Bretar og Hollendingar, samþykkja ekki fyrirvara Alþingis!

Niðurstaðan, ef marka má fréttir dagsins, sem ekki hafa alveg verið kýrskírar, er að Bretar og Hollendingar, samþykki ekki þá niðurstöðu sem Alþingi komst að, um fyrirvara við Icesave.

En, í stað þess, að loka öllu í lás, virðist sem að þeir hafi komið með gagntilboð, þ.e. að sumir fyrirvara verði samþykktir, en aðrir ekki. Ljóst virðist, að þeir þverneiti að samþykkja þann fyrirvara, að eftistöðvar lánsins falli niður, eftir 15 ár- ef það þá verður ekki fullgreitt.

Hvað skal segja? Ef Þetta er rétt skilið, virðast Bretar og Hollendingar, raunverulega auðsýna miklu mun meiri sveigjanleika, en aðstoðarmaður Fjármálaráðherra og Fjármálaráðherra, héldu ítrekað fram, í gegnum alla Icesave deiluna á Alþingi; þ.e. sú fullyrðing, að ekki væri hægt að endursemja um Icesave. Einnig, að sá samningur, sem náðst hefði, væri sá besti, er hægt væri að ná fram, miðað við aðstæður.

Ljóst, virðist að þau ummæli, falli nú öll, dauð og ómerk.

Hvað kemur svo, útlitið virðist benda til, að nú fari fram raunverulegar samningaviðræður milli sendimanna, Breta og Hollendinga, og Alþingis.

Hver veit, ef til vill, stefnir í miklu mun þolanlegri niðurstöðu, á Icesave deilunni, en útlit var fyrir í upphafi.

Þ.e. - svo fremi - að rétt hafi verið frá sagt, í fréttum.

Ef einhverjar efasemdir hafa enn verið til staðar um það, þá ættu þær að þagna nú - um það að upphaflegi samningurinn, hafi verið virkilega ömurlegur, svo ömurlegur, að hann verði samningamönnum þeim er fóru út fyrir Íslands hönd, og einnig núverandi ríkisstjórn; til ævarandi háðungar!

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baugur,hrossaræktarfélag

Ekki?

Baugur,hrossaræktarfélag, 17.9.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Suma, aðra ekki.

Það þíðir, að þeir samþykkja ekki þá niðurstöðu, er Alþingi komst að.

Líta ber þá á, skilaboð þeirra, sem gagntilboð.

Sannarlega, getur Alþingi sagt "já"- núna, og lokið málinu. En, einnig, getur verið, að Alþingi komi sér saman, um annað tilboð, á móti því sem barst í dag.

Svo, þetta getur einnig verið upphaf samningaviðræðna, sem ef til vill verða stuttar.

En, taka ber fram, að fréttirnar hafa ekki verið algerlega skýrar, þannig að ekki er alveg víst, að nákvæmlega hafi verið rétt sagt frá, þessu gagntilboði Hollendinga og Breta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.9.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Ég er sammála þér að upprunalegi samningurinn var ömurlegur og að okkar menn einfaldlega sömdu af sér.  Ég vil líka að þetta "gagntilboð" Breta og Hollendinga verði birt, svo við vitum nákvæmlega hvað er í því, og lendum ekki í sömu vitleysunni eins og í sumar.

Það getur samt verið að við þurftum að ganga í gegnum þetta furðulega ferli, einfaldlega til að Bretar og Hollendingar náðu því að lokum, að jafnvel þó þeir geti böðlast á ríkisstjórninni og samninganefndinni, þá er það Alþingi sem hefur úrslitavaldið að lokum fyrir okkar hönd.

Bjarni Kristjánsson, 18.9.2009 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband