Eva Joly hótar að hætta!!

einar_bjorn_bjarnason-1_861133.jpgVerkstjórnin er í Molum

Það er hreint hneiksli hve léleg verkstjórn ríkisstjórnarinnar er. Mikilvæg, og bráðnauðsynleg mál, komast ekki til framvkæmda. Munið, að enn er ekki formlega búið að ganga frá stofnun viðskiptabankanna, vegna þess að ekki er enn búið að fromlega að klára uppgjör þeirra gömlu. Það er fullkomin skýring þess hvers vegna nýju bankarnir eru lamaðir, og geta ekki veitt neina fyrirgreiðslu til heimila og fyrirtækja; einfaldlega vegna þess, að enn er allt á huldu um eiginfjár stöðu þeirra.

Enginn bankastjóri með réttu ráði, veitir lán, meðan hann veit ekki hvers virði eignir bankans eru né hve miklar þær eiga að vera. Á meðan, er atvinnulífið smám saman, að hrynja sama.

Þetta er fullnægilegt, til að skýra af hverju krónan er stöðugt að lækka; því verðgildi gjaldmiðla er einfaldlega byrtingarmynd stöðumats markaðarins á viðkomandi hagkefri, sbr. að hlutabréfaverð er sambæriegt mat á stöðu fyrirtækja.

Seðlabankastjóri hótaði að hætta nýlega

Ekki gleima þessu, sjá: Josefsson hótar að hætta.  En honum fannst stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart nýju bönkunum, ekki vera nógu skýr. Síðan var hann óánægður með fyrirkomulag, yfirtöku bankanna á fyrirtækjum, sem komast í þrot. Síðan var einnig mjög áhugaverð yfirlýsing hans, í sænsku blaðaviðtali, að fjárhagsleg endurreisn bankakerfisins, myndi að hans mati, kosta 85% af þjóðarframleiðslu - þ.e. liðlega 1200 milljarða. Sjá: Mats Josefsson.

Eva Joly: hótun hennar um að hætta

Þetta er einungis nýjasta byrtingarmynd, þess hve gölluð verkstjórn ríkisstjórnarinnar er. Frétt MBL.is - Eva Joly íhugar að hætta og síðan næsta frétt MBL.is um málið - Góð og gagnleg skoðanaskipti. Hugsa sér, að enn er ekki búið að afhenda henni skrifstofu. Það hefði, einungis átt að vera eins dags verk. Síðan, virðist ekki enn vera búið að ráða neina aðra af þeim erlendu sérfræðingum, sem hún hefur bent á og lagt til; nema hana sjálfa.

SLÓÐAHÁTTUR RÍKISSTJÓRNARINNAR, ER AÐ VERÐA AÐ STÓRFENGLEGU ÞJÓÐFÉLAGSMEINI!

 

Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hefði ekki verið hægt að gera bráðabyrgða efnahagsreikning fyrir nýju bankana sem sýndu lágmarksstöðu bankanna ?  Síðan þegar að séð verður hver endanleg staða þeirra er verði efnahagsreikningarnir uppfærðir.  Þetta gæfi bönkunum einhvern grunn til að byggja á og hefja viðskipti svo koma mætti fyrirtækjum og heimilum til aðstoðar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.6.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, efa það,,,þ.s. annars vegar er um að ræða, skuldir í formi svokallaðra innláns-reikninga einstaklinga - en eins og frægt er, þá voru allar innistæður landsmanna færðar með pennastriki frá gömlu yfir í nýju - hins vegar, er um að ræða eignastöðu í formi útlána, sem á eiginlega alveg algerlega eftir að koma á legg.

Ég meina, formlega eiga bankarnir, að ég held, ekki neitt af útlánum gömlu bankanna. Eru einungis með ríkisábyrgð. Þannig, eigi í raun og veru, lánadrottnar gömlu bankanna, öll útlánin þangað til formlega hefur verið gengið frá uppgjöri gömlu bankanna.

Ríkið, hefði átt mjög erfitt með að gera e..h til bráðabyrgða, m.a. vegna þess, að það tók tíma að meta skuldasafnið - þ.e. hvaða skuldir er eign í og hvaða ekki - og einnig meðan á þessu gengur, er það hlutfall stöðugt að breytast, vegna versnandi ástands.

Einnig vegna, þess - að það hefði þá þurft að setja inn peningasummu á móti, en þetta er stjórnarskrár varin eign. Menn, eru eðlilega hræddir um að semja af sér, bæði ríkið og kröfuhafar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2009 kl. 22:08

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stóri punkturinn, er þó sennilega sá - að slíkir samingar hefðu þurft að vera við alla stærstu kröfuhafa, og væru sennilega litlu minna flóknir, en að semja endanlega.

Vafasamt, að aðiljar sægju sér hag, í slíkri leikfléttu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband