Aflandskrónur ónothæfar!

Eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag:

 

"Samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands er nú óheimilt að flytja krónur af erlendum bankareikningum á bankareikninga íslenskra bankastofnana."

 

Kostur:

Aðgerðin virðist beinast gegn svokölluðum "aflandsviðskiptum" þ.s. aðilar hafa haft aðgang að krónum, á lægra verði en Seðlabanki Íslands, hefur boðið þær á. Virðist einnig vera, að stakir aðilar hafi komið fram, sem hafi boðið slíkar "aflandskrónur" á svörtum markaði hérlendis.

Hérna, er komið til klassískt vandamál við gjaldeyrishöft, þ.e. eftir því sem þau standa lengur, læra aðilar betur og betur og betur, á að hagnýta sér þær óhjákvæmilegu glufur sem þarf að hafa til staðar, til hagræðis fyrir atvinnulífið.

Seðlabankinn virðist telja, að þessar nýju aðgerðir séu þegar, að skila árangri.

 

Galli:

Krónur á aflandsmarkaði, verða nánast verðlausar. Það getur haft mjög neikvæðar afleiðingar til lengri tíma litið, en hafa ber í huga að Seðlabankinn talaði fyrir ekki svo löngu síðan, um að verð á aflandsmarkaði og innlendum væru að nálgast. Nú, hefur Seðlabankinn í reynd, skotið þennan aflandsmarkað á kaf. Þar með, er engin leið, ekki nokkur, að hafa viðskipti með íslensku krónuna, erlendis. 

Nú verður það væntanlega raunverulega satt, að enginn verði til í að veita þeim mótttöku. En, til þess að aðilar séu til í slíkt, verður að vera hægt að koma þeim krónum í verð.

Ef til vill, mun Seðlabankinn bjóða upp á, að taka við þessum krónum, gegn gjaldeyri. En, sú aðgerð er ekki endilega mikil bragabót, því í því tilviki, miðað við að það ástand sem Seðló hefur sett á viðhaldist, tæmist erlendur markaður af krónum.

 

Niðurstaða:

Þessar nýju aðgerðir virðast færa okkur fjær því ástandi, að hægt verði að gera krónuna gjaldgenga á ný.

En, stóra ástæða þess, að hún er það ekki, eru einmitt gjaldeyrishöftin. En, aðilar erlendis vita fullvel að verðgildi krónunnar hérlendis, er haldið uppi að Seðlabanka og er hærra, en það verðgildi er myndi vera til staðar, ef gjaldeyrishöft væru afnumin.

Ef við værum til í að sætta okkur við verðfall krrónunnar, á meðan það fé sem út vill er að streyma úr landi, þá mun hún eftir það ná markaðs gengi. En, á meðan það fé er að streyma úr landi, er gengið líklegt til að undirskjóta það raunhæfa markaðsgengi, um einhverja hríð. En, hún ætti þó sííðan að ná sér frekar fljótlega, upp í það gengi.

Ekki treysti ég mér, til að segja hvað það markaðs gengi mun vera, en mín tilfinning segir mér að það sé eitthvað lægra en gengið er í dag. En, þ.s. framleiðsla og útflutningur er enn til staðar hérlendis, þá verður það markaðsgengi er kemst á, einmitt á grundvelli þeirrar verðmætamyndunar.

Þ.s. sú verðmætasköpun, verður að teljast umtalsverð, þ.e. fiskútflutningur, álútflutningur og ferðamennska; þá erum við ekki að tala um að krónan, fari niður í einhverskonar útlralágt verðmæti, heldur reikna ég með því, að það markaðsverðmæti er kæmist á, sé einhvers staðar nálægt því gengi er krónan hefur í dag, þ.e. eitthvað lægra en ekki mikið lægra.

Ef, þeir sem lesa þetta, hafa þá sömu tilfinningu, þá er það ekki svo íkja áhættusamt, að hleypa krónunni lausri, þ.s. þó gengi krónunnar myndi lækka tímabundið ef til vill um 30 - 40%, þá myndi hún ná sér að miklu leiti úr þeirri dífu fljótlega eftir það, og staðnæmast t.d. í gengi er væri 10 - 15% lægra en í dag.

Þannig, yrðu þeir sem skulda í erlendri mynnt, ekki fyrir alvarlegum nýjum búsifjum. Varðandi hina verðtryggðu krónu, þá er hægt tímabundið að taka lánskjaravísitöluna úr sambandi, til að koma í veg fyrir að öll verðtryggð lán hækki. Hægt væri svo, að setja hana á aftur nokkrum mánuðum síðar, ef vilji væri til þess að setja hana á, á nýjan leik.

Ef, þ.s. við myndum svo græða eftir þetta, væri að vera laus við gjaldeyrishöftin og þar með, að krónan væri orðin gjaldgeng á ný, alls staðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 858797

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband