Bretar aflétta eignafrystingu - "Er það gott?"

einar_bjorn_bjarnason-1_864014.jpgBretar, eru víst búnir að losa um íslenskar eignir, sem þeir höfðu fryst í nafni hryðjuverka-laga. Flestir, virðast líta á þetta sem góðann, atburð. Nú sé Landsbankinn sálugi, farinn af hryðjuverka-lista. Sé, ekki lengur, borinn saman við stofnanir, sem hafa verið staðnar, að því að styðja - beint eða óbeint - hryðjuverkastarfsemi. Laskað orðspor landsins, geti nú farið, smám saman, að lagast.

Er allt sem sýnist?

Ég er nefnilega þeirrar skoðunar, þ.e. mig grunar, að við Íslendingar höfum notið, að einu en mikilvægu leiti, gagns af þessari frystingu. Stærsta spurningin, í tengslum við Icesave málið sem nú er fyrir Alþingi er nefnilega hvort það stenst, að Tryggingasjóður innistæðueigenda, eigi fyrsta rétt að affrystum eignum, landsbanka Íslands sáluga í Bretlandi. Með öðrum orðum, hvort að neyðarlögin, koma til að standast. Þetta er mjög mikilvæg spurning, þ.s. ef neyðarlögin standast ekki, með öðrum orðum, ef Tryggingasjóður innistæðueigenda, missir þann fyrsta veðrétt sem honum var tryggt með neyðarlögunum, þá mun hann þurfa að keppa við aðra kröfuhafa um bitann. Stóra spurningin, í því samhengi, er þá,,,"AF HVERJU HAFA STÓRIR AÐILAR EKKI ENN FARIÐ Í MÁL, TIL AÐ HNEKKJA NEYÐARLÖGUNUM?"

Ég held að þeir hafi verið að bíða eftir, að frystingunni væri aflétt!!

Eins, og einhverjir muna eflaust eftir, þá hætti ríkisstjórn Geirs H. Haarde við málsókn, gegn breskum stjórnvöldum, vegna þess að metið var að hryðjuverkalögin, veittu breskum stjórnvöldum svo víðtækar valdheimildir, að vonlaust væri að hnekkja eignafrystingu Breta á íslenskum eignum. Mig grunar, sem sagt, að stórir kröfuhafar Landsbankans, sem vilja einnig komast að eignum Landsbanka Íslands sáluga, hafi komist að sömu niðurstöðu - þannig að tilgangslaust væri að fara í mál til að hnekkja neyðarlögunum; vegna þess að meðan eignafrysting Breta væri enn í gildi, myndi sú aðgerð ekki veita þeim neinn bættan aðgang að þessum eignum.

Hvað svo?

Svo, nú þegar eignafrystingin, er úr sögunni, grunar mig að erlendir kröfuhagar, muni hugsa sér til hreyfings. Þannig, að innan skamms, megi eiga von á fyrstu málsóknunum, í því skyni að hnekkja neyðarlögunum.

Ef, þeim verður hnekkt, þá breytist allt. Því þá er hinn algeri forgangur Tryggingasjóðs innistæðueigenda úr sögunni, þannig að þá erum við ekki að tala um, að fá 75 - 95% uppí Icesave, heldur einungis á bilinu 5 - 25% - - þ.e. eftir því sem kaupin ganga á eyrinni, í beinni samkeppni um bitann, við aðra kröfuhafa.

ÞAÐ ER ÞVÍ RAUNVERULEG HÆTTA, AÐ ICESAVE VERÐI HLASSIÐ, SEM SÖKKVIR FJÁRHAG OKKAR Á KAF, ÞANNIG AÐ AFLEIÐINGIN VERÐI ÞJÓÐARGJALDROT!!!

 

Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Líka athyglisvert að frystingu er aflétt áður en Alþingi afgreiðir nauðasamninginn um IceSave. Hvað ef Alþingi segir nei, verður þá allt fryst aftur?

Haraldur Hansson, 16.6.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband