13.8.2009 | 10:48
Höfum skynsemina í fyrirrúmi!
Lee Bucheit, bandarískur sérfræðingur í skuldaskilum, hefur stungið upp á mjög áhugaverðum biðleik, í Iceave málinu. Þ.e. að samningurinn, verði lagður til hliðar. Að, strax í kjölfarið, sé haft samband við ríkisstjórnir Bretlands og Hollands, og útskýrt að Ísland sé ekki með þessari aðgerð, að hafna því að gera samninga, heldur séum við kominn á þá skoðun, að fyrst sé rétt að klára uppgjör Landsbanka Íslands hf, og fá þannig á hreint hvað fæst fyrir eignirnar. Síðan, þegar liggur fyrir hvað akkúrat standi eftir, þá sé rétti tíminn kominn, til að semja.
Kostir þessarar aðferðar
Eins og við öll vitum, og margoft hefur komið fram, veit ekki nokkur maður, hvað mun fást í raun fyrir eignir Landsbankans sáluga í Bretlandi. Nú, ef aftur á móti, samningum er slegið á frest, þar til þetta verður orðið ljóst, þá mun allt liggja fyrir. Einnig, mun verða ljóst, sem ekki er síðra áhættuatriði, hvort neyðarlögin koma til með að standa. En neyðarlögin, sem sett voru af ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar, tryggðu einmitt Tryggingasjóði innistæðueigenda, fyrsta veðrétt. Það, skiptir mjög miklu máli, hvort fyrsti veðréttur stendur eða fellur. Ef, aftur á móti, samningar einfaldlega bíða, þangað til allt þetta er orðið ljóst, þá mun einnig vera komið í ljós hvort upphæðin sem stendur eftir, er viðráðanleg eða ekki. Þessi lausn, er hrein snilld.
Veikleiki?
Alls ekki er víst, að Bretar og Hollendingar, samþykki þessa lausn. Þá, væri það einnig möguleiki, að semja að nýju, með óvissuna í bakgrunni. Versti möguleikinn, er náttúrulega, ef Bretar og Hollendingar kjósa að fara í hart. Því er engin leið að svara, með vissu. Eingöngu, er hægt að velta upp líkum. Ef Icesave samningnum hefur verið hafnað, eða verður hafnað. Hið augljósa svar, er að þá sé staðan einfaldlega aftur sama og áður en samningar hófust. Þá, sýnist manni að röksemdafærslan fyrir því að semja, sé óbreytt. Ískaldar staðreyndir máls, eru þær að það fjármagn sem fyrir hendi er í Tryggingasjóði innistæðueigenda, er langt frá því að duga fyrir 20.887 Evra lágmarkstryggingu til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Örsmæð sjóðsins, samanborið við skuld hans, er ástæða þess, að Bretar og Hollendingar, hafa krafist þess að Ísl. stjórnvöld tryggi þ.s. upp á vantar. Ef Alþingi, hafnar eða hefur hafnað, Icesave samningnum, er sú ábyrgð ekki orðin til með réttmætum hætti til að þjóðréttarleg skuldbinding hafi framkallast. Undirskrift ráðherra eins og sér, dugar ekki til þess. Þá er Icesave ábyrgð, ekki kominn fram skv. reglum þjóðarréttar, og staðan aftur orðin sú sama og áður. Það segir mér, að það þýði, að sama röksemdafærsla og áður, sé þá jafn nothæf og þá, þ.e. að Bretar og Hollendingar, eigi betri möguleika til að fullnægja kröfum sínum með samningum, en með nokkurri annarri hugsanlegri aðferð. Ergo - líkur þess, að Hollendingar og Bretar séu til í að semja, ættu því að vera meiri en minni, því þannig séu líkurnar bestar á því að þeirra stjórnvöld nái fram sem mestu upp í kröfur umbjóðenda sinna.
Alvarleg skuldastaða
Ég miða við útreikninga Gylfa Magnússonar, sjálfs - frá Morgunblaðs-grein sem birtist þann 1. júlí síðastliðinn, þ.s. hann fjallar um greiðslubyrði vegna Icesave, en uppgefnar forsendur eru; 75% fáist upp í Icesave sem skv. útreikningum ríkisstjórnarinnar sem koma fram í Greinargerð við Icesavefrumvarp eru 415 milljarðar. Aðrar forsendur eru, góð spá - aukning útflutningstekna um 4,4% á næstu árum, sem skilar niðurstöðu 4,1% af útflutningstekjum, en, vond spá - enginn vöxtur útflutningstekna, sem skilar greiðslubyrði sem hlutfall útflutningstekna 6,9%. En, samkvæmt umsögn Seðlabanka Íslands, eru skuldir ríkisins í erlendri minnt 1.159,5 milljarðar, þ.e. 0,81 VÞF. Ef reikningur Gylfa er notaður áfram, fæst 11,48% eða 19,32%. Ef tekið er mið af skuldum þjóðfélagsins í erlendri minnt, þ.e. 2.104 milljarðar eða 1,47 VLF, þá fæst 20,91% eða 35,2%. Ég bendi á, að þangað til eignasala getur farið fram, eftir einhver ár, eru þessar tölur rétt viðmið. Virði eigna, sem eiga að koma á móti til skuldalækkunar, er einfaldlega óvisst. Meðan, á verstu kreppunni stendur, munum við borga af brúttóupphæðunum.
Greiðslugeta
Til að skilja enn betur, hve alvarleg staðan er. Þá er best að benda á, að meðaltal viðskiptareiknings Íslands, síðan lýðveldið var stofnað, er mínus 2,2%. Aldrei nokkru sinni, hefur talan verið í plús um meira en milli 6 og 7%. Um einungis 6 af þessum árum, hefur hún verið í plús um meira en 3,3%. Icesave skuldin ein og sér, virðist á ystu mörkum greiðslugetu okkar. En, vandinn er ekki einungis Icesave, heldur allar hinar skuldirnar sem samanlagt eru miklu mun hærri en Icesave skuldin ein og sér. Svarið er einfalt, þ.e. er ekki nokkur séns, að hægt sé að framkalla nægan gjaldeyrisafgang, og það samfellt í áratug, til að standa undir - hvort sem er- skuldumríkisins eða skuldum þjófélagsins.
Svar
Þjóðin verður að leita nauðasamninga við lánadrottna sína, ekki bara vegna Icesave, heldur einnig vegna annarra skulda. Verum skynsöm, og brjótum odd af oflæti okkar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil. Ég verð að segja að mér finnst "the bottom line" vera eftirfarandi: Hvernig er hægt að semja um lán og greiðslur þeirra, hvað þá að taka á sig ábyrgð á stórum fjárhæðum án þess að negla fyrst niður tekju- og eignastöðu og greiðslugetu? Ég er alls enginn fjármálagúrú en svona séð út frá heilbrigðri skynsemi þá skilur maður bara alls ekki hvað þessi ríkisstjórn er að hugsa
Erla Einarsdóttir, 15.8.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.