Hversu stór er kreppan okkar?

Spurningin, sem við þurfum að spyrja okkur, er hversu alvarleg núverandi kreppa er?

Hið fyrsta, sem þarf að hafa í huga, er að þetta er fjármálakreppa, en ekki kreppa sem orsökuð er af hefðbundinni ofkeyrslu eða offjárfestingu, framleiðslugreina.

Fjármálakreppur, að jafnaði vara lengur, og eru skæðari - valda meira tjóni.

Hér fyrir neðan, kemur samanburður á fjármálakreppum, sem finna má í skýrslu Hagrfræði Stofnunar Háskóla Íslands, um Icesave.

 

Þ.s. markverðast kemur fram, eru niðurstöður um meðalútkomu slíkra kreppa, þ.e.:

  • Hagvöxtur hefst að meðaltali, eftir 1,9 ár.
  • Lægð verðmætis hlutabréfa, kemur eftir 3,4 eftir upphaf kreppu.
  • Atvinnuleysi, nær hámarki, 4,8 árum frá upphafi kreppu.
  • Húsnæðis verð, nær hámarki á 6. ári, eftir upphaf kreppu.

Svo, miðað við meðalkreppu, þá:

  • Hefst hagvöxtur hérlendis árið 2010.
  • Verðmæti hlutabréfa hérlendis nær lágmarki árið 2012.
  • Hámark atvinnuleysis verður um mitt ár, 2013.
  • Botninn á kreppunni á húsnæðisverði, verður síðla árs 2015.

 

Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave

Fasteignaverð

(raunvirði)

-35,5%

 6,0 ár

Hong Kong (-54%)

Japan, 1992 (6 ár)

 

Hlutabréfaverð

(raunvirði)

 

-55,9%

 

 3,4 ár

Ísland (-91%)

Spánn, 1977, Malasía og

Tæland (5 ár)

 

Atvinnuleysi

7,0%

4,8 ár

USA, 1929 (22%)

Japan, 1992 (11 ár)

 

VLF á föstu

verðlagi

 

-9,3%

 

1,9 ár

USA, 1929 (-30%)

Finnland, Argentína, 2001,

og USA, 1929 (4 ár)

 

Ríkisskuldir*

86,0%

 

Finnland,

Kólumbía

 

 

Heimild: Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff, "The Aftermath of Financies Crises," American Economic

Review: Papers & Proceedings, 99 (2), 466-472. * Aukning ríkisskulda á þremur árum eftir upphaf kreppu.

 

Ég lít eiginlega á spá ríkisstjórnarinnar, og Seðlabanka, eins og hvert annað grín, en hún er eftirfarandi:

                   2010    2011   2112    2113   2014

Hagvöxtur  -2,4%   2,2%   3,4%   3,4%   3,6%

Viðsk.jöfn.  10,6%  12%   13,1%  13,7% 11,8%

 

Sem dæmi, fer ekki saman, mikill viðskiptajöfnuður, og mikill hagvöxtur. Ástæðan er sú, að vegna þess að Ísland er dvergríki með fábreyttann útflutning, er megnið af vörum sem notað er, hvort sem er til neyslu eða sem aðföng til rekstrar af margvíslegu tagi, innflutt. Þannig, er það klassískt í gegnum ísl. hagsögu, að kreppa byrjar á stórri gengisfellingu, þ.e. lágu raungengi fyrst í stað, síðan þegar hagkerfið fer að rétta við sér, hefjast launahækkanir og það dregur úr atvinnuleysi, um svipað leiti eykst innflutningur smáma saman. Eftir því, sem þróttur hagkerfisins eykst, færist innflutningur í aukana og það fer alltaf þannig, að í upphafi hagsveiflu er afgangur af útflutningsverslun en sá afgangur snýst líka alltaf yfir í halla cirka um miðbik hagsveiflunnar og á seinni hluta hennar, er alltaf halli á utanríkiverslun.

Reyndar, þegar öll hagsagan er tekin saman, þ.e. hagsaga lýðveldistímans, hefur að meðaltali verðið halli á utanríkisverslun upp á 2,2%.

Þannig, að ég fullyrði það, að það sé útilokað, að það fari saman - öflugur hagvöxtur um langt tímabil og hærri afgangur af utanríkisverlsun en nokkru sinni hefur þekkst í lýðveldissögu Íslands.

En, fram að þessu, þ.e. 1994 var afgangur hæstur 7%. Í ár, hefur það met reyndar verið slegið, en samt 8 mánuði inn á árið, er hann ekki nema 80 milljarðar, sem dugar ekki fyrir því sem hefur verið reiknað sem þörf, þ.e. milli 123–172 milljarða.

 

Seðlabankinn, segist gera ráð fyrir lágu raungengi krónunnar, í gegnum allt þetta tímabil.

En, hvernig? Raungengi hækkar, þegar laun hækka og innlendur kostnaður hækkar. Hvernig á að tryggja, að það fari saman, hár hagvöxtur yfir langt tímabil, og áframhaldandi lár raunkostnaður?

Þetta hefur einfaldlega ekki verið útskýrt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband