Höfnum núverandi Iceave samningi, en bjóðum nýja, með sannleikann að vopni!

einar_bjorn_bjarnason-1_875653.jpgMiklar deilur eru uppi, um hvort við Íslendingar, getum staðið við svokallað Icesave samkomulag. Nýlega framkomnar upplýsingar, staðfestar af fulltrúa AGS hérlendis, Franek Rozwadowski, þess efnis að skuldir ríkisins, séu orðnar 2,51 þjóðarframleiðslur - í stað 1,25 þjóðarframleiðslna, eins og haldið er fram, í greinargerð með Icesave frumvarpi ríkisstjórnarinnar - kasta óneitanlega rýrð, á fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um greiðslugetu Íslands, og Íslendinga.

 

Áætlanir ríkisstjórnarinnar í háalofti

Ekki held ég, að ástæða sé til, að draga í efa sannleiksgildi þess, að skuldir ríkisins, standi nú í 2,51 þjóðarframleiðslum. Ef, eins og allt bendir til, áætlanir ríkisstjórnarinnar, um greiðslugetu ríkisins, þar á meðal, um hvort hægt sé að standa við Icesave samkomulagið; miðuðust við áætlaða skuldastöðu upp á 1,25 þjóðarframleiðslur, þá er ljóst að forsendur, sem ríkisstjórnin gaf sér, þegar samkomulagið var undirritað, standast ekki. Þetta, hlýtur að vera öllum ljóst - enda er himinn og haf, á milli 1,25 / 2,51 þegar viðmiðið er þjóðarframleiðsla. Stóra spurningin, í því samhengi, er þá; hvernig í ósköpunum stendur á, að áætlanir um skuldastöðu ríkisins, voru svo frámunalega, ónákvæmar, að það geti virkilega munað nær tvöfalt? Það er eitthvað, alvarlegt að því, hvernig ríkisreikningar eru unnir.

 

Greiðslubyrðin óviðráðanleg

Gylfi Magnússon, í Morgunblaðinu 1. júlí 2009, gaf sér eftirfarandi forsendur; að útflutningstekjur vaxi um 4,2% á ári, verði 7,5 millj. Evra eftir 7 ár, eignir gangi 75% upp í Icesave skuld - niðurstaða, meðalgreiðslubyrði af Icesave 4,1% af útflutningstekjum. En, hún yrði 6,9%, ef vöxtur útflutningstekna, verði enginn. Athugið, að skv. þessu viðmiði; þá er þetta greiðslubyrði af 415 milljörðum króna á núvirði en í erlendri mynnt, sem er sú upphæð sem ríkisstjórnin miðar við að verði eftir, ef 75% fæst upp í höfuðstól og ergo sú upphæð sem Gylfi miðar við. Þetta er vert að hafa í huga, því skv. eigin áætlunum ríkisstjórnarinnar, þá verða erlendar skuldir ríkisins 1,198 millarðar ef miðað er við að 415 milljarðar verði eftir af Icesave skuld, eftir 7 ár. Þannig, að greiðslubyrðin er meira en tvöföld, í reynd - svo fremi, sem tölur ríkisstjórnarinnar um erlenda skuldastöðu, eru réttar sem má að sjálfsögðu draga í efa. Síðan, getur að sjálfsögðu, lent á Íslandi, miklu stærri upphæð en 415 milljarðar. En, ástandið er miklu mun svartara en þetta. Samkvæmt útreikningum Seðlabanka Íslands, um nettó erlenda skuldastöðu þjóðfélagsins alls, eru nettó erlendar skuldir þjóðarinnar samtals 4,580 milljarðar eða 3,5 þjóðarframleiðslur. Sú upphæð 11 sinnum hærri, en 415 milljarðar; þannig að heildarskuldabyrði þjóðfélagsins alls í erlendum gjaldeyri, er þá einnig 11 sinnum hærri. Fyrir allt þetta, þarf að borga, af útflutningstekjum landsmanna; þ.e. ekki þjóðarframleiðslu. Þessar upphæðir, eru langt fyrir ofan þau mörk, sem hugsanlegur afgangur af útflutningstekjum getur verið, ef miðað er við eðlilegan lágmarksinnflutning.

 

Semjum aftur

Því er haldið fram, að ef við segjum 'Nei' við núverandi Icesave samkomulagi, þá muni enginn vilja tala við okkur, öllum dyrum verði skellt í lás og lokað á útflutning okkar. Þjóðin komist á vonarvöl, Ísland verði Kúpa norðursins. En, þessar þjóðir, koma ekki svo ílla fram, við meira að segja hr. Mugabe, alræmdan forseta Zimbabve. Hvers vegna, ættu þær að koma þá verr fram við okkur, sem erum bandalagsþjóð þeirra, með viðurkennt lýðræðisfyrirkomulag, og viðskiptasambönd sem hafa staðið í árhundruð. Nei, þessar fullyrðingar, standast ekki nokkra skoðun. Hvergi, nokkurs staðar, hefur komið fram hin minnsta sönnun þess, að þetta sé eitthvað annað en dylgjur og hræðsluáróður. Við höfum alveg, fullgild málefnaleg rök fyrir að þessi tiltekni samningur, sé okkur óviðráðanlegur.

 

Hvernig eigum við að fara að?

Sannleikurinn er sagna bestur. Eftir að fulltrúar okkar, hafa orðið margsaga, er viss tortryggni eðlileg. Mætum með allt bókhald ríkisins, ef þörf er á. Nægar sannanir þess, að skuldastaðan sé 2,51 en ekki 1,25. En, augljóslega, hefur sú staðreynd - sem nú er komin fram - að samningamenn Íslands hafa haft röng viðmið um skuldastöðu Íslands, þegar þeir voru að semja við mótaðilana, stórlega skaðað samningsaðstöðu Íslands. Enda, þegar ríkisstjórnin trekk í trekk, segir eftirfarandi „Í þessum samanburði (stöðu annarra Evrópuþjóða) er skuldastaða ríkissjóðs vel viðunandi...sker ríkissjóður Íslands sig ekki sérstaklega úr þegar kemur að skuld hans sem hlutfalli af VLF“ þá augljóslega dregur það úr samúð mótaðilanna með Íslendingum, þegar þ.e. básúnað trekk í trekk, að staða okkar sé eiginlega, þrátt fyrir allt, ekki að ráði verri en staða þeirra. Ég held, að allir ættu að geta skilið þennan punkt. Með, sannleikann að vopni, er hið minnsta, smá séns, að við getum fengið fram samúð þeirra, hluttekningu. En, algerlega engin, ef við höldum áfram þeirri vitleysu, að básúna staðlausa stafi. Með sannleikann að vopni, er ég bjartsýnn á, að raunverulega hægt verði að taka samninga upp á ný!

 

Kv, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.1.): 63
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 857990

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 200
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband