Einhvern veginn, virðast ísl. stjórnvöld vera pikkföst, í hugsunarhætti góðærisins, þ.s. litið var á lán svipuðum augum og sjálfsaflafé er viðkomandi hafði unnið sér inn, þ.e. eins og um eigin fé væri að ræða en ekki lánsfé. Eitt sem var líka einkenni, gróðæriskónganna er keyrðu atvinnulífið í rúst, var sú hugsun að sjóðasöfnun væri af hinu ílla. Hvar sem þeir fundu sjóði, sem tekið hafði mörg ár að safna, töluðu þeir um óvirkt fjármagn, sem greinilega var í þeirra augum mjög slæmur hlutur, og þörf fyrir að virkja það, þ.e. að þeir kæmust sjálfir yfir það, til að eyða því í misvitrar fjárfestingar. Svo nú í dag, þegar ekki bara okkar bóla er sprunginn, heldur einnig bólan sem einnig var til staðar í heimshagkerfinu, standa fyrirtæki eftir í sárum, eftir þessa kóna, rúin af eygin fé, en ofhlaðin skuldum, allir sjóðir tæmdir og fjárfestingarnar, að mestu tapaðar. Hvarvetna sviðin jörð. Hvers vegna nefni ég þessi tvö atriði?
-------------------------------
Sko, lausnir stjórnvalda, virðast í grófum dráttum vera, að redda öllu með því að taka frekari lán, sbr. lánin frá AGS og Norðurlöndunum og fleirum, samanlagt hvorki meira né minna en 40% af áætluðum skuldum ríkisins í erlendri mynnt á næstu árum; og hins vegar, með því að spreða þeim síðasta sjóði sem eftir er, þ.e. lífeyrissjóðunum, í misvitrar framkvæmdir, til að auka atvinnustig til skamms tíma, þ.e. óþarft Háskólasjúkrahús, Búðarhálsvirkjun, og síðan vegaframkvæmdir. Samtals, vel yfir 100 milljörðum.
--------------------------------------------
Hvenrnig fara Lífeyrissjóðirnir að þessu? Ekki sitja þeir með þvílíkar upphæðir í lausafé. Þeir þurfa annaðhvort að slá lán, eða að selja eignir. Hvorir tveggja eru slæmir kostir, þ.s. lán til alls, sem ísl. er, eru mjög dýr akkúrat núna vegna hrunsins, og þess slæma orðspors er fer af Íslendingum í viðskiptum, þessa stundina. Á hinn bóginn, vegna þess að heimurinn er enn í kreppu, þó ef til vill sé farið að sjást fyrir endann á þeirri kreppu, þá er ljóst að enn eru öll verð, er fást fyrir eignir "depressed", þ.e. kreppt saman af kreppunni. Valið er á milli, lána er munu kosta Lífeyrissjóðina langt yfir 100 milljörðum, annars vegar - og - hins vegar, að fá fram lausafé með því að selja miklu meiri verðmæti en 100 milljarðar, miðað við ókreppt verðmæti þeirra eigna í eðlilegu árferði. Þetta er vitfyrring, segi ég. Ég er ekki að segja, að alls ekki undir nokkrum kringumstæðum, komi til greina að nota fé Lífeyrissjóða. En, arðsemiskrafa þess sem er gert fyrir það fé, þarf að vera há, svo sjóðirnir tapi ekki á öllu saman. Við erum hér, að tala um lífeyrisrétt þjóðarinnar, kjör þeirra er hafa skilað sínu, en einnig þeirra sem í dag eru að borga í sjóðina. Þ.e. ekkert minna en bilun, að setja þetta í hættu. Að mínu viti, kemur Háskólasjúkrahús ekki til greina - arðsemin langt frá því að vera ásættanleg. Vel hægt að notast við núverandi byggingar áfram, með einhverjum örfáum milljörðum í lagfæringar. Virkjun, gæti komið til greina, ef hún væri alfarið í eigu sjóðanna, og ef þ.s. rafmagnið er notað fyrir, hefur mikla þjóðhagslega arðsemi. En annað sem hefur verið nefnt, kemur ekki til greina fyrir utan hugmynd norsks fjárfesta, að hafa samvinnu við Lífeyrissjóðina, um að setja upp nokkurskonar nýsköpunar-fjárfestingar-sjóð. En, eins og ég sagði, arðsemiskrafan þarf að vera há, einmitt vegna þess, hvað það er dýrt í dag fyrir sjóðina að losa veruleg fjármagn.
----------------------------------------
Varðandi gjaldeyrislánin, þ.e. lánin sem eiga að fara í það að byggja upp varasjóð upp á cirka 1.100 milljarða, þá eins og kom vel fram í Sylfri Egils í dag, virðast menn alveg fastir í þeirri hugsun, að við verðum að fá þessi lán, til að losa hluti úr frosti. En, er það svo?
-----------------------------------------
Hvað hefur áhrif á gengi gjaldmiðils?
- Gjaldeyrisvarasjóðir, eru vanalega eignasjóðir, sem ríki byggja upp yfir eitthvert árabil, fyrir skattfé. Hvernig, geta menn haldið því fram, að lánsfé sé sjóður? Er þetta ekki nákvæmlega hugsun 2007? Það þarf eftir allt saman, að borga af þeim lánum, og þ.s. ríkið hefur ekki eigin gjaldeyristekjur. Skuldir í erlendum gjaldmiðli, er hægt að borga með gjaldeyrisafgangi - en gjaldeyrisafgangar vanalega hverfa hér á landi cirka 2. árum eftir að hagvöxtur hefst á ný, sbr. Skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um Icesave. Þá er eftir, að skipta krónutekjum yfir í erlenda mynnt, þ.e. taka fé úr hagkerfinu. Þá annaðhvort minnkar fé í umferð, sem er klassísk samdráttaraukandi aðferð ef á að hægja á þenslu sem er ekki gott akkúrat í dag, eða að krónur eru prentaðar á móti - sem setur þá í staðinn, þrýsting á gengið niður-á-við, þ.e. stuðlar að verðfalli krónunnar. Seinni aðferðin er líklegri. Þá eru menn komnir með þá skemmtilegu hringavitleysu, að það þarf stöðugt að eyða hluta af þeim láns-sjóði, til að gera ekkert annað en að vega á móti því að það hvernig hann var búinn til, stuðlar að lækkun krónunnar. Þannig minnkar hann smám saman, alveg með sama hætti og lán sem þú tækir sem einstaklingur minnkar smám saman, ef þú hefðir lagt það inn á eigin reikning og kostnaðurinn við það að taka það væri smám saman sjálfvirk tekinn af þeim sama reikningi. Sjálfsagt, í einhverjum skilningi, meðan það lán endist, getur það virkað að einhverju leiti sem varasjóður. Auðvitað, ef þú notar það sem slíkan, þá þurrkast það upp enn hraðar - síðan á endanum, þarftu að borga lánin upp, hvort sem þú er búinn að eyða þeim öllum eða ekki, yfir það tímabil sem þú ætlar þér að nota lánið sem sjóð. Stóra spurningin, er sú hvort þ.e. virkilega þörf á þessu?
- Trú á hagkerfið, þ.e. atvinnulífið. Gjaldmiðillinn, er að mjög mörgu leiti, byrtingarmynd þess hvort aðilar, hafi trú á viðkomandi hagkerfi eða ekki. En, þegar trúverðugleiki hagkerfis er góður, þá streymir inn fé til fjárfestinga, og einnig hagkerfið sjálft gengur vel, þ.e. mikið er framleitt. Því fylgir að öllu jöfnu, sterkur gjaldmiðill, þ.s. innstreymi fjármagns styrkir gjaldmiðil og það gerir einnig, styrkur atvinnulífsins - þ.e. öflugur útflutningur og sterkt atvinnustig.
- Fjármagnsstreymi. Eins og kom fram að ofan, er það mjög tengt trúnni á hagkerfið. En, innstreymi fjármagns eykur eftirspurn eftir gjaldmiðlinum, og ef ekki er prentað á móti þá hækkar gjaldmiðillinn í verði. Mikið af þessu átti sér stað, þegar bóluhagkerfið ísl, var í hámarki, en þá gleymdu menn að þ.e. hægt að hafa of mikið af góðu. Í dag erum við að upplifa það öfuga, og sennilega næstu ár, þ.e. stöðugt útstreymi fjármagns. Ástæðan er m.a. gríðarlega erfið skuldastaða. Einmitt það fjármagnsútstreymi lækkar gengi krónunnar, eins og var útskýrt að ríkið mun neyðast til að prenta peninga til að mæta útstreyminu svo almennt peningamagn skreppi ekki stöðugt saman, og skortur á innlendu fjármagni verði of mikill sem myndi magna innlendan samdrátt enn meira. Þessi skuldastaða, mun því fullkomlega fyrirsjáanlega, stuðla að lággengi krónunnar, sennilega næsta áratuginn og jafnvel áframhaldandi lækkun gengis hennar, þ.s. ef hagvöxtur verður slakur yfir sama tímabil. *Greiðslustaða, þ.e. geta hagkerfisins til að standa undir skuldum, þessa stundina er hún mjög viðkvæm, þ.e. kominn niður í BBB hjá Moodies, sem er lægsti flokkur í B. Horfurnar eru enn metnar neikvæðar, sem bendir til að líkur á lækkun mats í C flokk, séu verulegar. Það þarf einnig að hafa í huga, að greiðslustaða þjóðfélagsins alls hefur mjög mikið að segja, þ.e. nettó skuldastaða ríflega 3.5 þjóðarframleiðslur, skv. mati Seðlabanka Ísl. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á gengi krónu, því þetta hefur áhrif á allt hitt, þ.e. trúna á hagkerfið, vilja fjárfesta til að fjárfesta, o.s.frv. Margir spekingar hjá ríkinu, láta eins og skuldir annarra en ríkisins, komi því ekki við. En, þ.e. ekki rétt, þ.s. ríkið þarf að keppa við óopinbera aðila um þá takmörkuðu auðlind, sem gjaldeyririnn er sem fæst fyrir útflutning, og þau fyrirtæki greiða að sjálfsögðu fyrst eigin skuldbindingar áður en ríkið á séns að fá sinn skerf. Síðan er það svo, að þeir aðrir aðilar, er skulda í erlendri mynnt, en eru í sömu stöðu og ríkið að hafa ekki eigin gjaldeyristekjur, þurfa einnig að greiða sínar skuldir. Ef mikið af þeim skuldum, lenda í vandræðum þá að sjálfsögðu skaðar það orðstí ísl. enn frekar en orðið er, gerir erlenda fjárfesta enn neikvæðari en þegar er orðinn hlutur, sem getur haft þá byrtingarmynd gagnvart ríkinu að því gangi enn erfiðar að fá lán til að velta eigin skuldum áfram á viðunandi kjörum. Síðan einnig eins og koma fram að ofan stuðla þær skuldir þessara einkaaðila að stöðugu útstreymi fjármagns, er hefur á næstu árum stöðug lækkunaráhrif á gengi krónu, sem væntanlega stendur til að mæta með gjaldeyrisvarasjóði - eða hvað?
------------------------------------------
Ef málin eru skoðuð í samhengi, eins og ég hef nú gert, í stuttu máli - þá held ég að það verði bersýnilegt, að núverandi stefna, er ekki skynsamleg. Það eru ekki bær svör, sem koma, að ef aðilar hafi ekki rétt flokksskýrteini, þá séu þeirra aðvaranir sjálfvirkt ómarktækar. Slík svör, bera vott að menn eru rökþrota, og kjósa þess í stað, að hleypa málum á dreif. Stóra vandamálið í dag, eru hve háar skuldir - ekki bara ríkisins, heldur einnig - þjóðfélagsins alls, eru orðnar. Stóra málið, er því að lækka þær skuldir sem mest við meigum, en ekki að bæta þar ofan á öðrum 1.000 milljörðum. Eins og sést að ofan, má gjaldeyrisvarasjóður síns lítils, ef hinir þættirnir sem ég hef nefnt, eru í ólagi. Ég tala ekki um, í ólagi allir á sama tíma. Í því tilviki, þá einfaldlega breytir sá sjóður nokkurnveginn engu um hegðun krónunnar, þ.e. ef hugsunin er að koma gengi hennar upp. Miklu fremur, skapar sá sjóður enn frekari hættu á nýju gengishruni, þ.s. þessi gríðarlega skuldaaukning í erlendri mynnt, getur ekki annað en gert greiðslustöðu Ísl. enn tæpari en áður. Greiðslumat Ísl. er það tæpt, að ekki má miklu muna, að það fari yfir B múrinn yfir í C, þ.e. ruslflokk. Þá er gríðarleg hætta á, að af stað fari atburðarás er endar í gjaldþroti.
---------------------------------------------
Hættum að gera frekari mistök, þ.e. spreðum ekki lífeyrissjóðunum í einhverja vitleysu sem engu reddar, og hættum að taka lán til að byggja upp sjóð, sem vonlaust er að geti híft upp gengi krónunnar, eins og málum er háttað.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2009 kl. 14:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr.
setja ætti inn í stjórnarskránna að ríkisjóður og stjórnmálamenn mættu aldrei koma nálægt eignum lífeyrissjóðanna.
Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 19:43
Virkilega góð samantekt. Ég er þér fullkomlega sammála. Mig minnir einmitt að Sigmundur Davíð hafi talað um þetta í útvarpinu á sínum tíma, þ.e. hversu óhagkvæmt það er að skuldsetja þjóðina svona mikið með öllum þessum lánum sem vissulega verða aldrei "varasjóður" í þeim skilningi.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.9.2009 kl. 22:21
Er þetta ekki svipað og að borga VISA skuld með Masterkorti ?
Sævar Einarsson, 22.9.2009 kl. 06:57
Sæll Einar Björn
Ég er í grundvallaratriðum sammála.
* Til að styrkja gengi krónunnar þarf að taka til í efnahagsstjórninni og innleiða aga.
* Lífeyrissjóðir eiga að vera mjög íhaldssamir í fjárfestingum sínum og stefna þeirra undanfarin ár var algerlega fráleit. Líklega hefur þetta heldur ekki verið stefna heldur meiklu frekar stefnuleysi þ.e. gáleysislegar ákvarðanir teknar á forsendum valda/ hagsmuna/ tengsla.
* Áður en farið verður í fleiri virkjanir þarf að gera tvennt að lágmarki þ.e. a) upplýsa um orkuverðið og b) meta náttúruna inn í kostnaðinn við virkjanir
* Lántakan hjá AGS og fleirum til að parkera peningum á bankareikning sem ekki á að nota en samt á að nota þá til að styrkja gengið því spákaupmenn verða þá svo hræddir að þeir þora ekki að spá er auðvitað eins og hver önnur vitleysa.
* Lántaka getur auðvitað verið af hinu góða þegar um arðbæt verkefni er að ræða en það er mikilvægt þegar hið opinbera stendur í lántöku, framkvæmdum, o.s.frv. að allt sé opið og gagnsætt þannig að hægt sé að gagnrýna á málefnalegan hátt.
Kveðja
Egill
Egill Jóhannsson, 22.9.2009 kl. 08:44
Góð grein sem snertir á mörgum mikilvægum efnisatriðum. Fyrir mér hefur það alltaf stungið í stúf við almenna skynsemi þegar ráðamenn tala um skuldir sem einhverskonar sjóð eða varasjóð - en venjulegt fólk sem höndlar mestmegnis með sitt heimilisbókhald leggur að ég held almennt þá merkingu í orðið að um ræði eign sem hefur byggst upp á löngum tíma s.s. sparireikningur. Það liggur því við að tala um blekkingu með þessari orðanotkun - og þá hefur ekki verið rætt um þá ansi vafasömu hagfræði baki nauðsyn þessa varasjóðs eins og Egill minnist á hér að ofan.
Takk fyrir mig
Valan, 24.9.2009 kl. 05:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.