.
Einar Guðjónsson, 30.12.2009 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning