6.6.2009 | 01:20
Krónan getur ekki annað en haldið áfram að falla!!
Gjaldmiðlar, einkunnabók um stöðu hagkerfa
Verðmæti gjaldmiðla, er mæling á trausti markaðarins á viðkomandi hagkerfi, fall verðmætis ber því vott um fallandi traust á því hagkerfi. Þannig, að spurningin sem menn þurfa að svara er: "FER STAÐA EFNAHAGSMÁLA VERSNANDI"? Ef svarið er 'já' - er hægt en stöðugt fall krónunnar, undanfarnar vikur, fullkomlega útskýrt.
Sannleikur þessa, er einfalt að sjá. Gengi krónunnar, er að mörgu leiti sambærilegt, við gengi hlutabréfa fyrirtækis. Þegar því vegnar vel, styrkist gengi hlutanna og því meir sem velgengnin eykst. Þegar á móti blæs, lækkar gengið, o.s.frv.
Áhrif samninga um Icesave á gengi krónunnar
Þegar þessi grein skrifuð, var Icesave samkomulagið enn ekki formlega kynnt. En skv. fréttum, munu Íslendingar hafa veitt samþykki sitt með formlegum hætti því að taka á sig 650 milljarða skuld, gegn 5,5% vöxtum, til 7 ára - þangað til sala eigna getur farið fram, til að borga þetta lán niður. Vaxtagreiðslur, kvá vera um 35 milljarða króna á ári, en þær greiðslur bætist aftan á lánið og áætlað að það geti hlaupið á liðlegum 900 milljörðum króna eftir 7 ár, ef miðað er við núverandi gengi krónunnar. Augljósi punkturinn, er sá að með þessum gerningi, mun Ísland hafa aukið skuldir sýnar, um þessa tölu. Þetta er þ.s. markaðurinn, mun sjá og matsfyrirtæki, sem gefa út lánshæfismat. Hvað kemur á móti, eftir 'X' ár, er óvisst, þannig að markaðurinn getur ekki lagt verð á það í dag. Afleiðingin, hlýtur að verða, frekara fall krónunnar, þ.s. aukinn skuldabyrði og vaxtabyrði, af erlendum lánum, getur ekki annað en hafa lækkað stöðumat markaðarins á íslenska hagkerfinu, enn frekar.
Bankakreppan
Þegar þessi grein er skrifuð, er enn ekki búið að ganga frá uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna. Því er ekki vitað; hvert eigið fé nýju bankanna er, né á hvaða verði ríkið mun taka yfir lán sem hvíla á íslenskum fyrirtækjum - til að styrkja eigin fjár stöðu nýju bankanna. Á meðan, liggja ekki fyrir, hverjar afskriftir erlendu kröfuhafanna, verða akkúrat. Þetta ástand veldur því, að nýju bankarnir eru nær fullkomlega lamaðir, hvað nýjar lánveitingar varðar. Lánafyrirgreiðsla, er lífsblóð fyrirtækja hagkerfisins. En bankarnir, geta ekki veitt ný lán, nema að mjög takmörkuðu leiti og þá gegn ofurkjörum, vegna þess að stjórnendur bankanna vita ekki hvað eigið fé viðskiptabankanna verður. Þannig, er eðlilegt, við slíkt ástand, að stjórnendur bankanna haldi að sér höndum.
Bankakreppan, rekakkeri á hagkerfið
Afleiðingar viðvarandi bankakreppu, eru þær að hagkerfinu er hægt og örugglega, að blæða út. Nær alger skortur á lánafyrirgreiðslu, þíðir að fyrirtæki, eru hægt en örugglega að ganga á eigið fé. Einungis fyrirtæki í útflutningi, fá einhverja smá fyrirgreiðslu,,,og þau búa einnig við það forskot, að hafa tekjur í erlendri minnt. Innlend þjónustu fyrirtæki, eru á hinn bóginn, algerlega uppi við vegg. Einungis er spurning um tíma, á meðan bankakreppan viðhelst, að fjöldi fyrirtækja sem eru að mestu háð innlendri starfsemi verði uppiskroppa með lausafé. Afleiðing þess, verður stöðvun rekstrar - og líklega gjaldþrot mikils fjölda þeirra. Ljóst er af þessu, að ekki er undarlegt að krónan falli.
Afleiðingar hás vaxtastigs
Vextir, hafa mikið verið í umræðunni, skiljanlega. Það hentar einnig stjórnvöldum, að tala um vexti, því þá geta þau bent á Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn - annars vegar - og á Seðlabankann - hins vegar. Smá "diversion" sem sagt. Að mínu mati, er bankakreppan enn stærra vandamál, en vextirnir. Tal um bankakreppu, beinir sjónum að stjórnvöldum, þess vegna tala þau frekar um vexti og benda á aðra sökudólga. Hátt vaxtastig, hefur samverkandi áhrif, með bankakreppunni, í því að láta atvinnulífinu blæða jafnt og þétt út. Áhrifin, eru augljóslega þau, að vextirnir eru jafnt og þétt, að lækka mat markaðarins á gengi hagkerfisins. MEÐ ÖÐRUM ORÐUM, HÁTT VAXTASTIG, ÝTIR GENGI KRÓNUNNAR NIÐUR.
Áhrif á heimilin
Vart þarf að taka fram, að heimilin líða einnig fyrir 'BANKAKREPPUNA' og 'OFURVEXTINA.' Einnig veldur eðlilegt gengisfall krónunnar, við núverandi skilyrði, þeim frekari vanda - vegna þess, að gengisfallið hækkar almennt verðlag, sem veldur frekari hækkun gengistryggðra lána, og sem einnig veldur hækkun erlendra lána í íslenskum krónum. Allt leggst þetta saman, og ef ástand lagast ekki verulega fljótlega, má búast við raun-gjaldþrotum mjög mikils fjölda heimila landsmanna - ekki seinna, en þegar hausta tekur, laufin fara að brunka og síðan að falla. Haustið, getur orðið - mjög, mjög kalt!!
Þjóðargjaldþrot?
Ef hrun hagkerfisins, er ekki stöðvað í tæka tíð, til að koma í veg fyrir "ANNAÐ HRUN," mun ríkissjóður standa frammi fyrir mjög verulegri hættu á að komast í greiðsluþrot - hið minnsta hvað erlend lán varðar. Klárlega, veldur frekara hagkerfis hrun, einnig tekju hruni hjá ríkissjóði, ofan á það tekjuhrun, sem þegar er orðið vegna framkomins efnahags hruns. Á sama tíma aukast skuldbyndingar, vegna stöðugrar aukningar skulda, og viðvarandi aukningar atvinnuleysis. Þetta er ekki "EF SPURNING". Þeir sem stjórna landinu, verða að átta sig á því, að gjaldrot er ekki órar einhverra vitleysinga, heldur graf-arlvarleg, og raunveruleg, hætta.
Kveðja, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.6.2009 kl. 18:22 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.