Snillingarnir í Seðló

Ég tók andköf, af hreinni forundran, er ég las, nýútgefinn Hagvísi Seðló. En það virðist sem að, starfsmenn Seðló, séu búnir að skilgreina hið háa vaxtastig hérlendis í burtu, með skemmtilegri leikléttu að tala um raunvaxtastig, þ.e. draga verbólgu frá núverandi vöxtum Seðlabankans:

 

Aðhaldsstig peningastefnunnar hamlar efnahagsbata minna en ætla mætti
Þótt við núverandi aðstæður hafi innlánsvextir Seðlabankans mest áhrif á skammtímavexti á markaði og hjá innlánsstofnunum og þeir vextir séu mun lægri en veðlánavextir bankans eru nafnvextir eftir sem áður nokkuð háir. Aðhald peningastefnunnar þarf hins vegar fyrst og fremst að meta með hliðsjón af raunvöxtum, þ.e. nafnvöxtum að frádregnum verðbólguvæntingum.
 
 Tafl a I-1
Innlánsvextir Seðlabankans                                       9.5
Aðhaldsstig peningastefnunnar m.v.
12 mán. verðbólgu núna                                           -0.2
3 mán. árshraða árstíðarleiðréttrar verðbólgu            0.2
Verðbólguspá Seðlabankans1                                    2.5
Verðbólguvæntingar fyrirtækja yfi r næsta ár              5.5
Verðbólguvæntingar heimila yfi r næsta ár                 -0.5
Verðbólguvæntingar á fjármálamarkaði til eins árs2   4.5
 
Tafla I-1 sýnir mat á raunvöxtum miðað við mismunandi mat á verðbólguhorfum til næsta árs. Eins og sjá má er matið mismunandi eftir því við hvaða mælikvarða á verðbólguvæntingar er notað. Það endurspeglar óvissu sem jafnan ríkir um verðbólguhorfur. Af þeim sökum er einnig algengt að meta raunvexti miðað við núverandi verðbólgustig, eins og einnig er gert í töflunni. Á þessa ólíku mælikvarða eru raunvextir allt frá því að vera um 0% upp í það að vera rúmlega 5%. Sé tekið meðaltal allra þessara mælikvarða, fást raunvextir sem nema 2%. Það eru svipaðir raunvextir og t.d. í Austur-Evrópu og Suður-Ameríku og lægri en þeir eru að meðaltali í Asíu. Þannig eru raunstýrivextir t.d. rúmlega 4% í Brasilíu, um 2% í Tyrklandi og Ungverjalandi og u.þ.b. 1% í Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku, en þessi lönd hafa oft verið borin saman við Ísland.
 
Hvað er að þessu?
  1. Verður að gera greinarmun á verðbólgu og verðbólgu. Hérna tala seðlabanka-menn, án þess að fram komi, að verðbólga sú sem nú er fyrir hendi, stafar einungis af því að krónan hefur verið að falla. Með öðrum orðum, verðbólgan kemur öll utan frá. Hérlendis, er engan verðbólguþrýsting að finna, sem á uppruna sinn í sjálfu innanlands hagkerfinu.
  2. Ísland, er dvergríki og slík hagkerfi, hafa ákveðna sérstöðu; þ.e. mjög hátt hlutfall aðfanga og annars varnings, er innfluttur. Slík hagkerfi eru því mjög viðkvæm fyrir gengissveiflum. Skv. fræðunum, er hægt að lágmarka gengissveiflur, með því að viðhalda lágu vaxtastigi, meðan uppgangur er í hagkerfinu; en á móti, að viðhalda háu vaxtastigi meðan efnahags kreppa varir. Gallinn er sá, að þetta hámarkar einnig hagsveifluna. Þetta virðist vera þ.s. Seðló er að gera, þ.e. að leitast til við að örva gengið en með þeim tilkostnaði, að kreppan innanlands er hámörkuð. En, þetta gengur ekki upp, þ.s. að sjálft hrun hagkerfisins er á sér þá stað, hefur sjálfstæð áhrif til að draga úr verðgildi gjaldmiðilsins. Eins og sést af atburðarás þeirri sem við höfum verið að ganga í gegnum, eru þau áhrif sterkari á vogarskálunum. Þannig, passa fræðin að því er virðist ekki við raunheiminn.
  3. Þ.s. ég segi, er að við verðum þess í stað, að taka mið af stöðu hagkerfisins, þ.e. lágmarka hagsveifluna. Það felur í sér þörf fyrir lága vexti - skítt með tal þeirra um raunvexti. Þá á ég við, að ef hagkerfið væri stærra, þá væri hér verðhjöðnun en ekki mæld verðbólga. Takandi mið af stöðu hagkerfisins, þá liggi þar með fyrir, að þar sé engan verðbólguþrýsting að finna. Mín ályktun sé, að hægt sé að leiða þessa verðbólgu hjá sér, einmitt vegna þess, að hún sé ekki til kominn vegna eftirspurnarþrýstings, innan að frá hagkerfinu. Það muni ekki leiða til enn alvarlegri verðbólgu, eins og fræðimenn virðast óttast, einmitt vegna þess að með lægri vöxtum muni draga úr samdrætti, og einmitt það muni hafa þau áhrif, að auka tiltrú á gjaldmiðlinum.

Nýjasta hefti Peningamála 
"Af ofangreindu má draga þá ályktun að skammtímaraunvextirséu þrátt fyrir allt tiltölulega lágir og líklega lægri en sem nemur hlutlausumraunvöxtum. Það er auðvitað eðlilegt miðað við núverandi efnahagsaðstæður að skammtímaraunvextir séu töluvert lægri en slíkir hlutlausir vextir vegna þess mikla slaka sem er í þjóðarbúskapnum, en hann dregur verulega úr hættu á þrálátri verðbólgu. Ef ekki kæmi til það tillit sem peningastefnan hefur þurft að taka til lágs gengis krónunnar þá væru þessir vextir lægri. Til þess að leggja mat á hættu á neikvæðum áhrifum lágra vaxta á gengi krónunnar er einnig gagnlegt að horfa til skammtímavaxtamunar við útlönd. Hann hefur minnkað verulega það sem af er þessu ári og er nú u.þ.b. 8 prósentur. Að teknu tilliti til áhættuálags sem enn er krafist á fjáreignir í íslenskum krónum telst þetta ekki sérlega mikill vaxtamunur...Fjármagnshöftin auka hins vegar líkurnar á því að þessi vaxtamunur dugi. Væru þau ekki til staðar er líklegt að vaxta munurinn þyrfti að vera enn meiri."
 
Hérna verða menn að ákveða sig, hvort þeir eru sammála Seðló eða ekki!
  • En ef Seðló hefur rétt fyrir sér, þá er vaxtastefnan hér á landi, ofur eðlilegu og í reynd vextir ekkert hærri en gengur og gerist annars staðar. En, ég bendi á, að þetta mat tekur ekkert tillit til ástands hagkerfisins, heldur einungis tillit til mældrar verðbólgu, og er byggt á þeirri skoðun, að það verði að berja alla verðbólgu niður, með vöxtum - burtséð frá því, af hvaða tagi sú verðbólga er.
  • Ef Seðló hefur rangt fyrir sér, með því að einblína á verðbólgutölur, hafandi í huga að verðbólgan sem nú er, stafar ekki af spennu í ísl. hagkerfinu - annars vegar- og - hins vegar - að þú getur ekki baríð slíka verðbólgu niður með vöxtum, nema þá aðeins að vextir skili sér í verðhækkun krónunnar; þá er eitt öruggt, að Seðló stórlega vanmetur neikvæð efnahagsleg áhrif vaxtastefnu sinnar, sem væntanlega einnig þíðir, að nýútgefin spá Seðló um efnahagsframvindu, er sennilega of bjartsýn.

Stjórna vextir gengi krónunnar?
  • Eins og ég hef áður útskýrt, hefur gengi gjaldmiðils tengingu við stöðu hagkerfisins, er stendur á bak við þann gjaldmiðil. Aftur á móti, virðist ríkjandi hugmyndafræði innan Seðlabankans vera sú, að þegar gjaldmiðill hafi svokallað markaðsgengi, þ.e. gengið ráðist af verðmyndun á markaði, þá ráði  vaxtastigið mestu um það kaup/sölu-gengi.
  • Ef gjaldmiðillinn, eru hlutabréf fyrirtækisins Ísland, þá eru vextirnir renturnar af þeim hlutabréfum.
  • Nú, ef þ.e. rétt að vextirnir hafi mest að segja, um að ákvarða verðgildi gjaldmiðla á frjálsum gjaldeyrismarkaði, þá er það hið sama og segja, að rentur/arður "dividents" af hlutafé, ráði mestu um gengi þeirra bréfa. Í mín eyru, hljómar þetta mjög ósennilegt.
  • Mitt svar, er að um gengi gjaldmiðla, hljóti sjálfar rekstrarlegar forsendur hins undirliggjandi hagkerfis, að spila mesta rullu. Ég er alls ekki að segja, að vextirnir hafi ekki áhrif. En, þ.s. ég er að segja, að áhrif þeirra, geti ekki verið yfirsterkari sameiginlegum áhrifum þess, að allar efnahagslegar forsendur, séu neikvæðar. Varðandi verð hlutabréfa, þá er þetta hið sama og að segja, að um verð hlutabréfa hljóti að ráða mestu, rekstrarlegar forsendur þess fyrirtækis, sem hlutabréfin eru gefin út á. Sannarlega, hafi rentur/arður einhver áhrif, en hann geti ekki vegið þyngra en hinar meginforsendurnar samanlagt.
  • Ef þetta er skki svo, ætti að vera fræðilega hægt, að reka mjög verðmætann gjaldmiðil með alls ekkert hagkerfi á bakvið, eða þá selja verðmæt hlutafé út á engan rekstur. Reyndar hefur slíkt stundum átt sér stað, á hlutabréfamörkuðum. En, slík viðskipti hafa alltaf komið í ljós á endanum, að voru loftbóluviðskipti - eða "skam".

Ef við erum sammála því, að Seðló hafi rangt fyrir sér!
  • Þá er vaxtastefnan ekki að styðja við gjaldmiðilinn, eins og Seðló heldur fram, þ.s. neikvæð staða þjóðarbúsins, hafi meiri áhrif á stöðu krónunnar, heldur en vextirnir einir sér. Reyndar, held ég því fram, að við núverandi ástand - í ljósi samdráttaraukandi áhrifa vaxtanna á hagkerfið - að á meðan hagkerfið býr við samdrátt á öllum vígstöðvum, séu neikvæð áhrif vaxtanna á gengið meiri heldur en hugsanleg jákvæð áhrif þeirra.
  • Ef þ.e. svo, þá eru vextirnir eingöngu kostnaður fyrir hagkerfið, þ.e. með því að hækka afborganir af lánum allra þeirra er skulda í krónum, þá leiða þeir til þess að allir þeir aðilar hafa minna fé handa á milli til allra hluta. Þetta eykur atvinnuleysi og dregur úr fjárfestingum; og að auki, fjölgar þeim sem verða gjaldþrota. Við þetta má bæta, að of mikið fé er að safnast á innlánsreikninga, sennilega vegna þess að vextirnir gera útlán of dýr, svo bankarnir eru ekki að safna útlánum á móti þeim innlánum, sem hlítur að vera einn af orsakaþáttum núverandi hallarekstrar þeirra. Ef þetta er ekki nóg, þá eykst einnig áhætta bankana, vegna fjölgunar gjaldþrota, sem eykur afskriftir þeirra umfram þ.s. þær þyrftu að vera ella.
  • Með öðrum orðum, vaxtastefnan er hreinlega eins og rekakkeri, sem hægir á öllu, án þess að skila nokkru jákvæðu á móti.

Niðurstaða

Ég held að við verðum að beita hefðbundinni "counter cycle" stefnu, þ.e. að leitast við að lágmarka hagsveifluna, frekar en "pro cycle" stefnu, sem virðist vera ríkjandi viðhorf innan Seðlabankans. En, til er fræðiritgerð, er rökstyður að "pro-cyle" stefna sé þ.s. blífur í smáríkjum. En, þá einmitt er hagsveiflan hámörkuð - en, akkúrat hámörkun sveiflunnar, mun verða afleiðing stefnu Seðlabankans, og Seðlabankastjóra er örugglega það fullkunnugt; ef hún fær að halda áfram.

Það má vera að það gangi gegn, núvernadi "economic orthodoxy". En, ég segi. Fylgjum þeirri stefnu, að lágmarka hagsveifluna. Lækkum vextina, helst niður í "0".

Ég á ekki von á, að það valdi ofurverðbólgu, því staða hagkerfisins sjálfs, þ.e. hvort það er að hjaðna eða að dafna, skiptir sannarlega miklu máli um stöðu gjaldmiðilsins. Þ.e. eitthvað, sem virðist merkilega lítið metið, innan núverandi "economic orthodoxy", þ.e. þau gömlu sannindi, að gjaldmiðillinn - þ.e. verðmæti hans, mótist mest af sjálfri stöðu hagkerfisins. Með öðrum orðum, á ég von á, að gjaldmiðillinn styrkist þegar hagkerfið styrkis og þá, slái sú styrking á þá verðbólgu er gengishrapið hefur verið að búa til.

þvert á þ.s. þeir virðast halda, tel ég að skánandi hagur hagkerfisins, muni ráða meiru um stöðu gjaldmiðilsins, en sú stefna að reyna að lyfta honum með vaxtastigi er getur ekki annað verið, en sé að drepa hagkerfið.

Krónan getur ekki risið hátt, ef sjálft hagkerfið er óðum að hrynja undan henni.

 

Ps: Endilega skoðið þessa fréttaskýringu frá Newsweek:

Boom and Gloom

Investors are bidding up stocks, gold, and oil to dizzying heights. It's déja vu all over again.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Peningastefna Seðlbankans er búinn að vera í molum í mörg ár og á sinn þátt í hruni samfélagsins.  Hávaxtastefna þeirra er í raun glæpur, fyrirtæki & einstaklingar vantar súrefni (lægri vexti) og auðvitað stendur enginn undir svona okri & vitleysu.  Síðan hefur Seðlabankinn eytt ca. 15 milljörðum í að "styðja við krónuna...lol....!"  Ætli þetta endi ekki með því að Seðlabankinn hendi ca. 80 milljörðum út um gluggan, peningar sem enda í vasa erlendra vogunarsjóða sem kunna sér ekki kæti við að "græða á því að ráðast á krónuna" - "easy money" - allt er þetta gert með "samþykki AGS" sem vil auðvitað lána fé sem ráðstaf er jafn vitlaust.  Allt er þetta gert viljandi, íslenskt samfélag fer á hausinn, á meðan erlendir aðilar stórgræða og svo geta þeir komið síðar og keypt upp bestu bitanna á "tompólu verði" því erlendir lánadrottnar heimta fábjánalán sín tilbaka.  Stjórnvöld verða að grípa inn í peningastefnu & stjórnun Seðlabankans, eða bara lýsa yfir greiðsluþroti við fyrsta tækifæri.  En því miður munu þessir "fábjánar" halda áfram þangað til allt hrynur, alveg eins og gerðist með bankakerfið.  Það bar að stöðva bankaruglið árið 2004, það var hrunið árið 2007, en fékk samt tvö auka ár - hvað á Seðlabankinn að fá langan tíma til að TAPA okkar lánsfé í að styrkja krónuna?  Svona fábjána vinnubrögð ganga ekki upp - hvar eru íslenskir fjölmiðlar? Hvar eru íslensku hagfræðingar okkar??  Af hverju er ekki verið að ræða þessi mál ef einhveri alvöru?  Höfum við kannski ekkert lært af hruninu?

kv. Heilbrigð skysnemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 9.11.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 858796

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband