28.11.2009 | 16:53
Ísland er gjaldþrota!
VIð skulum horfast í augu við okkar raun stöðu, þ.e. gjaldþrot. En, þ.e. engin leið, ekki mögulegt, að Ísland geti staðið undir núverandi skuldastöðu. Þau lán, sem fást með samþykki Icesave samkomulags, gera ekkert annað en að lengja í hengingaólinni, þ.e. eins og Gylfi Magnússon hefur í reynd viðurkennt, þá stendur til að not það fé til að standa straum af afborgunum annarra lána. Svipað og að borga VISA með EURO.
Hafandi þetta í huga, þá sé ég ekki að nægileg ástæða sé til að samþykkja núverandi Iceave samkomulag, heldur að þess í stað, eigum við þegar að hefja undirbúning "GJALDÞROTS". Þ.e. yfirlísingarinnar, "DEFAULT."
En, þ.e. tálsýn að Evrópusambandið muni redda okkur. En, von ríkisstjórnarinnar, virðist vera, að fé það sem fáist frá Norðurlöndunum, Póllandi og AGS; dugi til að fleyta okkur í gegnum samningaferli, og síðan formlega inngöngu í Evrópusambandið. Það verði sett fram mjög "stark choise" þ.e. innganga eða gjalþrot. Þannig verði unninn sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vonin, er þá að Evrópusambandið, hafi komið með þeim hætti til móts við okkar stöðu, að inngangan feli í sér raunverulega von um að gjaldþroti verði forðað.
En, hvað ef eitthvað stendur á bakvið slíka von?
- Evrópusambandið, fram að þessu, hefur ekki veitt neinu meðlimaríki stórfellda efnahagsaðstoð, í tengslum við efnahagsörðugleika af völdum núverandi kreppu. Ekki veit ég af hverju, Ísland ætti að fá slíka aðstoð frekar en Úngveraland eða Eistland, en ESB hefur bent þeim á að leita til AGS, og hafa þau bæði eins og Ísland, verið í AGS prógrammi.
- Reglum skv., um leið og aðildarferli er lokið; þ.e. öll meðlimaríki ESB hafa lokið formlegu staðfestingarferli aðildarsamnings nýs ríkis, og það ríki hefur einnig formlega staðfest sinn aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu og af eigin þingi; þá getur viðkomandi þjóð óskað aðildar að ERM II sem er gjaldmiðlasamstarf ESB, er þjónar hlutverki fordyris að EVRU aðild. En, skv. ákvæðum ERM II er gjaldmiðli haldið innan +/- 15% vikmarka, og seðlabanki Evrópu grípur inn í ef gjaldmiðill ætlar að sveiflast út fyrir þau mörk. Von, ríkisstjórnarinnar, virðist vera að Ísland fái einhvers konar, snemm aðild að þessu fordyri, sbr. tal stjórnarliða einkum úr Samfó, um að Seðlabanki Evrópu muni samþykkja að styðja krónuna, fljótlega eftir að umsóknarferli hefst, eða nánar tiltekið, að Seðlabanki Evrópu verði beðinn um slíkann stuðning, í ljósi fordæmalausra aðstæðna Íslands - eins og það hefur verið orðað.
- Ég ætla ekki að fullyrða, að fullkomlega vonlaust sé að fá fram slíka, snemm aðild, þrátt fyrir að enn sé þá ekki fullljóst að Ísland komi til með að verða aðildarríki. Að sjálfsöðu, myndi slík "gesture" skapa hugsanlega verulegan góðvilja hjá þjóðinni, gagnvart ESB. Það gæti því, hjálpað verulega því, að aðild yrði samþykkt seinna. Ég reikna með, að aðildarsinnar þeir sem sytja í samninganefnd Íslands, séu líklegir til að beita slíkum rökum.
- Ahtugið þó, að slík snemm aðild væri undantekning frá megin reglu, sem felur það í sér, að einróma samþykki aðildarþjóða ESB þarf svo einhver von sé til að fá slíka undantekningu fram. En, aðildarþjóðir ESB eru á verulega misjöfnu þróunarstigu hvað hagþróun varðar, sem dæmi eru Búlgaría og Rúmenía, meðal aðildarþjóða er myndu þurfa, að samþykkja að Ísland sé verðugt sérstakrar samúðar og tillits, en þær þjóðir eru umtalsvert fátækari en t.d. Pólland, en þó hafa Pólverjar verið að koma hingað í leit að betri lífskjörum sem enn þann dag í dag, eru betri hér en þar þrátt fyrir krepppu. Svo, það má virkilega, velta því fyrir sér, hvaða líkur séu til þess, að Búlgaría og Rúmenía, samþykki að Ísland, beri að fá sérstakt tillit.
- Síðan er það spurning um viðmiðunargengi, en hagstæð fyrir Ísland gengisskráning, myndi í reynd fela í sér, hreinan efnahagsstuðning - en, þá þyrfti væntanlega Seðlabanki Evrópu að dæla hingað Evrum, sennilega verulegu fjármagni, til þess að halda uppi krónunni; og því, lífskjörum Íslendinga. Þ.e. lífskjara stigi, ekki mjög fjari því sem við erum vön. Aftur á móti, verulega lægra viðmiðunargengi, t.d. á bilinu 250 - 300 Evrur per krónu; þá myndu lífskjör hér taka mikið högg, en Seðlabanki Evrópu væntanlega, ekki þurfa að dæla hingað inn nærri því eins miklu fjármagni. Hvor útkoman, væri því líklegri. En, mér virðist draumur Samfó liða, vera að fá Evrópu og nánar tiltekið, Seðlabanka Evrópu, til að halda uppi lífskjörum hérlendis, með beinum hætti, með þeim hætti að hann samþykkti að viðhalda krónunni í gengi, er væri hærra en líklegt markaðsgengi hennar sennilega er erlendis, um þessar mundi, t.d. 180 kr/Evru.
- Mín skoðun, er að líkur þess, að slíkt "free riding" fengist fram, séu fjarkalega litlar. Auka þess, er þegar hefur komið fram, grunar mig að draumurinn sé að losa gjaldeyrishöft um leið, og slíkt samþykki Seðlabanka Evrópu væri komið fram, og þannig að láta Seðlabanka Evrópu í reynd, borga út hin svokölluðu Krónubréf.
- Með öðrum orðum, þetta er líklegt tálsýn. Miklu mun líklegra, er að við stöndum frammi fyrir, að þurfa að hlíta nákvæmlega sömu viðmiðnum, og aðrar þjóðir er hafa áður óskað aðildar. Við skulum því hafa í huga, að staðfestingaferli 27 aðildarríkja, getur tekið milli 1-2 ár, og það hefst ekki fyrr en, við höfum lokið okkar hluta, þ.e.þjóðaratkvæðagreiðslu og látið Alþingi staðfesta fyrir sitt leiti. Ef, samningar taka eins og stefnt er að, milli 1-2 ár, þá erum við að tala um e-h á milli 3-4 ár. Fræðilega gæti þetta náðst, við lok núverandi kjörtímabils. En, spurningin er þá, hvort peningurinn endist það lengi, þ.e. hinir rúmu 600 milljarðar er teknir hafa verið að láni, til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn?
- árið 2011 er mjög stór afborgun, milli 100 og 200 milljarðar, sú stærsta einstaka. Þetta lán, var lán sem tekið var til að endurreisa fjárhag Seðlabankans, í tíð ríkisstjórnar Geira og Sollu. Síðan hefur Seðlabankinn þegar þ.s. af er þessu ári, eytt um 70 milljörðum í að halda uppi gengi krónunnar. Tökum þær 2. tölur saman, og lækkum féð um 200 milljarða, og þá eru eftir 400, sem þurfa að duga fyrir öllum öðrum afborgunum út þetta tímabil, þar til við fáum stuðning ERM II, og einnig fyirir því að halda uppi gengi krónunnar, út það timabil.
- Þ.e. því ljóst, að í allra besta fallinu, stendur það mjög tæpt að þetta fjármagn, hreinlega dugi til að fleyta okkur áfram, út þetta tímabil.
- Stóra hættan, eru vanefndarákvæði Icesave samkomulagsins. En, mín tilfinning er sú að meira en 50% líkur séu til þess, að lánsfjármagnið dugi ekki, þannig að til þeirra vanefndarákvæða muni koma. Þ.e. vandefndirá öðrum lánum, leiði til gjaldfellingar Icesave láns, og síðan virkjun ákvæða samningsins um, að gengið sé að eignum ísl. ríkisins hérlendis sem og erlendis. Þ.e. nánar tiltekið, eignum sem skv. lögum í Bretlandi, má ganga að. Það eru eignir í hlutafélögum og fyrirtækjum í eigu ríkisins, sbr. Ríkisútvarpið, Landsvirkjun, Flugleiðir, o.flr. En, skv. breskum lögum, er ekkert athugavert við að ganga gegn Landsvirkjun, þ.s. í Bretlandi eru virkjanir að jafnaði í einkaeigu. Einungis sjálfs dreifikerfi landsnets myndi teljast undanskilið, þ.e. línurnar sjálfar, spennivirki og slíkir hlutir. Ef maður beinir sjónum að hitaveitu, væru með sama hætti, sjálf lagnakerfin undanskilin en sjálfsagt þykir í Bretlandi, að sjálf veitufyrirtækin séi í einkaeigu. Svo væntanlega kæmi fram krafa, um að einkavæða virkjanir landsmanna, og veitur - en, undanskilka sjálf dreifikerfin, í sérstöku félagi í eigu ríkisins, eins og fyrirkomulag er í Bretlandi. En varla þarf að taka fram, að mjög líklegt er að nýir erlendir eigendur myndu, krefjast hærra arðs af þeim fyrirtækjum, þannig að gera má ráð fyrir hækkun bæði rafmagns og hitaveitu, ef til vill milli 100 og 200%, jafnvel meira.
- Þetta er stóra hættan vuð Icesave samkomulagið, og ástæða þess, að ég vil hafna því þrátt fyrir að í kjölfar þeirra höfnunar, myndi líklega koma, gjaldþrot Íslands. Því, ef við verðum gjaldþrota, án þess að hafa lokið við Icesave samkomulagið, þá höfum við ekki veðsett með formlegum hætti eins og það samkomulag gerir ráð fyrir verðmætustu eignir ríkisins.
- Við getum ekki lengur lifað um efni fram, heldur neyðumst við til að lifa af því sem við framleiðum. Ef til vill, má skoða þ.s. jákvæða aðlögun. Þ.e. hrun hins núverandi ofurneyslu samfélags.
- En, við gjaldþrot missir Ísland allt "kredit" þannig að ekki mun vera um nein lánsvíðskipti að ræða. Með öðrum orðum, við munum þurfa að staðgreiða allann innflutning. Þá, þurfum við að eiga akkúrat fyrir honum, þ.e. nánar tiltekið, getum einungis flutt það inn, sem við eigum fyrir.
- Það verður því enginn möguleiki á viðskiptahalla, því viðskipti munu einungis geta farið fram fyrir þann gjaldeyri, sem er fyrir hendi.
- Fyrir bragðið, getur orsakast nokkur vöruskortur hérlendis. En, hægt er að bregðast við með þeim hætti, að stjórnvöld ásamt helstu útflutningsaðilum stofni með sér, innflutnings samlag er tryggði innflutning tiltekinna nauðsynja. Í því samlagi, mættu gjarnan vera einnig aðilar í ferðaþjónustu, er einnig hafa aðstöðu til öflunar gjaldeyris.
- Þ.e. því alveg hægt, að tryggja lágmarks vöruframboð. Má vera þó, að nauðsynlegt sé að úthluta því takmarkaða framboði, með skömmtunar seðlum.
- Fjöldi fyrirtækja, er mjög eru háð innflutningi um aðföng, myndu að líkum leggja upp laupana, og atvinnuleysi gæti cirka 2. faldast - jafnvel náð rúmum 20%.
- Með þessu, næði kreppan sinni hámarks dýpt. Eftir það, gæti hagkerfið smám saman náð sér.
- Ísland myndi hætta að greiða af erlendum lánum, og allar tekjur ríkisins er eftir væru, gætu farið til nota innan lands eingöngu. Sennilega, myndi meira fé losna, til að halda sjúkrahúsum og heilbrigðis kerfi í gangi, en nú er útlit fyrir. Það fer þó eftir því, hve djúp dýfa hagkerfisins verðu í kjölfarið á seinni dífunni.
- Ísland mun áfram búa að útflutningsfyrirtækjum í sjávarútvegi, áliðnaði og einnig gjaldeyrisskapandi ferðamennsku. Þ.e. gengi krónu myndi falla aftur stórt, en þó sennilega ekki lengra en á milli 200 og 300 Evrur; sem ætti að skapa mjög hagstæð skilyrði fyrir gjaldeyrisskapandi útflutnings starfsemi og aðra gjaldeyrisskapandi starfsemi.
- Í þessu felst leiðin út úr þessum ógöngum, þ.e. í því að nota það skjól sem felst í því að vera ekki lengur hluti af alþjóðlega lánsfjármarkaðinum, til þess að skapa fleiri tegundir af útflutningsiðnaði.
- Ath., annað hrun, sem þetta gæti kallast, skapar útflutnings iðanaði, engin óleysanleg vandamál. Ekki þarf annað til, en að útflutnings fyrirtæki eigi í traustum erlendum banka, reikninga til þess að erlendir aðilar treysti sér til að eiga við þau viðskipti. Síðan, geta þau fyrirtæki út á þá reikning, einnig fengið fyrirgreiðslu. Þ.s. skiptir máli fyrir útlendinga, er að mótaðilinn hafi traust tekjustreymi og einnig, að reikningar viðkomandi séu í bönkum er njóta trausts. Hvort tveggja, er vel leysanlegt við þessi skilyrði.
- Þetta væri örlítið flóknara fyrir ferðaþjónustu fyrirtæki, en þau eru með starfsemi eingöngu innan lands flest hver, en fá til sín greiðslur í erlendum gjaldeyri. Þau þurfa því, a.m.k. eina starfhæfa innlenda bankastofnun, það gæti t.d. verið MP banki, ef staða hans er raunverulega nægilega góð.
- Erlend álfyrirtæki, er starfa hérlendis, hafa í gegnum það að vera hluti af stórum erlendum auðhringjum, aðgang að fjármagni algerlega burtséð frá því hvað gerist að öðru leiti fyrir ísl. hagkerfið. Gjaldþrot okkar, hefði engin áhrif á þeirra starfsemi, þ.s. þeirra "kredit" byggist á þeirra móður fyrirtækjum, og er því með engum hætti tengt stöðu Íslands "per sé".
- Erlendar skuldir munu þó ekki hverfa, þ.s. ekki er hægt að gera upp þjóð með sama hætti og fyrirtæki eða einstakling, þó ef til vill sé Iceave samkomulagið, tilraun til slíks. Þær skuldir verða því allar til staðar áfram, og munum við á einhverjum tímapunkti þurfa að semja um greiðslur þeirra á ný.
- Á móti kemur, að eftir nokkur ár af engum greiðslum, ættu flestir aðilar vera til í að slá umtalsvert af kröfum sínum gegn því, að fá eitthvað greitt. Ein hugsanleg formúla gæti verið 50% af, hafin greiðsla á 50% af þvi sem eftir er, en seinni helmingur þess sem eftir er verði einungis greitt skv. skilgreindum markmiðum um efnahagslega framvindu.
- Eftir nokkurra ára skjól, ef til vill heill áratugur, þ.s. Ísland hefur ekki verið að greiða neitt af erlendum lánum, ætti að hafa unnist tími til að byggja upp nýjar útflutnings greinar. Þjóðin ætti að hafa náð því að venjast því, að eyða minna. Og, bjartara ætti að geta verið framundan, þ.s. útflutningur verður hærra hlutfall af okkar neyslu og viðskiptahalli verður ekki lengur viðvarandi, oft árum saman. Með öðrum orðum, að neysla verði í betra samræmi við raunverulega verðmætasköpun.
- En, þ.e. einmitt þ.s. þarf að nota þann tíma til, þ.e. til að skapa fleiri útflutningsgreinar.
- Mætti hugsa sér, að ný gjaldeyrisskapandi fyrirtæki, hljóti 100% afslátt af tekjuskatti til 10 ára, sem dæmi.
- Nóg framboð verður af hæfu en atvinnulausu fólki, og þarf að hvetja það, til að rotta sig smana til að hefja e-h nýtt, hvað sem því dettur í hug að gera.
- Alger forsenda, er að nýjum rekstri verði sköpuð sem allra hagstæðust skilyrði. Krónan verður mjög lág í gegnum þetta tímabil, svo ásamt hjálp stjórnvalda að því marki er þau geta, ætti það lággengi ennig að vera mjög öflugur hvati.
- Þetta verður að vera leiðin út úr ógöngunum. En, þetta mun taka tíma. Ég nefni 10 ár. Þ.e. örugglega algert lágmark.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Prentaði þetta út til kíkja á nánar í kvöld. En þetta eru mikil og góð skrif sem sannarlega vekja mann til umhugsunar.
Finnur Bárðarson, 28.11.2009 kl. 17:46
Sæll Einar. Þú lýsir ástandi sem ég tel að flestir vilji forðast. Það er hinsvegar líklegt að næsta kreppa kennd við Dubai muni senda okkur þangað. Ice Safe samningurinn er sem slíkur aðeins greiðandi í frekar góðu heimsviðskifta árferði. Vond hagspá næstu 10 árin sem almenninleg heimskreppa ylli myndi steypa okkur í þjóðargjaldþrot ásamt fleiri skuldsettum ríkjum. M'in afstaða gagnvart Ice-safe er sú sama og áður að betra sé að hafa gert samninga sem síðan verður hægt að breyta eða rifta af pólitískum ástæðum heldur en að hafa ekkert. Alveg sama hvað smáaletrið segir.
Gísli Ingvarsson, 28.11.2009 kl. 18:07
Alveg rétt, Gísli.
En, mig grunar, að aðferðirnar við það að forða þeirri útkomu, muni einungis dýpka það ástand, þegar það á endanum verður.
Þ.e. t.d. mikið skárra, að verða gjaldþrota, en hafa ekki veitt Hollendingum og Bretum rétt til að hirða til sín eignir ísl. ríkisins.
En, ef núverandi veitur, komast í eigur útlendinga, þá reikna ég með stórfelldum hækkunum, hita- sem og rafmagnsveitu. Það, myndi vera sambærilegt við verulega skattahækkun.
En, ef við höfum ekki klárað eins og sagt er það mál, og veðsett þessar eignir ríkisins, þá munum við enn eiga þær og ekki mun koma til framkvæmda, sú hækkun arðsemiskröfu er ég vænti að myndi eiga sér stað, með nýjum eigendum.
En, allt sem felur í sér frekari skattahækkanir, að sjálfsögðu dýpkar kreppuna enn meir.
-----------------------------------------
Punkturinn er sá, að ég tel að við séum á leið í gjaldþrot, óháð því hvernig er haldið á málum.
En, við höfum enn einhver áhrif á tímasetningu þess gjaldþrots og einnig, eitthvað að segja um hve djúpt við munum fara, í kjölfar gjaldþrots.
----------------------------------
Ég myndi vilja, að við færum strax að undirbúa þetta.
En, gefa því einhvern tíma, og fyrst veita kröfuhöfum Íslands, tækifæri til að bregðast við. En, vera má - eins og ef Ísland væri fyrirtæki -að þegar kröfuhöfum er ljóst, að gjaldþrotsyfirlýsing sé framundan, að þeir verði til í að slá af skuldum, jafnvel einnig kröfum um vexti - - og þannig, verði ef til vill, gjaldþroti forðað.
Ég er að tala um nauðasamninga. En, til að efla trúverðugleika okkar í þeim, er alger forsenda að þeir sjái, að okkur sé fullkomin alvara um að lýsa yfir gjalþdroti.
Þess vegna, þarf þessi undirbúningur að vera mjög sýnilegur, og að sjálfsögðu einnig, skilmerkilegur - enda, tekur hann svo gildi, ef samningar nást ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.11.2009 kl. 18:42
Gjaldþrotsleiðin hefur ekki verið rædd mikið opinberlega og sérstaklega ekki af stuðningsmönnum stjórnarinnar. Reyndar kannast ég ekki við að neinir nema kannski einhverjir í stjórnarandstöðu hafi nefnt þetta og þá fyrir þó nokkru síðan ekki undanfarið. Það er því fyrst að athuga hver er stuðningurinn við að fara þessa leið. Einsog er þá finnst mér þú vera einn um að taka þennan pól í hæðina. Ástæðan fyrir því að ég tel gjaldþrotaleiðina varhugaverða er lítill styrkur okkar á alþjóða vísu. USA eru ekki bandamenn okkar svo maður taki allan vafa um að hjálp berist þaðan. Rússland er náttúrulega grímulaus óskapnaður og hefur ekkert breyst í eðli sínu frá falli USSR. ESB stendur ekki með okkur utan bandalags og Norðmenn sem eru þeir einu eftir utan ESB þora í raun ekki að hafa önnur plön en ESB að mínum dómi. Þetta gerir að verkum að eini "alþjóðlegi" partnerinn sem "býðst" er ESB.
Hvernig er unnið að 1) tjónamati 2) stöðumati og 3) eru aðgerðaáætlanir byggðar á þessu?
Að standa gjaldþrota gagnvart "alheimi" er prittí skerí. Hvernig við eigum að ná samstöðu með sjálfum okkur er fyrsta málið á dagskrá.
Þar að auki yrði við gjaldþrot að að þjóðnýta allar auðlindir ekki síst fiskveiðifyrirtækin til að tryggja að gjaldeyristekjurnar renni ekki beint útúr landinu einsog núna er reyndin en lítið rætt. Mér segir svo hugur að pólitískt verður erfiðast að eiga við útgerðina hvernig sem tekið verður á málunum. Hún ræður yfir veiðtækjunum, aflaheimildunum og gríðarlegum skuldum. Einsog er sjá þeir sér ekki hag í að ganga í ESB en það getur breyst hratt sérstaklega ef þjóðargjaldþrot blasir við. Ég vona að þér finnist ekki að ég sé að fara úr einu í annað með því að taka útgerðina sérstaklega fyrir en hún er mér hugleikin vegna breyttra aðstæðna og þarf að skoðast sem stærsti einstaki auðurinn sem hægt er að flytja úr landi án nokkurar viðkomu í Íslenskum höfnum. Fyrirtækin, áhafnirnar og peningana er hægt að færa út á nokkrum vikum án þess að mikið bæri á og skilja okkur eftir gjaldþrota í endanlegri merkingu. Það eru engar reglur sem við erum aðilar að sem banna þetta. (les evrópska efnahassvæðið.)
Gísli Ingvarsson, 29.11.2009 kl. 17:55
Sæll Einar,
mjög góð færsla og greining hjá þér. Ég er sammála þér. Ég hef verið þeirrar skoðunar um all langt skeið að við getum ekki staðið í skilum með allt sem okkur er ætlað að standa í skilum með. Vandamálið er að fólk skilur ekki að sú leið sem þú leggur til er skárri valkosturinn, af reyndar tveim slæmum. Leið Samfó er galin og mun aldrei lukkast. Hún mun skilja eftir skuldahala. Við þann skuldahala mun bætast við frekari lántökur frá AGS til að mæta væntanlegum vanskilum. Niðurstaðan verður þjóð sem um aldur og ævi mun greiða vexti, bara vexti.
Hið raunverulega vandamál er að vekja stjórnvöld og almenning. Að fá alla til að horfast í augu við staðreyndir, og skilja þær. Hvernig leysum við það Einar?
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.11.2009 kl. 20:22
Gísli - við eigum að ræða við Bandaríkjamenn. Þ.e. einfaldast, þ.s. varnarsamningurinn er enn í gildi, þó ekki sé í tísku að vekja athygli á því. Þetta felur í sér, ákveðið sérsamband. En, það má vera, að það þurfi, einhverja gulrót, til að vekja áhuga Bandaríkjamanna.
Þ.e. einungis einn hlutur, í okkar valdi, sem raunverulega fellur undir það, að vera gulrót. En, þ.e. sú staðreynd, að Obama hefur ekki tekist að loka tilteknum fangabúðum á Kúbu.
Þ.e. einnig klárt, að hann hefur enn áhuga á, að standa við þetta kosningaloforð. Alveg frá því hann tók við völdum, hefur hann margítrekað, gert tilraunir til að fá svokallaða bandamenn, til að taka við sínum skerf af þessu fólki, en fullkomin andstaða er við það á Bandaríkjaþingi, að veita þeim öllum hæli í Bandaríkjunum.
Eins og þú veist, er fátt um fína drætti, hvað lausnir varðar fyrir okkur, en þ.e. raunverulega hægt að bjóða Bandaríkjastjórn, upp á að veita einhverjum fjölda svokallaðra minna hættulegra einstaklinga hæli - þá að sjálfsögðu, gegn einhverskonar aðstoð.
Þ.e. einungis er um eina ríkisstjórn að ræða, en ekki fjölmargar, væri þetta miklu fljótlegri kostur, að mínu mati, ætti að vera hægt að afgreiða slíkt mál með nokkru hraði.
-----------------------------
Ég held, að með því að endurvekja með þessum hætti áhuga Bandaríkjamanna, á okkur. Ætti, ekki að skapast nein stórfelld hætta. Enda, er það með engum hætti brot á samningum t.d. um WTO (World Trade Org.), að verða gjaldþrota. Að sama skapi, get ég ekki séð, að gjaldþrot sé með nokkrum hætti, brot á EES reglum.
Svo, að erlendar þjóðir hafa í reynd, ekkert lagalega séð, uppá okkur að klaga, fyrir það eitt að verða gjaldþrota.
Þannig, hafa þær engan, lagalegann grundvöll, fyrir einhverskonar aðgerðum, beint gegn okkur.
Auðvitað, getur verið einhver fíla til staðar í Bretlandi og Hollandi, en - ég get ekki séð, hvað þær þjóðir, gætu skv. alþjóðalögum, gert okkur.
--------------------------------------
Ég held, að það sé af og frá, að ástlæða sé til að þjóðnýta auðlindir, í þessu samhengi.
Hafðu í huga, að lögum skv. má einungis gera út hérlendis, af íslenskum aðilum með sína megin starfsemi á Íslandi. Þannig, geta þeir aðilar, ekki beitt þeirri hótun, að flytja starfsemi sína úr landi, en veiða svo samt úr okkar stofnum.
Án þess, að vera með stafsemi hér, missa þeir sjálfkrafa rétt, til að veiða hér.
Landhelgisgæslan, tekur þá einfaldlega í landhelgi, sem hverja aðra erlenda landhelgisbrjóta, og - úrræði eru ströng, þ.e. heimildir til að gera afla, veiðarfæri og jafnvel skip upptæk.
Þannig, ég sé engin lagaformlega séð vandkvæði á því, að eiga við þessa aðila.
---------------------------------
Einfaldast, væri að setja lög um neyðarástand, en vart væri hægt að kalla þetta annað.
Að sjálfsögðu, er rétt að hafa samráð við helstu aðila, er hafa gjaldeyristekjur. Rétt, er að hefja það samráð, áður en lýst er yfir gjaldþroti.
Þess vegna, talaði ég um, að stofna innflutnings samlag, í sameiningu með útflutnings aðilum.
Síðan, þarf að hafa hörð viðurlög. En, hafa ber í huga, að brot í tengslum við slíkt neyðarástand, væri rétt að skilgreina undir "Landráð".
Það væri ákæran, er aðilar stæðu frammi fyrir. Að sjálfsögðu, ætti að auglýsa það með rækilegum hætti, hve alvarleg viðurlögin væru.
En, það allra - allra versta, væri að hrynja í gjaldþrot óundirbúin.
En, þ.e. þ.s. ég er verulega hræddur við, þ.s. mér sýnis núverandi stjórnvöld, vera haldin slæmri tegund af veruleikafyrringu, þannig að vera má, að þau sofi Þyrnirósarsvefni alveg fram á hrundag - eins og fyrri ríkisstjórn gerði.
En, vandamáli í þessu samhengi, virðist vera Samfó, einkum Samfó, en þ.e. eins og við hrunið í Október, hafi margir aðilar þar innan, kosið að fara í afneitun, og eftir því sem ég best fæ séð, hefur þeirri afneitun ekki slotað.
En, þ.e. svo augljóst, að Ísland var gjaldþrota, alveg frá og með fyrsta degi, þegar ljóst var að allir bankarnir væru hrundir.
En, þú þarf ekki annað, en að bera saman önnur dæmi, um alvarleg efnahagsáföll. Sem dæmi, Finnsku kreppuna - sem varð þegar Finnland tapaði cirka 40% af sínu hagkerfi við hrun Sovétríkjanna, og síðan bandar. kreppuna á 4. áratugnum sem varð svo djúp eftir hruns stórs hluta þeirra bankakerfis. Þessar 2. kreppur, eru þær sem komast næst því, að vera sambærilegar, og í báðum tilvikum tók það viðkomandi þjóðfélög langan tíma, að hrista áfallið af sér.
Þessi voru þau dæmi, er ég hafði þegar í huga, og það gerði mér þegar í stað, fullljóst að við stæðum frammi fyrir - langri kreppu, áratug a.m.k.
Þannig, hef ég aldrei trúað, nokkurri af þeim greiningum, er gera ráð fyrir öðru.
Spurningin, er einungis hvort kreppan er líkari þeirri finnsku eða þeirri bandar.? Ég held, að klárlega sé hún verri, en sú finnska, þ.s. nær bandar. kreppunni á 4. áratugnum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.11.2009 kl. 21:32
Gunnar - þ.e. aldrei auðvelt viðureignar, ef fólk er haldið ranghugmyndum.
Við upplifðum þetta, eftir hrunið og ríkisstjórn Geira og Sollu, var sem lömuð, mánuðum saman, á meðan allt var að fara á verri veg. Á endanum, hrakti fólkið hana brott.
Má, vera að sú saga þurfi að endurtaka sig.
------------------------------------
Ég held að ríkisstjórnin, muni standa frammi fyrir mjög erfiðum aðstæðum, þegar cirka 6 mánuðir verða liðnir á árið, þ.e. mitt fjárlagaár.
En, Seðlabankinn stórlega vanmetur áhrif vaxtanna, þ.e. neikvæð áhrif þeirra á hagvöxt, sjá færsluna:
Snillingarnir í Seðló
Þannig, ofmetur spá hans efnahagslega framvindu á næsta ári. Það hefur væntanlega í för með sér, að minna mun koma inn í ríkiskassan, frá veltusköttum, fleiri verða atvinnulausir en reiknað var með, minna mun koma inn vegna nýrra skatta en reiknað er með, kostnaður ríkisins verður má fastlega reikna með meiri en reiknað er með - - lagt saman, alvarlegur vandi með ríkishallann, um mitt næsta ár.
En, hafa ber í huga, að núverandi fjárlög, eru einungis cirka 300 milljónum lægri, en fjárlög síðasta árs voru er þau voru kynnt í desember 2008. Þ.e. niðurskurður ársins og nýkinntur niðurskurður, fer 99% í að afnema þær kostnaðarhækkanir og aukningu halla af öðrum orsökum, er ríkið varð fyrir á umliðnu ári.
Það má fastlega reikna með, að sagan endurtaki sig.
Þannig, að um mitt fjárlagaár, tel ég hæsta máti líklegt, að ríkisstjórnin standi frammi fyrir "crunch time" - þ.e. annaðhvort að framkvæma, stórfelldan niðurskurð, eða að fara frá.
Í því samhengi, er líklegasta önnur ríkisstjórn, ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar.
---------------------------------------------
Punturinn, er að sá niðurskurður, er ríkið hefur tilkynnt, er allt of lítill.
Það dugar ekkert minna, en að hreinlega afnema heilu stofnanirnar.
Ég bendi á skýrlsu Sambands Ungra Sjálfstæðismanna;
http://mbl.is/media/99/1799.pdf
Ef ástandið, væri ekki svona alvarlegt, væri margt af þesu galið - en, í ljósi ástandsins, er þetta umhugunar vert.
En, ef við erum loftskip - þá er belgurinn lekur, Jörðin er að nálgast, við þurfum að fara að henda út, ef við eigum ekki að farast.
-------------------------------------
Ef allt fer á verri veg, stöndum við frammi fyrir mjög stórfelldri pólit. krísu, fyrir utan sjálfa efnahags krísuna.
Það mistókst, að byggja upp nýtt pólit. afl.
Ég bind, pínupons, vonir við Framsóknarflokkinn, eftir að hann skipti alveg um forystu og cirka 90% af miðstjórnarmönnum. Tek fram þó, að ég er raunverulega, að tala um pínupons, von.
En, hún byggist mest, á ungliðum flokksins - en, þeir hafa verið að vinna áhugavert hugmynda starf, sjá tillögur SÚF:
http://www.suf.is/?i=49&expand=21-42-49&b=1,853,Fr%E9ttir.Birting
Á sama tíma, hefur enn, enginn fundur farið fram, í hugmyndahópum Framsóknarflokksins, þetta haustið. Ég veit það, því ég er skráður í þá alla, og er farinn að verða mjög pirraður á því ástandi.
Ég hef verið, að útbúa, eigin hugmyndir. En, vera má, að ég fari í staðinn, með þær hugmyndir til ungliðanna. Ef til vill, þarf að fara fram, ný uppreisn innan flokksins.
En, þ.e. reglulega, fátt um fína drætti, þegar kemur að okkar stjórnmálaflokkum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.11.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning