Þetta gengur ekki upp hjá Seðlabankanum

einar_bjorn_bjarnason-1_879672.jpgMikið af upplýsingum, hafa dúndrast yfir okkur, undanfarið. En, vandi hefur verið á, að þær hafa ekki verið sjálfar sér samkvæmar, þannig að örðugt hefur verið að átta sig á, hver er sannleikur máls.

Þetta, hefur einkum átt við svokallað Icesave samkomulag, og þá nánar tiltekið, til að svara spurningunni, hvort ríkissjóður geti yfirleitt staðið við það samkomulag; þ.e. hverjar skuldir ríkisins og þjóðarinnar, eru akkúrat?

Ég hef heyrt og séð, svo margar ólíkar útlistanir, á því hverjar þær skuldir eru, að það væri að æra óstöðugann, að telja það allt upp. 

En, nú er komið að nýjustu, og vonandi, loka-útgáfu, þeirrar sögu; þ.e. Umsögn Seðlabanka Íslands, um Icesave samkomulagið, sem inniheldur útlistanir, töflur og aðra útreikninga, sem eiga að staðfesta, að sannarlega sé hægt að standa við Icesve samkomulagið, án þess að það leiði til ríkisgjaldþrots.

 

Umsögn Seðlabanka Íslands

"Seðlabanki Íslands : Umsögn Seðlabanka Íslands, um Icesave samkomulag ríkisstjórnarinnar, við Breta og Hollendinga.

Samkæmt henni, getum við andað rólega, og vissulega mun vera hægt að standa við samkomulagið. 

"Alls nema eignir ríkissjóðs og Seðlabankans um 1,840 ma.kr. fyrir árið 2009 en skuldir nema 2,418 ma.kr. Hrein staða er því neikvæð um 580 ma.kr. eða sem nemur um 40% af VLF."

Svo mörg voru þau orð. Hér fyrir neðan, kemur tafla sem finna má einnig, ef hlekkurinn er opnaður. Allar tölur eru gefnar upp í milljörðum króna, og þetta ku vera staða þjóðarbúsins, í ár 2009.

 

Skuldir þjóðfélagsins, skv. Seðlabankanum

Erlendar eignir:                                   1.625    (1625/1.427 = 1,14 VÞF)
Icesave-eignir (75% endurheimtur)       376
Gjaldeyrisstaða í lok árs (reiknuð)          673
Aðrar erlendar eignir (FIH)                        81
Erl. eignir annarra aðila (lífeyrissjóða)    496

Augljós óvissa, er mikil í tengslum við Icesave eignirnar, sjálfar. Ekki, einungis það að óvissa sé um raunverulegt virði, heldur að auki að: ekki er víst að Tryggingasjóður innistæðueigenda muni halda fyrsta veðrétti, og einnig er óvíst að hvaða marki þessar eignir hafi verið veðsettar - en slík veð hafa þá hærri forgang. 

Síðan, er sannarlega mjög umdeilanlegt, að gera ráð fyrir að erlendar eignir lífeyrissjóða, séu notaðar með þessum hætti, þ.s. þær eru stjórnarskrárvarðar eignir lífeyrisþega, því ekki seljanlegar til að lækka skuldir þjóðfélagsins. Að mínu mati, skal einungis nota með þeim hætti, eignir sem raunverulega er hægt að leggja upp á móti skuldum.

Ef þær eignir eru dregnar frá, verður heildareign þjóðarinnar, 1.130 milljarðar.

1.130/1.427=0,8 - sem sagt, 0,8 Vergar þjóðarframleiðslur (VÞF)

 

Erlendar skuldir hins opinbera: 1.520
Icesave-skuld . 575
Erlendar skuldir vegna gjaldeyrisforða 584
Aðrar erlendar skuldir í erlendri mynt 59
Erlend skuld SÍ utan forða (ISK) 97
Aðrar ISK-skuldir hins opinbera 206

Mjög margar útgáfur, hafa komið fram, af skuldastöðu þjóðfélagsins. Hér, er enn ein. Þetta, er þó ekki heildar-skuldastaða, heldur einungis erlend skuldastaða.

1.520 / 1.427 = 1,07 VÞF  Erlend skuldastaða þjóðfélagsins, eins er þá rétt liðleg þjóðarframleiðsla, skv. mati Seðlabankans.

 

Opinber fyrirtæki og einkaaðilar: 1.312
þar af Forex-eignir útlendinga  886
þar af ISK-eignir útlendinga 426

Þessir liðir, standa fyrir skuldir ríkisins í formi 'krónubréfa og svokallaðra Forex bréfa, sem ríkið þarf að standa undir, þar til þau hafa verið borguð út. Persónulega, myndi ég reyndar telja þessi skuldabréf með öðrum skuldum þjóðfélagsins og ríkisins, fyrir ofan. 

Ef þ.e. gert verður erlend skuldastaða þjóðfélagsins rétt tæpar 2 þjóðarframleiðslur:

1.520 + 886 + 426 = 2.832   2.832 / 1.427 = 1,98 VÞF

 

Skuldir í erlendum gjaldeyri alls 2.104
Skuldir í ISK alls 728
Erlendar skuldir alls  2.832
Hrein skuld (umfram tilgr. eignir) 1.207

Fyrir ofan, kom fram 2.832 talan þ.e. cirka 2 VLF. Þar kemur einnig fram, að 2.104 milljarðar af þeirri upphæð sé í erlendum gjaldeyri en restin í krónum.

Síðan, er eignatalan, dregin frá. En, þ.s. ég var búinn að lækka þá tölu, þá er best að miða við þ.s. kemur út þegar ég dreg hina lækkuðu eignatölu frá:

2.832 - 1.130 = 1.702 milljarðar  1.702 / 1.427 = 1,19 VLF (Nettó-erlend-skuldastaða)

 

Skuldir Ríkisins, skv. Seðlabankanum

Eignir ríkisins 

Yfirtekin tryggingarbréf                            110,7

Viðskiptareikningar nettó                          73,3

Hlutafé, eignarhlutir og stofnfé               197,8

Icesave-eignir (75% endurheimtur)        376

Gjaldeyrisstaða SÍ                                  586,7

Aðrar erlendar eignir (FIH)                        80,7

Samtals innlent                                     767,7

Samtals erlent                                   1.043,4

Samtals                                              1.811,1

Það ber að taka fram, að margar af hinum erlendu eignum, eru eignir sem stendur til að koma í verð, eftir nokkur ár. Í dag, væri verðmæti margra þeirra, mun minna en upp er gefið þarna. Matið, er byggt á einhverjum líkindareikningi, og væntingum um framtíðar hagvöxt í þeim löndum sem eignirnar eru. Þetta, er því fremur stór óvissu þáttur, akkúrat hvert verðmæti þessara eigna mun reynast vera. Það má að sama skapi, setja spurningarmerki við innlendar eignir ríkisins, einkum þegar á í hlut eignarhlutir í fyrirtækjum sem hafa verið yfirteknir af ríkinu, í ljósi óvissunnar um stöðu efnahagsmála í framtíðinni.

 

 Skuldir ríkisins

Innlendar skuldir ríkissjóðs1                    471,2

Tapaðar veðlánakröfur SÍ                          297,5

Lántaka v. eiginfjárframlags til banka       385

Icesave-skuld                                           575

Erlendar skuldir vegna gjaldeyrisforða    584,5

Samtals innlent                                     1.153,7

þar af ISK eignir útlendinga                    302,0

Samtals erlent                                      1.159,5

Samtals í ma.kr.                                    2.313,2 / 1427 = 1,6 VÞF

Hrein staða ríkissjóðs og SÍ                   -502,1

 

Vert er að hafa í huga, óvissuna sem nefnd var að ofan, um endanlegt virði eigna. Einnig, að þessar eignir munu ekki um eitthver árabil vera selda, til að lækka skuldir ríkisins. Þannig, að hin tiltölulega lága nettó skuldatala ríkisins, getur orðið kolröng - annars vegar - og - hins vegar - er ríkið tilneytt til að bera byrðar af heildartölu skulda, fyrst um sinn og sennilega um eitthver árabil. Af því leiðir, að hafa verður í huga, greiðslugetu ríkisins af heildar tölu skulda, þ.s. á meðan versti hluti kreppunnar er að ganga yfir, sem nákvæmlega er einnig það tímabil, sem líklegast er að ríkið lendi í greiðslu vandræðum.

 

Væntingar um hagvöxt hérlendis

Þær eru greinilega verulegar. Á 9 árum, virðist skv. þessu þjóðarframleiðslan aukast um 62%. Það gerir meðaltal upp á 7% á ári, ef rétt er að deila einfaldlega með 9. Hagvöxtur af þessari stærðargráðu, finnst mér hljóma æði fjarstæðukenndur.

 

Eining: milljarðar kr.              2009   2010  2011  2012  2013  2014  2015  2016     2017  2018
Útfl utningur – innfl utningur  154     135    151    189    222    200    167    135       134    141
Hreinar vaxtat.  .                  -103    -105     -94   -100    -92     -87     -80     -75 -     90     -86
 í hlutf. af útfl .-innfl(%)      68,3   69,9    66    48,8   39     40,2  44,8   66,5   64,3  46,2
Afborgun af Icesave.                  0         0        0        0        0       0          0    -43      -43    -43
Lántaka og eignasala  .          195     272   -192     14   -135    -79      -71     -54     -49   - 50
Gjaldeyrisvarasj.,                    673     986    845    956    956   996  1.018    966    922    904
VLF (til viðmiðunar)               1.427  1.414 1.466 1.543 1.643 1.746 1.870 1.998 2.141 2.289

Ég vek athygli, á hinum feikn háu tölum yfir hlutfall útflutnings-tekna, sem fara í greiðslu vaxta og afborgana, þ.e. frá 40,2% upp í 69,9%. Mér, er hulin ráðgáta, hvernig menn geta án þess að blikna haldið því fram, að þvílíkt hlutfall útflutningstekna sé viðráðanleg stærð. Þetta hljómar eins og hvert annað grín, þegar haft er í huga, að þá er eftir að kaupa inn olíu og bensín, mat, lyf og allt annað hvað eina.

Menn þurfa, að skilja að erlend lán, eru borguð niður með afgangi af gjaldeyri. Seðlabankinn, gerir ráð fyrir háum gjaldeyrisafgang...

"Þarna er gert ráð fyrir mjög miklum afgangi í mjög langan tíma...Gert er ráð fyrir því að lágt raungengi leiði til þess að útflutningur verði umfram innflutning á spátímanum."

...sem náttúrulega hjálpar til, ef rétt reynist. Sama um, hinn mjög svo háa hagvöxt sem reiknað er með, sem forsendu.

En er þetta trúverðugt?

 

Hagvöxtur í Evrópu

Við erum svo heppin, að nýlega eru fram komnar hagspár, erlendar - sem geta ekki annað en skipt máli. Hér er um að ræða spá AGS fyrir hagvöxt í heiminum, og spá Framkvæmdastjórnar ESB um hagvöxt í Evrópu.

"Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "

 

Þ.s. menn þurfa að hafa í huga, að Ísland, er ekki eyland í skilningi alþjóða hagkerfisins, heldur hefur hringiða þess, alveg þráðbein áhrif á horfur hérlendis; sem allir urðu náttúrulega varir við þegar kreppan skall á landinu, allt í einu.

Punkturinn, er sá, að án þess að hagvöxtur fari af stað, í okkar helstu viðskiptalöndum, er erfitt að sjá að öflugur hagvöxtur geti átt sér stað hérlendis.

 

AGS: spáir samdrætti upp á  -4,8% á Evrusvæðinu á þessu ári, en -0,3% á næsta ári, 2010. Á sama tíma, hrynja Bandaríkin um -2,6% en fá hagvöxt á næsta ári, upp á +0,6%. Sama sagan, er um öll önnur svæði, í samanburði AGS, að kreppan endar í ár, og hagvöxtur hefst á næsta ári. Hægur hagvöxtur, en + er betra en - .

 

Framkvæmdastjórn ESB: Á sama tíma spáir "Directorate General for Economic Affairs" því að samdráttur á Evrusvæðinu verði 4% á þessu ári, en þ.s. mun verra er, að í kjölfar kreppunnar komi nokkur ár með sköðuðum hagvexti.

Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output

2007  1,8%                   8,7%                                       8,7%

2008  1,3%                  9,0%                                        9,0%

2009  0,7%                 9,7%                                         9,7%

2010  0,7%                10,2%                                        10,2%

 

Eins og sést á þessu, telur hún að meðal-geta hagkerfa Evrusvæðisins til hagvaxtar muni skaðast um ríflega 50% þ.e. niður í 0,7% á ári. Þetta tengist, fjölgun varanlegra atvinnulausra í 10,2% og einnig því, að kostnaður við að auka hagvöxt um 1% hækki í 10,2%. Með öðrum orðum, skilvirkni fjármagns til hagvaxtar minnki á sama tíma og fjöldi fólks fari varanlega af vinnumarkaði; sem dragi einnig úr skilvirkni hagkerfanna.

Þetta ástand, muni taka tíma að vinna úr; en afleiðingin verði að kreppan muni orsaka varanlegt tjón, þ.e. hreint tap í hagvexti sem aldrei muni skila sér til baka, en aftur á móti er reiknað með að getan til hagvaxtar muni skila sér til baka á endanum.

Tíndur áratugur muni þó verða staðreynd, að mestum líkindum.

Framkvæmdastjórnin, varar þó við, að þó hún á þessum tímapunkti telji líklegra en ekki, að hagkerfi Evrópu nái aftur þeirri hæfni til hagvaxtar, sem þau höfðu fyrir kreppu, þá sé það alveg hugsanleg að minnkun hæfni til hagvaxtar, muni reynast varanleg, þ.e.

"Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down."

 

Niðurstaða

Það verður að segjast, að í ljósi þess hve efnahags-horfur eru svakalega neikvæðar fyrir Evrópu, þá sé erfitt að sjá að nokkrar umtalsverðar líkur séu til þess, að hagspá Seðlabankans muni rætast.

Hafið í huga, að Evrópa tekur við nær 70% af okkar utanríkis-viðskiptum. Augljósa ályktunin af því, er sú að framvinda efnahagsmála í Evrópu spili að svipuðu marki rullu, hvað okkar efnahags-framvindu varðar. Með öðrum orðum, það geti einfaldlega ekki verið að Ísland muni hafa hagvöxt langt, lang yfir því sem reyndin muni vera í Evrópu.

Sannarlega, má vera að hagvöxtur verði eitthvað meiri hér, en einhver takmörk eru fyrir hvað munurinn þar á milli getur verið mikill. Enda eftir allt saman, getur léleg efnahags framvinda í Evrópu ekki annað, en skilað sér í lægri verðum fyrir útflutningsvörur þ.e. minni útflutningstekjum.

Það eru að sjálfsögðu, mjög slæm tíðindi, fyrir þær áætlanir sem Seðlabankinn miðar við um að standa undir skuldum. En fyrir þeim þarf útflutningstekjur.

Seðlabankinn, tönnslast frekar mikið með greiðslu-hlutfall af VLF (vergri landsframleiðslu), en þ.e. villandi stærð, því við borgum ekki erlend lán með landsframleiðslu, heldur gjaldeyris-afgangi. Þannig, hjálpa innlendar skattahækkanir, ekki með neinum beinum hætti, þ.s. þær kapa ekki gjaldeyri.

Mín niðurstaða, er að greiðsluvandi, sem hlutfall útflutningstekna, sé alltof hátt til að vera viðráðanlegt.

 

Kv. Einar Björn Bjarnason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fólk er að fara á hausinn í hrönnum út af myntkörfulánum, og svo ætlar ríkisstjórnin að taka stórasta myntkörfuláni í heimi: IceSave. Þetta kallast að slökkva eldinn með því að hella á hann bensíni!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nægjanlega vitlega framzett fyrir einn ztæffó mann til að zkilja, takk fyrir það.

Steingrímur Helgason, 17.7.2009 kl. 02:44

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Takk fyrir mjög góða og greinandi úttekt á "ráðgjöf" Seðlabankans,

En eins og þú sýnir réttilega fram á þá er þetta "hvað ef" röksemdarfærsla.

Þú gefur þér einhverja vissa staðreynd sem þú segir rétta, en því aðeins ef eitthvað annað gerist.  Og ef þetta annað er rangt eða óframkvæmanlegt, þá liggur það í rökhugsuninni að það sem þú segir staðreynd, er það ekki því "hvað ef" er rangt.

Seðlabankinn gefur sér forsendur sem standast ekki.  Rökstuðningur hans er gallaður, skuldastaðan vanmetin (sjá til dæmis góða bloggfærslu eftir Marínó) o.s.frv.

Af hverju gerir Seðlabankinn slíkt?? Hvernig er hægt að koma andstöðu sinni og áhyggjum til skila, ef boðvaldið, yfirmenn þínir krefjast skilyrðislausa jákvæðni???

Þú segir þá niðurstöðu sem boðvaldið vill en rökstyður hana þannig að öllum má ljóst vera að þú meinir hið gagnstæða.  Og svo ég dragi þetta saman.

Seðlabankinn eða starfsmenn hans telja það óframkvæmanlegt fyrir þjóðarbúið að standa undir ICEsave skuldbindingunum.   Flóknara er það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.7.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 186
  • Frá upphafi: 858772

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 146
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband