Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?

einar_bjorn_bjarnason-1_867787.jpgHefðbundinn viðskiptasamningur

Já, Icesave samningurinn, er venjulegur viðskiptasamningur. Í heimi alþjóðlegra viðskipta, eru öryggis ákvæði svipuð og í Icesave samningnum, sbr. "12. Atburðir sem heimila riftun," eðlileg. Í samningum milli t.d. einkabanka og einkafyrirtækis, eru allar eignir þess aðila, sem er að semja um lán, undir. Í því samhengi er eðlilegt, að vanhöld á greiðslum geti endað með gjaldþroti, yfirtöku eigna og sölu þeirra upp í skuldir. Munum, að þegar breska ríkisstjórnin, beitti ákvæðum hryðjuverkalaga, á eignir Kaupþingsbanka, sem þá var enn starfandi; þá voru öryggisákvæði lánasamninga KB banka sett í gang, mörg stór lán gjaldfelld, og síðasti starfandi stóri banki landsmanna, kominn í þrot. En, Ísland er ekki fyrirtæki.

Samingurinn við: Holland

Samningurinn við: Bretland

 

12.1.5. Gjaldfellingar annarra lána (Icesave - samningurinn við Bretland)

Í heimi viðskipta, er sjálfsagt mál, að gera ráð fyrir, að ef fyrirtæki kemst í greiðsluerfiðleika, vegna annarra óskyldra lána, þá geti það skaðað hagsmuni annarra kröfuhafa. Sú venja hefur því skapast, að setja inn ákvæði þ.s. gjaldfelling lána er heimil, ef fyrirséð er að önnur greiðsluvandræði, séu líkleg til að skaða almennt séð greiðslugetu þess aðila sem tók lánið. En, þegar um er að ræða samninga milli ríkisstjórna sjálfstæðra ríkja, er ekki endilega sjálfsagður hlutur, að láta þetta virka svona. Það er einfaldlega eitt af samningsatriðum, milli slíkra gerenda, hvort - annars vegar - samningur á að fylgja hefðbundnu mynstri viðskiptsamninga eða - hins vegar - hve nákvæmlega er fylgt hefðum og venjum markaðslegra viðskiptasamninga. Ég þarf varla að taka fram, að fyrir Ísland, er þetta ákvæði stórvarasamt, þ.s. líkur þess að Ísland lendi í greiðsluvandræðum með önnur lán, eru alls ekki óverulegar eða litlar, í því hrunástandi sem nú ríkir. Áhættusamt.

17. Lög og lögsaga (Icesave - samningurinn við Bretland)

Bresk lög og lögsaga mun gilda, um öll vafamál, sem upp kunna að koma í tengslum við Icesave samninginn. Hollendingar, hafa þó rétt til að leita til annarra dómstóla en breskra, en ekki Íslendingar. Hið fyrsta, er alveg rétt eins og talsmenn ríkisstjórnarinnar segja, að í hefðbundnum viðskipta samningum, sé það eðlilegt, að lög þess lands sem sá aðili er veitir lánið starfar, gildi þá um það lán. Athugið, að þessi háttur er einnig eðlilegur, í því tilviki þegar íslenska ríkið er að taka lán, af einkabanka sem starfar í viðkomandi landi. Ísland, hefur gert fjölmarga slíka samninga. En, aftur á móti, þegar um er að ræða samninga á milli ríkisstjórna, þá er þessi háttur ekkert endilega sjálfsagður. Holland, Bretland eru ekki einka-bankar, og Ísland er ekki fyrirtæki; og aðilar þurfa ekki að hafa hlutina með þessum hætti frekar en þeir vilja. Ríkisstjórnirnar, hefðu t.d. alveg eins getað samþykkt sín á milli, að úrskurðar aðili væri EES dómstóllinn og hann hefði lögsögu, þ.s. Evrópusambandið allt telst vera meðlimur að EES og Ísland er það einnig. Einnig, hefðu þjóðirnar, getað haft það samkomulag, sín á milli, að samningurinn skyldi taka mið af hefðum og reglum um þjóðarrétt; sem setur því umtalsverðar skorður hve hart má ganga gegn hagsmunum þjóða, í samningum. Nei, ekkert af þessu varð ofan á; Bretland og Holland, heimtuðu að reglur um viðskipta samninga skv. breskum regluhefðum, skildu gilda, og samninganefnd Íslands, einfaldlega sagði "". Með þessu verður ofan á sú leið, sem er varasömust fyrir hagsmuni Íslands og Íslendinga.

18. Friðhelgi og fullveldi  (Icesave - samningurinn við Bretland)

Það má vel vera, eins og ríkisstjórnin heldur fram, að eftirgjöf sú á friðhelgi og fullveldisrétti, sem ákvæði í 18. hluta Icesave samningsins kveða á um, eigi einungis við „í lögsögu annarra ríkja“ og að slík eftirgjöf sé venjuleg og einnig hefðbundin; svo dómstólar geti fjallað um deilumál og úrskurðað. Einnig má vera að þetta eigi ekki við eignir hérlendis, sem séu innan íslenskrar löghelgi.

17.3 Waiver of sovereign immunity
Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any
process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or
remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its
property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or
judgment. lf either the Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets

Hvergi er þó í texta Icesave samningsins beinum orðum, kveðið á að „friðhelgis- og fullveldis afsalið“ eigi einungis við eignir undir erlendri löghelgi, né kemur fram nokkur takmörkun um hvaða eignir getur verið að ræða; nema að fara verði eftir lögum þeirrar lögsögu þ.s. verið er að sækja málið. Er ríkisstjórnin, virkilega að treysta því, að hinir aðilarnir setji sömu merkingu í þessi ákvæði og hún gerir, án þess að sá skilningur komi skýrt fram í orðalagi? Er þetta dæmi um trúgirni eða barnaskap?

Af hverju er ekki skilgreint nánar, hvað átt er við, og hvað ekki? 

 

Aðrar spurningar

A) Með affrystingu Icesave eigna, má búast við að aðrir kröfuhafar reyni að nálgast þær með því að hnekkja „Neyðarlögunum.“ Ef þeim verður hnekkt, missir „Tryggingasjóður innistæðueigenda“ núverandi forgangsrétt, þannig að þá þarf hann að keppa við aðra kröfuhafa um bitann. Þá, erum við ekki lengur, að ræða um að fá 75% - 95% upp í Icesave lánið. Frekar, 5% - 25% - en niðurstaðan, mun þá fara eftir því hve mikið reynist þá vera af öðrum forgangskröfum. Vitað, er að eignir Landsbanka, voru veðsettar upp í topp; og stór lán, höfðu fyrsta forgang.

B) Áætlanir, um að 75% - 95% fáist upp í Icesave miða allar við bjartsýnar spár, um að hagkerfi Evrópu byrji að rétta við sér, á næsta ári. Á þessari stundu, er engin leið að vita hvort sú verði raunin. Eitt er víst, sjá meðfylgjandi mynd, að kreppan er verulega verri í Evrópu en í Bandaríkjunum, svo búast má við að bati verði lengur á leiðinni, í Evrópu en í Bandaríkjunum. Það má einnig vera, að bati verði hægur og langdreginn. Evrópa, er alveg sérlega óheppin, því að kreppan, mun stuðla að mjög alvarlegri skuldaaukningu margra Evrópuríkja, en á sama tíma er svokölluð "demographic bomb" að skella á; þ.e. neikvæð mannfjölgun, of lítið af ungu fólki til að tryggja sterkan hagvöxt. Evrópa, getur átt framundan, langt tímabil efnahagslegsrar stöðnunar; þ.s. kostnaður af skuldum ásamt tiltölulega fámennum vinnumarkaði, stuðli að langvarandi efnahagslegum hægagangi, sambærilegum þeim sem Japan hefur verið í, alla tíð síðan við árslok 1989.

recession_867788.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 C) Áhrif á lánshæfismat. Skv. nýjustu fréttum, eru stofnanir sem sjá um lánshæfismat, að íhuga að fella Ísland niður úr B flokki, niður í C flokk. Lækkun niður í C flokk, þýðir að mat matsfyrirtækja, er þá það, að hættan sé veruleg, að Ísland fari í þrot, og hætti að geta borgað af lánum. Skuldbindingar, í C flokki, eru taldar mjög áhættusamar, og ganga kaupum og sölum með háum afföllum. Lægsti flokkurinn, er svo D - sem við getum kallað "algert rusl" - en hann nær yfir skuldbindingar aðila, sem þegar eru orðnir gjaldþrota, sem sagt pappírar sem taldir eru nánast einskis virði. Það eru pappírar, sem ganga kaupum og sölum, t.d. á 1 - 2% af upphaflegu andvirði.

Frétt, Telegraph.co.uk, er því röng að því leiti, að D flokkur er hið eiginlega rusl, ekki C flokkur. 

Frétt Telegraph.co.uk: Telegraph.co.uk: Iceland at risk of a 'junk' credit rating

Fall niður í C - er mjög alvarlegur hlutur, því þá hækkar allur lántökukostnaður ríkisins. Ástæðan fyrir því, að þetta er mjög stórt áfall, er sú að við skuldum þegar mjög mikið. Hættan, er því mjög mikil, að af stað fari, neikvæður vítahringur skuldaaukningar sem leiði til algers hruns, í framhaldinu. Ég treysti mér, ekki alveg til að fullyrða að Icesave samingurinn, sé ástæðan fyrir því, að matsstofnarnirnar, eru að endurmeta mat sitt á Íslandi, akkúrat núna. En, hafið í huga, að útilokað er annað, að svo stór aukning skulda sem 650 - 900 milljarðar, hafi einhver neikvæð áhrif á okkar lánshæfismat. Lánshæfismat okkar, var þegar komið hjá flestum aðilum niður í neðsta hluta B skalans, þ.e. BBB - en ekki t.d. BBA eða BAA. Það þurfti því ekki að framkalla stórt viðbótar rugg, til að við myndum lækka niður í C. Það er því alveg fullkomlega trúverðugt, að líta á Icesave samninginn, sem hlassið sem sé að framkalla þessa lækkun um flokk. Icesave samningurinn, er því sennilega þegar að valda þjóðinni mjög alvarlegum skaða, þó hann sé enn formlega ófrágenginn.

Athugið, að án formlegrar staðfestingar Alþingis, á að Ísland standi bak-við þessar innistæðutryggingar, er þetta ekki formlega orðin skuld Íslands. Sannarlega, er það skv. hefð, um slíkar tryggingar, að lönd standi undir þeim,,,en aðstæður Íslands, eru nokkur sérstæðar í þessu samhengi. Sennilega, hefur aldrei nokkrusinni það gerst, að innistæðutrygging í erlendri mynnt, hafi náð slíkum hæðum samanborið við landsframleiðslu þess lands, sem á að standa undir því. Þegar, það atriði er haft í huga, og einnig að atburðarásin sem leiddi til þessa gríðarlegu upphæða afhjúpaði - sem viðurkennt er - alvarlega galla á innistæðutryggingakerfi ESB og EES; þá er það ekki alveg þannig, að við Íslendingar, eigum engin málefnaleg gagnrök - né er það þannig, að rétturinn sé allur hinum meginn.

Persónulega, get ég ekki með nokkrum hætti séð, að Ísland geti staðið við þennan samning,,,þ.e., að það sé einfaldlega mögulegt. Að mínu mati, eru fullyrðingar um hið gagnstæða, ósannfærandi.

D) Við getum ekki sókt um aðild að ESB, meðan Icesave deilan stendur enn. Því er haldið fram, að þessi mál - Icesave og ESB - séu alveg óskyld mál. En, það er alveg augljóst bull og vitleisa.

i) Vitað er að Össur, utanríkisráðherra, stefnir að því að senda inn umsókn um aðild fyrir lok júlí.

ii) En, ef við fellum Icesave, þá verður alveg þíðingarlaust fullkomlega að senda inn slíka umsókn, því að þá er fullkomin vitneskja fyrir þvi að Bretland og Holland, munu blokkera aðgang Íslands að ESB.

Ég persónulega, er hlynntur því að sækja um aðild, og athuga hvað fæst; en ekki sama hvað það kostar. Ég held, af tvennu íllu, sé betra að fórna möguleikanum á aðild. Ég skil ekki, þá einstaklinga, sem halda því statt og stöðugt fram, að málin séu ótengd.

Þau hreinlega geta ekki verið tengdari.

 

Niðurstaða

Icesave er á hæsta máta, varasamur samningur. Er hættulegra að hafna honum? Meti hver fyrir sig. Mín skoðun, „Höfnum honum“ - en semjum síða upp á nýtt. Enda, er það óþörf nauðhyggja að líta svo á, að þessi samningur, sé sá eini sem hægt sé að gera.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þetta er haft eftir Rawkins um lánshæfið

"Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch í Lundúnum, segir að ástæða þess að fyrirtækið hafi ekki afskrifað lánshæfi Íslands sé sú að landið hafi ekki virt að vettugi erlendar skuldbindingar sínar." Viðskipti | mbl.is | 19.6.2009 | 11:58

þetta kemur fram eftir að blekið var sett á Icesavesamninga. fyrir mér nokkuð afdráttarlaust.

Andrés Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, að virða erlendar skuldbindingar, í almennum skilningi, þýðir einfaldlega að við höfum haldið áfram, að borga af lánum og ekki hafi verið tafir á greiðslum.

Það, þarf ekki vera, að hann eigi við Icesave, málið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband