19.10.2009 | 03:17
Hvað er siðferðislega rétt í tengslum við Icesave?
Í Sylfri Egils, kom fram skoðun siðfræðings um Icesave málið. Skoðun hans, er ástæða þess að ég tek til mál, að þessu sinni:
Guðmundur Heiðar Frímannsson nálgast Icesave málið í stuttu máli með eftirfarandi hætti:
Það er siðferðilega hollt fyrir íslenska þjóð að taka á sig Icesave skuldbindingarnar. Þar með tekur almenningur þátt í því að þrífa til eftir hrunið og leggja drög að nýrri uppbyggingu. Þar með er einnig tryggt að þjóðin gleymir ekki því sem gerðist, a.m.k. ekki á meðan hún ber byrðarnar af því.
Þetta var einungis hluti af hans orðræðu. En, hún markaðist af þvi í aðalatriðum, að þ.s. ísl. þjóðin kaus þá stjórnmálamenn, er tóku þær ákvarðanir er áttu þátt í því að skapa hrunið, og þ.s. við nutum góðs af því fjármagni sem streymdi inn í hagkerfið, vegna þess ráns er framið var af ísl. banka í Bretlandi og Hollandi, þá sé ísl. þjóðin hvorki meira né minna en sameiginlega ábyrg.
Með því að borga Icesave, og það upp í topp, þá værum við einfaldlega að takas á við afleiðingar okkar gerða, og það væri ekkert annað en eðlileg, og þörf lexía.
- Fyrst að athuga, að hann er ekki fyrsti maðurinn, sem kemur fram með líka röksemda færslu þessari.
- Vandinn er, að hann skoðar spurninguna um ábyrgð einungis frá einni hlið, þ.e. út frá ábyrgð Íslendinga.
- Að mínu mati gengur hann of langt, einmitt með því, að alllri ábyrgð er varpað á okkur íslendinga.
- Ég er ekki að segja, að við berum ekki ábyrgð. Punkturinn er sá, að ábyrgðin er sameiginleg. Þ.e. ekki einungis íslenskar eftirlitsstofnanir og stjórnvöld brugðust, heldur einnig breskar eftirlitsstofnanir og stjórnvöld. Það má færa rök fyrir, að ábyrgð okkar, sé heldur meiri, en það samt sem áður ekki réttmætt að taka í burtu þann part af ábyrgðinni er Bretar og Hollendingar bera.
- Einmitt vegna þess, að ábyrgðin er sameiginleg, þarf að skipta byrgðunum af því tjóni er sannarlega átti sér stað, með sanngjörnum hætti. Við þurfum að muna eftir okkar framtíðarkynslóðum, en þær eiga einnig sinn rétt og eru sannarlega saklausar. Það felur ekki í sér neina bót á réttlæti að troða á þeirra rétti. Um það, akkúrat hver sú hin sanngjarna skipting sé, má þó deila.
- Leið sú er ríkisstjórnin fór fram með í upphafi, að samþykkja að ábyrgðin væri öll okkar, var ekki siðferðislega ábyrg, þ.s. sú leið fól í sér of miklar byrgðar fyrir framtíðarkynslóðir Íslands. En, þ.e. einmitt ábygð okkar gangvart framtíðarkynslóðum okkar, sem virðist alltof oft gleymast, inni í þessari umræðu. Þ.e. sú ábyrgð núverandi kynslóða að skilja ekki eftir sig ástand, sem leiðir til verri lífskjara fyrir okkar framtíðarkynslóðir.
- Þegar hugað er að réttlátri skiptingu, verður að hafa í huga, að hinar þjóðirnar eru miklu mun fjölmennari, svo að þó svo að þær taki á sig stærri upphæðir, þá hefur það samt í för með sér miklu harðari byrðar fyrir íslenska skattborgara.
- Það að við berum, sennilega að einhverju leiti meiri ábyrgð, og einnig það að við nutum að einhverju leiti fríðinda af því ráni er átti sér stað; sannarlega felur í sér, að Bretar og Hollendingar eiga hönk í bakið á okkur, en sá sanngyrnisréttur sem í því felst, er alls ekki ótakmarkaður. Heldur takmarkast hann af því, hvaða auka byrðar er sanngjarnt að leggja á okkar framtíðarkynslóðir, því sannarlega eru þær saklausar í þessu samhengi.
- Hin sanngjarna niðurstaða, verður að vera einhver meðalvegur, þ.s. viðurkennt er af okkar hálfur, að gert var á hlut hollenskra og breskra borgara, að við greiðum einhverjar þær bætur upp í tjónið, er ekki íþyngja um of okkar framtíðarkynslóðum því ekki felst í því nein aukning á réttlæti að ganga einnig á þeirra rétt. Síðast en ekki síst, þ.s. við framkvæmum mjög skilmerkilega rannsókn á öllu því ferli, er leiddi til hrunsins. Því, þ.e. einmitt rannsóknin, og það að réttir aðilar verði dæmdir og fari í fangelsi, og að vísbendingar komi fram, að ísl. stjórnvöld dragi af þessu lærdóm, og lagfæringar sem duga, verði framkvæmdar; sem verður að vera framlag okkar, til að lwiðrétta samskiptin við þessar þjóðir.
Það má ekki afgreiða þetta mál, með þeim hætti sem sumir gera, að við Íslendingar séum allt í einu orðin réttlaus, í þessu máli.
Sannarlega kusum við yfir okkur fólk, sem stjórnuðu landinu með óábyrgum hætti, sbr. Ingibjörgu og Geir. En til Icesave í Hollandi var ekki stofnað fyrr en sumarið 2008. Sameiginleg ábyrgð, flokkanna er stjórnuðu landinu síðustu 2 áratugi, þ.e. X-B, X-D og X-S, er mjög mikil.
En fólkið á götunni, getur ekki verið ábyrgt fyrir því sem þeir stjórnmálamenn, er það kýs, kjósa að taka. Þ.e. einfaldlega röng nálgun á siðferismati.
Því, það felur í sér þá skoðun, að einhver geti varpað siðferislegri ábyrgð eigin gerða, á aðra. Í þessu tilviki, að ísl. stjórnmálamenn, geti varpað siðferðislegri ábyrgð eigin gerða, á kjósendur.
En, það rétta er, að einungis brjálsemi gerir fólk óábyrgt eigin gerða. Það eru stjórnmálamennirnir, sem báru ábyrgðina og stjórnendur bankanna. Íslenska þjóðin ber hana ekki.
Það voru glæpamenn á meðal okkar, en við öll erum ekki glæpamenn. Mér þykir það mjög leitt, ef þ.e. svo, að það sé skoðun sumra, að allir Íslendingar hafi gerst glæpamenn. Það er þó mjög extreme túlkun, að mínu mati ósanngjörn.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Silfur Egils er orðið eitt allsherjar áróðursbatterí fyrir stjórnarflokkana og þá sérstaklega Samspillinguna. Ríkisútvarpið er raunar allt gegnsýrt af þessum evrópuáróðri og réttlætingum fyrir svínaríinu.
Þessum spaka siðfræðingi finnst það þá siðferðislega réttara að senda þau skilaboð til bankanna að þeir þurfi enga ábyrgð að hafa á gjörðum sínum og glæfraspili. Þetta er alger fitfirring.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.