Stund sannleikans, er upp runnin - "The Moment of truth is arrived".

einar_bjorn_bjarnason-1_896236_901615.jpgAlþingi hefur nú samþykkt. Hvernig atkvæði féllu, er lýst í frétt MBL.IS :

"Alls tóku 62 þingmenn þátt í atkvæðagreiðslunni en aðeins Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fjarverandi.  Allir þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, 34 að tölu,  greiddu atkvæði með frumvarpinu. 9 þingmenn Framsóknarflokksins, tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Árni Johnsen og Birgir Ármannsson, tveir þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir og óháði þingmaðurinn Þráinn Bertelsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá sem og Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar."

Til glöggvunar á forsögu máls, þá læt ég hér einnig fylgja með, hlekk við álit minnihluta, en þar er forsaga málsins reifuð með ítarlegum hætti, fyrir þá sem hafa þolinmæði til að lesa: 137. löggjafarþing 2009. Þskj. 338 — 136. mál. - Frá 2. minni hluta fjárlaganefndar.

 

 Stund sannleikans - "moment of truth!"

Eins og ég sagði, er stundin upp runnin. Nú fáum við að komast að, hverjir höfðu rétt fyrir sér, og hverjir rangt. Munu, Bretar og Hollendingar, samþykkja tilraun Alþingis, til að gera umtalsverðar breytingar, til bóta á samningi, sem allt að því er glæpsamlega hræðilegur? Eða, munu Bretar og Hollendingar, hafna þessari atlögu Alþingis, að þeirri samningsvitleysu - sem er skv. þeirra vilja, að gangi um garð?

Ef:

  1. þ.e. rétt sem kom fram í upphafi, að samningarnir séu glæsileg útkoma miðað við aðstæður, eins og fjármálaráðherra og aðstoðamaður hans, hafa ítrekað sagt.
  2. þ.e. rétt, sem þeir hafa einnig ítrekað sagt, að borin von sé að semja að nýju.
Ályktun: þá munu Bretar og Hollendingar, líklega hafna breytingum Alþingis.
Ef:
  1. þ.e. rangt, að samningarnir hafi verið, það besta sem hægt var að ná fram á þeim tímapunkti, er samningarnir voru gerðir fyrir okkar hönd, af saminganefnd ríkisstjórnarinnar.
  2. þ.e. rangt, þ.e. fullyrðingar þess efnis, að vonlaust sé að endursemja við Breta og Hollendinga?
Ályktun: þá er hugsanlegt, og ég ítreka, hugsanlegt. Að Bretar og Hollendingar, muni samþykkja skilyrði eða fyrirvara Alþingis, eins og nú er nokkuð broslega haldið fram, af ímsum fulltrúum stjórnarflokkanna, að ekki sé ástæða annað en að ætla, að ríkisstjórnir þessara ríkja, muni gera.

Þ.e. broslegt, einmitt vegna þess, að þeir sömu aðilar, innan ríkisstjórnarinnar, sem í dag, blaðra á þá leið, að Bretar og Hollendingar, muni líklega sýna sanngirni og samþykkja fyrivarana, hafa margítrekað - og gera enn, sagt að ekki sé mögulegt að semja á ný við Breta og Hollendinga, vegna þess - væntanlega - að allt í einu, muni þá reyði og ósanngyrni verða ofan á, hjá þeim.

Þetta, er mjög bersýnileg rökleysa.

Eins og ég álykta að ofan, að ef Bretar og Hollendingar, eru það ósanngjarnir að ekki sé hægt að semja við þá á ný, þá hafna þeir sennilega fyrirvörunum.

Ef, aftur á móti þeir samþykkja þá, þá stendur nákvæmlega ekki steinn yfir steini, af málflutningi ríkisstjórnarflokkanna. Þeir eru þá orðnir, 100% ómark, sem sennilega verður að teljast Íslandsmet.

Ég ítreka; stund sannleikans, "moment of truth".

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband