24.8.2009 | 10:55
Hver er hin siðferðislega rétta niðurstaða Icesave deilunnar?
Nýlega, fjallaði Daily Telegraph, um könnun sem þekkt bresk lögmannsstofa, gekkst fyrir á meðal 60 stórra evrópskra banka, sem höfðu tapað á viðskiptum við Íslendinga. 98% telja, að íslenska ríkið hafi ekki komið fram við kröfuhafa með sanngjörnum hætti. 2/3 telja, að meðferð ríkisins, á eignum bankanna, geti hafa brotið alþjóðlegar reglur, er Ísland hafi skuldbundið sig, að virða. En, síðast en ekki síst, 93 telja sig ekki eiga annarra úrkosta, en að fara í mál við íslenska ríkið.
Lánstraust Íslands, þegar ónýtt
Íslendingar hafa verið að furða sig á þeirri hörðu meðferð, sem við höfum fengið. Einungis Færeyjar, hafa veitt okkur neyðarlán, án bindandi skilyrða. En hin Norðurlöndin, eru ekki til í lánveitingar, án milligöngu AGS. Í afgreiðslu sænska þingsins, var ályktun meirihlutans á þá leið, að lán sænska ríkisins til Íslands, skyldi bundið þeirri kvöð að ekki undir nokkrum kringumstæðum, mætti nota það til að borga svokallaða Icesave skuld. Í nýlegri heimsókn til Íslands, tók fjármálaráðherra Noregs í svipaðann streng, að ekki kæmi til greina að borga fyrir þ.s. hún kallaði "afleiðingar hægri sinnaðaðra tilrauna okkar." Það virðist, sem sagt, ríkja ákveðin fyrirlitning, í okkar garð. Umvöndunartónninn, er mjög greinilegur. Icesave málið, er greinilega svo ljótt í þeirra augum, að þeir vilja hvergi nálægt því koma, að aðstoða okkur við að komast úr þeirri súpu. Það er eins, og samskipti aldanna á undan, í gegnum bæði súrt og sætt, séu nú að engu orðin. Við erum einhvers konar "pariah" eða óalandi og óferjandi, þar til við höfum gengið þann veg, alveg hjálparlaust, að ráða fram úr Icesave málinu.
Directive 94/19/EC
Samkvæmt þessari, margumræddu reglugerð, sem einnig gildir á EES svæðinu, ber aðildarríkjum að stofna a.m.k. einn tryggingasjóð, er tryggi innistæður innistæðueigenda, að lágmarki að upphæð 20.000 Evra. Ekki virðist, reglugerð þessi, skilgreina hvernig hann á að vera fjármagnaður. En, skv. hinum íslensku lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98, frá 1999, fer fjármögnun fram með eftirfarandi: II. kafli. Greiðslur í sjóðinn. 6. gr.: Heildareign innstæðudeildar sjóðsins skal að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári...."Nái heildareign ekki lágmarki skv. 1. málsl. skulu allir viðskiptabankar og sparisjóðir greiða eigi síðar en 1. mars ár hvert gjald til sjóðsins sem nemur 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári, sbr. þó viðmiðunarmörk skv. 1. málsl." Það eru viðskiptabankar og sparisjóðir, sem fjármagna sjóðinn.
Ástæða kröfu Breta og Hollendinga er klár
Sú regla sem gilti um fjármögnun TI skv. hinum ísl. lögum, var augljóslega fullkomlega ónóg. Eftirlit hérlendis, virðist hafa verið nánast gagnslaust. Bankarnir óðu á súðum, og pólitíkusar brostu með, og létu eins og allt væri í lagi. Stjórnvöld gáfu að auki, ítrekað í skyn, að þau myndu hlaupa undir bagga með sjóðnum, ef hann myndi skorta fjármagn. Þó, eru þetta ekki lagalega bindandi yfirlísingar, þó margir telji þær siðferðislega bindandi. Forsagan skýrir hvers vegna, enginn treystir okkur erlendis.
Við skulum ekki lítilsvirða tjón annarra
Okkar tjón er geigvænlegt, þ.e. óviðráðanleg skuldastaða. Stór hluti innlendra fyrirtækja á gjaldþrotsbrúninni. Á sama tíma, telur fólk erlendis að forsaga máls, hafi skapað siðferðislega kröfu á hendur okkur, að borga það tjón sem framferði bankamanna okkar, olli þeim. Margir virðast telja, að við séum samsek, vegna þess hags sem við nutum í góðærinu af framferði bankanna og vegna yfirlísinga fyrri ríkisstjórna, er gefnar voru er partýið var í gangi. Hluti landsmanna, tekur undir þessi sjónarmið, og að okkur beri án skilyrða að samþykkja núverandi Icesave samkomulag, sem nokkurs konar forms sameiginlegrar refsingar, ef ég skil rétt afstöðu þess hóps. Fjölmargir aðrir, segja þetta af og frá, að við eigum ekki að borga, þ.s. enginn skýr lagaformlega rétt krafa um það, sé fyrir hendi. Bæði sjónarmið eru rétt, þ.e. siðferðislega krafan og einnig að engin lagaformleg skilyrði séu fyrir hendi.
Jörð til deilenda
Þó krafan sé hugsanlega, siðferðislega rétt, kemur önnur siðferðisleg spurning á móti, en þ.e. réttur framtíðar kynslóða Íslands og barna okkar, um mannsæmandi líf. Sú krafa, er einnig siðferðislega rétt. Athuga ber, að Holland og Bretland, hafa bætt sínum borgurum sitt tjón að fullu. Tapið er því, deilt jafnt á þeirra skattborgara, sem dreifist þá á margar herðar. Tap útlendinganna, er þegar komið fram, og verður ekki tekið aftur. En, tap okkar barna, og framtíðarkynslóða, er enn hægt að takmarka. Að fórna rétti þeirra til mannsæmandi lífs, skilar á engann hátt, auknu réttlæti.
Þó svo að erlendir reikningseigendur, hafi verið u.þ.b. 2. falt fleiri en við Íslendingar, þá er tjón hvers og eins, fyrir bragðið, samt sem áður mun lægra en tjón hvers Íslendings er þegar orðið. Núverandi Icesave samkomulag, orsakar síðan enn frekara tjón fyrir okkur, í ofanálag. Þó svo að útlendir reikningseigendur, eigi út af fyrir sig réttmæta kröfu um að fá tjón sitt bætt, dugar það ekki til að siðferðislega séð réttlæta að víð í því skyni fórnum hagsmunum okkar barna, og framtíðarkynslóða, um mannsæmandi líf.
Við verðum því að taka þá ákvörðun sem takmarkar okkar tjón, sem mest. Það er okkar siðferðislega skylda.
Niðurstaða
Bretar og Hollendingar, hafa ekki lagalega réttmæta kröfu á okkur. En, reiði þeirra er réttmæt, og ákveðin siðferðisleg krafa er réttmæt. En, hún er ekki æðri siðferðislegri kröfu okkar barna og framtíðarkynslóða. Ekki má semja með þeim hætti, að okkar börn og barnabörn, tapi.
Það þýðir þó ekki, að við vanvirðum það tjón, sem sannarlega hefur orðið erlendis. Það er því ákveðið réttlæti í því, að ræða þau mál, við Breta og Hollendinga. En, niðurstaða þeirra viðræðna, má ekki íþyngja hag okkar barna, og komandi kynslóða, frekar en það tjón á hag þeirra sem þegar er komið fram.
Þetta þýðir, að rétt er að hafna núverandi Icesave samkomulagi, þ.s. það er of íþyngjandi - ekki síst einnig í ljósi annarra skulda. Á sama tíma, er einnig rétt að bjóða upp á nýjar viðræður.
Þær verða þá að stjórnast af því prinsippi, að takmarka það tjón, sem orðið er, eins mikið og hægt er. Icesave eignirnar, ber að láta borga tjónið, að mestu. Ef, samið er um einhverjar viðbótar skaðabætur, þá verða þær að vera til málamynda, en alls ekki má semja um íþyngjandi greiðslur á nýjan leik.
Málamynda greiðslur, myndu vera tjáning okkar á því prinsippi, að við virðum þeirra rétt. Samkomulag þeirra, um það væri þeirra viðurkenning á því, að okkar réttur skiptir einnig máli, og að mest réttlæti er í því, að búa ekki til nýtt tjón ofan á það, sem þegar er orðið.
Þetta mál, þarf að leysa af skynsemi, en ekki reiði eða óðagoti. Slík niðurstaða, getur sannarlega tekið tíma. En, betra er að láta málið taka þann tíma sem þarf, en að semja frá okkur hagsmuni barna okkar, og okkar framtíðarkynslóða.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.