Hlustum ekki á þá!

einar_bjorn_bjarnason-1_896236_903998.jpgÉg hef orðið var við töluvert útbreitt viðhorf, sem er að fólk og aðilar, sem hafi viss flokksskýrteini, séu ómarktækir, og að ekki beri að hlusta á þá.

Margir þeirra, sem hafa þessar skoðanir, benda einnig á að þeir séu þess fullvissir að núverandi efnahags ástand, hafi mest verið þessum tilteknu aðilum að kenna, og að ekki síst vegna þeirra saka, ættu þeir að skammast sín, fara út í horn, og þegja, og láta þá sem séu önnum kafnir við að hreynsa til eftir þá, í friði við hreinsunarstarfið.

Fleiri rök hafa verið nefnd, eins og að menn spyrji ekki þá sem hafi klúðrað, ráða. 

Ég vil benda hér á, að þegar Davíð og Dóri réðu, þá gilti einnig að skoðanahópar þurftu að hafa rétt flokkskýrteini, til að á þá væri hlustað. Sú hegðun þótti þeim hópum, sem það bitnaði á, ekki vera til fyrirmyndar. 

Það lítur því ílla út, ef þeir hópar er áður gagnrýndu þá hegðun Dabba og Dóra, í dag taka upp og beita sambærilegum meðulum, þ.e. virða að vettugi skoðanir þeirra, sem hafa röng flokksskýrteini. Þó, í þeirri hegðun, geti  falist virt "poetic justice" þ.e. ákveðin hefnd, sem unnið hafi verið til.

En, ég held samt, að slík hegðun sé alltaf óskynsamleg, þ.e. það hafi verið rangt af Dabba og Dóra, að beita þessu, og það sé einnig nú. Eins og sagt er "two wrongs don't make a right".

 

Skoðum þetta aðeins betur

  •  Við vitum, að á bak-við stjórnmálaflokkana, nefnum engin nöfn, eru hópar kjósenda. Kjósendur, velja sér flokka, sem hver og einn, telur koma næst því, að vera samnefnari, sinnar skoðunar.
  • Einnig, standa hagsmuna hópar, á bak við flokka, sem viðkomandi hagsmunir, telja helst ganga erindi sinna hagsmuna.

Hið klassíska hérlendis, er að hagsmunahópur bænda, styðji Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn, en við síðustu kosningar, virðist fjöldi bænda hafa kosið Vinstri Græna. Hagsmunahópurinn, Alþýðusambandið, hefur lengst af stutt Alþýðuflokkinn, og í dag Samfylkinguna. Einhverjir hópar svokallaðs, vinandi fólks, styður reyndar Sjálfstæðisflokkinn. Síðan, hafa útgerðar- og fiskvinnslufólk, einkum stutt Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkinn, hafa einnig stutt margir úr hópi atvinnurekenda, og kaupmanna.

Allir flokkar, hafa aðgang að fylgi einhverra hagsmunahópa, þó enginn flokkur hafi algera einokun, á einhverjum tilteknum hópi.

 

Allir hagmunir og skoðanahópar, eiga sinn tilverurétt.

  • Það sem fólk þarf að hafa í huga, er að í lýðræðisþjóðfélagi, þarf að bera virðingu fyrir frelsi allra hópa, til að koma sínum skoðunum og einnig, hagsmunum að. Ef þ.e. ekki gert, sýnir reynsla erlendis, að þá stefnir í voða. Þá á ég við, vaxandi átök.
  • Með öðrum orðum, þarf að taka ákveðið gagnkvæmt tillit, til sjónarmiða hvers annars, og einnig hagsmuna hvers annars, til að lýðræðisþjóðfélagi, geti þrifist án verulegra þjóðfélags átaka.
  • Með öðrum orðum, er mjög óskynsamlegt, að einn hópur taki sig til, og gangi freklega á hagsmuni einhvers annars hóps, t.d. með því að skattleggja þann hóp fram úr hófi, eða með því, að taka upp eitthvert fyrirkomulag, sem sá hópur er mjög sterkt mótfallinn, dæmi gæti verið eignaupptaka á kvóta.
  • Punkturinn er sá, að ef einum hópi fynnst gengið freklega á sína hagsmuni eða sinn tilverurétt, þá má búast við, að sá hópur beiti öllum brögðum - löglegum sem ólöglegum - til að hindra framgang þeirra breytinga, sem viðkomandi hópur er svo sterkt mótfallinn.

Menn þurfa að skoða sinn gang, og átta sig á því, hvert þeir vilja stefna. Spurningin, er þá, hvort aðilar eru tilbúnir í þau átök, sem stefna þeirra getur leitt til? Eða jafnvel það, að menn hreinlega átti sig ekki á, að stefnan geti leitt til átaka.

 

Hlustum ekki á þá!

Enginn vafi er á, að ráðandi öfl innan Sjálfstæðisflokks, og Framsóknarflokks, stjórnuðu mjög umdeildu einkavæðingar ferli bankanna sálugu. Davíð og Dóri, tóku reyndar sjálfir allar þær ákvarðanir. Aðrir ráðherrar og þingmenn viðkomandi flokka, voru aukaleikarar. 

Síðan þá, hefur annar þeirra flokka, þ.e. Framsóknarflokkurinn, skipt alveg um forystu, þ.e. nánast öll miðstjórn flokksins er ný, einnig þingmenn fyrir utan einn. Hlutlaus aðili, myndi segja að það nýja fólk, sem engann hlut átti í spillingu eldri forystu, ætti ákveðið tilkall til, að vera dæmt af verkum sínum, en ekki fortíð er það átti engan þátt í að móta.

Sjálfstæðisflokkurinn, hefur gert mun minni breytingar innan sinna raða, en þó skipt um formann, en sá er þó ekki nýr á þingi, og einnig er nokkur fjöldi nýrra þingmanna, en þó ekki meirihluti. Ég ætla ekki að fella dóm á hvort það geri Sjálfstæðisflokkinn óalandi og óferjandi, en ég bendi á, að á bak við hann, standa fjölmennir hópar kjósenda, og einnig mikilvægir hagsmunahópar, sem óvarlegt gæti verið að virða að vettugi, hvaða skoðun menn hafa annars á flokknum.

Samfylkingin, var einnig í síðustu ríkisstjórn, og ég man ekki betur en að enginn ráðherra hennar, eða þingmanna, hafi varað við hættunni á hugsanlegu bankahruni. Þvert á móti, að þingmenn hennar og ráðherrar, hafi dansað sama "hafið ekki áhyggjur" dansinn, og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Hún bar einnig sameiginlega ábyrgð á neyðarlögunum. Hún, einnig skipti um formann, og þar má einnig finna nokkra nýja þingmenn, en breytingar innan hennar, eru einnig minni í sniðum en innan raða Framsóknarflokksins. Á bak við Samfylkinguna, standa stórir kjósenda hópar, sem og mikilvægir hagsmunir innan launþegahreyfingar. Einnig, hefur henni tekist, að afla sér nokkurs fylgis innan raða vinnuveitenda.

Ég beini ekki spjótum mínum, að Vinstri Grænum, enda má með sanni segja, að þeir séu saklausir, nema af verkum þeim sem þeir taka nú þátt í. En, í dag er VG öflugur flokkur, og hefur aðgang að landsbyggðarfólki, bændum, einhverjum úr hópi launþega, og þeim sem róttækastir eru um svokölluð græn málefni.

En, hvað hina flokkana varðar, er enginn þeirra með hreinan skjöld, þannig séð. Ef til vill, er ábyrgðin að óförunum, meiri hjá sumum en öðrum. 

 

Höfum vaðið fyrir neðan okkur

Í dag eigum við að stríða við mjög alvarleg efnahagsleg vandamál. Skuldir eru sennilega óviðráðanlegar. Á sama tíma, tíma bætir það ekki ástandið, að efna til mjög alvarlegra pólitískra deilna.

Það besta væri, að flokkarnir sýndu hverjum öðrum hæfilega virðingu, og hefðu ekki uppi þau sjónarmið, að talsmenn og/eða fylgismenn, einhvers tiltekins flokks eða flokka, hefðu ekkert gott í hyggju. En í dag, ganga samsæriskenningar ljósum logum, og alið er á tortryggni. 

Slíkt er óheppilegt, þ.s. á bakvið alla flokkana, eru hópar sem hafa réttmæt sjónarmið að verja, og munu klárlega beita sér, og það með hörku, ef þeir upplifa það, að sjónarmið sín séu virt að vettugi.

Þannig, að ef mjög einstrengingslegri stefnu er beitt, er hætta á að pólitísk átök, muni færast enn í aukana. 

En, leiðin til að forðast átök, er einmitt sú, að sýna hverjum gagnkvæmann skilning, og taka nægilegt tillit til hvers annars.

 

Hætta á alvarlegum átökum

Frammi fyrir okkur, eru mjög erfið mál, þ.e. stærstu niðurskurðar aðgerðir, í gervallri lýðveldissögunni. Augljóst ætti að vera, að líkur á átökum um þær aðgerðir, eru mjög miklar. Enda, verða þær mjög sársaukafullar, þ.e. ekki verður komist hjá umtalsverðum niðurskurði í viðkæmustu geirum efnahagslífsins, þ.e. menntakerfi, heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi.

Sennilega, er Icesave málið ekki úr sögunni heldur, þ.s. mjög ólíklegt verður að teljast, að hollensk og bresk stjórnvöld muni samþykkja, fyrirvara Alþingis við ábyrgð þá sem veitt fyrir Icesave.

Þannig, að mjög erfið og viðkvæm mál, verða áfram til umfjöllunar, á Alþingi. Það væri því, að mínu mati, mjög óskynsamleg að stjórnvöld hegðuðu sér með þeim hætti, að stórum kjósendahópum þætti hagsmunum sínum ógnað, þ.s. þeir munu þá beita sér, er óhætt að fullyrða, gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Ef menn vilja, tryggja að þjóðfélagsátök, harðni ekki - með hugsanlega ófyrirsjáanlegum afleiðingum - þarf að beita lausnum, sem hafa eins víðtæka pólitískan stuðning, og mögulegt er að ná fram. 

Eftir að ríkisstjórnin, gafst upp á að koma Icesave málinu í gegn, í krafti þingmeirihluta; þá náðist að lokum samkomulag, sem hefur mikið meiri stuðning úti í þjóðfélaginu. Þó svo, að það samkomulag, leiði ekki endilega til endanlegrar niðurstöðu eins og þjóðin væntir, þá er þetta aðferðin sem þarf að beita, þ.e. samráð.

Öruggt, er að niðurskurðar tillögur, verða hið allra minnsta, ekki minna umdeildar en Icesave, held ég að ljóst sé, þannig að nauðsynlegt einnig sé að ná breiðri sátt um það mál, því því máli er líklegt annars að fylgi fjölmennar mótmæla-aðgerðir í þjófélaginu. Ef þær myndu færast í aukana stig af stigi, gæti skapast raunverulegt hættuástand, hérlendis.

Ölum því ekki á gagnkvæmri tortryggni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góður pistill.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.9.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband