28.7.2009 | 14:43
Hvernig förum við að því að borga erlendu skuldirnar?
Hægt er að auka innlendar tekjur ríkissjóðs beint, með hækkun skatta, og með því að auka hagvöxt.
- A) Galli, heimskreppan stórlega dregur úr möguleikum til framtíðar hagvaxtar. Einnig, bendir flest til, að um nokkurt árabil í kjölfar kreppu, verði hagvöxtur skaðaður bæði á Evrusvæðinu og í Bandaríkjunum, þó meira á Evrusvæðinu. Þetta þýðir á mannamáli, að möguleikar okkar til hagvaxtar verða einnig skertir, þ.s. við getum ekki þrifist ef hagkerfin í kringum okkur, eru ekki að þrífast.
- B) Annar galli, þ.s. ríkissjóður sjálfur hefur ekki útflutningstekjur, og við erum að tala um skuldir í erlendum gjaldeyri - verður að skipta krónutekjum í erlendan gjaldeyri. En það felur í sér þann galla, að mjög umtalsvert útstreymi af krónum er framkallað úr hagkerfinu. Annað hvort, dregur úr peningamagni í umferð, jafnt og þétt - sem væri mjög samdráttarmagnandi aðgerð - - en minna peningamagn, þýðir minna fjármagn úr að spila til að lána, og til allra hluta, einnig getur sú aðgerð orsakað verðhjöðnun - - eða að því er mætt með því að prenta krónur á móti. En, þá er verið að auka jafnt og þétt framboð af krónum, sem hefur þær afleiðingar að verðfella hana jafnt og þétt; og því meir sem þessari aðferð er beitt í meira mæli. Hætta, stjórnlaus óðaverðbólga.
Hin aðferðin er að framkalla afgang af gjaldeyrisjöfnuði, sem væri nægilegur til að borga af hinum erlendu lánum.
Kosturinn, við þá aðferð er sú, að verðgildi krónu fellur ekki. En, á hinn bóginn er nær ómögulegt, að viðhalda svo háum afgangi sem þarf, þ.e. á bilinu rúmlega 20% - rúmlega 30%.
- A)Hafa ber í huga að slæmar hagvaxtahorfur í nágrannalöndunum, draga stórlega úr möguleikum okkar, til að viðhalda nægilegum gjaldeyristekjum.
- B)Ísland, hefur aldrei í hagsögu landsins, haft jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð, yfir svo langt tímabil, sem þörf er á - þ.e. samfellt svo lengi.
- C)Ísland hefur heldur aldrei í hagsögu sinni, haft gjaldeyrisjöfnuð í þeim hæðum.
- D)Hagvöxtur, veldur alltaf neikvæðum gjaldeyrisjöfnuði á Íslandi. Til að skilja af hverju, þá er hægt að benda á t.d. byggingaframkvæmdir, en til þeirra þarf að flytja allt inn, nema steypuna og mölina. Þannig, auknar framkvæmdir í steypu auka viðskiptahalla. Sama, á við um fjölmarga aðra starfsemi, í landin - starfsemi, sem yfirleitt fer í aukana, í hagvaxtarástandi.
Ég átta mig ekki alveg á, hvernig á að leysa þennan vítahring, þ.s. hið vanalega er, að halli á gjaldeyrisjöfnuði, verður sífellt meiri eftir því sem hagvöxtur eykst og þörf er á miklum hagvexti. Gengi krónu yfirleitt styrkist einnig, í hagvaxtarástandi, sem hvetur til innflutnings.
Annaðhvort stefnum við á stjórnlausa óðaverðbólgu, sbr. Þýskaland 3. áratugarins sem þá var einnig að glíma við mjög hár gjaldeyrislán, eða að einfaldlega að íta skuldunum stöðugt á undan okkur. Sú leið, er einnig leið þjóðhagslegs gjaldþrots.
En, er ekki hægt að halda krónunni einfaldlega svo lágri, að þetta reddist?
Ef á að viðhalda einhvers konar viðvarandi lággengi krónu, eins og bent hefur verið á sem hugsanlega lausn, þá myndi það hafa mjög lamandi áhrif á alla innlenda starfsemi, og um leið skaða hagvöxt og einnig almennt atvinnustig. Þá erum við að tala um viðvarandi ástand, lágs hagvaxtar og lágs atvinnustigs, og um leið lélegra lífskjara. Menn meiga ekki gleyma, að ef lífskjör verða um langt árabil, mjög mikið skert, í því skyni að tryggja nægilegann gjaldeyrisafgang - aðferðin að tryggja hann með því að fólk hafi ekki efni á að flytja inn eða fjárfesta - þá má búast við fólksflótta úr landinu og stöðugu tapi hæfileikaríkra einstaklinga til útlanda.
Áttið ykkur á, að við erum að tala um 10 - 15 ár. Hver ykkar myndi ekki flytja úr landi, við slíka framtíðarsýn?
Athugið einnig, að þ.e. með engu móti augljóst, að með þeim hætti verði hægt að standa undir skuldum. Það er alveg eins líklegt, að þetta verði reynt um nokkurt árabil, en án þess að það takist að borga niður skuldasúpuna, þannig að hrun komi einfaldlega seinna.
Niðurstaða:
Við verðum að leita nauðasamninga við lánadrottna okkar. Ég get ekki séð annað, en það sé sennilega skásta leiðin að reyna að fá niðurfellingu skulda að hluta. Sannarlega, eru skuldunautar ekki áhugasamir um slíkt, en þ.e. betra fyrir þá að fá borgað minna heldur en ekkert. Skuldir okkar eru einfaldlega það háar að þjóðfélagslegur kostnaður Íslendinga, við það að streytast við að borga þær, verður einfaldlega of hár. Við getum staðið frammi fyrir alvarlegasta fólksflótta vanda úr landinu, síðan á árunum milli 1880 og 1890.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helduru ekki að þetta akkúrat hafi verið skoðað í fjármálaráðuneytinu? Þetta virðist trúverðugt hjá mér leikmanninum. Spurningin er svo þessi: Hverjir eru skattfærir? Reiknisdæmi Seðlabankans virðist ganga út á það að viðskiptajöfnuðurinn verði afar jákvæður.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 16:20
En, er trúverðug að einfaldlega að reikna með viðskiptajöfnuði, sem væri með þeim endemum að vera:
Ef menn, þurfa að gera ráð fyrir atburðarást sem er "unpresedented" til að reikningsdæmið gangi upp, þár eru menn klárlega komnir í vandræði með heila dæmið - segi ég.
Kv
Einar Björn Bjarnason, 28.7.2009 kl. 18:43
Er þessi framtíðarsýn miðuð við Ísland innan eða utan ESB??
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2009 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.