7.6.2009 | 22:24
Á að eyða upp Lífeyrissjóðunum?
Á morgun, verða kynntar fyrir ríkisstjórninni, hugmyndir aðila vinnumarkaðarins, um framkvæmdir allt að 340 milljörðum,,,en þó ekki fjármagnaðar með skattfé.
Taka ber fram, að hugmyndir aðila vinnumarkaðarins, eru ekki fullmótaðar, sjá frétt RÚV.
"Lögð er til þriggja ára áætlun um mannaflsfrekar framkvæmdir, upp á allt að 340 milljarða króna. Ef þessu verður öllu hrundið í framkvæmd - gætu orðið til 5000 störf...Á föstudag setti atvinnu- og efnahagsmálahópurinn saman minnisblað um hugsanlegar framkvæmdir á næstu þremur árum. Í góðærinu störfuðu um 16 þúsund manns við mannvirkjagerð. Ef ekkert verður að gert óttast menn að aðeins 4000 manns hafi atvinnu í greininni í haust. Vinnuhópurinn hefur gert lauslega þriggja ára áætlun um mannaflsfrekar framkvæmdir á sviði orkutengdra verkefna, vegagerðar og þeirra verkefna sem eru á sviði sveitarfélaga. Minnisblaðið hefur ekki verið gert opinbert en samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta fjárfestingarverkefni upp á 230 til 340 milljarða króna. Og ársverk á uppbyggingartímanum yrðu 3500 til 5000 talsins. Þetta myndi tryggja svipað framkvæmdastig og í venjulegu árferði...Ríkisvaldið hefur augljóslega ekki fjárhagslegt bolmagn í framkvæmdirnar. Því er rætt um að lífeyrissjóðirnir og erlendir fjárfestar eða fyrirtæki komi að þessu...Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna hafa komið að viðræðunum en ríkisstjórninni verða kynntar hugmyndirnar með formlegum hætti - væntanlega á morgun. Ríkisstjórnin mun þá væntanlega velja úr þær framkvæmdahugmyndir sem hún telur raunhæfar. Eftir það verða málin að öllum líkindum rædd við lífeyrissjóðina."
Það sem ég staldra við hérna, eru hugmyndir um að 'Lífeyrissjóðir landsmanna' skuli fjármagna þetta, sennilega að stærstum hluta, því erfitt er að sjá að til staðar séu um þessar mundir, fjársterk fyrirtæki, með gnótt af fjármagni til að leggja í þetta. Sama má segja um sveitarfélög, þau eru ekki síður á kúpunni en ríkið.
Svo við skulum tala tæpitungulaust, hér er verið að tala um að spreða Lýfeyrissjóðunum. Janfvel 'Lífeyrissjóðirnir' hafa ekki lausafjármagn, upp á slíkar fjárhæðir, svo að hér er einnig verið að tala um, að neyða þá í sölu eigna á brunaútsölu - ÞVÍ EKKERT ANNAÐ ER Í BOÐI UM ÞESSAR MUNDIR. Heyrst hefur tal um, sölu erlendra eigna, sem nú um þessar mundir, eru miklu mun traustari eignir heldur en innlendar eignir, þ.s. þær eru A)bundnar í erlendum fyrirtækjum með miklu mun traustari stöðu en Íslensk, nú um þessar mundir B)en ekki síst í öðrum gjaldmiðlum en krónunni.
Til að standa undir þessu, á sem sagt, að spandera stórum hluta bestu eigna Lífeyrissjóðanna, sem standa undir ellilaunum landsmanna, kjörum gamla fólksins - - og það í framkvæmdir, sem búa ekki til eina einustu krónu í útflutningstekjur. En vegaframkvæmdir og mannvirkjagerð, hafa enga beina skýrskotun til útflutningstekna, nema þær séu hluti af uppbyggingu sbr. álveri, sem skapar þær á endanum. Að sjálfsögðu, hefur maður samúð með atvinnulausum verkamönnum,,,en þessi störf, verða mjög dýru verði keypt.
Hérna, sjáið þið, hversu vitlaust þetta er. Ef menn halda, að Icesave samingurinn hafi verið slæmur (frétt RÚV um Icesave málið), þá er þetta hálfu verra. Því, eins og staðan er í dag, að þó allt fari á versta veg, þá standa erlendar eignir Lífeyrissjóðanna samt undir gamla fólkinu, sem skilað hefur sínu ævistarfi. Það er ekki nóg, að sökkva okkur, enn dýpra í skuldir en áður, nei, það á einnig að spandera síðustu traustu eignum landsmanna, í það sem gefur ekkert af sér.
Ef væri verið að tala, um að búa til fjárfestingarsjóð, sem fólk með athyglisverðar viðskiptahugmyndir gæti leitað til eða fólk með hugmynd að einhverju nýju sem hægt væri að framleiða hérlendis, þá myndu mál horfa smá öðruvísi, því þá væri verið að horfa til framtíðar, skapa raunveruleg framtíðarstörf og nýja útflutningsatvinnuvegi, skapa dugmiklu fólki tækifæri til að skapa störf fyrir aðra elju. Það er það eina, sem getur að mínu mati réttlætt, að færa hingað til lands, fjármagn frá Lífeyrissjóðunum,,,þ.s. sköpun framtíðarstarfa, sem færa landsmönnum, von um nýjar uppsprettur gjaldeyristekna. Því, það er þannig, sem við vinnum okkur úr kreppunni, með dugnaði og því að framleiða gjaldeyri, með auknum útflutningi, og það með öllu því, sem frjóir einstaklingar, geta hrundið í framkvæmd.
Sköpum störf, með því að íta undir myndun nýs atvinnurekstrar, en ekki með því að spandera í opinberar framkvæmdir, sem á endanum skila engum nýjum útflutningi.
Kv., Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvita er glapræði að nota lífeyrissóðina í skammtímalausnir, en Það kemur enginn í veg fyrir þann heimskulega gjörning frekar en allt hitt sem búið er yfir okkur að ganga. Enginn virðist ábyrgur fyrir almannahagsmunum á þessu mafíuskeri.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 23:03
Því miður, er útlist fyrir að þú hafir rétt fyrir þér.
Einar Björn Bjarnason, 7.6.2009 kl. 23:10
Hvernig væri t.d. að styðja alla þá innlendu hönnuði sem hafa ekki treyst sér til að flytja heim heldur hafa haslað sér völl erlendis og sumir hverjir getið sér afar gott orð. Svo er stoðtækjafyrirtækið Össur í vandræðum. Ég veit ekki betur en það hafi átt stóran þátt í að afla útflutningstekna. Ég las það örugglega á dögunum að nú sé verið að ganga frá því að breskur eigandi sé að kaupa sig inn í fyrirtækið til að bjarga eiginfjársstöðu þess. Ég velti fyrir mér framtíð fyrirtækisins í framtíðinni í því ljósi? Hvert verður heimaland þess í framtíðinni? Verður það flutt? Hvert fara útflutningstekjurnar þá?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.6.2009 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.