Áhugaverð leið, hjá þingmönnum Borgarahreyfingarinnar!

einar_bjorn_bjarnason-1_879337.jpgPersónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa nú komið fram með, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.

Flóknara er það ekki.

Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.

Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.

Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.

Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.

Hvað vilja menn gera?

Er, innganga í ESB, svo stórt mál, að það einfaldlega verði að gangast undir Icesave?

Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum. Spá AGS, gerir ekki ráð fyrir neinum hagvexti í ESB, á næsta ári. Spá, Framkvæmdastjórnarinnar, beinlínis spáir því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði skaðaður í kjölfar kreppunnar, um 50%, og síðan, muni það taka nokkur ár fyrir það ástand að lagast, sbr "lost decade scenario":

"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "

Lesið þessar skýrslur.

 

Kv. Einar Björn Bjarnason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil óska þér, Einar Björn Bjarnason, til hamingju með það að vera að missa þig í copy-paste orgíu hérna á moggablogginu. Alltaf gaman að því.

Þú ert búinn að sanna þig sem meistara Ctrl-C Ctrl-V!

Karma (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Lena Valdimarsdóttir

Sæll,

Þetta innlegg hefur ekkert með ESB eða Icesave að gera og ég biðst velvirðingar á því. Ég hefði nú bara sent e-mail ef ég hefði fundið netfang hér á síðunni.

Málið er nefnilega það að ég datt inn á þetta blogg út frá frétt um Icesave. Þú ert augljóslega bæði vel menntaður maður og vel lesinn. Hins vegar hefurðu afar sérstakan ritstíl sem einkennist af óheyrilegum fjölda af kommum á hinum undarlegustu stöðum. Þú ættir e.t.v. að athuga þetta aðeins því þessi kommusplæsing gerir annars góðan texta mjög klunnalegan aflesturs. Það er ágætis regla að lesa texta upphátt og stoppa í eina sekúndu við hverja kommu til að athuga hvort hún passi inn í textann. Einnig er hægt að nálgast reglur um kommusetningu í málfræðibókum.

Með kveðju,

Lena

Lena Valdimarsdóttir, 15.7.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 827
  • Frá upphafi: 858754

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 748
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband