11.7.2009 | 01:14
Framtíð hagvaxtar í Evrópu
Glæný hagspá er kominn frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en einnig Alþjóða Gjaldeyris-Sjóðnum.
"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report"
"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "
Fyrst, spá Alþjóða Gjaldeyris-sjóðsins:
Eins og sést af tölunum, inni í bláa rammanum, þá er AGS (IMF) búið að lækka hagspá sína fyrir Evrópu. Núnar, er spáin, að kreppan á Evru svæðinu, nái ekki botni, fyrr en á næsta ári. Með öðrum orðum, enginn hagvöxtur á næsta ári, eins og áður var spáð. Í öðrum samanburðarlöndum eða svæðum, virðist kreppan hafa náð botni í ár, og er spáðin að hagvöxtur hefjist á næsta ári.
Útkoman virðist vera svo, að ekkert svæði í öllum heiminum, komi ver út, af þeim sem eru í samanburðinum, heldur en Evrusvæðið. Ég er hér, ekki með nein sérstök svör um 'af hverju' - einungis að benda, á hver rás atburða virðist vera.
Sannarlega, er útkoman mismunandi, fyrir einstök ríki Evrusvæðisins - Frakkland, virðist vera t.d. undantekning, og skv. spá AGS hefst hagvöxtur þar á ný, þegar á næsta ári. En, meðaltónninn, er klárlega, samdráttur einnig á næsta ári, þó minni en á þessu. Hagvöxtur, hefst því ekki, að meðaltali á Evrusvæðinu fyrr en 2011.
Spá Hagfræðisviðs-Framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins:
Samkvæmt þessari spá, eru afleiðingar heimskreppunnar, á Evrópu, miklu mun alvarlegri, en ég hélt; en taldi ég þó þær alvarlegar fyrir.
Eins og sést, á spánni fyrir restina af árinu, er gert ráð fyrir að meðal samdráttur fyrir sameiginlegt hagkerfi ESB, verði 4%, á þessu ári. Ljóst er af tölunum, að Evrópa, er í bullandi kreppu þetta árið.
p. 10 2009 2010
GDP -4.0 -0,1
Private consumption -0,8 -0,3
Government consumption -4,2
Gross fixed capital formation -8,1
Exports of goods and services -13,5
Imports of goods and services -10,5
Samkvæmt skýrslunni, hefur heldur dregið úr bankakrísunni, sem hratt kreppunni af stað, og kreppan í dag, sé nú að stærstum hluta samdráttur hagkerfanna sjálfra, sem sé afleiðing tjónsins, á hagkerfunum sem bankakreppan orsakaði. Bankarnir, séu þó enn í mjög viðkvæmri stöðu, einkum hvað varðar hátt hlutfall af slæmum lánum, sem mun þurfa að afskrifa.
"Overall, the most acute phase of the crisis in the banking sector has now receded, but the situation remains fragile. Euro-area banks are still highly leveraged and persistent concerns about the quality of their assets have fuelled fears about the overall health of their balance sheets. Additional problems for banks have emerged as the financial crisis has extended to the real economy. The operating environment for banks is likely to remain challenging, in particular in respect of credit losses linked to their loan portfolios."
Áhugavert, er að skoða kostnað stjórnvalda, af endurreisn banka, í samanburði milli landa innan ESB, sem hlutfall af Vergri Þjóðarframleiðslu (VÞF).
Austria 32,8
Belgium 79,2
Cyprus 0
Germany 23,2
Greece 11,4
Spain 12,1
Finland 27,7
France 18,1
Ireland 230,3
Italy 1,3
Luxemburgh 19,3
Malta 0
Netherlands 52,2
Portugal 12,5
Slovenia 32,8
Slovakia 0
Euro Area 24,6
EU 27 30,5%
Hallarekstur og skuldaaukning
Kreppan í Evópusambandinu, hefur valdið mikilli aukningu á hallarekstri ríkissjóða meðlima landanna, og mun skuldaaukning af þessa völdum, á komandi árum, bætast ofan á þá skuldaaukningu sem orsakaðist ef fjáraustri til að bjarga bönkunum. Forvitnilegt, er að skoða yfirlit yfir halla af ríkissrekstri, hjá meðlimalöndum ESB, sem hlutfall af landsframleiðslu, áætlun fyrir árin 2009 og 2010.
2009 2010
Belgium -4.5 -6.1
Denmark -3.9 -5.9
Ireland -12.0 -15.6
EL -5.1 -5.7
Spain -8.6 -9.8
France -6.6 -7.0
Italy -4.5 -4.8
Cyprus -1.9 -2.6
Luxemburgh -1.5 -2.8
Malta -3.6 -3.2
Netherlands -3.4 -6.1
Austria -4.2 -5.3
Portugal -6.5 -6.7
Slovenia -5.5 -6.5
Slovakia -4.7 -5.4
Finland -0.8 -2.9
Euro Area -5.3 -6.5
Næst, er forvitnilegt, að bera saman, spá um skulda-aukningu, á þessu ári og hið næsta, sem hlutfall af VLF.
2008 2009 2010
Belgium 89.6 95.7 100.9
Denmark 65.9 73.4 78.7
Ireland 43.2 61.2 79.7
EL 97.6 103.4 108.0
Spain 39.5 50.8 62.3
France 68.0 79.7 86.0
Italy 105.8 113.0 116.1
Cyprus 49.1 47.5 47.9
Luxemburgh 14.7 16.0 16.4
Malta 64.1 67.0 68.9
Netherlands 58.2 57.0 63.1
Austria 62.5 70.4 75.2
Portugal 66.4 75.4 81.5
Slovenia 22.8 29.3 34.9
Slovakia 27.6 32.2 36.3
Finland 33.4 39.7 45.7
Euro Area 69.3 77.7 83.8
Verða afleiðingar kreppunnar, varanlegar?
Samkvæmt rannsóknum á kreppum, þá hefur kreppa sem byrjar sem fjármálakreppa alvarlegri afleiðingar, en kreppur af öðrum rótum: "Financial crises are deeper and last longer than other recessions and they tend to have a permanent negative effect on the level of output."
Kreppan er talin munu orsaka, að það muni draga úr hæfni hagkerfa Evrópu til hagvaxtar (growth potential) vegna aukningar á fjölda varanlega atvinnulausra og vegna þess, að fjármagn muni ekki skila sér til hagvaxtar með eins skilvirkum hætti og áður.
Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output
2007 1,8% 8,7% 8,7%
2008 1,3% 9,0% 9,0%
2009 0,7% 9,7% 9,7%
2010 0,7% 10,2% 10,2%
Helmingun, hæfni hagkerfanna, til að vaxa - jafnvel þó hún sé einungis tímabundin, er að sjálfsögðu alvarlegur hlutur. Það sem þetta þýðir, að þó svo að kreppan taki enda, þá muni fylgja henni, nokkur ár í viðbót þ.s. hagvöxtur verður skaðaður, þ.e. minni en hann var fyrir kreppu.
Líklegast er talið "A sharp drop in potential growth in the short term followed by a slow return to pre-crisis potential growth". Með öðrum orðum, að hagkerfi Evrópu, muni ná sér á endanum, af afleiðingum kreppunnar, þó það muni taka nokkur extra ár, eftir að hinni eiginlegu kreppu líkur.
Niðustaða, Framkvæmdastjórnarinnar, er þó að skaðinn verði varanlegur, í þeim skilningi, að hagkerfi Evrópu muni aldrei ná þeim stað, þ.e. ríkidæmi, sem þau hefðu náð, ef kreppan hefði aldrei orðið.
Framkvæmdastjórnin, varar þó við, að þó hún á þessum tímapunkti telji líklegra en ekki, að hagkerfi Evrópu nái aftur þeirri hæfni til hagvaxtar, sem þau höfðu fyrir kreppu, þá sé það alveg hugsanleg að minnkun hæfni til hagvaxtar, muni reynast varanleg, þ.e. "Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down." Á þessum tímapunkti, sé það einfaldlega ekki vitað, hvor útkoman verði reyndin.
Áhrif óhagstæðrar mannfjöldaþróunar
Eins og margir vita, þá stefnir í fólksfækkun í flestum löndum Evrópu, þ.s. konur eignast færri börn en þarf til, að halda fólksfjölda í horfinu. Afleiðing þessa, er smám saman að verða sú, að það fækkar í þeim aldurshópum sem eru að koma nýir inn á vinnumarkaðinn. Á sama tíma, smám saman eldist restin af fólkinu. Það kemur síðan að því, að þeir sem ekki eru á vinnandi aldir, þ.e. annaðhvort of ungir eða og gamlir til að vinna, verða fleiri en þeir sem í dag, er á vinnandi aldri. Ein afleiðingin, er sú, að það dregur úr hæfni hagkerfanna smám saman, til hagvaxtar.
"The projections show a significant reduction in the population aged 15-64 (from 2010 - 2060) and an increase in the number of elderly persons aged 65 or more leading to a doubling of the old-age dependency ratio in the euro area" - "The largest increase is expected to occur during the period 2015-40. This means that the euro area would move from having 4 persons of working-age for every person aged over 65 to a ratio of only 2 to 1. When adding the number of children to the calculation, the ratio of dependent to active is projected to rise by about 50%."
Afleiðingin, verður ekki eingöngu, að hæfni hagkerfanna til hagvaxtar minnkar, heldur gerist það einnig að kostnaður af því að halda uppi fólki, sem ekki er vinnandi, cirka tvöfaldast.
"Even without incorporating the potential negative impact of the current economic crisis, the annual average potential GDP growth rate in the euro area is projected to fall from 2.2% in the period 2007-2020, to 1.5% in the period 2021-2030 and to a meagre 1.3% in the period 2041-2060."
Aukinn kostnaður, af uppihaldi þeirra sem ekki eru vinnandi, ásamt því að hæfni hagkerfanna til hagvaxtar minnkar, gerir það að verkum að mjög erfitt verður fyrir ríkin - ef þau á sama tíma, þurfa einnig að standa undir verulegri skuldabyrði. Ríkin eru í dag, rekin með verulegum halla, og þau skulda núna, af völdum kreppunnar mörg hver umtalsvert, og framtíðin virðist bera í skauti sér, fátt annað en auknar byrðar og einnig aukinn kostnað; á sama tíma og tekjur skreppa saman. Rekstru ríkjanna, á því greinilega eftir að verða mjög snúinn.
Víxlverkun kreppunnar við fólksfjöldaþróun
Þrem möguleikum er velt upp:
- "permanent shock"
- "lost decade",
- "rebound"
Í 'rebound' þá kemur hagkerfið sterkt inn, í kjölfar kreppunnar, og nær að vinna upp tapið af kreppunni að fullu á stuttum tíma.
Í 'lost decate' þá tekur það hagkerfið nokkur ár að aflokinni kreppu, að ná sér á ný, þarf að takast á við nokkur ár þ.s. hagvöxtur er tiltölulega hægur, en nær síðan aftur fyrri hæfni til hagvaxtar. En afleiðing þess, er að ekki næst að vinna upp tapaðann hagvöxt af völdum kreppunnar.
Í 'permanent shock' þá nær hagkerfið sér aldrei almennilega á strik aftur, og lækkun getu hagkerfisins til hagvaxtar verður varanleg.
2010 2015 2020 2040 2060
Rebound -3 -5 0 0 0
Lost decade -3 -7 -8 -8 -8 Permanent shock -3 -7 -10 -14 -18
Einungis 'rebound' mun ekki skaða getu ríkjanna, til að fást við kostnaðar-auka, af völdum fólksfjöldaþróunar. Í 'lost decade' verður skaðinn, einungis af töpuðu árunum. En, í 'permanent shock' muni bilið jafnt og þétt breikka, í samanburði við aðstæður ef kreppan hefði aldrei orðið.
Þeir, af þessum sökum, leggja áherslu á:
"(i) reducing debt at a fast pace;
(ii) raising employment rates and productivity; and
(iii) reforming pension, healthcare and long-term care systems. "
Þeir eru, með öðrum orðum, að reyna að hvetja ríkisstjórnirnar til dáða. Eins og áður er fram komið, er 'lost decade' talin líklegasta útkoman, eins og málum er háttað í dag.
Ef svo verður, þá enda slæmu árin mjög óþægilega nærri þeim tíma, þegar reiknað hefur verið út fyrir löngu, að geta þjóðanna til hagvaxtar, fer að skreppa saman, af völdum fólksfjölda-þróunar, þ.e. eftir 2020; þ.s. í dag, er eftir allt saman, 2009 og ljóst er orðið, að hagvöxtur mun ekki hefjast að meðaltali á Evrusvæðinu fyrr en 2010. Þannig, ef það er svo 'lost decade' þaðan í frá. Ég, held að málið sé alveg krystal klárt.
Niðurstaða
Ríki Evrópu, eru þegar í dag, komin óþægilega nærri þeim tíma, þegar hagvöxtur í ríkjum Evru svæðisins, mun byrja að skreppa saman, af völdum fólksfjölda-þróunar; þ.e. eftir 2020. Kreppan nú, getur því vart komið á verri tíma.
Glataður hagvöxtur, af völdum kreppunnar, og einnig, auknar skuldir; geta ekki annað, en gert ríkjum Evrusvæðisins, enn erfiðara en áður var búist við, að aðlaga sig þeim breytingum sem munu óhjákvæmilega eiga sér stað.
Hætta, er veruleg, að kreppan muni, leiða löndin út í sund vaxandi skulda og vaxandi efnahagslegs vanmáttar, sem engin auðveld leið verður út úr.
Þetta skiptir okkur miklu máli, einnig; þ.s. nú um þessar mundir stefnir í að teknar verði mikilvægar ákvarðanir, þ.e. um aðild að ESB eða ekki.
Ljóst verður að teljast, að sú slæma þróun, sem talin er líklegust og einnig, sú verri sem talin er mjög möguleg; getur ekki annað en gert, aðild að Evrusvæðinu, minna áhugavert fyrir okkur, en áður var talið.
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2009 kl. 21:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.