Ísland, Holland og Bretland; þurfa að ná skynsamri lendingu!

einar_bjorn_bjarnason-1_896236.jpgÉg held að við þurfum að viðurkenna, að Bretar og Hollendingar, hafa raunverulegt og réttmætt, "grievance" gagnvart okkur. Vegferð Landsbankans, í tengslum við Icesave, er með þvílíkum endemum, að sennilega hefur einungis Skotlands banki, kostað breska skattgreiðendur meira fé. Hrun Landsbanka, er svo stórt að það nær að vera eitt af 20. stærstu gjaldþrotum fyrirtækja, í heimssögunni. Mikið afrek það.

Á hinn bóginn, er ekki heldur skynsamlegt, að samþykkja óbreyttann samning. Óbreyttur samingur, tekur ekki tillit til þess, að Ísland skuldar almennt séð, þegar allt of mikið í erlendry mynnt. Óbreyttur samingur, er einnig fullkomlega ósamrímanlegur þeim draumi, að byggja á Norrænu velferðarmódeli.

Óbreyttur samningur, getur ekki leitt til annars, en að við taki langvarandi skuldakreppa á Íslandi, sem væri fullkomlega sambærileg skuldakreppunni í S-Ameríku á 9. áratugnum. Þessu myndi fylgja lands- og atgervisflótti, sennilega enn verri, en í kjölfar kreppunnar er varð, þegar síldin hvarf.

Það að semja að nýju er því hrein nauðsyn!

Ég tek undir með ritstjóra Financial Times, að það þurfi að endurdreifa byrðunum, þannig að Ísland ráði við þær og einnig þannig, að ekki komi til landflótta og langvarandi kreppu.

"In the same boat
Published: August 11 2009 22:52 | Last updated: August 11 2009 22:52
When the Dutch and British governments clinched Iceland’s agreement to reimburse savers in Icesave, the now-defunct overseas branch of Landsbanki, they did not count on the ire of Icelandic voters. The deal, stuck in an Althingi committee, is unlikely to gain the Icelandic parliament’s approval.

All sides are playing hardball. Iceland’s government sees the deal as essential to repair Iceland’s links with the rest of the world. It worries that economic lifelines from Nordic neighbours and the International Monetary Fund will be undermined by the lack of an agreement with Holland and the UK – who refuse to budge.

The £3.3bn Reykjavik agreed to reimburse is a paltry sum for most countries, but it amounts to more than £10,000 for each citizen of the subarctic island. This economic burden – about half a year’s economic output – for compensating overseas savers is similar to the cost to the British government of tackling a UK recession less severe than Iceland’s.Some compare the plan to the Versailles treaty’s harsh demands of Germany. A better analogy is the 1982 Latin American debt crisis, in which even Chile, poster boy of Chicago School economics, saw the state take over a mountain of private debt. A decade of stagnation followed.

The same could be in store for Iceland.Would that benefit anyone? It would alienate the Icelandic people, already angered by Gordon Brown’s use of anti-terror laws to freeze Icelandic assets. Icelanders’ support for the recent application to join the European Union is rapidly cooling. The risk is an Iceland geopolitically adrift with its strategic location and important natural resources. Russia is no doubt paying attention: it was the first to offer Iceland economic assistance.

Moreover, there is a joint interest in bringing to light any murky dealings behind the bank collapse. A less confrontational relationship could foster collaboration on investigation – and recovery of assets – which Iceland does not have the resources to carry out alone.

There is plenty of blame to go around, beyond latter-day Viking raiders who built brittle financial empires. Icelandic voters repeatedly elected a government bent on unleashing financial liberalisation while letting regulators sleep on duty. But Dutch and UK authorities could have seen that Icesave’s high yields were only as safe as Iceland’s ability to cover deposits.

With more even burden-sharing for clearing up the mess, good neighbourliness may prove to bring more than its own reward.

Heimild: FT.com: http://www.ft.com/cms/s/0/bf7cbbae-86c0-11de-9e8e-00144feabdc0.html?nclick_check=1 "

 

Við þurfum að láta sjónarmið gagnkvæmrar sanngyrni njóta sín.

Þannig, styð ég ekki þá afstöðu, að neita að taka tillit til hagsmuna Breta og Hollendinga. Á hinn bóginn, er heldur ekki sanngjarnt af þeim, að taka ekkert tillit til okkar hagsmuna.

Að mínum dómi, hefur uppgjafar stefna ríkisstjórnarinnar verið röng. Ég hef alltaf verið sannfærður um, að góð rök væru fyrir að endursemja, eða alla tíð síðan sömu vikunni og Icesave frumvarpið var kynnt á Alþingi.

Í greinargerð með því, kemur það fram, að skuldir ríkisins með Icesave inniföldu verði mest, 1,25 VLF, ótrúlegt en satt. Í sömu vikunni, byrtust óvænt upplýsingar um að skuldir ríkisins væru 2,5 VLF ef reiknað væri með Icesave, og fulltrúi AGS staðfesti þá tölu.

Þá þegar, hefði ríkisstjórnin átt, að draga frumvarpið til baka, og kynna Bretum og Hollendingum, að forsendubrestur hefði orðið. Enda er munurinn á 1,25 VLG og 2,5 VLF ekkert smáræði, setur alla útreikninga um greiðslugetu í háa loft.

Meira hefði ekki átt að þurfa, en þessa einföldu staðreynd. Síðan, hefði það hreinlega verið órökrétt af Hollendingum og Bretum, að neita að taka upp samningana.

Skiljanlega, hefði getað verið nokkur tortryggni, frá mótaðilunum og þá hefði sá einfaldi mótleikur verið fær, að mæta með allt bókhaldið og hreinlega endurskoða það, ásamt fulltrúum hinna landanna, þar til allir aðilar væru orðnir sáttir um hver raunveruleg staða væri. Slíkt er oft gert, þegar bankar eru að díla við fyrirtæki sem eru í skuldavandræðum.

Það, að ríkisstjórnin, lét sem ekkert væri, þrátt fyrir að allar forsendur væru hrundar, er að mínu mati það helsta sem réttlætir að tala um svik og undirlægjuhátt.

 

Endursemjum um Icesave og síðan um aðrar skuldir

Ég hef með öðrum orðum, lengi verið þeirrar skoðunar nú, að endursemja eigi um Icesave,,,með það í forgrunni að þjóðin borgi einhverjar skaðabætur upp í tjónið, sem Bretar og Hollendingar urðu fyrir, en alls ekki krónu eða Evru meira, en hægt er að ráða við.

Síðan, á að endursemja um aðrar skuldir. Því, við skuldum allt of mikið, til að geta mögulega ráðið við það.

Ef, ekki gengur að endursemja, þá er ekkert annað eftir, en greiðsluþrot.

Greiðsluþrot er ekki dauði:

  • öll utanríkisviðskipti verða staðgreiðsluviðskipti.
  • þarf að taka upp skömmtun nauðsynjavara, þ.e. útbíta skömmtunarseðlum.
  • útflutningur heldur áfram að skila gjaldeyristekjum.
  • allar tekju ríkisins, sem eftir eru, fara í að viðhalda rekstri samfélagslega nauðsynlegra hluta.

Svo, ef allt fer á versta veg, er það samt ekki svo, að allt sé búið; að allt sé hrunið.

Eins og Argentína hefur gert allavegna tvisvar, getum við risið að  nýju.

Þetta er þ.s. gefur okkur samningsstöðu, að þ.e. raunverulegt val, að neita að borga. Svo, þ.e. mótaðilunum í hag, að taka tillit til okkar sjónarmiða. Það hefur því alla tíð verið kol-rangt, að ekki þíddi að semja upp á nýtt, að það væri ekki hægt, o.s.frv.

Þannig, að ef ekki tekst að fá fram sanngjarnan samning, þarf að neita að borga.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband